10-Umhverfisvottanir-Umhverfismerki_Sept2011_1775735931

Page 1

Sköpun Snerpa Samstarf Mannauður

Græna hagkerfið

Umhverfisvottanir, umhverfismerki og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Hráefni til nýsköpunar og góðra innviða

Samantekt:

Sólrún Svava Skúladóttir Umsjón og ritstýring:

Karl Friðriksson

Nýsköpunarmiðstöð Íslands September 2011


Efnisyfirlit

Efnisyfirlit Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Staðall, vottun, umhverfismerki og góðir starfshættir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Umhverfisvottanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5

ISO 14001 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5

Reynslunni ríkari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6

EMAS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Umhverfismerki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Svanurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Reynslunni ríkari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Blómið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Bra Miljöval „Fálkinn“ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Reynslunni ríkarI . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Blái engillinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11

Græna innsiglið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Forest Stewardshio Council (FSC) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Rainforest Alliance . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Reynslunni ríkari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

TCO . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

Orkumerki Evrópusambandsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

Energy Star . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

Earth Check (áður GreenGlobe) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

Bláfáninn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Matvæli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

Tún – vottað lífrænt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

Reynslunni ríkari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14

KRAV . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Ø-merkið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15

BIO Siegel . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15

EU organic logo . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15

Umhverfismerkingar í sjávarútvegi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Iceland Responsible Fisheries . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

MSC – Marine Stewardship Council . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Friend of the Sea . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 1


Efnisyfirlit

Vörulýsingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 EPD-umhverfisvörulýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17

Eigin umhverfisvörulýsing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17

Umbúðamerkingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

Græni punkturinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

Endurvinnslumerkið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

Merkingar á plasti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

UN Global Compact . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

ISO 26000 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

Fairtrade – Réttlætismerkið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20

Skilgreiningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21 Heimildaskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Myndaskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28

2 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands


Inngangur

Inngangur Veruleg viðhorfsbreyting hefur átt sér stað undanfarin ár á sviði nýsköpunar og þróunar nýrra vara með tilliti til áhrifa þeirra á umhverfið og samfélagsþróun. Ljóst er að viðhorf viðskiptavina, og þar með ákvörð­ un þeirra um viðskipti, stýrast í ríkari mæli af starfs­ venjum fyrirtækj­anna og lausnum sem þau bjóða við að sinna þörfum markaðarins. Stjórnendur gera sér þetta­ æ betur ljóst og endurskipuleggja stefnur fyrirtækja sinna í einstaka málaflokk­um í takt við þessa þróun. Hér gildir megin­regla breytingarstjórnunar, að innleiða nýja hætti á skjótvirkan hátt þannig að nýjar venjur verði hefðbundnar og virðisauki verði af. Rætt er um nauðsyn þess að fyrirtæki og stofnanir taki upp umhverfis- og

vistvænar lausnir á öllum sviðum og leggi þannig sitt að mörkum við mótun græns hagkerfis. Þessi samantekt er unnin í því skyni að gefa mynd af verkefnum og viðmiðunum á þessu sviði. Hún miðast aðallega við nýsköpun og vöruþróun en nýtist einnig til að skoða aðra þætti í rekstri fyrirtækis­ins með augum umhverfisins og samfélagsins. Í skýrsl­ unni eru dæmi frá fjórum aðilum, Kaffitári, Hópbílum, Farfuglaheimilinu í Laugardal og Túni, undir fyrirsögn­ inni Reynslunni ríkari. Nýsköpunarmiðstöð Íslands þakkar þessum aðilum þátttökuna og Sólrúnu Svövu Skúladóttur verkfræðingi samantektina og gott samstarf. Karl Friðriksson

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 3


Staðall, vottun, umhverfismerki og góðir starfshættir

Staðall, vottun, umhverfismerki og góðir starfshættir Þessi hugtök hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að innleiða góða innviði og starfsvenjur í fyrirtækjum og stofn­unum í dag. Í viðauka eru skilgreiningar á nokkrum hugtökum sem fram koma í skýrslunni, þar á meðal orðinu staðall. Þar segir„Staðall er opinbert skjal ætlað til frjálsra afnota. Í staðli er að finna reglur, leiðbeiningar eða skilgreiningar sem miða að því að tryggja tiltekna virkni, að hlutir passi og að þeir skili því sem af þeim er krafist.“ 1 Meginhlutverk staðals er að auka traust í viðskipt­um og hagkvæmni í framleiðslu og þjónustu og þar með að draga úr kostnaði. Staðall getur bæði aukið traust á markaði og meðal starfsmanna þar sem ferl­ar og verklag er gert skilvirkara með tilliti til krafna við­komandi staðals. Vottun gegnir síðan mikilvægu hlutverki við að sann­reyna að farið sé eftir skrifuðum leikreglum. Skilgreining á vottun er að hún sé staðfesting þriðja aðila á að verklag sé með þeim hætti sem lýst er.2 Þarna er þriðji aðili fenginn til að gera úttekt á ríkjandi starfsvenjum og

Staðlaráð Íslands. Stiki. 3 Náttúran. (20.12.2010). 1

2

4 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

þær metnar með tilliti til úttektarviðmiða sem gefin hafa verið. Staðall getur átt við vörur jafnt sem stjórnunarkerfi fyrirtækja og stofnana. Umhverfismerki eiga hins vegar við um einstaka vörur en þau eru skilgreind þannig: „Merki til að hjálpa neytendum að velja vörur sem hafa minni áhrif á umhverfi og heilsu en aðrar sambærilegar vörur á markaði.“ 3 Umrædd hugtök og hugmyndafræðin á bak við þau hafa haft veruleg áhrif á hvernig staðið er að þróun nýrra vara og markaðssetningu þeirra. Hugtakið „Í upphafi skyldi endirinn skoða“ er gulls ígildi í dag. Áður fyrr voru þau vandamál sem upp komu á markaði svo sem lélegt orðspor vegna lélegra vinnuaðstæðna starfsfólks eða affall við framleiðslu, svo að dæmi séu tekin, skoðuð eftir að framleiðsla var hafin í stað þess að fást við vandann við upphaf reksturs eða við upphaf þróunar nýrra vara og leysa þannig vandamálin fyrir fram eins og nú er gert í vel reknum fyrirtækjum.


Umhverfisvottanir

Umhverfisvottanir Umhverfismál verða sífellt mikilvægari í viðskiptaheim­ inum. Neytendur sem og hluthafar fyrirtækja krefjast þess að fyrirtæki sýni ábyrgð þegar kemur að umhverfis­ málum. Á síðustu árum hefur aukist til muna að fyrirtæki og stofnanir byggi upp skipulagt umhverfisstarf. Skipulagt umhverfisstarf getur stuðlað að betri nýtingu aðfanga, minni umhverfisáhrifum, bættri ímynd, betri stjórnun, sparnaði og ánægðara starfsfólki. Umhverfisstjórnunarkerfi sem byggt er upp samkvæmt fyrir fram ákveðnum stöðlum getur fengið vottun óháðs aðila. Stjórnendur fyrirtækja eða stofnana meta hvort sækja eigi um vottun á sviði umhverfisstjórnunar. Umhverfisvottun fyrirtækja staðfestir að farið er eftir verkferlum sem taka tillit til umhverfismála í starfsemi fyrirtækis.4 Umhverfisvottun segir hins vegar ekki til um umhverfis­ áhrif vöru eða þjónustu sem fyrirtæki framleiða eða selja. Dæmi um viðurkennda alþjóðlega staðla eru ISO 14001 og EMAS.

ISO 14001 ISO 14001 er staðall fyrir umhverfisstjórnunarkerfi frá Alþjóðlegu staðlasamtökunum (Internat­ i­ onal Organization for Standardization, ISO) og byggist á sama grunni og Mynd 1. gæðastjórnunarstaðall­ inn ISO 9001. Íslensk útgáfa staðalsins, ÍST EN ISO 14001, er gefin út af Staðlaráði Íslands. Staðallinn er viðurkenn­ ing á öllu umhverfisstarfi fyrirtækis eða stofnunar og nær yfir stefnumótun, markmiðssetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta sem fyrirtæki eða stofnun getur stýrt eða haft áhrif á. Fyrirtæki og stofnanir setja sér eigin umhverfismörk og setja fram umhverfisstefnu þar sem fram koma markmið um úrbætur ásamt áætlun­um um hvernig þeim markmiðum skal náð. Í staðlinum er meðal annars gerð krafa um að áætlunum sé fylgt, til séu virkar verklagsreglur og að skráning og vistun upp­ 4

Umhverfisstofnun. (2002)a.

lýsinga sé fullnægjandi. Verkinu er fylgt eftir og stöðugar endurbætur gerðar. Engar frekari umhverfiskröfur eru gerðar umfram þær skuldbindingar sem fram koma í umhverfisstefnu fyrirtækis eða stofnunar en sett er sem skilyrði að ávallt sé farið eftir lögum og reglugerðum.5 Fyrirtæki og stofnanir sem hafa umhverfisstjórnun­ ar­­kerfi samkvæmt ISO 14001 staðlinum geta fengið kerfið vottað eftir úttekt óháðra aðila. Kerfið er tekið út reglulega af vottunaraðila.6 Vottanir á Íslandi: • Rio Tinto Alcan – frá 1997 7 • Borgarplast – frá 1999 8 • Árvakur hf., Morgunblaðið – frá 2002 9 • Hópbílar hf. – frá 2004 10 • Hagvagnar hf. – frá 2004 11 • Orkuveita Reykjavíkur – frá 2005 12 • Landsvirkjun – frá 2006 13 • Efla hf. – frá 2006 14 • Actavis – frá 2006 15 • Almenna verkfræðistofan hf. – frá 2007 16 • Toyota – frá 2007 17 • Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar – frá 2010 18 • VSÓ Ráðgjöf ehf. – frá 2010 19 • Höldur ehf. Bílaleiga Akureyrar – frá 2010 20 • Jarðboranir hf. – frá 2010 21 • N1 Fjölorkustöð Bíldshöfða – frá 2010 22 • Ræstingaþjónustan sf. – frá 2011 Stefán Gíslason. (28.09.2005). Internation Organization of Standardization. 7 Rio Tinto Alcan. (27.3.2008). 8 Vottun hf. (2.2.2011). 9 Morgunblaðið. (6.7.2002). 10 Vottun hf. (2.2.2011). 11 Vottun hf. (2.2.2011). 12 Vottun hf. (2.2.2011). 13 Vottun hf. (2.2.2011). 14 Finna. 15 Leó Sigurðsson og Elfa B. Sævarsdóttir. (2010). 16 Vottun hf. (2.2.2011). 17 The British Standard Institution. (2007). 18 Vottun hf. (2.2.2011). 19 Vottun hf. (2.2.2011). 20 Vottun hf. (2.2.2011). 21 Jarðboranir. 22 Vottun hf. (2.2.2011). 5 6

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 5


Umhverfisvottanir

Reynslunni ríkari

Markviss þróun í kjölfar innleiðslu

Unnið úr viðtali við Pálmar Sigurðsson, skrifstofu- og starfsmannastjóra Hópbíla hf./Hagvagna hf. Hópbílar aka fyrir Rio Tinto Alcan sem gerir gífurleg­ ar kröfur til sinna birgja, öryggis- og umhverfislegar, og má segja að ákveðinn þrýstingur frá þeim hafi fengið menn til að endurskoða rekstrarumhverfi sitt og hefja innleiðingu á vottuðu gæðakerfi. Ákvörðun var tekin um að innleiða ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfið og fá það vottað. ISO 14001 er krefjandi staðall og bundinn í lög og regluverk. Menn sjá ekki eftir því að hafa farið af stað. „Þetta er kannski eitthvað sem maður hefur í framhaldinu séð, að þessi þrýstingur verður að koma innan frá til þess að menn fari virkilega á fullt.“ (Pálmar Sigurðsson.)

