Des. 2011
GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ
G E F I Ð Ú T A F G E Y S I S KÓ L AV Ö R Ð U S T Í G 1 6 & H A U K A D A L
GEYSIR — 1
„THE MEANEST GUEST HAS KEENEST EYE“ Þ ý ði ng W. H. A ud e n á mált æ k i nu „glö g g t e r g e s t s a uga ð“ , ú r L e t te r s f r o m Ic e la nd s e m f y r s t k o m út á r ið 1937.
Stundum er það einhvern veginn þannig að að maður öðlast nýja sýn á sitt eigið móðurmál í gegnum önnur tungumál. Við höfum verið gestkomandi á nokkrum vinnustöðum, vinnustofum og í betri stofum hér í borg nokkrar síðustu vikur. Í Fossvoginum sat Gerður við jólakortaskrif þegar við litum við í kaffisopa. Þvílík alúð sem fer í hvert einasta jólakort. Hún föndrar hér um bil hundrað slík fyrir hver jól, hvert og eitt með sínu lagi. Birgir í Glófa var að stilla inn mynstur í fornu Apple tölvuna sína eins og ekkert væri eðlilegra en sjálfur á maður það til að gleyma sér í æsingi yfir nýjasta símanum eða spjaldtölvunni. Hlutirnir þar á bæ ganga sinn vanagang þótt ekki hafi verið uppfært í nýjasta stýrikerfið eða dýra fína tölvan keypt. Úti á Granda voru Jóel og Bergþóra með hugann við hlýju og dúnamjúku ullarnærfötin sem nýlega komu úr framleiðslu en líka við nýja liti, ný efni, áferðir og stemningu. Næsta verkefni ávallt handan við hornið. Við fengum
r e y k jav í k
–
að hlera það sem Hálfdan hafði að segja á milli kaffistoppa hjá vestfirskum bændunum á ferð hans um sveitir landsins í leit að gömlu timbri. Á vegi okkar varð áhugaverð bók, Letters from Iceland, sem veitti okkur örlitla og svolítið kómíska innsýn inn í hugheim þeirra erlendu gesta sem komu til landsins löngu áður en nokkrum datt í hug að kalla látlausa skoðunarferð um Gullfoss og Geysi – Gullna hringinn. Svo fengum við gesti til okkar. Músík og myndir hafa löngum náð vel saman en músíkölsku gestirnir sem komu á ljósmyndastofuna voru sérlega myndrænir og skemmtilegir. Innblástur fyrir þau portrett sóttum við meðal annars til þeirra feðga Magnúsar Ólafssonar og Ólafs Magnússonar. Með þessum blaðsíðum langar okkur að bjóða ykkur í heimsókn. Kíkið við á Skólavörðustíginn, rennið við í Haukadalnum - við hlökkum til að taka á móti nýjum sem gömlum gestum.
de s e m b e r 2011.
ritstjórn – A r i Mag g , Auðu r K a r it a s Á sgei rsdót t i r og Ei na r G ei r Ing va rsson . hönnun – E& C o. Ei na r G ei r Ing va rsson . útgefendur – G eysi r Skólavörðu st íg 16 & Hau k ada l;
E l ma r Frey r og Jóha n n Guðlaug sson prentun – ÍS A FOL DA R PR E N TSM IÐJA
2 — GEYSIR
GEYSIR — 3
01
jóla
GJAFALISTINN
02
01
Fingravettlingar Geysis, margir litir fyrir dömur og herra. Verð 1.890 kr.
4 — GEYSIR
03
02
Geysissokkar nú í nýjum jólalitum, rauðir, grænir og yrjóttir. Uppháir ullarsokkar. Verð 3.900 kr.
04
03
Húfan Þúfa er einstaklega hlý og létt. Eyrnaskjólin má binda upp eða festa undir höku. Þrír litir, ein stærð. Verð 9.800 kr.
04
Þvottabjarnarlyklakippan passar jafnt sem samastaður heimilislyklanna og skemmtilegt skraut á töskur. Tvær stærðir. Verð frá 1.700 kr.
