Eystrahorn 31. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 17. september 2015

31. tbl. 33. árgangur

Hreyfivika á Hornafirði Komdu og vertu með - fjölbreytt hreyfing í boði Dagana 21. - 27. september stendur yfir Hreyfivika (Move Week) um alla Evrópu. Tilgangur hennar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Það eru samtökin International Sport and Culture Association (ISCA) sem standa fyrir verkefninu en Ungmennafélag Íslands, www. umfi.is fylgir því eftir hérlendis. USÚ í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð, Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Ungmennafélagið Sindra, Sporthöllina, HM þjálfun, Grunnskóla Hornafjarðar, Leikskólann Lönguhóla og Krakkakot, Ferðafélag Austur- Skaftafellsýslu, Sundlaug Hornafjarðar stendur fyrir hreyfivikunni á Höfn. Það er von okkar að sem flestir íbúar sveitarfélagsins kynni sér það sem í boði er í Hreyfivikunni og taki þátt í einhverjum viðburðanna. Vonandi getur hún einnig verið einhverjum hvatning til aukinnar hreyfingar eða þátttöku í íþróttum. Dagskrá vikunnar mun birtast á vef sveitarfélagsins www.hornafjordur.is. Enn er verið að setja inn dagskrárliði og viðburði og

ef þið hafið áhuga á að skipuleggja viðburð þessa viku þá endilega að koma því á framfæri með því að hafa samband við Matthildi Ásmundardóttur, framkvæmdastjóra HSSA

Undirritun þjóðarsáttmála um læsi

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Erla Þórhallsdóttir fulltrúi Heimilis og skóla undirrituðu þjóðarsáttmála um læsi við hátíðlega athöfn í Nýheimum í gær. Undirritunin staðfestir sameiginlegan vilja til að vinna að bættu læsi grunnskólanemenda. En góð færni í læsi er nauðsynleg til að hver og einn geti nýtt hæfileika sína sjálfum sér og samfélaginu til heilla.

á netfangið matthildur@hssa.is til að skrá viðburð. Allir viðburðir verða auglýstir á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, www.hornafjordur.is.

Fréttir af Kvennakór Hornafjarðar Nú er vetrarstarfið að hefjast hjá Kvennakór Hornafjarðar. Aðalfundur var haldinn á 18 ára afmælisdegi kórsins þann 9. september síðastliðinn. Að venju var kosið í margar nefndir eins og gengur og gerist í svona félagsskap því starfið hjá kórnum er mjög fjölbreytt. Svo skemmtilega vildi til að formaðurinn átti afmæli þennan dag og okkar fyrsti samsöngur var því að syngja afmælissönginn fyrir hana. Mjög vel var mætt á aðalfundinn og nokkrar nýjar konur sem hafa hug á að vera með okkur mættu. Undafarin ár hefur fjölgað mikið í kórnum sem er mjög ánægjulegt. Fyrsta æfing kórsins verður í Sindrabæ mánudaginn 14. september milli kl 18:00 – 19:00. Æfingar verða á sama tíma á mánudögum og miðvikudögum út september. Í október þá byrjum við í okkar hefðbundnu rútínu, 40 mínútna raddæfingar á mánudögum og samæfingar á miðvikudögum kl 19:30. Við viljum endilega fá fleiri konur, bæði nýja og eldri félaga til að syngja og starfa með okkur í vetur. Því hvetjum við allar konur sem hafa áhuga, til þess að mæta á æfingar á næstunni og njóta þess að vera í góðum félagsskap skemmtilegra kvenna.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Stjórnin.


www.eystrahorn.is

Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Fimmtudagur 17. september 2015

Eystrahorn

Hafnarkirkja

Andlát

Sunnudaginn 20. september

Jóhann Páll Stefánsson

Messa og fyrsti sunnudagaskóli vetrarins kl. 11:00

Tekið er við framlögum vegna flóttamannavandans. Prestarnir

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

HAUSTFUNDUR Félags eldri Hornfirðinga Haustfundurinn verður haldinn í Ekrusalnum sunnudaginn 20. september og hefst kl. 15.00. • VETRARDAGSKRÁIN KYNNT OG RÆTT UM STARFIÐ FRAMUNDAN. • Kaffiveitingar. • Félagar eru hvattir til að mæta vel og taka með sér nýja félaga.

