Flokkun til framtíðar í Mýrdalshreppi

Page 1

FLOKKUN TIL FRAMTÍÐAR í Mýrdalshreppi

Mýrdalshreppur


Til íhugunar • Um 91% Íslendinga flokka úrgang til endurvinnslu: 19% flokka alltaf 37% flokka oft 35% flokka stundum eða sjaldan

• Endurvinnsla á hverju tonni af pappír sparar u.þ.b. 4000 kWh af raforku miðað við venjulega framleiðslu pappírs. Þetta er álíka mikið og meðalheimili í Mýrdalshreppi notar af rafmagni á hverju ári.

(Úr könnun Capacent Gallup fyrir Úrvinnslusjóð í sept. 2008)

• Meðal markmiða í landsáætlun Íslands fyrir meðhöndlun úrgangs fyrir 20042016 er: Frá og með 1. júlí 2013 skal lífrænn heimilis- og rekstrarúrgangur sem berst til urðunarstaða hafa minnkað niður í 50% af heildarmagni (miðað við þyngd) þess lífræna úrgangs sem til féll árið 1995.

• Í drögum að nýrri landsáætlun Umhverfisstofnunar um meðhöndlun úrgangs segir á bls 12: Frá árinu 2011 skulu minnst 60% af þyngd alls umbúðaúrgangs endurnýtt eða brennt í sorpbrennslustöð með orkuvinnslu. • Endurvinnsla á 20 tveggja lítra gosdrykkjarflöskum úr plasti dugar til framleiðslu á einni meðalflíspeysu. • Urðun á hverju tonni af pappír krefst tveggja til þriggja rúmmetra rýmis á urðunarstað og veldur miklum gróðurhúsalofttegundum. 2

• Á Íslandi berast um 100 kg af dagblöðum og fjölpósti inn á hvert heimili á ári að jafnaði. (Heimild: Skýrslan „Pappírsfjallið” frá árinu 2003)

• Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel. (Aristóteles)


Ávarp sveitarstjóra

Flokkun og endurvinnsla stuðla að bættu umhverfi Ágætu íbúar Mýrdalshrepps. Haustið 2011 var flokkun og meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu boðin út, en síðan var af óviðráðanlegum ástæðum ákveðið að fresta því að fara í flokkun þar til nú. Frá og með 1. febrúar 2013 hefst flokkun á heimilisúrgangi í sveitarfélaginu. Öll heimili munu þá fá til viðbótar 240 l tunnu sem ætluð er undir endurvinnsluefni. Til að byrja með eiga eftirtaldir flokkar að fara sem laust efni í þessa tunnu: Dagblöð og tímarit, skrifstofupappír, sléttur pappi, bylgjupappi og fernur. Einnig verður komið fyrir tveimur 660 l ílátum á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu sem ætluð eru undir samsvarandi flokkun frá sumarhúsum. Fyrirtæki og stofnanir munu einnig flokka úrgang og fá eftir þörfum þann fjölda 660 l íláta sem þau þurfa á að halda. Almenna sorpið fjarlægt á 14 daga fresti, en endurvinnsluílátin á 28 daga fresti. Samið hefur verið við Gámaþjónustuna hf. um að sinna þessari þjónustu.

Frá sama tíma verður einnig flokkaður úrgangur á gámasvæði sveitarfélagsins og nýtanlegu efni komið í endurvinnslu. Til að tryggja skilvirka flokkun, verður gámasvæðið aðeins opið þegar vakt er á staðnum. Svæðið verður opið þrjá daga í viku, á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum í þrjá tíma í hvert skipti. Samið hefur verið við Ögmund Ólafsson ehf. um að sinna þeim hluta þjónustunnar. Með þessari breytingu erum við tvímælalaust að stíga stórt skref fram á við í umhverfismálum og draga úr þeirri sóun sem felst í urðun á endurvinnanlegum úrgangi. Óskað er eftir góðri samvinnu við íbúa sveitarfélagsins við þessa breytingu. Ásgeir Magnússon sveitarstjóri

3


Öll heimili með tvær tunnur Græn tunna

fyrir endurvinnsluefni

skolaðar og samanbrotnar

Skrifstofupappír, bæklingar, umslög og ruslpóstur

Grá tunna

Sléttur pappi/bylgjupappi s.s. hreinir pizzukassar og morgunkornspakkar

fyrir óflokkaðan úrgang til urðunar

Tunnurnar verða tvær (240 l) við hvert heimili. Önnur er fyrir óflokkaðan úrgang, grá tunna með gráu loki. Hin tunnan er græn og í hana á að setja þurrt, hreint efni til endurvinnslu. Fyrst í stað verður eingöngu safnað í grænu tunnuna skrifstofupappír, blöðum og tímaritum, sléttum pappa, bylgjupappa og fernum. Reiknað er með að flokkum endurvinnsluefnis muni í framtíðinni fjölga og verður það þá kynnt sérstaklega. Gráa tunnan fyrir óflokkaðan úrgang verður losuð á tveggja vikna fresti en græna tunnan fyrir endurvinnsluefni á fjögurra vikna fresti.

