Eystrahorn 15. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn 15. tbl. 32. árgangur

Miðvikuudagur 16. apríl 2014

www.eystrahorn.is Gleðilega páska

Ný umhverfissíða opnuð á vef sveitarfélagsins Hugrún Harpa varaformaður umhverfisnefndar opnaði nýja umhverfissíðu á umhverfis- og skipulagsnefndarfundi í gær. Nýja síðan er á heimasíðu sveitarfélagsins. Umhverfissíðan mun gegna þeim tilgangi að veita íbúum upplýsingar um hentug ráð til að vernda umhverfið. Þar eru upplýsingar um sorpflokkun, orkusparnað og hagstæð kaup á orkufrekum tækjum. Einnig má finna umhverfisstefnu sveitarfélagsins og ýmsir gagnlegir umhverfistenglar eru hægra megin á síðunni. Einnig er samantekt um loftlags verkefni við Landvernd og pistlar eftir Jóhann Helga Stefánsson landfræðing. Íbúar eru hvattir til að nýta sér síðuna, fróðleik og upplýsingar sem má lesa þar.

hornafjordur.is/umhverfismal

Skaftfellingar sigruðu átthagafélagakeppnina Lið Skaftfellingafélagsins fór með sigur af hólmi í Spurningakeppni átthagafélaganna sem efnt var til í Breiðfirðingabúð í vetur, annað árið í röð. Liðið skipuðu þau Jóna Benný Kristjánsdóttir, Hornfirðingur, ættuð úr Nesjum og Suðursveit, Salómon Jónsson frá Vík sem var um tíma búsettur á Höfn og Hornfirðingurinn Þórhallur Axelsson. Í úrslitum kepptu þau við lið Húnvetningafélagsins sem var skipað Jóhanni Almari Einarssyni frá Tannstaðabakka, Hugrúnu R. Hólmgeirsdóttur ættaðri frá Bjarghúsum og Þorgrímsstöðum og Einari Loga Vignissyni frá Blönduósi. Liðin voru jöfn 19 -19 eftir hina hefðbundnu keppni svo skellt var á bráðabana sem Skaftfellingar unnu. Þeir hömpuðu veglegum bikar og fengu auk þess hver og einn gistingu fyrir tvo með morgunmat á Hótel KEA, bækurnar Gröfin á fjallinu og Hljóðin í nóttinni frá Bókaútgáfunni Bjartur/Veröld og ostakörfur frá Osta-og smjörsölunni. Einnig hlutu þeir gistingu fyrir tvo með morgunmat í Hótel Skaftafelli frá Skaftfellingafélaginu í þakklætisskyni fyrir þátttökuna og frammistöðuna en það var Anna María Ragnarsdóttir hótelstjóri sem splæsti. Fimmtán lið hófu þátttöku, þau voru: Arnfirðingafélagið, Árnesingafélagið, Átthagafélag Héraðsmanna, Átthagafélag Strandamanna, Barðstrendingafélagið, Dýrfirðingafélagið, Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra, Félag Djúpmanna, Húnvetningafélagið, Norðfirðingafélagið, Siglfirðingafélagið, Súgfirðingafélagið, Skaftfellingafélagið, Vestfirðingafélagið og Vopnfirðingafélagið. Sá sem ber hitann og þungann af keppnunum því hann er spurningahöfundur, stjórnandi og dómari er Barðstrendingurinn Gauti Eiríksson kennari sem er frá Stað í Reykhólahreppi. Gunnþóra Gunnarsdóttir

Næsta tölublað

Vegna páskahelgarinnar framundan og skírdags í næstu viku er lítið svigrúm til útgáfu blaðsins. Samt ætlar útgefandi að stefna á tölublað ef einhver grundvöllur verður fyrir því. Ljúka þarf umbroti blaðsins mánudaginn, annan í páskum, svo það komist í dreifingu miðvikudaginn 16. apríl, sem er dreifingardagur Póstsins á fjölpósti. Af þessum ástæðum þarf að skila auglýsingum og efni núna helst fyrir helgina og í síðasta lagi á annan í páskum 21. apríl.


www.eystrahorn.is

Miðvikuudagur 16. apríl 2014

Helgihald í Bjarnanesprestakalli um páska Hafnarkirkja Kyrrðarstund á föstu miðvikudaginn 16. apríl kl. 18:15 Messa á skírdag kl. 11:00 - ferming Messa á skírdagskvöld kl. 20:00 Guðsþjónusta á föstudaginn langa kl. 13:00 Messa á aðfangadegi páska 19. apríl kl. 11:00 ferming Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 9:00

Hofskirkja Messa á páskadag kl. 14:00 - ferming

Bjarnaneskirkja

Eystrahorn

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands auglýsir eftir starfsfólki Ræsting á heilsugæslustöð Um er að ræða varanlegt starf

Sumarafleysing í heimahjúkrun Upplýsingar veitir Ester Þorvaldsdóttir, hjúkrunarstjóri heilsugæslu, ester@hssa.is, sími 470-8600.

