Eystrahorn 36. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 22. október 2015

36. tbl. 33. árgangur

„Að hlusta á nið aldanna“ - málþing í Þórbergssetri

Haustþing Þórbergsseturs verður haldið 25. október kl. 11:00 og verður að þessu sinni helgað sögu, náttúrufræði og fornleifafræðirannsóknum í Skaftafellssýslu. Fornleifafræðingarnir Vala Garðarsdóttir, Bjarni F. Einarsson og Steinunn Kristjánsdóttir verða með erindi er tengjast rannsóknum þeirra hér í sýslu, og Helgi Björnsson jöklafræðingur fjallar um Breiðamerkurjökul og jöklafræði. Bjarni F. Einarsson mun kynna nýútkomna bók sem hann er að gefa út, þar sem fjallað er um rannsóknir hans á fornleifum m.a. merkilegar rannsóknir á völvuleiðum sem eru mörg þekkt hér í sýslu. Vala Garðarsdóttir hefur

unnið að rannsóknarverkefni sem hún kallar Útræði í Hornafirði frá öndverðu og Steinunn Kristjánsdóttir fjallar um rannsóknir sínar tengdar uppgreftri á Skriðuklaustri og sögnum um ferðir vermanna og fiskveiðar Austfirðinga frá hinni fornu Hálsahöfn og dvöl þeirra í Borgarhöfn á öldum áður. Í lok málþings verður farið í heimsókn í Kambtún og skyggnst um á slóðum vermanna. Gluggað verður í þjóðsögur og gamlar sagnir á milli erinda fræðimannanna m.a. lesið upp úr þjóðsögum Torfhildar Hólm og Suðursveitarbókum Þórbergs. Dagskrá málþingsins er að finna í blaðinu.

Sjávarþorpið Höfn Þann 5. október sl. var bæjarráði afhent skýrsla um verkefnið Sjávarþorpið Höfn, en það er afrakstur vinnu áhugahóps um að draga fram helstu sérkenni Hafnar og nota þau sérstaklega til að efla bæinn sem áfangastað ferðamanna og búsetukost. Hugmyndin að verkefninu kviknaði hjá grasrótinni meðal ferðaþjónustuaðila á Höfn vorið 2013 og var síðar boðið upp á opnar vinnustofur þar sem allir áhugasamir voru hvattir til að mæta og taka þátt í að móta framtíðarsýnina bæði fyrir Höfn sem áfangastað og búsetukost. Fjölmargir þátttakendur tóku þátt í verkefninu þar sem var leitast við að sameinast um sérstöðuna auk þess sem lögð var áhersla á að sátt ríkti um hana á meðal ferðaþjónustuaðila og íbúa. Sameiginleg framtíðarsýn hópsins var að Höfn yrði „Eftirsóttur heilsárs áfangastaður og búsetukostur- sjávarþorp með fjölbreyttu atvinnulífi“ og megin niðurstaða stefnumótunarvinnunnar var að skilgreina Höfn sem heildstæða vöru þar sem helsta sérstaðan er talin vera humarinn, hafnarsvæðið, fólkið og nálægð byggðar við jökul. Umsjón með verkefninu var í höndum SASS og Ríkis Vatnajökuls og afhentu þær Fanney Björg Sveinsdóttir verkefnastjóri SASS og Árdís Erna Halldórsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls,

Ljósmynd: Þorvarður Árnason

bæjarráði skýrsluna með þeim óskum að þær tillögur sem þar koma fram verði hafðar að leiðarljósi í þeim skipulags-, markaðs- og kynningarmálum er snúa að þéttbýlinu Höfn. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu

sveitarfélagsins og stendur aðilum til boða að nota þær verkefnahugmyndir sem koma fram í henni. Árdís Erna Halldórsdóttir og Fanney Björg Sveinsdóttir

