Johan Rönning 90 ára afmælisrit

Page 1


Rafmagn í stað olíu Johan Rönning – sérfræðingar í landtengingu skipa

ronning.is

Útgefandi: Fagkaup Ábyrgðarmaður og ritstjóri: Bogi Þór Siguroddsson Viðtöl: Magnús Guðmundsson Viðtal við Sigurð Óskarsson: Einar Falur Ingólfsson Ljósmyndir af viðmælendum: Kristinn Magnússon Ljósmynd af Kristni Jónssyni: Einar Falur Ingólfsson Aðrar ljósmyndir og auglýsingar: Úr safni Johan Rönning Umbrot: Arndís Lilja Guðmundsdóttir Ráðgjöf: Páll Valsson Prentun: Litlaprent


A F M Æ L I S R I T

Við erum rétt að byrja Við þau tímamót að fyrirtækið Johan Rönning hf. fagnar 90 ára afmæli er okkur, sem höfum farið með eignar­ hald þess í 20 ár, þakklæti efst í huga. Af því tilefni og í anda þakklætis ákváðum við að efna til þessa afmælisrits þar sem birtast viðtöl við starfsfólk félagsins, bæði núverandi og fyrrverandi, auk þess sem rætt er við dóttur og tengdason stofnandans, sem og einn lærlinga hans. Sá varð síðar félagi Johan Rönning og viðskiptavinur. Sérhver viðmælandi segir sína sögu og tengingu við félagið. Með því móti birtast fjölmörg sjónarhorn á fyrirtækið, sögu þess og þróun og vonum við að með því móti fáist mynd af félaginu og þeirri merkilegu menningu sem orðið hefur til í tímans rás. Afar sjaldan er fjallað um viðskipti sem menningu. En þegar horft er yfir sögu Johan Rönning, allt frá komu stofn­andans til Íslands til dagsins í dag þar sem fyrir­

tækið er eitt lykilfyrirtækja í þjónustu á raf­bún­aðar­ markaði, þá er augljóst að orðið „menning“ er sannar­ lega við­eig­andi. Samskipti starfsfólks hvert við annað, við viðskipta­ vini, samstarfsaðila, ráðgjafa, framleiðendur og birgja er lykillinn að árangri félagsins þau 90 ár sem það hefur starfað. Það væri hvorki fugl né fiskur nema vegna þessa samstarfs, samtala og samskipta þar sem allir sem að verkefnunum koma deila þekkingu sinni og reynslu þannig að niðurstaðan verði farsæl og viðskiptavin­ un­um til heilla. Og öll þessi vinna, öll þessi samtöl, endurspegla merkilega menningarsögu – sem má kalla atvinnumenningarsögu ef fólk vill – en menning er það sannarlega; og það merkileg og mikilvæg menning. Saga Norðmannsins Johan Rönning og síðar hins sam­ nefnda fyrirtækis er samofin rafmagnsvæðingu þjóðar­ innar, og í raun atvinnusögu hennar í heild. Fyrstu verkefni Rönning, eins og hann var jafnan kallaður, á Íslandi þegar hann kom til landsins í upphafi árs 1921 var þátttaka í tengingum á háspennustöðvum

3


fyrir rafstöðina við Elliðaá og svo við lagningu háspennulínu frá raf­ stöðinni í miðbæ Reykjavíkur. Rönning hélt til síns heima sum­ arið 1922. Hann staldraði þó stutt við í Noregi en hélt til framhaldsnáms í rafmagnstæknifræði til Þýskalands. Fljótlega eftir útskrift þar, eða árið 1926, snéri hann aftur til Íslands þegar honum bauðst starf tækni­ fræðings hjá Júlíusi Björnssyni sem var umsvifamikill rafverktaki hér á landi.

Johan Rönning stofnað 1933 Johan Rönning stofnaði samnefnt fyrir­tæki sitt um mitt ár 1933. Allt til ársins 1961 rak Rönning hefðbund­ ið raf­verk­taka­fyrirtæki og varð það fljót­lega eitt hið stærsta á því sviði á Íslandi og hafði þá sérstöðu að taka að sér um­fangsmikil og flókin verk­ efni, samhliða því að flytja inn þann rafbúnað sem þurfti til hverju sinni. Rönning ræður Jón Magnússon að félaginu árið 1938 þegar Jón er einungis 16 ára gamall. Jón sinnir frá upphafi skrifstofustörfum og verður smám saman hægri hönd Rönning. Þeir félagar mægjast árið 1947 þegar Rönning gengur að eiga systur Jóns, Svövu Magnúsdóttur. Þau hjónin eign­ast dótturina Ástu Silvíu, en í blað­ inu er skemmtilegt viðtal við sóma­hjónin Ástu og Nils Zimsen. Á árunum í kringum 1960 eru miklir umbrotatímar í íslensku atvinnu­lífi. Það leiðir til þess að raf­ verk­taka­starf­semi Johan Rönning er seld en byggð upp öflugri starfsemi á sviði dreifingar og sölu á rafbúnaði. Rönning hafði boðið Jóni að gerast hluthafi í Johan Rönning hf.

4

þegar félagið var gert að hlutafélagi árið 1941, en gera má ráð fyrir að hlutverk hans hafi aukist frá 1961 þegar framangreind tímamót verða í starfsemi félagsins. Johan Rönning hlaut heiðursmerki íslensku fálka­ orðunnar árið 1974 þegar hann varð áttræður, fyrir störf að raf­ magns­ málum á Íslandi. Hann lést árið 1978. Allt þar til við tókum við keflinu, árið 2003, leiddi Jón Magnússon starf félagsins af miklum krafti og myndarskap. Framan af var hann framkvæmdastjóri en síðar stjórnar­ formaður. Jón var mikilvirkur í íslensku atvinnulífi og tók mikinn þátt í félagsstarfi. Hann var m.a. for­ maður stjórnar Félags íslenskra stór­ kaupmanna á árunum 1975-1979 og útnefndur heiðursfélagi þess árið 1988. Jón lést árið 2012.

Nýtt upphaf Í dag þjónustar félagið rafverktaka, almenna verktaka, iðnfyrirtæki, stór­ iðjufyrirtæki og orkufyrirtæki; bæði í opinbera geiranum og einka­ fyrirtæki með allt frá daglegri neyslu­ vöru hvers rafvirkja til flóknasta bún­aðar, þar sem rafmagn og raf­orka af hvaða tagi sem er kemur við sögu, til stuðnings og þjónustu við mikil­ væga innviði þjóðarinnar. Félagið rekur nú 8 rafbúnaðarútibú, þrjú á höfuð­borgar­svæðinu og fimm úti á landi. Saga okkar núverandi eigenda með Johan Rönning spannar nú 20 ár og hafa þau verið sannkallað ævintýri. Það sem upp úr stendur eru samskipti, samstarf og vinátta við hið einstaka starfsfólk félagsins, sem og viðskiptavini. Allt frá fyrsta

degi var okkur vel tekið. Í upphafi mátti greina varfærni og eðlilega fyrirvara, því við sögðum strax að við hefðum áhuga á að innleiða nýjungar í þjónustu og verklagi í fyrirtækinu. Við lögðum áherslu á að hugmyndir um breytingar fælu með engum hætti í sér gagnrýni á starfsaðferðir og stefnu fyrri eigenda. Saga Johan Rönning fram til ársins 2003 var sannkölluð sigursaga; fá ef nokkur íslensk fyrirtæki höfðu náð sambærilegum árangri með arðbæran rekstur svo langt aftur sem gögn liggja fyrir um. Það sem meðal annars er heillandi við fyrirtækjarekstur er að margar stefnur og leiðir geta skilað góðum árangri. Þá skiptir líka máli hver aldur og áhættuvilji eigenda er hverju sinni. Þar sem við vorum tiltölulega ungir eigendur var nauðsynlegt fyrir okkur að setja metnaðarfull vaxtarog árangursmarkmið til að standa í skilum við skuldbindingar okkar vegna kaupanna; ekki ósvipað því þegar ungt fólk reynir gjarnan að leggja hart að sér við að byggja upp eigið fé í nýkeyptu íbúðarhúsnæði. Aðdragandi kaupanna á Johan Rönning var eðli máls samkvæmt bæði flókinn og langur. Við þurft­ um bæði að ná samkomulagi við seljendur og ná utan um fjár­mögn­ un kaupanna. Við fáum seint full­ þakkað það lán að allt hafi þetta náðst farsællega. Við verðum selj­ endum ávallt þakklát fyrir traustið og ekki síður þeim sem stóðu í stafni fjármögnunarmegin, miklir ágætismenn sem stýrðu Sparisjóði Mýrarsýslu á þeim tíma: Gísli Kjartansson, Kjartan Broddi Bragason og Stefán Sveinbjörnsson.


A F M Æ L I S R I T

Sparisjóðabankinn kom í kjölfarið að málinu í samstarfi við Sparisjóðinn og áttum við afar gott samstarf við Finn Sveinbjörnsson bankastjóra og hans fólk.

Vel heppnuð stefnumótun Strax á fyrstu mánuðunum eftir eig­ endaskiptin fórum við í um­ fangs­ mikla stefnumótunarvinnu sem heppn­aðist mjög vel og almennt var góð og jákvæð stemmning í hópn­ um fyrir þeim markmiðum sem við settum okkur. Segja má að í þessari vinnu hafi verið lagður grunnur­inn að því leiðarljósi sem Johan Rönn­ ing, og síðar systurfélögin í heild, hafa fylgt. Grunntónninn í því er einfaldur: Grundvöllur árangurs okkar er að þekkja þarfir við­skipta­ vin­ anna og gera allt sem í okkar valdi stend­ur til að fullnægja þeim þörf­um með öllum ráðum. Starfsemi okkar hvílir á forsendum viðskipta­ vina okkar, árangurinn byggir á því að við­skipta­vinir okkar séu sáttir við okkar þjónustu. Við settum okkur skýr markmið frá upphafi og þegar við kynntum hina nýju stefnumótun gáfum við út að allir starfsmenn og makar myndu fara saman til Köben haustið 2004 ef fyrstu áfangar markmiða okkar myndu nást. Í kringum þessa vinnu skapaðist sérlega góður andi og þessi fyrsta utanlandsferð okkar saman er algjörlega ógleymanleg. Og þær hafa verið margar síðan.

okkar saman er orðið jafn langt og raun ber vitni því að allir eiga í raun skilið að á þá sé minnst. Sama gegnir um viðtölin, við urðum að velja örfáa til að ræða við. En við getum ekki annað en minnst sérstaklega okkar góða vinar Vals Harðarsonar með djúpri virðingu og þakklæti. Valur hóf störf hjá Johan Rönning árið 1978, þá 24 ára, og starfaði óslitið hjá félaginu í 40 ár. Í minningargrein sem við Haraldur forstjóri skrifuðum um Val, og birtist hér í blaðinu, kemur glöggt fram einstakur persónuleiki og metnaður okkar góða félaga fyrir hönd fyrirtækis síns. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og kær vinur, hefur verið utan­að­komandi stjórnarmaður í Johan Rönning hf. frá því við tókum við rekstri félagsins, og síðar í Fag­ kaup­um ehf. Úlfar styður okkur og hvetur, en veitir okkur jafnframt að­ hald og mikilvæga utanaðkom­andi sýn á þau viðfangsefni sem við fjöll­ um um í stjórn hverju sinni. Framlag Úlfars er ómetanlegt og óendan­lega þakkarvert. Haraldur Líndal Pétursson, for­ stjóri, er annar sem við getum ekki lát­ið hjá líða að nefna. Haraldur hef­ur

starf­að með okkur nánast frá því við komum að félaginu og óslitið síðan. Það eru forréttindi að hafa fengið að taka þátt í vexti hans og þroska sem leiðtoga og öflugs viðskipta­ manns. Haraldur er með breiðan faðm, hlýtt hjarta og skýra hugsun. Fáir eru meiri keppnismenn, og er þá sama hvort um er að ræða fag­leg eða persónu­leg viðfangsefni. Listinn yfir það fólk sem verð­ugt væri að þakka er næstum óendan­ legur. Við þökkum af heilum hug öllum starfsmönnum félagsins, bæði fyrr og nú, viðskiptavinum og sam­ starfsfólki. Við þökkum einnig höfundum efnis, sem og öllum þeim sem komu að útgáfu þessa blaðs og vonum að þið hafið ánægju af lestrinum. Við erum afar stolt af því að Johan Rönning og systurfyrirtæki þess, undir sameiginlegum hatti Fag­ kaupa, hafa aldrei verið öflugri, sama hvaða mælikvarði er notaður: Um­fangið, fjöldi viðskipta­vina, fjöldi starfs­stöðva og efna­hags­legur styrkur. Við erum rétt að byrja. Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir

Margt þakkarvert Það er í raun ómögulegt að taka út og nefna einstök nöfn þegar ferðalag

5


Hann gerði aldrei mannamun Hjónin Ásta Sylvía Rönning og Nils Zimsen þekkja sögu Johan Rönning flestum betur og það skiptir þau miklu máli að sjá að fyrirtækið er nú í góðum höndum. Ásta Sylvía Rönning er fædd í Reykjavík árið 1948, einka­barn hjónanna Johan Rönning og Svövu Magnús­ dóttur. Æskuheimili hennar var við Bústaða­veginn, í húsi sem þá kallaðist Bústaðablettur 17 en á þeim tíma stóðu aðeins tvö hús við veginn. „Okkar hús kallaðist Vindás og svo var það Bjarkarhlíð en þar bjó Hákon Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður, það var eina byggðin svo þetta var uppi í sveit þegar ég var lítil. Fyrir neðan Bústaðaveginn, þar sem lengi hefur verið sjoppa, var hins vegar bóndabærinn Bústaður og þar var ég í sveit á sumrin. Svaf heima en labbaði svo yfir veginn og sinnti mínum skyldum sem kúasmali og reið berbakt á Gamla

6

Brún í fylgd hundsins Víga til þess að reka kýrnar bæði kvölds og morgna,“ segir Ásta og hlær við tilhugsunina. „Mér finnst ég eins og hundrað og sjötíu ára þegar ég er að rifja þetta upp en þegar ég var um átta ára fór svo að byggjast þarna í kring og það gerðist mjög hratt.“

Góður pabbi Ásta segir að þrátt fyrir að hún hafi verið alin upp við störf og viðskipti föður síns hafi hugur hennar aldrei leitað í þá átt. „Ég átti nú að verða strákur,“ segir hún glettnislega en bætir því við að faðir hennar hafi verið vel sáttur við dóttur sína og stoltur af hennar starfs­vali en hún er hjúkrunarfræðingur að mennt. „Ég var hjúkr­ unar­fræðingur á gjörgæsludeildinni á Landspítalan­um í Foss­vogi, sem hét nú lengi vel Borgarspítalinn, í mörg ár. En færði mig undir það síðasta á Hringbrautina og þar starfaði ég á göngudeild fyrir krabbameinssjúka.“ Hún áréttar að faðir hennar hafi verið frekar fullorð­ inn þegar hún kom til sögunnar. „Hann var strangur og vildi hafa hlutina á hreinu en að sama skapi ósköp góður


A F M Æ L I S R I T

pabbi sem passaði vel upp á okkur. Hann vann alla tíð mikið, var orðinn áttatíu og fjögurra ára þegar hann féll frá, en þá var hann enn að fara til vinnu þótt hann hafi eðlilega ekki afkastað eins og áður. Hann fór samt til vinnu á hverjum morgni, kom heim í mat í hádeginu og lagði sig, áður en hann fór aftur. Það er ágætt að hafa í huga að pabbi kom til Íslands með tvær hend­ur tómar. Hann lærði raf­virkj­ un í Noregi á árunum 1914 til 1919 og lang­aði í fram­haldi af því að fara til Brasilíu en bauðst hins vegar að fara til Íslands til þess að vinna við upp­setningu og teng­ingu á Elliða­ ár­ virkjun. Fékk tvo daga til um­ hugsunar, ákvað að láta slag standa og kom hingað í upphafi árs 1920. Að því loknu fór hann til Þýska­lands 1921 og bætti við sig raf­ magns­ verkfræði, áður en hann kom aftur hingað 1926. Þá fór hann að vinna sem verkstjóri fyrir Júlíus Björnsson, rafverktaka, áður en hann fékk íslenskan ríkis­ borgara­ rétt 1933 og stofnaði í fram­haldi af því sitt eigið fyrirtæki. Fyrirtækið stækkaði ört

og fljótlega var það komið með yfir fimmtíu starfs­ menn og setti upp rafmagn í síldar­vinnsl­ur, spítala og fjölmargt fleira, bæði hér í Reykja­vík og á landsbyggðinni.“ Ásta bendir á að Jón Magnússon, móðurbróðir hennar, hafi verið með í þessu uppbyggingarferli frá upp­ hafi. „Jón var ekki nema um sextán ára þegar pabbi tók hann svona undir sinn verndarvæng og setti hann í að starfa á skrifstofunni. Hann sá um pappíra og laun og margt fleira og 1944 breytti pabbi fyrirtæk­inu í hluta­félag. Árið 1961 seldi pabbi svo raf­verk­taka­starfsemina og stofnaði um­ boð og heildverslun, Johan Rönning hf.“

Braust til mennta Ásta segir að hún hafi verið ung á þessum árum og muni ekki vel eftir þessari þróun, enda þá áhugalítil um viðskipti föður síns. Nils bendir þó á að hann efist ekki um að það hafi komið tengdaföður hans til góða við heild­verslun­ina hvað hann kunni sig vel og átti gott með að tala við fólk.

Úr Morgunblaðinu, fimmtudaginn 17. júlí 1969.

