Fastus Kaffivelar

Page 1

Kaffivélar


FRANKE kaffi kerfi

Við finnum réttu lausnina Franke er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á sjálfvirkum kaffivélum. Fyrirtækið er með mjög fjölbreytt vöruúrval og því getum við ávalt fundið hagkvæmustu lausnina fyrir hvern og einn að lokinni þarfagreiningu. Framúrskarandi samkeppnishæfni Kaffivélar okkar eru ekki aðeins nákvæmar og áreiðanlegar heldur hafa þær sérstaklega langan líftíma. Allt kemur þetta til vegna tækniþekkingar og sérfræðikunnáttu okkar. Þetta þýðir að hver einasta vél tryggir hágæða kaffi með því einu að ýta á einn takka, svo ekki sé minnst á að þær skapa meiri tekjur. Þjónusta Fastus leggur mikið upp úr þjónustu enda sjáum við alfarið um alla viðhaldsvinnu, ábyrgð og varahlutaþjónustu. Við bjóðum upp á mismunandi þjónustusamninga allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Flair: Fullkomin og aðlaðandi vél fyrir minni staði Flair vélin er í uppáhaldi hjá bakaríum, minni kaffihúsum og skrifstofum. Ef þú ert að leita að kaffivél sem býður upp á fjölbreytt úrval kaffidrykkja og afkastagetu á u.þ.b. 100 bollum á dag, þá hentar Flair vélin fyrir þig! Afkastageta á dag Afkastageta á staðnum

Vélin afkastar auðveldlega 100 bollum á dag

Stærð

B x d x h (mm) 423 x 542 x 523

Sérstakir eiginleikar

Kemur með tveimur kaffibaunamölurum, einum stút fyrir flóaða mjólk og einn fyrir heitt vatn

Litir

Svartur eða silfur

Tveir bollar á mínutu af expressó/kaffi/cappuccinó/ latte macchiató/heitri mjólk/heitu vatni


Evolution: Fjölbreytt vél fyrir hótel og veitingastaði Aðeins 32 cm á breidd en samt mjög öflug. Hönnuð til að afkasta 300 bollum á dag. Evolution getur bútið til allt að 30 mismunandi kaffidrykki og mjólkurdrykki með því einu að ýta á hnapp.

Einna fasa vél

Þriggja fasa vél

Afkastageta á klukkustund Expressó Kaffi Cappuccinó Latte macchiató Heit mjólk Köld mjólk Heitt vatn

180 bollar á klst. 120 bollar á klst. 120 bollar á klst. 120 bollar á klst. 120 bollar á klst. 150 bollar á klst. 20 lítrar á klst.

240 bollar á klst. 180 bollar á klst. 150 bollar á klst. 150 bollar á klst. 120 bollar á klst. 150 bollar á klst. 25 lítrar á klst.

Stærð

B x d x h (mm)

320 x 600 x 680

320 x 600 x 680

Sérstakir eiginleikar

Fjölbreytt vél sem er aðeins 32 cm á breidd, fjöldi aukahluta fáanlegur, Franke mjólkurkerfi

Litur

Silfur

með viðbót: Fleiri möguleikar, meiri sala Hægt er að bæta við allar Franke vélarnar hinum ýmsum aukabúnaði og fylgihlutum: Mjólkurkerfi til að hægt sé að útbúa alla mögulegar gerðir kaffidrykkja með því einu að ýta á hnapp Hægt að bæta mjólkur kælibúnaði við vélina Mögulegt að fá kælibúnað sem er staðsettur undir borði Bollahitari Geymsluhólf fyrir súkkulaðiduft Vagn ef kaffistöðin þarf að vera hreyfanleg Uppgjörskerfi


Spectra S: Góð vél fyrir meðal afkastagetu Spectra línan spannar margar kaffivélar en Spectra S býður upp á allar tegundir kaffidrykkja. Vélin tekur allt að þrjár tegundir af kaffibaunum, mjólk, mjólkurdufti og súkkulaðidufti. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti sjá ekki eftir að bjóða upp á ilmandi hágæða kaffidrykki með Spectra S vélinni. Val um þrjú mismunandi stjórnborð m.a. snertiskjá. Hægt að velja um fjóra liti á ljósi. Afkastageta á klukkustund Expressó Kaffi Cappuccinó Hvítt kaffi Latte macchiató Heit mjólk Köld mjólk Heitt vatn

250 bollar á klst. 200 bollar á klst. 180 bollar á klst. 180 bollar á klst. 180 bollar á klst. 120 bollar á klst. 150 bollar á klst. 30 lítrar á klst.

