FitnessFréttir NÝJUSTU RANNSÓKNIR Á LÍKAMSRÆKT OG NÆRINGU
1.TBL. 20. ÁRG. 2018
VERKJALYF ERU STÓRVARASÖM
ÓKEYPIS EINTAK
fitness.is er vefurinn þinn
GRAS
LÓÐ SLÁ ÚT ÞREKTÆKJUM FYRIR BRENNSLU KREATÍN ER KOMIÐ TIL AÐ VERA MELATÓNÍN VINNUR GEGN OFFITU
SÁNA EYKUR
VÖÐVAVÖXT
HVAÐ VEISTU UM GRAS?
FITNESSMÓT UM PÁSKANA ÆFINGAR OG ÖLDRUN
Koffín
lengir lífið
BRENNSLA OG PREWORKOUT!
Fitnessfréttir 1
WAIST TRIMMER BELTI Hver viii ekki grennra mitti? Sweet Sweat Waist Trimmer eykur hitastigio a miosvceoinu og orvar pannig fitubrennsluna og vatnslosunina a pvf akveona svceoi! Frabcer leio til ao minnka mittismalio hratt og orugglega. Sjaanlegur arangur strax eftir fyrstu notkun!
Nu a frabceru kynningartilbooi
a aoeins 5.990 kr.
�
SWEET SWEAT
��!�f�I Simi 544-5555 • fitnesssport.is
FitnessFréttir
FitnessFréttir NÝJUSTU RANNSÓKNIR Á LÍKAMSRÆKT OG NÆRINGU
1.TBL. 20. ÁRG. 2018
VERKJALYF ERU STÓRVARASÖM
Efnisyfirlit
ÆFINGAR // FITUBRENNSLA // MATARÆÐI // HEILSA
ÓKEYPIS EINTAK
fitness.is er vefurinn þinn
GRAS
LÓÐ SLÁ ÚT ÞREKTÆKJUM FYRIR BRENNSLU KREATÍN ER KOMIÐ TIL AÐ VERA MELATÓNÍN VINNUR GEGN OFFITU
SÁNA EYKUR
VÖÐVAVÖXT
HVAÐ VEISTU UM GRAS?
FITNESSMÓT UM PÁSKANA ÆFINGAR OG ÖLDRUN
Koffín
lengir lífið
BRENNSLA OG PREWORKOUT!
04 08
Viðtal við Karen Lind Arnardóttur sem æfir 5-6 sinnum í viku.
Hvort eru þol- eða styrktaræfingar betri til að léttast?
06 10
Fitnessfréttir 1
Prótín og styrktaræfingar auka vöðvamassa og styrk meira en bara æfingar.
Drekktu kaffi til að minnka áhættuna á fitulifur. Kaffi dregur úr bólgum í lifur.
1.tbl.2018 Forsíða: Karen Lind Arnardóttir Ljósmyndari: Gyða Henningsdóttir
Markmið Fitnessfrétta er að hvetja almenning til að stunda líkamsrækt og heilbrigða lífshætti. Fitnessfréttum er dreift ókeypis í allar æfingastöðvar á landinu. Blaðið er kostað með auglýsingum.
12
Ein svefnlaus nótt nægir vel til að spilla hvíld eftir erfiðar æfingar.
14
Sána eykur vöðvavöxt, fitubrennslu og flýtir fyrir endurnæringu.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Einar Guðmann einar@fitness.is Aðstoðarritstjóri Gyða Henningsdóttir gyda@fitness.is Auglýsingar fitness@fitness.is
16
Fitubrennsla er meiri á fastandi maga. Skynsamlegt að vakna snemma.
18
Ketóna-fæðubótarefni eru peningasóun. Kenningar um annað voru byggðar á sandi.
Ljósmyndir Einar Guðmann Gyða Henningsdóttir Vefmyndabankar Nema annað sé tekið fram Útlitshönnun Einar Guðmann Prentun Prentmet ehf Vefur www.fitness.is
Vefurinn Fylgstu með fréttum og fróðleik á fitness.is sem fer sístækkandi. www.fitness.is
Ertu í hópi þúsunda sem fylgjast með fitness.is á Facebook? www.facebook.com/fitness.is
20 24
Hvað veistu um Gras? Af skít, stuði, albönum, líbanóum, bútum, hnullum og molum.
Undirbúningur er hafinn fyrir Íslandsmótið í fitness um páskana.
22 28
Algeng verkjalyf geta verið stórvarasöm. Valda meiri skaða en áður var haldið.
Koffín er hættulaust sem fæðubótarefni fyrir íþróttamenn.
© Fitnessfréttir 1999 - 2018 Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti svo sem með ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild án leyfis ritstjóra. SKOÐANIR GREINAHÖFUNDA BLAÐSINS ERU EKKI ENDILEGA ÞÆR SÖMU OG SKOÐANIR RITSTJÓRNAR EÐA RÁÐGJAFA. HEIMILDIR ERU FÁANLEGAR HJÁ RITSTJÓRA. HÖFUNDUR ALLRA GREINA ER EINAR GUÐMANN NEMA ANNAÐ SÉ TEKIÐ FRAM.
WWW.FITNESS.IS // FITNESSFRÉTTIR 3
Í nærmynd er Karen Lind Arnardóttir. Hver er Karen Lind?
Ég er 19 ára að verða 20 ára núna í apríl og er að klára stúdentinn í vor úr Menntaskólanum á Akureyri. Samhliða skólanum vinn ég sem þjónn.
Hvernig æfir þú og hversu mikið?
Ég æfi 5-6 sinnum í viku, 1 og hálfan tíma hvert skipti. Einu sinni í viku tek ég hreina brennslu en hina dagana lyfti ég.
Hefurðu sett þér ákveðin markmið með æfingunum?
Ég æfi til að halda mér í formi og til að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu.
Hvaðan ertu?
Uppáhalds holli maturinn?
Fjölskylduhagir?
Hvenær ferðu á fætur á morgnana?
Ég er fædd og uppalin á Akureyri. Foreldrar mínir eru Örn Arnar Óskarsson og Þórdís Ósk Sævarsdóttir, svo á ég tvö yngri systkini sem heita Aron Örn og Nína Rut.
Helstu áhugamál?
Hef mjög gaman af því að ferðast til útlanda, vera með vinum og fjölskyldu, svo bara allt sem tengist hreyfingu.
Uppáhalds tónlist?
Frá því að ég var sirka 13 ára þá hefur Justin Bieber verið minn uppáhalds söngvari og hlustaði ekki á annað, en það er búið að breytast. Í dag hlusta ég á mjög fjölbreytta tónlist, og hef áhuga á allskyns tónlist.
Uppáhaldskvikmynd?
Á enga eina uppáhalds kvikmynd, en chickflicks myndir eru í miklu uppáhaldi hjá mér.
Eggjakaka eða kjúklingur.
Á virkum dögum fer ég á fætur 07:30 fyrir skóla, en um helgar þá leyfi ég mér að sofa út til svona 12:00.
Leikhús eða bíó? Alltaf bíó.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Ætli það sé ekki Mohamed Salah, framherji Liverpool.
Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér?
Virkir dagar hjá mér eru mjög venjulegir, vakna 07:30, græja mig fyrir skóla, mæti 08:15 og reyni að komast á æfingu í hádeginu en annars fer ég alltaf á æfingu beint eftir skóla. Fer svo heim og borða kvöldmat og annaðhvort læri eða hitti vini.
Kjöt eða fiskur? Klárlega kjöt.
Hvaða bók tækirðu með á eyðieyju? Uppáhaldsdrykkur? Ég er ekki mikið í því að lesa bækur, en ef ég þyrfti að taka bók með mér þá yrði það líklega einhver góð spennubók eftir Arnald.
Hvað ætlar þú að vera að gera eftir 10 ár?
Verð vonandi komin með gott starf og fjölskyldu, en hef ekki mikið fleiri plön eins og er.
Hvernig er fullkomin helgi?
Sofa út, fara á æfingu og njóta með vinum.
Hver er uppáhalds veitingastaðurinn?
Verð að segja RUB23 eða Strikið, sushi-ið þar er það besta í bænum.
Uppáhalds óholli maturinn?
Minn uppáhalds matur er pizza, og finnst mér pizzurnar frá Dominos bestar eða heimagerðu ostapizzurnar.
Drekk mest vatn, en ég elska Nocco.
Hvaða bók ertu með á náttborðinu?
Er sjaldnast með bækur á náttborðinu en eins og er er það To Kill A Mockingbird, ástæðan fyrir því er að það er námsbók.
Hvað drekkurðu marga kaffibolla á dag?
Ég drekk ekki kaffi, finnst það mjög vont.
Hver er draumaborgin til að ferðast til?
Er mjög mikill ferðalangur og hef áhuga á svo mörgum stöðum í heimunum, en ég held að New York, Róm og París séu draumaborgirnar til að ferðast til sem ég hef ekki enn séð
Hvað ætlarðu að gera á næstunni?
Ég er að fara til London með vinkonum mínum, svo mun ég útskrifast úr Menntaskólanum á Akureyri í júní. Í sumar ætla ég svo að vera dugleg að vinna, þar sem ég og vinkona mín ætlum í heimsreisu í byrjun Janúar 2019. Svo er ég ekki búin að plana mikið meira fram í tímann.