Sumarafleysing í umönnun aldraðra á hjúkrunar- og dvalardeild. Upplýsingar veitir Valgerður Hanna Úlfarsdóttir, hjúkrunarstjóri hjúkrunardeild, hanna@hssa.is, sími 470-8630.

Sumarafleysing í mötuneyti HSSA Upplýsingar veitir Kristján Guðnason, kristjang@hssa.is, sími 470-8640.

Hátíðarguðsþjónusta á páskadag kl. 14:00 - ferming

Brunnhólskirkja Messa á aðfangadag páska 19. apríl kl. 14:00 - ferming

Kálfafellsstaðarkirkja Hátíðarguðsþjónusta á annan páskadag kl. 13:00

Kaþólska kirkjan Páksasunnudagur 20. apríl

Börnin hittast kl. 11:00. Hl. messa kl. 12:00. Skriftir frá kl. 11:00 Eftir hl. messu er öllum gestum boðið að þiggja Páska-kaffiveitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir

Eystrahorn

Bíll til sölu

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

Félags sumarhúsaeigenda í Stafafellsfjöllum verður haldinn á Hótel Höfn þriðjudagskvöldið 29. apríl nk. kl. 20:00. Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins. Stjórnin

Generalprufa á Kaffi Nýhöfn laugardaginn 19. apríl og sunnudaginn 20. apríl, þar sem smurbrauðsmeistarinn Biddý leikur listir sínar.

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Aðalfundur

Opið kl. 12:00 – 17:00 Til sölu Toyota Aygo árg. 07 ekin 54 þ. km sjálfskiptur/ MM Verð 950 þ. Upplýsingar í síma 894-9111

Biddý og María


Eystrahorn

Miðvikuudagur 16. apríl 2014

Boltinn fer að rúlla á grasinu

Fyrsti grasleikur ársins verður miðvikudaginn 16. apríl á Sindravöllum (kannski Mánavelli). Leikurinn er við Leikni Fáskrúðsfirði. Þetta er lokaleikur Sindra í deildabikarnum. Leikurinn hefst kl. 18:00 og aðgangur er ókeypis. Myndin er af meistaraflokki Sindra í velheppnaðri æfingaferð til Spánar fyrir nokkru og lesa má um á sindrafréttir.is. Nú er bara að sjá hvort ferðin skili sér í leikjunum.

Beint frá býli - Miðskersbúið Opið miðvikudaginn 16. apríl kl. 13:00 - 16:00. Lokað laugardag fyrir páska. Meðal annars 10 kg. grillpakkningar GOTT VERÐ! Velkomin í sveitina, Pálína og Sævar Kristinn www.midsker.is

Hugmyndasamkeppni um heiti á gönguleiðinni á milli Jökulsárlóns og Fjallsárlóns Ríki Vatnajökuls efnir til hugmyndasamkeppni um heiti á nýrri gönguleið á Breiðamerkursandi, á milli Jökulsárlóns og Fjallsárlóns. Leitað er eftir íslensku heiti en sem enskumælandi geta líka tileinkað sér eða þá heiti á sitt hvoru málinu. Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri sendanda í sérmerktan kassa á bókasafninu eða með pósti til Ríkis Vatnajökuls.

www.eystrahorn.is

Farfuglar og flækingar

Farfuglar og flækingar flykkjast til landsins og þá eru skemmtilegir dagar hjá fuglaáhugamönnum. Það bar vel í veiði þegar Ósamáfur sást í Óslandi í síðustu viku. Nú er staðfest að þetta er fyrsti fugl þessarar tegundar sem sést hefur á Íslandi og þykja þetta merkileg tíðindi meðal fuglasérfræðinga. Erlendir sérfræðingar hafa staðfest tegundagreininguna. Ósamáfur er ættaður úr austurhluta Evrópu og Asíu, m.a. Kaspíhafinu, en hefur verið að færa sig vestar á bóginn í seinni tíð. Brynjúlfur Brynjólfsson segist hafa tekið eftir honum vegna þess hversu ljós hann er og munstrið öðruvísi á vængjum og nefið frábrugðið skyldum máfum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með fuglafréttum er bent á vefinn www.fuglar.is.

Kæri íbúi Nú er málefnavinna í fullum gangi og langar okkur í Framsókn að bjóða ykkur íbúum í Sveitarfélaginu Hornafirði að koma með tillögur að betra sveitarfélagi. Hægt er að senda línu á netfangið xb@hfn.is.

