Seltjarnarnes

Page 1

Aukin flokkun frรก heimilum รก Seltjarnarnesi


Til íhugunar • Um 91% Íslendinga flokka úrgang til endurvinnslu: 19% flokka alltaf 37% flokka oft 35% flokka stundum eða sjaldan (Úr könnun Capacent Gallup fyrir Úrvinnslusjóð í sept. 2008) • Í drögum að nýrri landsáætlun Umhverfisstofnunar um meðhöndlun úrgangs segir á bls 12: Frá árinu 2011 skulu minnst 60% af þyngd alls umbúðaúrgangs endurnýtt eða brennt í sorpbrennslustöð með orkuvinnslu. • Endurvinnsla á 20 tveggja lítra gosdrykkjarflöskum úr plasti dugar til framleiðslu á einni meðalflíspeysu. • Urðun á hverju tonni af pappír krefst tveggja til þriggja rúmmetra rýmis á urðunarstað og veldur miklum gróðurhúsalofttegundum. 2

• Endurvinnsla á hverju tonni af pappír sparar u.þ.b. 4000 kWh af raforku miðað við venjulega framleiðslu pappírs. Þetta er álíka mikið og meðalheimili á Seltjarnarnesi notar af rafmagni á hverju ári. • Meðal markmiða í landsáætlun Íslands fyrir meðhöndlun úrgangs fyrir 2004-2016 er: Frá og með 1. júlí 2013 skal lífrænn heimilis- og rekstrarúrgangur sem berst til urðunarstaða hafa minnkað niður í 50% af heildarmagni (miðað við þyngd) þess lífræna úrgangs sem til féll árið 1995.) • Á Íslandi berast um 100 kg af dagblöðum og fjölpósti inn á hvert heimili á ári að jafnaði. (Heimild: Skýrslan „Pappírsfjallið” frá árinu 2003) • Gott líf felst í því að gera þá hluti vel sem maður getur gert vel.

(Aristóteles)


Ágætu Seltirningar Gjaldtaka fyrir hina nýju endurvinnslutunnu er innifalin í sorphirðugjaldi og innheimt með fasteignagjöldum eins og áður.

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að hvetja alla bæjarbúa til átaks í endurvinnslu á sorpi frá heimilum með því að innleiða endurvinnslutunnu fyrir pappírsúrgang við hvert heimili. Endurvinnslutunnunum verður dreift í sumar en á sama tíma verður tekið upp nýtt fyrirkomulag í sorphirðu á Seltjarnarnesi. Markmið bæjarstjórnar er að í bæjarfélaginu fari fram markviss og umhverfisvæn sorphirða.

Með breytingunni áætlar Seltjarnarnesbær að draga megi úr urðun sorps um fjórðung. Auk jákvæðra umhverfisáhrifa við flokkun sorpsins er einnig spornað við þeim kostnaði sem hlýst af urðun úrgangs. Um leið vinnur bærinn að markmiðum sínum um sjálfbært samfélag. Það er von mín að vel takist að innleiða þetta nýja fyrirkomulag með íbúum bæjarins, og að með samstilltu átaki getum við stigið skref í átt að betra og mannvænna umhverfi öllum bæjarbúum til hagsbóta um ókomna tíð. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.

3


Breytt sorphirða á Seltjarnarnesi Á næstunni verður innleitt breytt fyrirkomulag á sorphirðu hjá Seltjarnarnesbæ. Breytingin felur í sér að íbúar eiga hér eftir að flokka endurvinnsluefni frá öðrum heimilisúrgangi. Til að losna við þetta efni hafa íbúar um þrjá kosti að velja: 1. Fara með endurvinnsluefnið á grenndar- stöðvar eða endurvinnslustöðvar Sorpu. 2. Fá Pappírstunnuna frá sveitarfélaginu, sem er grá vel merkt tunna fyrir pappír og pappa. 3. Leigja Endurvinnslutunnu frá verktaka sem býður slíka þjónustu. Hjá þeim heimilum sem núna hafa fleiri en eina gráa tunnu er væntanlega hagkvæmast að skipta út einni þeirra fyrir pappírstunnu. Sama á við um fjölbýlishús þar sem eru fleiri en eitt kar, þá er rétt að skipta hluta þeirra út fyrir kör eða tunnur undir endurvinnsluefni Starfsfólk Seltjarnanesbæjar og starfsfólkGámaþjónustunnar hf. (sem annast sorphirðu á Seltjarnarnesi) munu fræða íbúa nánar um þessa breytingu. Íbúum fjöleignahúsa verður 4

boðið til sérstaks kynningarfundar. Þessi breyting á sorphirðu á Seltjarnarnesi verður innleidd í sumar. Þeir íbúar sem eru í viðskiptum með endurvinnslutunnur, eða ætla að fá sér endurvinnslutunnu frá þjónustuaðila og óska ekki eftir Pappírstunnunni, vinsamlegast láti vita á seltjarnarnes.is eða í síma 5959 100 fyrir 15. júlí. Losun almenns sorps verður á 14 daga fresti eins og verið hefur á Seltjarnarnesi. Losun Pappírstunnunnar verður á 28 daga fresti.


