Eystrahorn 37. tbl. 2015

Page 1

Eystrahorn 37. tbl. 33. árgangur

Fimmtudagur 29. október 2015

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Flugslysaæfing haldin á Hornafjarðarflugvelli

Flugslysaæfing fór fram á Hornafjarðarflugvelli síðastliðinn laugardag, 24. október. Á æfingunni voru æfð viðbrögð við ímynduðu flugslysi flugvélar með 20 manns innanborðs. Fjöldi ráðgjafa auk heimamanna tók þátt í æfingunni sem heppnaðist með ágætum. Að æfingu lokinni eru viðbrögð rýnd og að lokum er gerð skýrsla um hvað var vel gert og hvað má betur fara. Flugslysaæfingar eru almannavarnaæfingar og eru jafnan með stærstu hópslysaæfingum sem haldnar eru ár hvert og mikilvægar

heildarviðbragðskerfi Íslands hvort sem um flugslys eða önnur hópslys er að ræða. Isavia heldur utan um skipulag æfinganna en mikill fjöldi annarra viðbragðsaðila kemur að þeim. Frá árinu 1996 hefur Isavia haldið yfir 40 flugslysaæfingar. Æfðar eru björgunar- og slökkviaðgerðir, greining og aðhlynning slasaðra auk umönnunar óslasaðra og aðstandenda. Auk þess er áhersla lögð á samhæfingu vegna flutnings slasaðra, boðunarkerfi, stjórn, fjarskipti, rannsókn á vettvangi og fleira. Um tvær til

fjórar æfingar eru haldnar ár hvert, en stór flugslysaæfing er haldin á hverjum flugvelli á fjögurra ára fresti. Æfingarnar byggja á flugslysaáætlun sem gerð hefur verið fyrir hvern flugvöll. Fjöldi viðbragðsaðila taka þátt í æfingunum, meðal annarra Isavia, almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, slökkvilið, lögregla, heilbrigðisstofnanir, sjúkraflutningar, björgunarsveitir, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og prestar.

Guðrún Ásdís ráðin verkefnastjóri SASS á Höfn - vantar íbúð fyrir fjölskylduna Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi/verkefnastjóri SASS með starfsaðstöðu á Höfn í Hornafirði. Alls sóttu sex um starfið. Guðrún hefur starfað sjálfstætt að sínum eigin fyrirtækjum síðustu ár. Hún hefur sett á laggirnar og rekið nokkur fyrirtæki sem hafa náð góðum árangri. Nú síðast Heilshugar sem selur matvöru sem kallast Millimál og þar á undan Gastu sem selur m.a. roðklædda vasapela sem seldir hafa verið um borð í flugvélum Icelandair. Guðrún Ásdís hefur lokið grunnnámi í byggingatæknifræði og hefur stundað mastersnám í alþjóðaviðskiptum við Bifröst. Guðrún Ásdís er 32 ára, gift Tjörva Óskarssyni saman eiga þau þrjár dætur, Guðrún er uppalin á Hornafirði þau

fjölskyldan munu flytja til Hafnar á næstu vikum. Guðrún Ásdís tekur til starfa hjá SASS 2. nóvember nk. Í samtali við blaðið sagði Guðrún Ásdís þetta; Við hjónin ásamt þremur dætrum okkar munum flytja aftur heim á Höfn nú í byrjun nóvember þegar ég tek við starfi Fanneyjar sem atvinnuráðgjafi hjá SASS með aðsetur í Nýheimum. Við erum að koma heim frá Spáni þar sem Tjörvi stundaði nám við þrívíddarhönnun og tæknibrellur. Við hlökkum til að koma „heim“ og vonum að húsnæðismálin gangi upp en okkur bráðvantar húsnæði í langtímaleigu fyrir okkur fjölskylduna. Við værum þakklát fólki ef það lætur okkur vita um laust húsnæði. Það má hafa samband í síma 867-6604 eða í gegnum Facebook.

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 29. október 2015

Hafnarkirkja Vaktsími presta: 894-8881 bjarnanesprestakall.is

Eystrahorn

Húfufjör á Höfn Bræðurnir Stefán Birgir og Hinrik Guðni Bjarnasynir komu á skrifstofuna til mín að fá VÍS húfu, eins og svo mörg börn hafa gert undanfarna daga. Alltaf jafn skemmtilegt að sinna þessu verkefni og frábært að hitta alla sem sækja húfur, en hér hefur nær 300 húfum verið dreift. Það er ánægjulegt að sjá þessa skrautlegu kolla í skammdeginu og vita að VÍS eigi þátt í því að börnin eru öruggari í umferðinni.

Sunnudaginn 1. nóvember Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Barnasálmar og sögur verða í aðalhlutverki. Barnakór syngur.

