Eystrahorn 34. tbl. 2014

Page 1

Eystrahorn

www.eystrahorn.is www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 9. október 2014

34. tbl. 32. árgangur

Málþing í Þórbergssetri

Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 11. október og hefst kl 10:30. Dagskráin ber heitið ,,Stolt okkar er viskan“ og verður að þessu sinni tengd þeim stofnunum sem nú eru starfandi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Með málþinginu er verið að vekja athygli á mikilvægi rannsókna er tengjast umhverfi, sögu og náttúrufari og hvernig hægt er að nýta þær sem styrkari bakgrunn

í ferðaþjónustu. Takmark okkar ætti að vera að öll ferðaþjónusta verði fræðandi ferðaþjónusta og því mikilvægt að hafa nú innan sveitarfélagsins vettvang til rannsókna, en jafnframt þarf að huga að samstarfi og miðlun á milli stofnana þannig að þekking og niðurstöður skráninga og rannsókna séu aðgengilegar þeim er starfa við upplýsingagjöf og móttöku. Birna Lárusdóttir og Elín Ósk

Hreiðarsdóttir fornleifafræðingar eru gestir málþingsins. Þær hafa dvalið í fræðaíbúð á Hala og unnið að verkefnum sínum og hafa m.a. starfað við fornleifaskráningu í Skaftafelli og á Kvískerjum. Gaman væri að sjá sem flesta Skaftfellinga koma til að fræðast um nánasta umhverfi og leggja okkur lið við að safna í viskubrunninn. Sjá auglýsingu á bls. 5.

Velheppnað fræðslukvöld Krabbameinsfélag Suðausturlands stóð fyrir fræðslukvöldi í tilefni af bleikum mánuði þann annan október s.l við frábærar undirtektir. Yfir hundrað konur mættu í Pakkhúsið og hlustuðu á fræðslu um kvenheilsu sem Teitur Guðmundsson læknir flutti, ásamt því að Margrét Gauja Magnúsdóttir flutti örræðu og Matthildur Ásmundardóttir kenndi okkur rétta líkamsbeitingu og teygjuæfingar. Færum við þeim öllum sem og Lyfju og eigendum Pakkhússins okkar bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Bleiki mánuðurinn er tileinkaður kvenkrabbameinum og þetta árið er áherslan lögð á týndu konurnar þ.e. ungar konur sem ekki mæta í reglubundna krabbameinsskoðun og eru nú sérstaklegar hvattar til að mæta í skoðun þegar þær fá boðunarbréf. Góðgerðafélagið Hirðingjarnir færðu krabbameinsfélaginu höfðinglega peningagjöf þetta kvöld að upphæð 450.000 kr. með vilyrði fyrir e.t.v hærri upphæð þar sem októbersala Hirðingjana er merkt bleikum mánuði og eru þeim færðar sérstakar þakkir fyrir. Krabbameinsfélag Suðausturlands hefur með fjáröflunum sínum getað tekið þátt í að greiða niður gistinætur einstaklinga sem eru í krabbameinsmeðferðum og gista í íbúðum krabbameinsfélagana eða á sjúkrahótelinu jafnframt því að veita styrki til einstaklinga meðan á meðferð stendur. Í stjórn félagsins eru; Eyrún Axelsdóttir, Ester Þorvaldsdóttir, Hjálmar Sigurðsson, Ólöf Óladóttir og Þórhildur Kristjánsdóttir.

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar


www.eystrahorn.is

Fimmtudagur 9. október 2014

Kaþólska kirkjan

Eystrahorn

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga í EKRUNNI AUGLÝSIR:

Sunnudaginn 12. október Hl. messa kl. 12:00 Skriftir frá kl. 11:00 Eftir hl. messu er öllum boðið að þiggja kaffiveitingar Allir eru hjartanlega velkomnir

Fimmtudaginn 9. október hefst þriggja kvölda félagsvist kl. 20:00 Verðlaun fyrir hvert kvöld og góð AÐALVERÐLAUN í lokin. Aðgangseyrir 700 kr. Föstudaginn 10. október SAMVERUSTUND með Hauki Þorvalds kl. 17:00 – 18:00. Haukur fer með ykkur á rauðmagaveiðar á Eskifirði o.fl.