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 22. október 2015

Hafnarkirkja Sunnudaginn 25. október

Vaktsími presta: 894-8881

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00

bjarnanesprestakall.is

Prestarnir

Bjarnaneskirkja

Eystrahorn

Ástkær sonur okkar og bróðir,

Kári Kristjánsson Hlíðartúni 8 Höfn,

lést þann 9. október. Útför hans verður gerð frá Hafnarkirkju laugardaginn 24. október kl. 14:00. Lone Jacobsen Kristján Þór Jónsson Björgvin Þór Kristjánsson Davíð Þór Kristjánsson

Sunnudaginn 25. október

Uppskerumessa kl. 17:00 Við færum Guði þakkir fyrir gjöfult sumar og afrakstur jarðarinnar í nýmálaðri Bjarnaneskirkju.

Samverustund

Eftir messu býður sóknarnefnd til kjötsúpu í Mánagarði. Allir velkomnir Prestarnir og sóknarnefnd

Kaþólska Kirkjan

David Tencer verður biskup í Reykjavík. Við þökkum honum fyrir allt og gangi honum vel í nýrri þjónustu. En okkar andlegt líf heldur áfram, hittumst eins og venjulega, næst 25. október kl. 12:00. Kaffi eftir messu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Veturnáttablót

Veturnáttablót Hornfirðinga verður við Sílavík fyrsta vetrardag, laugardaginn 24. október og hefst kl. 17. Blótið er helgað Frigg og Freyju, uppskeru haustsins og öllum þeim lifandi verum sem hverfa til hinnar eilífu hringrásar. Öll hjartanlega velkomin, Svínfellingagoði.

Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

í umsjón Hauks Helga. Efni stundarinnar er spurningaleikur: Þekkið þið fuglshljóðin?

dansiball og vöfflukaffi

sunnudaginn 25. október kl. 16:00 - 17:30. Hilmar og fuglarnir spila fyrir dansi. Allir velkomnir í dansinn.

Konukvöld-fræðsla í bleikum mánuði Konukvöld verður þriðjudagskvöldið 27. október kl 20:00 á Hótel Höfn Elín Freyja Hauksdóttir læknir flytur fræðsluerindi um heilsu kvenna og líðan. Hulda Laxdal jógakennari leiðbeinir og fræðir um núvitund og slökun. Höfum gaman saman og mætum í einhverju bleiku. Kaffi á könnunni. Allar konur hjartanlega velkomnar Aðgangur ókeypis Krabbameinsfélag Suðausturlands

Arnar Þór Guðjónsson háls-, nef- og eyrnalæknir

verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 27. og 28. október nk. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Tekið er við kortum


Eystrahorn

Fimmtudagur 22. október 2015

Frá Lionsklúbbi Hornafjarðar

www.eystrahorn.is

knattspyrnunámskeið Minnum á knattspyrnunámskeið hjá Coerver Coaching í Bárunni á Höfn í Hornafirði um næstu helgi. Námskeiðið er fyrir alla drengi og stúlkur í 3.-6. flokki. Sjá auglýsingu í síðasta Eystrahorni

Sviðaveisla Lions

Vetrarstarfið hjá Lionsklúbbi Hornafjarðar byrjaði þann 14. október og tók þá við ný stjórn sem er þannig skipuð: Einar B. Karlsson formaður, Steinþór Hafsteinsson ritari og Leifur Jón Helgason gjaldkeri. Félagar í klúbbnum eru 34. Fundir eru haldnir annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar. Gegnum árin hefur Lionsklúbbur Hornafjarðar, sem var stofnaður árið 1966, látið fé af hendi rakna til margs konar líknar- og hjálparstarfs hér í byggðinni okkar og er af mörgu að taka ef telja ætti. Nefna má að á síðasta starfsári var ákveðið að færa hjúkrunarheimilinu u.þ.b. hálfa milljón til tækjakaupa og alltaf hefur klúbburinn látið fé til aðstoðar bágstöddum í hvers kyns erfiðum aðstæðum. Miðvikudaginn 28. október n.k. verður hin víðfræga Sviðaveisla Lions haldin í Pakkhúsinu kl. 18:00 - 20:00. Sviðaveislan er einn af stóru liðunum í fjáröflun Lionsklúbbsins og rennur afraksturinn til líknarmála. Velunnarar klúbbsins og samfélagsins okkar gefa allt efni til veislunnar og Pakkhúsið hýsir hana. Þar verður boðið upp á ný og söltuð svið ásamt kartöflumús og rófustöppu. Aðgangseyrir er kr. 3.000,- en hálft gjald fyrir börn yngri en 15 ára. Lionsklúbbur Hornafjarðar