Ljósmyndari: Gyða Henningsdóttir - gyda.is
NÆRMYND
>>>
Æfi til að halda mér í formi
markhönnun ehf
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HEILSU- OG FÆÐUBÓTARVÖRUM
-30%
IRONMAXX PRÓTEIN CHOCO 900 GR. KR STK ÁÐUR: 3.898 KR/STK
IRONMAXX PRÓTEIN STRAWBERRY KR STK ÁÐUR: 3.898 KR/STK
2.729
2.729
-30%
-30%
IRONMAXX PRÓTEIN FRENCH VANILLA 900 GR. KR STK ÁÐUR: 3.898 KR/STK
2.729
-30%
-30%
-30%
IRONMAXX PRÓTEIN CARAMEL 900 GR. KR STK ÁÐUR: 3.898 KR/STK
IRONMAXX PRÓTEIN WHITE CHOCOLATE KR STK ÁÐUR: 3.898 KR/STK
2.729
2.729
ð o lb ti Kröftug -20%
IRONMAXX PRÓTEIN COOKIES & CREME 900 GR. KR STK ÁÐUR: 3.898 KR/STK
2.729
-30%
IRONMAXX 100% AMINO ESSENTIALS POWDER 550 GR. BOX KR IRONMAXX PRÓTEIN STK STRAWBERRY/W. CHOCO 900 GR. ÁÐUR: 5.598 KR/STK KR
2.729 STK
3.919
ÁÐUR: 3.898 KR/STK
-30% IRONMAXX CREATINE 300 GR. KR STK ÁÐUR: 1.998 KR/STK
1.399
-30% IRONMAXX BCAA GLUT. 1200 260 TRICAPS KR STK ÁÐUR: 5.998 KR/STK
4.199
FITAID 355 ML.
FITAID RX 355 ML.
ÁÐUR: 249 KR/STK
ÁÐUR: 298 KR/STK
199 KRSTK
209 KRSTK
IRONMAXX IMPERIUS HNETU & ALMOND 45 GR. KR STK ÁÐUR: 289 KR/STK
-30%
202
Tilboðin gilda 18. febrúar - 18. mars 2018
www.netto.is
Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
FITUBRENNSLA
>>>
PRÓTÍN OG STYRKTARÆFINGAR AUKA VÖÐVAMASSA OG STYRK
Spergilkálið er (kannski) gott eftir allt saman Spergilkál, blómkál, kál og karsi innihalda efni sem nefnist sulforaphane. Nú vill svo til að nýleg rannsókn á músum bendir til að þetta efni stuðli hugsanlega að léttingu. Naoto Nagata og félagar við Kanazawaháskólann í Japan komst að því að sulforaphane olli því að mýsnar léttust, fituhlutfall lækkaði og merkja mátti jákvæð áhrif á blóðsykur, insúlín, bólgur og virkni á brúna fitu. Brún fita umbreytir orku frekar í hita fremur en að geyma hana í fituforða. Grænmeti er mikilvægur hluti af hollu mataræði og getur komið í veg fyrir krabbamein og hjartasjúkdóma. Grænmetið lækkar líka tölurnar á vigtinni. (Diabetes, vefútgáfa 16 febrúar 2017)
Með því að taka fæðubótarefni sem innihalda upp undir 1.6 grömm af prótíni fyrir hvert kíló líkamsþyngdar á hverjum degi er hægt að auka vöðvamassa og styrk meira en með æfingum einum og sér. Þetta eru eflaust ekki nýjar fréttir fyrir flesta. Þessar niðurstöður eiga sér stoð í safngreiningarrannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður 49 rannsókna með samtals 1863 þátttakendum. Með því að stunda styrktaræfingar og taka fæðubótarefni sem innihalda prótín eykst styrkur um 9% og vöðvamassi um 27% umfram það að æfa eingöngu. Gildi þess að bæta prótíni í mataræðið getur því skipt verulegu máli fyrir íþróttamenn. Fæðubótarefni sem innihalda prótín skila meiri virkni hjá þeim sem eru í góðu formi en þeim sem ekkert æfa og hjá öldruðum. Það skilar ennfremur ekki auknum árangri að auka magnið umfram 1,6 gramm af prótíni fyrir hvert líkamskíló. Hafa ber í huga að þessum niðurstöðum ber ekki fullkomlega saman við niðurstöður samtakana Society of Sports Nutrition né ráðleggingar opinberra aðila. Almennt ráðleggja opinberir aðilar bæði hér á Íslandi og erlendis fólki að fá 0,8 grömm af prótíni fyrir hvert líkamskíló. Samtökin International Society of Sports Nutrition leggja til að neyslan
6 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
sé meiri. Þeir hafa ályktað sem svo að prótín í bland við styrktarþjálfun stuðli að nýmyndun vöðva og að hægt sé að auka virknina með æfingum og aukinni prótínneyslu. Þeir sem stunda styrktarþjálfun þurfa 1,4 til 2,0 grömm fyrir hvert kíló líkamsþyngdar samkvæmt þeirra ráðleggingum. Þeir ganga svo langt að benda á að íþróttamenn geti jafnvel haft gagn af enn meira magni af prótíni. Þeir telja að íþróttamenn sem eru á hitaeiningalitlu fæði gætu þurft 2,3 til 3,1 grömm af prótíni fyrir hvert kíló líkamsþyngdar á dag. Levsín er amínósýra sem er í flestum prótínum og leikur stórt hlutverk í vöðvauppbyggingu. Talið er að íþróttamenn hafi mikið gagn af fæðubótarefnum sem innihalda prótín- og levsínamínósýruna. Heppilegast sé að mataræðið innihaldi fæðutegundir sem innihaldi allar lífsnauðsynlegu amínósyrurnar. Þolíþróttamenn ættu að gæta þess að fá nægilega mikið af kolvetnum vegna þess að kolvetni eru helsti orkugjafinn í æfingum þar sem álagið er meira en 65% af heildargetu. Með því að fá 30 til 40 grömm af mjólkurprótínum fyrir svefninni er hægt að stuðla að vöðvauppbyggingu og auka efnaskiptahraða líkamans um leið. (British Journal of Sports Medicine vefútgáfa í júlí 2017; Journal International Society of Sports Nutrition, 14: 20, 2017)
GL ÆRT LO K
KOLVETNASKERTA FJ Ö L S K Y L DA N
Þú þekkir hana á rauða borðanum og glæra lokinu #iseyskyr
KO LV E T N A S K E RT
R AU Ð U R BORÐI
RÆKTIN 101
>>> Stóra spurningin:
HVORT ERU ÞOL- EÐA STYRKTARÆFINGAR BETRI TIL AÐ LÉTTAST? Æfingar einar og sér duga ekki til lengri tíma litið til að halda í æskilega líkamsþyngd. Ef ekkert er hugað að mataræðinu mun tímans tönn örugglega lauma aukakílóunum á sinn stað. Með því að huga að bæði æfingum og mataræðinu er hinsvegar líklegt að hægt sé að ná og viðhalda æskilegri þyngd á vigtinni. Að ætla sér að ná kjörþyngd með því einu að æfa og hugsa ekkert um mataræðið er eins og að leggja upp í heimsreisu án landakorts. Þú veist ekki hvar þú endar. Fitubrennsla og vöðvauppbygging eru tvö ólík markmið sem í fyrstu virðast ekki endilega eiga samleið. Margar af fyrstu rannsóknunum sem gerðar voru á samanburði þess að stunda þolæfingar eða styrktaræfingar hafa sýnt fram á að hitaeiningabrennsla í heildina er meiri í þolæfingum en styrktaræfingum. Það mætti því ætla að þegar fitubrennsla er markmiðið sé málið að eyða sem mestum tíma á þrektækjum eins og hlaupabretti, stigvél eða róðravélum.
>>> Styrktaræfingar brenna hitaeiningum lengur yfir daginn og stuðla að meiri heildarbrennslu þegar upp er staðið.
Styrktaræfingar brenna meira en þolæfingar til lengri tíma litið
Þetta er ekki endilega málið. Þrekæfingar brenna meira á meðan sjálf æfingin fer fram. Styrktaræfingar brenna hinsvegar meira en þrekæfingar ef horft er til lengri tíma. Styrktaræfingar hafa ýmis jákvæð áhrif sem þolæfingar hafa ekki. Styrktaræfingar varðveita fitulausan vöðvamassa mun betur en þolæfingar, mynda meiri heildarbrennslu og stuðla að fitunotkun líkamans eftir æfingarnar. Orkueyðsla styrktaræfinga
er nánast jafn mikil og í þolæfingum ef æft er af kappi. Horft til lengri tíma stuðla styrktaræfingar að meiri hreinum vöðvamassa en þolæfingar geta gert og fyrir tilstilli vöðvamassans brennum við meira af hitaeiningum. Hreinn vöðvamassi er afar mikilvægur fyrir efnaskipti líkamans. Rannsóknir sýna að styrktaræfingar hraða efnaskiptum í allt að 38 klukkutíma eftir æfingu á meðan þolæfingar hafa ekki áhrif eftir að æfingu líkur.
Erfitt að reyna að léttast án þess að æfa
Létting með því einu að breyta mataræðinu veldur vöðvarýrnun og hægir á fituefnaskiptum. Þannig verður smátt og smátt erfiðara að léttast en mjög auðvelt að þyngjast aftur. Samanlögð orkueyðsla ræðst af því hversu oft og hve lengi er æft. Brjáluð ákefð í einstaka æfingum skiptir minna máli en orkueyðslan í heildina. Rannsóknir benda til að heppilegustu æfingakerfin fyrir fitubrennslu byggist á að stunda bæði þolæfingar og styrktaræfingar minnst þrisvar í viku þar sem brennslan nær samtals minnst 1500 hitaeiningum.
8 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
Efnaskipti skipta máli í líkamsrækt
Efnaskipti líkamans koma oft til umræðu þegar fjallað er um líkamsrækt. Það er því mikilvægt að skilja hvað átt er við. Með efnaskiptum er átt við lífefnafræðilegt ferli þar sem efnasambönd í lífverum og frumum breytast. Þau þjóna margvíslegum tilgangi. Breyta fæðu í orku fyrir frumur líkamans, breyta fæðu í uppbyggingarefni fyrir prótín, fitur, kjarnsýrur eða kolvetni. Meira eða minna öll starfsemi líkamans byggir á efnaskiptum. Þau eru einskonar grunnstoð líkamans eins og menntakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæsla og samgöngur eru grunnstoðir þjóðfélagsins. Þau eyða því mikilli orku. Við æfingar aukast efnaskipti allt að tífallt miðað við í hvíld. Hjá þolíþróttamönnum í heimsklassa aukast þau allt að tuttugufalt.