Velkomin á viðburði í EKRUNNI

Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi

Nefndin

PÁLL STEINAR BJARNASON andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðaustur­ lands 2. október. Minningarathöfn verður í Vídalínskirkju fimmtudaginn 9. október klukkan 11:00. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju í Hornafirði föstudaginn 10. október klukkan 14:00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands.

VETRARDAGSKRÁ FÉLAGS ELDRI HORNFIRÐINGA 2014 - 2015 Vikan

Starfsemi

Tímasetning

Mánudagar

Gönguferð frá Ekrunni Snóker

10:30 13:00 - 18:00

Þriðjudagar

Boccia Tekið í spil –Skák-Pílukast Snóker Líkamsrækt í Ekrunni Samæfing hjá Gleðigjöfum

10:00 13:00 - 16:00 13:00 - 18:00 16:30 19:00

TAX FREE TAX FREE

Miðvikudagar

Gönguferð frá Ekrunni Handavinna - Smíðastofa Snóker

10:30 13:00 - 16:00 16:00 - 18:00

af öllum dömufatnaði dagana 8., 9. og 10. október

Fimmtudagar

Vatnsleikfimi í Sundlaug H. Tekið í spil - Skák Snóker

15:00 13:00 - 16:00 13:00 - 18:00

Föstudagar

Boccia Handavinna - Smíðastofa Snóker Samveru/söngstund m/gestum Ath. Annan hvern föstudag.

10:00 13:00 - 16:00 13:00 - 17:00 17:00 - 18:00

Laugardagar

Tekið í spil – Skák-Pílukast Snóker – Þythokký

13:00 - 16:00 13:00 - 18:00 16:30 - 18:00

Sunnudagar

Dansað í Ekrunni Vöfflukaffi verður til sölu Ath. Þriðja sunnudag í mánuði.

Gróa Ormsdóttir Helga Lilja Pálsdóttir Birna Þórunn Pálsdóttir Páll Rúnar Pálsson Jón Pálsson Björk Pálsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og

Sturlaugur Þorsteinsson Sigurður Grímsson Hrönn Björnsdóttir Geir Þorsteinsson fjölskyldur

Verið velkomin

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249 Útgefandi:............ HornafjarðarMANNI Ritstjóri og ábyrgðarmaður:.. Albert Eymundsson Netfang: .............. albert@eystrahorn.is Prófarkalestur..... Guðlaug Hestnes Ljósmyndir:......... Maríus Sævarsson Umbrot: .............. Heiðar Sigurðsson Prentun: .............. Litlaprent ISSN 1670-4126

til sölu og le

Snorri Snorrason lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari Sími 580-7915

Heiðarbraut

igu

Gott 136,8m² 6 herb, einbýlishús ásamt 37,1 m² bílskúr, húsið er einangrað, klætt og í góðu viðhaldi. Góð verönd og lóð.

til sölu og le

Hagatún

igu

Vel skipulagt, mikið endurnýjað 127,5 m² einbýlishús ásamt 40m² bílskúr, 4 svefnherbergi, góð verönd, mikið ræktuð lóð, góð staðsetning.

Hlíðarberg í Hornafirði

til sölu

Um er að ræða 174,8 m² íbúðarhús ásamt 3885 m² eignarlóð, 4 svefnherbergi stór stofa. Laust strax.