Hunter stígvél – Ef þau eru nógu góð fyrir Elísabetu Englandsdrottningu þá eru þau nógu góð fyrir hvern sem er. Dömu- og herrastærðir. Verð 25.900 kr. Geysishúfurnar eru úr dásamlegri angóru og ullarblöndu. Þær koma í fjórum fallegum litum og fást með eða án dúsks. Verð 4.480 kr.
Ullarteppin með gamalkunnu mynstrunum. Tveir litir og tvö mynstur. Hátíðarverð 10.800 kr.
Angantíra – Geysis ilmkertin eru einstaklega náttúruleg og hrein, án paraffíns og annarra aukaafurða olíuiðnaðarins. Jurtavax og baðmullarþráður. Fjórar mismunandi ilmtegundir. Verð 3.800 kr.
Það má segja að hver einasta kynslóð barna í Skandinavíu hafi notað Fjallraven bakpokana frá því þeir voru fyrst kynntir til sögunnar árið 1978. Klassískir bakpokar sem fylgja þér alla ævi. Fjällräven mini Verð 8.700 kr. Fjällräven Kanken Verð 12.700 kr.
Glænýir uppháir dömuvettlingar. Lungamjúk ullarblanda í fjórum fallegum litum. Verð 2.800 kr.
Við sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Sími 519 6000 GEYSIR — 5
02
Úr geymslum (archives) Levi Strauss frá 1953. Í rassvasanum á þessum buxum er sendibréf þar sem lesa má sögu þeirra. Verð 34.000 kr.
03
Ben Stiller skórnir frá Royal Republiq eru í senn hátíðlegir og hæfilega hversdags. Rauðar reimar fylgja með. Verð 29.000 kr.
01
Anorakkarnir frá Fjällraven eru brakandi sænskir og sterkir. Klassísk og endingargóð flík fyrir fjallmyndarlegt fólk. Þrír litir. Verð 32.400 kr.
fyrir
HANN
04
Vinnuskórnir frá Danner eru undirstöðuatriði fyrir herramenn sem kunna að meta hágæða efni og handverk. Tveir litir. Verð 74.000 kr.
05
Hneppt sjóliðablá peysa frá Barbour er nokkuð sem allir herramenn hafa not fyrir. Verð 26.000 kr.
6 — GEYSIR
06
Ungi herramaðurinn yrði sérstaklega gæjalegur í sinnepsgulu síðbuxunum frá Lee. Verð 24.000 kr.
Sumir skilja aldrei tölvuna sína við sig. Þeir þurfa góða tösku. Royal Republiq eru með eitt bezta úrval sem völ er á. Fjórir litir. Verð frá 31.000 kr.
Umvafnir sjávarteppi Víkur Prjónsdóttur eru allir óhultir. Tvær stærðir. Verð frá 53.800 kr.
Skegghúfurnar frá Vík Prjónsdóttur eru snilldargjöf handa hverjum þeim húmorista sem á allt. Fjórir litir. Verð 12.900 kr.
Hinir klassísku og níðsterku Red Wing skór eru lífstíðareign. Þrír litir fyrir herra. Verð 49.000 kr.
Fyrir kvikmyndaáhugamanninn er Pendleton ‘Dude’ peysan rétta gjöfin. Verð 48.000 kr.
Leðurhanskar á herrann er sígild og góð gjöf. Þessir koma frá Feldi verkstæði. Verð 4.500 kr.
Varmaland afabolurinn frá Farmers Market er úr 100% merino ull sem þvo má í þvottavél. Þvílíkur lúxus. Verð 11.900 kr. GEYSIR — 7
02
Ullarnærföt frá Farmers Market Hvað er betra en mjúk og hlý nærföt innst klæða á köldum vetrardögum? Ullarnærskyrta verð 10.900 kr. og ullarbuxur verð 9.900 kr.
03
Fyrir frúna er ekkert fallegra en rauðrefs skinnvesti. Verð 56.500 kr.