Leikfimi í Ekrusal

hefst þriðjudaginn 15. september kl. 16:30. Kennari Sigurbjörg Björnsdóttir.

Sundleikfimin

Jóhann Páll Stefánsson fæddist á Litla-Sandi í Hvalfirði 18. janúar 1941. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Hornafirði 28. ágúst 2015. Jóhann var sonur hjónanna Stefáns Eyjólfssonar skósmiðs á Akranesi f. 27. sept. 1904 á Dröngum. d. 25. des 1974 og konu hans Guðrúnar Pálsdóttur, húsmóðir f. 13. september 1913 á Skagaströnd. d. 12. ágúst 1952 af barnsförum.Jóhann átti fimm systkini, tvær systur á lífi, Guðbjörg Dúfa f. 1934 og Ragnheiður Bára f. 1939. Látin eru: Eyjólfur Jens f. 12. feb. 1937 d. 27. jan. 1958. Anna Sjöfn f. 1. jan. 1947 d. 30. maí 1993 og Guðmundur Reynir f. 25. sept. 1944 d. 2. feb. 2012. Jóhann flutti með fjölskyldu sinni kornungur í Borgafjörðinn að Kárastöðum við Borganes og loks á Akranes þá orðin 7 ára gamall. Sem ungur maður kom hann á heimilið á Sólheimahjáleigu í Mýrdal. Var hann þar í 8 ár í vinnumennsku. Síðar fór hann svo að Brekku í Lóni og kynntist konu sinnu Sigrúnu Steindórsdóttur frá Hvammi í Lóni f. 1 . maí 1951. Þau giftu sig 19. júní 1976. Jóhann og Sigrún bjuggu mest alla sína búskapartíð á Höfn í Hornafirði að Sunnubraut 7. Þar vann hann einna helst við smíðar hjá Sveini Sighvatssyni og á Stokksnesi meðan heilsan leyfði. Þau eignuðust þrjú börn: Stefán Rúnar f. 22. feb. 1976 unnusta Jóhanna Fannarsdóttir f. 30. ágúst 1974. Elín Eyrún f. 19 ágúst 1981, hennar börn Jóhann Birkir f. 17. sept. 1999 og Edda Björk f. 4. apríl 2005. Barnsfaðir Hjörleifur Bjarki Kristjánsson f. 9. maí 1975. Dóra Steinunn f. 20. júlí 1987, sambýlismaður Jóhann S. Gústafsson f. 27. maí 1981 barn þeirra Embla María f. 21. apríl 2013. Útför hans fór fram laugardaginn 12. september frá Hafnarkirkju í kyrrþey að ósk hins látna.

hefst fimmtudaginn 17. september kl. 15.30. Kennari Sigurbjörg Björnsdóttir.

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa.

Endilega mætið sem best í líkamsræktina á báðum stöðum.

Jóhann Páll Stefánsson

Kóræfingar

hefjast þriðjudaginn 22. september kl. 19:00. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. Stjórnin

Fylgist vel með auglýsingum í Eystrahorni og Ekrunni.

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Sérstakar þakkir til starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir umhyggju og hlýju. Sigrún Steindórsdóttir Stefán Rúnar Jóhannsson Elín Eyrún Jóhannsdóttir Dóra Steinunn Jóhannsdóttir Og barnabörn.

Jóhanna Fannarsdóttir Jóhann S. Gústafsson

JASPIS Fasteignasala

Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali Litlubrú 1 780 Höfn 478-2000 snorri@jaspis.is

Nýtt á skrá

silfurbraut

Björt og góð 3ja herbergja, 87,4 m², endaíbúð ásamt 5,1 m² geymslu, samtals 87,4m². Fjöleignahúsið hefur mikið verið endurnýjað, t.d. allir gluggar, gler, hurðar, svalir ofl.

