Eystrahorn 34. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 34. tbl. 33. árgangur

Fimmtudagur 8. október 2015

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Formleg opnun Fab Lab smiðju í Hornafirði

Að ofan má sjá Björn Inga Jónsson bæjarstjóra og Berglindi Hallgrímsdóttur framkvæmdastjóra Impru klippa á borðann við formlega opnum Fab Lab smiðjunnar í Hornafirði. Til vinstri má sjá samstarfsaðilana um verkefni Ræsingu í Hornafirði. Talið frá vinstri: mæðgurnar Bergþóra Ólafía Ágústsdóttir og Auður Inga Halldórsdóttir frá Pakkhúsinu, Inga Kristín Sveinbjörnsdóttir frá Jökulsárlóni ehf., Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri, Berglind Hallgrímsdóttir frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Geir Þorsteinsson frá Þingvaði, Guðrún Ingólfsdóttir frá Skinney-Þinganesi, Ólafur Vilhjálmsson frá Humarhöfninni og þær Sigríður Birgisdóttir og Hulda Waage frá Landsbankanum á Höfn.

Margmenni var í Vöruhúsinu miðvikudaginn 30. september síðastliðinn þegar þeim ánægjulega áfanga var náð að Fab Lab Hornafjörður – Hönnunarsmiðja var opnuð með viðhöfn. Að loknum ávörpum klipptu þau Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru, á borða og opnuðu smiðjuna formlega. Verkefnið hófst árið 2012 með samstarfi á milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þegar tekin var ákvörðun um að byggja upp smiðjuna í Vöruhúsinu, enda er samhljómur á milli stefnu Vöruhússins varðandi nýsköpun, list- og verkgreinar og þeirra möguleika sem Fab Lab býður upp á. Í janúar 2013 var síðan undirritaður þríhliða samningur á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, SASS og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um Eflingu menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi og var hluta af fjármagninu sem fylgdi þeim samningi varið til uppbyggingar

á tækjakaupum Fab Lab smiðjunnar. Ári síðar var undirritaður samstarfssamingur á milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Nýsköpunarmiðstöðvar, Grunnskóla Hornafjarðar og Framhaldsskólans í AusturSkaftafellssýslu þar sem Nýsköpunarmiðstöð veitti 6 milljóna króna framlag til tækjakaupa í smiðjuna. Samkvæmt samningnum bjóða skólarnir sínum nemendum upp á nám í nýsköpun og frumkvöðlafræði í smiðjunni, og var þar með lagður grunnur að starfsemi Fab Lab smiðjunnar í Hornafirði sem tengdi hana við aðrar Fab Lab smiðjur um allan heim. Fab Lab smiðjan er opin öllum íbúum samkvæmt stundartöflu Vöruhússins. Allir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér starfsemi smiðjunnar, en í Fab Lab smiðjunni býðst aðstoð og kennsla við notkun teikniforrita og Fab Lab tækja. Auk þess er reglulega boðið upp á ýmis námskeið í Vöruhúsinu sem tengjast hönnun og nýsköpun. Þau námskeið eru auglýst sérstaklega. Við

sömu athöfn var undirritaður samningur um verkefnið Ræsing í Hornafirði, en þar leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Sveitarfélagið Hornafjörður og sex fyrirtæki í bænum saman krafta sína til eflingar á nýsköpun í Hornafirði með því að vinna með heimamönnum að sjálfbærri atvinnuuppbyggingu og fylgja nýsköpunarverkefnum úr hlaði þannig að þau séu tilbúin fyrir fjárfestingu eða jafnvel rekstur. Ræsing í Hornafirði verður nánar kynnt í hádeginu föstudaginn 9. október í Nýheimum og þann sama dag opnað fyrir umsóknir. Mikil gróska er í atvinnusköpun í sveitarfélaginu og hvetjum við alla áhugasama til að kynna sér tækifærin með Ræsingu betur. Vilhjálmur Magnússon, umsjónarmaður Fab Lab Hornafirði. Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.

Til sjós og lands Dúett í þágu góðs málefnis að Smyrlabjörgum laugardaginn 10. október 2015 Sjá auglýsingu í síðasta Eystrahorni


2

Fimmtudagur 8. október 2015

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881

Sunnudaginn 11. október

bjarnanesprestakall.is

Eystrahorn

Foreldramorgnar í Hafnarkirkju

Í DAG

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 Prestarnir

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma.