ISO 14001 kerfið er öflugt og vel er fylgst með. Kerfið snýst ekki aðeins um að flokka sorp heldur snertir það alla rekstrarþætti fyrirtækjanna. Einn mikilvægasti þátt­urinn er að vakta lög og reglu­ gerðir sem eiga við um reksturinn en þeirri vinnu var úthýst til ráðgjafa. Næst eru það umhverfisþættir sem eru í vöktun og stýringu, lýsing, hvernig þeir eru fluttir, hvert er mikilvægi þeirra, hver eru umhverfisáhrifin, fyrirbyggjandi stýringar, verk­lagsreglur, tengdar vinnulýsingar í verkferlum og þá er kerfið orðið rekstrarhæft. Í dag vinna Hópbílar og Hagvagnar að því að innleiða heilsu- og öryggisstaðal­inn OHSAS 18001 sem fellur vel inn í ISO 14001 staðal­inn. ISO 14001 er í raun umhverfis- og öryggisstaðall þar sem hann lágmarkar umhverfisþætti sem eru hættu­legir og með OHSAS 18001 er gengið lengra í öryggismálefn­um fyrirtækj­ anna.

Starfsmenn lykillinn að árangri

Sýnilegur árangur

Hópbílar og Hagvagnar eru tvö fyrirtæki undir sama þaki. Annars vegar Hagvagnar sem eru verktakar hjá Strætó bs. og hins vegar Hópbílar sem eru meira í ferða­ þjónustu og almennum akstri. Þessi tvö fyrirtæki samnýta aðstöðu þannig að það lá beinast við að innleiða ISO 14001 vottað kerfi fyrir bæði fyrirtækin. Hópbílar og Hagvagnar fengu vottun 2004 og fengu­ vottunarskjöl 3 og 4. Ferlið tók sinn tíma og áður en vott­ un fékkst var búið að keyra kerfið í rúmt ár. Kerfið þarf aðlögunartíma því það byggist að mestu leyti á starfsfólki og ef það er ekki með er eins hægt að sleppa því að innleiða kerfið. Það tekur tíma að þjálfa og fræða starfsfólk, sem skiptir meginmáli. Vottunin hentaði vel þar sem hún snýst um að lágmarka umhverfisþætti sem eru hvað mest mengandi. Hópbílar brenna um 1,7 milljónum lítra af dísilolíu ár hvert og margt hefur verið reynt til að draga úr notkun hennar. Má þar nefna tilraunir með töfl­ ur, duft og fleira en það eina sem virkar er þjálfun og fræðsla starfsmanna. Númer eitt, tvö og þrjú er að breyta hugarfari starfsmanna þ.e.a.s. að gera góða bílstjóra að betri bílstjórum.

Strax á fyrsta ári náðist um 6% hagræðing í notkun dísilolíu, 6% af 1,7 milljónum lítra. Fyrsta árið var óvenju gott en hagræðing hefur haldist um 4% á ári hverju. Farið var í gegnum öll efni og notkun efna og náðist að draga verulega úr notkun á hreinsiefnum og olíu­ efnum með mikilli þjálfun og fræðslu. Einfaldir þættir eins og að blanda efnin rétt og að innleiða þá hjá starfs­ mönnum skiptu miklu máli. Þegar fyrirtæki eins og Rio Tinto Alcan fer í útboð sendir það skýr skilaboð út á markaðinn um kröfur í umhverfis-, öryggis- og gæðamálum. Þegar síðasta útboð var opnað voru Hópbílar ekki lægstir, held­ur næst­ lægstir, þeir voru hins vegar valdir því að tilboð þeirra var hagstæðastt út frá umhverfis-, öryggis- og gæðamálum. Þeir þekkja vel til vinnunnar sem felst í að reka vottað kerfi samkvæmt ISO 14001 og því hafði það jákvæð áhrif á niðurstöður þeirra.

Árangurinn kom okkur á óvart

6 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Skemmtilegur sproti í kjölfar verkefnisins Eitt samfélagslegt verkefni hefur sprottið úr þessari þróun. Það er lítið tilraunaverkefni innan Hafnarfjarðar sem kallast Frístundabíllinn, þar sem fjórir bílar aka um bæinn, og er sérhæfð akstursþjónusta fyrir börn og ung­


Umhverfisvottanir

linga í frítíma þeirra. Þjónustan er styrkt af fyrirtækjum í bænum sem vilja láta gott af sér leiða. „Þú ert alltaf að leita einhverra leiða þegar þú ert í þessu ferli og hér erum við að draga úr m.a. mengun og skapa meira öryggi í umferðinni þar sem væntanlega eru færri bílar á ferli ef foreldrar þurfa ekki að standa í skutli á æfingar og í tómstundir.“ (Pálmar Sigurðsson)

Stuðningur yfirstjórnar nauðsynlegur „Ég ráðlegg þeim fyrirtækjum sem hyggjast sækja um ISO 14001 að vera ófeimin við að leita sér aðstoðar með ráðgjöf nema þekkingin sé til staðar innan fyrirtækisins. En það sem er númer eitt, tvö og þrjú er að fá loforð frá eigendum um tíma, mannskap og pening. Ef þú færð ekki þann stuðning þá skaltu sleppa því að fara af stað því þetta er langhlaup.“ (Pálmar Sigurðsson)

EMAS EMAS stendur fyrir „EcoManagement and Audit Scheme“ sem mætti þýða yfir á íslensku sem „umhverfisstjórn­u n­a r og­ end­ur­skoðunar­kerfi“ og er opið fyrir­tækjum og stofnunum innan Evrópu­s ambands­i ns Mynd 2. og Evrópska efna­ hags­ svæðis­ins.23 EMAS var sett á fót um 1995 og var í upp­ hafi einungis ætlað iðnfyrirtækjum en eftir árið 2001 var þátttaka í EMAS ekki lengur bundin við iðnfyrirtæki. EMAS-kerfið er ætlað fyrirtækjum og stofnunum til að meta og bæta umhverfisáhrif sem starfsemi þeirra veldur ásamt því að upplýsa almenning um þau áhrif. EMAS byggir á sama grunni og ISO 14001. Til að fá EMASskráningu þarf að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi sem stenst kröfur ISO 14001 auk fleiri viðbótarskilyrða, svo sem skilyrði um birtingu umhverfisupplýsinga og grænt bókhald. Fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla kröfur EMAS geta fengið EMAS-skráningu eftir úttekt óháðra aðila. Nota má EMAS-vörumerkið við markaðssetningu.24 23 24

Ríkisendurskoðun. (2003) European Comission Environment, a).

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 7


Umhverfismerki

Umhverfismerki Umhverfismerki auðvelda fyrirtækjum og neytendum að velja vörur sem hafa minni áhrif á umhverfi og heilsu en aðrar vörur og eru áreiðanleg leið til að koma á framfæri umhverfisupplýsingum um vöru eða þjónustu. Umhverfismerki auðvelda fyrirtækjum að framleiða og markaðssetja umhverfisvæna vöru og þjónustu. Til að geta notað umhverfismerki á vöru eða þjónustu þarf að uppfylla margs konar kröfur og fá vottun óháðs aðila um að þeim kröfum sé fylgt. Kröfurnar eru strangar um umhverfisáhrif á öllu lífsferli vörunnar, allt frá vöggu til grafar. Umhverfismerki segja einungis til um vörur og þjónustu en ekki um umhverfisstarf fyrirtækis.

Svanurinn Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og eitt þekkt­ asta umhverfismerki á Norðurlöndum. Svansmerkið var fyrst sett á laggirnar árið 1989 Mynd 3. af Norrænu ráðherra­ nefndinni. Árið 1991 bættust Íslendingar við hópinn. Markmiðið með Svansmerkinu er að skapa sjálfbært samfélag með sjálfbærri neyslu. Svaninum er stjórnað af Norrænu Umhverfismerkjanefndinni og mótar hún sameiginlega stefnu Svansins. Í dag geta um 70 mismun­andi flokkar af vöru og þjónustu fengið vottun og innan hvers flokks eru margar tegundir af vörum og þjón­ustu. Við framleiðslu á Svansmerktum vörum er tekið tillit til bæði heilsu og umhverfis. Svansmerktar vörur innihalda eins lítið og kostur er af hættulegum efnum og við framleiðslu er losun hættulegra efna og gróðurhúsaloftegunda haldið í lágmarki. Til að hljóta Svansvottun þarf vara eða þjónusta að standast ströng viðmið. Mismunandi viðmið eru fyrir mismunandi flokka. Gerðar eru kröfur um innihaldsefni og efnanotkun,

losun í loft, vatn og jarðveg, orku- og auðlindanotkun ásamt úrgangsmeðhöndlun. Einnig eru gerðar kröfur um gæði og virkni vörunnar. Viðmiðin eru endurskoðuð á þriggja til fjögurra ára fresti og sækja þarf um endurvottun þegar ný viðmið taka gildi. Með reglulegri endurskoðun eru stöðugar endurbætur tryggðar. Svanurinn er viðurkenn­ing á að varan sé meðal þeirra vistvænstu í tilteknum vöruflokki og miðað er við að um 30% af vörum og þjón­ustu í hverjum flokki geti staðist kröfurnar. Á Íslandi er hægt að sækja um Svans­ vottun hjá Umhverfisstofnun sem sér um daglegan rekst­ur Svansins. Svanurinn er ekki rekinn í hagnaðarskyni. Reksturinn er að hluta fjármagnaður með opinberum fjárlögum og að hluta með gjöldum vegna umsókna og fyrir notkun á Svansmerkinu. Kostnaður fer mestmegnis í þróun á viðmiðunarreglum, umsýslu vegna umsókna og eftirlits með vörum og þjónustu ásamt því að veita upplýsingar og kynna Svaninn fyrir neytendum, framleiðendum, inn­ flytjendum og seljendum.25 Vottanir á Íslandi: • GuðjónÓ – frá 2000 • Farfuglaheimilið Laugardal – frá 2004 • Undri – frá 2006 • Sólarræsting – frá 2007 • ISS – frá 2009 • Oddi – frá 2009 • Farfuglaheimilið Vesturgötu – frá 2010 • Kaffitár – frá 2010 • Hreint ehf. – frá 2010 • Svansprent – frá 2010 • Ísafoldarprentsmiðja – frá 2010 • Nostra – frá 2010 • AÞ-Þrif – frá 2010 • Háskólaprent – frá 2010 • Hótel Rauðaskriða – frá 2011 • Hótel Eldhestar – frá 2011 • Prentmet ehf. – prentsmiðjan Reykjavík – frá 201126

25 26

8 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Umhverfisstofnun. (2011)a. Umhverfisstofnun. (2011)b.


