Eystrahorn 14. tbl. 2012

Page 1

Eystrahorn Gleðilega páska

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 4. apríl 2012

14. tbl. 30. árgangur

Tvær sýningar í listasafni

Fimm sækja um stöðu fræðslustjóra Nýverið var auglýst eftir umsóknum í starf fræðslustjóra hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Alls bárust fimm umsóknir er nú unnið að úrvinnslu á þeim. Samþykktir sveitarfélagsins kveða á um að bæjarstjórn ráði í helstu stjórnunarstöður sveitarfélagsins svo sem framkvæmdastjóra málefnasviða. Næsti bæjarstjórnarfundur er fyrirhugaður 12. apríl og þá mun endanleg niðurstaða liggja fyrir um val á umsækjanda.

Frá opnun sýningar Runólfs Haukssonar

Nú eru tvær sýningar í Listasafninu í Ráðhúsinu. Ljósmyndasýning Runólfs Haukssonar með myndum sem hann hefur tekið hér um slóðir síðustu misseri. Sýningin er sölusýning. Í aðalsal er sýning á verkum Gunnlaugs Scheving (19041972) og heitir hún Til sjávar og sveita. Gunnlaugur Scheving er meðal helstu listamanna þjóðarinnar og á sýningunni eru sýndar skissur og myndir

þar sem viðfangsefnið er maðurinn og umhverfi hans til sjávar og sveita. Sjávarlífsmyndirnar lýsa átökum við náttúruöflin, hafið og veðrið en sveitalífsmyndirnar einkennast af friði og ró. Báðar sýningarnar eru opnar til 4. maí og er boðið uppá leiðsögn um sýningu Gunnlaugs. Leiðsögnin passar öllum aldurshópum og hægt er að panta leiðsögn í síma 470 8050.

Íbúðir til sölu

Aðeins tvær íbúðir eftir

hteiningahus@gmail.com

Umsækjendur eru: • Daníel Arason, Eskifirði • Guðlaug Árnadóttir, Reyðarfirði • Magnhildur Gísladóttir, Hornafirði • Ragnhildur Jónsdóttir Hornafirði • Valgerður Halldórsdóttir Hafnarfirði

Hagkvæmur og góður kostur

við Álaleiru á Höfn

Áhugasamir hafi samband í síma 846-7272 (Hrafnkell) og 857-8813 (Björgvin) eða á hteiningahus@gmail.com • Vefsíða: hthus.123.is


www.eystrahorn.is

Miðvikudagur 4. apríl 2012

Gott er að eiga góða að Um árabil hefur undirrituð séð um erlent samstarf í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Það hefur verið stefna skólans um nokkurt skeið að bjóða reglulega upp á nemendaskiptaverkefni þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að búa inni á heimilum og kynnast landi á annan hátt en sem venjulegur ferðamaður. Oftar en ekki skapast góð tengsl á milli þátttakenda og margir mynda vinatengsl til framtíðar. Til að standa straum af kostnaði við svona verkefni er sótt um styrki. Með þeim er hægt að greiða ferðakostnað og að einhverju leyti uppihald meðan á ferðalögum stendur. Í FAS höfum við lagt á það áherslu að gefa okkar gestum sem fjölbreyttasta mynd af landi og þjóð. Til að það megi verða höfum við gjarnan leitað til fólksins í samfélaginu. Okkur hefur verið vel tekið og margir eru tilbúnir að leggja hönd á plóg. Aðstoðin er á marga vegu. Oft fáum við að koma í heimsókn í fyrirtæki og stofnanir. Þar er gjarnan tekið á móti okkur og sagt frá starfseminni og gestirnir jafnvel leystir út með gjöfum. Þá höfum við oft fengið að nota aðstöðu til afþreyingar án endurgjalds. Síðast en ekki síst eru foreldrar okkar nemenda boðnir og búnir ef eitthvað vantar. Þessi aðstoð eru okkur ómetanleg og fyrir hana viljum við þakka. Án fólksins í samfélaginu okkar væri erfitt að gera þessi verkefni jafn skemmtileg og eftirminnileg og raun ber vitni. Hjördís Skírnisdóttir

