Landbúnaðarplast Sorphreinsun VH

Page 1

Söfnun á landbúnaðarplasti til endurvinnslu LEIÐBEININGAR

Sími: 452 2958


Plastsöfnun Fyrirtæki okkar eru viðurkenndir þjónustuaðilar Úrvinnslusjóðs við söfnun á landbúnaðarplasti. Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við söfnunina: Landbúnaðarplast - frágangur

Best er að ganga frá landbúnaðarplasti um leið og það fellur til við gegningar. Það er mjög áríðandi að plastið sé hreint og laust við aðskotahluti. Ef plastið er ekki hreint þarf að urða það með tilheyrandi kostnaði. Baggabönd og net skal taka frá og setja í poka, nota má áburðarpoka eða stórsekki en merkja pokann vel „net/bönd“.

Söfnun

Gott er að safna plastinu í ker eða grindur og vera búinn að leggja bönd undir. Fergja síðan plastið til að minnka rúmmálið sem mest. Þegar karið/grindin eru full er fargið fjarlægt, bundið yfir og baggi er tilbúinn.

Ýmsar aðferðir má nota til þess að fergja, en það er nauðsynlegt til þess að minnka umfang baggans.

Áríðandi er að leggja tvö bönd í tómt karið. Þau eru síðan notuð til þess að binda baggann saman.

Dæmi um gott farg.

Vinsamlegast gangið frá netum og böndum í sérstakan poka/stórsekk og binda vel fyrir.


Hirðing - Endurvinnsla Plastinu er hlaðið í sérstakan söfnunarbíl sem pressar það saman. Í bílinn má líka setja pokann með böndunum og netunum. Einnig má setja samanbundna áburðarpoka/stórsekki í bílinn. Í móttökustöðvum okkar er plastið pressað í 4-500 kg bagga og síðan flutt erlendis til endurvinnslu.

Hleðsla í gáma til útflutnings.

Tíðni safnana er oft ákveðin í samvinnu við sveitarfélögin og verður áhersla lögð á góða þjónustu.

Útflutningsvara.

Gott samstarf við bændur er lykilatriði til þess að vel takist til. Starfsmenn okkar munu gefa bændum góð ráð varðandi söfnunina. Pressun til útflutnings.

Vinnum vel saman og minnkum urðun endurvinnsluefna.


Alhliða þjónusta Auk hefðbundinnar plastsöfnunar getum við boðið ýmsar sérlausnir þeim aðilum sem þurfa að losna við mikið magn. Þar er um að ræða ýmsar stærðir og gerðir af gámum og kerjum. Nánari upplýsingar á gamar.is

Plastker 660, 1000 og 1700 lítra.

Lokaðir gámar 9–30m3

Getum einnig útvegað baggapressur til að minnka rúmmál plastsins. Auk alls þessa bjóðum við upp á alhliða þjónustu á sviði sorphirðu, flutninga og endurvinnslu. Setjum umhverfið í fyrsta sæti!

Söfnunargámar 2–8m3

Eigum einfaldar pressur til sölu eða leigu. 3–30 tonna.

Opnir gámar 7–25m3

Þjónustuver • Sími 535 2500 • gamar@gamar.is • www.gamar.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.