Eystrahorn 29. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. september 2015

29. tbl. 33. árgangur

Skinney-Þinganes sækir á fleiri mið

Samkomulag hefur verið gert um kaup Skinneyjar - Þinganess hf. á öllum hlutabréfum í Auðbjörgu hf. í Þorlákshöfn. Í sameiginlegri fréttatilkynningu félaganna kemur fram að samkomulagið sé með fyrirvara m.a. um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eftir kaupin, ef af þeim verður, mun Skinney -Þinganes hf. verða með starfsemi á Höfn og í Þorlákshöfn. Með þessu hyggst Skinney – Þinganes hf. styrkja sig í sessi sem eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og treysta enn frekar fjölbreyttan rekstur í útgerð, fiskvinnslu og sölu sem byggst hefur upp á undanförnum árum. Á næstu vikum verður starfsemi félagsins

skipulögð með það að markmiði að tryggja áframhaldandi starfsemi á báðum stöðum. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að Auðbjörg ehf. hefur frá stofnun árið 1970, verið með starfsemi í Þorlákshöfn. Þá kemur fram að fyrirtækið hafi átt erfitt með að halda í við skerðingar á þeim veiðiheimildum sem fyrirtækið ræður yfir. Það hafi verið mat eigenda að rétt og tímabært hafi verið að koma fyrirtækinu í hendur traustra aðila sem hafa það að markmiði að halda áfram starfsemi í Þorlákshöfn. Aðspurður segir Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri að um um tvö þúsund þorskígildi sé að ræða, að uppistöðu þorskur, humar, ufsi og flatfiskur.

Tveir bátar fylgja með í kaupunum, Ársæll ÁR og Arnar ÁR ásamt frystihúsi þar sem unnin hefur verið humar og bolfiskur. Ekki liggur fyrir hvenær Skinney-Þinganes tekur við rekstrinum en það er háð þeim fyrirvara sem áður er nefndur. „Þessi kaup fela í sér tækifæri og áskoranir. Veiðiheimildir Auðbjargar eru góð viðbót við núverandi heimildir fyrirtækisins og vinnsla Auðbjargar í Þorlákshöfn skapar okkur líka möguleika á frekari þróun og nýtingu á þeim afla sem skip Skinneyjar-Þinganess veiða“ segir Ásgeir þegar Eystrahorn náði tali af honum sl. þriðjudag.

Nýnemadagur í FAS Síðustu ár hefur verið unnið markvisst að því í FAS að breyta móttöku nýrra nemenda. Í ár má segja að lokaskrefið hafi verið stigið og það sem áður kallaðist busavígsla heitir nú nýnemadagur. Nemendaráð og hópur eldri nemenda sáu um að skipuleggja leiki þar sem eldri nemendum og nýnemum var blandað saman í lið og aðal markmiðið var að hafa gaman saman. Hvert lið hafði sérstakan lit og áttu liðin að leysa ýmsar þrautir og safna með því stigum. Sumar þrautirnar verða að teljast nokkuð óvenjulegar svo sem að lyfta ferðamanni eða að finna þjóðþekktan einstakling og taka mynd af hópnum með honum. Myndirnar voru settar á Instagram og er hægt að skoða þær á heimasíðu skólans www.fas.is. Að leik loknum var boðið upp á grillaða hamborgara og nýnemum síðan afhentar rósir til að bjóða þá velkomna í skólann. Leikurinn tókst ljómandi vel og ekki annað að sjá en að allir hafi skemmt sér vel. Það verður síðan tilkynnt hvaða lið bar sigur úr býtum á nýnemaballi sem verður fljótlega. Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp nýnema í FAS með forseta og varaforseta nemendafélagsins. Þó er vert að geta þess að í dag vantaði allmarga nýnema sem voru fjarverandi af ýmsum ástæðum.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. september 2015

Eystrahorn

Haustsala aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins 3. - 5. september Þá er komið að árlegri haustsölu aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands og stuðningshópa. Allur ágóði af sölu hér rennur beint til Krabbameinsfélags Suðausturlands. Aðildarfélögin takast á við veigamikil verkefni í heimabyggð sinni, einkum á sviði fræðslu og stuðnings við sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Salan fer fram í Nettó Hornafirði þessa daga. Með von um góðar undirtektir Stjórn Krabbameinsfélags Suðausturlands