„Hann hefði hæglega getað farið í heim­sókn til kóngsins og verið alveg með það á hreinu hvernig hann átti að haga sér. Hann var í raun alveg ein­ stak­ lega góður í mannlegum sam­skiptum.“ Aðspurð um hvort það megi rekja til uppeldisins segir Ásta að það kunni vel að vera. „Hann var fæddur og uppalinn í Norður-Noregi, þau voru sjö systkinin og þrjú þeirra áttu börn. Þannig að ég á talsvert af ættingjum víða í Noregi. Við höfum farið með fjölskylduna á þessar æskuslóðir pabba. Það var mjög ánægjulegt.“ Nils segir að Johan hafi alist þarna upp í fátækt og að það sé í raun merkilegt hversu vel honum tókst að brjótast til mennta og vinna sig upp. „Það er til marks um hversu mikil fátæktin var þarna að þegar fjöl­skyldan var að reisa litla húsið sitt, sem enn stendur, gistu þau undir bát í nágrenninu. Þannig að það var mikið á sig lagt enda voru fiski­ mennirnir þarna hörkutól sem gerðu út á Lofoten.“ Ásta hefur á orði að eflaust hafi

7


þessar naumu aðstæður föður henn­ ar í æsku haft mótandi áhrif á hans skap­gerð. „Pabbi var afskap­lega ör­ látur maður. Hann hafði unun af því að slá upp veislu og gera vel við fólk.“ Nils tekur undir þetta og bætir því við að það hafi líka ein­kennt tengda­ föður hans að hann gerði aldrei manna­mun á milli þeirra sem stóðu hátt eða lágt í virð­ingar­stiga sam­ félagsins. „Það er líka ákveðin staðfesting á þessu að ég heyrði hann aldrei tala illa um nokkurn mann,“ bætir Ásta við og segist hafa heyrt sögur af honum löngu eftir lát hans. „Það kom eitt sinn til mín maður sem hafði verið lærlingur hjá honum þegar faðir hans lést. Hann bjó hjá móður sinni ásamt yngri systkin­um og við fráfall heimilisföðurins varð róður­inn þungur. Þegar pabbi frétti af þessu sá hann til þess að þessi drengur fékk alltaf greidd tvöföld laun. Hann var ekkert að segja öðrum frá þessu en það var sterkt í honum að standa með þeim sem stóðu frammi fyrir fátækt og erfið­ leikum, vegna þess að hann þekkti á eigin skinni hvernig það var. Hann var vænn og góður maður.“

Tilhlökkun og lífsgleði Þrátt fyrir að hjónin Ásta og Nils beri ættarnöfn þekktra viðskiptavelda í Reykjavík stóð hugur þeirra aldrei til viðskipta. „Við kynntumst nú bara í Glaumbæ eins og svo margir af okkar kynslóð,“ segir Ásta brosandi og Nils bætir því við að það hafi verið „alveg frábær staður“ og er ekki síður kátur með minninguna. Nils var á þessum árum að ljúka við

8

kennaranámið og átti síðar eftir að sinna því starfi í þrjátíu ár. Nils kynntist Ástu árið 1970 og náði því að kynnast tengdaföður sínum vel. „Hann var sérstakur mað­ ur að mörgu leyti og vænsti karl. Við fórum stundum saman í veiði og hann sá alltaf um elda­ mennsk­una og gerði það víst oft í veiði­ferð­unum sem er dálítið óvenju­ legt með karla af þessari kynslóð.“ Ásta bætir því við að pabbi hennar hafi alltaf haft þennan hátt­ inn á þegar hann fór í veiði. „Hann sá um að kaupa í matinn og elda og sá til þess að það væri líka hægt að fá sér séniver á eftir. Þetta var hans háttur. Pabbi var líka mikill skíðamaður og við fórum oft á skíði, bæði á laugar­dags- og sunnudags­morgn­ um, upp í skíðaskála í Hvera­döl­um. Hann var mikið fyrir að vera úti í nátt­úr­unni, stundaði líka fjall­göng­ur og ég var oft drifin með og þramm­ aði þetta í mínum gúmmí­stígvélum eða var reimuð föst við skíðin og ýtt af stað niður brekkuna.“ Ásta segir að útivistaráhugi föður hennar kunni að hafa verið hluti af hans norsku arfleifð. „En hann var hins vegar rosalega mikill Íslend­ ingur í sér. Var í raun miklu meiri Íslendingur en Norðmaður ef því er að skipta. Var í Ferðafélagi Íslands og gekk með því um fjöll og firn­indi. Við mamma fórum ekki alltaf með en hann var gríðarlega virkur, bók­ staflega alveg fram undir það síðasta. Þegar pabbi dó var hann önnum kafinn við að undirbúa veiði­ ferð og varð bráðkvaddur við að taka til veiði­dótið. Þannig að það var í honum til­hlökkun og lífsgleði alveg fram á það síðasta.“

Í góðum höndum Ásta átti sæti í stjórn Johan Rönning í tíu eða tólf ár, eða allt þar til ákvörð­ un var tekin um að selja fyrir­tækið. Ásta leggur áherslu á að það hafi verið hið rétta í stöðunni á þeim tíma. Nils tekur undir þetta og bendir á að þegar þau hafi frétt af áhuga Boga hafi þau gjarnan viljað að fyrir­tækið færi til hans. „Sigur­ oddur, faðir Boga, og Johan Rönn­ ing voru afskap­lega góðir vinir. Ég hafði náð að kynnast Siguroddi í tengsl­um við við­skipta­fundi og þetta var mikill öðlingur. Einn af þessum flottu köllum af gamla skólanum,“ segir Nils. Ásta segir að þau hafi þó lítið þekkt til Boga þegar þetta kom upp. „Við höfðum setið með honum til borðs eina kvöldstund í einhverju matar­ boði hjá rafvirkjadeild Ísl­ enskra aðalverktaka. Við spjöll­ uð­ um heilmikið þessa kvöldstund og ég man að Siguroddur og Fanney, eigin­kona hans voru þarna líka og þar fór vel á með okkur öllum. Seinna meir þegar búið var að taka ákvörðun um að selja fyrir­ tækið hringdi Bogi og spurði hvort hann mætti koma í heimsókn sem var auðsótt. Svo kom hann og kynnti sig fyrir okkur því hann vildi að við gætum séð hvert fyrirtækið sem pabbi stofnaði væri að fara. Aðrir sem höfðu hug á að kaupa létu sér nægja að ræða það við Jón og okkur finnst að þetta lýsi Boga vel og hvernig hann ber virðingu fyrir bæði fólki og sög­unni. Hann er indælis­maður og það skiptir okkur auð­vitað heilmiklu máli að sjá að fyrir­tækið er í góðum höndum hjá góðu fólki.“


A F M Æ L I S R I T

Grundvallaratriðið er að við erum að þjónusta fólk Sigurður Óskarsson hóf störf hjá Johan Rönning árið 1970 og samtals starfaði hann hjá fyrirtækinu í rúma fjóra áratugi, á tímum mikilla breytinga. „Mér finnst ég vera kominn heim þegar ég kem hingað,“ segir Sigurður Óskarsson brosandi þar sem göng­ um upp á efri hæðina í höfuðstöðvum Johan Rönning í Klettagörðum. Og það er skiljanlegt, enda starfaði Sigurður samtals í rúm fjörutíu ár hjá Rönning. „Starfsandinn hér hefur alltaf verið mjög góður,“ segir Sigurður sem fór á eftirlaun fyrir sjö árum síðan. Sigurður er Reykvíkingur, fæddur árið 1941. Eftir að hafa lokið gagnfræðaprófi starfaði hann um tíma í fiski í Ísbirninum en komst svo í læri hjá rafvirkjameistara sem þjónustaði Ísbjörninn. Eftir að hafa lokið námi í Iðnskólanum og svo gift sig árið 1965, starfaði Sigurður

við rafvirkjun. „En svo var starf auglýst hjá Johan Rönning árið 1970 og mér datt í hug að sækja um,“ segir hann. Sigurður átti eftir að vera mestalla starfsæfina hjá Rönning, að undanskildum nokkrum árum þegar hann var í eigin rekstri. Hann misst eiginkonu sína Sigur­ björgu Símonardóttur árið 2018. „Þá hætti ég endanlega að vinna. Síðustu árin þar á undan var ég í hlutastarfi og mest að vinna heima, var að sinna ýmsum sérverkefnum fyrir fyrirtækið.“ Þegar Sigurður hóf störf hjá Johan Rönning var hann fyrst sölumaður. „Þá störfuðu bara tveir menn í söludeildinni og á lagernum. Annar sá algjörlega um lagerinn, að taka á móti vörum og koma þeim í hillur og svo framvegis, og hinn var sölustjóri. Ég fór að gera hvort tveggja þegar ég byrjaði. Þegar svigrúm var til fór ég inn á lager og var að hjálpa til við að koma vörun­um í hillurnar.“ Sigurður segir fyrirtækið hafa á þessum tíma verið í Skipholti, til ársins 1973. „Skemmtistaðurinn Röðull var á horninu. Næsta hús var Áklæði & gluggatjöld

9


og í þarnæsta húsi var Sighvatur Einarsson & Co, en á efri hæðinni í þessum tveimur byggingum var Johan Rönning til húsa,“ rifjar Sigurður upp. Allar þungar vörur þurfti að hífa með talíu upp og niður. „Svo var annað. Allir strengir á keflum voru geymdir í bragga úti á Reykjavíkurflugvelli. Rafverktakar þurftu hins vegar minna magn í stök verkefni og þá þurftum við að fara úteftir, mæla réttar lengdir og fara með það í Skipholtið þar sem varan var afgreidd. Rafveiturnar og stærri fyrirtæki keyptu strengi í heilum keflum. Minni strengir, á 100 til 200 metra rúllum, voru hífðir upp til okkar í Skipholti og seldir þannig. Það var nokkuð mikil fyrirhöfn. Mesta breytingin og byltingin hjá Johan Rönning var þegar fyrirtækið byggði í Sundaborginni og flutti þangað 1973. Þar vorum við með aðstöðu til að taka á móti öllum kefl­ um, þar sem strengir voru mældir með mælingarvél. Þá fengum við líka lyftara sem réði við þetta.“

Farsæll flutningur í Sundaborg Þegar Sigurður hóf störf hjá Johan Rönning voru engin tölvukerfi til og öll skráning, sala og utanumhald með vörunum var með allt öðrum hætti en í dag. Hann segir fyrir­ komulag þeirra mála þó hafa verið mjög gott þegar hann byrjaði að vinna og hafi hann hrifist af því. Eftir fyrstu árin breyttist síðan staða Sigurðar í fyrirtækinu og hann tók að axla meiri ábyrgð. „Eftir nokkur ár hjá fyrirtækinu, 1973-74, var ég orðinn yfirmaður bæði á lager og í sölu. Eftir að við

10

fluttum í Sundaborg tók ég líka við sem lagerstjóri og gegndi þeiri stöðu alveg til 1984, þegar ég hætti og fór í annað í nokkur ár. Tími minn hjá Johan Rönning frá því að við flytjum í Sundaborg og þar til ég fór í burtu, var tími mikilla breytinga. Í fjölgun starfsfólks og við náðum líka samningum við nýja birgja sem styrkti vöruframboð okkar mjög mikið. Fyrirkomulagið við söluna byggði á því að starfsmenn voru að segja má í sífelldri vörutalningu. „Við urðum að passa að vara seldist ekki upp. Auðvitað komst þetta upp í vana, við fengum góða tilfinningu fyrir því hvenær þyrfi að panta hverja vöru – og maður þurfti líka að hafa í huga að hafa það hagkvæm innkaup,“ segir Sigurður. Og fyrstu ár Sigurðar hjá Rönning var fyrirtækið mun fámennara en síðar varð, ekki nema níu eða tíu voru þar þegar hann kom til starfa. Þar af var einn tæknifræðingur. „Hann sá um allt sem viðvék rafveitunum,“ segir Sigurður. „Á hverju ári voru haldin útboð hjá rafveitum á ýmsu efni, svo sem strengjum, götuskáp­ um og ljósabúnaði. Tæknifræðingur sá á þessum tíma um tilboðsgerðina. Ég sá hins vegar um innkaup á öllu öðru lagnaefni.“ Og Sigurður segist ítreka að hann telji flutninginn í Sundaborg 1973 vera eina farsælustu og bestu breytingu sem hægt var að ráðast í á þeim tíma. „Þá var fyrirtækið að vaxa töluvert. Við höfðum alltaf góð sambönd við rafveitur og vorum alltaf mjög sterkir í sölu á rafveituefni. Þegar við vorum komin í Sundaborgina yfirtók ég töluvert

mikið að sjá um innkaupin sjálfur, fór með mínar tillögur sem voru yfirfærðar á pantanir og sendar til birgjanna. Eftir að við fluttum í Sundaborg þá færðist í vöxt að verkefni raf­verktaka færu í útboð. Fyrst hringdu hönn­ unarstofur í okkur til að fá verð, upp á kostnaðaráætlun. Þegar sá ferill var búinn og búið að setja verk í út­ boð þá ætluðu nokkrir aðilar venju­ lega að taka þátt í því. Þá byrjuðu þeir að hringja í okkur til að fá verð – gríðarlegur tími fór í það hjá okkur að svara öllum þessum spurningum. Ég fór þá að gera þá kröfu til raf­ verk­takanna að þeir sendu mér út­ boðs­gögnin og ég gerði þeim tilboð. Svo hringdi ég í þann sem átti lægsta boðið og bauð magnafslátt ef allt væri tekið hjá okkur. Ef ekki, þá gilti einingaverðið. Með þessu móti fórum við að ná betri tökum á markaðinum. Og viðskiptavinunum þótti þetta mjög gott.“ Sigurður viðurkennir að þetta hafi verið ný viðskiptaaðferð á þessum tíma. „Áður var það upp á von og óvon hvort það væri einhver sala og það var engin eftirfylgni við fyrirspurnir eða kaup, en með þessu var maður þannig séð kominn með ákveðin tök á kúnnanum,“ segir Sigurður og brosir. „Og þetta hefur verið mjög öflugt hjá okkur síðan.“

Söluferðir og tölvuvæðing Hvað varðar styrkleika Johan Rönn­ ing á markaðinum segir Sigurður fyrirtækið hafa verið sérstaklega öflugt í öllu efni fyrir rafveitur, og efn­um sem líka voru notað af verk­ tök­ unum. „Það voru strengirnir,


A F M Æ L I S R I T

götu­ lýsingin, dreifiskáparnir – við höfðum dreifi­skápana og allan inn­ matinn í þá, við höfum átt þann markað frá því að ég kom hingað í fyrir­tækið. Það var búið að byggja upp þessa stöðu þegar ég kom hingað. En ég fékk líka að koma að góðum ákvörðunum sem reyndust vel.“ Ein af góðu ákvörðununum sem Sigurður rifjar upp var aukin sókn út á landsbyggðina, til að ná betur til rafvirkja og rafverktaka úti á landi samhliða því að breiddin í vörum fyrir rafverktaka jókst hjá fyrir­ tækinu. „Á þessum tíma þá tók ég upp á því að ferðast um landið að kynna vörurnar okkar. Fyrirtækið okkar var ábyggilega eitt það fyrsta hér til að fara í slíkar ferðir en við byrjuðum á þessu einhvern tíma fyrir 1980. Við hlóðum bílaleigubíl fullan af köss­um með sýnishorn­um af allskyns vörum og byrjuðum á Vestfjörðum. Við stopp­uðum fyrst á Patreksfirði og rifum allt úr bílnum og bárum inn, það tók óratíma,” segir hann og brosir að minn­ing­ unni. „Á Patreksfirði voru þá tveir verktakar og þeir mættu með sína starfsmenn og höfðu mjög gaman af þessu. Þeir höfðu aldrei fengið svona upplýsingar áður heima hjá sér. Og ég get sagt þér það, að í þessari fyrstu ferð þræddum við bæina, Patreks­fjörð, Þingeyri, Flateyri, Ísa­ fjörð, og alltaf mættu raf­verk­takarnir og allt var rifið úr bílnum og sett upp á borð, og svo pakkað niður aftur og haldið áfram. Við fórum svo í aðrar eins ferðir um Austfirði og norður. Og þegar við komum úr þessum fyrstu ferðum þá höfðum við varla

undan, því rafvirkjarnir fóru strax að panta hluti sem þeir höfðu aldrei séð hjá okkur áður, eða hafði gleymst að láta þá vita um að við seldum. Viðskiptin við þessa aðila jukust mikið. Við fórum í svona ferðir út um landið í nokkur ár en með tímanum breyttist upplýsingaflæðið og við vorum líka komnir með miklu meira af vörum fyrir rafverktakana heldur en áður. Að fara í þessar ferðir og tengjast fólkinu betur var hugmynd sem gekk algjörlega upp. Samskiptin voru góð og mikilvæg. Auðvitað hafa viðskiptavinirnir verið ólíkir og fjölbreytilegir. Annarsvegar voru það veiturnar og hinsvegar rafverktakar, en líka stór fyrirtæki eins og fisk­ iðjurnar.“ Önnur mikilvæg breyting í þjón­ ust­ unni var að opna lagerinn í Sunda­borg fyrir viðskiptavinunum. Góð aðstaðan þar gerði slíkar breyt­ ingar auðveldar en þar var líka byggð skemma fyrir utan til að sjá um stóra lagera, þar sem voru líka keflin með strengjum. Svo var það tölvu­ byltingin. „Í Sundaborg byrjuðum við að

nota tölvur og það var alls ekki erfitt. Fyrst var unnið í einni stórri tölvu sem þjónaði öllu húsinu en það voru mörg stór fyrirtæki í Sunda­ borg­ inni. Síðan tókum við upp okkar eigið tölvukerfi. Það þýddi betri eftirfylgni og tölvan gat reiknað út þörf fyrir hverja vöru, komið með innkaupatillögur. Við gripum samt oft inní þegar við fórum yfir þær til­lögur, því við vissum um eitthvað sem ekki var forritað í tölvuna, til dæmis varðandi árstíðabundin rafveituefni.“ Á níunda áratugnum var Sigurður um sex ára skeið í eigin rekstri en Rönning-menn sóttust eftir því að hann kæmi til baka. „Og svo kom ég heim aftur,“ segir hann og brosir. „Það var gott að koma aftur og þá var ég ráðinn í sérverkefni. Einn helsti veikleiki Rönning á markað­ inum þegar ég snéri aftur varðaði ennþá töflur, töfluefni og stóra aflrofa. Ég hafði kynnst þessum vörum nokkuð í sambandi við mitt eigið fyrirtæki og tók við þeim málum. Ég fór að gera tilboð í sölu á aflrofum og í dag er Johan Rönning eitt af leiðandi fyrirtækjum í sölu

11


á slíkum vörum. Ég var ánægður með það hvað það tókst vel.“

Sífelld þróun og breytingar Í vinnu sinni hjá Rönning átti Sigurður í miklum samskiptum við fólk. „Og það átti mjög vel við mig,“ segir hann einlæglega. „Það passaði vel við mig að vera í sölustússi. Mér hefur alltaf þótt vera mjög gott fólk hér að vinna með, starfsandinn hefur alltaf verið til fyrirmyndar. Við gerðum alltaf söluáætlanir og ég var fljótlega kominn með mestu reynsluna á því sviði. Við reyndum að gera alltaf betur en síðasta mánuð en svo vissi ég líka hvaða framkvæmdir voru í gangi og undirbúningi út um landið og tók það inn í myndina. Margir viðskiptavin­ anna urðu vinir manns og svo ríkti gagnkvæmt traust. Það var alltaf mikilvægt.“ Sigurður ítrekar að þróunin hjá Johan Rönning hafi verið öflug og markviss þá rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Og tengslin við ræturnar hafi verið sterk. „Fyrri eigendur hér voru prýðisfólk. Rönning gamli var einstakur. Í raun þjóðsagnapersóna, einn af frum­ kvöðl­um rafvæðingar á Íslandi. Og Jón Magnússon var

Sjómannadagsblaðið - 1. Tölublað (03.06.1945)

12

öðlings­maður. Þegar Bogi Þór Siguroddsson kom hér inn sem eigandi þá hófst svo alveg nýtt tímabil. Bogi réði fullt af fólki í viðbót og þá kom Haraldur Pétursson og stýrði lagernum. Hann endaði sem næstráðandi Boga og svo forstjóri og það hefur verið mikill kraftur í honum.“ Sýnileiki Johan Rönning á markaðinum út um landið hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Fyrsta útibúið var opnað á Akureyri 2004 og svo í framhaldinu í Reykjanesbæ, á Reyðarfirði og á Selfossi. „Auðvitað breytti það vinnunni hér í Reykjavík, viðskiptavinirnir fór í verslanirnar heima hjá sér. Og ef vörurnar lágu ekki á lager þar þá var hringt eftir þeim í bæinn,“ segir Sigurður. Og hann segist hafa fylgst stoltur með því hvernig fyrirtækið hefur þróast og haldið áfram að styrkjast. „Og það er alltaf gaman að koma í heim­sókn eftir að ég hætti alveg. Grundvallaratriðið er að við erum að þjónusta fólk og þurfum að vera lipur í samskiptum. Það breytist ekki. Það hefur heilmikið að segja að sýna viðskiptavininum alúð.“ Að lokum vill Sigurður minnast tveggja góðra manna sem hann vann með í fyrirtækinu. „Það var fyrr­ver­andi eigandi og forstjóri, Jón Magnússon, og fyrrver­ andi sölustjóri, Valur Harðarson, sem lést langt fyrir aldur fram,“ segir Sigurður að lokinni upprifjun á löng­um starfstíma sínum hjá Johan Rönning.