Umhverfismerki

Reynslunni ríkari

Ein af þeim fyrstu Unnið úr viðtali við Aðalheiði Héðinsdóttur, forstjóra Kaffitárs Kaffitár hefur frá upphafi verið umhverfissinnað og strax frá opnun fyrsta kaffihússins var byrjað að flokka rusl. Framkvæmdastjóri Kaffitárs á þeim tíma fékk upp­ lýsingar frá Umhverfisstofnun um Svaninn og athygli var vakin á því að í boði væri að fá vottun fyrir veitinga­ hús. Á þeim tíma átti að fara að votta veitingahús í fyrsta skipti á Norðurlöndum. Kaffitár var eitt af fyrstu veitinga­ húsunum til þess að fá Svansvottun árið 2010 í veitinga­ húsageiranum fyrir framleiðslueldhús og kaffihús Kaffi­ társ.

Aukinn metnaður og samvinna Ári áður en Kaffitár fékk Svansvottun var farið að flokka meira og umhverfisvitund jókst. Settur var á fót vinnu­ hópur um umhverfismál sem kom með margs konar hugmyndir og lögð var áhersla á að vera góður borgari ásamt því að í þessu gæti falist sparnaður. Skipulögð var keppni á milli starfsmanna um lógó fyrir verkefnið. Starfs­menn þvert á allt fyrirtækið tóku virkan þátt í verkefninu og þetta var eitthvað sem tengdi alla saman. Starfsmönn­um fannst verkefnið skemmtilegt og þeir voru stoltir. Kaffitár er mjög meðvitað um allar vörur sem það kaupir og þær eiga að stuðla að því að lágmarka orkunotkun, hámarka nýtingu og vera úr góðum efnum. Um daginn var Kaffitár að endurnýja kaffikönnur. Fyrirtækið sem seldi kaffikönnurnar selur ekki vottaðar síur en Kaffitár áttaði sig ekki á því í byrjun. Búið var að fara yfir orkunotkun, nýtingu og fleira en gleymst hafði að hugsa um síurnar því hugsunin er í sjálfu sér svo ný. Nú eru hins vegar keyptar vottaðar síur. Svansvottunin hvetur til þess að hugað sé að umhverfisvænum lausnum.

Veruleg áskorun – ferlið þarf að vera í lagi Vottunarferlið gekk vel og voru framkvæmdastjórinn og rekstrarstjórinn á þeim tíma í aðalhlutverki. Þær voru mjög einbeittar í verkefninu. Ferlið kostaði þó það að tvær lykilmanneskjur voru í verkefninu í tvo mánuði

þannig að önnur verkefni sátu á hakanum. Innleiðingin er kostnaðarsöm og hún kostar ekki aðeins peninga heldur einnig tíma fólksins. Það er erfitt að mæla árang­ urinn af vottuninni en heimsóknum á kaffihús Kaffitárs hefur fjölgað talsvert. Er það vegna efnahagsástandsins, frábærra kaffibarþjóna, góðs kaffis eða vegna Svansvott­ unarinnar? Þetta er eitt atriði sem skiptir máli í því að reka gott kaffihús. Svansvottun gerir það að verkum að það þarf að hugsa og hafa ferlana í lagi. Vottunin knýr á um góða stjórnunarhætti. Stærsti fjárhagslegur ávinn­ ingur Kaffitárs var flokkun á sorpi en sorpkostnaður minnkaði um 30%. Mikil áhersla var lögð á að reyna að fækka einnota pappamálum og náðist að draga til muna úr notkun þeirra sem skilaði sér í minni innkaupum og urðunarkostnaði en á móti í meiri vinnu við uppvask. „Það ráð sem ég hef til annarra er að kasta sér í djúpu laugina og fara af stað. Ekki mikla verkefnið fyrir sér en vera raunsæ um hvað ég get gert, hvað er auðvelt fyrir mig og byrja á því. Það sem kom mest á óvart var hvað starfsfólkinu fannst þetta frábært.“ (Aðalheiður Héðinsdóttir)

Blómið Blómið er umhverfis­ merki Evrópusambands­ ins og var sett á laggirnar árið 1992. Blómið er samsvarandi umhverfismerki fyrir Evrópusambandið og Svanurinn er fyrir Norðurlöndin og Mynd 4. bygg­ist á sömu hugmyndafræði. Bæði merkin eru umhverfismerki af gerð 1 og uppfylla körfur ISO 14024.27 Kröfurnar sem gerðar eru til þeirra sem fá Blómið eru ekki eins strangar og þær sem gerðar eru fyrir Svaninn. Vörur merktar Blóminu má markaðssetja innan Evrópska efnahagssvæðisins. Markmiðið með merkinu er að hvetja fyrirtæki til að framleiða og markaðssetja umhverfisvæna vöru og þjónustu ásamt því að stuðla að sjálfbæru samfélagi. Vörur merktar Blóminu gera neytendum sem og innkaupaaðilum í Evrópu kleyft að kaupa sannanlega umhverfisvænar vörur.28 Til að fá vörutegund merkta 27 28

Stefán Gíslason. (28.9.2005). Umhverfisstofnun. (2011)c.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 9


Umhverfismerki

með Blóminu þarf að standast strangar kröfur og viðmið á öllu lífsferli vörunnar. Viðmiðin eru endurskoðuð á 3-5 ára fresti og þegar ný viðmið taka gildi þarf að sækja um að nýju. Í dag er fjöldi vörutegunda merktur Blóminu á Evrópska efnahagssvæðinu. Um er að ræða vörur innan 28 flokka, svo sem hreinsiefni, pappír, málningu, tölvur og ljósaperur.29 Umhverfisstofnun sér um rekstur Blómsins á Íslandi og leyfi fyrir merkingar.

Bra Miljöval „Fálkinn“ Bra Miljöval er um­hverf­ is­ merki sænsku nátt­ úru­­verndarsamtakanna (Natur­s kyddsförening­ en)­og er vel þekkt í Svíþjóð. Umhverfismerk­ ið varð til þegar sænsku Mynd 5. náttúruverndarsamtökin börðust fyrir umhverfisvænna þvottaefni í kringum 1990 og samvinna myndaðist milli samtakanna og sænsk­ ra endursöluaðila sem neituðu að selja þvottaefni sem uppfylltu ekki kröfur náttúrusamtakanna. Úr varð Bra Miljöval umhverfismerkið sem birtist í núverandi mynd árið 1992. Til að fá Bra Miljöval vottun þarf að sækja um leyfi hjá náttúruverndarsamtökunum. Varan þarf að standast strangar kröfur sem eru mótaðar á grunni vistferilsgreiningar. Varan þarf að vera meðal þeirra vistvænstu í sínum flokki og verður að standast allar kröfur sem settar eru um umhverfismál. Reglulega eru teknar handahófskenndar stikkprufur og athugað hvort tiltekin vara uppfyllir kröfur, ef kröfur eru ekki uppfylltar missir framleiðandinn leyfi til að merkja vöru sína með Bra Miljöval umhverfismerkinu. Merkið nær yfir margar vörutegundir, allt frá framleiðslu rafmagns til þvotta­ efna.30

Reynslunni ríkari Unnið úr viðtali við Sigríði Ólafsdóttur, rekstrarstjóra Farfuglaheimilanna í Reykjavík Farfuglar, sem eru samtök farfuglaheimila á Íslandi, birtu skýra stefnu, markmið og leiðir í umhverfismálum árið 1999. Stefnan endurspeglaði lög og samþykktir 29 30

European Commission Environment, b). Naturuskyddsföreningen.

10 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Farfugla frá árinu 1939, en einnig nýlega stefnumörkun íslenskra stjórnvalda sem kvað á um að Ísland skyldi vera í forystu fyrir sjálfbæra ferðamennsku í heiminum. Fljótlega var ákveðið að byggja upp heilsteypt um­ hverfisstjórnunarkerfi utan um rekstur Farfuglaheimilis­ ins í Laugardal, sem þá var eina heimilið í eigu Farfugla, og í framhaldinu að sækjast eftir Svansmerkinu, sem er sú umhverfisvottun sem þekktust er á Norðurlöndunum og í Norður-Evrópu. Á þeim tíma kom meirihluti gesta Farfuglaheimilisins frá því svæði og sú staðreynd varð meðal annars til þess að styrkja ákvörðun stjórnenda að sækjast eftir Svaninum. Árið 2004 fékk heimilið vottun eftir um tveggja ára vinnu við undirbúning. Hluti af þeim undirbúningi fólst í því að leggja þjónustukannanir fyrir gesti auk þess að hlusta sérstaklega eftir væntingum þeirra og hugmyndum varðandi leiðir í átt að bættri þjón­ustu og farsælum rekstri. „Mestu skipti í öllu þessu verkefnisferli, sem fólst í undirbúningi Svansvottunar, að metnaður og vilji starfs­fólks og stjórnar lá í að taka skýra afstöðu og sýna í verki ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Með því að sækjast eftir utanaðkomandi umhverfisvottun vonuðumst við til þess að styrkja okkar innra starf og hvetja fleiri ferðaþjónustufyrirtæki af stað í stefnumótun á umhverfisstarfi,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri farfuglaheimilanna í Reykjavík.

