Vetur & Vor 2014-2015
HAFÐU SAMBAND Okkur langar endilega að heyra í þér með bókanir, fyrirspurnir, hrós og/eða ábendingar.
TÖLVUPÓSTUR
Almennar fyrirspurnir Hópafyrirspurnir
SÍMI / FAX
Söluskrifstofa Fjármálaskrifstofa Fax
flakk@flakk.is hopar@flakk.is
+354-571-7400 +354-551-9000 +354-551-9003
HEIMILISFANG Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 46 108 Reykjavík Ísland
K I PUL EGGJ A
DI
FE
S ÐA
LEYF
www.flakk.is
N
Ármúli 36 108 Reykjavík Ísland
R
Fjármálaskrifstofa
ISHAF
I
Flakk.is er ferðaskrifstofa sem leggur áherslu á skemmtilegar ferðir, þar sem þjónustan við viðskiptavini er höfð að leiðarljósi.
Láttu okkur sjá um að skipuleggja ferðina fyrir þig, hvort heldur með því að versla hjá okkur pakkaferð eða leyfa okkur að sérsníða ferð að þínum þörfum. Við hjálpum þér að fá ferð á hagstæðu verði, en jafnframt skemmtilega og án vandkvæða. Hafðu samband við fulltrúa okkar og fáðu upplýsingar um ferðirnar okkar.
EFNISYFIRLIT Brixen ImThale..................................................................................................................4-5 Eyðimerkur - Enduro......................................................................................................6-7 Siglingaflakk...............................................................................................................8-9 Tónlistaflakk..............................................................................................................10-11 Hópaflakk...............................................................................................................12-13
BRIXEN IM THALE 7 nætur með 1/2 fæði
199.900,-
á mann í tveggja manna herbergi
Brixen im Thale er hluti af skíðaparadísinni SkiWelt í austurrísku Ölpunum. Brixen im Thale er hluti af skíðaparadísinni SkiWelt í austurrísku Ölpunum. Skíðabrekkurnar þar telja saman 46 km og eru þær allt frá 800 metrum að 1.830 metrum að lengd. Til viðbótar við sjálft Brixen im Thale svæðið er SkiWelt samanlagt yfir 279 km af brekkum með 184 skíðaleiðum og 91 skíðalyftu. Brekkur Brixen im Thale eru mjög góðar og henta margar hverjar afar vel byrjendum og miðlungsgóðum skíðaköppum. Brixen im Thale býður einnig afburðagóða aðstöðu fyrir skíðabrettafólk í brettagörðunum (terrain parks) Ellmau, Westendorf og Soll, sem eru búnir öllu því besta.
Vital Sporthotel Brixen Vital Sporthotel Brixen er 4 stjörnu hótel í mögnuðu landslaginu í Tirol. Hótelið var nýlega tekið allt í gegn. Frábær staður til að slaka á eftir langan dag á skíðum. Á hótelinu má finna innanhússlaug, heitan pott, sauna, nuddstofu og gufubað svo eitthvað sé nefnt.
Hótel Alpenhof Brixen Hótel Alpenhof Brixen er staðsett í miðju undralandi Kitzbüheler Alpanna. Hótelið er friðsamur og sólríkur staður til að eyða tíma á. Hótelið státar af innanhússsundlaug, sauna og frábærum veitingarstað. Útsýnið af hótelinu er vægast sagt stórkostlegt.
Hotel Reitlwirt Hotel Reitlwirt er rómantískt 4 stjörnu hótel með miklum karakter. Hótelið býður upp á sérstakt leiksvæði fyrir börn, auk allrar þeirrar þjónustu sem er alla jafna boðið upp á hjá 4ra stjörnu hótelum. Hótelið er í skemmtilegum hefðbundnum skíðahótelastíl, sem búið er að að gera huggulegra og rómantískara en vaninn er.
Ferðatilhögun
Flogið með Flugleiðum klukkan 07:20 til Munich. Áætlaður flugtími er 03:45 og komutími 12:50. Flogið heim með Flugleiðum klukkan 13:05. Áætlaður flugtími er 03:55 og komutími 16:00. Aukalega er í boði er akstur til og frá flugvelli, en það er um einn klukkutími og tuttugu mínútna akstur til Brixen im Thale frá flugvellinum í Munich.