Tunnufestingar

Hámark 15 m Moka þarf snjó frá tunnum ef þörf krefur. Mikilvægt er að flokkunin takist vel en með henni næst mikill umhverfislegur ávinningur. 4

Tunnufestingar fyrir gráu tunnurnar verða til sölu í áhaldahúsi hreppsins.

Sorphirðudagatal

Sorphirðudagatal verður aðgengilegt á heimasíðu Mýrdalshrepps: „vik.is“ og Gámaþjónustunnar: „gamar.is“


Gámavöllur Fram til þessa hefur gámasvæði sveitarfélagsins verið opið allan sólarhringinn og verið óvaktað. Reynslan sýnir að slíkt fyrirkomulag leiðir af sér lélegan árangur í flokkun og slæma umgengni. Því hefur verið ákveðið að hafa svæðið opið þrjá daga í viku í þrjá tíma í senn og vakt og á svæðinu á þeim tíma. Gjald fyrir sorphirðu, urðun og móttöku á gámasvæði verður innheimt með fasteignagjöldum eins og verið hefur og hefur gjaldskráin verið löguð að þessum breytingum. Nú þegar svæðið verður vaktað gefst tækifæri til skráningar á því magni sem þangað berst og ef þörf er á verður gjaldskráin endurskoðuð að ári og þá aðlöguð rauntölum.

Opnunartímar gámavallar:

Til förgunar og endurvinnslu er meðal annars flokkað í:

Óendurvinnanlegt efni

Grófur úrgangur

Timbur

Málmar og brotajárn

Bylgjupappi

Grjót og jarðvegur

Plastefni

Gras og garðaúrgangur

Spilliefni

Rafgeymar

Hjólbarðar

Raf- og rafeindatæki

Kælitæki

Rauðikrossinn tekur við endurnýtanlegum fatnaði

Mánudaga kl. 15:00–18:00 Miðvikudaga kl. 15:00–18:00 Laugardaga kl. 11:00–15:00

Ögmundur Ólafsson ehf Rekstraraðili gámavallar.

Móttaka drykkjarvöruumbúða

5


Ný tækni - tvískiptur söfnunarbíll

Mýrdalshreppur er með fyrstu sveitarfélögum á landinu til að taka í notkun tvískiptan söfnunarbíl. Með tvískiptum söfnunarbíl er hægt að safna tveimur flokkum af sorpi í sömu ferð og í því felst verulegt hagræði.

Flokkunarílát

til notkunar innan húss

2 x 40 l. á vagni

2 x 60 l. á vagni

2 x 90 l. á vagni

Mál: 38 x 66/66 cm.

Mál: 56 x 56/66 cm.

Mál: 84 x 56/66 cm.

FLOKKUNARBARIR

ÁSINN

TVISTURINN

ÞRISTURINN

Fáanlegir í mörgum litum. Mál: 38 x 39/93 cm.

2 x 10 l. á sleða + karfa Mál: 25 x 38/35 cm.

2 x18 l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm.

2 x 14 l. + 1 x 8 l. á sleða Mál: 31 x 46/36 cm.

Allar upplýsingar í síma 535 2510

EITT HÓLF 20 l.

2 x 11 l.

3 x 11 l.

1 x 8 l. KARFA

Með snerti/pedalopnun. Mál: 26/59 cm.

Mál: 25 x 31/44 cm.

Mál: 25 x 47/44 cm.

Fyrir lífræna söfnun Mál: 18 x 22/22.

Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is

6


Heyrúlluplast

Í Mýrdalshreppi fellur til töluvert af heyrúlluplasti sem eru nýtileg verðmæti til endurvinnslu sé rétt á málum haldið. Lögð verður áhersla á að bæta geymslu og meðferð plastsins. Gámaþjónustan hefur gefið út bækling um söfnun og meðferð heyrúlluplasts sem dreift verður til hlutaðeigandi. Það er mjög áríðandi að plastið sé hreint og laust við aðskotahluti!

Flokkum til framtíðar!

Ábyrg og örugg endurvinnsla eru einkunnarorð Gámaþjónustunnar og dótturfélaga hennar um allt land. Við notum þau til að fullvissa viðskiptavini okkar um áreiðan leika við afsetningu endurvinnsluefna og ábyrgjumst að flokkað efni frá heimilum og fyrirtækjum fari í

réttan farveg til endurvinnslufyrirtækja sem nýta þau í ýmiss konar framleiðslu. Ekki leikur nokkur vafi á því að kröfur um flokkun eiga enn eftir að aukast á næstu árum. Verum í fararbroddi með Gámaþjónustunni í þeirri þróun.

BÆTT UMHVERFI - BETRI FRAMTÍÐ! 7


Setjum umhverfið í fyrsta sæti

Mýrdalshreppur Austurvegi 17 - Sími: 4871210 myrdalshreppur@vik.is

Rekstraraðili sorphirðu 535 2500 • gamar.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.