Kúnstin við að festa nýjar venjur í sessi Hluti af undirbúningsferlinu var að upphugsa nýtt verklag, aðlaga aðstöðu og hugsunarhátt þeirra, sem að komu, og festa nýjar venjur í sessi. Við val á þjónustu og vörum þurfti oft að skýra vel út fyrir sölufólki hver forgangsröðunin var og sannfæra það um að okkur væri alvara með að vilja til að mynda bara umhverfisvottuð ræstiefni. Ekki væri nóg að framleiðandi teldi vöruna „umhverfisvæna“. Vottun væri með öðrum orðum for­ senda viðskipta! Miklu máli skipti að virkja sem flest starfsfólk til þátttöku strax í byrjun til að innleiðing breytinganna mætti takast sem best. Almennt reyndist ekki erfitt að breyta verklagi starfsmanna þar sem umhverfisstarf og hugsun í fyrirtækinu gekk út á almenna skynsemi og hagsýni. Fullyrða má að vottunin hafi leitt af sér stórkostlega hagræðingu í öllum rekstri. Hægt var að aðlaga gæðakröfur Svansins að allri starfseminni og við


Umhverfismerki

innleiðingu Svansins var leitað til starfsfólks Umhverfis­ stofnunar með ráðgjöf. Við val á nýju starfsfólki hefur einkum verið horft til þess að það sé áhugasamt og tilbúið til að starfa að umhverfismálum. Nú er að verða æ algengara að ungt fólk hafi ekki bara áhuga á um­ hverfismálum, heldur hafi að sama skapi bæði reynslu og menntun á sviðum, sem tengjast umhverfis- og samfélagsmálum. Samhliða því að sækjast eftir Svansvottun, unnu samtök Farfugla að því að flokka og kynna sérstaklega svokölluð „græn farfuglaheimili“ því nokkur þeirra voru sannarlega lengra komin í sínu umhverfisstarfi en önnur og vörðuðu leiðina fyrir hin heimilin, sem skemur voru á leið komin. Niðurstöður kannanna meðal gesta leiddu í ljós að ekki var nóg með að þeir gerðu kröfur til umhverfis­ mála, heldur voru þeir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörk­um á meðan á dvölinni stóð svo farfuglaheimil­ in næðu markmiðum sínum. Fyrstu árin eftir að komið var á sorpflokkun og ýmsu öðru verklagi í tengslum við umhverfisstefnumótun mátti heyra hrós frá gestum á hverjum degi. Nú er sorpflokkun orðin, sem betur fer, viðtekin venja frekar en undantekning. Starf þetta sýnir, svo ekki verði um villst, að stefna í umhverfismálum styrkir ekki eingöngu ímynd, heldur er hún í vaxandi mæli orðin forsenda viðskipta. Með öðrum orðum eru gestir farnir að gera kröfu um umhverfis- og gæðavottun. Kannanir leiða einnig í ljós að nútíma ferða­maður leitar markvisst eftir upplifun og bergmáli við eigin sannfæringu. Þess vegna er mikilvægt að skapa traust og tengingu við viðskiptavininn. Fyrirtækið sýnir klárlega sérstöðu sína með því að hafa yfirlýsta stefnu í umhverfis- og samfélagsmálum.

Sigrar og áskoranir Fullyrða má að virk umhverfisstefna liti nú fjölbreytt starf og daglegan rekstur farfuglaheimilanna í Reykjavík auk þess sem hún hefur leitt af sér allsherjar stefnumótunar­ vinnu í gæða-, öryggis- og umhverfismálum. Farfuglar vonast til þess að þeir hafi lagt sitt af mörk­um innan ferðaþjónustunnar þegar kemur að því að varða­græna slóðann. Gleðilegt er í það minnsta að sjá að fyrirtækjum með Svansvottun fjölgar ár frá ári og þekk­ing byggist upp. Mikilvægt er að styðja við

um­hverfisvottuð þjónustufyrirtæki innan ferðaþjónust­ unnar með því til dæmis að kynna þeirra starfsemi sérstaklega fyrir gestum. Umhverfismál er ekki hægt að afmarka frá annarri starfsemi því þau tengjast að sjálfsögðu almennum góðum stjórnunarháttum og gæða­ málum fyrirtækja. Áskoranir til lengri tíma snúast um eftirfarandi: • Vel heppnuð innleiðing krefst þátttöku allra, starfsfólks, gesta, stjórnenda, birgja og annarra samstarfsaðila. • Væntingar gestanna aukast sífellt. Starfsfólk þarf að hlusta eftir þeim og vinna saman að stöðugum umbótum og vöruþróun. • Halda þarf umhverfisstjórnunarkerfinu lifandi, ekki vanmeta vinnu sem fer í innra eftirlit, eftirfylgni og þjálfun nýs starfsfólks. Hinsvegar ber að meta velgengni og fagna áföngum. • Halda við hugsjóninni, miðla þekkingu, uppfæra stefnu í samræmi við aðrar áherslur fyrirtækisins. „Umhverfisstjórnunarkerfi er í mínum huga sjálfsagður hluti af gæðastarfi í ferðaþjónustu og lykilþáttur í heilbrigðum rekstri fyrir komandi kynslóðir, fjárhagslega afkomu og fyrir samkeppnisstöðu Íslands á ferðamarkaði,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri farfuglaheimilanna í Reykjavík að lokum.

Blái engillinn Blái engillinn er um­ hverfis­merki Þýskalands og jafnframt elsta umhverfismerki í heimi en merkið var sett á lagg­ irnar árið 1978. Merkið er vel þekkt í Þýskalandi sem og í öðrum Evrópulöndum. Frá árinu Mynd 6. 2009 hefur merkinu verið breytt í fjögur merki til að upp­ lýsa neytendur um hvers vegna hver vara er góð fyrir umhverfið. Merkin skiptast í umhverfi og heilsu, loftslag, vatn og auðlindir. Til að vara fái vottun Bláa engilsins þarf hún að standa­st ströng viðmið og vera með þeim vistvænstu í tilteknum vöruflokki. Til eru viðmið fyrir um 90 flokka og byggjast þau á vistferilsgreiningu.31 31

Der blaue engel.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 11


Umhverfismerki

Græna innsiglið Græna innsiglið er um­ hverfismerki frá Banda­ ríkjunum og var stofnað árið 1989 á vegum óháðra samtaka til að vernda umhverfið og stuðla að umhverfis­ Mynd 7. vænni framleiðslu. Græna­innsiglið er umhverfismerki af gerð eitt og uppfyllir kröfur ISO 14024. Til eru viðmið fyrir fjölda af vöru og þjónustu, allt frá kaffisíum til hótela. Viðmiðin eru byggð á vistferilsgreiningu í samráði við rannsókna­ stofur og ráðgjafa. Til að fá vottun þarf að fylgja viðmiðum sem samtökin setja.32

Forest Stewardshio Council (FSC) FSC-merkið er notað á timb­ur og vörur sem unnar eru úr viði. FSCmerkið er til marks um að viðurinn sem vara er unnin úr komi úr sjálfbærri skógrækt, þ.e. ræktun með hliðsjón af umMynd 8. hverfinu og framtíðinni. Leiðbeiningar vottunarkerfisins lýsa því m.a. hvernig hægt er að rækta skóga með sjálfbærum hætti.33

Rainforest Alliance Rainforest Alliance eru óháð samtök með þau meginmarmkið að varð­ veita líffræðilegan fjöl­­ breytileika, sporna gegn eyðingu skóga og stuðla að sjálfbærni. Hægt er Mynd 9. að fá vottun fyrir m.a. sjálfbæran landbúnað í regnskógum, skóga og ferða­

32 33

Green Seal. Forest Stewardship Council.

12 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

mennsku. Til að fá vottun þarf að mæta ströngum umhverfis- og samfélagskröfum. Meðal annars þarf að minnka notkun íðefna í landbúnaði, varðveita vistkerfi og stuðla að bættri heilsu og öryggi starfsmanna.34 Rainforest Alliance merkið má víða sjá, m.a. á kaffi, bönunum og tei.

Reynslunni ríkari Unnið úr viðtali við Aðalheiði Héðinsdóttur, forstjóra Kaffitárs

Beint frá bónda - Milliliðalaust og sjálfbært Kaffitár hefur alla tíð farið til framleiðslulanda og kann­ að gæði framleiðslunnar. Þegar Kaffitár var orðið það stórt að hægt var að kaupa heilan gám frá kaffibænd­ um varð mögulegt að versla milliliðalaust. Bændur vilja selja viðskiptavininum milliliðalaust og fá hærra verð fyrir vöruna. Þá er hægt að komast í bein samskipti við framleiðanda kaffisins og koma óskum og kröfum betur á framfæri. Margir bændanna eru með Rainforest Alliance vott­ un sem er umhverfis- og samfélagsvottun sem tryggir að kaffið er ræktað með sjálfbærum hætti og að komið sé vel fram við starfsfólk. Þeir bændur sem rækta góða vöru fá betra verð sem getur skilað sér í skilvirkari framleiðslu og hærri launum til starfsfólks. Í upphafi var Kaffitár í viðskiptum við einn bónda, kynntist fleirum og það gekk vel og þannig þróuðust viðskiptasamböndin. Eins og í öllum viðskiptum er það svo að því lengur sem skipt er við fyrirtæki því betur áttar það sig á því hvað þú þarft og hverjar eru takmarkanir þess. Þetta er samvinna beggja og báðir njóta góðs af. „Það sem ég hef alltaf gert er að leita ráða hjá kollegum mínum, alveg eins og maður gerir þegar maður kaupir tæki og tól. Lausnin er að byrja smátt og leita ráða. Að kaupa beint frá bónda er ekki alltaf dans á rós­ um og getur verið svipað og að vera í hjónabandi, en þetta er gefandi og skemmtilegt.“ (Aðalheiður Héðins­ dóttir)

34

Rainforest Alliance.


Umhverfismerki

TCO TCO er sænskur um­ hverf­is- og orku­ staðall og var stofnaður af sænska­ stétt­­arfélaginu Tjänste­ Mynd 10. männ­ens Cent­ral­organisation, TCO. Stéttarfélagið hafði ­áhyggjur af heilsufari skrifstofufólks vegna tölvuskjáa upp úr 1980, tók málin í eigin hendur og úr varð TCO-merkið. Tilgang­ur TCO-merkisins er að auðvelda kaupendum og neytendum að velja tölvubúnað sem er hannaður og fram­leiddur til að bæta vinnuumhverfi og taka tillit til umhverfisins. Strangar kröfur eru gerðar um gæði og notagildi vörunnar, umhverfisáhrif, vinnuumhverfi og orkunotkun. TCO-merkið nær mestmegnis yfir tölvu­tengdar rafmagnsvörur, svo sem skjái, tölvur, fartölvur, skjávarpa og heyrnartól.35

Orkumerki Evrópusambandsins Orkumerki Evrópusambandsins er merki sem seg­ ir til um orkunýtingu raf­ tækja og hversu sparneytin þau eru. Vörurnar fá bókstafi frá mestri orkunýtni (A) til minnstu (G). Samkvæmt tilskipun Evrópusambands­ins eru framleiðendur og selj­end­ Mynd 11. ur skyldugir til að merkja ýmiss konar vörur með orkumerkinu, m.a. ljósaperur, frysti- og ísskápa, þvotta- og uppþvottavélar, þurrkara og ofna.36

Energy Star Energy Star merkið er á vegum bandarískra stjórn­valda. Tilgangur merk­isins er að vernda umhverfið með orku­ sparandi lausnum sem spara í leiðinni peninga. Mynd 12. Merkið tryggir að vörur með merkinu uppfylli stranga staðla EPA (US Environmental Protection Agency) og Orkustofnunar Banda­ TCO Development. Europe‘s Energy Portal. 37 Energy Star.