01
Hin fullkomna leðurtaska frá Royal Republiq sem Mary Poppins væri stolt af því að eiga. Verð 39.800
3
fyrir
HANA
06
04
Sorel vetrarskórnir eru góðir í snjókomu, slabbi og frosti. Kaldar tær eiga sér hlýjan samastað í Sorel vetrarskónum. Verð 28.000 kr.
Swedish Hasbeens Handgerðir skór úr leðri sem unnið er á vistvænan og náttúrulegan máta. Smíðaðir í litlum verksmiðjum sem framleitt hafa skó svo áratugum skiptir. Verð 59.000 kr.
05
Beadnell-jakkinn frá Barbour er flík sem aldrei fer úr tízku. Þrír litir. Verð 58.000 kr.
8 — GEYSIR
Royal Republiq eru fremstir meðal jafningja þegar kemur að fallegum og góðum beltum. Verð 9.800 kr.
Færeysku treflarnir frá Guðrun&Guðrun eru mjúkir og hlýir. Fimm litir og tvær stærðir. Verð frá 19.000 kr.
Einstaklega vandaðar skyrtur frá bandaríska vefnaðarfyrirtækinu Pendleton sem er hvað þekktast fyrir indíánateppin sín og mynstur. Verð 24.000 kr.
Eyrnaböndin frá Blik eru falleg fyrir dömur á öllum aldri. Verð 4.920 kr.
Fyrir fjallageiturnar eru Fjallraven útivistarbuxurnar fullkomnar. Tveir litir. Verð 24.800 kr.
Fallegar mokkaskinnslúffur frá Feldi með skinnkanti passa sérstaklega vel við allar sparikápur. Verð 4.500 kr.
Sláin Arna er ný flík í tízkulínu Geysis. Mynstrið má finna í fornum íslenskum handritum og flíkin sjálf er innblásin af möttulhugmyndum Sigurðar Guðmundssonar um yfirhöfn yfir hinn íslenska þjóðbúning. Þrír litir. Verð 29.800 kr.
GEYSIR — 9
01
Geysispeysan Mjöll er einstök flík sem hentar ungum dömum allt árið um kring. Úr íslenskri ull sem er létt, hlý og vatnsþolin. Þrjár stærðir og þrír litir. Verð 14.800
02
Klassísku þvottabjarnarhúfurnar eru fallegar sem endranær. Fimm stærðir frá 50-58 sm. Verð 9.300 kr.
03
Greenland vetrarjakkarnir eru tímalausir og endingargóðir. Stærðir 104 sm-152 sm. Þrír litir. Verð 24.000 kr.
fyrir
BÖRNIN
06
04
Kópurinn – Teppi sem hægt er að klæða börnin í eða nota sem kerrupoka. Verð 19.900 kr.
05
Fyrir snjóboltagerð eða sleðaferðir eru Sorel skórnir hlýir, endingargóðir og þægilegir. Verð 17.500 kr.
10 — GEYSIR
Fyrir litla unga eru lífrænu ullarnærfötin frá færeysku vinkonum okkar hjá Guðrun&Guðrun tilvalin. Þrír litir. Verð 9.800 kr. stk.