Eystrahorn

Fimmtudagur 9. október 2014

Óvenjulegir orgeltónleikar í Hafnarkirkju í kvöld Tónleikar verða á fimmtudagskvöld 9. október í Hafnarkirkju kl. 20:30. Þar verður leikin tónlist sem ekki heyrist oft leikin á pípuorgel í kirkju en virkar ágætlega á þetta stórmerkilega hljóðfæri. Á tónleikunum verður meðal annars spiluð tónlist úr Starwars, Pirates of the caribbean, Indiana Jones, Bleika pardusnum, Harry Potter ásamt lögum eftir hljómsveitir eins og Queen, Abba og fleiri. Ekki má gleyma laginu Let it go úr Frozen. Orgelleikari er Jón Bjarnason organisti í Skálholti. Einnig koma fram á tónleikunum Þorkell Ragnar Grétarsson sem spilar á rafmagnsgítar og Agnar Jökull Imsland sem leikur á trommur. Um morguninn verður fyrsta til sjötta bekk í grunnskólanum boðið að koma í heimsókn í kirkjuna og fá stutta tónleika og kynningu á orgelinu. Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 krónur en frítt fyrir öryrkja, eldri borgara og börn undir 16 ára aldri.

Hunda- og kattaeigendur á Hornafirði Dýralæknir Janine Arens verður með ormahreinsun fyrir hunda og ketti 15. október frá kl. 10:00 - 13:30 að Hólabraut 13 (bílskúr). Hunda- og kattaeigendur eru hvattir til þess að nýta sér þessa tíma sem í boði eru. Ef annar tími hentar betur er hægt að hringja í 690 6159 eða senda henni tölvupóst á janine@javet.is Hunda- og kattaeigendum er bent á að það er brot á samþykktum um hunda- og kattahald ef ormahreinsun er ekki sinnt og kostar jafnvel leyfissviptingu. Því er hunda- og kattaeigendum bent á að nýta umrædda tíma til þessa að koma dýrum sínum í árlega ormahreinsun. Borgþór Freysteinsson Heilbrigðisfulltrúi Sveitarfélagsins Hornfjarðar

www.eystrahorn.is

Villibráðarhlaðborð Villibráðarhlaðborð 24. október á Hótel Smyrlabjörgum þar sem borðin munu svigna undan girnilegri villibráð Verðið er 7200 kr. á mann Borðapantanir í síma 478-1074 Hlökkum til að sjá ykkur

Opinn fundur með foreldrum nemenda í FAS​ Mánudaginn 13. október kl. 20:00 verður kynningarfundur með forráðamönnum nemenda FAS í Nýheimum og farið yfir veturinn framundan. Dagskráin er eftirfarandi: 1. Zophonías Torfason skólameistari býður foreldra velkomna og fer yfir starf vetrarins 2. Margrét Gauja Magnúsdóttir, námsráðgjafi FAS verður með kynningu á stoðþjónustu og forvarnarstarfi FAS 3. Selma Hrönn Hauksdóttir félagsmálafulltrúi og Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, forseti nemendafélags FAS fara yfir félagsstarf vetrarins 4. Kosið í foreldrafélag FAS


www.eystrahorn.is

Bröns

Fimmtudagur 9. október 2014

Eystrahorn

Málþing í Þórbergssetri laugardaginn 11. október

„Stolt okkar er viskan“

Fræðandi ferðaþjónusta, rannsóknir og samstarf

frá kl. 11:30 - 14:00 á laugardaginn

10:30 Gildi fornleifa og fornleifaskráninga; Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur og Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur

Verð kr. 2.500,-

11:00 Veðurfar og veðurmælingar; Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands

Verið velkomin Starfsfólk Kaffi Hornsins

11:30 Rannsókn og miðlun á menningararfi Hornafjarðar- Uppbygging og framtíðarsýn Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur og forstöðumaður Hornafjarðarsafna 12:00 Hádegisverður að hætti hússins og útivera 13:00 Breiðamerkurjökull og Breiðamerkursandur; breytingar frá lokum 19.aldar. Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræðingur og starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands

Arnar Þór Guðjónsson háls-, nef- og eyrnalæknir

verður með stofu á Heilsugæslustöðinni dagana 21. - 22. október næstkomandi. Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

Tekið er við kortum.

13:30 Ljósmynda- og norðurljósaferðamennska; Þorvarður Árnason forstöðumaður Háskólaseturs Hornafjarðar 14:00 Þórbergur og nútíminn; Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs 14:30 Erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði 15:00 Kaffi 15:30 Framtíðarsýn og samstarf stofnana í Austur Skaftafellssýslu; Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri og formaður stjórnar Þórbergsseturs 16:00 Pallborðsumræður

Allir velkomnir

1.379 kr.

