ENDURVINNSLUSTÖÐIN Dalabyggð
Til íhugunar • Um 91% Íslendinga flokka úrgang til endurvinnslu 19% flokka alltaf 37% flokka oft 35% flokka stundum eða sjaldan (Úr könnun Capacent Gallup fyrir úrvinnslusjóð í sept 2008)
• Endurnýting umbúða skal vera 60% til 85% á árunum 2012-2020 (Úr landsáætlun Umhverfisstofnunar)
• Jólapappír Breta um síðustu jól hefði þakið alla Guernsey (Ermasundseyja) sem er 82 km2 að stærð! Hve stóra eyju skyldi jólapappír Íslendinga geta þakið? • Endurvinnsla á 20 tveggja lítra gosdrykkjarflöskum úr plasti dugar til framleiðslu á einni meðalflíspeysu • Urðun á hverju tonni af pappír krefst þriggja rúmmetra rýmis á urðunar- stað og veldur miklum gróðurhúsa-lofttegundum • Endurvinnsla á hverju tonni af pappír sparar u.þ.b. 4000 kWh af raforku miðað við venjulega framleiðslu pappírs. Þetta er álíka mikið og meðalheimili í Dalabyggð notar af rafmagni á hverju ári • Það er umhverfisvænna að safna pappa
og plasti frá íbúðarhúsnæði en að láta fólk skila því á grenndarstöðvar
(Vistferilsgreining fyrir plast- og pappaumbúðir í heimilissorpi á vegum Úrvinnslusjóðs, apríl 2006)
• Útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá úrgangi má að mestu leyti rekja til þess að hauggas frá loftfirrtu niðurbroti lífræns úrgangs losnar út í andrúmsloftið við urðun. Að auki losnar koldíoxíð við brennslu úrgangs. Helstu leiðir við að minnka þetta útstreymi eru þær að draga úr myndun úrgangs, minnka urðun og auka þess í stað m.a. endurvinnslu og jarðgerð. Þessar aðgerðir geta dregið úr útstreymi um allt að 9% (Úr skýrslu Umhverfisráðuneytis árið 2009 sem nefnist: “Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, niðurstöður sérfræðinganefndar“)
• Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel (Aristóteles)
Ágætu íbúar Dalabyggðar Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 20. október 2009 var samþykkt að ganga til samninga við Gámaþjónustu Vesturlands um uppbyggingu endurvinnslustöðvar í Búðardal og sorphirðu og förgun sorps í Dalabyggð. Tilgangurinn með samningnum er að auka möguleika á flokkun og endurvinnslu úrgangs og koma þar með til móts við auknar kröfur þar um. Á endurvinnslustöðinni er hægt að að flokka í alla úrgangsflokka sem falla undir úrvinnslusjóð auk hefðbundinnar flokkunnar. Starfsmenn sveitarfélagsins munu sjá um móttöku og skráningu.
Úrgangurinn verður síðan fluttur til endurvinnslu eftir því sem kostur er en til viðurkenndrar förgunar ella. Endurvinnslustöðin verður opin á ákveðnum tímum eins og sjá má annars staðar í þessu hefti. Með uppbyggingu endurvinnslustöðvar og aukinni flokkun er stigið stórt skref til betra umhverfis og eru íbúar Dalabyggðar hvattir til að taka breytingunum á jákvæðan hátt. Sveinn Pálsson sveitarstjóri
Endurvinnslustöðin Dalabyggð Einstaklingar og fyrirtæki í Dalabyggð velkomin! Gjaldfrjálst fyrir ALLA: Bylgjupappi Dagblöð og tímarit Fernur Filmuplast Föt og klæði Hjólbarðar
Gjaldfrjálst fyrir HEIMILI:
Kælitæki
Gjaldskylt fyrir FYRIRTÆKI og STOFNANIR:
Málmar Nytjahlutir
Garðaúrgangur
Plastílát
Gler og postulín
Rafeindatæki
Jarðvegur og múrbrot
Rafgeymar
Kaðlar og bönd
Rafhlöður
Net
Rúllubaggaplast
Óflokkaður úrgangur
Skrifstofupappír
Óflokkaður grófur úrgangur
Sléttur pappi
Timbur málað
Spilliefni
Timbur ómálað
Endurvinnslustöð Vesturbraut
Gert er ráð fyrir að íbúar fari með allan stærri og grófari úrgang á endurvinnslustöð við Vesturbraut 22.
Starfsmaður á endurvinnslustöð leiðbeinir og aðstoðar fólk við flokkun á opnunar tíma gámasvæðis. Önnur spilliefni en rafgeymar flokkist í sérmerkt ker á svæðinu. Lyfjaafgangar skilist til lyfjaverslana.
Opnunartími: Þriðjudaga kl. 15:00–18:00 Fimmtudaga kl. 15:00–18:00 Laugardaga kl. 11:00–14:00
Staðsetning gáma í dreifbýli Staðsetning gáma í dreifbýli verður endurskoðuð á næstu vikum með tilliti til fjölda heimila pr. gám og fjarlægðar gáma frá heimilum.
Landbúnaðarplasti verður safnað á u.þ.b. þriggja mánaða fresti. Vinsamlegast vandið staðarval gáma með tilliti til aðgengis og losunar.
Sorphirða í Búðardal Október:
4 14 25
Nóvember:
4 15 25
Desember:
6 13 20 27 3
Mjög mikilvægt er að tunnum verði komið fyrir sem næst lóðarmörkum við götu til að auðvelda losun.
JANÚAR 2011
Moka þarf snjó frá tunnum að vetrarlagi. Sjá losunaráætlun á www.gamar.is/dalabyggd og vef Dalabyggðar.
Söfnunarílát til notkunar innanhúss
ÁSINN 2x10 l. á sleða + karfa Mál: 25 x 38/35 cm.
TVISTURINN
ÞRISTURINN
2x18 l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm.
2 x 14 l. + 1 x 8l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm.
FJARKINN
2 x 40l.
2 x 60l.
4 x 10 l. á 2 sleðum Mál: 50 x 38/35 cm.
2 x tvær 40 l. tunnur á hjólavögnum.
Tvær 60 l. tunnur á hjólavagni.
Upplýsingar í síma 535
2510
KARFAN 1 x 8 l. fyrir lífræna söfnun. Passar með Ásnum og Fjarkanum Mál: 18 x 22/22
Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • soludeild@gamar.is • www.gamar.is
Hönnun: Maggi@12og3.is/Ljósmyndir: Loftmynd af Búðardal: Júlíus Ó Ásgeirsson/Aðrar myndir: Björn Anton Einarsson/Prentun: Litlaprent
Endurvinnslustöð Dalabyggðar að Vesturbraut 22 í Búðardal verður formlega tekin í notkun fimmtudaginn 23. september klukkan 16:00. Allir eru boðnir velkomnir – kaffiveitingar.
Dalabyggð Miðbraut 11 • 370 Búðardal Sími: 430 4700 • Fax: 434 1212 dalir@dalir.is • www.dalabyggd.is
Höfðasel 15 • 300 Akranes Sími: 435 0000 • Fax: 435 0006 • vesturland@gamar.is • www.gamar.is