Eystrahorn 40. tbl. 33. árgangur
Fimmtudagur 19. nóvember 2015
www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is
Ískaldar staðreyndir! Þegar veita á gæðaþjónustu er lykilatriði að setja öryggismálin ávallt í öndvegi. Menntun og þjálfun starfsmanna/leiðsögumanna er mjög mikilvæg og í VAKANUM, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, eru gerðar miklar kröfur á því sviði. Það á ekki síst við þegar um ræðir afþreyingu sem gæti falið í sér áhættu fyrir þátttakendur. Vatnajökulsþjóðgarður, Sveitarfélagið Hornafjörður og Ríki Vatnajökuls beina þeim tilmælum til þeirra aðila sem eru með ferðir á jökla og í íshella að þeir fylgi viðmiðum VAKANS „203 Gönguferðir um jökla og fjöll“ við skipulagningu slíkra ferða. Á það ekki síst við hvað varðar hlutfall viðskiptavina á leiðsögumann og öryggisþætti almennt. Á heimasíðu VAKANS, http://www.vakinn.is er að finna sértæk viðmið vegna gönguferða á jökla og fjöll. Markmið allra aðila sem vinna við ferðaþjónustu er það sama: að gestir okkar njóti einstakrar upplifunar. Því viljum við minna alla aðila á að sýna hver öðrum tillitsemi og kurteisi sem og ganga vel um umhverfið sem er auðlind okkar allra.
Aflabrögð í haust
Bréf til bjargar lífi Stjórnvöld geta hunsað eitt bréf – þau hunsa ekki milljónir bréfa!
Blaðið hafði samband við Jóa á Fiskmarkaðinum „Haustið hefur verið þokkalegt en mátt vera betra. Bæði tíðarfarið og reyndar fiskleysi á tímabili voru að pirra okkur svolítið“ sagði Jói. Hjá Skinney-Þinganesi fengust þessar upplýsingar; „Humarbátar héldu sig eingöngu á suðvestur miðum í haust, ólíkt undanfarin ár þegar þeir færðu sig á heimamið þegar líða tók á vertíðina. Eins og komið hefur fram í fréttum voru aflabrögð síðri en áður en þegar upp var staðið náðist góður hluti kvótans. Síldveiðar hafa jafnframt verið með öðru sniði en undanfarin ár. Síldin hefur verið treg og meira þurft að hafa fyrir veiðinni. Áætlanir um veiðar á bolfiski í haust hafa gengið eins og lagt var upp með. Núna verða alls fimm bátar ýmist á línu, trolli eða netum fram að áramótum auk þess sem uppsjávarskipin halda áfram á síld. Markaðir fyrir uppsjávarfisk tóku talsverða dýfu á árinu vegna þess að Rússar lokuðu á innflutning frá Íslandi fyrr á árinu. Markaðir bæði fyrir síld og makríl bera þess merki og verð hefur lækkað talsvert. Loðnuvertíð er framundan og alveg óljóst bæði með kvóta og markaðshorfur. Markaðir fyrir aðrar afurðir hafa verið stöðugir og horfur á nýja árinu fyrir bolfisk ágætar. Nýverið voru gerðar skipulagsbreytingar á fyrirtækinu með það að markmiði að annars vegar efla nýsköpun og vöruþróun og hins vegar hámarka nýtingu og afköst í vinnslu félagsins.“
Á hverju ári setja hundruð þúsunda einstaklinga, frá rúmlega 150 löndum og landsvæðum, nafn sitt á milljónir bréfa til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og þrýsta á umbætur. Fjöldinn allur skrifar einnig stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota og veita þeim þannig styrk og vissu um að umheimurinn hafi ekki gleymt þeim. Það kann að vera auðvelt fyrir stjórnvöld að hunsa eitt bréf en þegar milljónir slíkra bréfa berast er erfitt að líta undan. Bréfin bera árangur. Bréfin bjarga lífi. Í rúm 50 ár hefur Amnesty International barist gegn mannréttindabrotum með pennann að vopni og á hverju ári eru samviskufangar leystir úr haldi, fangar hljóta mannúðlegri meðferð, þolendur pyndinga sjá réttlætinu fullnægt, fangar á dauðadeild eru náðaðir eða ómannúðlegri löggjöf er breytt. Á hverju ári eiga sér stað raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota vegna undirskrifta ykkar og aðgerða. Gott dæmi um raunverulega breytingu á lífi þolanda mannréttindabrots er saga Moses Akatugba, ungs manns frá Nígeríu sem var pyndaður grimmilega og dæmdur til dauða með hengingu aðeins 16 ára gamall fyrir það eitt að stela þremur farsímum. Á síðasta ári þrýstu rúmlega 300.000 manns, í bréfamaraþoni samtakanna, á fylkisstjórann á óseyrum Nígerfljóts að náða Moses og í maí 2015 lét fylkisstjórinn undan. Moses er nú frjáls maður. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í bréfamaraþoninu en á síðasta ári voru rúmlega 75.000 bréf og kort send utan, þar af 16.000 vegna Moses. Þátttaka var mjög góð á Höfn í Hornafirði en alls voru 2.588 bréf og kort send utan til stjórnvalda. Fleiri þurfa nú hjálpar þinnar við á Höfn. Ekki láta þitt eftir liggja á aðventunni í ár í baráttunni fyrir betri heimi. Hjálpaðu til. Taktu þátt í bréfamaraþoni Íslandsdeildar Amnesty International á Höfn í Hornafirði, í Gömlubúð upplýsingastofu ferðamála og gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, sunnudaginn 30. nóvember frá kl. 13:00 til 17:00. Þar geturðu brugðist við vegna 12 áríðandi mála sem þurfa á athygli þinni að halda. Bréf getur breytt lífi. Taktu þátt.