Stærð

300 x 580 x 710

B x d x h (mm)

Sérstakir eiginleikar Hægt að nota allt að þrjár tegundir af kaffi, mjólk, þurrmjólk og súkkulaðidufti. Litir

Silfur, grár eða brúnn

Spectra X: Vél númer 1 fyrir uppáhellt kaffi Þar sem vélin er aðeins 30 cm á breidd er Spectra X smæsta vélin í flokki afkastamikilla véla á markaðinum. Vélin byggir t.d. á nýrri tækni varðandi þurran kaffiúrgang sem gerir vélina mun hraðvirkari. Einnig er hægt að panta vélina þannig að hún nýtist einnig fyrir kaffibaunir. Lykillinn að góðu uppáhelltu kaffi byggir á tvennu, þ.e. að tryggja að kaffið sé rétt geymt og að uppáhellingin sé rétt framkvæmd. Kaffið í vélinni fer beint úr geymsluhólfinu yfir í brugghólfið þar sem kaffið er nánast ekkert pressað. Vélin er alltaf með tilbúið kaffi þar sem hægt er að velja um allt frá 0,4 lítrum til 2 lítra. Einfalt er að þrífa vélina, það eina sem til þarf er ein hreinsitafla og kveikja síðan á sjálfvirku hreinsikerfi. Sérstakir eiginleikar

Kaffiúrgangur er þurr en ekki blautur. Hægt að fá vél fyrir kaffibaunir í staðinn fyrir malað kaffi. Armur svo hægt sé að hella á hitabrúsa.

Litir

Silfur, grár eða brúnn.


Spectra I: Vélin er gerð fyrir þurrvörur (instant) Spectra I er bæði súkkulaðivél og sjálfsali í einu. Vélin tekur þrjár tegundir af þurrvöru í senn t.d. þurrmjólk, súkkulaðiduft og kaffi-eða ávaxtaduft. Hvort sem vélin er viðbót við Spectra S eða Spectra X býður hún upp á mjög fjölbreytt vöruúrval. Afkastageta á dag

Súkkulaði/mjólk

150 bollar á klst.

Stærð

B x d x h (mm)

300 x 580 x 710

Sérstakir eiginleikar

Vélin tekur þrjár tegundir af þurrvöru í senn t.d. þurrmjólk, súkkulaðiduft og kaffi-eða ávaxtaduft.

Litir

Silfur, grár eða brúnn

SPECTRA aukabúnaður: Fáðu meira út úr vélinni Kælibúnaður fyrir ferska mjólk • 10 lítrar / 2 x 4,5 lítrar (fyrir tvær tegundir) • Stöðug kæling • Auðvelt að þrífa • Vélin fylgist með hitastiginu og því magni sem eftir er • Valmöguleiki: Læsing á hurð Bollahitari • Pláss fyrir allt að 120 bolla • Stöðugur hiti, þú stillir hitastigið, þrjár geymsluhillur


VIVA 24: Kraftmikil en lítil kaffivél fyrir minni kaffihús, bakarí og fyrirtæki Þrátt fyrir að vélin sé lítil færðu hágæða kaffi úr Viva 24. Þar sem vélin er aðeins 24 cm á breidd kemst hún auðveldlega fyrir á barnum eða í bakaríinu. Dagleg afköst eru um 120 bollar á dag og vélin uppfyllir allar þarfir þínar hvað varðar gæðakaffi og fjölbreytta kaffidrykki. Afkastageta á dag

120 bollar á klst. Kaffi, milt kaffi, expressó, cappuccinó, kaffi með mjólk, latte macchiató og heitt vatn

Stærð

B x d x h (mm) 240 x 560 x 690

Sérstakir eiginleikar

Einkaleyfi á sérstöku filterkerfi fyrir uppáhellt kaffi

Litur

Silfur

VIVA: Afkastamikil, hámarks ánægja Hönnuð til að afkasta rúmum 300 bollum á dag. Viva er fullkomin og öflug vél sem getur lagað allar tegundir kaffidrykkja en er þó aðeins 36 cm á breidd. Afkastageta á klukkustund Expressó Kaffi Cappuccinó Hvítt kaffi Latte macchiató Heitt vatn

270 bollar á klst. 120 bollar á klst. 160 bollar á klst. 160 bollar á klst. 160 bollar á klst. 120 bollar á klst.