Íþróttablaðið - 1-2. tölublað (01.12.1935)


A F M Æ L I S R I T

Níutíu ár og framtíðin er björt

Óskar Davíð Gústavsson, fram­ kvæmda­stjóri Johan Rönning, segir fyrir­tækið ætla sér stóra hluti í framtíð þar sem mikil­vægi raf­tækn­innar eykst frá degi til dags. Óskar Davíð Gústafsson, framkvæmdastjóri Johan Rönning, á að baki fjölbreytt störf sem rafvirki og tækni­fræð­ingur og þekkir vel til þarfa markaðarins. „Að loknu námi fór ég að vinna í tæknideild Smith & Norland og er svo ráðinn til Johan Rönning 2007 sem sölu­stjóri. Það breyttist í viðskiptastjóri, áður en ég tók árs hlé frá Johan Rönning og starfaði sem við­skipta­ stjóri Fagkaupa, en í haust er ég búinn að vera fram­ kvæmdastjóri hér í tvö ár.“ Óskar segir að sérþekkingin á faginu hafi reynst hon­ um vel. „Það er líka ástæðan fyrir því að nánast allir sölu­ menn okkar hafa reynslu úr faginu, bæði sem rafvirkjar

eða verkfræðingar. Sumir eru sérfræðingar í lýsingu en aðrir í iðnstýringu, strengjum, háspennubúnaði og svo framvegis. Þessi mikla fjölbreytni og þekking er mikil­ væg vegna þess að rafmagnsmarkaðurinn er víða og til þess að veita góða þjónustu verðum við að svara þörfum viðskiptavinanna.“

Förum skrefinu lengra Óskar Davíð segir að það hafi verið mjög áhugavert að koma frá Smith & Norland árið 2007. „Hér upplifði ég meiri hraða og áherslu á að veita afburðaþjónustu og ég fann strax að allir lögðu sig mikið fram. Það kom mér til að mynda skemmtilega á óvart að sjá starfsmenn fara með vörur langar vegalengdir ef eitthvað áríðandi vantaði. Þetta gerði ég til að mynda þegar ég fór með stóran aflrofa sem vantaði strax úti í Eyjum. Ég brunaði til Þorlákshafnar og fór með Herjólfi sem var látinn bíða eftir mér því allir lögðust á eitt. Það er gaman að upp­lifa þessa liðsheild og okkar markmið er alltaf að fara skref­

13


inu lengra en samkeppnisaðilarnir með því að gera allt sem við getum til þess að láta hlutina ganga upp fyrir okkar viðskiptavini.“ Óskar Davíð bendir á að vilji starfs­ manna til þess að leggja sig svona mikið fram sé alls ekki sjálf­ gefinn. „Í þessu er fólgið viðhorf og hug­myndafræði sem þarf að rækta. Við reynum alltaf að tala um okkur sem heild og leggjum okkur fram um að búa til og hlúa að þessari liðsheild á hverjum degi með því að hrósa og vera reiðubúin til þess að veita þeim aðstoð sem á þurfa að halda. Þetta er áherslan hér innanhúss, þrátt fyrir þann öra vöxt sem við höfum staðið frammi fyrir á síðustu árum. Eftir því sem fyrirtækið vex hraðar verð­ur áskorunin meiri.“

Alltaf ný tækifæri Aðspurður um þennan vöxt bendir Óskar Davíð á að þegar hann kom inn í fyrirtækið hafi það verið enn í Sundaborg. „Á þeim tíma var húsnæðið orðið of lítið en 2008 flytjum við svo í Klettagarða og þar fengum við plássið og aðstöðuna. Þarna voru komin útibú á Akureyri, í

Reykjanesbæ, Selfossi og Reyðar­firði, en seinna bætast við Grundar­tangi og Hafnarfjörður og svo erum við búin að opna í haust stóra versl­un á Smiðjuvegi 3 í Kópavogi. Það styður við þjónustu okkar í Klettagörð­ um og segir okkur ýmis­legt um það hversu ör vöxtur­inn hefur verið á síðustu árum.“ Það er forvitnilegt að fyrirtækið skuli leggja í þá fjárfestingu að fjölga útibúum á höfuðborgarsvæðinu en Óskar Davíð segir að það sé einmitt lýsandi fyrir það sem Johan Rönn­ ing vill standa fyrir. „Þetta snýst ein­ faldlega um að veita afburða­ þjón­ustu. Hér í Klettagörðum eru oft miklar annir við að þjóna viðskipta­ vinum sem koma og sækja vörur. Hér geta þeir gengið að því vísu að við eigum allt og þannig viljum við hafa það.“

Stórt framfaraskref Óskar Davíð bendir einnig á að ný, stór verslun á Smiðjuvegi feli í sér stór skref inn í framtíðina. „Við verðum með smá­ forrit sem við­ skipta­ vinurinn getur nýtt til þess að afgreiða sig sjálfur. Það er nýjung

sem söluaðilar á raf­búnaði hafa ekki gert áður. Þetta verður því fyrsta sérverslunin með raf­lagna­efni sem býður þessa þjón­ustu. Þetta er mjög eðlilegt skref fyrir verslanir Johan Rönning eins og þær eru í dag og hafa lengi verið. Þessi breyting mun auka enn frekar á hagræðið, afgreiðsluhraðann og þjónustuna.“ Þegar Óskar Davíð er spurður hvort hann óttist ekki að þetta muni draga úr þeim persónulegu tengsl­um sem fyrir­tækið er þekkt fyrir, segir hann svo ekki vera. „Alls ekki. Ég lít á þetta sem gríðar­legt tækifæri. Ef þú ert með við­skipta­vin sem er á hrað­ferð hefur þú ekki tök á því að vera að spjalla um dag­inn og veg­ inn. Ég sé því miklu fremur í þessu tækifæri fyrir sölufull­ trú­ ana til þess að sinna þeim sérhæfðu lykil­ viðskiptavinum, sem við erum búin að þjónusta í níutíu ár, með því að veita viðkomandi þann tíma sem þarf. Með Smiðjuveginum komum við einnig til með að bæta aðstöðuna fyrir einstaklinga, hönnuði og bygg­ ingaraðila sem eru að koma og skoða ljós, rofa og tengla, í samstarfi við S. Guðjónsson. Þar geta þeir séð miklu meira úrval en við höfum getað sýnt áður. Ég er því sannfærður um að þetta verði mikið og gott framfaraskref fyrir bæði okkur og viðskiptavinina.“

Framtíðin verður rafmögnuð Óskar Davíð segist ekki efast um að framtíð fyrirtækisins sé björt. „Það eru mjög spennandi tímar framundan, bæði varðandi tækni sem við getum nýtt til þess að bæta

14


A F M Æ L I S R I T

þjónustuna en svo líka einfaldlega vegna þess að allar tækninýjungar dagsins í dag tengjast meira og minna rafmagni. Ég get nefnt sem dæmi að það er orðið erfitt að fá fólk til að vinna ýmis störf. Þegar ég var ungur stóð fólk við færibönd í fiskvinnslu og hreinsaði fisk, en nú eru vélar sem gera þetta og aðrar sem þrífa færibandið. Fiskverkandi í sjávarþorpi á landsbyggðinni fær engan til þess að flytja til sín en hann er með kvóta og vill vera í sinni heimabyggð svo nú hefur hann þann kost að panta til sín róbóta til þess að raða kössum á bretti og vinna margt af því sem mannshöndin gerði áður. Áherslan er sífellt meiri á sjálfvirkni. Maður fer til að mynda inn í verk­smiðju hjá Volks­ wagen og það er allt slökkt, engin ljós. Það er fullt af vélum í gangi og verið að setja saman bíla en engin þörf á því að kveikja ljósin vegna þess að það eru róbótar að vinna verkin. Hjá BMW hafa verið tvöþúsund manns að setja saman vélar en nú er allt að færast yfir í rafmótara fyrir bílana og þeir samanstanda af örfáum hlutum sem eru settir saman af vélum. Þetta eru aðeins örfá dæmi

af mörgum sem segja okkur að framtíðin kemur til með að verða rafmögnuð og við ætlum okkur svo sannarlega að vera hluti af henni. Níutíu ár og framtíðin er björt.“

Verktækni - 12. tölublað (15.10.1996)

15


Þegar mikið liggur við Guðni K. Elíasson þekkir rafveitukerfi Íslands mjög vel eftir farsælan feril en hann hefur starfað fyrir Johan Rönning frá 1985, lengst af sem söluráðgjafi. „Ég er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og harður FH-ingur,“ segir Guðni K. Elíasson söluráðgjafi með bros á vör, enda hlýtt til síns heimabæjar og íþrótta­félags. Guðni gekk í grunnskóla í Hafnarfirði, sótti fram­halds­ nám í Flensborg og lærði rafvirkjun í Iðn­skól­an­um í Hafnarfirði svo það er ekki að undra að taugin sé römm. „Þegar ég var búinn að læra fór ég út á markaðinn og fór þá til fyrirtækis sem hét Rafafl svf. Það var á þeim tíma stærsta rafverktakafyrirtækið, svokallað sveinafyrirtæki þar sem allir voru jafnir en fáir jafnari en aðrir. Við komum að fjölda stórra verkefna á borð við járn­blendi­verk­smiðjuna á Grundar­tanga, Kröfluvirkjun,

16

Hrauneyjafossvirkjun, verkamannabústaða í Breiðholti og fjölmörgu fleiru. Ég naut þess að hafa lært á verk­ stæði sem var í mjög fjölbreyttum verkum, bæði verk­ smiðju­ vinnu og íbúðarhúsnæði. En ég lærði í raun verk­smiðjurafvirkjun sem er aðeins öðruvísi en fyrir íbúðar­ húsnæði, svona aðeins önnur vinnubrögð og önnur lykt,“ bætir Guðni við og glottir út í annað.

Frá fimm í fimmtíu Guðni er fæddur árið 1956, lauk námi 1978 og byrjaði að starfa hjá Johan Rönning 1985. „Það var komið að ákveðnum vatnaskilum hjá Rafafli á þessum tíma þar sem þeir sem höfðu stýrt þessu voru farnir að eldast. Innan fyrirtækisins vorum við með stálsmiðju og sitthvað fleira sem gekk ekki vel og kostaði félagið peninga. Það varð til þess að menn voru ekki tilbúnir til þess að bretta upp ermar og byrja aftur, enda búnir að fara í gegnum einn stóran skafl nokkru áður. Það fór því þannig að Rafafl leystist upp og úr því mynduðust ein tíu


A F M Æ L I S R I T

rafverktakafyrirtæki sem eru mörg hver starfandi enn í dag.“ Á þessum tíma var Guðni með sín verkefni og stór viðskiptavinur hjá Johan Rönning sem varð til þess að hann ákvað að leita þangað með vinnu. „Ég byrjaði hér sem lagerstarfsmaður og varð síðan það sem hét lagerstjóri en heitir þjónustustjóri í dag. Þegar Valur Harðarson, heitinn, var gerður að sölustjóra um fjórum árum síðar kom ég inn í hans teymi. Þegar ég byrja sem sölumaður vorum við átta til tíu sölumenn í fyrirtækinu en í dag slagar fjöldi sölumanna á landsvísu hátt í fimmtíu, þannig að þetta hefur breyst mikið.“

Allir leggjast á eitt Þegar Guðni er spurður hvernig hafi verið að vinna fyrir Val, stendur ekki á svari: „Það var alveg geggjað. Hann var mikil félagsvera, réttsýnn og ein­ stak­lega góður í umgengni. Maður vann alltaf á jafnréttisgrundvelli með Vali.“ Guðni segir að það sölusvið sem Valur hafi fengið hann til þess að sinna hafi fylgt honum meira og minna þann tíma sem hann hefur verið hjá Rönning. „Valur var með rafveitugeirann og ég hef verið þar mestmegnis alla tíð síðan. Það felur í sér samskipti við rafveitur og að fylgja eftir þeim búnaði sem þar er notaður. Rafveitur eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir sem skipta ekki oft um efni og eru því að vinna með sömu birgjunum í áratugi. Það er allt landið undir og þegar eitthvað bilar þarf að vera hægt að fara í hilluna, sækja varahlutinn og senda hvert sem á þarf að halda. Þegar á

reynir þurfa hlutirnir að ganga hratt og örugglega fyrir sig og það styttir viðbragðstímann verulega að vera með allt innan seilingar, en hann þarf að vera eins skammur og mögu­ legt er.“ Guðni bendir á að vissulega eigi raf­veiturnar sína lagera en þó komi stund­ um upp ástand sem nauðsynlegt sé að bregðast við með hraði. „Það gerði til að mynda óveður fyrir tíu árum við Mývatn þar sem brotnaði fjöldinn allur af rafmagnsstaurum hjá Rarik. En á aðeins einni viku var búið að græja fjörutíu kílómetra af kapli sem var hægt að leggja hringinn í kringum vatnið og tengja alla bæi. Þetta var aðeins gerlegt af því að margar veitur áttu efnið og allir lögðust á eitt. Við þurftum svo að hafa samband við okkar birgja erlendis til þess að útvega nýtt efni fyrir alla til þess að geta brugðist við með þessum hætti.“

þarf skírteini sem sýnir að hann hafi tekið námskeið frá framleiðanda sem vottar að við­ komandi megi vinna með efnið. Ég fer reglu­ lega erlendis og læri á ný efni og er í raun þjálfaður í að kenna öðrum sem ég svo geri í fram­haldinu hérna heima. Þetta er fyrst og síðast til þess að reyna að tryggja öryggi þeirra sem vinna með efnið eins vel og kostur er.“ Guðni leggur áherslu á að það sé mjög fátítt að einhverskonar gallar séu á því efni sem verið er að vinna með við háspennu. „Allt er þetta prófað vandlega áður en það fer frá fram­leiðandanum. Það er frekar að það komi upp einhver mistök eins og að það vanti eitthvað í kassann sem var sendur út því að þeir sem pakka þessu erlendis gera líka mistök. Öll erum við mannleg. En að það sé galli í efninu sjálfu er afar fátítt.“

Öll erum við mannleg Starf Guðna hjá Johan Rönning er fjöl­breytt og auk þess að vera í sam­ skipt­ um við veiturnar og erlenda birgja, fæst hann einnig við að sinna endur­menntun. „Við höldum reglu­ lega námskeið til þess að kenna starfs­ mönnum veitnanna á efnið. Bæði vegna þess að það koma inn nýir menn en einnig vegna þess að efnið þróast og breytist. Við sjáum um þetta fyrir veiturnar. Þegar nýr maður byrjar hjá veitu fer hann að sjálfsögðu fyrst út með vön­ um manni sem kennir viðkomandi, þannig að ég er auðvitað ekki að kenna öllum þessum starfs­mönnum. Það er samt þannig í ákveðinni tegund af há­spennu að við­komandi

17


Rétta tilfinningin Guðni segir að það hafi verið og sé mjög gott að sinna veitunum fyrir Johan Rönning. „Fyrirtækið hefur reyndar verið að stækka gríðarlega og því fylgir auðvitað aukinn mannskapur og svo kemur líka inn mikið af nýju efni sem stjórnendur og eigendur þekkja betur. En svo er kannski einhver háspennumúffa sem enginn er að spá í og veit hvað er og þá er bara sagt „talaðu bara við Guðna,“ segir hann og hlær við. „En það er líka búið að vera þannig eftir að farsímavæðingin varð eins og hún er að maður er jafnvel eltur niður til Flórída út af biluðum streng.“ Guðni gengst fúslega við því að vera sjálfur farinn að líta á sig sem risaeðlu innan fyrirtækisins. „Það þarf heldur ekkert að vera svo slæmt að vera risaeðla. Maður tilheyrir bara öðru tímabelti,“ bætir hann við og hlær.

18

„En þetta eru auðvitað breyttir tímar. Hér áður fyrr vorum við Valur tveir með þetta og gættum þess að fara aldrei í frí á sama tíma en í dag erum við fimm sem erum að sinna þessu. Sjálfur er ég nú að fara að detta á tíma og ráðgeri að hætta að vinna í vor. Það verða auðvitað heilmikil viðbrigði því ég hef búið við þann lúxus að hafa alltaf hlakkað til þess að fara aftur að vinna þegar ég er búinn að vera

í fríi. Það er alveg rétta tilfinningin. En þegar maður er kominn á þennan aldur sem ég er á fer maður að hugsa þetta aðeins öðruvísi og með vorinu ætla ég að fara að leika mér. Þessa dagana er ég að upplifa mig eins og gömlu kallana sem nenntu ekki að standa í einhverju partýstandi þegar ég var hér sem ungur maður. Ég botnaði ekkert í þeim þá en núna sé ég auðvitað hvað ég var ungur og vitlaus.“


A F M Æ L I S R I T

Markmiðið er að allir séu ánægðir Kristinn Jónsson þekkir sögu raf­lagna­ efnis á Akureyri öðrum betur og rétt fyrir aldamót gekk hann til liðs við fyrsta útibú Johan Rönning á lands­ byggðinni. Kristinn Jónsson er borinn og barnfæddur Akureyr­ ingur, fæddur árið 1950 en lítur út fyrir að vera langtum yngri, enda fer hann allra ferða sinna innanbæjar á rafmagnshjóli á milli þess sem hann spilar golf og ferðast með fjölskyldunni. Brosmildur og hógvær herramaður sem auðvelt er að sjá að hafi átt í góðu sambandi við viðskiptavini sem og samstarfsfólk í gegnum árin. Kristinn hóf störf fyrir Johan Rönning við opnun útibúsins á Akureyri árið 1999 þegar hann seldi félaginu fyrirtækið Rafinnkaup. Kristinn lét af störfum árið 2021 og það slær því hátt í hálfa öld sem Kristinn sá um að útvega rafvirkjum á Norðurlandi aðföng og efni.

Þegar Kristinn er inntur eftir því hvort hann hafi sjálfur komið úr þeirri starfsgrein er svarið óvænt. „Nei, ég er lærður bakari og fór svo í viðskiptafræði seinna meir sem átti eftir að reynast mér vel. En ég var að læra að syngja á þessum árum og í kórum og þegar ég var í Karlakórnum Geysi voru þar líka allnokkrir rafvirkjameistarar. Þeir höfðu stofnað norðlenskt innkaupafélag á raflagnaefni undir heitinu Rafinnkaup árið 1975 og í maí 1979 var ég ráðinn til þess að veita félaginu forstöðu. Rafinnkaup var samlagsfélag fagmanna, stofnað til þess að bæta daglegt aðgengi að raflagnaefni, þar sem eigendurnir voru í stjórn en ég sá um daglegan rekstur.