ríkja­nna um orkusparnað. Merkið nær til rafmagnstækja, m.a. tölvubúnaðar og hvítvara.37

Earth Check (áður Green Globe) EarthCheck umhverfis­ merkið er ætlað ferða­ þjón­­u stufyrir tækjum og ferða­áfangastöðum sem vilja stuðla að sjálfbærri þróun. EarthCheck vottun­ar­kerfið byggist að Mynd 13a. miklu leyti á hugmyndafræði Staðardagskrár 21 um ábyrga stjórnun og sjálfbæra þróun. Áður gekk vottunarkerfið und­ ir nafni­Green Globe en frá og með 2010 leysti Mynd 13b. EarthCheck það af hólmi. Staðlar eru þeir sömu en breytt merki tengist breytingum sem voru gerðar í byrjun 2010 þar sem áhersla var m.a. lögð á að einfalda samskipti og stytta boðleiðir. Merkið er vel þekkt og er stór vottunaraðili ferðaþjónustu í heiminum. EarthCheck er með fjölda staðla fyrir undirgreinar ferðaþjón­ ustunnar á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar ásamt því að hafa þróað staðal fyrir vottun samfélaga.38

Bláfáninn Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem hef­ ur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og bað­ Mynd 14. stranda. Til að hljóta Bláfánann þarf rekstraraðili að standast kröfur um öryggis­búnað, gæði vatns, gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfisins. Veita þarf umhverfis­fræðslu sem stuðlar að bættri umgengni við hafið og verndun umhverfisins.39 Landvernd annast rekstur Blá­fánans á Íslandi og er fáninn veittur af alþjóðlegu um­hverfisfræðslusamtökunum (Foundation for Environment­al Education, FEE). Yfir 40 lönd eiga aðild að verkefninu.40 EarthCheck. Landvernd. 40 Borgarfjarðarhöfn. (2011)

35

38

36

39

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 13


Matvæli

Matvæli

Tún – vottað lífrænt Vottunarstofan Tún ehf. var stofnuð árið 1994 og er viðurkennd vott­ unarstofa á Evrópska efnahagssvæðinu og starf­ rækt í samræmi við grunnreglur IFOAM Mynd 15. (Alþjóðasamtök framleiðenda og þjónustuaðila á sviði lífrænnar framleiðslu). Tún ehf. vottar afurðir sem framleiddar hafa verið samkvæmt reglum Túns ehf. um lífræna framleiðslu. Vottun Túns ehf. tekur ekki tillit til umhverfisáhrifa vörunnar eða umbúða en gefur til kynna að varan sé framleidd eftir ákveðnum lífrænum aðferðum. Vottunarstofan Tún ehf. þróar og gefur út staðla varðandi lífræna ræktun hér á landi. Stuðst er við reglur Evrópusambandsins og norrænar reglur.41

Reynslunni ríkari Unnið úr viðtali við Gunnar Á. Gunnarsson

Aukin verðmæti Með vottun á lífrænum framleiðsluaðferðum er hægt að auka verðmæti afurða og bæta þjónustu við neytendur með því að segja þeim frá því hvernig varan er framleidd ásamt því að bæta samskipti fyrirtækisins, eigenda og starfsmanna þess við umhverfið. Sækja þarf um vottun ef viðkomandi vill markaðssetja vörur með tilvísun til líf­ rænna aðferða. Vottunarferlið gengur þannig fyrir sig að til grundvallar liggja staðlar og reglur. Annars vegar eru það reglur sem Alþjóðasamtök lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM) hafa gefið út og m.a. á grundvelli þeirra hafa stjórnvöld einstakra ríkja eða ríkjasambanda, t.d. Evrópusambandið, sett ítarlegar reglugerðir. Að svo miklu leyti sem þessar reglur ná ekki til einstakra sviða hafa vottunarstofur eða framleiðendur mótað sínar eig­ 41

Vottunarstofan Tún, a).

14 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

in reglur, t.d. um lífræna snyrtivörugerð, matreiðslu og fleira. Á grundvelli umsóknar er gerð ítarleg úttekt á allri framleiðslunni. Ef um er að ræða landbúnað, svo dæmi sé tekið, þá er öll bújörðin og búnaður hennar skoðuð, skoðað er hvernig viðkomandi land og starfsemi er afmörkuð frá annarri starfsemi og gengið úr skugga um að hún mengist ekki eða truflist af annarri starfsemi. Gerð er úttekt á skýrsluhaldi, skráningu og aðföngum sem berast að, hvaða aðföng það eru og hvaðan þau koma. Á grundvelli þessarar ítarlegu úttektar eru niðurstöður lagðar fyrir vottunarstofur. Öll frávik eru tiltekin og viðkomandi framleiðanda er gefinn kostur á að bæta úr þeim frávikum innan ákveðins tíma. Að því uppfylltu er unnt að veita viðkomandi vottun. Ef um er að ræða landbúnað sem er að byrja fer viðkomandi jörð eða búfé í lífræna aðlögun sem tekur mislangan tíma eftir því hvað um er að ræða. Í tilviki fyrirtækja gengur ferlið hraðar. Þá er fyrst og fremst um að ræða tíma til að ljúka úrbótum þar sem frávik komu fram. Minnst árlega á sér stað úttekt þar sem kannað er hvort viðkomandi vinni í samræmi við reglur. Að fenginni vottun er hægt að nota merkið við markaðssetningu á þeim vörum sem tilteknar eru í vottunarlýsingu. Flestir sem sækja um vottun stunda landbúnað eða söfnun villtra plantna. Flestir innan landbúnaðarins eru í garðyrkju, allnokkrir safna villtum plöntum og örfáir eru í sauðfé og nautgripum. Fjórir framleiðendur eru með mjólkurkýr og leggja inn mjólk til vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum.

Viðskiptalegur og samfélagslegur ávinn­ingur Það er tvímælalaust viðskiptalegur ávinningur fyrir alla sem hafa fyrir því að framleiða með lífrænum aðferðum að fá vottun . Fyrir vikið er hægt að selja vöruna hærra og láta ákveðinn hóp neytenda sem fer stækkandi vita af því að verið sé að uppfylla lífrænar gæðakröfur. Samfélagslegur ávinningur er margþættur í víðum skilningi. Það er samfélagslegur ávinningur að fyrirtæki skili betri afkomu, að fyrirtæki gangi betur um auðlindirnar, að


Matvæli

fyrirtæki framleiði vörur sem rannsóknir benda til að hafi hærra næringargildi og jákvæð heilsufarsleg áhrif á neytendur. Það er samfélaglegur ávinningur í því að tekn­ar séu upp lífrænar aðferðir sem viðhalda eða auka líffræðilegri fjölbreytni og auka kolefnisbindingu í saman­burði við hefðbundna framleiðslu. Lífræn ræktun getur verið liður í því að treysta byggð á jaðarsvæðum sem að öðrum kosti á erfitt uppdráttar í samkeppni þar sem magnframleiðslan og lágt verð ræður ríkjum. Þeir sem eru að velta því fyrir sér að sækja um vott­ un ættu að kynna sér málið og leita upplýsinga hjá Vott­ unarstofunni Túni, ráðunautum sem sinna þessu sviði, eða ræða við bændur og annað fólk sem af eigin reynslu þekkir lífrænar ræktunaraðferðir.

EU organic logo EU organic logo er merki­­ Evrópusambandsins fyrir­ lífræna ræktun. Til að fá að nota merkið þurfa a.m.k. 95% af hráefni Mynd 19. afurðarinnar að vera líf­ rænt ræktuð og við framleiðslu þarf að fara eftir reglum ESB varðandi lífræna ræktun.45

KRAV KRAV er opinbert merki fyrir lífræna ræktun í Sví­ þjóð. Staðlar hafa einn­ ig verið þróaðir fyrir sjálfbærar visthæfar Mynd 16. fiskveiðar. Í stöðlunum er ætlast til þess að allur lífsferill vörunnar valdi sem minnstum áhrifum á umhverfið.42

Ø-merkið Ø-merkið er opinbert merki fyrir lífræna rækt­ un í Danmörku.43

Mynd 17.

BIO Siegel BIO Siegel er opinbert merki fyrir lífræna rækt­ un í Þýskalandi. Til að matvara fái að nota BIO merkið þarf hún að inni­ Mynd 18. halda a.m.k. 95% af líf­ rænt ræktaðri afurð samkvæmt reglum BIO.44 KRAV. Umhverfisstofnun. (2002)b. 44 Umhverfisstofnun. (2002)b. 42 43

45

European Comission Argiculture and Rural Development. (30.3.2010)

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 15


Umhverfismerkingar í sjávarútvegi

Umhverfismerkingar í sjávarútvegi

Iceland Responsible Fisheries Árið 2007 var yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga gefin út þar sem m.a. kom fram að íslensk stjórnvöld skuldbindi sig til að fara eftir öllum alþjóðalögum um umgengi og auðlindir Mynd 20. sjávar. Yfirlýsingin var svar við kröfum markaða um sjálfbæra nýtingu sjávar­ auðlinda og hafði þann tilgang að upplýsa kaupendur um að fiskveiðum á Íslandi væri stjórnað með bestu fyrirliggjandi vísindalegri þekkingu. Í framhaldi var ákveðið að auðkenna íslenskar sjávarafurðir með íslensku merki, Iceland Responsible Fisheries. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum og stuðst er við leiðbeiningar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (Food and Agriculture Organization of the United Nations, FAO) um umhverfismerkingar og vottun veiða úr villtum stofnum. Samið var við Global Trust Certification Ltd. á Írlandi um samstarf við þróun vottunarferilsins.46 Tilgangur merkisins er að tryggja kaupendum og neytendum upplýsingar um að íslenskar sjávarafurðir eigi uppruna sinn í ábyrgum fiskveiðum Íslendinga.47

MSC – Marine Stewardship Council Marine Stewardship Coun­cil (MSC) eru óháð alþjóð­ leg samtök án gróða­­ sjónarmiða sem vinna að verndun sjávar og Mynd 21. sjávarafurða ásamt því að stuðla að sjálfbærum veiðum með vottunarkerfi. MSC er eitt útbreiddasta og virtasta vottunarkerfi sjálfbærra sjávarafurða í heiminum. Staðlarnir eru byggðir á leiðbeinandi reglum Matvæla- og landbúnaðarstofn­ 46 47

Iceland Responsible Fisheries Foundation, a). Iceland Responsible Fisheries Foundation, b).

