Hveragerdi

Page 1

FLOKKUN TIL FRAMTÍÐAR í Hveragerði

Hveragerðisbær


Til íhugunar • Um 91% Íslendinga flokka úrgang til endurvinnslu: 19% flokka alltaf 37% flokka oft 35% flokka stundum eða sjaldan (Úr könnun Capacent Gallup fyrir Úrvinnslusjóð í sept. 2008) • Orkan sem sparast við endurvinnslu einnar áldósar samsvarar orkunotkun sjónvarpstækis heilt kvöld. • Ísland raðast í 17. sæti (ekki aðeins í Eurovision) meðal 32 Evrópuþjóða hvað varðar endurvinnsluhlutfall úrgangs árið 2010. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru í 6., 8., 9. og 15. sæti. Gerum betur! (Heimild EEA Report no. 2/2013) • Það tekur allt að 500 ár fyrir sumt plast að brotna niður á urðunarstað. • Endurvinnsla á 20 tveggja lítra gosdrykkjarflöskum úr plasti dugar til framleiðslu á einni flíspeysu. • Urðun á hverju tonni af pappír krefst tveggja til þriggja rúmmetra rýmis á urðunarstað og veldur miklum gróðurhúsaáhrifum. • Endurvinnsla á hverju tonni af pappír sparar u.þ.b. 4000 kWh af raforku miðað við venjulega framleiðslu pappírs. Þetta er álíka mikið og meðalheimili í Hveragerði notar af rafmagni á hverju ári. 2

• Meðal markmiða í landsáætlun Íslands fyrir meðhöndlun úrgangs fyrir 2004-2016 er: Frá og með 1. júlí 2013 skal lífrænn heimilis- og rekstrarúrgangur sem berst til urðunarstaða hafa minnkað niður í 50% af heildarmagni (miðað við þyngd) þess lífræna úrgangs sem til féll árið 1995.) • Á Íslandi berast um 100 kg af dagblöðum og fjölpósti inn á hvert heimili á ári að jafnaði. (Heimild: Skýrslan „Pappírsfjallið” frá árinu 2003) • Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel.

(Aristóteles)


Ágætu Hvergerðingar Flokkun heimilissorps í Hveragerði hófst með innleiðingu þriggja tunnu kerfis þann 1. desember 2009. Það skref markaði tímamót í umhverfismálum í bæjarfélaginu en íbúar eiga heiður skilinn fyrir það hversu vel hefur tekist til. Í umhverfisstefnu bæjarins sem samþykkt var þann 11. október 2012 eru lagðar línur varðandi umhverfismál í sveitarfélaginu. Fjölmörg skref hafa verið stigin í átt að bættu umhverfi og höfum við fyrir löngu skipað okkur í hóp þeirra sveitarfélaga sem hvað lengst hafa gengið í umhverfismálum. Ítrekað hafa ákvarðanir sem hér hafa verið teknar verið stefnumarkandi og á undan viðteknum venjum þess tíma. Ber þar auðvitað hæst bygging fráveitumannvirkisins á bökkum Varmár sem er ein fullkomnasta skólphreinsistöð sem byggð hefur verið á landinu. Bygging skólphreinsstöðvarinnar leiddi af sér umhverfisbyltingu sem fór hljótt en hafði gríðarleg áhrif. Gámaþjónustan hf tekur við sorphirðu í bæjarfélaginu í apríl. Bæjarbúar munu ekki verða varir við miklar breytingar en þó mun verða heldur einfaldara að flokka en áður var. Er gerð grein fyrir því á öðrum stað í þessum bæklingi. Áfram verða þrjár