Maður gerði það sem þurfti Kristinn segir að Rafinnkaup hafi strax gengið mjög vel. „Fyrst um sinn var ég eini starfsmaðurinn en Raf­ innkaup þjónustaði Norðurlandið vítt og breitt. Þörfin var til staðar og reksturinn gekk því vel, en þetta var mikil binding í öll þessi ár. Ég hafði tíma frá klukkan ellefu og til eitt til þess að fara í tollinn og með sendingar,

19


kom þá við heima og fékk mér að borða en svo aftur í vinnuna. Það fór líka mikill tími í að halda utan um fjármálin á þessum árum fyrir tíma tölvuvæðingarinnar. Það var einn meistari sem kom aðeins að þessu og svo var ég oft með sumarstarfsmann sem dugði til að ég var aðeins lausari við. Ég fór oft í útköll á kvöldin og um helgar og sérstaklega man ég eftir einum ágætum rafvirkja sem ég er sannfærður um að var aldrei með úr, enda hringdi hann í mig eitt sinn klukkan tvö að nóttu til. En maður gerði það sem þurfti til þess að bjarga málum og veita góða þjónustu.“ Eignarhaldið á Rafinnkaup breytt­ ist smám saman í gegnum tíð­ ina og Kristinn segir að í áranna rás hafi hann orðið meiri­hluta­eig­andi. „Þegar menn vildu selja eða losna, hafði ég þann háttinn á að kaupa hlutinn. Þetta gerðist eftir því sem hentaði þeim sem komu að sam­ laginu, án þess að ég setti þrýsting á nokkurn mann. Þegar upp var staðið var minn eignarhlutur farinn að slaga hátt í áttatíu prósent.“

Þetta voru öndvegismenn Árið 1999, þegar Kristinn var búinn að vera með Rafinnkaup í meira en tuttugu ár, hætti KEA sem var helsti samkeppnisaðilinn að reka verslanir. „Þeir færðu allt yfir í annað félag og seldu frá sér. Þá byrjaði fjörið. Fram að þessu var KEA búið að vera að versla við Johan Rönning, SG og Ískraft en ég var mest í viðskiptum við Volta í Reykjavík. Öll þessi fyrirtæki komu að sunnan í von um að bæta stöðu sína á þessum markaði. Þar á meðal var öndvegismaður­

20

inn Valur Harðarson frá Rönning og hann var ekkert að hika heldur spurði mig beint út hvort ég vildi ekki hreinlega selja þeim Rafinnkaup. Hann mat það mikilvægt að halda öllu gangandi til þess að missa ekki viðskipti annað og að það tæki Rönn­ing ekki nema um tvo mánuði að vera komnir með fulla starfsemi í sam­starfi við mig. Það varð úr að þann 15. október árið 1999 tók Johan Rönn­ing við Rafinnkaupum og ég fylgdi með í pakkanum.“ Kristinn minnist þess að þrátt fyrir að það hafi verið ein fjögur fyrirtæki sem bitust um Rafinnkaup og markaðinn á sínum tíma hafi við­ mótið hjá Rönning verið einstakt. „Þeir reyndu aldrei að pressa á mig eða prútta niður verð eða eitthvað slíkt. Ég var með lagerinn í tölvunni og þeir keyptu hann og reksturinn og mín sambönd. Það voru allt meira og minna viðskiptavinir sem þeir höfðu aldrei selt áður. Valur var með allt á hreinu og þegar hann var búinn að leggja línuna tók Guðmundur Ólafs­ son, framkvæmdastjóri og sóma­ maður við, leiddi samningana og sá um alla pappíra.“ Kristinn leggur áherslu á að þegar hann hafi tekið ákvörðun um söluna á Rafinnkaupum til Johan Rönning, hafi það alls ekki snúist bara um krónur og aura heldur ákveðið viðhorf. „Þetta voru öndvegismenn og það hafði mikil áhrif á mitt val.“

Tími spennandi nýjunga Kristinn segir að til þess að missa ekki frá sér viðskipti hafi verið afráðið að byrja starfsemina þar sem Rafinnkaup hafi verið til húsa. „Þeir komu með stóran flutningabíl

og hreinlega fylltu svæðið. Jónas Magnússon og Guðni Elíasson mættu með Vali Harðarsyni og settu mitt dót aðeins til hliðar en raflagnaefnið frá Rönning fremst. Fyrstu vikurnar eftir að þeir tóku við sendu þeir mann frá Reykjavík til þess að vera mér til aðstoðar og það munaði auðvitað heilmikið um það. Auk þess varð ég fimmtugur árið eftir og eftir að hafa verið mjög bundinn yfir rekstrinum lengi, ákvað ég að breyta því og gerast almennur starfsmaður sem var góð ákvörðun.“ Árið eftir flutti Johan Rönning á Akureyri yfir í húsnæðið sem KEA hafði verið með áður. „Þar var KEA búið að setja allt Rönning dótið í gáma úti á plani og þangað mætti Valur og hreinlega bauð í gámana á staðnum. Nefndi verðið, benti þeim á að þeir hefðu annars ekkert við þetta að gera, og því var tekið. Valur hafði reyndar ekki hugmynd um hvað var í gámunum annað en að þetta var efni sem hann hafði selt KEA mönnum áður. Þegar opnað var svo á nýja staðn­ um kom Jón Magnússon sem þá var eig­andi og stjórnarformaður og sonur hans Magnús Jónsson sem sá um tölvumálin og spennandi nýj­ ung­ ar tengdum þeim. Hann sá til þess að ég gat séð hvað var til í Reykja­vík og þeir gátu séð hvað var til á Akur­eyri. Það var líka verið að byrja með skannið og útibú Johan Rönning á Akureyri varð fyrst til þess að nýta sér þá tækni. Þar með var hægt að taka beint úr hillunni, skanna vöruna og þar með breyttist lager­staðan. Þetta var gríðarleg bylt­ ing sem auðveldaði birgðahald og inn­ kaup svo um munaði. En það


A F M Æ L I S R I T

sem mestu skiptir í þessu samhengi er að þegar Rönning opnaði á Akureyri var það fyrsta útibú fyrirtækisins utan Reykjavíkur. Það markaði stefnubreytingu sem hefur reynst vel enda mikilvægt að vera þar sem þörfin er til staðar.“

Mannlegi þátturinn Kristinn segir að það hafi líka falið í sér talsverða breyt­ ingu þegar þau Bogi og Linda keyptu Johan Rönning árið 2003. „Í framhaldinu keyptu þau svo Sindra sem átti fyrirtæki á Akureyri sem hét Hiti. Þar var stórt og mikið húsnæði sem var seinna stækkað um meira en helming. Þá var búið að selja heimilistækjadeildina og eins var járnahlutinn af Sindra seldur frá, en haldið verk­ færum og bætt við vinnufötum með því að kaupa fyrir­ tæki sem hét Hebron. Þar með var búið að koma undir eitt þak sterkustu þáttum þriggja fyrirtækja. Í þessu er verið að hugsa fyrir þörfum iðnaðarmanna í heild, að menn geti fengið allt sem þarf dags daglega á einum stað. Markmiðið er að hafa alla ánægða.“ Kristinn segir að reksturinn á Akureyri sé á upp undir þúsund fermetrum og enn sé verið að horfa til framtíðar. „Núna er verið að byggja tvöþúsund og sexhundruð fermetra húsnæði uppi í hlíðinni andspænis lóðinni þar sem KEA var áður. Það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem eiga eftir að koma þarna inn, enda er verið að horfa á þetta út frá því að veita heildstæða og öfluga þjónustu í lagna- og byggingageiranum.“

Kristinn hefur á orði að það hafi verið afskaplega jákvæð upplifun að gerast starfsmaður hjá Johan Rönning á sínum tíma. „Fólk tók mér afskaplega vel. Ég var alltaf í miklu sambandi við starfsemina í Reykjavík og fyrst eftir að ég kom inn í fyrirtækið fór ég reglulega suður í kynningar. Auk þess var okkur alltaf boðið í skemmtiferðir, á árshátíðir, þorrablót og meira að segja utanlandsferðir og fleira skemmtilegt. Það hefur alltaf verið haldið afskaplega vel utan um mannlega þáttinn hjá Rönning. Bogi er alveg sérstakur í þessu tillliti. Hreinlega gull af manni sem gætir þess alltaf að starfsfólkið sé sátt og ánægt. Hið sama má segja um Harald Líndal Pétursson sem var framkvæmdastjóri Johan Rönning á þessum tíma. Hann var gríðarlega mikilvægur, sá um allan rekstur og gætti þess að öllum liði vel. Þetta er einstaklega gott fyrirtæki sem ég tel mig lánsaman að hafa unnið fyrir í öll þessi ár.“

Dagur - 205. tölublað - Blað 1 (28.10.1999)

21


Starfsmaður er andlit fyrirtækisins

Þuríður Höskuldsdóttir byrjaði starfs­ feril sinn hjá Johan Rönning við sumar­­afleys­ingar á skiptiborðinu og starfaði fyrir fyrirtækið í meira en tuttugu ár. „Ég er fædd og uppalin á Húsavík en kom suður til Reykja­víkur fimmtán ára gömul til þess að fara í Versl­ unarskóla Íslands. Var hér á veturnar en fyrir norðan á sumrin,“ segir Þuríður Höskuldsdóttir sem fékkst við ýmis störf hjá Johan Rönning við góðan orðstír. „Veturinn eftir að ég útskrifaðist var ég að þreifa fyrir mér í háskólanum og ákvað eftir það að finna mér sumarvinnu í Reykjavík. Hafði það á orði við mann sem sagði mér að dóttir hans hefði verið í sumarvinnu hjá Johan Rönning og hvatti mig til þess að athuga hvort að þeir hefðu ekki eitthvað fyrir mig. Guðmundur Ólafsson, þáverandi framkvæmdastjóri, tók á móti mér og það fór

22

þannig að ég starfaði fyrir fyrirtækið frá 1988 til 2009, í tuttugu og eitt ár.“

Ungt fólk og mikið fjör Þuríður segir að fyrstu dagarnir hafi verið eftir­ minnilegir. „Ætli það hafi ekki unnið þarna um 20 til 25 manns á þessum tíma og þegar verið var að kynna mig fyrir fólkinu komst ég að því að það voru alltaf tveir starfsmenn sem hétu sama nafninu. Til að mynda voru tvær konur sem hétu báðar Kristín María en önnur var bara kölluð Stína og hin Maja. Þannig að það var hugsað í lausnum,“ bætir Þuríður við og brosir við minninguna. „Það var gott að koma þarna inn enda vel hugsað um fólk. Það var gaman í vinnunni og á þessum tíma var meðal­­ald­urinn ekki nema rétt á milli þrjátíu og þrjátíu og fimm ára og stemningin því fjörleg og skemmtileg. Það lifir líka vel með mér í minningunni að á þessum tíma var komin inn þessi sterka gest­ risnis­ menning. Það voru haldnar glæsilegar veislur þar sem öllum


A F M Æ L I S R I T

viðskiptavinum var boðið og svo var líka mjög öflugt félagslíf hjá starfsfólkinu. Mánaðarlega var gefið út fréttabréf og það hefur verið heilmikil vinna á bakvið það því að á þessum tíma voru tölvurnar ekki komnar til sögunnar og því þurfti að vinna þetta á ritvélar.“

Mikið af góðu fólki Fyrsta starf Þuríðar hjá Rönning var á símanum og hún bendir á að á þessum tíma hafi allt sem gerðist í fyrirtækinu farið í gegnum skipti­ borðið. „Síminn var algjör mið­ punktur og fyrir vikið lærði ég hratt og starfið reyndist mér góður skóli. Maður stóð kannski frammi fyrir því að sami við­ skipta­ vinurinn var að hringja í þriðja skipti og enn enginn laus til þess að svara og þá þurfti að halda viðkomandi góðum. Auk viðskiptavina og birgja var líka stór þáttur í starfinu að vera í sam­ skiptum við starfsfólkið, maka þeirra og fjölskyldur. Þetta var voða gaman.“ Þuríður segir að hún hafi sinnt starfinu á símanum í einhver ár en það hafi þó breyst að endingu. „Það fór þannig að ég var farin að leysa af á sumrin í innheimtunni og þangað færðist ég svo alfarið þegar líða tók á tíunda áratuginn. Þar var ég í ein­ hver ár áður en ég fór í markaðs- og kynningar­málin en sneri svo að end­ ingu aftur í inn­heimtuna og var þar þegar ég ákvað að hætta. Þannig að ég náði að flakka aðeins um fyrirtækið, kynnast því ansi vel og fjöldanum öllum af góðu fólki.“ Þuríður bendir á að það sé skemmti­legt að hugsa til þess að hún

hafi í raun kynnst fólki hvað best þann tíma sem hún var að starfa í innheimtudeild­inni. „Ég man að ég var einhverju sinni á skemmtun á vegum Rönning þar sem við­skipta­ vinur kom með eigin­konu sína. Við eigin­konan tökum spjall og hún segir sem svo að við eigin­maður hennar hljótum að þekkjast vel. En ég hafði aldrei áður talað við mann­inn vegna þess að hann greiddi reikn­ ing­ ana alltaf í bankanum og stóð alltaf í skilum. Hina sem voru svona aðeins meira að erfiða eða vildu koma og borga okkur beint, þekkti ég hins vegar vel. Þarna kynntist ég fólki sem mér þótti afskaplega vænt um og sumum heilsa ég enn eins og gömlum vinum.“

Miklar og örar breytingar Tækni síðustu áratuga hefur fleytt fram og Þuríður segir að þann tíma sem hún starfaði fyrir Johan Rönning hafi breyt­ing­arnar verið bæði miklar og örar. „Mér finnst samt dálítið skondið að hugsa til þess þegar horft er á þessar stóru tæknibyltingar, að þá hafi telefaxið breytt mestu. Þarna var allt í einu hægt að flytja á milli

manna skrifleg skilaboð og jafnvel teikn­ingar í einni andrá. Áður tók það einhverja daga og jafnvel vikur ef það var að koma að utan. Í mínum huga var þetta mun stærra en til að mynda tölvupósturinn. Þegar ég byrja hjá Rönning í Sunda­borginni var fyrirtæki á enda húsa­ raðar­ innar sem hét Frum og það var þjón­ustu­mið­stöð fyrir alla Sunda­ borg­ ina. Þar voru tölvurnar, prent­ar­arn­ir og faxtækið. Tvisvar á dag hljóp stúlka með allan póst og öll teleföx sem höfðu komið þann daginn og dreifði í fyrir­ tækin í lengjunni. Þarna voru líka mán­aðar­ lega keyrðar út allar mán­aða­móta­ færslur, reikningar og uppgjör. Hjá Rönning voru menn fljótir að átta sig á að þetta var málið og því var fljótlega keypt faxtæki inn í fyrirtækið. Það jók gríðarlega hagkvæmni eins og til að mynda við tilboðsgerð þar sem þurfti að gæta þess að tilboðin færu í póst með þriggja til fjögurra daga fyrir­ vara en með tilkomu þessarar tækni var hægt að klára það fimm mínútum fyrir skilafrest og senda tilboðið með telefaxinu. Þetta var mikil breyting.“ Aðspurð um hvernig Johan

Guðni Þór Ingvarsson og Valur Harðarson

23


Rönning hafi þróast á þeim tíma sem hún var hjá fyrir­ tækinu segir Þuríður að vissulega hafi verið ákveðnar sveiflur. „Það kom til að mynda kreppa í byggingaiðnaðinn í kringum 1990 þar sem allt stoppaði. Ég man vel eftir einum erfiðum föstudegi þegar það voru uppsagnir hjá fyrirtækinu. Það seiglaðist þó aftur af stað og 1994 þegar við vorum komin í EES breyttist ýmislegt. Allir fjármagnsflutningar urðu öðruvísi þegar gjaldeyrishöft og fjármagnshöft voru að baki og samskipti við erlenda aðila og sitthvað fleira hafði mikið að segja. Auk þess fylgdi tölvutæknin með og smám saman þróaðist þetta yfir í nútímalega viðskiptahætti. Maður fann ekki endilega svo mikið fyrir þessu frá degi til dags en þegar litið er til baka sér maður að í raun fórum við mjög hratt frá þeirri stöðu sem var árið 1960 og til þess sem hún var svo orðin árið 1995. Þarna er himinn og haf á milli.“

Lykilstarfsmaður í áratugi Þuríður hefur mjög persónuleg tengsl inn í fyrirtækið þar sem hún kynntist þar eiginmanni sínum Vali Harðarsyni, sem var lengi vel sölustjóri Johan Rönning. Valur naut bæði velgengni og vinsælda í starfi en féll því miður frá árið 2018. „Eitt af því sem var skemmtilegt þegar við Valur tókum saman var að ég þekkti stelpurnar hans og eiginkonuna hans fyrrverandi. Eins og með aðra hafði allt varðandi tengsl hans á milli vinnu og heimilis farið í gegnum símann svo ég man vel eftir stelpunum hans pínulitlum. Þær hringdu oft, eins og börn gera, til að biðja um leyfi fyrir hinu og þessu og spurðu bara mig þegar pabbi þeirra var ekki við. Þegar ég kynntist þeim svo betur seinna meir rifjaðist það upp þegar ég var að gefa þeim leyfi til þess að horfa á vídeó,“ segir Þuríður og brosir við tilhugsunina. „Við Valur kynntumst fyrst þegar ég var að byrja að vinna þarna og urðum strax ágætis mátar. Það kom reyndar í ljós síðar þegar við kynnumst betur að við vorum bæði dálítið ferköntuð og vildum röð og reglu. Hann var sem sölustjóri oft að skipuleggja viðburði á borð við móttökur og annað sem ég kom einnig að og í slíkum verkefnum áttum við afskaplega gott með að vinna saman.“ Valur Harðarson var fæddur og uppalinn á Seyðisfirði, lærði þar rafvirkjun og fór að námi loknu að vinna hjá

24

Land­símanum fyrir austan. „Hans meistari var búinn að vera í við­skiptum við Johan Rönning í mörg ár og þegar Valur og þá­verandi eiginkona hans ákváðu að flytja suður, var strax athugað með vinnu hjá Rönning. Það var í ágúst 1978 sem Valur kom inn í fyrirtækið sem sölumaður eftir að Sigurður Óskarsson, þáverandi sölustjóri, réði hann í vinnu. Siggi hætti svo 1984 og þá tók Valur við sem sölustjóri. Valur réði svo Sigga aftur til vinnu snemma á tíunda áratugnum, þannig að þeir tóku svona smá hringekju þarna félag­arnir.“ Margir sem hafa starfað lengi fyrir Johan Rönning hafa á orði að Valur hafi á sínum starfsferli reynst fyrirtækinu mikill lykilstarfsmaður. Þuríður tekur undir það og segir að hann hafi vissulega verið það, eins og margir aðrir. „Valur bar mikla virðingu fyrir þessu fyrirtæki og bar hag þess fyrir brjósti. Hann tók starf sitt mjög alvarlega og keppnis­skapið í honum kom þar berlega í ljós, þar sem hann var allt annað en sáttur við að tapa útboðum. Hann vann sitt starf rosalega vel, byggði upp sterk persónuleg tengsl bæði innan lands sem utan og það nýttist honum vel í starfi. Hann var vel liðinn og naut trausts hvar sem hann bar niður.“

Tími breytinga Árið 1998 fóru Valur og fjölskylda hans til Bandaríkjanna þar sem fyrrverandi eiginkona hans fór í nám. „Á þeim


A F M Æ L I S R I T

tíma fékk Valur leyfi frá sínu starfi sem sölustjóri en var hins vegar í vinnu hjá Rönning, meðal annars við að skoða framtíð fyrirtækisins. Hann skrifaði stóra skýrslu þar sem hann setti fram hugmyndir um framtíðarmögu­ leika sem lýsa í raun vel væntumþykju hans í garð Rönning. Á þeim tíma var Jón Magnússon, þáver­andi forstjóri, orðinn mjög fullorðinn og eðlilega var það ekki alveg hans að fara út í miklar breytingar. Valur kom heim með þessar hugmyndir og kynnti þær, en svo líða fjögur ár þar til Bogi og Linda kaupa fyrirtækið árið 2003 og þá fóru hlutirnir að gerast. Ekki löngu síðar fór ég og lærði breytingastjórnun í háskólanum og eitt það fyrsta sem maður lærir þar er að almennt er fólk ekki hrifið af breytingum. Það var hins vegar þannig að þegar Bogi og Linda komu að þá voru margir starfsmenn farnir að bíða eftir því að hlutirnir færu að breytast. Fjöldi fólks sem hafði metnað fyrir hönd fyrir­tækis­ins og var búið að sjá tækifærin og fagnaði því að geta farið að vinna að þeim með fullum stuðningi. Auðvitað var skjálfti í kringum þessi kaup, eins og eðli­ legt er, en ég held að Bogi hafi fengið með sér stóran hóp frá fyrsta degi. Bogi er nefnilega mikill maður fólksins og það er ekki til í honum að hann sé eitthvað öðruvísi en aðrir. Hið sama má segja um Lindu sem er hrein og klár perla. Það var því mjög gaman að fá þau þarna inn á sínum tíma.“

Einstakur samstöðuandi Þuríður hefur á orði að meðal þess sem auðveldaði fyrir­ tækinu og starfsfólki þess að aðlagast nýjum eigendum, hafi verið að þeirra hugsunarháttur og framkoma hafi fallið vel að hinum víðfræga Rönning anda. „Frá því að ég kom fyrst þarna inn hafa verið haldnar rosalegar gestamóttökur. Og það er framkvæmt þannig að allir starfsmenn sem vettlingi geta valdið fara í það að vefja hnífapör í servíettur, svo dæmi sé tekið, því þú átt von á tólf hundruð manns í há­ degis­ mat. Forstjórinn og fjármálastjórinn mæta á sunnu­degi til þess að byggja stúku svo það sé hægt að bjóða gestum að koma og horfa saman á HM í fótbolta í Rönning stúkunni. Þú getur gert þetta með því að hringja í viðburðafyrirtæki úti í bæ en það var aldrei gert á þeim tíma þegar ég var þarna, heldur lögðust allir á eitt. Það hefur í raun alltaf verið ætlast til þess að þú sem starfsmaður sért andlit fyrirtækisins og takir þátt í því sem er verið að gera hverju sinni. Það er líka gert vel við starfsfólkið og í mínum huga felst í þessu einstakur samstöðuandi sem er mjög ríkulegur innan fyrirtækisins og hefur alltaf verið. Það er bæði fyrirtækinu og starfsfólkinu dýrmætt. Fyrirtækið mun alltaf eiga sinn sess í mínu hjarta því þarna er gott fólk og gott að vera.“