16 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands

unar Sameinuðu þjóðanna (FAO).48 Kannað er hvort fiskiveiðistjórnunarkerfið skili tilætluðum árangri, hvort stofninn sé nýttur með sjálfbærum hætti og hvort veiðarnar hafi skaðleg áhrif á aðrar dýrategundir og vistkerfið í heild. Áhersla er lögð á sjálfbærar veiðar sem og rekjanleika afurðanna og MSC-merkið tryggir að varan er úr fiskistofni sem nýttur er á sjálfbæran hátt og trygg­ir einnig rekjanleika til fiskisvæða.49 MSC hefur tvo staðla, annars vegar MSC-umhverfisstaðal fyrir ábyrg­ ar og sjálfbærar veiðar og hins vegar MSC-birgja- og rekjan­ leikastaðal sem tryggir rekjanleika frá veiðiskipi. Vott­ unarstofan Tún er úttektaraðili fyrir MSC á Íslandi.50 Á Íslandi eru fyrirtækin Sjóvík ehf., Fram Foods Ísland hf.51 og Sæmark sjávarafurðir ehf.52 með MSC-vottun.

Friend of the Sea Friend of the Sea (FOS) eru óháð alþjóðleg sam­ tök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. FOS býð­ur upp á vott­ un sem tryggir meðal ann­ars að stofninn sem Mynd 22. nýttur er og meðafli sé ekki of­veiddur, veiðiaðferðin hafi sem minnst áhrif á sjávar­botninn, brottkast sé innan við 8%, fiskveiði­ stjórnunarkerfi sjái til þess að aflatakmörkum sé fram­ fylgt og að lámarks félagslegum skyldum sé fullnægt, m.a. að kjarasamningar séu virtir og þrælkunar- eða barna­vinna sé ekki stunduð.53 FOS styðjast við leiðbein­ ingar og efni frá viðurkenndum aðilum, svo sem Mat­ væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES).54 Matís. Marine Stewardship Council. 50 Vottunarstofan Tún, b). 51 Vísir. (29.12.2010) 52 Tíminn. (23.6.2011) 53 Matís. 54 Friend of the Sea. 48 49


Vörulýsingar

EPD-umhverfisvörulýsing EPD stendur fyrir Envir­ onmental Product DeMynd 23. cleration og er alþjóðleg vottun um að umhverfisvörulýsing sé hlutlæg og áreiðanleg um umhverfisáhrif vöru allan líftíma hennar. EPD byggist á alþjóðlegum staðli ISO 14025 og þekktum vísindalegum aðferðum um vistferil vöru, allt frá vöggu til grafar.55

Eigin umhverfisvörulýsing Eigin umhverfisvörulýsing er ekki vottun eða viðurkenn­ ing frá óháðum aðila heldur eigin umhverfisvörulýsing fyrirtækisins. Til er ISO-staðall 14021 sem kveður á um að varan skuli skoðuð með tilliti til vistferils hennar. Umhverfisvörulýsing er ekki umhverfismerki. Það þýðir að varan uppfyllir ekki kröfur sem umhverfismerki setja, heldur gefur umhverfisvörulýsing nákvæmar upplýsing­ ar um umhverfiseiginleika vörunnar.

55

Environdec.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 17


Umbúðamerkingar

Græni punkturinn Græni punkturinn er þýskt endurvinnslu­ merki á einnota umbúðir. Merkið segir ekki til um hvort vara Mynd 24. hafi áhrif á umhverfið. Merkið gefur til kynna að framleiðandinn hafi greitt fyrir förgun umbúða í Þýskalandi en merkið er notað í 24 Evrópulöndum. Umbúðir merktar Græna punktinum á að setja í viðeigandi flokk til förgunar eða endurvinnslu þar sem við á. Merkið hefur enga þýðingu fyrir íslenska neytendur.56

Endurvinnslumerkið Alþjóðleg merking sem táknar að umbúðirnar séu endurvinnanlegar eða séu að hluta út endurvinnanlegum Mynd 25. efnum. Merkið segir einungis til um umbúðir en ekki sjálfa vöruna og gefur enga tryggingu fyrir því að sjálf varan sé endurvinnanleg eða að nota megi hana aftur.57

Merkingar á plasti Merkið segir til um hvaða plastefni um ræðir og að hægt sé að endurvinna það. Skammstöfunin undir Mynd 26. merkinu sýnir tegund plastsins. Merkingin er lögbundin og auðveldar endurvinnsluaðilum að koma plastinu í réttan farveg. Hér á landi eru ýmsir aðilar farnir að taka við plastumbúðum til endurvinnslu.58

Der Grüne Punkt. Umhverfisstofnun. (2002)c. 58 Umhverfisstofnun. (2002)c. 56 57

18 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands


Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Á undaförnum árum hefur umræðan um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja færst í vöxt og stjórnendur fyrirtækja hafa í auknum mæli gert sér grein fyrir mikilvægi samfélagslega ábyrgs reksturs. Það viðhorf eykst að það sé ekki aðeins skylda fyrirtækja að skila hagnaði heldur sé einnig mikilvægt að skaða ekki umhverfið, virða mann­ réttindi og bæta samfélagið. Samfélagsleg ábyrgð sem á ensku kallast „Corporate Social Responsibility“ (CSR) er skilgreind sem þær skuldbindingar sem fyrirtæki kjósa að taka á sig gagnvart starfsfólki, umhverfi og viðskiptavin­ um umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningum, lögum eða reglugerðum.59 Samfélagsleg ábyrgð er að bæta velferð þjóðfélags með völdum verkefnum fyrirtækja og nýta fjármagn og þekkingu fyrirtækja með markvissum hætti. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja getur snert ólík mál, svo sem hagsmuni starfsmanna, menntamál, umhverfis­ mál og fjárveitingar til menntastofnana, nýsköpunar, íþrótta og lista svo dæmi séu tekin. Með alþjóðavæð­ ingu hafa mörg fyrirtæki hafið starfsemi í löndum þar sem brotið er gegn mannréttindum. Það hefur aukið umræðuna um samfélagslega ábyrgð og nú leggja fyrirtæki og stofnanir um heim allan meiri áherslu á samfélags­lega ábyrgð. Með auknum umsvif­ um fyrirtækja krefjast neyt­ endur, hagsmunaaðilar, starfs­menn fyrirtækja, opinber­ ir aðilar og fjölmiðlar þess að fyrirtæki sýni aukna sam­ félagslega ábyrgð og starfi í sátt við umhverfið og sam­félagið ásamt því að stuðla að efnahagslegri og sjálfbærri framþróun. Heilbrigt samfélag skilar meiri hag­ vexti og sóknarfærum sem kemur fyrirtækjum til góða.60 Með samfélagslegri ábyrgð er hægt að auka tækifæri til nýsköpunar, bæta samkeppnis­hæfni, viðhalda viðskipta­ samböndum, auka ánægju starfsmanna og bæta ímynd fyrirtækisins.

UN Global Compact Alþjóðlegar stofnanir hafa hvatt fyrirtæki til að sýna samfélagslega ábyrgð, þar á meðal Evrópusambandið og Ari Edwald. (02.12.2004) Sæunn Björk Þorkelsdóttir. (19.11.2006)

59 60

Sameinuðu þjóðirnar. UN Global Compact er alþjóðleg yfirlýsing og samkomulag á vegum Sameinuðu þjóð­ anna sem fyrirtæki geta haft til hliðsjónar við innleið­ingu ábyrgra starfshátta. Með því að undirrita samninginn skuldbindur fyrirtæki eða stofnun sig til þess að vinna að tíu grundvallarviðmiðum varðandi samfélagslega ábyrgð. Viðmiðin eru meðal annars þau að styðja ­ alþjóðleg mannréttindi, að brjóta ekki mannréttindi, að tryggja afnám allrar nauðungar-, þrælkunar- og barna­ vinnu, að styðja við félagafrelsi og rétt til kjarasamninga, að styðja beitingu varúðarreglu í umhverfismálum, að hafa frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu, að hvetja til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni ásamt því að vinna gegn spillingu.61 Íslensk fyrirtæki sem hafa skrifað undir UN Global Compact samninginn eru m.a. Lyfja62, VÍS63, Íslandsbanki64, Landsvirkjun65, Byr66, Rio Tinto Alcan, Marel og Deloitte67.

ISO 26000 Í nóvember árið 2010 kom staðall frá alþjóðlegu staðlasamtökunum (International Organization for Standard­ ization, ISO) um samfélagslega ábyrgð sem fékk nafnið ISO 26000. Vinnsla við staðalinn hófst árið 2005 og að henni komu fjölmargir sérfræðingar frá mismunandi löndum og samtökum. Staðallinn er leiðbeiningar­ staðall og ekki er ætlast til að fyrirtæki séu vottuð samkvæmt honum. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að fylgja staðlinum og grípa til aðgerða varðandi samfélagslega ábyrgð og gera betur en lög og reglur kveða á um. Staðallinn veitir leiðbeiningar varðandi alþjóð­ legar skilgreiningar á því hvað samfélagsleg ábyrgð er og hvaða þáttum fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka á til að starfa á samfélagslega ábyrgan hátt. Meðal annars þurfa fyrirtæki og stofnanir að taka á stjórnunarháttum, mannréttindum og minnihlutahópum, starfsumhverfi, umhverfismálum, sanngjörnum viðskiptum, neytenda­ málum, samfélagsþátttöku og þróun. 68 69 Íslandsstofa. Lyfja. (2.3.2011) 63 VÍS. (4.2.2011) 64 Íslandsbanki. (20.6.2011) 65 Landsvirkjun. (22.3.2011)

Byr. (24.2.2011) UN Woman. (27.1.2011) 68 Guðrún Rögnvaldsdóttir. (23.3.2011) 69 Staðlaráð Íslands. (12.10.2009)

61

66

62

67

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 19


Fairtrade – Réttlætismerkið Fairtrade merkið er vott­ un um sanngjörn viðskipti sem gefin er út með leyfi Fairtrade Labelling International Organisation (FLO). Alþjóðlegt merki FairMynd 27. trade gengur undir ýmsum nöfnum eftir löndum, svo sem Max Havelaar, Fairtrade og Transfair. Markmiðið með Fairtrade er að smáframleiðendur og smábændur frá vanþróuðum ríkjum fái sanngjarnt verð fyrir afurð sína. Einnig er lögð áhersla á að vinna gegn misrétti vegna kyns, húðlitar eða trúar, vinna á móti barnaþrælkun, hvetja til lífrænnar ræktunar sem og að stuðla að uppbyggingu sjálfbærra samfélaga. Í heimi viðskipta fá fæstir framleiðendur og bændur í þriðja heiminum sanngjarnt verð fyrir vörur sínar og fer mestur hluti söluvirðis til milliliða. Fairtrade samtökin vinna gegn þessu með því að fækka milliliðum sem hafa af framleiðendum og bændum hagnaðinn og veita beinan aðgang að vestrænum mörkuðum. Þegar vara ber merki Fairtrade þýðir það að hún hefur verið framleidd eftir kröfum FLO-samtakanna. Fairtrade samtökin gera kröfur um lágmarksverð sem framleiðendur og bændur fá fyrir afurð sína. Kröfurnar eru gerðar til að sporna gegn ójafnvægi í viðskiptasamböndum, óstöðugum markaði og óréttlæti í hefðbundnum viðskiptum. Til að fá Fairtrade vottun þurfa bændur og framleiðendur að stofna verkalýðsfélag og vinna saman að því að varan uppfylli kröfur Fairtrade. Allir fá borgað fyrir vinnu sína og hluti kaupverðs fer í sameiginlegan sjóð. Sjóðinn á að nota til að bæta samfélagið í heild og kosið er um hvernig sjóðnum skal varið með lýðræðislegum hætti. Algengt er að sjóðurinn sé notaður til að koma upp skólum og heilsugæslustöðvum eða til að kaupa vinnutæki til að auðvelda framleiðslu. Reglulegt eftirlit er með framleiðendum sem hafa Fairtrade vottun og fylgst er með því hvort öllum kröfum sé mætt.70

70

Fairtrade International.