Skrifstofan verður lokuð föstudaginn 23. október vegna námskeiða starfsmanna og árshátíðar

BÓKHALDSSTOFAN

EHF.

verður í Pakkhúsinu miðvikudaginn 28. október kl. 18:00 – 20:00.


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 22. október 2015

Aðalfundur Leikfélags Hornafjarðar verður haldinn í Hlöðunni Fiskhól 5 fimmtudaginn 29. október kl. 20:00.

Eystrahorn

Skráning á verkum Bjarna Henrikssonar

Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir Stjórnin

Föstudagshádegi

Leitum eftir leikurum! Einar Sigurjónsson kynnir flugslysaæfingu Isavia sem verður á Hornafjarðarflugvelli laugardaginn 24. október. Kynningin verður 23. október kl. 12:15. Allir velkomnir!

Nú stendur til að setja upp yfirlitssýningu með verkum Bjarna Henrikssonar (Bassa). Til þess að sýning geti orðið að veruleika þarf að skrá og taka myndir af verkum hans. Bjarni Henriksson fæddist árið 1927 á Höfn, gekk Handíða – og myndlistarskólann í Reykjavík, starfaði sem málarameistari á Höfn og málaði myndir í tómstundum. Hann var afkastamikill málari og eru verk hans til á mörgum stöðum utan sem innan sveitarfélagsins. Bjarni lést árið 1989. Nú þegar skráning er að fara af stað þá óskum við á Hornafjarðasöfnum eftir samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og íbúa sveitarfélagsins. Því viljum við góðfúslega biðla til þeirra sem eiga verk og myndir eftir Bjarna, að taka af þeim myndir skrá stærð (lengd og breidd verksins) og gerð (olía, vatnslitir, akrýl og þessháttar) og senda á bryndish@ hornafjordur.is einnig er hægt að hringja í síma 4708057 og 865 3302 Með ósk um gott samstarf. Hornafjarðasöfn/Listasafn Svavars Guðnasonar

ADALFUNDUR FORELDRAFÉLAGSINS -

Stjó rn foreldrafélagsins


Eystrahorn

Fimmtudagur 22. október 2015

Áskorun - lokaátakið

www.eystrahorn.is

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Hornafirði Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. júlí 2015 breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2030.

Aðalskipulagsbreyting Hof Öræfum Tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2012-2030 felur í sér að; Stækka a.vinnusvæði, um 15 ha. svæði fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir að afmarka íbúðarsvæði norðan Hringvegar ofan við félagsheimilið Hofgarð, um 7 ha. að stærð.

Búið er að fastmæla við seljanda hvaða ómtæki verður keypt á heilsugæslustöðina. Tækið kostar rúmar 6 m.kr. með afslætti. Nokkuð góður árangur hefur náðst í söfnuninni en betur má ef duga skal. Minnum á reikningsnúmer söfnunarinnar í Landsbankanum:

Reikningsnúmer 172 - 26 - 6704 Kennitala 670415-0230 Frekari upplýsingar eru á heimasíðunni hssa.is. Stjórn Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Hornafirði

Að hlusta á nið aldanna - málþing í Þórbergssetri

Dagskrá 11:00 Setning 11:10 Bjarni F: Einarsson fornleifafræðingur; „Álagablettir, völvuleiði, haugar, dysjar og kuml í A-Skaftafellssýslu“. 12:20 Hádegisverður 13:00 Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur;