tunnur við hvert heimili og bæjarbúar þar með hvattir til að flokka heimilissorpið sem best. Jafnframt þessu hefur verið tekið upp sérstakt klippikort á gámasvæðinu sem gefur hverju heimili heimild til að skila á gámasvæðið einum rúmmetra af gjaldskyldu sorpi tólf sinnum á ári, gjaldfrjálst. Er kortið nú sent á hvert heimili en í framtíðinni sækja bæjarbúar kortin sín á bæjarskrifstofuna. Þar má einnig nálgast körfu fyrir lífrænan úrgang til að hafa í eldhúsinu, endurgjaldslaust. Með samstilltu átaki bæjarbúa getum við lækkað kostnað við sorpurðun og tekið að fullu þátt í því að bærinn okkar verði umhverfisvænt samfélag. Verkefnið hefst heima með þátttöku okkar allra. Þessari sorphirðuhandbók er ætlað að leiðbeina íbúum sveitarfélagsins um flokkun og förgun sorps í bæjarfélaginu. Það er von bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að íbúar taki vel í þetta verkefni. Með ykkar aðstoð er hægt að minnka sorp sem fer til urðunar og um leið tökum við risaskref í átt að umhverfisvænna samfélagi. Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri 3


Öll heimili með þrjár tunnur 1 1. Tunna fyrir endurvinnsluefni

2

2. Tunna fyrir

óflokkaðan úrgang

Tunnurnar eru þrjár við hvert heimili. Ein tunna 240 l. með grænu loki er fyrir þurrt, hreint endurvinnsluefni. Í hana má setja skrifstofupappír, blöð og tímarit, sléttan pappa, bylgjupappa, fernur, plast og málma. Alla þessa flokka má setja lausa í tunnuna. Önnur tunna 240 l. er grá með gráu loki fyrir óflokkaðan úrgang. Þriðja tunnan er 140 l. og ætluð fyrir lífræna söfnun. Allar tunnurnar eru losaðar á fjögurra vikna fresti nema tunnan fyrir lífræna söfnun sem verður losuð á tveggja vikna fresti yfir sumartímann.

Sorphirðudagatal verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins: hveragerdi.is og á heimasíðu Gámaþjónustunnar: gamar.is

Íbúar, vinsamlegast sjáið til þess að leiðin að sorptunnunum sé bæði greið og sem styst. Moka þarf snjó frá tunnum ef þörf krefur. Mikilvægt er að flokkununin takist vel en með henni næst mikill umhverfislegur ávinningur. 4

Tunnufestingar eins og þessar fást hjá verktaka. Sími 535 2510 og á gamar.is.


3. Tunna fyrir lífræna söfnun

3

Það sem ekki má fara í lífrænu söfnunina er m.a.: • málmhlutir • plast • bleiur • sandur fyrir hunda og ketti • fataefni og sterkar þurrkur svo sem Tork

Umhverfisvænir pokar Allur lífrænn eldhúsúrgangur má fara í þessa tunnu: • • • • • • • • • •

ávextir og ávaxtahýði grænmeti og grænmetishýði egg og eggjaskurn kjöt- og fiskafgangar ásamt beinum mjöl, hrísgrjón og pasta gömul brauð og kökur kaffikorgur, kaffipokar, teblöð og tepokar mjólkurvörur og grautar pottaplöntur og afskorin blóm kámaðar servíettur/eldhúsrúllur

Það er mjög áríðandi að allur lífrænn úrgangur fari í sérstaka lífræna poka og bundið sé fyrir þá áður en þeir eru settir í tunnuna. Þessir pokar eru umhverfisvænir og brotna niður í jarðgerðarferlinu ásamt innihaldinu. Það má alls ekki nota venjulega plastpoka þar sem að þeir spilla fyrir jarðgerðinni. Lítil handhæg karfa fyrir pokana fæst afhent án endurgjalds á bæjarskrifstofunni á opnunartíma. Umhverfisvænir, lífrænir pokar frá Biobag fást í Bónus, Hveragerði.