Hulda Kristófersdóttir

Dagsbrún, Djúpavogi

Andaðist 1. október síðastliðinn og verður jarðsungin frá Djúpavogskirkju, laugardaginn 10. október kl: 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins á Höfn fyrir alúðlega og hlýja umönnun. Sigurður Jónsson Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

á DÖFINNI Handverks- og kökubingó

Þeir sem geta gefið vinninga á bingóið eru beðnir að hafa samband við Pálínu í síma 478-1419. Ágóði rennur í píanókaupasjóð.

samverustund

föstudaginn 9. október kl. 17:00. Skólaminningar. Sjáumst hress og kát. Sigurður Örn.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Fimmtudaginn 8. október mun hjúkrunarfræðingur frá HSU fræða foreldra um fyrstu hjálp á ungabörnum. Foreldramorgnar byrja kl. 10:00 en fræðslan hefst stuttu seinna. Foreldramorgnar er opinn vettvangur þar sem foreldrar geta komið saman og rætt málin. Foreldramorgnar eru fyrir alla foreldra óháð trúfélagi og er komið saman á hverjum fimmtudegi kl. 10:00 - 12:00. Í vetur verður reglulega boðið upp á fræðslu og eru foreldrar hvattir til að fylgjast með á Facebook síðunni; „Foreldramorgnar í Hafnarkirkju“.

Gamlabúð vinsæl Gamlabúð hefur brátt sinn þriðja starfsvetur í sínum nýja, glæsilega búningi. Við sem störfum í gestastofu og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn verðum vör við, eins og landsmenn flestir, aukningu í fjölda erlendra ferðamanna sem sækja landið heim. Á fyrsta starfsári, sem hófst formlega 7. júní 2013, komu rúmlega 35.000 gestir í húsið, á síðasta ári rúmlega 40.000 gestir og það sem af er þessu ári hafa tæplega 50 þúsund manns komið við. Mikil meirihluti þeirra gesta sem í húsið koma eru erlendir ferðamenn og í þjónustukönnun, sem gestir geta fyllt út á staðnum, kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti er ánægður með þá þjónustu sem í boði er. Við sem störfum í þessu fallega og veluppgerða húsi erum mjög stolt af að fá athugasemdir eins og „besta upplýsingamiðstöð á Íslandi, fallegt hús og falleg sýning og vel þrifin salerni!“. Í sumar voru sex sumarstarfmenn í Gömlubúð, þar af fimm landverðir. Enda sinna starfsmenn þjóðgarðsins á Höfn ekki eingöngu afgreiðslu í móttöku í Gömlubúðar, heldur einnig landvörslu á þjóðgarðssvæðum í nágrenni Hafnar. Þar eru helstu störf fræðsla og upplýsingagjöf, eftirlit áningarstaða og viðhald og gerð gönguleiða. Í sumar var gefinn út nýr gönguleiðabæklingur af gönguleiðum á Heinabergi, Hjallanesi og í Hoffelli. Bæklingurinn er bæði á íslensku og ensku og er til sölu í gestastofum þjóðgarðsins og hjá fleiri ferðaþjónustuaðilum. Í vetur verður gestastofan á Höfn opin sem hér segir: 1.-14. október, kl. 10:00-16:00; 15.október – 14. apríl, kl. 9:00-13:00, 15.-30. apríl, kl. 10:00-16:00. Allir velkomnir í heimsókn! Sem fyrr þá hvetjum við alla þá ferðaþjónustuaðila og aðra sem málið varðar að hjálpa okkur að veita sem besta þjónustu með því að senda okkur upplýsingar um opnunartíma, tímabundnar lokanir, viðburði, nýja starfsemi og annað sem ykkur finnst eiga erindi við okkur og ferðamennina. Með góðri kveðju, starfsfólk Gömlubúðar.


Eystrahorn

Fimmtudagur 8. október 2015

3

Swingin’ sixties á Hótel Höfn

Á laugardaginn var frumsýndi Hornfirska skemmtifélagið sýninguna “Swingin’ sixties” á Hótel Höfn en í sýningunni flytur hornfirskt tónlistarfólk mörg af bestu og vinsælustu lögum sjöunda áratugarins. Fullt var út úr dyrum á frumsýningunni og ekki annað að heyra á sýningargestum en að þeir væri mjög ánægðir með kvöldið og hefðu

Hvernig blómstra börn í íþróttum? Þráinn Hafsteinsson verður með opinn fyrirlestur í sal Nýheima, föstudaginn 9. október klukkan 20:30. Þráinn er íþróttafræðingur og hefur víðtæka reynslu af þjálfun og kennslu á sviði íþrótta. Eftir farsælan feril í tugþraut hefur Þráinn unnið sem íþróttakennari, landsliðþjálfari, frístundaráðgjafi, yfirþjálfari hjá ÍR og sem háskólakennari.