Ostborgari

franskar, lítið Kit Kat og 0,5 l Coke í dós

Veitingatilboð 1.595 kr.

Píta

með buffi eða kjúklingi, franskar og 0,5 l Coke í dós

299 kr. Pylsa með öllu

N1 Höfn Sími: 478 1940

Opið:

Mánudaga til föstudaga 08:00-22:00 Laugardaga 09:00-22:00 Sunnudaga 10:00-22:00


Eystrahorn

Fimmtudagur 9. október 2014

www.eystrahorn.is

Lokahóf 2. flokks og meistaraflokka Sindra

F.v. Óli Stefán Flóventsson þjálfari, Arnar bróðir Ingibjargar, Linda Hermannsdóttir móðir Ingibjargar Lúcíu, Guðrún Kristín, Kristey Lilja og Sigurborg Björnsdóttir þjálfari.

Síðastliðinn laugardag fór fram lokahóf 2. flokks karla og meistaraflokka Sindra í knattspyrnu í Nýheimum. Boðið var upp á kökur og með því ásamt því að verðlaun voru veitt fyrir sumarið. Eftir verðlaunaafhendinguna flutti Óli Stefán yfirþjálfari nokkur þakkarorð en eins og flestir vita þá hefur hann ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari Sindra. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:

2. flokkur karla Bestur: Þorlákur Helgi Pálmason Mestu framfarir: Felix Gíslason Mikilvægastur: Ívar Valgeirsson

F.v. Óli Stefán Flóventsson þjálfari, Mirza, Ingvi Þór, Einar Smári, Hilmar Þór og Cober Hasecic þjálfari.

Meistaraflokkur kvenna Best: Kristey Lilja Valgeirsdóttir Mikilvægust: Guðrún Kristín Stefánsdóttir Efnilegust: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir Mestu framfarir: Ingibjörg Valgeirsdóttir

Helgason, Tómas Leó Ásgeirsson, Rodrigo Mateo, Daniel Gomez, Kenan Turudija, Adisa Mesotovic, Patrycja Rutkowska, Urska Pavlec, Ólöf María Arnarsdóttir, Hildur Ósk Hansdóttir Christensen.

Meistaraflokkur karla Bestur: Hilmar Þór Kárason Mikilvægastur: Einar Smári Þorsteinsson Mestu framfarir: Mirza Hasecic Efnilegastur: Ingvi Þór Sigurðsson

Viðurkenningar 100 meistaraflokksleikir: Valdís Ósk Sigurðardóttir og Þorsteinn Roy Jóhannsson Fyrsti meistaraflokksleikur: Auðun

F.v. Óli Stefán Flóventsson þjálfari, Felix, Ívar, Þorlákur Helgi og Cober Hasecic þjálfari.

Hlutastörf og afleysingar á Höfn Við óskum eftir fólki í hlutastörf og afleysingar á þjónustustöð Olís á Höfn. Um störfin og hæfni • Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi. • Unnið er á tvískiptum vöktum

PIPAR\TBWA · SÍA · 143311

Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir. Nánari upplýsingar um störfin fást hjá verslunarstjóra Olís á Höfn. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið hofn@olis.is, fyrir 25. október nk. Einnig er hægt að sækja um á www.olis.is.

Olíuverzlun Íslands hf.


„Upptökurnar sem liggja eftir hann telja vel á annað hundrað spólur, Heimir var lunkinn að ná upptökum á réttu augnablikunum en einnig var hann afar duglegur að taka viðtöl við fólk úr samfélaginu sem telja má ómetanlegan fjársjóð í dag“.

MAÐURINN MEÐ

MYNDAVÉLINA - Samfélagið í Hornafirði séð frá

sjónarhóli Heimis Þórs Gíslasonar

OPNUN Föstudaginn 10. október kl. 17.00 : Léttar veitingar í boði

LISTASAFN SVAVARS GUÐNASONAR Hornafjarðarsöfn

HORNAFJARÐARSÖFN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.