Einnig viljum við bjóða íbúum á opinn vinnufund þriðjudaginn 22. apríl kl.20:00 í gamla apótekinu við Hafnarbraut þar sem hægt er að koma sínum skoðunum á framfæri.

X-B - Þín rödd, okkar vinna

Síðasti skiladagur er mánudagurinn 5. maí. Þriggja manna nefnd velur úr tillögunum. Skemmtileg verðlaun í boði!

Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk D-listans

Munið súpufundinn á laugardögum kl. 11:30 í Sjálfstæðishúsinu Stjórnir sjálfstæðisfélaganna


Auglýsing um umsóknir um skólavist í leikskólum Hornafjarðar Þeir foreldrar sem hyggjast sækja um leikskóladvöl fyrir börn sín skólaárið 2014 – 2015 eru vinsamlegast beðnir um að gera það fyrir þriðjudaginn 6. maí. Þetta á jafnframt við um börn sem fædd eru á seinni hluta árs 2013. Foreldrar, sem nú þegar hafa sótt um leikskólavist fyrir börn sín, eru hvattir til að svara bréfi sem þeim mun berast á næstu dögum. Eyðublöð er hægt að nálgast í Ráðhúsi Hornafjarðar eða á vef sveitarfélagsins: www.hornafjordur.is/stjornsysla/upplysingar/ Umsoknir/ Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 Sveitarfélagið Hornafjörður hefur unnið að endurskoðun á aðalskipulagi 2012-2030 og er því ferli lokið. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á 201 fundi sínum þann 3. apríl 2014 Tillögu að nýju aðalskipulag sveitarfélagsins 2012-2030 ásamt umhverfisskýrslu, áður hafði bæjarstjórn samþykkt á 200 fundi sínum svör vegna innsendra athugasemda. Sbr. 32. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. Gr. um umhverfismat áætlana. Áður hafði Skipulagsstofnun gert athugasemdir við tillöguna og voru þær ásamt viðbrögðum sveitarfélagsins samþykktar 12. desember 2013. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var kynnt í samræmi við 30-31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 einnig lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Kynningarfundir voru haldnir, lýsing og tillaga kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins www/hornafjordur.is/skipulagikynningu, í Eystrahorni og í landsmiðlum / Fréttablaðinu. Aðalskipulagstillagan var til sýnis í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28 frá 19. desember 2013 til og með 10. febrúar 2014 og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, 3. hæð. Athugasemdafrestur rann út 10. febrúar 2014. Hjálagðar athugasemdir bárust og svör þeirra fylgja með í gögnum merkt frá 1-9. Í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur sveitarfélagið hagað umfjöllun sinni um tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2012-2030 með þeim hætti að bæjarstjórn tók tillöguna til umræðu að undangenginni umfjöllun umhverfis-og skipulagsnefndar. Í þeirri umfjöllun hefur verið tekin afstaða til þeirra athugasemda sem bárust.

Starfsfólk óskast Pósturinn á Höfn í Hornafirði óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingum með ríka þjónustulund sem eiga auðvelt með samskipti. Bréfberi í 75% starf þar sem vinnutíminn er frá 8:30 til 14:30.

Umræður í umhverfis-og skipulagsnefnd sveitarfélagsins fóru fram 26. febrúar 2014 og síðari umræða í bæjarstjórn 3. apríl 2014. Breytingar á vegna innsendra athugasemda hafa verið gerðar á aðalskipulagstillögunni frá því hún fór í kynningu 19. desember 2013 og eru í hjálögðu fylgiskjali nr. 10 merkt Glámu Kím, yfirlit yfir breytingar á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Breytingarnar hafa ekki áhrif á megin markmið eða forsendur aðalskipulagsins og breyta því ekki tillögunni í grundvallaratriðum Fh. Sveitarfélagsins Hornafjarðar leita ég eftir samþykki Skipulagstofnunar á nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins 20122014 skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í framhaldi af því staðfestingu umhverfisráðherra. Hornafirði, 11. apríl 2014 Ásgerður Kristín Gylfadóttir, bæjarstjóri

Gjaldkeri í 100% starf þar sem vinnutíminn er frá 8:30 til 16:45. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2014 og þarf viðkomandi að geta hafið störf 10. júní 2014. Umsóknum skal skilað í netfangið sigridurl@postur.is eða á Pósthúsið á Höfn merkt: Pósturinn Sigríður Lucia Þórarinsdóttir Hafnarbraut 21 780 Höfn

Kynningarfundur Kynningarfundur um deiliskilupagstillögur um Fjallsárlón og Hnappavelli verður í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 22. apríl 2014 kl. 13:00 Umvherfis og skipulagssvið


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.