Stærð

B x d x h (mm) 360 x 560 x 690

Sérstakir eiginleikar

Einkaleyfi á sérstöku filterkerfi fyrir uppáhellt kaffi

Litur

Silfur


Sinfonia: Mikil afköst og hentar því vel á hótelum, veitingastöðum, ráðstefnusölum og stærri kaffihúsum Afkastar yfir 500 bollum á dag. Mjög öflug vél sem vinnur vel á háannatíma án þess að skerða gæðin. Hægt að velja allar tegundir kaffidrykkja með því að ýta á hnapp. Allt frá latte macchiató til þess að fylla á kaffibrúsa. Vélin hentar vel þar sem er mikill gestafjöldi sem hlakkar til að fá gott kaffi hratt og örugglega. Afkastageta á klukkustund Expressó Kaffi Cappuccinó Hvítt kaffi Latte macchiató Heit mjólk (2 dl) Köld mjólk (2 dl) Heitt vatn

250 bollar á klst. 200 bollar á klst. 180 bollar á klst. 180 bollar á klst. 120 bollar á klst. 120 bollar á klst. 150 bollar á klst. 30 lítrar á klst.

Stærð

B x d x h (mm) 450 x 585 x 670

Sérstakir eiginleikar

Stór grafískur skjár, allt að þrír baunamalarar, 28 tegundir af kaffidrykkja, Franke mjólkurkerfi

Litur

Silfur

Hjá Fastus færðu hreinsitöflur og hreinsivökva fyrir allar tegundir kaffivéla. Einnig kaffifilter og allar aðrar rekstrarvörur fyrir kaffivélar. Við erum með fjölbreytt úrval af espressóbollum, cappuccinó bollum, kaffi latte glös og margt fleira.


Helstu eiginleikar FRANKE vélanna XFMS©. Franke mjólkurkerfi – Frábær lausn sem hentar öllum þörfum þínum. Með XFMS (Extended-Fast-Milk-System), kemur mjólkin flóuð í kaffið hraðar en nokkru sinni fyrr. Þetta þýðir að vélin getur hellt mjólk og kaffi á sama tíma, með einföldum eða tvöföldum skammtara. ARCS©. Hreinlæti og utanumhald á hæsta stigi. Hið vottaða ARCS kerfi (Automatic Rinse & Cleanind System) sér um að halda vélinni hreinni og lækkar þar með viðhaldskostnað. Vélin er alltaf hrein og tryggir alltaf besta fáanlega kaffið. Sjálfvirk flóun Þú ýtir aðeins á einn takka og vélin skilar frá sér fulkominni flóaðri mjólk. Flóunarstúturinn er með nema sem hitar mjólkina nákvæmlega upp í það hitastig sem þú stillir sjálfur. Gufuinnspýtingin stoppar um leið og réttu hitastigi er náð.

ENB©. Öðruvísi uppáhellingarkerfi fyrir ekta kaffi. Í hið nýja kerfi er búið að setja alla þá reynslu og þekkingu sem hefur skapast innan Franke síðustu árin. Eingöngu fáanlegt fyrir Spectra vélarnar.

Allar Franke vélarnar eru samsettar úr sjálfstæðum einingum svo þú getur valið hina ýmsu eiginleika allt eftir því hvað hentar þér. Fyrir Spectra vélarnar getur þú valið að fá stjórnborð, sjálfsafgreiðsluskjá eða snertiskjá.


Bravilor FreshGround: Sjálfsafgreiðslu kaffivél fyrir ferskar kaffibaunir Hægt er að velja um eftirfarandi drykki, nýmalað kaffi, espressó, cappuccinó, café au lait, heitt súkkulaði, moccachino og heitt vatn. Einstaklega notendavæn. Aðeins þarf að ýta á einn hnapp og heitur drykkur streymir í bollann. Vélin er vatnstengd og kemur með sjálfhreinsibúnaði sem auðveldar við þrif. Auðvelt er að stilla styrkleika hvers kaffidrykks og einnig hversu mikið af mjólk á að fara í drykkinn. Mögulegt að fá vélina sem sjálfsala með myntbúnaði Afkastageta af nýmöluðu kaffi á klst. 140 bollar Afkastageta af instant kaffi á klst. 240 bollar Uppáhellingartími hvers bolla af nýmöluðu kaffi 23 sek. Uppáhellingartími hvers bolla af instant kaffi 11 sek. Stærð í mm bxdxh 335x500x905

Bravilor Freshmore 310: Sjálfsafgreiðslu kaffivél fyrir malað kaffi Hægt er að velja um eftirfarandi drykki, kaffi, espressó, cappuccinó, café au lait, heitt súkkulaði, moccachino og heitt vatn. Einstaklega notendavæn. Aðeins þarf að ýta á einn hnapp og heitur drykkur streymir í bollann. Vélin er vatnstengd og kemur með sjálfhreinsibúnaði sem auðveldar við þrif. Auðvelt er að stilla styrkleika hvers kaffidrykks og einnig hversu mikið af mjólk á að fara í drykkinn. Mögulegt að fá vélina sem sjálfsala með myntbúnaði, einnig fáanleg með köldu vatni. Afkastageta af möluðu kaffi á klst. 160 bollar Afkastageta af instant kaffi á klst. 240 bollar Uppáhellingartími hvers bolla af möluðu kaffi 20 sek. Uppáhellingartími hvers bolla af instant kaffi 11 sek. Stærð í mm bxdxh 335x500x800