Nýtt á skrá

hafnarbraut

Til sölu er samtals 140,6 m² íbúð í þríbýlishúsi með 4 svefnherbergjum Sér lóð tilheyrir íbúðinni. Nýleg verönd með góðri útigeymslu.

vantar eignir á skrá

Hafið samband Jaspis ehf fasteignasala www.jaspis.is Sími 478-2000 jaspis@jaspis.is


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. september 2015

Félagsstarf eldri Hornfirðinga setur í gírinn Vetrarstarf Félags eldri Hornfirðinga er nú að fara á fullt. Margt er í boði eins og sjá má í vetrardagskránni sem birtist í Eystrahorni og eru þeir sem ætla að taka þátt í starfinu beðnir að geyma blaðið vel. Þarna má m.a. finna gönguferðir-snóker-boccia-líkamsrækt- handavinnu – smíðar-söng-vatnsleikfimi-samverustundir og dans. Þá hefur félagið staðið fyrir þorrablótum og námskeiðum. Farið er í ferðir bæði styttri og lengri og eins er hægt að skrá sig á SPARIDAGA á Hótel Örk í Hveragerði eftir áramót. Stjórn félagsins hvetur alla eldri Hornfirðinga að koma í félagsmiðstöðina EKRUNA og Sundlaug Hafnar þar sem starfsemin fer fram og taka þátt í starfinu. Einstaka viðburðir eru auglýstir í Ekrunni og Eystrahorni. Formaður stjórnar félagsins er Björn Kristjánsson. Sími félagsins er 478-1700 og netfangið er feh@ hornafjordur.is. og á Facebookinni undir Félag eldri Hornfirðinga. Endilega verið með í starfinu.

Miðtún 12, 780 HÖFN Húseignin Miðtún 12 er til sölu / leigu.

Húsið er á besta stað í bænum, rétt við skóla, sundlaug og verslunarkjarna staðarins. Það stendur á hornlóð og stór garður er kringum það.

www.eystrahorn.is

Ráðstefna

um samspil menntunar og atvinnulífs verður haldin í Nýheimum miðvikudaginn 23. september kl. 15:00 Dagskrá 15:00 - 15:10 Setning Lovísa Rósa Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar 15:10 - 15:40 Samspil atvinnulífs og menntunar, starfamessa o.fl. Sigurður Þór Sigurðsson, formaður Atorku, samtaka atvinnurekenda á Suðurlandi og stjórnarformaður Tölvu- og rafeindaþjónustu Suðurlands. 15:40 - 16:10 Leiðtogahæfni og samstarf Elín María Björnsdóttir, alþjóðlegur ráðgjafi og markþjálfi við atvinnulíf og skóla, starfar hjá Franklin Covey Worldwide. 16:10 - 16:25 Ný menntastefna. Hvað eru Hornfirðingar að hugsa? Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri 16:25 - 17:15 Kaffihlé og umræður í hópum 17:15 - 17:45 Hópaskil og pallborð 17:45 - 18:00 Samantekt og ráðstefnuslit

Húsið er 127 m2 og er í dag skipt í 2 íbúðir, hvor með sérinngangi en auðvelt er að breyta því aftur í eina íbúð. Frekari upplýsingar er að fá í síma 864-7670 eða 553-4430.

Teiknimódel Bifreiðaskoðun á Höfn 21., 22. og 23. september. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 18. september. Næsta skoðun er 17., 18. og 19 nóvember. Þegar vel er skoðað

Óskum eftir teiknimódeli fyrir myndlistarsmiðjuna sem kennd verður á haustönn. Laun í boði. Nánari upplýsingar veitir: Þiðrik Emilsson, thidrik@fas.is s: 470-8076. Seeking live model to pose for art classes this semester. All age/gender welcome, paid sessions. For more information, please contact: Þiðrik Emilsson, thidrik@fas.is s: 470-8076.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 17. september 2015

Í Vöruhúsinu er Fab Lab hönnunarsmiðjan opin á þriðjudögum kl. 13:00-17:00 og á fimmtudögum kl. 17:00- 20:00. Opið er á öðrum tímum eftir samkomulagi. Það eru allir velkomnir í Fab Lab smiðjuna hvort sem fólk er með tilbúnar hugmyndir af verkefnum eða hefur áhuga á að kynna sér alla þá möguleika sem eru í boði.