Vöðvar nota mikla orku í hvíld. Þannig brenna þeir orku þó ekki sé verið að æfa. Þetta er grundvallaratriði þegar styrktaræfingar og þolæfingar eru bornar saman. Grunnefnaskipti eru lykilatriði í að léttast og halda æskilegri þyngd á vigtinni.
Þolæfingar eyða vöðvamassanum
Vanalega notar líkaminn glýkógen sem orku í æfingum. Glýkógen er kolvetnaforði sem geymdur er í vöðvum og lifrinni. Einskonar bensín líkamans. Við lítið álag eins og t.d. þegar skokkað er notar líkaminn aðallega fitu og glýkógen sem orku. Við langvarandi álag sem ætla má að sé umfram 20 mínútur fer að myndast skortur á glýkógeni. Byrgðirnar tæmast og þar af leiðandi þarf líkaminn að fá orku eftir öðrum leiðum. Þar koma vöðvarnir við sögu. Líkaminn getur notað prótín sem
Styrktaræfingar brenna færri hitaeiningum en þolæfingar en munurinn er lítill. Styrktaræfingar brenna hitaeiningum lengur yfir daginn og stuðla að meiri heildarbrennslu þegar upp er staðið. Þolæfingar auka hraða efnaskipta í upp undir klukkustund yfir daginn en styrktaræfingar mun lengur. Gallinn við þolæfingar er að þær byggja upp mjög takmarkaðann vöðvamassa og ganga jafnvel á hann. Vöðvamassi hraðar grunnefnaskiptum og eykur því fitubrennslu til lengri tíma litið. Þolæfingar hinsvegar ganga á vöðvamassa og því er meiri hætta á að þyngjast aftur. Áætlað er að eitt kíló af vöðvamassa brenni aukalega um 100 hitaeiningum á dag vegna grunnefnaskipta. Með því að bæta á sig fimm kílóum af hreinum vöðvamassa er því hægt að auka brennsluna í hvíld um 500 hitaeiningar. (healthline.com/nutrition/cardio-vs-weights-forweight)
RÆKTIN 101
Samantekt
>>>
orku og fer að éta upp vöðvamassann með því að nýta prótínforða vöðvana til að geta haldið áfram að hlaupa. Líkaminn getur þannig brennt töluverðu magni af prótínum sem kemur niður á vöðvamassanum.
MATARÆÐI
>>> Kreatín er komið til að vera
DREKKTU KAFFI TIL AÐ MINNKA HÆTTUNA Á FITULIFUR Kaffi virðist draga úr bólgum í lifrinni. Safngreiningarrannsókn sem Karn Wijarnpreecha við Bassett Læknamiðstöðina og Lækna- og skurðlæknadeild Kolumbíuháskóla gerði er athyglisverð. Sérstaklega fyrir þá sem drekka mikið kaffi. Hann komst að þeirri niðurstöðu að blóðsýni úr þeim sem drekka kaffi beri færri einkenni um bólgur og skemmdir á lifrarfrumum í samanburði við þá sem ekki drekka kaffi. Kaffidrykkja minnkar hættuna á skorpulifur um 80%. Skorpulifur er ólæknandi. Hún lýsir sér þannig að örvefur myndast í stað heilbrigðra lifrarfrumna og starfsemi lifrarinnar hrakar. Lifrin er stærsti kirtill líkamans og sinnir um 500 hlutverkum sem öll þykja mikilvæg. Eitt stærsta hlutverk lifrarinnar er að framleiða blóðprótín sem leika stórt hlutverk fyrir ónæmiskerfið, blóðstorknun og súrefnisflutning svo eitthvað sé nefnt.
Um 10-20% þeirra sem drekka mikið áfengi í áratug eða lengur byrja að þróa með sér skorpulifur. Fitulifur getur hinsvegar myndast hjá þeim sem ekki drekka áfengi. Þá safnast fita fyrir í lifrarfrumunum og þegar fram líða stundir myndast örvefur. Í um 40% tilfella tengist sú tegund lifrarbólgu offitu en getur einnig tengst sykursýki, prótínvannæringu og barksteralyfjum sem notuð eru til meðhöndlunar kransæðasjúkdóma. Kaffi virðist draga úr bólgum í lifrinni. Lifrarkrabbamein er mjög lífshættulegt krabbamein og fitulifur getur endað með því að þörf sé á lifrarígræðslu. Regluleg kaffidrykkja gæti minnkað hættuna á feitri lifur samkvæmt áðurnefndum rannsóknum. (European Journal Gastroenterology and Hepatology, 29: e8-e12, 2017; Visindavefur.is/ svar.php?id=13886)
Ofneysla áfengis er algeng orsök skorpulifrar, en einnig offita, lyfrarbólga B, lyfrarbólga C og fitulifur.
10 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
Fæðubótarefni koma og fara en kreatín er eitt þeirra sem hefur staðist tímans tönn. Markaðurinn fyrir fæðubótarefni veltir miklum fjárhæðum og því keppast margir framleiðendur við að koma með nýjungar. Þær standast þó ekki allar tímans tönn og margar reynast ekki standa undir fullyrðingum um virkni. Kreatín fellur ekki í þann hóp. Samtök sem nefna sig Society of Sports Nutrition sendu nýverið frá sér ályktun um að kreatín auki afkastagetu í æfingum, ýtir undir vöðvamassa og styrk í þjálfun, auki forðasöfnun glykogens, auki álagsþol í erfiðum æfingum og hraði vöðvahvíld eftir átök. Rannsóknir í læknisfræði hafa sýnt fram á að fæðubótarefni sem innihalda kreatín draga úr líkum á meiðslum, hafa jákvæð áhrif á hitastjórnun líkamans og stytta tímann sem það tekur meiðsli að jafna sig. Ennfremur virðist kreatín hafa ákveðið verndargildi gagnvart heilahristing, meiðslum á hryggjaliðum og óreglulegum hjartslætti. Gerðar hafa verið á annað þúsund rannsóknir á áhrifum kreatíns sem allar hafa sýnt fram á að kreatín mónóeinhýdrat er skaðlaust og áhrifaríkt fæðubótarefni fyrir fullorðið fólk, unglinga og börn. Samtökin voru einhuga um þá ályktun að opinberir aðilar eða íþróttasamtök sem mæli gegn notkun kreatíns séu um leið að auka hættuna á höfuðog taugaskaða sem kann að fylgja ákveðnum íþróttagreinum. (Journal International Society of Sports Nutrition, 14: 18, 2017)
TAKTU Á ÞVÍ ÁRNASYNIR
Mikið úrval af sterkum og þægilegum fatnaði í sportið
KRINGLUNNI · SMÁRALIND utilif.is
ÆFINGAR
>>> Hitamyndun ræður miklu um líkamsþyngd Efnaskipti breyta einu orkuformi í annað. Orka fæðunnar getur þannig breyst í hreyfiorku sem notuð er í vöðvaátök. Líkaminn nær einungis að nýta fjórðung af orkunni sem kemur úr fæðunni. Afgangurinn breytist í hita. Hitastigið í líkamanum er mikilvægt vegna þess að það hefur áhrif á nýtanlega orku sem líkaminn þarf á að halda til að sinna ákveðnum grunnþörfum. Nýtanleg orka minnkar þegar líkamshitinn verður annað hvort of mikill eða lítill sem veldur orkuleysi og þreytu þegar ætlunin er að hreyfa sig mikið eða taka á. Hitamyndun efnaskiptana hefur því áhrif á þyngdarstjórnun. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem stjórnað var af Katrin Fischer sem starfar við Sykursýki- og offitustofnunina í Munich í Þýskalandi var sympatíska taugakerfið í lykilhlutverki við að stjórna hitamyndun í fitufrumum og hafði mikla þýðingu fyrir þyngdarstjórnun líkamans. Hreyfing og æfingar eru hitamyndandi. Sömuleiðis ákveðin fæðubótarefni eins og koffín, p-synephrine og capsaisin úr chilipipar. (Nature Medicine, 23: 623-630, 2017)
>>> EIN SVEFNLAUS NÓTT NÆGIR TIL AÐ SPILLA HVÍLD EFTIR ÆFINGAR Listinn yfir neikvæð áhrif svefnleysis er langur. Keppnismenn í hjólreiðum reyndust mjög lengi að jafna sig eftir skorpuþjálfun í kjölfar einnar svefnlausrar nætur. Svefnleysið olli því að þeir urðu orkuminni, syfjaðri og misstu alla löngun til að æfa. Þetta þarf ekki að koma á óvart en stundum þarf að rannsaka hið augljósa. Góður svefn er forsenda þess að ná að jafna sig eftir mikil átök. Svefnskortur veldur niðurbroti vöðva sem mælist í aukningu hormóna sem brjóta niður vefi eins og kortísóli og minna mælist af vefaukandi hormónum eins og testósteróni og IGF-1. Svefnleysi raskar einnig ferlum innan líkamans sem stuðla að nýmyndun prótína. Það veldur niðurbroti prótína og stuðlar að minni vöðvamassa og vöðvarýrnun. Það hljómar afar
12 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
illa og kemur sér sérlega illa fyrir íþróttamenn sem þurfa á hvíld að halda eftir erfiðar æfingar. Svefnleysi stuðlar að vöðvarýrnun hjá öldruðum og hefur neikvæð áhrif á efnaskiptaheilsu. Er þá ónefnd tilhneyging til fitusöfnunar á kviðsvæði, hækkun í insúlíni, versnandi blóðsykurstjórnun, hækkun í blóðfitu og hærri blóðþrýstingur. Listinn yfir neikvæð áhrif svefnleysis gæti verið lengri, en líklega hafa skilaboðin komist til skila. Það borgar sig að sofa vel og lengi. Íþróttamenn og líkamsræktarfólk ætti að leggja mikla áherslu á að ná góðum svefni og líta á það sem svo að svefninn sé hluti þess að góð æfingakerfi skili árangri. (European Journal of Applied Physiology, vefútgáfa 28. febrúar 2017)
Whey Protein 80
PeptoPro
Whey Isolate 95
Instant Leucine
1,0kg - 2.990kr
0,5kg - 7.990kr
0,5kg - 2.490kr 1,0kg - 4.990kr 2,5kg - 11.990kr
0,25kg - 2.690kr 0,5kg - 4.990kr
Creapure Creatine
CLA
150stk - 2.990kr
60stk - 1.890kr 180stk - 2.990kr
GONUTRITION VÖRURNAR FÁST Í VEFVERSLUN WWW.BODYBUILDER.IS