Guðsþjónusta kl. 17:00 Látinna minnst í tali og tónum Prestarnir

Allra heilagra messa Allra heilagra messa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað er til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. Allra heilagra messa varð snemma einn af helgustu messudögum íslensku kirkjunnar og var ekki afnumin í þeirri mynd fyrr en árið 1770, eða rúmum 200 árum eftir upphaf siðaskipta. Þetta er messudagur þeirra heilagra manna sem ekki hafa sérstakan messudag. Allra heilagra messa er í sívaxandi mæli að verða minningardagur um þau sem gengin eru á undan okkur. Allra heilagra messu verður minnst sunnudaginn 1. nóvember með guðsþjónustu í Hafnarkirkju kl. 17:00. Guðsþjónustan er sérstaklega helguð minningu látinna og einkum þeirra sem látist hafa á undangengnu ári. Aðstandendum og öllum þeim sem misst hafa er boðið að koma og eiga friðsæla, íhugunar-, bæna- og minningastund. Í messunni verður fjallað um merkingu þessa helgidags. Þá verður sérstaklega beðið fyrir þeim sem létust síðastliðið ár og nöfn þeirra nefnd. Ef óskað er eftir að aðrir sem látnir eru verði nefndir og sérstaklega beðið fyrir þeim er það auðvitað velkomið. Beiðnum um það má koma til sr. Sigurðar í síma 894 3497 eða sr. Stígs í síma 862 6567, eða á netfangið bjarnanesprestakall@bjarnanesprestakall.is

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga Þeir sem geta lagt til handverk og bakkelsi á bingóið 7. nóvember eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Heiði í síma 478-1237 Bingónefndin Þriggja kvölda spilavistin hefst um miðjan nóvember. Spilanefndin

Eystrahorn MeiraprófsVesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

bílstjóri

Óska eftir að ráða meiraprófsbílstjóra. Upplýsingar í síma 893-5444 (Bjössi)

Kveðja, Svava Kristbjörg

Bæjarmálafundur Almennur bæjarmálafundur í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 31. október kl. 12:30. Súpa í boði. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun 2016 2. Byggingar og skipulagsmál. 3. Önnur mál. Allir velkomnir Bæjarfulltrúar og stjórnin

Föstudagshádegi Nemendur FAS kynna afrakstur vísindadaga þar sem unnið var að hinum ýmsu verkefnum með stofnunum innan Nýheima. Kynningin fer fram kl. 12:15 föstudaginn 30. október í Nýheimum.

Halloween ball

með

Strax eftir Swinginʼ Sixties Hótel Höfn 23:30-03:00 2.500 kr inn - 18 ára og eldri Verðlaun fyrir bestu grímubúningana, m.a. flugmiði HFN-RVK-HFN með Erni


Eystrahorn

Fimmtudagur 29. október 2015

Hefurðu áhuga á að dusta rykið af dönskunni þinni? Fræðslunetið býður upp á þjálfunarnámskeið í að tala dönsku. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Frede Sørensen, danskan farkennara sem starfar í grunnskólanum fram að jólum.

BÆNDAHÁTÍÐ

Föstudaginn 13. nóvember verður okkar árlega bændahátíð haldin á Smyrlabjörgum Veislustjóri:

Guðni Ágústsson

Námskeiðið yrði tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga frá 20:00-21:00, í 5 vikur.

Kaleb Joshua

Kostnaður: 10.000 kr.

Borðhald hefst klukkan 20:00.

Einnig er hægt að óska eftir einkakennslu.

Miðaverð aðeins 6.500 kr, Miðapantanir í síma 478-1074

Skráning og frekari upplýsingar veitir Margrét Gauja hjá Fræðsluneti Suðurlands í síma; 470-8074 / 664-5551 eða á netfangið gauja@fraedslunet.is. Skráningarfrestur er til 5. nóvember.

www.eystrahorn.is

mun spila fyrir dansi

Láttu þig ekki vanta, allir velkomnir

Uppbyggingarsjóður Suðurlands Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - Sími 480 82 00

NÁMSKEIÐ

Fyrirtæki í ferðaþjónustu fara í vaskinn Höfn

4. nóv.

kl. 13:00

Í janúar 2016 fara fyrirtæki í ferðaþjónustu í virðisaukaskatt og því þarf að huga að þeim ráðstöfunum sem gera þarf í bókhaldi og vegna gjaldskrárbreytinga. KPMG heldur námskeið um virðisaukaskatt í ferðaþjónustu þar sem virðisaukaskattsumhverfið er kynnt og þær breytingar sem upptakan mun hafa á fyrirtæki í ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar og skráning á kpmg.is

Prentmet Suðurlands

Nánari upplýsingar á sudurland.is


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Þú færð vetrardekkin hjá okkur

ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 76340 10/15

2015

Grípandi munstur

Hörkugrip án nagla

Öruggt og neglanlegt

Michelin Alpin A5 er mikið skorið, naglalaust og endist þér aukavetur.

Cooper SA2 er óneglanlegt og míkróskorið fyrir mýkri vetrarakstur.

Kumho WI31 mikið skorið og frábært í hálku sem snjó.

Verslun N1 Vesturbraut 1, Höfn, 478 1490

Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.