Verktækni - 12. tölublað (15.10.1996)

25


Valur Harðarson

Minningarorð Við kveðjum Val Harðarson, náinn sam­ starfsmann og vin. Fyrir fáum vikum hylltum við Val í Stokkhólmi, þar sem Johan Rönning hf. hélt árshátíð sína. Tilefnið var fjörutíu ára farsælt starfs­ aldursafmæli. Það urðu mikil tímamót þegar eigenda­ skipti urðu í Johan Rönning fyrir réttum fimmtán árum. Valur fór fremstur meðal jafningja í hópi starfsmanna, og ásamt Þurý sinni, bauð hann nýja eigendur velkomna. Honum leist vel á hugmyndir þeirra um framtíð félagsins. Hann tók líka vel á móti ungum stjórnanda sem kom stuttu síðar til liðs við félagið. En Valur var ekki auðseldur; honum var eðlislæg hófleg varfærni við fyrstu kynni. Það var gaman að heyra í Vali segja frá þekkingaröflun sinni í fræðunum um „Lær­dóms­fyrirtækið“. Af þeim hafði hann hrifist í ársdvöl sinni í Bandaríkjunum þar sem hann kynnti sér ýmislegt um þjónustu og fyrirtækjamenningu; auk þess að vinna fyrir félagið í fjarvinnslu. Þessar hugmyndir féllu vel að fram­tíðar­sýn nýrra stjórnenda. Vinnan með þær var öðrum þræði grunn­

ur­inn að ein­stak­lega skemmtilegu og árang­ urs­ríku uppbyggingarstarfi þar sem Valur lék eitt lykilhlutverkanna. Valur lauk prófi í rafvirkjun nokkru áður en hann hóf störf hjá Johan Rönning árið 1978. Valur var metnaðarfullur keppnismaður og lagði sig ætíð fram um að sækja sér nýja þekkingu hvar sem hana var að fá. Hann var í miklum samskiptum við marga af öflugustu birgjum rafbúnaðar í heiminum og sótti óteljandi fjölda ráðstefna, námskeiða og funda um tæknimál, jafnt sem sölu- og markaðsmál. Stundum er sagt að fólk geti verið mjög vel menntað og með yfirburðaþekkingu á sínu sviði án þess að hafa mikla skólagöngu að baki. Þetta á mjög vel við um Val Harðarson. Sem ástríðufullur sölustjóri vildi Valur vissulega ná árangri frá degi til dags. En Valur sá starf sitt hjá félaginu í stærra samhengi. Hann ræktaði samband sitt við lykilviðskiptavini með einstökum hætti og það átti einnig við um sambandið við fulltrúa erlendra birgja. Vali var mikið í mun að hugsa um hag viðskiptavinanna; og var sannfærður um að slík nálgun myndi hámarka árangur fyrirtækisins til lengri tíma litið. Valur mun vera okkur

Minningargrein um Val Harðarson, birt í Morgunblaðinu 5. nóvember 2018.

26

fyrirmynd til framtíðar að þessu leyti, eins og í svo mörgu öðru. Valur var ástríðumaður í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði áhuga á mörgu og sökkti sér í áhugamálin þegar þau knúðu dyra, hvort sem það var ljósmyndun, mótorhjól og bílar eða veiðimennska. En mestu ástríðuna hafði hann þó fyrir vinnunni sinni og fyrirtækinu sínu. Starfið var lífið. Valur mætti á árshátíðina í Stokkhólmi um daginn á sínum forsendum, með sama hætti og hann lifði lífinu. Valur var aldrei veikur, hann var bara með krabbamein og hann ætlaði að sigrast á því. Ákveðinn og æðrulaus gekk Valur til vinnu sinnar fram á síðasta dag. Aðeins örfáum klukkustundum fyrir andlát sitt sendi hann frá sér sitt síðasta tilboð. Við kveðjum nú traustan félaga og vottum Þurý, stelpunum hans og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Johan Rönning hf., Bogi Þór Siguroddsson, Haraldur Líndal Pétursson.


A F M Æ L I S R I T

27


Mér líður vel í þessari sóknar-­ hugsun Finnur Rósenbergsson, viðskiptastjóri, byrjaði sem starfs­ maður á lager fyrir meira en þrjátíu árum og hefur skýra sýn á grunngildi fyrirtækisins. „Áður en ég byrjaði hjá Rönning hafði ég lengst af verið sjómaður,“ segir Finnur Rósenbergsson sem hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan í febrúar 1991. Finnur er fæddur árið 1963 og uppalinn í Reykjavík. Aðspurður um hvað varð til þess að hann ákvað að leggja fyrir sig sjó­ mennskuna segir hann að þetta hafi bara verið eitthvað sem honum datt í hug. „Þetta var skyndihugdetta sem ég fékk þegar ég var að labba Öldugötuna og rak augun í fyrirtæki sem hét Nesskip og var með húsnæði þarna vestur frá. Rambaði þar inn og þeir voru snöggir að gera við mig samning og viku síðar var ég kominn til Kanada, þannig að þetta gerðist hratt.“

28

Eftir tíu ár til sjós fannst Finni að komið væri að því að gera eitthvað annað í lífinu. „Það var önnur tilviljun sem leiddi mig áfram þegar þar var komið. Það var ráðningarskrifstofa í Sundaborg, þar sem Rönning var þá til húsa, sem sá um ráðningar fyrir öll fyrirtækin í húsalengjunni. Ég vissi ekkert um Johan Rönning þegar ég rambaði þar inn en það sem hafði gerst tíu árum áður endurtók sig og hér er ég enn.“

Tökum aukaskref Finnur byrjaði sem lagerstarfsmaður hjá Johan Rönning og hann segist strax hafa kunnað ágætlega við starfið. „Það var nýbreytni að geta farið heim í lok dags en á þessum tíma var ég að verða fjölskyldumaður svo það var ansi gott að vera búinn klukkan fimm á daginn.“ Finnur segir að í framhaldinu hafi ferill hans þróast upp í gegnum lagerinn og þjónustudeildina. „Ég byrjaði á lagernum, sem við köllum þjónustudeild í dag, en þegar ég kom hingað voru starfsmennirnir ekki margir svo það þurfti að sinna fjölbreyttum verkefnum. Við


A F M Æ L I S R I T

vorum lengst af fjórir í þessari deild sem sáum um að taka til pantanir, afgreiða þær og taka á móti vörum sem komu til landsins með öllu sem því fylgir. Gæta þess að tryggja flæðið inn og út úr húsi og þar kom ágætlega að notum mín reynsla og þekking úr flutningageiranum þar sem ég þekkti alla ferla. Ekkert af þessu var nýtt fyrir mér, en ég var á öðrum stað í keðjunni en áður.“ Á komandi árum efldist Finnur innan fyrirtækisins og hann segist halda að það sé eitthvað sem gerist við það að leggja sig fram. „Ef maður tekur þessi aukaskref sem þarf til að ná árangri frá degi til dags þá gengur þetta vel. Ég er á því að þeir sem tileinka sér það vegni yfirleitt ágætlega og hef upplifað það þannig í þessu fyrirtæki. Hjá Rönning leggjum við okkur fram og viljum standa okkur betur í dag en í gær. Við erum þjónustufyrirtæki með það markmið að veita okkar viðskiptavinum frábæra þjónustu og ef þeim á að vegna vel þurfum við að fara þessi aukaskref til þess að allt gangi upp.“

Finnur Rósenbergsson og Valur Harðarson

Fyrirmyndar breytingar Finnur bendir á að grunnhugsunin á starfsemi fyrirtækisins hafi breyst á undanförnum áratugum. „Í dag er sýn bæði stjórnenda og almennra starfsmanna sú að Johan Rönning sé fyrst og fremst þjónustufyrirtæki. En ég man líka vel þann tíma þegar Jón Magnússon var hér forstjóri og það var gott að vinna með honum. Hann var heilsteyptur og góður maður en í mínum huga var hann meiri heildsölumaður en núverandi eigendur sem hugsa þetta meira út frá þjónustu. Í þessu er fólgin ákveðin kynslóðabreyting á milli eigenda og stjórnenda sem verður vegna þess að heimurinn breytist og manneskjurnar með. Í mínum huga er það til fyrir­ myndar hvernig núverandi eigendur hafa tekið við Johan Rönning og gert fyrirtækið að því sem það er í dag. Breytt Rönning úr því að vera hefðbundið heildsölufyrirtæki yfir í það að vera leiðandi þjónustu­ fyrirtæki á íslenskum markaði.“ Finnur segir að þegar nýir eig­ endur tóku við hafi hann enn starfað

innan þjónustudeildarinnar. „Mitt starf var að vera í forsvari fyrir þjón­ ustu­ deildina og sinna bak­ vöktum. Ef það komu upp áríðandi verkefni, vegna bilana eða annars, þá var ég á bakvakt. Það kom eitthvað upp í hverri viku og þá stökk ég til. Það voru ekki til gemsar fyrstu árin sem ég var í þessu svo það var bara hringt heim til þess að hafa uppi á mér. Það var svo mitt að útvega það sem vantaði, hvort sem það var strengur eða eitthvað annað.“

Áskoranir morgundagsins Það er algengt að Íslendingar skipti reglulega um vinnustað en Finnur segir að það sem hafi haldið honum í starfi innan sama fyrirtækis sé fyrst og síðast tækifæri til þróunar. „Það eru góð fyrirtæki sem geta leyft starfsfólki að bæta við sig menntun, þróast og takast á við ný verkefni. Það er grunngildi hjá Johan Rönning að fólk geti sannað sig í starfi og tekið við áskorunum morgundagsins, á nýjum vettvangi.“ Finnur bendir á að sú menntun sem hann hafi sótt sér eftir að hann hóf störf hjá fyrirtækinu hafi átt sinn þátt í að hann hefur tekið við sér­ hæfðu starfi. „Eitt af því sem ég hef verið að sinna hvað mest undanfar­ inn áratug er Alcoa Fjarðarál, en ég sé um rekstrarvarahluti fyrir þá tengda rafbúnaði. Ég er með aðstöðu hjá þeim á Reyðarfirði og fer til þeirra reglulega en á fyrstu árum verksmiðjunnar var ég hjá þeim tvo daga í viku. Þá las ég í gegnum varahlutalista verksmiðjunnar og skilgreindi þeirra rekstrarvarahluti. Þetta er mjög sérhæfður búnaður sem er sjaldnast hilluvara á Íslandi.

29


Það þarf að fylgjast vel með þessu og gæta þess að allt sé í góðu lagi svo að það komi aldrei til þess að keðjan rofni.“ Aðspurður um hvort að það sé ekki frekar sérstakt að vera með aðstöðu hjá viðskiptavininum og dvelja þar reglulega bendir Finnur á að það sé einmitt í anda þess sem Rönning vill standa fyrir. „Þetta er ágætt dæmi um það hvernig við veitum virðisaukandi þjónustu með því að fara þessi aukaskref.“

Öll störf hafa tilgang Finnur segir að áður en Johan Rönning var selt hafi verið búið að ráða inn tæknimann sem var yfir þjón­ustu­deild­ inni. „En þegar Bogi og Linda kaupa ráða þau Harald Líndal Pétursson inn til þess að vera yfir þjón­ ustu­ deildinni. Þannig að núverandi forstjóri fyrir­tækisins byrjaði sem yfirmaður þjónustu­deild­ar­innar.“

30

Honum finnst þessi nálgun vera til fyrirmyndar. „Það er svo mikilvægt að stjórnendur hafi skilning á því sem starfsfólkið er að fást við frá degi til dags. Það styrkir þetta hryggjarstykki að við erum þjónustufyrirtæki sem hugsar alltaf um hvað við getum gert betur á morgun en það sem við gerðum í dag. Johan Rönning er búið að vaxa frá því að vera heildsölufyrirtæki yfir í að vera öflugt og vaxandi þjónustufyrirtæki sem finnur sífellt nýjar áskoranir. Mér líður vel í þessari sóknarhugsun og hún er það sem gerir starfið skemmtilegt. Í mínum huga er Rönning-andinn sá að það er ekkert starf innan fyrirtækisins sem er merkilegra en annað og við verðum öll að sýna hvert öðru virðingu. Öll störf hafa tilgang og ef við missum okkur í það að horfa á eitt starf sem mikilvægara en annað þá rofnar keðjan og við hættum að vera þjónustufyrirtæki. Þá erum við orðin eitthvað annað en það sem við viljum vera.“


A F M Æ L I S R I T

Afköstin margföld í dag á við það sem áður var

Guðni Þór Ingvarsson byrjaði að vinna sem sölumaður hjá Johan Rönning árið 1978. Hann segir að hraðinn hafi margfaldast með aukinni tækni og vöruframboði. Rafiðnfræðingurinn Guðni Þór Ingvarsson hefur átt langan og farsælan starfsferil hjá Johan Rönning. Hann fór ungur á samning, árið 1975, hjá Þóri Lárussyni rafvirkjameistara og lauk sveinsprófi sem rafvirki þremur árum síðar. „Stuttu eftir að ég lauk sveinsprófi byrjaði ég hjá Johan Rönning sem sölumaður á rafbúnaði og var þá hér í ein sex ár, ef ég man rétt, en eftir það fór ég að vinna í faginu. Ég starfaði sem rafvirki næstu tólf árin en á þeim tíma tek ég bæði iðnfræðina og stúdentspróf sem ég tók í kvöldskóla eins og var mikið gert á þeim tíma. Ég fer svo aftur til Johan Rönning 1997 sem sölumaður. Það

hjálpar mér að muna þetta að dóttir mín var að koma í heiminn þegar ég var að snúa aftur í sölumennskuna hjá Rönning.“

Mikilvæg reynsla og sérhæfing Nánast allir sölumenn hjá Johan Rönning vinna út frá sérhæfingu og Guðni Þór segir að hann sé engin undan­ tekning frá því. „Við sérhæfum okkur flest að einhverju leyti. Sjálfur hef ég mest verið í mótorum, hraða­stýr­ ingum og stýribúnaði. Fyrir þá sem ekki þekkja til má benda á að allar veitur eru að nota hraðastýr­ingar, þau eru í öllum stærri loftræstikerfum og svo er verið að nota rafmótora meira og minna allsstaðar í samfélag­inu með einum eða öðrum hætti. Sérhæfingin er sífellt að aukast og þá sérstaklega í hraðastýringunum.“ Aðspurður um mikilvægi menntunar og reynslu sem tengist vörunni, segir Guðni Þór að það sé vissu­ lega mikilvægt. „Við þurfum að geta rætt um öll þau fjölbreyttu vandamál og áskoranir sem viðskiptavinirnir

31


standa frammi fyrir. Ég hef þannig notið þess að hafa starfað í Nesja­ vallavirkjun í eitt ár, verið eitt ár hjá Álfélaginu í Straums­ vík og í loka byggingarferlinu á Borgar­leikhúsinu þegar verið var að keyra það í stand og setja upp kerfin. Maður lærði mikið af því að vinna í þessum stærri verkum. Þarna fékk ég reynslu og þekkingu sem hefur nýst mér ákaflega vel í störfum mínum hér fyrir Johan Rönning.“

Traustið alltaf til staðar Það er langt um liðið síðan Guðni Þór hóf fyrst störf sem sölumaður hjá Johan Rönning árið 1978. Þegar hann er spurður hvernig honum hafi litist á þetta sínum tíma getur hann ekki annað en brosað við tilhugsunina. „Mér fannst allt í lagi að vera kominn í þetta starf svona fyrstu vikuna til tíu dagana en eftir það fór ég að hugsa andskotinn, ég nenni varla að hanga yfir þessu. Til­ hugs­un­in um að vera alltaf á sama stóð þótti mér erfið, eftir að hafa verið búinn að vera úti um hvipp­

inn og hvappinn að vinna allan þann tíma sem ég var á samningi. Fljót­ lega fór mér þó að líka mjög vel, enda sölu­mennskan að mörgu leyti afskap­lega gefandi starf, þó að það sé stundum erfitt. Hér áður var allt mun formlegra. Jón var þessi klassíski forstjóri í jakkafötum og með bindi og þannig var það líka þegar það komu sölu­ menn að utan sem þurftu að fara út á land. Þeir voru formlega klæddir þótt þeir væru kannski alveg að krókna í íslenska vetrinum. Í dag er þetta allt saman slakara og afslappaðra. Hins vegar er gaman að segja frá því að stemningin á milli sölumann­ anna og fólksins hefur lítið breyst. Það var góður kjarni af sölumönn­ um sem fylgdu þessu fyrirtæki mjög lengi og alltaf virkilega góður andi þeirra á milli. Þetta hafði mikil áhrif á að ég ákvað að koma hingað aftur eftir að hafa sótt mér meiri menntun og vinna sem rafvirki í meira en áratug. Það var alltaf gaman að koma í vinnuna og stundum skemmtu menn sér saman um helgar og tóku aðeins á því, eins og sagt er. Oft fór­ um við út að borða með við­skipta­ vini og það hefur allt verið mjög frjáls­legt af hálfu fyrirtækis­ins þar sem mönn­um er treyst fyrir því að vera í senn skemmtilegir og ábyrgir. Hjá Rönning er okkur treyst fyrir þeim verk­efnum sem okkur er falið og það finnst mér frábært.“

Himinn og haf á milli Guði Þór bendir á að sölumanns­ starfið hafi breyst mikið á síðustu árum og áratugum. „Það er gríðarlegt stökk á milli þess sem er í

32

dag og áður fyrr þegar ég var að byrja og sat við síma, með blað og blýant. Fljótlega kom að því að tekið var upp IBM 36 tölvukerfið sem allir voru með á sínum tíma. Seinna kom svo þessi on-line vinna þar sem maður skráði inn í kerfið og varan skráðist út úr birgðahaldi og öðru slíku í samræmi við það og svo framvegis. En eftir að boltinn fór að rúlla tæknilega hefur verið keyrt hraðar með betri tölvukerfum. Eftir því sem tölvubúnaðinum hefur fleygt fram hefur hraðinn og kröfurnar aukist. Á sama tíma er maður að afkasta margfalt meira í dag en áður fyrr.“ Guðni Þór segir að til viðbótar við hraðann séu vörur birgjans orðnar mun fjölbreyttari og flóknari. „Auk þess erum við líka að fást við ýmis konar sérkröfur og jafnvel bilanir sem þarf að leysa í samstarfi við birgja að utan og fá ráðleggingar frá þeim. Þannig að með meiri tækni­ nýjungum hefur flækjustigið aukist gríðarlega og starfið orðið flóknara en það var þegar ég var að byrja. Það er himinn og haf á milli. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa sér­ hæfða sölumenn í öllu því þannig eru mestar líkur á að allt gangi vel og snurðu­laust fyrir sig. Það er best þannig fyrir bæði okkur og við­ skipta­vinina.“

Andinn fylgdi í kaupunum Guðni Þór leggur áherslu á að þrátt fyrir bæði vaxandi hraða og álag hafi fyrirtækið alltaf staðið vel með sínu starfsfólki. „Það er engum refsað stíft þó að einhver lendi í hremm­ ing­um. Þó að maður hafi kannski skandalíserað í einhverju við til­boðs­