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 19. nóvember 2015
Eystrahorn
Félagsstarf í EKRUNNI Félagsvistin heldur áfram kl. 20:00 í kvöld fimmtudaginn 19. nóvember. Aðgangseyrir 1000 kr. Allir velkomnir. OPIN SAMVERUSTUND kl. 17:00 - 18:00 föstudaginn 20. nóvember. Sýndar verða tvær stuttmyndir eftir Emil Morávek. Áður en sýning hefst syngur Salóme Morávek sigurlag sitt í SAMAUST söngkeppni félagsmiðstöðvanna (í stað grunnskólanna) á Austurlandi. Harmónikuvöffluball kl. 16:00 sunnudaginn 22.nóvember. Harmonikubræðurnir ANDRI SNÆR og BRAGI FANNAR spila fyrir dansi. Aðgangseyrir 500 kr. rjómavaffla og kaffi innifalið. Allir velkomnir.
Hafnarsókn og fermingarbörn þakka kærlega fyrir góðar móttökur þegar gengið var í hús og fé safnað vegna vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku.
Félags eldri Hornfirðinga
Sveitabúðin í Nesjum verður opin kl. 12:00-17:00 nk. laugardag.
Hamborgarhryggur, bæjonskinka, bacon, bjúgu og margt fleira frá Miðskersbúinu. Ferkst grænmeti, konfekt, pestó og heilsusnakk frá Hólabrekkuafurðum, Laufey í Lóninu verður með skómarkað. Súpa, brauð, kaffi og vöfflur í veitingaskálanum. Verið velkomin. Anna og Anna
Alþjóðlegi blóðsykursdagurinn var laugardaginn 14. nóvember sl. Af því tilefni ætla Lionsklúbburinn Kolgríma og Lionsklúbbur Hornafjarðar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði að vera með blóðsykursmælingu í Miðbæ (Nettó) föstudaginn 20. nóvember nk. kl. 12:30 – 16:30. Hvetjum fólk að koma og notfæra sér þessa þjónustu.
Lionsklúbbarnir
Eystrahorn Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126
Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949
Kæru Hornfirðingar Okkur vantar margt í búið, s.s. hjónarúm, rimlarúm, uppþvottavél, borðstofustóla/ sett. Endilega verið í bandi ef þú átt eitthvað í geymslunni sem þú vilt losna við eða selja. Ekkert verra ef það er gamalt og þarfnast smá fínpússunar. Guðrún Sturlaugsdóttir, sími 867-6604.
Eystrahorn
Fimmtudagur 19. nóvember 2015
Reiðnámskeið í Reiðhöllinni
www.eystrahorn.is
Ert þú með hugmynd eða ertu nú þegar í rekstri? Þjónusta SASS á Hornafirði
Nú fer að líða að því að reiðnámskeiðið fari af stað í reiðhöllinni við Stekkhól. Næsta laugardag 21. nóvember kl. 13:00 - 15:00 ætlar Snæbjörg Guðmundsdóttir (Snæsa) að mæta í reiðhöllina, með hesta, kynna námskeiðið og hitta áhugasama nemendur. Gaman væri að sjá sem flesta krakka í reiðhöllinni og foreldrar eru einnig velkomnir til að fá upplýsingar um vetrarstarfið hjá Hornfirðingi. Stefnt er að því að námskeiðið byrji í desember og standi yfir fram í apríl 2016. Boðið verður upp á kaffi og piparkökur á staðnum.