Leucine 90stk - 1.990kr 180stk - 3.490kr
ÆFINGAR
>>> >>> Koffínið í kaffinu virkar hvetjandi Aukin orkutilfinning fylgir koffínneyslu, hvort sem inneign er fyrir henni eða ekki. Vísindamenn mældu áhrif þess að taka þrjú milligrömm af koffíni fyrir hvert kíló líkamsþyngdar eftir fjórar morgun- og þrjár seinnipartsæfingar á þrekhjóli. Koffínið dregur úr sársaukaupplifun í æfingum og hentar því vel þeim sem æfa mikið. Almennt er talið að koffín dragi úr verkjum vegna strengja. Aukin orkutilfinning fylgir koffínneyslunni, hvort sem inneign er fyrir henni eða ekki. Koffín hefur því lengi vel verið talið gott bætiefni fyrir þá sem æfa mikið, sérstaklega fyrir þá sem stunda skorpuæfingar (HIIT). Hluti af virkni koffíns felst eflaust í áhrif á viljastyrk. Þeir sem drekka mikið af kaffi þekkja það hvernig einn kaffibolli getur skilið á milli afkasta og leti í vinnunni. Hann getur verið drifkrafturinn sem vantaði. Flest afrek lífsins byggjast á að mæta. Þar á meðal það að stunda æfingar í ræktinni. Koffín getur því skilið á milli þess að nenna og nenna ekki að mæta á æfingu. (Journal Strength Conditioning Research, 31:638-643, 2017)
HEILSA
SÁNA EYKUR VÖÐVAVÖXT, FITUBRENNSLU OG FLÝTIR FYRIR ENDURNÆRINGU
Samkvæmt niðurstöðum finnskrar rannsóknar getur sánabað lækkað blóðþrýsting. Rannsóknin var nýlega birt í Journal of Hypertension en í henni voru rannsökuð áhrif sána á 1.621 miðaldra karlmenn með eðlilegan blóðþrýsting. Rannsóknin stóð í 25. ár. „Beint samhengi er á milli reglulegs sánabaðs, lækkunar á blóðþrýstingi og minni hættu á kransæðasjúkdómum,“ segir í Journal of Hypertension. Hitinn sem fylgir sánabaðinu stuðlar að heilbrigðari æðaveggjum og æðakerfi með auknu blóðflæði. Sterk vísindaleg rök eru að baki þessara fullyrðinga um gildi sánabaðs fyrir heilbrigði. Sánabað eykur myndun nituroxíðs sem er afar mikilvægt fyrir æðakerfið og líklegt þykir að þar sem fundin skýringin á áhrifunum á lækkun blóðþrýstings. Nýlegar rannsóknir sýna einnig að sána eykur vöðvavöxt og fitubrennslu með því að stuðla að hækkun vaxtarhormóna. Náttúrulegir vaxtarhormónar líkamans auka vatnsrof á fitu í fitusýrur og glýseról, fituoxun og fitubrennslu. Samkvæmt niðurstöðunum er um fimm til sextánfalda aukningu að ræða. Áhrif sánabaðsins eru því umtalsverð.
14 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
Sánabaðið eykur einnig svonefnd hitasjokkprótín sem kallast Hsp90 en þau auka insúlínnæmni og gera við skemmd prótín sem myndast í líkamanum vegna viðbragða hans við hitasjokki. Þar sem sána getur aukið insúlínnæmni hefur það um leið áhrif á aukna fitubrennslu og stuðlar að auknum vöðvavexti. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sána getur aukið vöðvaþol með því að fjölga rauðum blóðfrumum og örva myndun erythropoietin (EPO) hormónsins sem getur aukið súrefnisflutning, sérstaklega til vöðvavefja. Sterk vísindaleg rök benda því til að íþróttamenn, líkamsræktarfólk og auðvitað allir sem annt er um heilsuna ættu að stunda sánaböð reglulega. Heimildir. Zaccardi F, Laukkanen T, et al. Sauna Bathing and Incident Hypertenstion: A Prospective Cohort Study. American Journal of Hypertension, 30. bindi, 11. útgáfa. 1. nóvember 2017, bls 1120-1125. Hannuksela ML og Ellahham S. Benefits and risks of sauna bathing. Am J Med 2001:110, 118-126. Scoon GS, Hopkins WG, et al. Effect of post-exercise sauna bathing on the endurance performance of competitive male runners. J Sci Med Sport 2007;10, 259-262. Leppaluoto J, Huttunen P, et al. Endocrine effects of repeated sauna bathing. Acta Physiol Scand 1986:128, 467-470. Ftaiti F, Jemni M, et al. Effect of hyperthermia and physical activity on circulating growth hormone. Appl Physiol Nutr Metab 2008;33, 880-887. Kokura S, Adachi S, et al. Whole body hyperthermia improves obesity-induced insulin resistance in diabetic mice. Int J Hyperthermia 2007;23, 259-265.
WWW.BKKJUKLINGUR.IS
ÆFINGAR
>>>
FITUBRENNSLA ER MEIRI Á FASTANDI MAGA FYRIR ÆFINGU Hvíla þarf lengur eftir ofursett og þrí-sett Ofursett og þrí-sett eru algengur hluti af æfingakerfum íþróttamanna og líkamsræktarfólks. Ofursett byggjast á að taka tvær æfingar saman og hvíla ekkert á milli fyrr en báðum settum er lokið. Þrí-sett byggjast á því sama nema hvað teknar eru þrjár samliggjandi æfingar. Tilgangurinn er að auka æfingaálagið og spara tíma sem fer í æfingar. Jonathan Weakley og félagar sem starfa við Leeds Beckett Háskólann í Bretlandi komust að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að ofursett og þrí-sett stytti æfingatíma og auki æfingálag þá þurfi að hvíla lengur eftir slíkar æfingar. Hvíldarþörfin var metin 24 klukkutímum eftir æfingarnar með því að mæla frammistöðu í þriggja-setta æfingu og lóðréttu jafnfætis-hástökki. Ofursett og þrí-sett eru ágæt æfingakerfi. Íþróttamenn þurfa samt sem áður að hafa í huga að lengja þarf hvíldartímann. Hvíldartíminn er mikilvægur fyrir vöðvauppbygginu, ekki síst til að forðast ofþjálfun. (European Journal of Applied Physiology, 117:1877-1889, 2017)
Nú liggur fyrir hvers vegna það er skynsamlegt að vakna snemma og fara á æfingu með tómann maga. Kolvetni eru helsti orkugjafi líkamans við æfingar sem fara yfir 65% hámarksgetu í átökum. Viðtekin venja er að flestir íþróttamenn sem keppa í átakamiklum keppnisgreinum borði mikið af kolvetnum daginn fyrir keppni og í síðustu máltíðinni fyrir keppni. Spurningin er hvort ráðlegt sé fyrir þá sem ætla að léttast að nota sömu aðferð? Vísindamenn við Háskólann í Bath undir stjórn Dylan Thompson og YungChih Chen komust að því að fitubrennsla jókst ef fastað var í 12 tíma frekar en 2 tíma áður en farið var í rösklegan klukkustundar göngutúr. Máltíð tveimur klukkustundum fyrir gönguferðina hafði þannig ekki jafn mikil áhrif á fitubrennslu og fasta. Æfingar að morgni til fyrir morgunverð skila því meiri árangri í fitubrennslu ef hún er markmiðið. (American Journal of Physiology Endocrinology Metabolism, vefútgáfa 14. mars 2017)
>>> Koffín dregur úr sársauka eftir erfiða æfingu
Koffín hefur undanfarin ár skapað sér sess meðal helstu fæðubótarefna sem íþróttamenn nota. Það dregur úr sársauka í æfingum og einnig í kjölfar þeirra þegar líkaminn er að jafna sig eftir átökin. Vísindamenn mældu áhrif koffíns í kjölfar fjögurra morgun- og þriggja seinnipartsæfinga. Æfingarnar fólust í að hjóla. Á heildina litið dregur koffín úr sárindatilfinningu og orkutilfinning
16 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
í fótum er fljótari að koma aftur eftir erfiðar æfingar. Koffín er mikilvægt fæðubótarefni fyrir þá sem stunda æfingar. Það eykur kraft, sérstaklega í endurteknum skorpuæfingum. Það gleymist stundum að árangur og framfarir ráðast fyrst og fremst af því að mæta á æfingu leggja á sig það sem til þarf. Koffín fær íþróttamenn til að mæta á æfingu og rífa í lóðin. (Journal Strength Conditioning Research, 31:638-643, 2017)
MATARÆÐI
>>> Neikvæðar niðurstöður um ketóna
FÆÐUBÓTAEFNI MEÐ KETÓNUM ERU PENINGASÓUN NIÐURSTÖÐURNAR BENDA TIL AÐ FÆÐUBÓTAREFNI SEM INNIHALDA KETÓNA HAFI NEIKVÆÐ ÁHRIF Á FRAMMISTÖÐU ÍÞRÓTTAMANNA. Fjölmiðlar sögðu frá hjólreiðamönnum á Ólympíuleikunum sem tóku fæðubótarefni sem innihéldu ketóna til að bæta árangur í keppni. Náttúruleg framleiðsla líkamans á ketónum í gegnum efnaskipti veldur sælutilfinningu. Tilgangur hjólreiðamanna með því að taka ketóna er að seinka þreytutilfinningunni. Líkaminn notar fyrst og fremst glúkósa sem orkugjafa en hann getur einnig notað ketóna eins og asetón, asetóacetat og beta-hydroxybutyrat. Líkaminn framleiðir ketóna til að gefa heilanum orku þegar hitaeiningar í mataræðinu eru af skornum skammti. Rannsakendur við Maastrichtháskólann undir forystu Philippe Pinckaers endurskoðuðu útgefnar rannsóknir á þessu sviði og komust að þeirri niðurstöðu að ketónar hafi engin áhrif á líkamlega frammistöðu. Niðurstöðurnar voru fyrirsjáanlegar vegna þess að ketónar eru lengur að mynda orku en kolvetni. Nýjasta rannsóknin sýnir fram á að ketóna-sölt geta aukið fituoxun en um leið hafa þau neikvæð áhrif á frammistöðu í æfingum. Niðurstöðurnar benda til að fæðubótarefni sem innihalda mikið af ketónum hafi mjög neikvæð áhrif á frammistöðu íþróttamanna.