A F M Æ L I S R I T

gerð og verið langt undir réttu verði, þá fær maður alltaf möguleikann á að klára málið. Þetta er eins og Haraldur sagði eitt sinn við mig: „Við erum að vinna hratt og það gera allir mistök, hafðu ekki áhyggjur af því. Við lærum af mistökunum.“ Við erum líka oft að vinna hraðar en aðrir og það hefur löngum verið þannig hjá okkur.“ Guðni Þór hefur á orði að góður andi hafi löngum fylgt starfinu hjá Rönning og að það hafi verið haldið í hann þegar Bogi og Linda keyptu félagið. Kaupunum hafi samt auðvitað fylgt breytingar á sínum tíma. „Engu að síður gætti Bogi þess vel að láta þetta rúlla allt saman lipurlega. Hann lagði áherslu á að hann vildi halda Rönning-andanum, enda fygdi hann með í kaupunum ef svo má segja.“ Aðspurður um hver þessi víðfrægi Rönning-andi sé í raun og veru segir Guðni Þór að fyrir honum snúist það fyrst og fremst um starfsfólkið. „Hér gefa menn sig mikið í vinn­una en hafa á sama tíma gaman að henni. Það er stór hluti af sölumennsk­unni að njóta hennar og þykja skemmti­ legt að hitta viðskiptavini. Við erum að stórum hluta alltaf að eiga við­ skipti við sömu viðskiptavinina, hvort sem það eru rafverktakar eða fólk hjá veitunum og þetta er fólk sem þekk­ist því fagið er ekki svo stórt, það er reyndar minna en margan grunar. Fyrir vikið þekkjast ein­stak­ling­arnir sem eiga í þessum við­ skipt­ um og það myndast með þeim kunnings­ skapur og vinátta sem við höfum alltaf lagt áherslu á að rækta. Það gerir að verkum að þetta er skemmtileg sölumennska og

Guðni Þór Ingvarsson

það hefur verið haldið vel utan um þetta eftir að Bogi og Linda keyptu fyrirtækið.“

Allt þetta góða fólk Þrátt fyrir að það hafi tekið Guðna Þór sinn tíma að venjast því að vera á sama stað í vinnunni, fylgja starfinu engu að síður ferðalög. Hann segir að sölumenn hafi löngum haft ákveðin landsvæði á sinni könnu. „Vissulega hafa útibúin dregið úr því að við hérna í Reykjavík séum að fara út á land en samt sem áður eru enn svæði sem þarf að sinna vel. Við tökum reglulega söluferðir út á land og ég hef reyndar þjónustað Snæfellsnesið í kringum tuttugu ár. Ég fer alltaf í vorferð þangað þar sem ég mæti á svæðið, heilsa upp á viðskiptavini og fæ að sjá hvað menn eru að gera. Eðlilega hafa menn gaman af því að sýna hvað þeir eru að gera og þá er auðvitað mikið atriði að koma á staðinn, skoða verk og aðstæður og sýna því áhuga.“ Guðni bendir á að það sé mikil­ vægt að þekkja viðskiptavininn persónu­lega og þær aðstæður sem

hann er að takast á við hverju sinni. „Þetta á ekki síst við úti á landi þar sem eru oft lítil fyrirtæki að vinna að erfið­um verkefnum. Þá er mikilvægt að koma og sjá hvað þeir eru að fást við, því þannig er mun líklegra að ég geti þjón­ustað þá vel. Það er reyndar aðdáunar­ vert hvernig þessir örfáu rafvirkjar sem eru á Snæfellsnesi ná að halda svæðinu gangandi. Það er allt þetta opinbera, ferðaiðnaður­ inn, sjávar­ útvegurinn, heimilin og þannig mætti áfram telja.“ Guðni Þór hefur á orði að þessi mannlegu samskipti séu í raun kjarni þess sem er honum hvað eftir­ minnilegast á löngum starfsferli hjá Johan Rönning. Fólkið sem hann hefur kynnst innan fyrirtækisins sem utan. „Við samstarfsfólkið höf­ um farið saman til útlanda, sér­stak­ lega áður en fyrirtækið varð svona stórt og átt ótal góðar sam­ veru­ stundir innan vinnu sem utan. Og svo eru það allir birgjarnir og við­ skipta­vinirnir sem ég hef kynnst. Það er það sem stendur mest upp úr hjá mér. Allt þetta góða fólk sem ég hef kynnst í gegnum árin.“

33


Þau skilja fólk og bera fyrir því virðingu Birna Gunnarsdóttir hafði viðurnefnið mamma á farsælum ferli við ýmis störf hjá Johan Rönning þar sem henni fannst gott að vera til staðar fyrir samstarfsfólkið. „Ég byrjaði hér í september 1987 en í þá daga mátti ekki byrja í nýju starfi á mánudegi þar sem það var talið boða ógæfu,“ segir Birna Gunnarsdóttir sem átti farsælan feril hjá Johan Rönning. Þar sinnti hún ræstingu, eldhúsverkum, áfyllingu í verslun og fleiri störfum í ein þrjátíu og þrjú ár. Þegar Birna kom til starfa var fyrirtækið í einu húsabili úti í enda á Sundaborginni. „Þarna var ég með pínulítið eldhús og eitt af því sem ég sá um var að fara alltaf í bakarí á morgnana til þess að kaupa eitthvað til þess að eiga með kaffinu. Mér var strax gert ljóst að ég yrði að kaupa smjörköku á hverjum degi,“ segir Birna, brosir við tilhugsunina og bætir því við að slíkt bakkelsi sjáist nú ekki lengur. 34

Hætti í þrjá mánuði Þegar Birna byrjaði hjá Rönning var hún í hlutastarfi. Mætti klukkan átta, og hafði þá komið við í bakaríi og sá svo um kaffið en hætti svo klukkan hálf ellefu. „Þá fór ég til vinnu í hannyrðaversluninni Erlu, þaðan í fjármálaráðuneytið þar sem ég sá um að skúra og loks aftur í Rönning á kvöldin til þess að sinna ræstingum. Þetta voru langir dagar og mikil vinna. En það var alveg sérstaklega gott að vinna hjá Jóni sem var forstjóri á þessum tíma enda var hann hlýr og viðkunnanlegur.“ Eftir nokkur ár í starfi ákvað Birna að hætta. „Ég lét verða af því um áramót og það kom kona í minn stað sem varð fyrir því óláni að lenda í árekstri og meiðast. Þannig að ég var komin aftur í mars og svo alkomin í maí. Þá tók Jón mig á teppið og sagði „Birna, þú ferð ekki héðan, þú verður hér hjá mér.“ Það var reyndar ekki óalgengt að þeir sem hættu sneru aftur til starfa hjá Rönning fyrr en síðar. Guðmundur Ólafsson var yfirmaður á þessum tíma og hann var líka alveg frábær og flestir áttuðu sig fljótt á því að þetta var góður vinnustaður.“


A F M Æ L I S R I T

Þegar Birna sneri aftur til Rönning hætti hún að þrífa í ráðuneytinu. Seinna þegar Haraldur tók við sem fram­ kvæmda­ stjóri ákvað hún að ræða við hann og segja honum að hún væri að gefast upp á ræsting­ un­um, enda mikið álag á líkamann í slíkri vinnu. „Hann brást skjótt við og eftir það var ég í fullu starfi, bæði að sjá um eldhúsið og fylla á í verslun­inni. Þetta var áður en við flutt­um í Sindra-húsið.“

Gott að vera til staðar Birna sá um eldhúsið og oft er þar að finna hjartað á vinnustaðnum. Hún segir að það hafi vissulega verið þannig og hún hafi reyndar fengið viðurnefnið mamma sem henni þyki vænt um. „Fyrstu árin vorum við reyndar ekki komin með mat en það var hægt að fá sér súpu eða eitthvað slíkt, auk bakkelsis og ég gætti þess að það væri alltaf eitthvað til í ísskápnum. Það var ekki fyrr en við komum í Sindra-húsið sem komið var fullkomið eldhús og ég var þar góðri matráðskonu til aðstoðar, auk þess að sjá um að fylla á í búðinni. Birna segir að það hafi verið margþætt að vera mamman í fyrir­ tækinu. „Fólk leitaði oft til mín í trúnaði með ýmislegt sem á bjátaði og þá var og er mikilvægt að virða þann trúnað. Það er gott að geta veitt fólki það að vera til staðar. Sjálf er ég alin upp við hreinskilni innan fjölskyldna og mikilvægi samheldni og eflaust bjó ég að því þegar fólk fór að leita til mín á sínum tíma.“ Birna segir að þegar tekin hafi verið ákvörðun um að opna fyrir­ tækið fyrr á morgnana hafi hún

ákveðið að vera enn fyrr á ferðinni. „Ég var alltaf mætt hálftíma fyrr og sá til þess að þegar fólkið kæmi væri kaffi á könnunni og einhver til staðar. Sérstaklega minnist ég Þóris okkar, en hann er nú farinn blessaður, en honum fannst alltaf gott að mæta snemma og við höfðum oft gaman yfir fyrsta kaffibolla dagsins. Það voru fleiri sem fóru að sækja í að mæta snemma vegna þess að það er svo notalegt að byrja daginn brosandi yfir rjúkandi kaffibolla og eiga góða morgunstund. Það er í raun alveg merkilegt hvað hér hefur alltaf tekist vel til við að ráða inn gott fólk sem hefur passað vel inn í hópinn. Það er í mínum huga alveg sérstakt, enda hefur það löngum verið fátítt að fólk hætti hjá fyrirtækinu.“

Samheldni og gleði Birna hefur á orði að félagslífið innan fyrirtækisins hafi alla tíð verið bæði mikið og skemmtilegt. „Ég var ekki búin að vinna hér nema í tæpan mánuð þegar boðið var í partý heima hjá starfsmanni og mér var gert ljóst að það væri skyldumæting. Þannig að

ég fann að þarna var mannskapurinn einstaklega samheldinn. Fólk lét sér líka annt hvert um annað og það var alltaf þannig að ef einhver okkar átti í einhverjum erfiðleikum var tekið utan um viðkomandi. Við stóðum alltaf saman og fyrir vikið vorum við eins og ein fjölskylda. Það er ótrúlega dýrmætt.“ Birna rifjar upp með blik í auga að það hafi líka verið sitthvað skemmti­ legt brallað í þessari fjöl­skyldu. „Ég sá alltaf um að fara í búð til þess að kaupa inn fyrir eldhúsið og til þess að notaði ég lítinn Caddy sendibíl sem við höfðum til umráða. Í eitt skiptið kem ég klyfjuð með poka út úr Bónus, opna skottið og sé að það liggur hundaskítur á miðju skottgólfinu. Ég var nú fljót að skella skottinu, troða öllum pokunum í framsætið og bruna í vinnuna þar sem ég storma alveg brjáluð inn á gólf til þess að láta strák­ana heyra það. Mér var svo allri lokið þegar þeir gjörsamlega veltust um af hlátri, enda var þetta bara plastskítur sem þeir höfðu komið fyrir þarna til þess að hrella mig sér til góðlátlegrar skemmtunar, enda hafði ég bara gaman af þessu eftir á.

35


Það var líka kraftur í starfs­ manna­ félaginu og við gerðum margt skemmti­legt saman. Söfnuðum fé til þess að fara til útlanda og ferðirnar héldu áfram eftir eigenda­ skiptin. Við höfum því farið saman í ófáar og ógleym­an­ legar reisur.“

Tómlegt þegar þau fóru Birna rifjar upp að þegar fyrirtækið var selt og þau Bogi og Linda tóku við hafi óvissan sett smá skrekk í mannskapinn. „Þegar Bogi tók við fór hann þá leið að gefa sér tíma til þess að setjast niður með hverjum einasta starfsmanni, ræða um starfið, fyrirtækið og framtíðina og mér finnst að þetta hafi verið afskaplega vel gert hjá honum.“ Birna hefur á orði að það hafi verið einstaklega ánægjulegt að vinna fyrir Boga og Lindu, ekki síst þar

sem hún líti svo á að þau skilji fólk og beri virðingu fyrir því. „Þau vissu að hvert og eitt okkar var á ólíkum stað í lífinu svo áður en við fórum í ferðir erlendis var alltaf lagður inn á okkur peningur. Þau skildu að það væri ekkert gaman að vera auralaus í útlöndum og vildu vera viss um að við gætum öll notið ferðarinnar. Þetta finnst mér vera til fyrirmyndar.“ Það leynir sér ekki að Birnu er hlýtt til þeirra Lindu og Boga. „Það var eiginlega mesta syndin þegar þau fóru héðan úr þessu húsi og þá fannst mér vera afskaplega tómlegt. Þau náðu að halda þessum sterka fjölskylduanda þar sem allir eru alltaf reiðubúnir til þess að gera það sem gera þarf.“ Birna segir að hún hafi hætt að vinna haustið 2020 eftir að hafa starfað hjá Johan Rönning í þrjátíu og þrjú ár. „Ég var búin að ákveða að ég ætlaði að hætta þegar ég væri orðin sjötug og stóð við það.“

HM í Frakklandi. JR stúkan í Klettagörðum, Englandsleikurinn.

Birna Gunnarsdóttir á góðri stund.

90 afmælisveisla Johan Rönning í september 2023.

36

Ásgeir Albertsson dreifir drykkjunum.


A F M Æ L I S R I T

Johan Rönning var yndislegur maður Þórir Lárusson er einn þeirra fjölmörgu sem lærði til rafvirkja hjá Johan Rönning og það varð að ævilangri vináttu. Þórir Lárusson fæddist á Ásvallagötunni vestur í bæ og er ÍR-ingur frá blautu barnsbeini. Félagsmálamaður og formaður ÍR í átta ár, auk þess að starfa innan Skíðasambandsins og stunda skíðaíþróttina af kappi í sjötíu ár. Í seinni tíð hafa Þórir og eiginkona hans, Þórunn Árnadóttir, snúið sér að golfinu, svo íþróttir og hreyfing eru enn stór hluti af þeirra lífi. Þórir er einn fjölmargra sem lærðu rafvirkjun hjá Johan Rönning á öldinni sem leið og hann segist aldrei hafa séð eftir að hafa valið þá leið í lífinu. „Frá því að ég var smástrákur var ég ákveðinn í því að verða rafvirki og þegar ég hafði aldur til þess að fara að læra fór pabbi, heilsaði upp á Rönning og hermdi upp á hann gömul

kynni við við afa. Þannig var að þegar Johan Rönning kom hingað til þess að setja upp rafstöðina í Elliðaánum þurfti hann reglulega að rukka afa minn um peninga, en hann var fyrsti gjaldkeri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og með þeim tókst ágætur vinskapur. Rönning tók föður mínum afskaplega vel og það var ekkert sjálfsagðara en að taka við stráknum.“

Gengið í hlutina Þórir starfaði sem rafvirkjameistari á löngum og farsælum ferli og hann segir að mikið hafi breyst í áranna rás. „Hugsaðu þér það að árið 1920 er tekin ákvörðun um að reisa Elliðaárvirkjun og danski kóngurinn setti hana í gang einu og hálfu ári síðar. Það var ekki verið að sóa tímanum á þessum árum í allskonar nefndir og vesen heldur bara gengið í hlutina. Allt unnið með haka og skóflu. Á einu og hálfu ári var búið að stífla, leggja stokkinn, reisa húsin fyrir starfsemina og leggja rafmagn niður

37


í bæ. Þetta er svo vel heppnað að menn vilja ekki fórna þessu fyrir nokkurn hlut. Ég reyndar skil ekki í því af hverju verið er að leggja þetta af enda voru þetta fjögur megawött sem maður skildi ætla að mætti setja inn á netið. Ég vann þarna sem strákur á sumrin áður en ég fór að læra fagið, kynntist þessu ágætlega og hafði gaman af.“

Eðlileg þróun Þórir segir að þann tíma sem hann var við nám hjá Rönning hafi verkefnin verið afar fjölbreytt. „Þetta voru bæði heimili og fyrirtæki, allt góð verkefni þar sem hann var heilmikill frumkvöðull í þessum málum og eftirsóttur í samræmi við það. Þegar ég byrjaði hjá fyrirtækinu var það í Sænska frystihúsinu með verkstæði. Seinna byggði hann svo niður við höfn, þar sem Harpa stendur núna og þá var ég enn hjá Rönning. Ég var að læra hjá honum á árunum 1954 til 1958, tók sveinspróf þá um haustið og var hjá honum í eitt eða tvö ár til viðbótar.“ Þórir segir að það hafi verið afskaplega gott að vinna fyrir Johan Rönning. „Fyrirtækið var með að mig minnir um fjörutíu manns í vinnu og þar af voru um tíu lærling­ar, enda lang­stærsta fyrirtækið og alltaf nóg af verk­efnum. Þegar ég hóf nám var Johan Rönning hættur að vera með mann­skapnum á gólfinu eins og fyrstu árin en fyrirtækið var þó enn fyrst og fremst rafverktakafyrir­ tæki. Rönning var snemma kom­ inn með umboð í Noregi þar sem hann var fæddur og uppalinn og einnig Svíþjóð þar sem eru stór

38

Frá lagningu nýs rafkapals til Eyja.

framleiðslufyrir­ tæki á raflagnaefni. Það varð til þess að fyrirtækið þró­ aðist í þessa átt. Það má segja að þetta hafi verið eðlileg þróun að einhverju leyti þar sem heildsöluþátturinn í fyrirtækinu hafði löngum verið til staðar. Ágætt dæmi um það er að þegar LM Erics­ son setti upp símkerfi á Íslandi þá fór það allt í gegnum Rönning. Hann var því orðinn vel þekktur bæði hérna heima og erlendis í þessum geira.“

Míkrófilmur og rekstur Þórir segir frá því að fyrir tilstilli Johan Rönning hafi hann að loknu námi farið til Svíþjóðar til þess að kynna sér míkró­filmu­tæknina. „Hann sá til þess að ég fékk vinnu hjá sænska póst­inum og einnig fyrir­tæki sem sá um að flytja inn þessar vélar þar sem ég lærði á þessa tækni og hvernig mætti hagnýta sér hana. Þessi tækni var langt komin í Svíþjóð og mikið notuð. Eftir ársdvöl í Svíþjóð tók dvöl mín svo óvænta stefnu en ég endaði á því að vera í einn og hálfan

mánuð norður í Åre að æfa skíði. Að því loknu kom ég heim og reyndi að setja þetta míkrófilmudæmi í gang en það gekk aldrei hér. Ég var einn í þessu en þetta varð aldrei nema í skötulíki.“ Eftir að Þórir sneri aftur frá Sví­ þjóð og ljóst var að míkrófilmuævin­ týrið yrði ekki lengra sneri hann sér aftur að rafvirkjastarfinu. „Ég vann hjá Rafvélum á Hverfisgötu 50 allt þar til ég stofna mitt eigið fyrirtæki, Raf­ þór, árið 1968, þegar ég var orðinn rafvirkjameistari.“ Þórir segir að í sínum rekstri hafi hann alltaf átt í miklum viðskiptum við Rönning. „Eiginlega alltaf þegar því varð við komið. Ég var mest í nýbyggingum og lagði til dæmis í Veðurstofuna, Rafmagnsveituna við Ármúla og vann mikið fyrir Flug­ leiðir við ýmsar byggingar á þeirra vegum og fleiri stór verk. Þegar mest var þá voru um fimmtíu manns að vinna hjá Rafþór, en það var tilfallandi þegar ég tók að mér að leggja Hrauneyjarfosslínu. Þetta var eitthvað sem mig langaði til þess að


A F M Æ L I S R I T

prófa og mér fannst það skemmtilegt verkefni. Ég rak þetta fyrirtæki í fjörutíu ár, allt þar til ég seldi kollega mínum reksturinn og hætti að vinna.“

Flinkur veiðimaður Þórir segir að þrátt fyrir að hann hafi ekki starfað lengi fyrir Johan Rönning hafi þeir alla tíð haldið góðu sambandi. „Það kom þannig til að þegar ég var að læra hjá honum spyr hann mig einu sinni: „Thorir minn, ertu ekki til í að keyra nokkra kalla í veiði?“ Ég tók vel í það en vildi þó fá að vita hvernig bíl ég ætti að keyra? „Það er bara trukkur. Geturðu ekki keyrt trukk?“ Ég sagðist hafa leyfi til þess og tók þetta því að mér með bros á vör. Mig minnir að þetta hafi verið nokkrir menn sem áttu með honum fyrirtæki sem þá hét Íslenskir rafverktakar. Þetta var eiginlega upphafið að því að ég komst inn í Rönning-gengið sem þá var kallað. Þar voru nokkrir kallar sem fóru í Miðfjarðará á hverju sumri.