Hótel
Í þessari ferð gistir þú í einu af þessum fjögurra stjörnu hótelum í Brixen Im Thale. Hotel Alpenhof Brixen Vital Sporthotel Brixen Hotel Reitlwirth Brixen
Innifalið
Flug til og frá Keflavíkur og Munich ásamt sköttum og gjöldum. Gisting í sjö nætur auk hálfs fæðis, ásamt gjöldum og sköttum.
Ábendingar
Athugið að greiða þarf sérstaklega fyrir skíði í áætlunarflugi. Í Brixen im Thale er fólk á eigin vegum, án fararstjóra.
Dagsetningar
Brottfarir alla laugardaga frá 6. desember til 4. mars 2015. Í Brixental- Thale er fólk á eigin vegum, án fararstjóra.
Eyðimerkur - Enduro Hafirðu einhverju sinni fylgst með París - Dakar keppninni og séð þig fyrir þér sem þáttakanda, þá er þetta ferðin fyrir þig. Að ferðast á KTM450 hjóli um alla flottustu staði eyðimerkurinnar er draumaferð allra mótorhjólaáhugamanna. Vel skipulagðar dagleiðir, í framandi landi þar sem menningin er mjög ólík okkar. Þú verður að hafa reynslu af akstri mótorhjóla (ekki endilega utanvegaakstri), auk þess vera í góðu líkamlegu ástandi, til að taka þátt í þessari ferð. Ef þú hefur ekið utanvega eða mótorkross- / endurohjólum, þá er það óneitanlega kostur - en ekki nauðsynlegt.
Þeir sem hafa ekki mikla reynslu af utanvegaakstri fá kennslu frá farastjórum. Allir þáttakendur fá síðan kennslu og þjálfun í að takast á við akstur í eyðimerkursandinum.
Í þessari ferð er gist í 3ja til 5 stjörnu hótelum og í Bedúin tjöldum. Þeir sem vilja njóta umhverfisins til hins fyllsta geta valið að sofa undir berum stjörnubjörtum himninum.
Ferðast er í litlum hópum, að hámarki 14 manns, sem nýtur stuðnings fylgdarbíls. Lágmarksfjöldi í ferð eru 10 einstaklingar. Aðeins er boðið upp á vélhjól í besta ástandi, sem og gæðabúnað. Þátttakendur fá allir fatnað og öryggisbúnað. Hjólin sem ferðast á eru öflug KTM EXC 450. Í
ferðinni er hjólunum mjög vel viðhaldið og þau þjónustuð á hverjum degi af reyndum bifvélvirkja. Vegakaflar ferðarinnar eru mjög fjölbreyttir, en gera má ráð fyrir að 85-90% ferðarinnar falli undir utanvegaakstur.
Ferðatilhögun
31. mars flogið til Kaupmannahafnar og gist í eina nótt 1. apríl flogið til Marokkó 1.-8. apríl mótorhjólaferðin 8. apríl flogið til Kaupmannahafnar og gist í eina nótt 9. apríl flogið heim til íslands
Ferðin felur í sér: (svo til allt) Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar (bæði fram og til baka).Gisting í Kaupmannahöfn, fyrir og eftir ferð. Flug frá Kaupmannahöfn til Marakesh (bæði fram og til baka). 8 daga ferðalag (01.04.2015-08.04.2015). Reyndur enskumælandi danskur fararstjóri. Reyndur enskumælandi innlendur leiðsögumaður (Hefur tekið þátt í Dakar Rally, Baja 2000 og nokkrum öðrum alþjóðlegum keppnum). Rúta frá flugvellinum til hótelsins í Marakesh Ouzazate. Upplýsingafundur fyrir ferð, ásamt drykk. 1 KTM EXC 450 Racing fullbúið vélhjólf fyrir utanvegaakstur. Leiga á vélhjólinu innifelur ábyrgð gagnvart þriðja aðila (en athuga ber að sjálfsábyrgð er 820 DKR) Eftirfarandi MC búnað: Enduro-brynja, enduro-jakki/peysa, enduro-buxur, hnjáhlífar, olnbogahlífar. 7 nætur, í tveggja manna herbergi á 3ja til 5 stjörnu hótelum og bedúíntjöldum. 7 x hálf máltíð. 7 x morgunverður. 6 x hádegisverður á ferð (picnic). Allt eldsneyti og full þjónusta. Innlendur bifvélavirki fylgir hópnum. GPS. Fjórhjóladrifinn fylgdarbíll. Svalandi vatn á ferð. Flugvallaskattar og þjónustugjöld. Staðbundnir skattar og gjöld. Ferðin innifelur ekki:
Vasapeningar. Drykkir með mat. Ferðatryggingar. Hjálmur, stígvél, hanskar og gleraugu. En hægt er að leigja þennan búnað aukalega við bókun ferðarinnar. Annað sem ekki er getið hér að ofan.