Við viljum benda á að það er æskilegt að skola frekar niður í vaskinn ýmsum blautum matarleifum eins og til dæmis súpum og þunnum mjólkurvöruafgöngum því það auðveldar hreinlæti við söfnunina. 5


Til förgunar og endurvinnslu er meðal annars flokkað í:

Gámasvæði Hveragerðisbæjar Gámasvæði sveitarfélagsins við Bláskóga 14 tekur nokkrum breytingum á næstunni. Timbur verður framvegis flokkað í hreint timbur og litað timbur. Ennfremur verður tekin upp notkun klippikorts samkvæmt ákvörðun sveitarfélagsins. Kortið mun veita hverju heimili í bænum gjaldfrjálsan aðgang að gámasvæðinu tólf sinnum á ári, með allt að einn rúmmetra af gjaldskyldum úrgangi í hvert sinn. Aðrir þurfa að greiða fullt gjald fyrir að skila óflokkuðu sorpi á gámasvæðið. Íbúum er bent á að hægt er að skila gleri sem ekki ber skilagjald í jarðvegsgám á gámasvæði. Annars á gler að fara í „gráu tunnuna“.

Óendurvinnanlegt efni

Grófur úrgangur

Grjót og jarðvegur

Málmar og brotajárn

Bylgjupappi

Spilliefni

Plastefni

Gras og garðaúrgangur

Raf- og rafeindatæki

Rafgeymar

Hjólbarðar

Kælitæki

Málað timbur

Ómálað timbur

Nytjahlutir

Opnunartímar:

Virkir dagar frá kl. 16:00 til kl. 18:00 Laugardaga frá kl. 14:00 til kl.18:00 Sunnudaga: Lokað Netfang umhverfisfulltrúa: ari@hveragerdi.is

Á gámasvæðinu er tekið við endurnýtanlegum fatnaði fyrir Rauða krossinn.

6


Flokkum til framtíðar! Ábyrg, örugg endurvinnsla eru einkunnar­ orð Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar um allt land. Við notum þau til að fullvissa viðskiptavini okkar um áreiðanleika við afsetningu endurvinnsluefna og ábyrgjumst að flokkað efni frá heimilum og fyrirtækjum fari í réttan farveg til endurvinnslu. Til dæmis er innihald tunnunnar fyrir endurvinnsluefni handflokkuð á færi­ bandi og hver flokkur fyrir sig síðan pressaður í bagga og settur í gám til útflutnings. Þaðan fara efnin síðan til endurvinnslufyrirtækja sem nýta þau í ýmiss konar framleiðslu.

Ekki leikur nokkur vafi á því að kröfur um flokkun eiga enn eftir að aukast á næstu árum. Verum í fararbroddi með Gámaþjónustunni í þeirri þróun. Bætt umhverfi - Betri framtíð!

Flokkunarílát

til notkunar innan húss

2 x 40 l. á vagni

2 x 60 l. á vagni

2 x 90 l. á vagni

Mál: 38 x 66/66 cm.

Mál: 56 x 56/66 cm.

Mál: 84 x 56/66 cm.

FLOKKUNARBARIR

ÁSINN

TVISTURINN

ÞRISTURINN

Fáanlegir í mörgum litum. Mál: 38 x 39/93 cm.

2 x 10 l. á sleða + karfa Mál: 25 x 38/35 cm.

2 x18 l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm.

2 x 14 l. + 1 x 8 l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm.

Allar upplýsingar í síma 535 2510

EITT HÓLF 20 l.

2 x 11 l.

3 x 11 l.

1 x 8 l. KARFA

Með snerti/pedalopnun. Mál: 26/59 cm.

Mál: 25 x 31/44 cm.

Mál: 25 x 47/44 cm.

Fyrir lífræna söfnun Mál: 18 x 22/22.

Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is

7


Hveragerði - blómstrandi bær

21.936/04.14/ Ljósm. á forsíðu: Guðmundur Þór Guðjónsson

Setjum umhverfið í fyrsta sæti

Hveragerðisbær Sunnumörk 2 • 810 Hveragerði Sími: 483 4000 • hve@hveragerdi.is www.hveragerdi.is

Sími: 535 2500 • www.gamar.is Rekstraraðili sorphirðu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.