>>> Kenningin sem byggist á því að ketónar fái líkamann til að halda að hann sé í sveltandi ástandi er byggð á sandi. Dr. Jonathan Little sem er höfundur rannsóknarinnar segir: „Ketónasölt mynda óeðlilegt magn ketóna í blóðinu á svipaðan hátt og gerist við langvarandi hungur. Þannig neyðist líkaminn til að nota fitu sem brennsluefni.“ Með hækkandi magni ketóna í blóðinu minnkar nýting líkamans á glýkógeni sem er forðaform glúkósa. 10 fullorðnir karlmenn tóku þátt í rannsókninni. Allir voru þeir í svipuðu líkamlegu formi. Þegar þeim var sagt að fasta fengu þeir um leið annað hvort beta-hydroxybutyrate ketónaösölt eða bragðbætta lyfleysu til samanburðar. Af handahófi framkvæmdu þátttakendurnir síðan ýmsar hjólreiðaæfingar. Niðurstaðan benti til að þeir sem fengu fæðubótarefni með
18 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
beta-hydroxybutyrate ketónasöltum voru kraftminni en þeir sem fengu lyfleysuna. Fæðubótarefni eru oft markaðssett í þeim tilgangi að bæta frammistöðu íþróttamanna. Slíku er ekki fyrir að fara í þessu tilfelli. Engar vísbendingar eru um að fæðubótarefni sem innihalda ketóna hafi áhrif á frammistöðu. Kenningin sem byggist á því að ketónar fái líkamann til að halda að hann sé í sveltandi ástandi er byggð á sandi. Eiginlega kviksandi. Ef eitthvað er hafa þessi fæðubótarefni nefnilega neikvæð áhrif. (Sports Medicine vefútgáfa 16. júlí 2016; Applied Physiology, Nutrition and Metabolism, 2017; 42 (10): DOI: 10.1139/apnm2016-0641)
RANNSÓKN STAÐFESTIR AÐ ÆFINGAR OG HREYFING HÆGJA Á ÖLDRUN Fólk sem er í góðu formi fram eftir aldri hefur heilbrigðari og seigari gen en aðrir. Æfingar og hreyfing varðveita og verja svonefnda telómera (oddhulsur) sem eru við endana á litningunum og halda þeim saman. Með árunum styttast telómerarnir og missa virkni sína með þeim afleiðingum að valda hinum ýmsu sjúkdómum og að lokum dauða. Litningarnir geyma erfðastofnana eða genin og á endum þeirra er eins konar hulsa sem styttist við hverja frumuskiptingu. Að lokum trosna endarnir á litningunum þegar hulsurnar eru búnar og fruman deyr.
Æfingar seinka því að svokallaðir telómerar á enda DNA þráða styttist. Þekkt er að þegar telómerar styttast missa þeir virkni sína og valda þannig hinum ýmsu sjúkdómum.
Æfingar geta hinsvegar seinkað því að telómerar styttist. Samkvæmt rannsókn á um 6000 fullorðnum einstaklingum sem gerð var í tengslum við stóra rannsókn sem nefnist National Health and Nutrition Examination Survey undir stjórn Larry Tucker við Brigham Young Háskólann í Utah kom í ljós að fólk sem æfði mikið var með lengri telomera en aðrir. Þeir sem stóðu að rannsókninni báru saman fólk sem stundaði lítið, meðalmikið og mikið af æfingum eða hreyfingu. Öldrun frumna var metin út
frá lengd telómera. Frumualdur þeirra sem heyfðu sig minnst var 9 árum meiri en þeirra sem hreyfðu sig mest og sjö árum eldri hjá þeim sem hreyfðu sig í meðallagi mikið í samanburði við þá sem hreyfðu sig mest. Af þessum niðurstöðum draga rannsakendur þá ályktun að æfingar og hreyfing ráði miklu um frumuheilbrigði og jafnvel langlífi fullorðinna. Mælingar á telómerum þykja marktækur mælikvarði á ástand frumna. (Preventive Medicine, 100: 145-151, 2017)
Nítröt hafa sannað mikilvægi sitt sem hluti af hollu mataræði
Samkvæmt rannsókn sem gerð var á mjög vel þjálfuðum hollenskum íþróttamönnum undir stjórn Kristinar Jonvik sem er vísindamaður við Stofnun í Fræðum Íþrótta- og Æfinga sem er við HAN Háskólann í raunvísindum í Hollandi. Hún bendir á að helsta uppspretta nítrata í gegnum mataræðið Nítröt og nítrít auka myndun nituroxíðs væri að borða meira af salati og spínati í blóðrásinni. Þau er helst að finna í rauðrófum, rauðrófusafa, salati og spínati. en einnig sé að finna töluvert af nítrati í ýmsu grænmeti, kartöflum og ávöxtum. Framleiðslugeta æðakerfisins til að Rauðrófur eru frábær uppspretta nítrata mynda nituroxíð er sterk vísbending um og flestar rannsóknir hafa verið gerðar á heilbrigði þess. Nituroxíð myndast í innsta rauðrófum. lagi æðaveggjana og það er afar mikilvægt fyrir stjórnun blóðstreymis um líkamann. Íþróttamenn ættu því að borða mikið af ávöxtum og grænmeti en auðveldasta Aukin neysla á nítrötum í gegnum leiðin til að auka nítrataneyslu er að mataræðið eykur hlaupahraða og fjárfesta í safapressu eða blandara framfarir hjá langhlaupurum samkvæmt til að eiga auðveldara með að auka rannsóknum. Einfaldasta leiðin til að auka rauðrófuneyslu. neyslu á nítrötum er að borða meira af (Sport Nutrition and Exercise Metabolism, 27: 148-157, 2017) spínati, salati og rauðrófum, sérstaklega rauðrófum.
WWW.FITNESS.IS // FITNESSFRÉTTIR 19
Heilsa
>>> >>> Af skít, stuði, afgönum, líbanóum, bútum og molum.
HVAÐ VEISTU UM GRAS?
Algengast er að upp komist um neyslu þegar unglingar einangrast, sýna óeðlilegt ábyrgðarleysi, árásarhneigð, verða þunglyndir og hætta að sinna eðlilegum tengslum við fjölskyldu og vini. Þeim verður sama um allt og allur metnaður hverfur.
MÖRG HUNDRUÐ UNGRA ÍSLENDINGA LEITA SÉR AÐSTOÐAR Á HVERJU ÁRI VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR HAFA MISST TÖKIN Á LÍFI SÍNU EFTIR NEYSLU KANNABISEFNA. LISTINN YFIR NEIKVÆÐ ÁHRIF KANNABISNEYSLU ER LANGUR EN HÉR ER EKKI ÆTLUNIN AÐ TELJA HANN UPP, HELDUR AÐ NEFNA ATRIÐI SEM MINNA HAFA VERIÐ Í UMRÆÐUNNI.
Almennt er talað um kannabis sem afurðir hampjurtarinnar, öðru nafni kannabisplöntunnar (Cannabis sativa). Helstu afurðirnar eru í grófum dráttum þrjár: maríjúana, hass og hassolía. Í undirheimum gengur maríjúana undir slangrinu gras, maríanna, maría, jóna eða auli. Slanguryrðin yfir hass eru hinsvegar skítur, stuð, afgani, líbanói, bútur, moli eða hnulli. Kannabisneysla hefur lengi verið nokkuð almenn hér á landi og þá helst á hassi. Munurinn á maríjúana, hassi og hassolíu er sá að maríjúana er þurrkuð og grófmulin blanda blómsprota og laufs. Hass er mulin, fínunnin pressuð og hreinsuð kvoða oft pressuð í litlar kökur. Hassolía er búin til með því að lífræn leysiefni einangra vímuefnið sjálft. Hassolían getur þannig innihaldið mesta magnið af kannabínóíðum. Tetrahydrókannabínól sem hér á landi er oftast kallað THC er einn af mörgum kannabínóíðum sem eru í kannabisplöntunni.
Magn THC í maríjúana er oft 5-10 mg í gramminu. 30-70 mg í gramminu af hassi og 50-120 mg í gramminu af hassolíu.
eykst eftir því sem neyslan hefur staðið lengur.