699.900,-
SIGLINGAFLAKK
Hvort heldur þig langar að sigla um Suður-Ameríku í draumaferð eða sigla til Bahamas, þá höfum við ferðina.
Tuttugu og átta daga draumasigling um Suður-Ameríku
Sjö nátta sigling í Karíbahafinu um borð í Carnival Conquest og 4 nætur á Miami
Stórkostleg tuttugu og átta daga skemmtisigling um borð í hinu glæsilega skemmtiferðaskipi MS Prinsedam. Siglt er um fallegustu eyjur Suður-Karíbahafsins og um Amazonfljótið, með viðkomu í áhugaverðum borgum og bæjum. Komið er m.a. við á St. Thomas, Manaus, Tobago í Trinidad, Boca Da Laveria, Djöflaeyjunni og Dúfnaeyjunni (St. Lucia). Komdu með og njóttu lystisemda um borð, sem og fallegrar náttúru og menningar á viðkomustöðunum.
Sjö nátta sigling í Karíbahafinu um borð í Carnival Conquest. Lagt er af stað frá Miamí og siglt til Cozumel þaðan er haldið til Belize síðan er förninni heitið til Roatan eyjunnar í Hondúras.
frá 932.500,-
Flórída golf og skemmtiferðasigling til Bahama
Fimm nætur á Clarion Inn Lake Buena Vista hótelinu í Orlando, ásamt fjórum golfhringjum á glæsilegum golfvöllum: Highland Reserve, Hunter’s Creek, Ridgewood Lakes og Stonegate. Eftir skemmtilega golfferð er haldið á vit ævintýranna á skemmtiferðaskipinu Norwegian Sky þar sem fjögurra nátta Bahama-ævintýri tekur við.
255.900,-
Að lokinni dvölinni í Rotana þá er siglt til Georgetown á Grand Cayman áður en haldið er til baka til Miami.
frá 232.200,-
TÓNLISTAFLAKK Hjá Flakk.is bjóðum við upp á fjölbreytt úrval af tónleikaferðum. Hvort sem um er að ræða klassíska tónlist eða það nýjasta á markaðinum, þá höfum við ferðina.
Andre Rieu Berlín 5. – 8. febrúar 2015 129.900,Hollenski fiðlusnillingurinn og stjórnandinn verður með tónleika í Berlín þann fimmta febrúar 2015 og höfum við tryggt okkur nokkra miða á tónleikana.
Bryan Adams Berlin 2.-4. desember 2014 99.900,Hinn kanadíski Bryan Adams verður með tónleika í Berlín þann þriðja desember næstkomandi.
Kylie Minogue París 14.-17. nóvember 2014 99.000,Tónleikar í París með Kylie Minogue á Palais Omnisports de Paris-Bercy leikvanginum í París, 15. nóvember næstkomandi. Þrjár gistinætur innifaldar.
Andrea Bocelli London 19.-21. nóvember 2014 142.200,Andrea Bocelli þarf vart að kynna. Þessi stórkostlegi ítalski söngvari er á tónleikaferð um heiminn og verður með tónleika 20. nóvember í O2-höllinni í London.
Morrissey og 5 nætur í Berlín 20.-25. nóvember 2014 119.900,Fimm nætur í Berlín til að versla fyrir jólin og tónleikar með Steven Patrick Morrissey. Tónleikarnir fara fram í Columbia Halle höllinni þann 23. nóvember næstkomandi.
Elton John – París 19.-21. nóvember 2014 119.900,Það þarf ekki að fara mörgum orðum um tónlistarmanninum Elton John. Margir sáu hann á Laugardalsvellinum um árið sælla minninga. Við bjóðum upp á ferð til Parísar á þessa frábæru tónleika.
Lenny Kravitz Berlin 4.-6. nóvember 2014 99.900, Leonard Albert Kravitz verður með tónleika í Berlín þann fimmta nóvember næstkomandi og höfum við tryggt okkur nokkra miða á tónleikana.
HÓPAFLAKK
Hvort um sé er að ræða vinahópa, fjölskylduhópa, saumaklúbba, golffélaga eða árshátíð fyrirtækisins, þá geturðu látið okkur sjá um ferðina fyrir ykkur með góðri þjónustu og hagstæðum verðum.