Ég gleymi því aldrei þegar ég fór með Johan Rönning fyrsta morguninn og við vorum saman á stöng og hann segir við mig: „Nu skal við se på åen,“ rétt um það leyti sem við stigum út úr bílnum og setjumst niður rétt við þar sem heitir Kistur og er í vesturánni. Þar situr hann í dágóða stund, er að setja saman stöngina og gera sig kláran, en þó mest að glápa á ána. Að endingu seilist hann inn á sig, nær í koníakspela, sýpur á og segir að nú sé kominn tími til að veiða. Og eftir að hafa setið svona lengi og horft á ána, stóð hann á fætur, gekk niður að bakkanum og var kominn með fisk eftir tvær mínútur. Hann gaf sér tíma, sá hvar fiskurinn lá og nældi svo í hann, enda flinkur veiðimaður. Þetta er mér sérstaklega minnisstætt.“ Þórir segir að eftir þetta hafi hann farið í margar góðar veiðiferðir með Johan Rönning. „Við urðum miklir vinir og þegar ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki kom hann í heimsókn til þess að hvetja mig áfram og vera mér innan handar ef á þyrfti að halda. Hann var yndislegur maður.“

39


Hér er gríðarleg þekking Jónas Vilhelm Magnússon metur mikils fyrirtækið sem hann hefur starfað fyrir megnið af sínum ferli. „Ég er fæddur 1958 og uppalinn á Njálsgötunni og fór þessa venjubundnu skólagöngu. Ákvað svo að skella mér í rafvirkjun í Iðnskólanum vegna þess að eiginmaður frænku minnar var rafvirki. Mér leist vel á starfið og sá þar framtíðina fyrir mér,“ segir Jónas V. Magnússon sem hefur verið starfsmaður Johan Rönning allt frá árinu 1987. „Það endaði með því að ég fór á samning hjá skólanum og tók sveinsprófið þaðan. Ég var svo á Selfossi í skamman tíma áður en ég skellti mér í Tækniskólann, lærði rafiðnfræði og bætti seinna við mig námi í iðnrekstrarfræði.“ Að loknu námi fór Jónas til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og náði að byrja á meðan stofnunin var enn til húsa í Tryggvagötu. „Sama ár fluttum við í húsið á Suðurlandsbrautinni og ég var þar í nokkur ár, en

40

kaup og kjör voru satt best að segja ekki upp á marga fiska. Þannig að ég sá að ef ég ætlaði að koma mér upp fjölskyldu þyrfti ég að horfa annað og fékk boð um að fara til heildsölufyrirtækis í rafbúnaði sambærilegu við Johan Rönning. Þar hins vegar hugnaðist mér engan veginn hvernig hlutirnir voru svo mér varð hugsað til Vals Harðarsonar. Hafði kynnst honum við opnun til­ boða hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar og ákvað að hafa samband við hann. Í framhaldi af því gekk ég hér inn og talaði við Guðmund Ólafsson, þáverandi fram­ kvæmdastjóra og óskaði eftir starfi. Það varð úr að ég var kallaður í viðtal við þrjá heiðursmenn, þá Guðmund, Óskar Jónsson og Kristinn Jóhannesson sem endaði þannig að ég var ráðinn til starfa og hef verið hér síðan.“

Allt í ruslið Jónas fór beint í tilboðsgerð og sölu auk þess að taka að sér umsjón með ákveðnum birgjum sem hann hefur verið með allt fram til dagsins í dag. „Það var reyndar allt miklu minna í sniðum en nóg að gera. Ég man að


A F M Æ L I S R I T

fyrsta skrifborðið mitt var afgangs eldhúsborð og stóllinn líka úr eldhúsinu. Þetta fylgdi mér í nokkra mánuði en mér varð ekki meint af,“ segir Jónas og hlær við minninguna. „Valur var í raun frumkvöðull í tilboðsgerð til rafverktaka líkt og við þekkjum hana í dag. Í Sundaborginni var hann með lítinn bás og þar leit ekki út fyrir að skipulagið væri mikið. Allt flóði af handskrifuðum pappírum þar sem hann var að gera tilboð í strengi, búnað og sitthvað fleira. Eitt sinn var hann búinn að vera handskrifa þetta í bækur sem hann hafði lagt frá sér ofan á ruslafötu, þegar kvöld eitt mætti þessi líka samviskusama kona til þess að gera hreint. Morguninn eftir var allt farið. Valur stökk til, hentist út og fór eftir gögnunum ofan í ruslatunnuna til þess að endurheimta alla vinnuna. Þetta var honum ekki að skapi og hver sem sá um að þrífa eftir þessa uppákomu gætti þess vandlega að vera ekkert mikið að eiga við þetta litla rými sem Valur hafði til umráða. Hann mátti sjálfur sjá um að taka til.“

Þreyttur sumarstarfsmaður Jónas rifjar upp að það hafi verið unnið á tveimur hæðum í Sunda­ borginni en eftir því sem fyrirtækið óx hafi húsnæðið einnig stækkað. „Valur og Kristinn Jóhannesson fengu skrifstofu á efri hæðinni og ég fór á neðri hæðina með Sigurði Óskarssyni sem var þá kominn aftur til Rönning. Þar höfðum við skrifstofur fyrir tilboðsgerðina og unnum náið og farsællega saman. Þarna var enn talsvert í tölvu­ væðinguna sem nú þekkist og fyrir vikið voru öll tilboð handskrifuð og

tekið við upplýsingum með borð­ símann á öxlinni. Siggi hélt sig svo við þetta fyrirkomulag lengi eftir að tölvan kom, enda engin ástæða til þess að víkja frá því sem virkar. Það var öllu verra með lagerstarf­ið þar sem notaðir voru stigar til þess að sækja það sem þurfti upp í hill­ urnar á rekkunum. Maður bara hljóp upp í stiga og var svo að burðast með þetta í fanginu niður þrepin sem var óneitanlega ekki mjög skynsam­legt. Sjálfum tókst mér að detta einu sinni úr nær þriggja metra hæð og fékk reyndar smá tak í skrokkinn en það var ekki verra en svo að ég hélt bara áfram að vinna. Þar með talið að halda áfram að hlaupa upp og niður stigann eftir þörfum,“ bætir Jónas við og hlær. Minningin kallar líka fram sögu um sumarstarfsmann en þeir voru skemmtilega misjafnir. „Þessi átti það til að vilja hvíla sig. Í eitt skiptið vorum við búnir að selja eitthvað sem ég man nú ekki hvað var, en man að það var í stórum plastsekkjum. Þetta var nokkuð fyrirferðarmikið og geymt uppi í þriðju röð svo það var ekki annað að gera en að sækja lyftarann til þess að draga fram brettið. Í þann mund sem átti að fara að lyfta þessu niður reis hins vegar

sumardrengurinn upp og bað menn vinsamlegast um að bíða aðeins. Hann hafði tekið upp á því að leggja sig þarna uppi og vildi fá að koma sér niður fyrst. Ég held að hann hafi bara verið þetta eina sumar blessaður.“

Einstakur maður Jónas segir að stærsta breytingin hafi svo orðið þegar Bogi og Linda keyptu fyrirtækið. „Það er mikil­vægt að hafa í huga að á þessum tíma var það í raun Valur sem var hjartað í fyrir­ tækinu. Hann kenndi okkur að vinna og leiddi okkur áfram. Á meðal þess sem hann kom á var að hafa ákveð­ inn klassa yfir tilboðunum sem fóru frá okkur. Við vorum kannski ekki alltaf ódýrastir en við vorum bestir í að setja hlutina fram með skýrum og skilmerkilegum hætti og gögnin voru töff. Ég naut þess mjög að vera með honum í tilboðsgerðinni ásamt Sigga Óskars og lærði gríðarlega mikið af því sem Valur innleiddi. Hann var í raun ákveðin fyrirmynd hjá okkur hinum. Hann varð okkur öllum mikill harmdauði þegar hann féll frá, langt fyrir aldur fram. Ein­ stakur maður sem var í senn töffari, ljúfmenni og leiðtogi. Ég á Vali það að þakka að ég er hér enn. Ég lenti í

41


brotsjó um tíma sem stóð lengur yfir og reyndist mér þyngri en ég hafði átt von á. Þann tíma stóð Valur með mér. Sá stuðningur varð til þess að þegar ég fékk boð annars staðar frá um vinnu, þar sem mér var lofað að bera meira úr býtum en ég hafði, ákvað ég samt að halda áfram hjá Johan Rönning. Ég valdi að halda tryggðinni og sé ekki eftir því.“

Einstaklega góð blanda Svo virðist sem margur starfs­maður­ inn hafi í gegnum tíðina tengst fyrir­ tækinu tilfinningaböndum. „Þegar ég svo kem í þetta litla sam­félag með öllu því góða fólki sem hér tók á móti mér var ég fljótur að átta mig á því að þetta var góður vinnu­staður. Hér var haldið utan um fólk, gert vel við það og við vorum öll ein heild. Þegar Bogi og Linda kaupa breytist ýmislegt. Ég man að Valur fór ásamt fleirum á fund með nýjum eigendum og þegar hann kom af þessum fundi segir hann: „Vá, þetta er bara nýtt lands­ lag. Þetta verður eitthvað.“ Málið er að þá var t.d. alltaf verið að selja strengi og slíkt beint að utan og þókn­un kom svo í framhaldi af því, en nú vildi Bogi að við færum hrein­ lega að lagerfæra þessar vörur. Þetta er bara eitt lítið dæmi um að það hvernig ferskir vindar komu með Boga sem hefur alltaf gert vel við sitt fólk. Á þessum tíma voru ein­ ing­arnar ekki svo stórar og heild­in náði vel saman. Auðvitað er erfiðara að halda utan um heildina eftir því sem fyrirtækið hefur stækkað en hér er enn gott að vera. Það er góður andi hér vegna þess að stjórnendur sjá til þess að hér líðst ekkert einelti

42

eða slík vitleysa og hér er hugsað um að skapa smærri einingar innan heildar­innar.“ Jónas leggur áherslu á að sá tími sem Bogi og Linda voru mikið innan fyrirtækisins skipti miklu máli í þessu samhengi. „Þau hafa verið og eru okkur afskaplega kær eftir að hafa deilt með okkur þessu rými í langan tíma. Bogi hefur náð ein­stak­ lega vel utan um þetta vegna þess að hann skynjar svo vel hvað þarf að vera til staðar. Hann er harður þegar á þarf að halda en á sama tíma með náungakærleikann að leiðarljósi. Þetta er einstaklega góð blanda.“

Aldrei leiðst Jónas segir að núverandi húsnæði í Klettagörðum hafi reyndar lengi vel falið í sér miklar áskoranir upp á stemn­inguna í fyrirtækinu. Þegar kom að því að gera breytingar á þessu skall kóvid-veiran á samfélaginu af full­um þunga og framkvæmdin frest­aðist. „Þá var ekki annað til ráða en að reyna að hugsa í lausnum og fara eftir settum reglum. Það mátti til að mynda ekki vera sameiginlegt eldhús í langan tíma og það rými var því notað sem skrifstofa um hríð. Ég

var þar ásamt fjórum öðrum góðum starfsmönnum með aðstöðu, þetta var allt mjög sérstakt en skemmtilegt í minning­unni. Einhverjir völdu eða neyddust til að vinna heima en ég sóttist fljótlega eftir því að fá að vera á vinnustaðn­ um frekar en að vera heimavið. Vildi félags­skapinn, enda er hann góður. Eftir að kóvid lauk var farið í þær breyt­ingar á húsnæðinu sem þurfti og voru að­kallandi og í dag er þetta allt annað.“ Jónas tekur fram að í öll þessi ár sem hann hafi unnið hjá Johan Rönn­ ing hafi honum aldrei leiðst. „Hér er maður alltaf að læra eitthvað nýtt og það finnst mér frábært, auk þess að vinna með skemmtilegu fólki. Hér innanbúðar er gríðarleg þekking og að auki ríkir hér traust og virðing manna á milli. Það er auðvitað alveg ómetanlegt og algjör lykill að því að vera ánægður í starfi í öll þessi ár. Ég met þetta fyrirtæki mikils og þykir vænt um það, enda hefur mín starfsævi verið meira og minna hér. Og á meðan ég hef gaman af því að vera hérna er ég ekkert að íhuga að hætta, en þó kemur auðvitað að því einn góðan veðurdag.“

Johan Rönning í Sundaborg.


A F M Æ L I S R I T

Þetta hefur verið ævintýri upp á hvern einasta dag Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa, kom til starfa hjá Johan Rönning 2004 og það veitir honum mikla gleði að styðja við þá sem vilja vinna sig upp innan fyrirtækisins. „Ég er giftur, fjögurra barna faðir, fæddur á Klepps­ veginum en flutti til Garðabæjar sex ára. Húsvíkingur í móðurætt og varði sumrunum fyrir norðan. Þegar ég var kominn með aldur til átti ég að fara í bæjarvinnuna en harðneitaði þar sem mér fannst þetta allt vera letingjar og fyrir vikið var ég alinn upp í fjölskyldufyrirtæk­inu þar sem ég gekk í öll störf. Pabbi átti Japis sem var mjög öfl­ ugt á raftækjamarkaði, auk þess að gefa einnig út geisla­ diska undir aldamótin. Það heillaði mig að taka þátt í því að búa eitthvað til, byggja upp og skapa verðmæti. Pabbi seldi Japis 1998 og okkur sárnaði að sjá fyrirtækið fara í skrúfuna aðeins tveimur árum síðar.“

Haraldur segir að eftir stúdentspróf hafi leiðin legið í viðskiptafræði í HÍ en þar hafi hann ekki fundið sig. „Það voru níuhundruð manns í salnum og allir ætluðu að meika það í viðskiptafræði á þessum árum. Þannig að ég ákvað að fara frekar í Tækniskóla Íslands, sem sameinaðist seinna HR, þar sem ég tók fyrstu tvö árin í iðnrekstrarfræði og svo BS í alþjóða markaðsfræði. Þarna fann ég mig mjög vel. Eftir námið fór ég að vinna í ferðaþjónustu fyrir norðan í tvö ár en eftir að við fluttum aftur suður réði ég mig strax í vinnu. Engu að síður var ég að líta í kringum mig sem varð til þess að faðir minn sendi ferilskrá mína á Boga sem var þá nýbúinn að kaupa Johan Rönning. Í framhaldinu átti ég gott samtal við Boga sem fór þannig að ég var ráðinn til fyrirtækisins 1. september 2004, þrátt fyrir að vita ekkert um rafmagn.“

Breyttir ferlar og hugarfar Þegar Haraldur kom til starfa var honum falið að

43


endurskoða alla þjónustuferla innan fyrirtækisins og innleiða mikilvægi þjónustunnar í huga starfsfólks­ ins. „Á þessum tíma voru um þrjátíu manns að vinna hérna og fyrir­ tækið talsvert öðruvísi en það er í dag. Hugarfarið, afstaða starfsmanna gagn­vart viðskipavinum, fyrir hvað við áttum að standa, ferlin, skipulag, af­greiðsla á vörum og þannig mætti lengi telja. Ég fór að vinna í þessu öllu og mér eru minnisstæðir margir fundir sem ég átti með Boga á þess­ um tíma þar sem við náðum strax vel saman í ákveðinni framtíðarsýn.“ Þegar Haraldur er spurður frá hvaða upphafspunkti hann hafi unnið segir hann að það hafi verið áhugavert. „Ég var ráðinn í starf sem þá hét lagerstjóri en við breyttum því starfsheiti í þjónustustjóri sem gerði okkur kleift að fara í að endurskoða alla ferla. Ágætt dæmi um þetta er að þar sem við vorum á tveimur hæðum í Sundaborg, með sölumennina uppi en vörulager niðri, þurfti viðskiptavinurinn að fara á milli hæða. Fyrst upp til að ræða við sölumann og svo aftur niður á lager og þarna á milli var alls ekki nægilega góð tenging. Samskipti á milli hæða voru ekki nægilega góð og í raun þykkir múrar á milli deilda. Því var nauðsynlegt breyta bæði ferlinu og hugarfarinu. Að selja vöru er ferli frá því að þú pantar þar til að þú hefur vör­ una í höndunum og það verður að vera órjúfanlegt. Ef það á að ganga upp þurfa allir í fyrirtækinu að vera meðvitaðir um að enginn er yfir annan hafinn eða eitthvað starf merkilegra en annað. Okkar verkefni er að þjónusta viðskiptavini

44

okkar sem ein heild og upplifun viðskiptavinarins verður að vera jákvæð frá a til ö.“

Að breyta og bæta Haraldur hefur á orði að það hafi reynst dýrmætt hvað Bogi sé skýr í hugsun og komi hlutunum vel frá sér. „Hann útskýrir vel bæði hug­ myndirnar og hugmyndafræðina sem liggur að baki og hefur verið minn lærifaðir í því sem ég hef verið að gera í gegnum tíðina. Skilningurinn og traustið okkar á milli hefur líka vaxið ár frá ári og það er ómetanlegt í okkar samstarfi. Hann er starfandi stjórnarformaður og hefur verið það allan þennan tíma, auk þess sem við erum líka með Lindu og Úlfar í stjórninni og á milli okkar allra ríkir þetta traust og þessi sameiginlegi skilningur sem gerir okkur mögulegt að vinna jafn vel saman og ég vil meina að við höfum verið að gera. Kjarninn í þessu er að öll erum við að hugsa um viðskiptavininn vegna þess að það er okkar sameiginlegi skilningur að án hans séum við ekki neitt.“ Þróun fyrirtækisins eftir eig­ enda­skiptin var hröð og eftir aðeins nokkra mánuði kom upp sú hug­ mynd að setja á laggirnar sölustjóra á lág­ spennu. Haraldur tók starfið að sér sem fól í sér inn­ leið­ ingu út frá viðskipta- og markaðs­ legri nálgun. „Hugmyndin snerist um að bæta þjónustuna og efla ná­vígið við við­ skiptavinina. Valur heitinn Harðar­ son kom einnig talsvert að þessum pælingum og við byrjuð­ um á því að fara úr húsi, kynna vöru­ framboðið og fyrir hvað við

stöndum. Við hættum líka að úthýsa vöru­ afhendingu og réðum okkar eigin starfsmenn til þess að tryggja að bíl­stjórarnir gætu tekið við spurn­ ing­ um, komið skilaboðum á milli og hefðu hagsmuna að gæta. Við gætt­um þess líka vandlega þegar við vorum að þræða landið að heim­ sækja alltaf alla, stóra sem smáa verk­taka og höfðum í huga að það er ekkert til sem heitir slæm heimsókn. Ef við­­skipta­vinurinn skammar okkur felast í því dýrmæt skilaboð um hverju við þurfum að breyta og bæta. Þetta er eitthvað sem við gerum enn í dag og ég held að sé grunnurinn að því trausti sem við njótum. Hagsmunir okkar eru fólgnir í því að við­skiptavininum vegni vel og að hann sé ánægður.“

Samtal um framtíðina Haraldur segir að snemma hafi komið upp umræða um að efla tengsl­in við viðskiptavini. „Á þess­um tíma var oft verið að blanda saman vöru­ kynningum og veitingum en okkur langaði til þess að kynna vöru­ merkið Johan Rönning og það sem við viljum standa fyrir. Þannig að við fórum að bjóða fólki til okkar án þess að það lægi einhver sölu­mennska á bak við, heldur til þess að hittast og spjalla saman. Jólin 2005 ákváðum við að bjóða við­skiptavinunum í hangikjöt í há­ deg­inu í fyrsta sinn. Mig minnir að þá hafi komið til okkar á milli þrjá­tíu til fjörutíu manns í stand­andi boð. Í dag koma til okkar á annað þús­und viðskiptavinir á tveimur klukku­ stundum í hangikjötsboðið. Þetta er


A F M Æ L I S R I T

Árleg jólahangikjötsveisla í Klettagörðum árið 2023.