Texti Sigtryggur Magnason Ljósmyndir Ari MagG
Feldskeri er eitt af þessum alvöru störfum. Starf sem fáir hafa sérhæft sig í og er eitthvað svo nálægt upprunanum, nálægt náttúrunni, sögunni og harðindunum. Heiðar Sigurðsson er feldskeri sem á og rekur ásamt konu sinni, Kristínu Birgisdóttur, fyrirtækið Feldur verkstæði. Manni finnst einhvern veginn að þetta starf, feldskeri, hljóti að hafa á bak við sig einhverja ættarsögu. Neinei, ég byrjaði í þessu þegar ég var 15 ára hjá Steinari Júl. feldskera. Ég ílengdist í þessu og fór til Svíþjóðar í skóla í Smálöndunum sem heitir Holaved og flestir íslenskir feldskerar hafa lært við. Þegar ég flutti hingað heim stofnaði ég pelsafyrirtæki og hef verið í þessu með annan fótinn í gegnum árin. Árið 2006 byrjaði ég aftur á fullu þegar við stofnuðum Feld verkstæði. Það eru ekki margir feldskerar á Íslandi? Það eru líklega tveir starfandi feldskerar
ÉG ER ALLTAF AÐ GÆLA VIÐ AÐ SAUMA ÞVOTTABJARNARPELS Á MIG á Íslandi. Við hjá Feldi verkstæði sérhæfum okkur í framleiðslu á alls kyns loðskinnsvörum, aðallega smávöru, svo sem húfum, krögum, vestum, lúffum og skóm, en ég sé einnig um viðgerðir og breytingar á pelsum. Kaupirðu skinn alls staðar að úr heiminum? Já, en samt mest frá Norðurlöndum. Áttu þér eftirlætis skinn? Það er erfitt að segja. Þeir pelsar sem endast best eru minkapelsar, en líka er hægt að fá mjög flotta pelsa af þvottabirni, úlfi og ref. Vinnurðu mikið með þvottabjarnarskinn? Ég vinn eiginlega með allt. Ég hef líka unnið með íslensku gæruna og búið til úr henni púða, vesti og fleira. Og svo eru það húfurnar sem margir þekkja. Já, við búum oft til snið og látum við framleiða fyrir okkur erlendis. Ég næ ekki
að framleiða allt sjálfur og þess vegna látum framleiða fyrir okkur vörurnar og fylgjum vörunum síðan eftir í verslanir. Við viljum veita góða þjónustu og þess vegna er það þannig að ef fólk vill aukahneppslur eða vill einhverjar smábreytingar þá björgum því yfirleitt. Við reynum að hafa þetta ánægjulegt. Saumarðu pelsa ? Nei, ég sauma ekki nýja pelsa eins og áður en er mikið að breyta og laga pelsa fyrir konur. Mér finnst mikilvægt að konur sem eiga pelsa noti þá, láti þá ekki bara hanga inn í skáp! Ertu mikið í feldi sjálfur? Nei, ég er það nú ekki. Ég er alltaf að gæla við að sauma þvottabjarnarpels á mig en það tíðkast nú ekki hér að karlmenn séu mikið í loðfeldi. Í Síberíu, Rússlandi og norðurhluta Norðurlanda kemst fólk ekki af án þess að vera í pelsum. Það er einfaldlega nauðsynlegt. GEYSIR — 11
VILLTA VESTRIÐ MÆTIR ÍSLENSKU SVEITINNI Texti Sigtryggur Magnason Ljósmynd Ari MagG
Jóel Pálsson og Bergþóra Guðnadóttir eru stofnendur fatahönnunarfyrirtækisins Farmers Market. Við ræddum við þau um svört jólatré, hlöðurómantík og ullarnærföt. Jæja, það eru að koma jól, tími hlýju og væntumþykju, mig langar að tala um nýju ulllarnærfötin frá Farmers Market. „Mig hefur langað að gera nærföt frá því við stofnuðum Farmers Market fyrir sex árum,“ segir Bergþóra. „Mig langaði að gera ullarnærföt sem væru þannig að þau væru ekki aðeins útivistarnærföt heldur væru þau falleg og praktísk við ýmsar aðstæður eins og t.d. sem náttföt í sumarbústaðnum. Þau eru úr 100% merino-ull sem er mjög mjúk og hlý. Þetta verkefni var í undirbúningi í þrjú ár og við fengum þau frá framleiðanda fyrir mánuði síðan.“ Þriggja ára undirbúningur. Var það ekki stór stund þegar þið tókuð við þeim? „Ég hlakkaði ofsalega til,“ segir Bergþóra. „Þetta er svolítil hlöðurómantík. Villta vestrið mætir íslensku sveitinni. Við erum sveitarómantískt fyrirtæki.“ „Við erum ansi lukkuleg með þetta,“ segir Jóel. „Með umbúðunum er þetta er líka hugsað sem góð gjafavara.“ Já, erum við ekki komin með fyrirsögnina þarna: hin fullkomna jólagjöf? Kannski of mikið. Veit ekki. „Umbúðirnar eru gerðar úr endurunnum pappír og eru hluti af upplifuninni sem við viljum veita fólki, þær fara alla leið og skapa stemningu,“ segir Bergþóra. „Við vildum að 12 — GEYSIR