Helgihald í Bjarnanesprestakalli um páska Hafnarkirkja Kyrrðarstund á föstu miðvikudaginn 4. apríl kl. 18:15 Messa á skírdagskvöld kl. 20:00 Guðsþjónusta á föstudaginn langa kl. 14:00 Messa á aðfangadegi páska 7. apríl kl. 11:00 ferming Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 9:00

Hofskirkja Messa á aðfangadegi páska 7. apríl kl. 11:00 - ferming. Sr. Baldur Kristjánsson þjónar að messunni.

Bjarnaneskirkja Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 13:00

Brunnhólskirkja Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 15:00 - ferming

Kálfafellsstaðarkirkja Hátíðarguðsþjónusta á annan páskadag kl. 11:00

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: . ............ albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: ............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Munið hattaballið í kvöld á Víkinni! Kvennakórinn

Eystrahorn

Stóra upplestrarkeppnin

Bjarney Anna, Agnes og Kristófer Dan.

Stóra upplestrakeppnin var haldin á Djúpavogi, miðvikudaginn 28. mars. Þar kepptu nemendur í 7. bekk frá Djúpavogi, Hornafirði og úr Öræfum. Grunnskóli Hornafjarðar hreppti tvö fyrstu sætin og er það glæsilegur árangur. Í fyrsta sæti var Agnes Jóhannsdóttir og í öðru sæti var Bjarney Anna Þórsdóttir. Þriðja sæti hlaut síðan Kristófer Dan Stefánsson frá Djúpavogi. Keppnin var hin glæsilegasta og öll umgjörð til fyrirmyndar. Vösk sveit nemenda í 7. bekk mætti til að styðja við bakið á sínum bekkjarfélögum og var það ánægður hópur sem steig upp í rútuna á Djúpavogi og hélt heim á leið. Þau sem kepptu fyrir hönd Grunnskóla Hornafjarðar voru: Agnes Jóhannsdóttir, Bjarney Anna Þórsdóttir, Ísabella Ævarsdóttir, Jóel Ingason, Arney Bragadóttir og Sunna Dögg Guðmundsdóttir. Gísli Þórarinn Hallsson og Elín Ása Heiðarsdóttir höfðu einnig unnið sér rétt til að keppa en því miður gátu þau ekki tekið þátt í lokakeppninni.

Söngvarakeppni skíðadeildar Söngvarakeppni Skíðadeildar Sindra var haldin á Víkinni og tókst mjög vel í alla staði. Sigurvegari varð Bryndís Arna Halldórsdóttir með lagið Skyscarper. Í öðru sæti urðu þær Konný Erla Erlingsdóttir og Lena Dröfn Sveinsdóttir með lagið Rolling in the Deep og í þriðja sæti urðu svo Yrsa Ír Scheving og Birta Karlsdóttir með lagið Price Tag. Yrsa Ír Scheving og Birta Karlsdóttir þóttu hafa bestu sviðsframkomuna en besti keppandi að áliti áhorfanda var Ljósbrá Dögg Ragnarsdóttir sem söng lagið Turning Tables.

Bryndís Arna syngur sigurlagið.

Konukvöld

Uppselt er á konukvöldið. Vinsamlega sækið pantaða miða sem fyrst.