20 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands


Skilgreiningar

tagi milli þjóða heims, m.a. vegna bættra fjarskipta og samgangna.71

sem fyrirtæki kjósa að taka á sig gagnvart starfsfólki, umhverfi og viðskiptavinum umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningum, lögum eða reglugerðum.78

Grænt bókhald: Efnisbókhald þar sem fram koma upp­

Sjálfbær þróun: Þróun sem fullnægir þörfum sam­

lýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað hjá við­ komandi starfsemi, aðallega í formi tölulegra upplýsinga.72

tíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.79

Íðefni: Efni sem eiga sér sértæk efnafræðileg not, eru

Sjálfbærar veiðar: Fiskveiðar sem stofna ekki viðkom­

tilbúin í efnaferlum eða á annan hátt og geta verið hrein efni, efnasambönd eða efnablöndur.73

andi fiskistofnum eða lífríki hafsins í hættu svo að kom­ andi kynslóðir eigi aðgang að sömu fiskistofnum.80

Líffræðilegur fjölbreytileiki: Breytileiki af öllum gerð­

Staðall: Staðall er opinbert skjal ætlað til frjálsra afnota. Í

um, meðal lífvera, sem inniheldur meðal annars breyti­ leika vistkerfa á landi, í sjó og vötnum og þeim vistfræðilegu einingum sem þau tilheyra, þ.m.t. breytileiki innan tegunda og milli tegunda og vistkerfa.74

staðli er að finna reglur, leiðbeiningar eða skilgreiningar sem miða að því að tryggja tiltekna virkni, að hlutir passi og að þeir skili því sem af þeim er krafist.81

Alþjóðavæðing: Aukin samskipti og viðskipti af ýmsu

Umhverfismerki: Merki til að hjálpa neytendum að Lífræn ræktun: Ræktun sem byggir á þeirri hugmynd

að stefnt skuli að langtímafrjósemi jarðar með sjálfbærri ræktun. Notaður er náttúrulegur áburður og notkun tilbúins áburðar og annarra tilbúinna efna er bönnuð.75

velja vörur sem hafa minni áhrif á umhverfi og heilsu en aðrar sambærilegar vörur á markaði.82 Umhverfisstjórnun: Kerfisbundnar aðgerðir til að

Lífsferill vöru: Ferill vörunnar „frá vöggu til grafar“, þ.e.

greina,­hafa stjórn á og lágmarka óæskileg áhrif á umhverfið.83

hráefnisval, hönnun, framleiðsla, dreifing og notkun hennar sem og endurnýting og förgun.76

Umhverfisvottun: Vottun fyrirtækja sem staðfestir að

Markaðssetning: Margs konar athafnir sem skapa virði

farið er eftir verkferlum sem taka tillit til umhverfismála í starfsemi fyrirtækis.84

ekki aðeins fyrir viðskiptavini og aðra þá sem tengjast viðkomandi fyrirtæki eða stofnun heldur einnig fyrir samfélagið sem heild.77 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja: Þær skuldbindingar Heiður Grétarsdóttir, Ólöf Jónsdóttir og Sigurður Árni Jónsson. (2009) 72 Umhverfisstofnun. (2003) 73 Hugtakasafn Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytis. 74 Sigríður Kristinsdóttir. (2010) 75 Freisting. (19.9.2005) 76 Stjórnartíðindi. (26.6.2006) 77 Friðrik Larsen, Halldór Örn Engilbertsson og Valdimar Sigurðsson. (28.5.2008) 71

Umhverfisvæn vara: Vara sem veldur minna umhver-

fisálagi en önnur sambærileg vara á markaði og þar sem tekið hefur verið tillit til umhverfisþátta „frá vöggu til grafar“.85 Ari Edwald. (2.12.2004) Ólafur Páll Jónsson. (20.08.2001) 80 Freisting. (19.9.2005) 81 Staðlaráð Íslands. 82 Náttúran. (20.12.2010) 83 Vottun hf. 84 Umhverfisstofnun. (2002)a 85 Stjórnartíðindi.(26.6.2006) 78 79

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 21


Úttekt: Kerfisbundið, óháð og skjalfest ferli er miðar að

því að afla úttektargagna og meta þau í því skyni að ákvarða að hve miklu leyti úttektarviðmið séu uppfyllt.86 Verkferill: Fjöldi samhangandi verkefna með sameigin-

leg markmið.87 Verklagsregla: Verklagsregla er hugtak sem notað er til

að skýra verklag ákveðins verkferlis.88 Vistferill: Samfelld og samtengd stig á ferli vöru frá not-

kun sem hráefni til endanlegrar förgunar.89 Vistferilsgreining: Aðferð til að meta umhverfisáhrif

vöru, framleiðsluferils eða þjónustu, frá vöggu til grafar.90 Vistkerfi: Afmörkuð heild lífvera og umhverfis með ei-

gin orkuflæði og hringrás næringarefna.91 Vottun: Vottun er staðfesting þriðja aðila á að verklag sé

með þeim hætti sem lýst er.92

Sveinn V. Ólafsson. (2005) Velferðarráðuneytið. (2003), bls. 36. 88 Velferðarráðuneytið. (2003), bls. 36. 89 Stjórnartíðindi. (8.4.2009) 90 Eva Yngvadóttir. 91 Hólmfríður Sigþórsdóttir.(2007) 92 Stiki. 86 87

22 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands


Heimildaskrá Ari Edwald. (2004, 2. desember). „Af samfélagslegri ábyrgð­fyrirtækja“. Samtök atvinnulífsins. Sótt 30. júní 2011 af http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/3142/ Borgarfjarðarhöfn. „Bláfáninn“. Sótt 30. júní 2011 af http://puffins.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=7&Itemid=15 &lang=is Byr. (2011, 24. febrúar). „Byr skrifar undir jafnréttissáttmála“. Sótt 11. júlí af http://byr.is/byr/um_byr/frettir/?cat_id=16&ew_0_a_id=1629 Der blaue angel. „The Blue Angel – Eco-Label with Brand Character“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.blauer-engel.de/en/blauer_engel/index.php Der Grüne Punkt. „A Strong Brand“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.gruener-punkt.de/en/customer/service/the-trademark-der-gruene-punkt.html EarthCheck. „About Us“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.earthcheck.org/en-us/about-us/default.aspx Energy Star. „History of Energy Star“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.energystar.gov/index.cfm?c=about.ab_history Environdec. „What is an EPD?“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.environdec.com/en/What-is-an-EPD/ Europe‘s Energy Portal. „The EU Energy Label“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.energy.eu/focus/energy-label.php European Comission Argiculture and Rural Development. (2010, 30. mars). „Questions & Answers“. Sótt 30. júní 2011 af http://ec.europa.eu/agriculture/organic/files/eu-policy/logo/FAQ_logo_en.pdf European Comission Environment, a). „What is EMAS?“. Sótt 29. júní 2011 af http://ec.europa.eu/environment/emas/index_en.htm European Commission Environment, b). „What is the Ecolabel?“. Sótt 29. júní 2011 af http://ec.europa.eu/environment/ecolabel/ Eva Yngvadóttir. „Vistferilshugsun við hönnun og innkaup“. Sótt 30. júní 2011 af http://fenur.is/bindata/documents/Eva_Yngvadottir_Efla_00305.pdf Fairtrade International. „What is Fairtrade?“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.fairtrade.net/what_is_fairtrade.html

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 23


Finna. „Efla Verkfræðistofa“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.finna.is/company/?id=13314 Forest Stewardship Council. „About FSC“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.fsc.org/ Friend of the Sea. „Frequently Asked Questions“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.friendofthesea.org/faq.asp Freisting. (2005, 19. september). „Lífræn ræktun“. Sótt 10. ágúst af http://www.freisting.is/v.asp?page=591&Article_ID=179 Friðrik Larsen, Halldór Örn Engilbertsson og Valdimar Sigurðsson. (2008, 28. maí). „Ný skilgreining á markaðssetningu“. Viðskiptablaðið. Sótt 4. ágúst 2011 af http://www.ru.is/haskolinn/frettir/hr-ingar/nr/12378 Green Seal. „About Green Seal“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.greenseal.org/ Guðrún Rögnvaldsdóttir. (2011, 23. mars). „ISO 26000 – Staðall um samfélagslega ábyrgð“. Staðlaráð Íslands. Sótt 30. júní 2011 af http://www.stadlar.is/stadlamal---frettir/nr/496/ Heiður Grétarsdóttir, Ólöf Jónsdóttir og Sigurður Árni Jónsson. (2009). „Alþjóðavæðing“. Háskóli Íslands. Sótt 12. ágúst 2011 af http://wiki.hi.is/index.php/Al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0av%C3%A6%C3%B0ing Hugtakasafn Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytis. „Íðefni“. Sótt 11. ágúst 2011 af http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is/hugtak.adp?id=18409&leitarord=as&tungumal=en Hólmfríður Sigþórsdóttir. (2007). „Lykilhugtök“. Sótt 12. ágúst 2011 af http://www.flensborg.is/holmfridur/vist/lykilhugt%C3%B6k.htm Iceland Responsible Fisheries Foundation, a). „Vottun á veiðum Íslendinga“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.responsiblefisheries.is/islenska/vottun/ Iceland Responsible Fisheries Foundation, b. „Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.responsiblefisheries.is/islenska/upprunamerki/ International Organization of Standardization. „ISO 14001 – Environmental management“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.iso.org/iso/iso_catalogue/management_and_leadership_standards/environmental_ management.htm Íslandsbanki. (2011, 20. júní). „Íslandsbanki skrifar undir Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/frettir/nanar/item91974/Islandsbanki_skrifar_undir_ Jafnrettissattmala_UN_Women_og_UN_Global_Compact/