varan væri meira en bara ullarnærföt, að þetta snerist um lífsstíl en héldi ekki bara á þér hita.“ Hvað er langt síðan þið byrjuðuð með Farmers Market? „Sex ár, byrjuðum rétt fyrir jólin 2005,“ segir Jóel. Fyrir sex árum voru jólatrén svört með silfurkúlum. „Já,“ segir Bergþóra, „hluti af ástæðunni fyrir því við byrjuðum með Farmers Market var að við vorum komin með ógeð á glóbalismanum þar sem allt er eins alls staðar í heiminum. Við höfðum þörf til að gera eitthvað sem væri nær uppruna okkar, en vinna úr því á okkar hátt. Þetta er þróunin um allan heim, líka í tónlist. Þetta átti ekki að miðast við heimsyfirráð.“ „Við vorum nokkuð viss um að það hlyti að koma andsvar við þessari geðveiki sem var í gangi,“ segir Jóel. „Þegar við vorum að byrja 2005 óraði okkur auðvitað ekki fyrir því að andsvarið yrði jafn afdrifaríkt og það varð en það hlaut eitthvað að breytast. Þegar maður finnur fyrir slíkri þörf hlýtur hún að eiga sér einhverja stoð. Þetta er svona í listunum líka.“ „Ég held að þetta hafi breyst mikið,“ segir Bergþóra. „Yngri strákurinn okkar, átta ára, sagði við mig um daginn að hann hlakkaði til jólanna en hann tók fram að það væri ekki bara út af pökkunum heldur hlakkaði hann til að fá önd á aðfangadag. Það er gaman að krökkum finnist jólin ekki bara snúast um pakka og geðveiki.“
„Maður finnur að fólk hugsar meira um nægjusemi,“ segir Jóel, „en á sama tíma vill fólk gæði, hugsar minna um magn og velur fallegar og góðar vörur.“ Eins og til dæmis nærföt. „Já, þá komum við aftur að þeim,“ segir Jóel. „Það getur þó verið hættulegt að fara algjörlega til baka í einhverja rómantíska þjóðerniskennd. Við verðum að passa okkur, halda sönsum,“ segir Bergþóra. “Heimurinn er öðruvísi í dag og við þurfum að vinna út frá því. Vera raunsæ,” segir Jóel. Það hefur gengið vel hjá ykkur, hvað ætlið þið að verða stór? „Það er ekki beint markmið hjá okkur að vaxa,“ segir Jóel. „Við erum eins og tré sem vex upp í ákveðna hæð en vex síðan til hliðanna,“ segir Bergþóra. „Við höfum fyrst og fremst áhuga á því að vanda okkur við allt sem við búum til. Stærð fyrirtækisins þarf samt að vera í praktísk svo að allt gangi,“ segir Jóel. „Stærðin gerir það að verkum að við getum unnið með fleirum og gert fleiri tilraunir. Til dæmis höfum undanfarið verið að vinna að skemmtilegu verkefni með prjónastofunni Glófa, sem er miðað við þeirra tækjabúnað og afkastagetu,“ segir Bergþóra. „Við fáum tækifæri til að einbeita okkur að hlutum sem stundum eru erfiðir í fæðingu en skipta okkur máli, hálfgerð dekurverkefni.“
„Við höfðum þörf til að gera eitthvað sem væri nær uppruna okkar, en vinna úr því á okkar hátt.“
GEYSIR — 13
Texti Sigtryggur Magnason Ljósmyndir Ari MagG
ULL ER GULL Birgir Einarsson er prjónameistari hjá Glófa sem er með starfsstöðvar í Kópavogi, Hvolsvelli og Akureyri. Hann tók á móti okkur á köldum íslenskum vetrarmorgni. Slíka morgna er íslenska ullin meira virði en gull.