Hvað má fara í Pappírstunnuna?

Allur pappír og pappi er endurvinnanlegur og á að fara laus í tunnuna, engir plastpokar, ekkert aukarusl! • Auglýsingapóstur • Bylgjupappi og pítsukassar • Dagblöð og tímarit • Eggjabakkar • Fernur (hreinar) • Umbúðir úr sléttum pappa (hreinar) • Morgunkornspakkar • Pakkningar af matvælum, s.s. kexi og pasta • Prentpappír og umslög Pressið umbúðir vel saman, þannig fer minna fyrir þeim í tunnunni. Í Pappírstunnuna á að setja allan pappírsúrgang og er innihaldið selt úr landi til endurvinnslu í pappírsiðnaði. Þegar hráefni eins og pappír, pappi og fernur er sent til endurvinnslu er hægt að nýta það til að búa til nýjar vörur.

Bylgjupappi verður aftur að nýjum bylgjupappa. Pappaumbúðir og fernur verða endurunnar og pappírinn nýttur áfram til framleiðslu á pappa. Plastið og álið inni í fernunum er tekið frá og nýtt áfram t.d. í sementsframleiðslu. Með því að skila pappír til endurvinnslu getum við dregið úr skógarhöggi til pappírsframleiðslu og mengandi áhrifum sem frumvinnsla hefur í för með sér ásamt því að draga úr magni úrgangs sem fer til urðunar. 5


Góð ráð Til að forðast ólykt við geymslu skal skola fernurnar vel áður en þeim er skilað. Mikilvægt er að fjarlægja allar matarleifar eða plastumbúðir sem kunna að leynast í pappaumbúðum. Þeir sem hafa endurvinnslutunnu frá sorphirðufyrirtækjum (Endurvinnslutunnuna eða Grænu tunnuna) geta áfram nýtt hana undir plast og málma auk pappa og pappírs.

Þegar Pappírstunnan kemur til þín þarf að tryggja að hún geti ekki fokið eða valdið skemmdum. Handhægar festingar fást hjá Hafnarbakka – Flutningatækni ehf. Upplýsingar í síma 535 2550 eða á hafnarbakki.is Einnig er gott að hafa í huga að ílátið sé sem næst götu. Moka þarf snjó frá tunnum að vetrarlagi.

Vinsamlega reynið að staðsetja ílát sem næst götu 6

Losunaráætlun Pappírstunnunnar má sjá á „seltjarnarnes.is“ og „gamar.is/ seltjarnarnes“. Þú getur kynnt þér málið nánar á vef Seltjarnarnesbæjar, seltjarnarnes.is. Jafnframt má hafa samband við þjónustuver bæjarins í síma 59591 00 kl. 8–16 mánudaga til fimmtudaga og kl. 8–14 á föstudögum.


Gámaþjónustan hf í Reykjavík er verktaki við sorphirðu í Seltjarnarnesbæ Gámaþjónustan hf. ásamt dótturfélögum hafa áratuga reynslu af umhverfisþjónustu við sveitarfélög um allt land. Gámaþjónustan hf hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt staðlinum ISO 14001. Fyrirtækið hlaut vottun á umhverfisstjórnunarkerfinu í mars 2013. Vottunin er staðfesting þess að Gámaþjónustunni hefur tekist að fylgja eftir umhverfismarkmiðum sínum sem koma fram í slagorði fyrirtækisins um bætt umhverfi og betri framtíð: • Aukin endurnýting og endurvinnsla úrgangs. • Betri nýting auðlinda. • Bætt umhverfisvitund starfsfólks og viðskiptavina. • Minni losun CO2. • Starfsemi án umhverfisóhappa.

Gámaþjónustan hf í Reykjavík er fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að taka í notkun tvískipta söfnunarbíla. Með tvískiptum söfnunarbíl er hægt að tæma báðar tunnurnar í einni ferð og í því felst verulegt hagræði og umtalsverður ávinningur fyrir umhverfið. Gámaþjónustan vonast eftir góðu samstarfi við íbúa Seltjarnarness hér eftir sem hingað til.

7


maggi@12og3.is 21.884

Setjum umhverfið í fyrsta sæti!

SELTJARNARNESBÆR

Þjónustuver: Sími 5959 100 Opnunartími þjónustuvers Mán. – fim. 8–16 og fös. 8–14.

Gylfaflöt 15 • 112 Reykjavík Sími 520 2200 • sorpa.is

Súðarvogi 2 • 104 Reykjavík Sími 535 2500 • gamar@gamar.is gamar.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.