Æfingabúðir í frjálsum íþróttum 9.-11. október. Umsjónarmaður æfingabúðanna er Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari hjá ÍR. Föstudagur 19:00 - 20:15 Æfing, mæting í Báruna. 20:30 - 22:00 Opinn fyrirlestur í Nýheimum: Hvernig blómstra börn í íþróttum? Laugardagur 10:00 - 12:00 Æfing 12:00 - 13:00 Matur 13:00 - 14:00 Fundur með íþróttakrökkunum. Þjálffræði. 14:00 - 16:00 Hvíld 16:00 - 18:00 Æfing 18:00 - 19:00 Matur 19:00 - 20:00 Hvíld og spjall 20:00 - 21:30 Kvöldvaka sem krakkarnir sjá um sjálf Sunnudagur 10:00 - 12:00 Æfing 12:00 - 13:00 Matur 13:00 - 14:00 Fundur með íþróttakrökkunum. Þjálffræði og spurningum svarað. 14:15

Æfingabúðalok Æfingabúðirnar kosta 2.500,og eru öllum opnar.

Hlökkum til að sjá sem flesta um helgina. Frjálsíþróttadeild Sindra.

skemmt sér konunglega. “Swingin’ sixties” verður sýnd á Hótel Höfn alla laugardaga í október og auk verða sýningar fyrir Heppuskóla og FAS. Þegar þetta er skrifað er að verða fullbókað á flestar sýningarnar svo þeir sem eiga enn eftir að tryggja sér miða ættu að hafa samband við Hótel Höfn í síma 478-1240 sem allra fyrst.

Ársfundur Kirkjubæjarstofu 2015

Sjálfseignarstofnunin Kirkjubæjarstofa boðar til ársfundar fimmtudaginn 15. október 2015 Kl 13:00 Í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Á fundinum verður m.a. fjallað um eflingu mennta- og menningarstofnana á miðsvæði Suðurlands, er þar átt við svæðið frá Markarfljóti til Öræfa. Dagskrá: • Setning: Eva Björk Harðardóttir formaður stjórnar Kirkjubæjarstofu • Kirkjubæjarstofa: Kynning á starfsemi og framtíðarsýn. Ólafía Jakobsdóttir forstöðumaður • Stofnun Rannsóknarsetra Háskóla Íslands: Þekkingarstarfsemi á landsbyggðinni. Fræ til framtíðar. Sæunn Stefánsdóttir forstöðumaður • Kötlusetur: Eiríkur V. Sigurðsson forstöðumaður • Landgræðsla ríkisins: Ástand gróðurs og jarðvegs í Eldhrauni á Út Síðu. • Elín Fjóla Þórarinsdóttir deildarstjóri • Þórbergssetur: Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður • Náttúrustofa Suðausturlands: Rögnvaldur Ólafsson stjórnarformaður • Katla jarðvangur: Brynja Davíðsdóttir framkvæmdastjóri • Nýheimar – þekkingarsetur: Vala Garðarsdóttir forstöðumaður Hornafjarðarsafna og Þorvarður Árnason forstöðumaður rannsóknarseturs HÍ á Hornafirði • Kaffihlé • Sóknaráætlanir landshluta: Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri hjá Byggðastofnun • Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga: Dorothee Lubecki menningarfulltrúi SASS • Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi: Menntun. Ásmundur Sverrir Pálsson framkvæmdastjóri • Háskólafélag Suðurlands: Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri • Umræður og fyrirspurnir • Samantekt: Eirný Valsdóttir verkefnisstjóri, Skaftárhreppur til framtíðar • Fundarslit um kl 16:30


4

Fimmtudagur 8. október 2015

Vetrardagskrá Félags eldri Hornfirðinga 2015 - 2016 Vikan

Starfsemi

Tímasetning

Mánudagur

Gönguferð frá Ekrunni Snóker

10:00 13:00 - 18:00

Þriðjudagur

Boccia Tekið í spil - skák - pílukast Snóker Líkamsrækt í Ekrunni Samæfing hjá Gleðigjöfum