Bravilor: Kaffivél með hitabrúsa Kaffivél sem lagar kaffið beint á hitabrúsa. Hitabrúsinn er mjög þéttur og geymir kaffil ferskt og braðgott í langan tíma. Einnig er hægt að fá vélina vatnstengda. Hálsinn á hitabrúsanum er það langur að ekki þarf að taka kaffibollan af undirskálinni þegar hellt er í hann. Helstu kostir kaffivélarinnar eru: Ferskt kaffi Hægt að hella upp á 1 til 16 bolla í einu Hitabrúsinn er hannaður til að varðveita gæðakaffi í langan tíma Notendavæn kaffivél með litlu viðhaldi Allir hlutir hitabrúsans eru útskiptanlegir Afkastageta á klst.

18 lítrar

Tími sem tekur að hella upp á 2,2 lítra 7 mínútur Fjöldi bolla á klukkustund

144

Rafmagnsupplýsingar:

230V 2015W

Stærð Bxdxh (mm):

215x355x557

Bravilor: Kaffivél matic 2 Með stafrænu stjórnborði er auðvelt að hella upp á lítið magn af kaffi í einu. Vélin kemur með tveimur 12 bolla glerkönnum. Hellt er upp á eina könnu af kaffi í einu og ofan á vélinni er hitaplata sem heldur kaffinu heitu. Vélin fæst einnig óvatnstengd. Helstu kostir vélarinnar eru: Ferskt kaffi Einfalt að hella upp á því vélin er með stafrænt stjórnborð Hitaplatan hækkar/lækkar hitastigið eftir hversu mikið af kaffi er í glerkönnunni svo kaffið haldist alltaf jafn heitt Notendavæn kaffivél með litlu viðhaldi Um leið og kaffið er tilbúið kviknar á «coffee-is-ready» ljósi Afkastageta á klst.

15 lítrar

Uppáhellingartími 12 bollar 6 mínútur Fjöldi bolla á klukkustund 120 Rafmagnsupplýsingar:

230V 2015W


FAEMA kaffivélar: Kaffivélar fyrir kaffihús Við bjóðum upp á margar tegundur af tveggja til fjögurra stúta kaffivélum. Hægt er að velja um sjálfvirkar eða hálfsjálfvirkar vélar en sjálfvirku vélarnar eru útbúnar fullkomnum búnaði til að flóa mjólkina. Allt að þrjár hitastillingar eru bollahitara á toppi vélanna.

E92 Elite S Heitt vatn Gufustútar Stærð ketils Stillanlegt hitakerfi Stafrænn skjár Stjórnborð Bollahitari Stærð mm bxdxh

S2 tveggja stúta nei 3 11 já nei nei ein stilling 760x560x520

S3 þriggja stúta nei 3 17.5 já nei nei ein stilling 1000x560x520

S4 fjögurra stúta nei 3 24.1 já nei nei ein stillin 1240x560x520

A3 þriggja stúta 2 stútar 3 17.5 já já já þrjár stillingar 1000x560x520

A4 fjögurra stúta 2 stútar 3 24.1 já já já þrjár stillingar 1240x560x520

E92 Elite A Heitt vatn Gufustútar Stærð ketils Stillanlegt hitakerfi Stafrænn skjár Stjórnborð Bollahitari Stærð mm bxdxh

A2 tveggja stúta 2 stútar 3 11 já já já þrjár stillingar 760x560x520

E92 Elite Auto Steam A Heitt vatn Gufustútar Stærð ketils Stillanlegt hitakerfi Stafrænn skjár Stjórnborð Bollahitari Stærð mm bxdxh

A2 tveggja stúta 2 stútar 2+1 sjálfvirkur 11 já já já þrjár stillingar 760x560x520

A3 þriggja stúta 2 stútar 2+1 sjálfvirkur 17.5 já já já þrjár stillingar 1000x560x520

A4 fjögurra stúta 2 stútar 2+1 sjálfvirkur 24.1 já já já þrjár stillingar 1240x560x520


Franke Kaffeemaschinen AG 4663 Aarburg Switzerland

Phone +41 62 787 36 07 Fax +41 62 787 30 10 www.franke-cs.com

Fastus ehf. | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík Sími 580 3900 | Fax 580 3901 fastus@fastus.is | www.fastus.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.