24 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands


Íslandsstofa. „Samfélagsleg ábyrgð“. Sótt 30. júní af http://www.islandsstofa.is/Islandsstofa/Samfelagsabyrgd/ Jarðboranir. „Gæða- öryggis og umhverfismál“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.jardboranir.is/?PageID=384 Karl Friðriksson. (2004). Vöruþróun. Frá hugmynd að árangri. Iðntæknistofnun. KRAV. „Om KRAV“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.krav.se/Om-KRAV/ Landsvirkjun. (2011, 22. mars). „Landsvirkjun undirritar jafnréttissáttmála UN Women“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.landsvirkjun.is/media/fjolmidlar/frettatilkynningar/110322_Undirritun_LV_-UN-Women.pdf Landvernd. „Bláfáninn – hvað er það?“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.landvernd.is/blafaninn/flokkar.asp?flokkur=1039 Leó Sigurðsson og Elfa B. Sævarsdóttir. (2010). „Árangur af innleiðingu úrgangsstjórnunar“. Sótt 29. júní 2011 af http://fenur.is/bindata/documents/Actavis_00326.pdf Lyfja. (2011, 2. febrúar). „Jafnréttissáttmáli UN Women og UN Global Compact“. Sótt 10. ágúst af http://www.lyfja.is/Frett/13781/ Marine Stewardship Council. „About Us“. Sótt 30. júní af http://www.msc.org/about-us Matís. „Umhverfismerkingar í sjávarútvegi“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.matis.is/media/frettir/Umhverfismerkingar_Umfjollun_Matis_2.pdf Morgunblaðið. (2002, 6. júlí). „Mikil framsýni sýnd með þessu framtaki“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=676962 Naturuskyddsföreningen. „How it started“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.naturskyddsforeningen.se/bra-miljoval/in-english/about-bra-miljoval/how-it-started/ Náttúran. (2010, 20. desember). „Umhverfismerki“. Sótt 29. júlí 2011 af http://www.natturan.is/spil/1074/ Ólafur Páll Jónsson. (2001, 20. ágúst). „Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?“. Vísindavefurinn. Sótt 30. júní 2011 af http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1840 Rainforest Alliance. „About us“. Sótt 9. ágúst 2011 af http://www.rainforest-alliance.org/about/forests

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 25


Rio Tinto Alcan.(2008, 27. mars). „Árangur Alcan á Íslandi í heilsu-, öryggis- og umhverfismálum ræddur á fundi Stjórnvísi“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.riotintoalcan.is/?PageID=12&NewsID=204 Ríkisendurskoðun. (2003). „Umhverfisendurskoðun í hnotskurn“, bls. 29-32. Sótt 29. júní 2010 af http://www.rikisendurskodun.is/fileadmin/media/skyrslur/umhverfisendurskodun.pdf Sigríður Kristinsdóttir. (2010). „Þjóðgarðar í sjó“. Líf- og umhverfisdeild, Háskóli Íslands. Sótt 24. júlí 2011 af http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is/hugtak.adp?id=18409&leitarord=as&tungumal=en Staðlaráð Íslands. (2009, 12. október). „Alþjóðlegur staðall um samfélagslega ábyrgð – ISO 26000“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.stadlar.is/stadlamal---frettir/nr/452/ Staðlaráð Íslands. „Hvað er staðall?“. Sótt 29. júlí 2011 af http://www.stadlar.is/um-stadlarad/hvad-er-stadall/ Stefán Gíslason.(2005, 28. september). „Hreinn ávinningur – Hvað er að græða á umhverfisstarfi fyrirtækja?“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.sa.is/files/Hreinn%20%C3%A1vinningur%20B%C3%A6kl%2021x21_249111955.pdf Stiki. „Hvað er vottun?“. Sótt 12. ágúst 2011 af http://www.stiki.is/index.php/is/um-stika/spurningar-og-svor Stjórnartíðindi. (2009, 8. apríl). „LÖG um visthönnun vöru sem notar orku“. Sótt 30. júní af http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=0d3dde2a-3178-467d-88fc-dfa562872ea4 Stjórnartíðindi. (2006, 26. júní). „REGLUGERÐ um umhverfismerki“. Sótt 2. ágúst af http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=2d4289b1-f352-4caf-ace3-216d206406dd Sveinn V. Ólafsson. (2005). „Innri úttektir á gæðastjórnunarkerfum“. Staðlamál. Sótt 10. ágúst 2011 af http://www.stadlar.is/files/1000079_1550654760.pdf Sæunn Björk Þorkelsdóttir. (2006, 19. nóvember). „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja“. Deiglan –- vefrit um þjóðmál. Sótt 30. júní 2011 af http://www.deiglan.com/index.php?itemid=10581 TCO Development. „About us“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.tcodevelopment.com/ The British Standard Institution. (2007). „Certificate og Registration“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.toyota.is/Images/Toyota-CERTEMS518325_tcm307-977681.pdf Tíminn. (2011, 23. júní). „Sæmark hlýtur fyrst íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja vottun MSC“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.timinn.is/forsida/vottun-11-06-23.aspx Umhverfisstofnun. (2002)a. „Umhverfisstjórnun“. Sótt 29. júní 2011 af http://eldri.ust.is/Umhverfismerki/.

26 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands


Umhverfisstofnun. (2002)b. „Ýmis umhverfismerki“. Sótt 30. júní 2011 af http://eldri.ust.is/Umhverfismerki/OnnurUmhverfismerki/ Umhverfisstofnun. (2002)c. „Ýmsar umbúðamerkingar“. Sótt 30. júní 2011 af http://eldri.ust.is/Umhverfismerki/ymsarumbudamerkingar/ Velferðarráðuneytið. (2003). „Handbók – Samhæft árangursmat fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og stofnanir“. Sótt 20. ágúst 2011 af http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/HTR_Handbok_utgafa_1.1_.pdf Umhverfisstofnun. (2003). „Grænt bókhald“, bls. 4. Sótt 10. ágúst af http://eldri.ust.is/media/fraedsluefni/graent_bokhald.pdf Umhverfisstofnun. (2011)a. „Svanurinn“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.ust.is/atvinnulif/svanurinn/ Umhverfisstofnun. (2011)b. „ Svanurinn“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.ust.is/einstaklingar/umhverfismerki/svanurinn/ Umhverfisstofnun. (2011)c. „Blómið“. Sótt 29. júní 2011 af http://www.ust.is/einstaklingar/umhverfismerki/blomid/ UN Woman. (2011, 27. janúar). „Jafnréttissáttmálinn undirritaður“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.unwomen.is/index.php/Fors%C3%AD%C3%B0a/viebureir/159-jafnrettissattmalinnundirritaeur VÍS. (2011, 4. febrúar). „VÍS undirritar alþjóðlegan jafnréttissáttmála“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.vis.is/vis/frettir/frett/2011/02/04/VIS-undirritar-althjodlegan-jafnrettissattmala/ Vísir. (2010, 29. desember). „Sjávarútvegsfyrirtæki fá MSC-vottun“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.visir.is/sjavarutvegsfyrirtaeki-fa-msc-vottun-/article/2010780113182 Vottun hf. „Stjórnunarkerfi“. Sótt 28. júlí 2011 af http://www.vottunhf.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=43&Ite mid=69 Vottun hf. (2011. 2. febrúar). „Skrá yfir handhafa gildra vottorða hjá Vottun hf.“. Sótt 29. júní 2011 af http://vottunhf.is/images/vottun/vottud.pdf Vottunarstofan Tún, a). „Vottunarstofan Tún“. Sótt 30. júní 2011 af http://tun.is/ Vottunarstofan Tún, b). „Sjálfbærar veiðar“. Sótt 30. júní 2011 af http://www.tun.is/Default.asp?Page=247

Nýsköpunarmiðstöð Íslands | 27


Myndaskrá Mynd 1: Sótt af http://www.landsvirkjun.is/media/umhverfismal/large/Vottun14001_isl_200px.jpg Mynd 2: Sótt af http://www.arpab.it/emas/images/emas_logo.gif Mynd 3: Sótt af http://eldri.ust.is/media/teikningar/merkilogo/stor/Svanurinn_vefutgafa.png Mynd 4: Sótt af http://ec.europa.eu/environment/ecolabel/images/flowerlogo.gif Mynd 5: Sótt af http://www.naturskyddsforeningen.se/upload/Fotografier/420x180/bmv/bmv-svart-logo-420.jpg Mynd 6: Sótt af http://www.blauer-engel.de/_medien/der_blaue_engel/logos_cluster.jpg Mynd 7: Sótt af http://www.1stflash.com/files/Janitorial-Supplies/Green-Cleaning-Seal.gif Mynd 8: Sótt af http://video.planetgreen.discovery.com/green-guides/books-for-publishers/Furniture-FSC-Certified-

Forestry-Stewardship-Council-Logo-Photo.jpg Mynd 9: Sótt af http://www.ukvending.eu/tmp/logo-flavia-rainforest-alliance.jpg Mynd 10: Sótt af http://www.tcodevelopment.com/pls/nvp/show.image?cid=4146&iid=11 Mynd 11: Sótt af http://www.energy.eu/focus/images1/energy-label.gif Mynd 12: Sótt af http://www.it.northwestern.edu/ecommunicator/2009_fall/images/green.png Mynd 13 a): Sótt af http://www.greenglobe.org/img/logo.gif Mynd 13 b): Sótt af http://www.greenglobe.com/images/stories/green-logo-inner1.jpg Mynd 14: Sótt af http://puffins.is/images/stories/merki/blue_smallest.png Mynd 15: Sótt af http://nattura.is/site_media/label/Tun_Vottad_lifraent_150x150.png Mynd 16: Sótt af http://images3.wikia.nocookie.net/__cb20100805124238/logopedia/images/thumb/f/f8/KRAV_

logo_1992.svg/578px-KRAV_logo_1992.svg.png Mynd 17: Sótt af http://ferv.fvm.dk/Files/Billeder/Illustrationer/Oekologi/DK_Oe-maerke.gif Mynd 18: Sótt af http://svoludottir.files.wordpress.com/2011/02/biosiegel.jpg Mynd 19: Sótt af http://ec.europa.eu/agriculture/organic/eu-policy/logo_en Mynd 20: Sótt af http://www.responsiblefisheries.is/media/myndir/medium/certified_logo_150dpi.jpg Mynd 21: Sótt af http://www.japanfs.org/en/MSC%20reg.jpg Mynd 22: Sótt af http://www.polaris.fr/english/img/logos/logo-friend-of-the-sea-polaris.jpg Mynd 23: Sótt af http://www.environdec.com/PageFiles/10/EPD_logotype_basic_rgb.png Mynd 24: Sótt af http://www.gruener-punkt.de/uploads/pics/DSD-Vis-2_07.jpg Mynd 25: Sótt af http://www.natturan.is/site_media/image_thumb/Endurvinnsla-150x150.jpg Mynd 26: Sótt af http://eldri.ust.is/media/fraedsluefni/umhver10.gif Mynd 27: Sótt af http://www.fairtrade.net/uploads/pics/cert-mark-small.png

28 | Nýsköpunarmiðstöð Íslands



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.