orðið að fallegum, kær­ leiksríkum við­burði þar sem menn fá líka tæki­ færi til þess að ræða árið sem er að líða, það sem er framundan og hvað þeim liggur á hjarta. Við viljum taka í höndina á hverjum og einum af okkar gestum. Hver einasti starfs­ maður leggur sitt af mörkum, hvort sem það er fólgið í því að setja diska á borð eða fylla á skál með græn­um baunum. Öll tökum við þátt og það gerir viðburðinn einstakan.“ Haraldur víkur aftur að fyrir­ tækja­ heimsóknunum vítt og breitt um landið. Hann segir að þær hafi veitt þeim ómetanlegar upplýsingar, fjöl­ mörg tækifæri og um leið ákveð­ ið forskot. „Gott dæmi um það er að við ákváðum að opna útibú utan höfuðborgarsvæðisins, vegna þess að við fundum að eftir­ spurnin var til staðar. Það var búið að opna á Akureyri en þar voru nokkuð sérstakar aðstæður og því þurftum við líka að innleiða þar okkar nálganir. Hugsunin var að færa þjónustuna eins nálægt viðskiptavinunum og mögulegt var,

vegna þess að það sparar þeim bæði tíma og peninga. Þegar kom að því að opna útibúin fundum við vel hversu góð ákvörðunin var vegna þess að án undantekninga sprengdum við allar söluáætlanir, hvort sem það var í tengslum við Kárahnjúkavirkjun, Alcoa á Reyðarfirði, Grundartanga eða verslanirnar á Selfossi, Akureyri og í Reykjanesbæ. Kjarninn í þessu er að viðskipta­ vinir okkar og endurgjöfin sem þeir gefa okkur er okkar mesta hvatning til þess að gera betur. Hvort sem um er að ræða vöruþróun, þjónustu, þjónustuvalkosti, fjölgun sölu­ ráð­ gjafa, þróun á vefsvæðum og þess háttar, er byggt á þessari endurgjöf í ákvarðanatökunni. Þannig var það í þau skipti sem við höfum flutt hér innanbæjar og með sama hætti er útibúið að Smiðjuvegi þrjú byggt á því hvernig okkar góðu viðskiptavinir sjá fyrir sér framtíðina.“

Rönning er fyrst og síðast þjónustu­ fyrirtæki, segir Haraldur. „Þjónusta er órjúfanlegur hluti af því sem við erum að gera í dag. Markmiðið er að upplifun viðskiptavina sé eins áreynslulítil og mögulegt er. Til þess þurfum við að taka skrefin fyrir þá og gæta þess að þeir geti einbeitt sér að því sem þeir gera best. Okkar hlutverk er að vera til staðar og styðja þá og styrkja með ráðum og dáð.“ Í þessu samhengi bendir Haraldur á að margir viðskiptavinir standi oft frammi fyrir stórum áskorunum; fjár­hagslegum, tæknilegum og jafn­ vel hugarfarslegum, þar sem spurn­ ing­in er að þora að láta vaða. „Þá höfum við oftar en ekki sest niður með þeim og boðið þeim aðstoð við að bjóða í verkefnin. Þetta á ekki síst við um verktaka úti á landi sem standa stundum frammi fyrir mun stærri verkum en þeir eru að fást við dags daglega. Aðstoðin getur falist í tækniþekkingu eða með því að deila okkar reynslu og þekkingu eða með því að nýta okkar fjárhagslega styrkleika, t.d. með lengdum greiðslufresti eða gera þeim mögulegt að tryggja sínar kröfur lengra inn í verkefnið. Þetta hefur hjálpað fjölmörgum viðskiptavinum okkar til þess að verða stærri og öflugri. Auðvitað eru það þeir sem leysa verkefnin, en það traust sem þeir hafa í okkar garð ýtti þeim af stað. Að sjá þessi fyrirtæki síðan vaxa og dafna veitir mér og mörgum okkar mikla ánægju í starfi.“

Breyttir viðskiptahættir Okkar hlutverk Allt er þetta hluti af því að Johan

Þetta sem Haraldur nefnir snýr eink­ um að rafvertökum sem vekur upp

45


spurningu um hvernig fyrir­ tækið hafi nálgast veituþáttinn? „Það má kannski segja að þar sé byggt á hug­ myndafræði Boga og Vals. Til að mynda erum við að selja svokallaða Samorkustrengi en hérna áður fyrr var þetta útboðsskylt og svo pöntuðu veiturnar kílómetra eftir þörfum. Það kom beint frá Svíþjóð og menn þurftu að flytja inn sjálfir, tolla, tryggja og annað umstang. Í útboði árið 2005 fékk Bogi þá hugmynd að bjóða vöruna frekar beint úr vöruhúsi okkar. Þetta vakti gríðarlega athygli hjá veitufyrirtækjunum sem höfðu lent í miklum vandræðum við afhendingar með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn.“ Til þess að geta boðið í strengina með þessum hætti var Haraldur sendur á námskeið hjá fram­ leið­ endunum, Ericsson í Svíþjóð. „Ég var sendur á námskeið til þess að læra að meðhöndla, selja og þjónusta þessa vöru. Það var mikið um tjón á þessum árum og eitt kefli gat kostað á við einn Toyota Yaris en maðurinn á gafallyftaranum í Helsingborg var ekkert að velta því fyrir sér og það gat haft afleiðingar. Markmiðið

46

var því ekki síst að tryggja gæði vörunnar frá framleiðanda og alla leið til okkar. Fyrsta útboðið með þessari nýju nálgun var í raun upphafið að breytt­um viðskiptaháttum við veitu­ fyrir­ tækin. Samhliða hófum við reglu­leg samtöl og fundi með Sam­ orku, samtökum orku- og veitu­ fyrir­tækjanna, en þar sitja allir inn­ kaupa­stjórarnir. Með þessu samtali var markmiðið alltaf að spyrja og hlusta eftir svari við því hvernig við gætum gert þeirra störf einfaldari og tryggt að þau yrðu áreynsluminni og árangurs­ríkari.“ Haraldur segir að Johan Rönning hafi fengið þennan samning árið 2005 en að hann hafi líka þróast síðan. „Við höfum fengið þetta reglulega í útboði síðan þá, síðast í fyrra, og markmiðið er alltaf að gera betur. Það gerum við með samtali og samstarfi.“

Að vaxa innan frá Haraldur segir að þessi nálgun hafi skapað sjálfstraust í fyrirtækinu og opnað á fjölmörg tækifæri. „Í

framhaldinu fórum við að nálgast iðnaðar- og sjávarútvegsfyrirtækin, gagnaverin og fleiri aðila með heimsóknum þar sem við hlustuðum eftir þeirra þörfum. Við hugsuðum líka mikið um hvernig við gætum nýtt okkar þekkingu og tengslanet til þess að stækka og efla fyrirtækið. Í því samhengi kom til að mynda upp hugmynd sem sneri að flug­ völl­um. Við vorum í reglulegu sam­ tali við innkaupastjóra sem voru að vinna hjá ISAVIA og innan­lands­flug­ völl­um sem voru að kaupa rafstrengi, töflur og annað slíkt. En á flugvöll­ um eru líka brautarljós, samskipta­ möstur, læsingar, aðgangshlið og fleira þess háttar sem við vorum ekki að sinna. Árið 2012 byrjaði góður maður, Ásgeir Albertsson vélvirki með þekkingu á þessu sviði, hérna hjá okkur þannig við ákváðum að fara á flugvallasýningu erlendis. Áður en við fórum kortlögðum við hverjir voru að fara frá Íslandi á þessa sýningu og það var ekki stór hópur en umsvifamikill. Þannig að við einbeittum okkur að virku samtali við þessa einstaklinga til þess að átta okkur á þeirra þörfum og væntingum. Það var eins og við manninn mælt að við komum heim með fulla ferðatösku af upplýsingum og nýrri þekkingu. Þegar svo kom að því að þessir aðilar fóru að sækjast eftir útboðum, sem fram að því höfðu verið ein­göngu hjá erlendum aðilum, sótt­umst við eftir að fá að gera tilboð, sjá um inn­ flutning, vörulager, tryggingar og allt sem þarf. Útkoman er að í dag er flugvallageirinn einn mikilvægasti þátturinn í okkar starfsemi. Í mínum huga er þetta fyrirmyndardæmi um


A F M Æ L I S R I T

það hvernig fyrirtæki getur vaxið innan frá en ekki einvörðungu með því að kaupa upp önnur fyrirtæki.“

Mjúkur á manninn en fastur á málefnið Þegar rætt er um innviði Johan Rönning víkur Haraldur aftur að þeim grunngildum sem snúast um að innan fyrirtækisins sé enginn öðrum merkilegri. „Vissulega ber starfsfólk mismun­ andi ábyrgð en þegar þú kemur inn í fyrirtækið sérðu að hér eru allir að róa í sömu átt. Þegar þú gengur hérna inn sérðu ekki einhvern gamal­dags mannamun vegna þess að við erum öll að vinna saman, deilum rými og borðum saman og hjá mér eru dyrnar alltaf opnar. Við erum öll saman í liði.“ Þegar Haraldur talar um Johan Rönning og grunngildi fyrirtækisins hljómar það í raun eins og hann sé að lýsa litlu fjölskyldufyrirtæki en ekki stórfyrirtæki. Það vekur upp spurninguna um hvaðan þessi hugmyndafræði sé komin? „Ég held að það hafi reyndar alltaf verið hér hjá Johan Rönning góð nálgun gagnvart starfsfólki. Með sama hætti voru skilaboðin hjá Boga og Lindu alltaf mjög sterk: Að vera mjúkur á manninn en fastur á málefnið. Þau hafa líka unnið samkvæmt því og alltaf tekið þátt í öllu hérna með okkur. Mætt á viðburði, verið í miklu samtali við starfsfólkið og svo framvegis. Enda voru þau hérna á gólfinu þar til þeim var hent út, vegna plássleysis. Það er dna-ið í þessu að eigendurnir eru ekki eitthvað fólk úti í bæ heldur hluti af heildinni og það gerir okkur kleift að halda í þennan

Johan Rönning að störfum.

fjölskyldukærleik. Það er gríðarlega dýrmætt.“ Haraldur segir að það séu líka ákveðnir þættir sem verði að gæta sérstaklega að í fyrirtæki sem hefur manngildin í öndvegi. „Við gætum þess til að mynda að hérna er alltaf mökum boðið með á skemmtanir, vegna þess að öll þurfum við á stuðningi að halda að heiman og við lítum svo á að við séum að tengja saman fjölskyldur. Við biðjum líka alla um að láta það ógert að kvarta í næsta mann á bakvið skilrúm, heldur koma með vandamálin til okkar svo við getum verið hluti af lausninni. Og við gætum þess að svara öllu sem kemur upp á. Stundum er svarið já en stundum nei og þá útskýrum við líka hvers vegna. Það sem hefur reynst mér far­sæl­ ast er að gefa mér tíma fyrir starfs­ fólkið og líta svo á að ég sé í vinnu fyrir þau. Að ég sé neðst í pýra­míd­ an­um og mín skylda sé að hafa tíma fyrir starfsfólkið til þess að geta stutt það þannig að það geti sinnt sinni vinnu vel. Þannig tryggj­ um við líka að viðskiptavinir okkar fái

eins góða þjónustu og upplifun og mögu­legt er.“

Njóta góðs af sterkri heild Út frá þessari hugsun um stoðkerfi við þjónustu er ekki úr vegi að biðja Harald um að útskýra hvað Fagkaup sé og hvernig það fyrirbæri sé hugsað? „Þetta er góð spurning vegna þess að það vita það í raun ekki svo margir og það teljum við merki um góðan árangur vegna þess að við viljum ekki að Fagkaup taki athygli frá okkar rekstrareining­um. Við erum með tíu rekstrarein­ingar og þær hafa allar ákveðið verð­ mæti gagn­vart sínum viðskiptavin­ um. Johan Rönning hefur þannig ákveðna ímynd gagn­ vart raf­ verk­ tökum, Vatn og veitur gagnvart píp­urum, Áltak gagn­vart bygg­inga­ markaðnum og þannig mætti áfram telja. Málið er að allir okkar fram­ kvæmda­ stjórar sem eru rekstrar­ stjórar gagnvart þessum einingum eru í raun fram­ kvæmda­ stjórar sölu-, markaðs-, og þjón­ ustu­ sviðs. Við tökum af þeim allt annað eins og innheimtu, rekstur tölvukerfa,

47


tollun, dreifingu og fleira. Þannig búum við til ferla sem gera þeim mögulegt að geta einbeitt sér að því að sinna sínum viðskiptavinum með sínu starfsfólki og vöruframboði. Það er megin­hlutverk allra rekstrarog fram­ kvæmdastjóra innan þessa módels.“ Haraldur bendir á að þetta fyrir­ komulag nýtist við­skipta­vinunum með bættri þjónustu en einnig hag­ kvæmni fyrir þá sem skipta við margar einingar. „Það má taka dæmi um stór fyrirtæki sem koma í viðskipti við Johan Rönning og þar með opnast líka tækifæri fyrir bæði þá og okkur gagnvart öllum hinum rekstrareiningunum. Hið sama á við þegar við kaupum fyrirtæki og bæt­ um þeim inn í Fagkaup. Það opnar á tækifæri fyrir mikil viðskipti líka hjá hinum einingunum. Hver eining nýtur því góðs af hinum. Nýtur góðs af sterkri heild. Og við erum í raun ekki enn búin að slíta barnsskónum í öllum þeim möguleikum og tæki­ færum sem þetta færir okkur. En þetta styrkir líka grunninn. Í dag erum við með meiri fjölbreytni til hagsbóta fyrir okkar viðskiptavini sem er svo langtum betra en að vera með öll eggin í sömu körfunni. Í því er fólgið öryggi en líka mikill lærdómur. Þegar það er góð og dýrmæt þekking til staðar í einni einingu sem getur nýst öllum hinum þá að sjálfsögðu nýtum við okkur það.“

Orkan í viðskiptavinina Aðspurður um vöxt Johan Rönn­ing á síðustu tuttugu árum segir Haraldur að það væri vissulega auð­ velt að

48

svara því í veltutölum. „En það segir langt frá því allt. Stóra málið er að fyrirtækið Johan Rönn­ ing hefur vaxið úr því að vera raf­lagna­ heildsala yfir í að vera í dag þekk­ ingar- og þjónustufyrirtæki. Frá því Bogi og Linda komu að fyrirtækinu hefur rótarkerfið styrkst gríðarlega og hið sama má segja um ímyndina og þekkingin til þess að sinna því sem þarf að sinna innan fyrir­ tækisins er orðin víðtækari og á mun fleiri höndum. Fyrirtækið hefur þroskast og stækkað í vöruframboði, þjón­ustu, hugarfari, mörkuðum og þannig mætti áfram telja.“ Haraldur segir að samhliða þeirri ákvörðun að breyta fyrirtækinu úr heild­ sölu með raflagnaefni yfir í þjónustu­ fyrirtæki, hafi líka meira þurft að koma til. „Að sama skapi hafa öguð vinnubrögð og fag­ mennska aukist gríðarlega og þetta samtal og traust sem við höfum skapað hjá okkar viðskiptavinum hefur óneitanlega gjörbreytt ímynd­ inni í huga þeirra sem þekkja fyrir­ tækið. Við erum ekki eitt þeirra fyrirtækja sem eyða orkunni í ímyndar­ auglýsingar úti í bæ eða okkur sjálf. Við eyðum orkunni í við­skipta­vinina vegna þess að hug­ myndir þeirra um okkur er það sem skiptir öllu máli.“

Fólkið skilur hvað þarf Um framtíð Johan Rönning sem nú stendur á þeim tímamótum að vera níutíu ára segir Haraldur án þess að hika. „Við eigum helling inni. Heimurinn í dag breytist á ógnarhraða. Þarfir fyrir rafmagn og áreiðanleika eru langtum meiri en

nokkru sinni áður. Núna erum við níutíu ára en ég var að rifja það upp að þegar við náðum áttatíu árunum vorum við að kynna hleðslulausnir fyrir bíla og led-ljós. Ef ég væri að fara að halda kynningu á því í dag myndi enginn mæta. Í dag eru bifreiðarnar orðnar stærri, rafhlöðurnar öflugri og brátt koma nýjar útgáfur af rafhlöðum sem heita saltvatnsbatterí sem er hægt að geyma í tuttugu ár án þess að það falli af þeim. Við erum komin í sjálfvirkni, gervigreind og vélmenni og svo framvegis. Það þýðir að okkar markaður er að stækka. Til þess að geta tekið þátt í mark­ aði sem er í svona hraðri og stöðugri þróun verðum við að sýna frum­ kvæði og afla okkur þekkingar. Ef við gerum það ekki sitjum við eftir og það ætlum við ekki að láta gerast. Þess vegna erum við að skora á okkar fólk og hvetja það til þess að afla sér þekkingar, koma með hugmyndir og áætlanir um það hvernig við getum þróast. Ef þessar hugmyndir eru góðar þá förum við í þær. Stundum gerum við mistök og stundum ekki.“ Haraldur segir að það sé fullt af fólki innan fyrirtækisins sem hafi áhuga á því að vinna sig upp og hafi brugðist afskaplega vel við. „Margir af mínum stærstu persónulegu sigrum eru fólk sem ég hef séð vaxa og dafna innan fyrirtækisins. Flestir stjórnenda innan dyra eru fólk sem hefur alist hérna upp. Fólk sem skilur viðskiptavinina, ferlana, skipulagið, birgjana, hugsunarháttinn, þarfirnar, fólkið og lausnina. Þetta er fólk sem hefur vaxið og dafnað hérna í fyrirtækinu og skilur hvað þarf til þess að við höldum áfram að njóta velgengni um langa framtíð.“


A F M Æ L I S R I T

Báðir miklir keppnismenn Í þessu samhengi berst talið að því hvað einkennir Harald sjálfan sem starfsmann eftir bráðum tuttugu ár hjá Johan Rönning og Fagkaupum. Sjálfur talar hann um tvö megin­ein­kenni. „Ég er með óbilandi keppnis­skap og alveg gjörsamlega ofvirkur,“ svarar Haraldur og játar að auki að hann sé oftar en ekki með hugann við vinnuna sem vekur upp spurningu hvort að hann hafi notið þessa tíma? „Þetta er búið að vera ævintýri upp á hvern einasta dag. Það er alltaf eitthvað nýtt, starfið breytist dag frá degi, áskoranirnar breytast og hlutverk mitt og ábyrgð með því. Á þessum tíma hef ég verið mest í samskiptum við Boga, þó að það séu bæði hann og Linda sem eiga fyrirtækið, en hann hefur verið minn lærimeistari á þessum árum. Hann hefur hvatt mig og verið mér styrkur og stoð í öllu sem ég hef verið að gera og alltaf verið til staðar. Það er lykillinn að því sem ég er í dag.

Fálkinn - 21. Tölublað (31.05.1961)

Þannig að ég hef lært alveg óendanlega mikið af honum. Við erum báðir miklir keppnismenn og erum mjög samstilltir varðandi nálgun gagnvart viðskiptavinum. Saman erum við því fyrir vikið afskaplega öflugt teymi fyrir fyrirtækið.“ Haraldur ítrekar að það sem skipti þó mestu máli sé að honum finnist alltaf gaman í vinnunni. „Auðvitað koma misskemmtilegir dagar en það breytir því ekki að ég hlakka alltaf til þess að mæta í vinnuna. Mér finnst gaman að vinna með fólkinu. Samstarfsfólkið hvetur mig og þegar það bregst vel við skilaboðum um að það geti aukið sína ábyrgð og stækkað sitt hlutverk, þá veitir það mér mikla ánægju. Fyrir utan árangur fyrirtækisins, þá er eitt það skemmtilegasta sem ég geri að styðja við bakið á fólki sem vill komast áfram og ná lengra. Og í raun nýt ég þess alltaf að takast á við allskonar verkefni með öllu því góða fólki sem hér starfar. Mér þykir afskaplega vænt um þetta fólk og þetta níutíu ára fyrirtæki.“

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 6. tölublað (01.12.1983)

49


50


A F M Æ L I S R I T

51



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.