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

FUNDUR MEÐ FORMANNI LANDSSAMBANDS ELDRI BORGARA Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara verður framsögumaður á fræðslufundi FEH í EKRUsalnum mánudaginn 7. september kl. 15:00. Kaffiveitingar. 60 ára og eldri eru hvattir til að fjölmenna. Félag eldri Hornfirðinga

VILT ÞÚ BÚA Á AKUREYRI?

Við óskum eftir húsaskiptum eða húsnæði til leigu. Eigum einbýlishús á Akureyri sem þú getur fengið fyrir einbýlishús eða tvíbýli á Höfn í Hornafirði. En ef þú ert til í að leigja okkur húsnæði þá væri það frábært. Endilega hafðu samband. Helena - 8636773.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Þessar duglegu stúlkur, sem heita Solyana Natalie, Fanney Rut og Kristín Magdalena, héldu tombólu og söfnuðu 7.195- kr. sem þær færðu Rauða krossinum.

Sundæfingar

Mánudaginn 7. september mun Sunddeild Sindra hefja æfingar eftir sumarfrí. Æfingarnar verða sem hér segir (með fyrirvara um breytingar): • A – hópur 7. bekkur og eldri mánud. kl. 17:00 – 18:30, miðvikud. kl. 17:30 – 19:00 og fimmtud. kl. 17:30 – 19:00. • B – hópur 5. - 6. bekkur mánud. og miðvikud. kl. 17:30- 18:30. • C – hópur 3. - 4. bekkur þriðjud. og fimmtud. kl. 16:45 – 17:25. Fyrsta vikan er opin öllum sem vilja prófa að æfa sund að kostnaðarlausu. Minnum á tómstundastyrkinn sem er 40 þúsund kr. á ári. Þjálfari er Goran Basrak og er hann menntaður sundþjálfari.

Góð reynsla er af gróðursetningu að hausti 10 – 50 % afsláttur af trjáplöntum til 5. september. Opið virka daga 13:00 – 17:00. Þess utan eftir samkomulagi Sími 849-1920 og 478-1920

Verið velkomin

Gróðrarstöðin Dilksnesi


Eystrahorn

Fimmtudagur 3. september 2015

www.eystrahorn.is

Grétar Örvarsson & Dægurlögin Tónleikar á Hótel Höfn 19. september

Grétar og hljómsveit flytja lög af geislaplötunni

Grétar Örvarsson söngur & hljómborð

Ellefu dægurlög ásamt því að fara yfir tónlistarferil Grétars og flytja þekktar dægurperlur frá tónlistarferli hans sem hófst á Hótel Höfn.

Stefanía Svavarsdóttir söngur Jóhann Ásmundsson bassi Sigfús Óttarsson trommur Kristján Grétarsson gítar

Undanmót fyrir Íslandsmeistaramótið í Póker Fosshótel Vatnajökull 19. september nk. kl. 19:30 3.500 kr. þáttökugjald, hægt að skrá sig aftur til leiks þegar menn detta út. Súpa og brauð á 500 kr. og öl á 750 kr. Hefst kl. 19:30 og late reg til kl. 21:00. Í verðlaun eru miðar á Íslandsmeistaramótið í Póker sem haldið er í nóvember.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Forsala miða á Hótel Höfn og í síma 478-1240

Reglur um refaog minkaveiði Reglur um refa- og minkaveiði innan sýslumarka Austur-Skaftafellssýslu í heild sinni má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins: www.hornafjordur.is. Í reglunum kemur skýrt fram að veiðimenn eru ráðnir af sveitarfélaginu og einungis ráðnum veiðimönnum er greitt fyrir veiðar á grenjatímabilinu. Greiðslur fyrir refaveiðar Þeir veiðimenn sem veiða fleiri en 20 dýr fá greitt 25% álag á hvert dýr. Skýrslum og skottum af dýrum sem unnin eru á sumartíma (1. apríl - 31. ágúst) skal skila eigi síðar en 10. september. Heilum dýrum sem unnin eru á vetrartíma (1. september - 31. mars) skal skila eigi síðar en 10. september. Ekki verður greitt ef skýrslur berast eftir tilsettan tíma. Greiðslur fara fram í október ár hvert.