Hótel Höfn


Eystrahorn

Miðvikudagur 4. apríl 2012

Karlaheilsa og krabbamein

www.eystrahorn.is

Fótaaðgerðafræðingur og snyrtifræðingur verður á Höfn dagana 11. - 13. apríl Boðið verður uppá allar hefðbundnar fótaaðgerðir, s.s fjarlægingu á líkþorni, harða húð, vörtumeðferðir, spangarmeðferðir á niðurgrónar neglur, fyrirbyggjandi meðferðir og ráðgjöf. Allar hefðbundnar snyrtimeðferðir, s.s andlitsböð, húðhreinsanir, vax, litanir, plokkanir og förðunar-tattoo. Upplýsingar og tímapantanir í Sporthöllinni í síma 478-2221

Birna Jörgensen

Löggildur fótaaðgerðafræðingur og snyrtifræðingur Haukur Sveinbjörnsson kynningarstjóri verkefnisins og Guðjón Haraldsson blöðruhálsskurðlæknir

Fimmtudaginn 29. mars var frábær fundur á Víkinni á vegum kiwanisklúbbsins Óss um karlaheilsu og krabbamein en fyrirlesari var Guðjón Haraldsson blöðruhálsskurðlæknir. Mættir voru 115 karlmenn á besta aldri frá Hornafirði og bauð kiwanisklúbburinn upp á humarsúpu. Karlakórinn Jökull tók tvö lög af sinni alkunnu snilld. Eftir fyrirlesturinn var spurt um margt sem tengist karlaheilsu. Íslenskir karlmenn eru hörkutól sem telja ekkert bíta á sér en það reynist ekki alltaf rétt. Karlar þurfa líka að huga að heilsunni. Tilgangurinn með fundinum var að auka vitund karla um þeirra eigin heilsu og var fundurinn haldinn í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðausturlands. Það er alltof algengt að karlar vanræki eigin heilsu og verði því fyrir óþarfa heilsutjóni af þeim sökum. Þegar komið er yfir fertugt aukast líkurnar á því að heilsunni fari að hraka og um leið að menn fái krabbamein. Því er mikilvægt að þekkja einkenni sjúkdóma og vera meðvitaður um eigin heilsu. Góð mæting á fundinn staðfestir að mikil þörf er á fræðslu sem þessari.

Nánar á www.facebook.com/KiwanisclubOs

Atvinna

Lionskonur þakkar fyrirtækjum veittan stuðning og gestum okkar fyrir komuna. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Lyfja Smyrlabjörg Nettó Húsasmiðjan Jökulárlónið Litla horn Kritján Jónsson Anna Björg Kristjánsdóttir Glingó Árnína Guðjónsdóttir Arfleið Pakkhús veitingar Kaffihornið Húsgangaval Hjá Lóu Sport-X Martalvan Efnalaug Dóru Salon Súa Hárgreislustofa HeiðuDísar Olís

• • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Hótel Höfn Trölli Árbær Freyja Víkin Flugfélgið-Ernir Gammur Árnanes Vatnajökull Travel Skinney-Þinganes Seljavellir Humarhöfnin Jón Bakari Jöklaferðir Íslenskir Fjallaleiðsögumenn Öræfaferðir Landflutningum Eldfjallabrugg Eystrahorn Afl

Krúttmaganefnd

Óskum eftir að ráða starfsmann í mötuneyti okkar. Um heilsársstarf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan maí. Nánari upplýsingar gefur Kristín í síma 470-8134 eða á kristin@sth.is Óskum eftir að ráða starfsmann í þrif á starfmannarýmum. Hlutastarf - sumarafleysingar. Nánari upplýsingar gefur Elín í síma 470-8119 eða á elin@sth.is

Bifreiðaskoðun á Höfn 23., 24. og 25. apríl. Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 20. apríl. Næsta skoðun 21., 22. og 23. maí.