Laust starf skólaliði við Grunnskóla Hornafjarðar
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi SASS - Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, er mætt til starfa á Höfn. Guðrún veitir margþætta ráðgjöf og handleiðslu til frumkvöðla, fyrirtækja, rekstraraðila og einstaklinga. Þjónustan felst m.a. í handleiðslu við gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana og styrkumsókna. Auk þess er hægt að kanna leiðir og möguleika til hagræðingar, þróunar eða vaxtar í rekstri. Þeir sem eru ennþá á hugmyndastiginu geta fengið ráðgjöf og handleiðslu við að taka fyrstu skrefin. Guðrún er með skrifstofu á frumkvöðlagangi Nýheima þar sem hún tekur vel á móti þér. Einnig má hafa samband í gegnum netfangið gudrun@sudurland.is eða í síma 470-8086/898-0369. Fyrirtæki, frumkvöðlar, rekstraraðilar og einstaklingar eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu sem er í boði hjá SASS á Hornafirði. Höfuðmarkmið SASS er að efla atvinnulíf á Suðurlandi og stuðla þannig að aukinni hagsæld á svæðinu með aðstoð við einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila í formi ráðgjafar og fjármagns.
Auglýst er eftir skólaliða við Grunnskóla Hornafjarðar sem getur hafið störf frá og með 4. janúar 2016.
Starf skólaliða er á yngra stigi og felst í gæslu nemenda, ræstingu og aðstoð í matsal. Vinnutími er frá 7:50 – 16:00. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem er á heimasíðu skólans: http://www.hornafjordur.is/grunnskoli/efni/ starfsmenn/laus-storf/ Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins við stéttarfélög. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 8995609 og á netfanginu thorgunnur@hornafjordur.is
Jólaseðill nóvember 2015
Forréttir
Síld – karrýsíld, marineruð síld heimagert rúgbrauð Stökk hörpuskel /hvítlaukur, sætur laukur Reyklaxatartar /sesamkex, capers
Aðalréttir
Andalæri confit döðlur,rauðrófa,soðsósa Grísa purusteik hvítkál,sykraðar kartöflur Léttreykt lamb jurtakartöflumús,villisveppasósa
Eftirréttir
Föstudagshádegi Myndasýning úr ýmsum áttum frá Héraðsskjalasafninu. Allir velkomnir!
Ris ala mandle Kirsuberjasósa Mjúkkjarnasúkkalðikaka kókosís Snikkers skyrfrauð hindber
kr. 1690 kr. 1990 kr. 1490
kr. 4950 kr. 3990 kr. 4350
kr. 1490 kr. 2200 kr. 1990
Sími 478-1240
www.eystrahorn.is
Fimmtudagur 19. nóvember 2015
Körfubolti Íþróttahús Heppuskóla
Íslandsmótið - 2. deild karla Laugardagur 21. nóvember kl. 15:00 Sindri - Í.B (íþróttafélag Breiðholts) Íslandsmótið - drengjaflokkur Sunnudagur 22. nóvember kl 14:00 Sindri - Fjölnir B
Mætum og styðjum okkar fólk
Áfram Sindri!