Útræði í Hornafirði frá öndverðu; staða rannsókna

13:50 Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur; Áð í Skriðuklaustri; Ferðir vermanna til og frá Borgarhöfn í Suðursveit 14:40 Helgi Björnsson jöklafræðingur; Breiðamerkurjökull og jöklafræði 15:20 Sögur um Kambtún rifjaðar upp; upplestur 15:30 Kaffiveitingar 16:00 Ferð í Kambtún

Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið óskaði eftir því að landbúnaðarráðherra staðfesti breytingu á landnotkun að Hofi. Staðfesting frá ráðherra barst sveitarfélaginu 14. október þar sem hann heimilar breytingu á landnotkun á tveimur landspildum A og B að Hofi Öræfum.

Deiliskipulag Hof Öræfum Bæjarstjórn samþykkti tillögu að nýju deiliskipulagi á fundi sínum 3. september 2015. Markmið með gerð deiliskipulagsins eru fyrirhugaðar framkvæmdir á uppbyggingu mannvirkja í tengslum við landbúnaðarstarfsemi og auka ferðaþjónustu á jörðinni. Skipulagssvæðið skiptist í tvö meginsvæði A og B þar sem byggja á upp á áður óbyggðu landi. Að auki er fyrirhuguð stækkun og endurnýjun íbúðar og útihúsa við Hof. Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2030. Aðalskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar hjá Skipulagstofnun. Aðal-og deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verða einnig til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 270 Höfn frá 16. október til 28. nóvember 2015 og á heimasíðu sveitarfélagsins wwww/hornafjordur. is/stjórnsýsla – skipulag í kynningu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalog deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. nóvember 2015 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingafulltrúi


Skáldhugi - helgarnámskeið Skáldhugi er listasmiðja í skapandi skrifum sem byggir á að sækja sér innblástur frá hugtökum úr mannréttindum, náttúru, umhverfi og listum. Leiðbeinandi er Erla Steinþórsdóttir leiklistarkona og listkennari. Erla lærði European Theatre Arts í Englandi þar sem áhersla er lögð á skapandi leikhúsverk. Í kennaranámi lagði hún áherslu á skapandi þróunarferli og hefur hún verið undanfarin misseri að starfa með fólki við skapandi skrif. Nýheimum 4. desember kl. 16:00 - 20:00, 5. og 6.desember kl. 10:00 - 14:00. Verð: 19.900,ATH. sum stéttarfélög greiða niður námskeið af þessu tagi. Nú hver hver að verða síðastur að skella sér á ball með okkur strákunum þetta haustið en á laugardaginn kemur ætlum við að leika og syngja eins og okkur einum er lagið á dansiballi á Hótel Höfn. Dansiballið mun hefjast strax að lokinni sýningu Hornfirska skemmtifélagsins eða um kl. 23:30 og standa til 03:00. Miðaverð er aðeins kr. 2.500 sem þykir alls ekki mikið nú til dags. Aldurstakamrið er 18 ár.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Nínu Síbyl, nina@hfsu.is s: 560-2050.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk. Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur tekið við hlutverki Menningarráðs og Vaxtar­ samnings Suðurlands. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

Póker Mót fellur niður vegna verkefna fyrir Íslandsmót. Í staðinn verður opinn fundur í Pakkhúsinu fimmtudaginn 23. október kl. 20:00.

• Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

• Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi • Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is. Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar og ráðgjöf við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á vefnum sudurland.is. Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Þeir sem hafa hug á að sækja mótið hvattir til að mæta.

Prentmet Suðurlands

Heyrst hefur að þessi föngulegi bóndi úr ónefndri sveit ætli að mæta á ballið. Hann ætlar hinsvegar að skilja hanann eftir heima Stúlkur - nú er lag.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi. SASS - Selfoss Austurvegur 56 480 8200

SASS - Hvolsvöllur Ormsvöllur 1 480 8200

SASS – Vestmannaeyjar SASS - Höfn Þekkingarsetur VE 480 8200

Nýheimar 480 8200


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.