www.voruhushofn.is

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI

Eystrahorn

Fab Lab byrjendanámskeið Hefst 22. september. Námskeið í húsgagnasmíði með CNC fræsara. Hefst 25. september. Námskeið í þrívíddarteikningu og þrívíddarprentun. Hefst 13. október. Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur í síma: 862 0648 / vilhjalmurm@hornafjordur.is

MIÐJA SKAPANDI GREINA Á HORNAFIRÐI


Eystrahorn

Fimmtudagur 17. september 2015

www.eystrahorn.is

Knattspyrnutímabilinu að ljúka

Grétar Örvarsson & Dægurlögin

Uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin í Bárunni kl. 11:30 á laugardaginn. Þar verða viðurkenningar afhentar, fótbolti og svo verður grillað á eftir.

Grétar og hljómsveit flytja lög af geislaplötunni

Síðasti leikur tímabilsins verður á laugardaginn kl. 14:00. Sindri / Huginn.

Tónleikar á Hótel Höfn 19. september

Stefanía Svavarsdóttir söngur Jóhann Ásmundsson bassi Sigfús Óttarsson trommur

Ellefu dægurlög

Kristján Grétarsson gítar

ásamt því að fara yfir tónlistarferil Grétars og flytja þekktar dægurperlur frá tónlistarferli hans sem hófst á Hótel Höfn.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Forsala miða á Hótel Höfn og í síma 478-1240

Ágætu stuðningsmenn. Af því tilefni býður Kaffi-Hornið öllum frítt á völlinn.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða

Tilboð á grilluðum hamborgurum og gosi. Stjórn Knattspyrnudeildar Sindra

Grétar Örvarsson söngur & hljómborð

ráðgjafa/verkefnastjóra Ráðgjafi veitir ráðgjöf á starfssvæði SASS sem nær frá Ölfusi í vestri að Hornafirði í austri. Hann vinnur að fjölbreyttum verkefnum og að stefnumótun á sviði byggðaþróunar og nýsköpunar á Suðurlandi. Lögð er áhersla á gæði og vönduð vinnubrögð við úrlausn verkefna og er unnið í nánu samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög, opinbera aðila og erlenda aðila á sviði byggðaþróunar. SASS veitir margþætta ráðgjöf og aðstoð frumkvöðlum, fyrirtækjum, rekstraraðilum og sveitarfélögum á starfssvæði samtakanna. Þjónustan felst m.a. í aðstoð við gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana og styrkumsókna, verkefnastjórnun, auk þess að kanna leiðir og möguleika til hagræðingar, þróunar eða vaxtar í rekstri.

Undanmót fyrir Íslandsmeistaramótið í Póker Fosshótel Vatnajökull 19. september nk. kl. 19:30 3.500 kr. þátttökugjald, hægt að skrá sig aftur til leiks þegar menn detta út. Súpa og brauð á 500 kr. og öl á 750 kr. Hefst kl. 19:30 og late reg til kl. 21:00. Í verðlaun eru miðar á Íslandsmeistaramótið í Póker sem haldið er í nóvember.

Starfssvið

Hæfniskröfur

• Samstarf með fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum um byggðaþróun og nýsköpun á starfssvæðinu.

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af verkefnastjórn/ráðgjöf æskileg.

• Viðskipta- og rekstrarráðgjöf.

• Þekking, skilningur og reynsla af atvinnuog/eða byggðamálum mikilvæg.

• Aðstoð við fjármögnun verkefna, s.s. með gerð styrkumsókna.

• Góð færni í mannlegum samskiptum.

• Stefnumótun á sviði byggðaþróunar á Suðurlandi. • Verkefnastjórnun.

• Góð tölvufærni og hæfni í tjáningu í ræðu og riti. • Frumkvæði, sjálfstæði, framsýni og metnaður.

Ráðgjafi hefur búsetu og starfsaðstöðu á Höfn í Hornafirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2015 og skal senda umsóknir með starfsferilsskrá og kynningarbréfi á netfangið bjarni@sudurland.is merkt: „Ráðgjafi Höfn.“ Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, í síma 480 8200. Bæði konur og karlar eru hvött til þess að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfsemi SASS er að finna á heimasíðu samtakanna: www.sass.is

SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.