Rannsóknarþing Nýheima Rannsóknarstarfsemi í Þekkingarsetrinu Nýheimum 26. nóvember 2015 kl. 16:00 – 18:00 Samkoman hefst kl. 15:45 með kaffiveitingum Fundarstjóri: Davíð Arnar Stefánsson, verkefnastjóri Nýheima 16:00 Þingsetning 16:05 Rannsóknarsetur HÍ
Allt milli himins og jarðar verkefni rannsóknasetursins á Hornafirði. Þorvarður Árnason, náttúrufræðingur
Ég skapa – þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur
16:30 Náttúrustofa Suðausturlands
Yfirlit yfir valin verkefni Náttúrustofu Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður
Jöklabreytingar í ljósi gamalla mynda Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri
Niðurstöður fjarlægðamælinga á fastastjörnu frá Höfn í Hornafirði Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri
17:00 Þekkingarsetrið Nýheimar
Borgaravitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni Margrét Gauja Magnúsdóttir, starfandi námsog starfsráðgjafi
17:10 Hornafjarðarsöfn
Rannsóknir og uppbygging innan Hornafjarðarsafna – fornleifarannsóknir og skráning menningaminja Vala Björg Garðarsdóttir, forstöðumaður
Eystrahorn
Senn koma jólin
Langir fimmtudagar fram að jólum Opið til kl. 20:00 öll fimmtudagskvöld Milli kl. 17:00 - 20:00 á fimmtudögum er tilboðstími Opið alla laugardaga til jóla kl. 13:00 - 16:00 Munið facebooksíðu Verslunar Dóru þar sem tilboðin verða auglýst Full búð af nýjum vörum - verslum í heimabyggð Verið velkominn - Dóra og Þórhildur
Verslun Dóru Atvinna
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir tveimur hafnsögumönnum við Hornafjarðarhöfn. Óskað er eftir umsækjendum með ríka þjónustulund í starf hafnsögumanns. Hafnsögumenn starfa við hafnsögu skipa og skipstjórn Björn Lóðs, auk annarra hefðbundinna þjónustu og viðhaldsstarfa. Þeir sinna ýmsum þjónustuhlutverkum við höfnina eins og að afgreiða rafmagn og vatn, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum hjá Hornafjarðarhöfn. Menntun og reynsla • Skipstjórnarréttindi 2. stig • Vélstjórnarréttindi 1. stig • Góð almenn tölvukunnátta • Löggilding vigtarmanns er kostur Hæfni • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Skipulagshæfileikar, og nákvæmni við skráningu gagna • Ríkuleg þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Megináhersla er lögð á vandvirkni og nákvæmni í öllum störfum Leitað er eftir einstaklingum sem eru snyrtilegir, stundvísir og reglusamir. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Laun skv. kjarasamningi Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Upplýsingar um starfið veitir Vignir Júlíusson forstöðumaður Hornafjarðahafna í síma 897 1681 og netfang vignirj@hornafjordur.is og á www. hornafjordur.is/atvinna
17:30 Framhaldsskólinn í Austur – Skaftafellssýslu
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2015
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á vignir@hornafjordur.is
Rannsóknarstarf í FAS Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari
17:50 Meistaraverkefni
Náttúrutengsl og umhverfisstjórnun – mótun, upplifun og áhrifaþættir Hugrún Harpa Reynisdóttir, umhverfisog auðlindafræðingur
18:00 Þinglok
Konukvöld Föstudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:00 er komið að hinu árlega konukvöldi Húsgagnavals. Þau hafa heppnast einstaklega vel síðustu ár. Er það okkur ánægja að bjóða ykkur að eiga notalega stund með léttum veitingum. Úrval af fallegum jólaog gjafavörum. Hægt er að skrá sig til þátttöku á mark aði eða með viðburði til
Nánari upplýsingar veitir Árdís Erna Halldórsdóttir í síma 470-8009, ardis@hornafjordur.is.
BREYTTU HEIMINUM!
Afsláttur á völdum vörum. Verið velkomin.
Húsgagnaval Opið:
virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00
Nýttu nafnið þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International í Gömlubúð á Höfn sunnudaginn 29. nóvember frá kl. 13 til 17. Undirskrift þín skiptir meira máli en þú heldur!
Markhönnun ehf
22% AFSLÁTTUR
ÍSLENSKUR KALKÚNN VERÐ ÁÐUR 1.549 KR/KG
VERÐ ÁÐUR 1.398 KR/KG
1.363
da Tilboðin gil . 19. - 25. nóv
20%
KALKÚNAFYLLING
KR KG
1.090
KR KG
25%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
SS LAMBABÓGUR 2 STK Í PK FROSINN
HEILL FROSINN KJÚKLINGUR VERÐ ÁÐUR 798 KR/KG
VERÐ ÁÐUR 998 KR/KG
798
599
KR KG
KR KG
20%
20%
AFSLÁTTUR
AFSLÁTTUR
GRÆNN ASPAS 454 G VERÐ ÁÐUR 699 KR/PK
559
KR PK
SÆTAR KARTÖFLUR 453 G FROSNAR VERÐ ÁÐUR 479 KR/PK
398
KR PK
K.S. LAMBAFILLE M. FITU FROSIÐ VERÐ ÁÐUR 3.645 KR/KG
3.171
SELLERÍ STILKAR 250 G VERÐ ÁÐUR 286 KR/PK
229
KR PK
RAUÐKÁL - FERSKT VERÐ ÁÐUR 278 KR/KG
KR KG
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana
139
KR KG