Hass er oft reykt í pípum, stundum blandað við te. Maríjúana er oftast reykt í vöfðum sígarettum en hassolían er reykt þannig að nokkrir dropar eru settir í tóbak sem síðan er reykt.
Neysla kannabisefna er ekki bundin við unglinga og ungt fólk. Íþróttamenn eiga það til að neyta kannabisefna með fremur dapurlegum afleiðingum. Viðbragðsflýtir minnkar, hæfileikinn til að einbeita sér versnar, dómgreind hrakar og ýmis áhættuhegðun eykst.
Flestir þekkja til ættingja sem hafa þurft að takast á við vandamálin sem fylgja neyslunni. Oft er fólk grunlaust um neyslu sinna nánustu en fyrr eða síðar koma fram ákveðin einkenni.
Dómgreindarskortur og áhættuhegðun í kynlífi á það til að enda með ótímabærri þungun eða ýmsum smitsjúkdómum eins og klamedíu, lekanda eða eyðnismiti.
Algengast er að upp komist um neyslu þegar unglingar einangrast, sýna óeðlilegt ábyrgðarleysi, árásarhneigð, verða þunglyndir og hætta að sinna eðlilegum tengslum við fjölskyldu og vini. Þeim verður sama um allt og allur metnaður hverfur.
Nýlega voru niðurstöður endurskoðunar á 15 rannsóknum birtar í Journal of Science and Medicine in Sports. Þar kemur fram að maríjúana dregur úr getu íþróttamanna í bæði þolog styrktargreinum. Niðurstöðurnar sýndu einnig fram á tengsl við þrefalt meiri hættu á dauða vegna háþrýstings. Hættan var í beinu samhengi við lengd neysluferils.
Enginn áhugamál, sinnuleysi og snarversnandi gengi í skóla og námi geta einnig verið vísbending um neyslu kannabisefna þó aðrar ástæður kunni að liggja að baki. Skert námshæfni
20 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
(Journal of Science and Medicine in Sport, 20:825-829, 2017; European Journal of Preventive Cardiology, vefútgáfa í ágúst 2017; Saa.is, Spurningar og svör um kannabisefni; Visindavefur. is/svar.php?id=6217)
Magnesium Gel Magnesíum kemur við sögu í hundruðum mismunandi efnaskiptaferla í líkamanum og er best þekkt fyrir að hafa slakandi áhrif á vöðvana, draga úr krömpum og fótapirringi ásamt því að bæta svefn hjá mörgum. Gelið er þykkt og olíukennt og inniheldur mikið af hreinu magnesíum. Það er tilvalið til notkunar við æfingar og gott að nudda á aum og stirð svæði líkamans.
Inniheldur 100% náttúrulegt og hreint magnesíumklóríð, hentar öllum aldurshópum og er öruggt til notkunar bæði hjá börnum og ófrískum konum.
Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana
Heilsa
>>> >>> Verkjalyf valda meiri skaða en áður var haldið.
ALGENG VERKJALYF GETA VERIÐ STÓRVARASÖM Flestir íþróttamenn hafa á einhverjum tímapunkti þurft á bólgueyðandi verkjalyfjum að halda. Meiðsli og tognanir eru fylgifiskar þess að stunda ákveðnar íþróttagreinar. Verkjalyf leika því ákveðið hlutverk á slæmum dögum. Nú ber svo við að sterkar líkur eru á að verkjalyf valdi meiri skaða en áður var haldið. Hið virta British Medical Journal læknablað birti nýlega niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sem teymi vísindamanna gerði á maraþonhlaupurum. Sum verkjalyf, nánar tiltekið svokölluð NSAID-lyf (nonsteroidal andiinflammatory drugs) eru bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar. Eitt þekktasta lyfið í þeim flokki hér á landi er ibuprofen. Í 75% tilfella hjá maraþonhlaupurunum stuðluðu NSAID-lyfin að alvarlegum nýrnaskemmdum og hægðu jafnvel á bata vöðvavefja sem höfðu orðið fyrir meiðslum. Verkjalyf eins og ibuprofen virka þannig að þau hægja á vinnslu líkamans á svonefndum prostaglandínum. Prostaglandín eru afleiður fitusýra sem líkaminn myndar þegar hann verður fyrir meiðslum. Fylgifiskur prostaglandína í meiðslum eru sárindi, bólgur og hiti. Tilgangur
verkjalyfjana er að slá á einkennin sem fylgja meiðslunum. Prostaglandín hafa einnig æðavíkkandi áhrif sem verður til þess að blóðflæði eykst til þeirra svæða sem hafa orðið fyrir meiðslum. Með því að taka NSAID-lyf eins og ibuprofen minnkar magn prostaglandína sem þannig dregur úr bólgum og æðavíkkunin minnkar. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að NSAID-lyf eins og ibuprofen geta aukið hættuna á hjarta- og kransæðatengdum áföllum, þar á meðal hjartaáföllum og heilablóðfalli. Samkvæmt vefnum Harvard Health Publishing sem haldið er úti af Læknadeild Harvardháskóla eru sterk vísindaleg rök að baki því að ráðleggja fólki að nota ekki NSAID-lyf, sérstaklega ef um hjartasjúklinga er að ræða. Ein og sér ætti áhættan gagnvart hjartatengdum vandamálum að nægja til að hætta að taka NSAID-lyf. Notkun NSAID-lyfja í smáum skömmtum skapar ekki mikla áhættu fyrir flesta en þegar haft er í huga hversu mikið fólk tekur af þessum lyfjum er ekki hægt annað en að vara við þeim. Hvað hjartasjúkdóma varðar skapa NSAID-lyf ein og sér þó ekki stórkostlega hættu í samanburði við górillurnar í herberginu - reykingar, offitu, ofát og hreyfingaleysi.
22 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
Notkun NSAID-lyfja í smáum skömmtum skapar ekki mikla áhættu fyrir flesta en þegar haft er í huga hversu mikið fólk tekur af þessum lyfjum er ekki hægt annað en að vara við þeim.
Hvaða valkostir eru þá í stöðunni til að takast á við bólgur og verki vegna vöðvameiðsla? Kaldur ís sem lagður er við meiðslin getur dregið úr bólgum. Nýlegar rannsóknir sýna einnig að húðkrem sem innihalda menthol hafa kælandi áhrif og geta orðið að gagni. Köld böð hjálpa líka. Annar valkostur er að sleppa öllum verkjalyfjum. Stundum er hægt að bíta á jaxlinn. Lækningamáttur líkamans sjálfs er mikill og oft er tími það eina sem þarf. Stunda æfingar, losna við spikið, fara í sjúkraþjálfun og nudd getur í sumum tilfellum gert gagn án aukaverkana. Varast ber sérstaklega að taka lyf sem innihalda acetamínóphen (Tylenol) um leið og áfengi. Þegar þetta fer saman skapast hætta á lifrarskemmdum og í verstu tilfellum lyfrarbilun. Við lifrarbilun er engin lækning nema lifrarskipti. Ef meiðslin eru það alvarleg að þola ekki bið er ráðlegast að leita læknis. (The New York Times, 11. júlí 2017; Scandinavian Journal of Medicine & Health, vefútgáfa 4. ágúst 2017; British Medical Journal, vefútgáfa 5. júlí 2017; Microvascular Research, vol 107, september 2016, bls 39-45; Health.harvard.edu/hearthealth/heart-safer-nsaid-alternatives; Visindavefur.is/svar. php?id=61709)
HEILSA
>>>
MYSUPRÓTÍN DREGUR ÚR HUNGURTILFINNINGU Ákveðnar amínósýrur í mysuprótíni reyndust valda minni matarlyst og stuðla að saðningartilfinningu. Við höfum öll gott af því að halda matarlystinni í skefjum. Mysuprótín er mjög gagnlegt hjálpartæki til að draga úr aukakílóum. Það stuðlar að nýmyndun vöðva og fitulausum vöðvamassa, jafnvel hjá fólki sem stundar ekki æfingar eða hreyfingu. Það dregur líka úr matarlyst. Þaðan kemur helsta hjálpin. Vísindamenn við Háskólann í Massey á Nýja-Sjálandi gerðu rannsókn á konum á framhaldsskólaaldri sem voru í kjörþyngd. Þeir komust að því að ákveðnar amínósýrur í mysuprótíni reyndust minnka matarlyst og
stuðla að saðningartilfinningu. Vísindamennirnir báru saman mataræði kvennana í kjölfar mysuprótíndrykks og amínósýrublöndu sem líkti eftir eiginleikum mysuprótínsins. Ekki reyndist neinn munur á hungureða saðningartilfinningu á milli þessara drykkja. Lifrin getur breytt amínósýrum í blóðsykur sem dregur úr matarlyst. British Journal of Nutrition, 116: 1666-1673, 2016)
Alþjóðasamband líkamsræktarmanna Alþjóðasamband líkamsræktarmanna fer með yfirstjórn vaxtarræktar- og fitnessmóta á heimsvísu og var stofnað af bræðrunum Joe og Ben Weider árið 1946 í Montreal í Kanada. Alls eiga 192 lönd aðild að IFBB sem heldur um 1400 mót á ári víðsvegar um heiminn. Helstu mótin sem haldin eru á vegum IFBB eru heimsmeistaramót karla í vaxtarrækt, heimsmeistaramótið í fitness, heimsmeistaramót unglinga og öldunga í fitness og vaxtarrækt og Arnold Classic í Evrópu. IFBB er íþróttasamband. Það er aðili að SportAccord (Heimssamtökum alþjóðaíþróttasambanda), heimsleikunum (IWGA), UNESCO,
Koffín lengir lífið Krónískar bólgur geta valdið háþrýstingi, oxunarálagi, slagæðastífleika og óeðlilegri blóðstorknun. Samkvæmt rannsókn á vegum David Furan við Stanfordháskólann eru þessi einkenni lífshættuleg og geta því leitt til ótímabærs dauða. Bólguferlið getur sömuleiðis ýtt undir hjarta- og æðasjúkdóma og aukið þannig hættuna á ótímabærum dauða. Koffín veitir ákveðið mótvægi gegn bólguferlinu og minnkar því líkurnar á ótímabærum dauða.