10:00 13:00 - 16:00 13:00 - 18:00 16:30 19:00

Miðvikudagur

Gönguferð frá Ekrunni Handavinna - Smíðastofa Snóker

10:00 13:00 - 16:00 16:00 - 18:00

Fimmtudagur

Vatnsleikfimi í Sundlaug H. Tekið í spil - Skák Snóker

15:30 13:00 - 16:00 13:00 - 18:00

Föstudagur

Boccia Föndur - Handavinna Snóker Samverustund/sögustund með gestum (annan hvern föstudag)

10:00 13:00 - 16:00 13:00 - 17:00 17:00 - 18:00

Laugardagur

Tekið í spil - Skák - Pílukast Snóker - Þythokkí

13:00 - 16:00 13:00 - 18:00

Sunnudagur

Dansað í Ekrunni Vöfflukaffi verður til sölu. ATH. fjórða sunnudag í mánuði.

16:00 - 17:30

Við viljum óska starfsfólki okkar velgengni í verkefnum sem þau hafa tekið að sér í framhaldi af sumrinu og í náminu á skólaárinu sem er hafið. Vinnan göfgar manninn en góð bók er gulli betri. Auglýsum um leið að Pakkhúsið hefur lokað fyrir hefðbundinn matseðil.

Póker 2+2+2 Ölduós Við snúum aftur á Pakkhúsið eftir sumarið og höldum upp á það með þessi skemmtilega móti. Hægt að kaupa sig allt að 3x inn í einu. Fimmtudaginn 8. október kl. 20:00 og late reg til 21:30 Frítt kaffi og tilboð á barnum fyrir meðlimi.

Eystrahorn

Bændur á slátursvæði Norðlenska á Höfn athugið Þeir bændur sem ekki eru búnir að fá úthlutuðum sláturdegi eru vinsamlegast beðnir um að ganga frá dagsetningu strax. Síðasti sláturdagur hjá Norðlenska Höfn er 30. október. Ekki er áætlað að slátra á laugardögum og ekki verður slátrað í nóvember. Upplýsingar um lausa sláturdaga og skráning í síma 8408870 eða netfang : magnhildur@nordlenska.is Slátursalan verður opin til föstudagsins 16. október. Pantanir í síma: 8408877 Elín / 8408870 Magga . Pantanir verða afgreiddar út á milli 15:30 og 17:00 Með bestu kveðju, Magnhildur Pétursdóttir

Ferðamál og hagræðing í ríkisrekstri Sjálfstæðismenn í Austur-Skaftafellssýslu, í samvinnu við þingmenn og ritara Sjálfstæðisflokksins, boða til opins fundar um ferðamál og hagræðingu í ríkisrekstri fimmtudaginn 8. október klukkan 17:30 á Hótel Höfn.

Í DAG

Gestir fundarins verða þeir Guðlaugur Þór Þórðarson ritari Sjálfstæðisflokksins og Skapti Örn Ólafsson upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Allir velkomnir.


Eystrahorn

Fimmtudagur 8. október 2015

Nytjamarkaður Hirðingjanna

Nytjamarkaður Hirðingjanna á Hornafirði minnir á opnunartíma á fimmtudögum frá 16:30 til 18:30. Hægt er að koma með allskonar dót á opnunartíma eða setja í gula kassann fyrir framan húsið. Öll innkoma í október mun renna til Dagvist fatlaðra, Kirkjubraut 3 Höfn. Verum dugleg að koma með dót, alltaf nóg pláss. Ágóðinn hefur alltaf farið í góð málefni í sýslunni.

5

Æfingar Körfuknattleiksdeildar Sindra 1.-3. bekkur

Mið

13:20-14:10

Fim

14:20-15:10

4.-5. bekkur

Mán

14:30-15:20

Þri

14:30-15:20

Mið

14:20-15:20

6.-7. bekkur

Þri

15:20-16:10

Fim

14:20-15:10

Fös

14:30-15:30

8.-10. b./drengjafl.

Þri

16:10-17:00

Fim

15:10-16:10

Fös

15:30-16:30

Þjálfarar: 1.-3. og 4.-5. flokkur. Kristján Örn Ebenezarson 6.-7. Flokkur Georgi Bujukliev og Hákon G. Bjarnason 8.-10/drengjafl. Georgi Bujukliev

Kveðja Hirðingjarnir

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk.

Það verður ball á Hótelinu á laugardaginn. Ætlar þú ekki að mæta?

Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur tekið við hlutverki Menningarráðs og Vaxtar­ samnings Suðurlands. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

• Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

Falleg gjöf

• Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi • Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.

Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Í tilefni af bleika mánuðnum höfum við til sölu krabbameinsmenið úr silfri, hannað af Erlingi Jóhannssyni.

Húsgagnaval

Prentmet Suðurlands

Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar og ráðgjöf við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á vefnum sudurland.is.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi. SASS - Selfoss Austurvegur 56 480 8200

SASS - Hvolsvöllur Ormsvöllur 1 480 8200

SASS – Vestmannaeyjar SASS - Höfn Þekkingarsetur VE 480 8200

Nýheimar 480 8200


6

Fimmtudagur 8. október 2015

Eystrahorn

Varanleg vistun eða ekki – hvað er það sem ræður? Færni- og heilsumatsnefnd er nefnd sem sker úr um það hvort einstaklingur sem sækir um varanlega vistun í hjúkrunarrými / dvalarrými eða hvíldarrými fær mat í slíkt úrræði. Nefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra og í henni sitja hjúkrunarfræðingur, læknir og félagsráðgjafi. Nefndin starfar samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalarog hjúkrunarrýma nr. 466/2012. Forsenda fyrir mati í varanlega vistun er að umsókn sem undirrituð hefur verið af umsækjanda liggi fyrir. Einungis er hægt að sækja um ef félagleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur úrræði og aðstoð sem á að styðja við búsetu í heimahúsi er fullreynd. Ekki er hægt að eiga umsókn til „öryggis“ heldur á umsækjandi að vera tilbúinn að fara inn í rými þegar honum býðst það. Umsækjandi ræður á hvaða hjúkrunarheimili hann vill flytja og sækir aðeins um það eða þau heimili sem hann getur hugsað sér að eiga búsetu á. Hafa ber í huga að leyfilegt er að sækja um hvaða heimili sem er, hvar sem er á landinu. Hafi einstaklingur orðið bráðveikur er fyrst hægt að meta hann þegar veikindin eru um garð gengin og endurhæfingu er lokið. Umsókn um hvíldarrými lýtur sömu forsendum og varanleg vistun en þó er hægt að sækja um hvíldarrými til að hvíla aðstandendur sem sinna öldruðum einstaklingi heima. Hvíldarrýmin eru inni á hjúkrunardeildum og eru ætluð einstaklingum sem þiggja heimaþjónustu og eru hluti af því að gera fólki kleift að vera heima eins lengi og kostur er. Hvíldarrými eru ekki hugsuð sem úrræði til að losa

Heilbrigðisumdæmi Suðurlands

sjúkrahúsin við fólk sem er í virkri meðferð svo sem endurhæfingu eftir brot. Undantekning á því eru svokölluð endurhæfingarhvíldarrými en slík rými eru ekki til í heilbrigðisumdæmi Suðurlands. Hvíldarrýmin sem hér eru, eru fyrst og fremst til að auðvelda fólki lengri búsetu heima og styðja heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu. Þegar nefndinni berst undirrituð umsókn um varanlega vistun eða hvíldarrými þá er kallað eftir gögnum frá heimahjúkrun, heimilislækni, félagsþjónustu og öðrum þeim fagaðilum sem koma að umönnun umsækjanda. Mat nefndar byggist algjörlega á þeim upplýsingum sem koma frá því fagfólki sem sinnir umsækjanda. Símatími formanns nefndar er alla þriðjudaga frá kl 11 til 12 og er hægt að skrá sig í síma 432-2000. f.h. Færni- og heilsumatsnefndar heilbrigðisumdæmis Suðurlands Unnur Þormóðsdóttir, formaður Færni- og heilsumatsnefndar


Ræsing Hafnar í Hornaarði Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarr við Sveitarfélagið Hornaörð og fyrirtæki á svæðinu leita að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við óru atvinnulífsins í sveitarfélaginu. Sendu okkur þína hugmynd fyrir 30. október.

Besta viðskiptaáætlunin fær allt að kr. 1.000.000 í verðlaun Valdar verða allt að órar viðskiptahugmyndir. Þær hugmyndir sem komast áfram fá 12 vikur til að skrifa viðskiptaáætlun fyrir hugmyndina undir handleiðslu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Kynningarfundur verður haldinn í Nýheimum 9. október kl 12:00. Nánari upplýsingar á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, www.nmi.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.