Þegar vel er skoðað


Eystrahorn Miðvikudagur 4. apríl 2012

www.eystrahorn.is

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Námsferð til Tríer Verkefnið er samstarfsverkefni á milli framhaldsskólanna á Austurlandi og Max Planck Gymnasinum í Tríer. Þema verkefnisins að þessu sinni er landbúnaður og er styrkt af Comenius sem er ein af menntaáætlun Evrópusambandsins. Ferðin hófst á BSÍ klukkan fimm sunnudagsmorguninn 26.febrúar. Við flugum til Frankfurt og þaðan fórum við með rútu til Tríer og vorum komin þangað um klukkan 16:00. Þar tóku fjölskyldurnar á móti okkur en allir þátttakendur bjuggu inni á heimilum. Við dvöldum í Tríer í tvær vikur. Það var svo sannarlega margt gert á þessum tíma. Við byrjuðum á því að fara í tíma með krökkunum sem við bjuggum hjá og fórum svo í ratleik um borgina. Næsta dag var farið í Bayer líftæknifyrirtæki og rannsóknarsetur sem meðal annars framleiðir Aspirin og ýmsar vörur sem varna sjúkdómum í plöntum. Við skoðuðum vatnsveituna í Tríer og einnig skólphreinsistöðina í borginni. Við heimsóttum borgarstjóra Tríer og lentu nemendurnir úr FAS í útvarpsviðtali við svæðisútvarpsstöð. Á fimmtudeginum var farin dagsferð til Lúxemborgar. Þar löbbuðum við um elsta hluta borgarinnar og enduðum á því að skoða fjárfestingarbanka Evrópu. Á föstudeginum fórum við í umbúðaverksmiðju og um kvöldið snæddu bæði íslensku og þýsku krakkarnir saman og

Hópmynd í evrópska fjárfestingarbankanum í Lúxemborg

sáu Íslendingarnir um að elda. Helgina sem við dvöldum í Tríer var frjáls tími þar sem við gerðum margt með gestgjöfum okkar t.d. var farið á fótboltaleiki, í dýragarð, á körfuboltaleik, í skoðunarferðir og verslað. Við byrjuðum seinni vikuna á því að fara í heimsókn á lífrænan búgarð hjá Wiesbaden og svo í verslun í borginni sem seldi aðeins lífrænar vörur. Við fórum með leiðsögumanni í gönguferð um Tríer að skoða gömlu rómversku byggingarnar en borgin á sér mikla og merka sögu. Einn daginn heimsóttum við háskólann í Tríer og lærðum ýmislegt um jarðveg og vínrækt en þetta svæði er eitt stærsta

vínræktarsvæði í Þýskalandi. Seinasta daginn fórum við svo í risastórt mjólkursamlag þar sem 3,5 milljónir lítra fara í gegn á sólarhring. Í sömu ferð heimsóttum við stórt kúabú. Á fimmtudeginum, seinasta kvöldinu okkar, borðuðu allir saman, bæði nemendur og kennarar á veitingastað og þar var mikið sungið. Við lögðum af stað heim á föstudagsmorguninum 9. mars. Í þetta sinn fórum við með lest og þurftum að skipta um lest tvisvar sinnum. Það er dálítið mikið mál þegar 24 eru að ferðast saman og allir með ferðatösku. Það hafðist þó allt saman en þegar við ætluðm að fljúga heim lentum

í fjögurra tíma seinkun vegna vélarbilunar og komumst ekki heim fyrr en í kringum tíu leytið. Í haust er svo von á þátttakendum í samstarfsskólanum til Íslands. Þessi ferð var mjög lærdómsrík og skemmtileg. Við kynntumst mikið af frábæru fólki bæði Íslendingum og Þjóðverjum. Þetta var frábær upplifun og við hvetjum alla til þess að taka þátt í slíkum verkefnum. Lejla Cardaklija, Sigurður Ragnarsson, Þorlákur Helgi Pálmason og Þórdís Imsland

Svartur á leik í Sindrabíó Svartur á Leik er byggð á samnefndri metsölubók eftir Stefán Mána. Kvikmyndin lýsir atburðum sem gerast undir síðustu aldamót, þegar íslenskir undirheimar gengu í gegnum mikið umbreytingaskeið. Myndin er að miklu leiti byggð á sönnum atburðum. Myndin verður sýnd í Sindrabíó á annan í páskum 9. apríl kl. 16:00, 18:15 og 20:15 Miðaverð kr. 1.500,- Fjáröflun fyrir 9. bekk Bönnuð innan 16 ára (14 og 15 ára í fylgd með fullorðnum)


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.