ICSSPE og ýmsum öðrum virtum alþjóðlegum samböndum og er eina viðurkennda alþjóðlega íþróttasambandið í heiminum sem heldur vaxtarræktar- og fitnessmót og starfar í samræmi við reglur WADA (World Anti-doping Agency). Hér á landi er það Fitness á Íslandi sem hefur umsjón með fitnessmótum.
Læknar og vísindamenn hafa á undanförnum árum veitt krónískum bólgum meiri athygli vegna þess að tengsl eru á milli þeirra og Alzheimer sjúkdómsins, margra krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma, gigtar og þunglyndis. Koffín vinnur gegn bólgum og getur þannig lengt lífið. (Nature Medicine, 23: 174-184, 2017)
WWW.FITNESS.IS // FITNESSFRÉTTIR 23
KEPPNIR
>>> Innanlandsmót í fitness 2018 Haldin verða tvö innanlandsmót í fitness á árinu 2018. Íslandsmótið fer alltaf fram um Páskana og Bikarmótið seint að hausti. Í ár verður Íslandsmótið haldið fimmtudaginn 29. mars og Bikarmótið verður haldið laugardaginn 17. nóvember. Bæði mótin verða haldin í Háskólabíói.
Íslandsmótið 2018 • Miðvikudagur 28. mars: Innritun keppenda. • Fimmtudagur 29. mars: Fitness karla, sportfitness og vaxtarrækt. Fitness kvenna, ólympíufitness, wellness og módelfitness.
UNDIRBÚNINGUR HAFINN FYRIR ÍSLANDSMÓT IFBB UM PÁSKANA Íslandsmótið fer fram í Háskólabíói fimmtudaginn 29. mars sem er skírdagur. Þessa dagana eru keppendur á fitnessmótum að byrja að huga að undirbúningi fyrir Íslandsmótið í fitness sem fer fram um páskana. Mótið fer fram 29. mars sem er skírdagur. Að þess sinni fer mótið fram á einum degi, ekki tveimur eins og verið hefur. Dagskráin verður því þéttskipuð á keppnisdaginn.
Niðurskurður nálgast
Frá áramótum eru rúmar 12 vikur í mótið en algengt er að keppendur taki um 12 vikur í niðurskurð. Það eru því margir sem hefja nýtt ár á að skera niður mataræðið. Sumir vilja þó hafa varann á og taka allt að 16 vikur í niðurskurð. Þeir þurfa því að hafa varann á sér í áti yfir jólamánuðinn.
Óskað eftir auknu samstarfi við Lyfjanefnd ÍSÍ
Undanfarin ár hafa lyfjapróf á fitnessmótum á vegum IFBB fyrst og fremst farið fram á alþjóðlegum mótum. Á sínum tíma var tekinn fjöldi lyfjaprófa á Íslandsog bikarmótum en eftir nokkuð hlé á prófum stendur nú til að efla lyfjaeftirlit og taka nokkur próf á hverju móti. Óskað hefur verið eftir auknu samstarfi á þessu sviði við Lyfjanefnd ÍSÍ sem hefur almenna umsjón með öllum lyfjaprófum hér á landi.
Skráning keppenda hefst í byrjun febrúar
Íslandsmótið verður með hefðbundnu sniði og keppt verður í sömu flokkum og gert var á síðasta ári. Wellness flokkur kvenna er kominn til að vera og má reikna með að keppt verði í honum á Íslandsmótinu. Skráning keppenda hefst í byrjun febrúar og verður á fitness.is.
Bikarmótið 2018 • Föstudagur 16. nóvember: Innritun keppenda. • Laugardagur 17. nóvember. Keppni í öllum flokkum. Mótið fer fram á einum degi. Keppt verður í öllum flokkum á laugardeginum. Keppnisflokkar: Fitness kvenna unglingafl. Fitness kvenna 35 ára + Fitness kvenna -163 Fitness kvenna +163 Fitness karla unglingafl. Fitness karla Fitness karla 40 + Sportfitness karla unglingafl. Sportfitness karla -178 Sportfitness karla +178 Ólympíufitness kvenna Vaxtarrækt karla 40 ára + Vaxtarrækt karla unglingafl. Vaxtarrækt karla undir 85 kg Vaxtarrækt karla yfir 85 kg Módelfitness byrjendur Módelfitness unglinga 16-19 ára Módelfitness 35 ára + Módelfitness -163 Módelfitness -168 Módelfitness +168 Wellnessflokkur kvenna Skráningar fara fram á fitness.is.
24 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
BÆTIEFNI
>>> ATP fæðubótarefni draga úr þreytu í skorpuþjálfun
Adenosín þrífosfat, skammstafað ATP (adenosine triphosphate), er stundum nefnt orkuefni líkamans. Ástæðan er sú að það geymir í sér orku sem notuð er í flestar efnabreytingar í líkamanum. Fæðubótarefni sem innihalda ATP geta dregið úr notkun líkamans á ATP og samkvæmt rannsókn Martin Purpura frá Increnovo LLC og félaga jókst kraftur í æfingum miðað við óvirkt samanburðarefni þegar teknir voru sex sekúndna sprettir á þrekhjóli. Rannsóknin sem hér um ræðir fór þannig fram að þátttakendum voru gefin 400 mg af ATP eða óvirku samanburðarefni daglega í tvær vikur áður en þrekprófið á hjólinu fór fram. Talið er að fæðubótarefni sem innihalda ATP geti dregið úr þreytu með því að flýta fyrir endurnýjun orkunnar í frumunum. Megnið af ATP er bundið við frumurnar sjálfar og er mikilvægt til að gefa orku við vöðvaátök og halda allri almennri frumustarfsemi gangandi. Afar lítið af ATP sem tekið er inn með fæðunni eða sem fæðubótarefni berst inn í blóðrásina óbreytt. Það sem gerist er að niðurbrotsefni ATP eins og púrín bindast viðtökum sem hafa áhrif á blóðflæði til vöðva. Þeir hafa einnig áhrif á getuna til að tileinka sér nýjar hreyfingar og svefn. ATP fæðubótarefni auka líklega vöðvaþol með því að efla blóðflæði í miklum átökum. Kreatíneinhýdrat er virkara en ATP í að auka magn ATP innan frumnana sjálfra. Kreatínið útvegar fosfat inn í ATP orkuferlið en ATP í fæðuformi hefur fyrst og fremst áhrif á frumuboðin utan við frumurnar. ATP og kreatíneinhýdrat efla bæði þrek og kraft en hvort um sig á sinn hátt. (Journal American College of Nutrition, vefútgáfa 12. janúar 2017)
GREINÓTTAR AMÍNÓSÝRUR MINNKA HVÍLDARÞÖRF EFTIR ÆFINGAR Virka best ef þær eru teknar eftir æfingu. Levsín, ísólevsín og valín eru heiti amínósýra sem flokkast undir svonefndar greinóttar amínósýrur (BCAA). Þær eru lífsnauðsynlegar amínósýrur sem þýðir að líkaminn verður að fá þær í gegnum fæðuna. Hann getur ekki framleitt þær. Greinóttar amínósýrur gegna ákveðnu hlutverki í nýmyndun prótína, viðgerð á vefjum og boðkerfi efnaskipta sem nauðsynlegt er fyrir vöðvauppbyggingu og blóðsykurstjórnun.
minnkar þreyta, fólk verður meira vakandi en vanalega, einbeiting eykst og sjálfsöryggi verður meira. Allt eru þetta viðbrögð sem þróast hafa með mannskepnunni frá örófi alda og eru til þess ætluð að bjarga lífi okkar við lífshættulegar aðstæður með því að gera okkur hæfari til að berjast við aðsteðjandi ógn eða leggja á flótta. Það skítur því skökku við að taka levsín og greinóttar amínósýrur fyrir æfingu. Slen og syfja gera engum gott þegar til stendur að taka á.
Samkvæmt safngreiningarrannsókn sem fór í saumana á sjö rannsóknum kom í ljós að best er að taka fæðubótarefni sem innihalda greinóttar amínósýrur eftir æfingar. Ekki fyrir og ekki á meðan æft er. Niðurstöðurnar gáfu nefnilega til kynna að greinóttar amínósýrur sem teknar eru á meðan æfingu stendur hafa ekki áhrif á sárindi í vöðvum þegar hvíldin tekur við.
Niðurstöður safngreiningarrannsóknarinnar benda til að þegar fæðubótarefni sem innihalda greinóttar amínósýrur eru teknar eftir æfingu séu vöðvasárindi minni og magn kreatínkínasa mælist meira en ef engar amínósýrur eru teknar. Kreatínkínasar eru notaðir sem mælikvarði á vöðvaskemmdir.