Greiðslur fyrir minkaveiðar Veiðimönnum með samning skal greitt fyrir hvert unnið dýr. Skýrslum og skottum af dýrum sem unnin eru skal skila eigi síðar en 10. september. Ekki verður greitt ef skýrslur berast eftir tilsettan tíma. Þeir veiðimenn sem veiða fleiri en 20 dýr fá greitt 25% álag á hvert dýr. Greiðslur fara fram í október ár hvert. Bryndís Bjarnarson Upplýsinga- og umhverfisfulltrúi

Til seljenda gistingar í Sveitarfélaginu Hornafirði Sveitarfélagið Hornafjörður beinir þeim tilmælum til þeirra sem auglýsa gistirými til ferðamanna að sækja sér starfsleyfi til rekstursins. Áður en heimilt er að selja gistirými til ferðamanna þarf að uppfylla ákveðin skilyrði: Samkvæmt lögum nr. 7/1988 um hollustuhætti og mengunarvarnir skal sækja um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits Austurlands . Samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 skal sækja um rekstrarleyfi (gistileyfi) til Sýslumannsins á Suðurlandi, en skilyrði fyrir útgáfu leyfis er jákvæð umsögn frá byggingafulltrúa, eldvarnareftirliti, heilbrigðiseftirliti og sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að við auglýsingu á gistirými eða annarri staðfestingu um slíka notkun er Sveitarfélaginu Hornafirði heimilt að hækka fasteignagjöld gistirýmis í atvinnurekstrarflokk. Skorað er á þá sem nú þegar auglýsa eða selja gistirými án tilskilinna leyfa að sækja um starfs- og rekstrarleyfi. Jafnframt er leyfishöfum bent á að virða það sem felst í veittu starfsleyfi. Sveitarfélagið Hornafjörður


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 3. september 2015

Aðalfundur Kvennakórsins

Aðalfundur Kvennakórs Hornafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 9.september kl 20:00 í Nýheimum. Venjuleg aðalfundarstörf Hlökkum til að hefja nýtt söngár með frábærum konum. Hvetjum "nýjar" söngglaðar konur til að koma á fundinn og kynna sér starfsemi og verkefni kórsins og skoða hvort kórsöngur í skemmtilegum félagsskap sé góður kostur fyrir þær. Einnig bjóðum við eldri félaga velkomna aftur.

Eystrahorn

12 spora starf

Boðið verður upp á 12 spora starf, vinir í bata, í Hafnarkirkju í vetur. Fyrsti fundur verður föstudaginn 11. september kl 17:00. Fundirnir verða vikulega og á fyrstu þremur fundunum sem eru öllum opnir er unnið með kynningarefnið sem leiðir smátt og smátt inn í sjálfa 12 spora vinnuna. Á 4. fundi 2. október er hópunum lokað og ekki fleirum bætt við. Í vetur munu Sveinbjörg Jónsdóttir (sveinbjorg7@simnet.is) og Magnhildur Gísladóttir (manghildur@hornafjordur.is) leiða starfið.

Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2015 er til 15. október n.k.

Stjórnin

Framhaldsaðalfundur Samkórsins Í safnaðarheimili 15. september næstkomandi. Dagskrá: - Kosning stjórnar. - Önnur mál.

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. •

Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms).

Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjarri skóla).

Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd

Stjórnin

Veitingatilboð 1.395 kr.

1.495 kr.

Ostborgari

franskar, lítið Prins Póló og 0,5 l Coke í dós

N1 Höfn Sími: 478 1940

Kjúklingasalat

1.595 kr.

Píta með buffi eða kjúklingi

franskar og 0,5 l Coke í dós


Eystrahorn

Fimmtudagur 3. september 2015

Þjóðbúningakynning

www.eystrahorn.is

Stjúpfjölskyldur Stjúpfjölskyldur, þar sem annar eða báðir aðilar sem til hennar stofna eiga barn/börn úr öðrum samböndum, eru algengar hér á landi. Rannsóknir benda til að þær eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir margbreytileika þeirra. Félag stjúpfjölskyldna, í samstarfi við Félagsþjónustu Hornafjarðar, býður upp á ókeypis erindi á Höfn 16. september kl. 16:00 til 18.00 í Heppuskóla. Skráning er á stjuptengsl@stjuptengsl.is

Annríki – Þjóðbúningar og skart mun standa fyrir þjóðbúningakynningu í Nýheimum á Höfn laugardaginn 5. september kl. 13.00-16.00. Hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur og Ásmundur Kristjánsson, vélvirki og gullsmiður hafa rekið fyrirtækið s.l. fjögur ár en þau hafa starfað við þjóðbúningagerð, -kennslu og- rannsóknir til fjölda ára. Þau munu hefja kynninguna með erindi um sögu og þróun íslenskra búninga og skarts allt frá fyrri hluta 18. aldar og til okkar daga. Fjöldi búninga verður til sýnis sem gestir geta síðan skoðað og spjallað um við þau hjón. Einnig eru þau tilbúin til að skoða og ráðleggja um varðveislu og endurgerð gamalla búninga fyrir þá sem hafa áhuga á því. Ætlunin er að bjóða upp á þjóðbúninganámskeið á Höfn núna í haust og fyrir þá sem eru áhugasamir er ennþá möguleiki að bæta við. Námskeiðið verður kennt fjórar helgar í október og nóvember en máltaka og efnissala fer fram að kynningu lokinni. Frekari upplýsingar um námskeiðið má fá hjá Margréti Gauju Magnúsdóttur, gauja@fraedslunet.is. www.n1.is

Farið verður yfir helstu áskoranir stjúpfjölskyldna og hvernig megi takast á við þær. Erindið er öllum opið og hentar foreldrum, stjúpforeldrum, stjúp/ömmum og öfum, frænkum, frændum, vinum, ungmennum í stjúpfjölskyldum sem og fagfólki. Félagið er jafnframt með ókeypis símaráðgjöf í síma 5880850 eða 6929101. Leiðbeinandi er Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA - formaður Félags Stjúpfjölskyldna www.stjuptengsl.is

facebook.com/enneinn ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 75599 08/15

N1 á Höfn óskar eftir kraftmiklu og áreiðanlegu starfsfólki til framtíðarstarfa Við leitum að þjónustufúsu fólki sem er lipurt í mannlegum samskiptum. Stundvísi, reglusemi, snyrtimennska og kurteisi eru skilyrði. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er mikill kostur. Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Þórarinn Birgisson í síma 478 1490 eða 820 9078.

Helstu verkefni

Hæfniskröfur

• Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

• Þjónustulund

• Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni

• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

• Samskiptafærni

• 18 ára eða eldri

Hluti af atvinnulífinu VR-15-025


Grunnskólastarfsmenn í AFLi! Starfsdagur grunnskólastarfsmanna verður haldinn föstudaginn 11. september nk. í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 Reyðarfirði.

Dagskráin hefst kl. 10:00.

10:00 – Setning – Kristrún B. Gunnarsdóttir 10:15 – Breytingar í orlofsmálum félagsins 11:00 – „Fátæk börn – að þekkja – skilja og aðstoða“. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi 12:30 – Hádegisverður 13:30 – Kjaramál – samningur við sveitarfélögin - starfsmat. Hjördís Þóra, formaður AFLs 14:00 – Líkami og sál – Sigurjón Rúnarsson, sjúkraþjálfari 14:30 – Kaffihlé 15:00 – Umræðuhópar 16:30 – Hlé 17:30 – Veitingar og dagskrárslit

Dagskrá og nánari upplýsingar hjá félaginu. AFL sér um skipulag ferða. Sjá nánar á www.asa.is. Skráning í 4700300 eða gunnar@asa.is í síðasta lagi miðvikudaginn 9. september.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.