Levsín amínósýrur sem teknar eru fyrir æfingu valda sleni, syfju og þreytu. Nýlegar rannsóknir sýna að levsín amínósýran dregur verulega úr týrósín undanfara dópamíns í heilanum og dregur úr myndun dópamíns. Dópamín og noradrenalín eru einskonar „flótta- og árásarhormón.“ Þau undirbúa líkamann undir öfgafull átök. Með því að auka dópamín
26 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
Levsín amínósýran sem er ein af greinóttu amínósýrunum leikur stærsta hlutverkið í að ræsa svokallað mTOR uppbyggingarferli. Það þykir því líklegt að hún ein og sér sé einna heppilegust til að ná fram þeim áhrifum sem greinóttar amínósýrur hafa á hvíld vöðva. Fæðubótarefni sem innihalda hana eina og sér eru því líklega ódýrasta lausnin. (Nutrition, 42: 30-36, 2017)
FITNESS ÍSLANDSMÓTIÐ FIMMTUDAGINN 29. mars
HÁSKÓLABÍÓ
2018
BÆTIEFNI
>>> Melatónín kemur í veg fyrir offitu með áhrifum þarmaflóruna Melatónín er hormón sem framleitt er í heilakönglinum í heilanum. Eitt helsta hlutverk þess er að hafa áhrif á svefnvenjur. Það hefur stundum verið kallað myrkurhormón vegna þess að líkaminn framleiðir það ekki þegar bjart er úti, einungis þegar dimmir. Hormónið hefur áhrif á líftakt dýra sem lýsir sér helst í að það hefur áhrif á það hvenær sumar dýrategundir æxlast og hvenær þær leggjast í vetrardvala. Melatónín sem tekið er í töfluformi getur haft áhrif á þyngdarstjórnun vegna áhrifa þess á þarmaflóruna ef marka má niðurstöður rannsóknar sem kínverskir vísindamenn gerðu á músum. Þeir gáfu músunum fituríkt fæði sem breytti samsetningu örvera í meltingarveginum og fitaði mýsnar. Þegar músunum var gefið melatónín breyttist samsetning þarmaflórunnar. Mýsnar léttust og grenntust. Aðrar rannsóknir hafa bent til að melatónín dragi einnig úr bólgum. Fyrir var vitað að melatónín bætir svefn og þyngdarstjórnun en vísindamenn hafa undanfarið beint sjónum sínum að áhrifum þess á þarmaflóruna. Ójafnvægi í þarmaflórunni hefur í för með sér hin ýmsu vandamál. Andfýlu, álag á ónæmiskerfið, tannholdssýkingu, kransæðasjúkdóma, bakverki og ofnæmi. (Journal of Pineal Research, vefútgáfa 15. febrúar 2017)
>>> Niðurstöðurnar ganga þvert á þær kenningar vísindamanna og þjálfara sem fram til þessa hafa haldið því fram að til þess að bæta frammistöðu með því að taka koffín þurfi að hætta kaffidrykkju eða koffíntöku nokkrum dögum og jafnvel nokkrum vikum fyrir keppni.
KOFFÍN ER HÆTTULAUST SEM FÆÐUBÓTAREFNI Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar er hættulaust fyrir þungaðar konur og unga krakka að neyta koffíns í töfluformi. Koffín hefur engin skaðleg áhrif á líkamann ef þess er gætt að dagleg neysla fari ekki yfir 400 mg. Um 400 mg jafngildir fjórum kaffibollum eða átta tebollum. ILSI (International Life Sciences Institute) stofnunin stóð fyrir endurskoðun rannsóknar á áhrifum koffíns og komst að þeirri niðurstöðu að 400 mg dagsskammtur af koffíni væri skaðlaus. Rannsakendurnir við ILSI stofnunina skoðuðu 740 rannsóknir á koffíni áður en þeir kynntu niðurstöður sínar. Íþróttamönnum hefur oftast verið ráðlagt að drekka ekki kaffi. Ástæðan er sú að einn kaffibolli að morgni kann að hljóma sakleysislega en kaffibollar eru fljótir að fjölga sér. Fyrr en varir er búið að drekka þrjá, fjóra, fimm, bolla. Þeir sem drekka kaffi eru því fljótir að aðlagast áhrifunum sem þessi unaðsdrykkur veitir. Þar liggur ástæða þess að oft hefur íþróttamönnum verið ráðlagt að drekka ekki kaffi í viku fyrir keppni. Bruno Gualano er prófessor í lífeðlisfræði og næringarfræði við Sao Paulo í Brasilíu. Hann komst að því að
28 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
þrátt fyrir að koffín sé daglegur hluti mataræðisins geti það samt sem áður bætt frammistöðu við æfingar. Rannsókn Bruno byggðist á að karlkyns keppendur í hjólreiðum fengu 400 mg af koffíni klukkustund fyrir hjólaæfingu. 400 mg jafngilda koffíni í fjórum kaffibollum. Þátttakendurnir í rannsókninni fengu lyfleysu til samanburðar á sumum hjólaæfingum. Nánast allir þátttakendurnir í rannsókninni gátu hjólað hraðar og af meiri krafti eftir að hafa fengið töflu sem innihélt koffín. Að meðaltali 3,3% hraðar en þegar þeir fengu enga töflu og 2,2% hraðar en þegar þeir fengu lyfleysu. Hjólreiðamenn sem voru vanir mikilli daglegri koffíndrykkju bættu frammistöðuna jafn mikið og þeir sem voru ekki vanir því að fá koffín daglega. Niðurstöðurnar ganga þvert á þær kenningar vísindamanna og þjálfara sem fram til þessa hafa haldið því fram að til þess að bæta frammistöðu með því að taka koffín þurfi að hætta kaffidrykkju eða koffíntöku nokkrum dögum og jafnvel nokkrum vikum fyrir keppni. (Journal of Applied Physiology, 123: 213-220, 2017)
„TÆKIFÆRIÐ ER NÚNA.“ Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu.
ÞETTA Á EKKI AÐ VERA AUÐVELT. EN ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI. Það eru margir þættir sem stuðla að því að einstaklingar og lið ná að skipa sér í fremstu röð. Kjarkur, dugur og þor eru þar á meðal. Það hjálpar líka alltaf að taka Lýsi.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS
>>>
>>>
KYNNINGAR
FITNESSFRÉTTIR HEFJA 20. ÁRGANG Fitnessfréttir og fitness.is hófu göngu sína 1999 og er því 20. árgangur blaðsins hafinn. Einar Guðmann hefur verið ritstjóri Fitnessfrétta og fitness.is frá upphafi og hefur skrifað þúsundir greina í gegnum tíðina. Einar hóf að skrifa um líkamsrækt og næringu í dagblöð og tímarit ásamt Sigurði Gestssyni árið 1987 eftir keppnisferil í vaxtarrækt sem hófst með fyrsta Íslandsmótinu 1982. Einar hóf að gefa út Heilsupóstinn árið 1987. Heilsupósturinn var lítið blað sem hvatti fólk til að sinna líkamsrækt og heilsu og var gefið út til ársins 1992, dreift frítt í öll hús á Akureyri. Þá stækkaði blaðið og varð að tímaritinu Heilsu & Sport sem var selt í áskrift og lausasölu um allt land í nokkur ár. Árið 1999 stofnaði Einar Guðmann Fitnessfréttir og fitness.is en lesendum hefur fjölgað jafnt og þétt á þessum tíma í takt við vaxandi vinsældir líkamsræktar.
>>>
Markmið blaðsins er að hvetja almenning til að stunda líkamsrækt, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. Lögð er áhersla á faglegar greinar sem byggjast á heimildum. Þegar horft er til baka til ársins 1982 má fullyrða að áhugi á líkamsrækt hafi þróast frá því að vera áhugamál fárra sérvitringa yfir í almenningsíþrótt og iðnað. Þúsundir blaða- og vefgreina um æfingar, mataræði og líkamsrækt hafa vonandi átt þátt í að hvetja marga til að byrja að stunda æfingar og sinna mataræðinu í gegnum tíðina. Í dag greiða mörg fyrirtæki og stofnanir og stéttarfélög æfingagjöld fyrir starfsmenn. Æfingastöðvar þykja jafn sjálfsagðar og sundlaugar og stór hluti þjóðarinnar stundar þar reglulega hreyfingu sér til heilsubótar. Þessi þróun hefði þótt bjartsýni árið 1982. Fitnessfréttum hefur frá upphafi verið dreift frítt í allar æfingastöðvar landsins og er blaðið kostað af auglýsingum.
Fyrsta tölublað Fitnessfrétta árið 1999. Gunnar Már Sigfússon prýddi forsíðuna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fitness. Fjölmargir þeirra sem hafa verið á forsíðu blaðsins í gegnum tíðina hafa starfað við eitt og annað tengt líkams- og heilsuræktariðnaðinum. Gunnar Már er einn þeirra en hann er enn að rétt eins og blaðið.
KYNNING
Kolvetnaskert Ísey skyr – glært lok og rauður borði nokkrum árum hafa vinsældir skyrs á Íslandi aukist til muna og íslenskir neytendur verið duglegir að kalla eftir nýjum og spennandi bragðtegundum án viðbætts sykurs. Mikið starf hefur verið lagt í vöruþróun hjá Mjólkursamsölunni sem hefur leitt til þess að fyrirtækið hefur undanfarin misseri sett á markað nokkrar nýjar bragðtegundir í Ísey skyr línunni. Tvær nýjustu bragðtegundirnar eru annars vegar með rabarbara og vanillu og hins vegar með kókos. Hver dós inniheldur innan við 5 g af kolvetnum í hverjum 100 g og því óhætt að segja að Ísey skyr
500.is - hugmyndaríkur vefur
flokkurinn sé frábær valkostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna og hentar fullkomlega sem morgunmatur eða millimál. Það er auðvelt að þekkja kolvetnaskerta skyrið frá öðrum tegundum en þú þekkir það á rauðu röndinni sem liggur niður eftir dósinni og glæru lokinu. Kynntu þér málið betur á ms.is/thittervalid – því þitt er valið!
30 FITNESSFRÉTTIR // WWW.FITNESS.IS
500.is er nýr vefur sem snýst um hugmyndir úr ýmsum áttum. Flottar vörur, hönnun, gamanmál og grín, útlit, hollustu, heimilið, uppskriftir og heilræði svo eitthvað sé nefnt. Vefurinn sem sérstaklega hefur konur og hugðarefni þeirra í huga hefur það hlutverk að varpa fram hinum ýmsu hugmyndum og lausnum á einu og öðru sem daglegt líf ber með sér. Skemmtilegur vefur sem gaman er að gramsa í. Kíktu á 500.is.