14 — GEYSIR
„Ég er meira að segja með eina gamla Apple IIe tölvu frá 1980 sem ég nota í mynsturgerð, sú er auðvitað með þeim fyrstu sem Steve Jobs hannaði og er enn í gangi.“
Þú ert ekki alveg nýr í þessu? Nei, ekki alveg. Hvað heldurðu að þú sért búinn að vera í prjónabransanum í mörg ár? Ég byrjaði í ullariðnaðinum árið 1973. Þetta eru orðin nokkur ár. Upphaflega hóf ég störf sem vefari hjá Álafossi.
Hvernig kom það til? Eiginlega var það bróðir minn sem fékk mig til að taka við af sér hjá Álafossi af því hann var að fara að vinna hjá Sambandinu fyrir norðan. Ég lærði síðan vefnað úti í Skotlandi. Þegar ég kom heim aftur datt ég inn í prjónaskapinn því sá sem ætlaði að hætta í vefnaðinum hætti við að hætta. Svona er þetta stundum.
Fyrir lítt kunnandi, hver er munurinn á vefnaði og prjónaskap? Það er heilmikill munur. Í vefnaði er notast við uppistöðu og ívaf til að búa til voðina en í prjóni er mögulegt að notast við einn þráð til að búa til voð. Tækin sem notuð eru í vefnaði og prjóni eru einnig mjög ólík og mikið fljótlegra að búa til voð í prjóni heldur en vefnaði. frh.• GEYSIR — 15
Núna er það skylda hjá hverjum útlendingi sem kemur til landsins að kaupa lopapeysu. Skiptir það máli? Já, útlendingar kaupa mikið af peysum og líka heilmikið af smávörum úr ullinni. Íslendingar eru líka mjög duglegir að kaupa íslenskar ullarvörur enda eru til flottar íslenskar vörur eins og þau hjá Geysi og Farmers Market eru að gera og ótal hönnuðir líka. Þið eruð með framleiðslu á Akureyri og Hvolsvelli. Lagerinn er hérna í Kópavogi og þrjár prjónavélar. Já, ég er með þrjár vélar hérna. Við notum þær mikið fyrir prufur sem við gerum með hönnuðum. Hérna eru líka mynsturgerðarapparöt. Ég er meira að segja með eina gamla Apple IIe tölvu frá 1980 sem ég nota í mynsturgerð, sú er auðvitað með þeim fyrstu sem Steve Jobs hannaði og er enn í gangi. Þetta var einu sinni heilmikill iðnaður hér á landi. Já, þetta var stór atvinnugrein. Það voru prjónastofur og saumastofur úti um allt land. Leiðin lá niður á við um nokkurn tíma, Álafoss og Sambandið sameinuðust og síðan fór það sameinaða fyrirtæki einnig á hausinn og úr varð Ístex (bandframleiðsla) og Folda (fataframleiðsla). Folda lognaðist út af en Ístex framleiðir band sem aldrei fyrr og hefur vart undan. Núna eru ekki nema þrjár til fjórar prjónastofur í gangi í landinu þannig að það er heilmikil breyting frá því sem áður var.
„Það var bróðir minn sem fékk mig til að taka við af sér hjá Álafossi af því hann var að fara að vinna hjá Sambandinu.“
Þetta verður líklega aldrei eins og þetta var? Ullartískan hefur alltaf gengið í bylgjum en það er erfitt að segja hver framtíðin verður. Við viljum að þessi grein stækki og dafni, því þá getum við endurnýjað vélakostinn smátt og smátt og þannig orðið samkeppnishæfari, þótt hún verði aldrei eins stór og hún var hér á árum áður enda markaðslögmálin allt önnur en var þá . Það er bara spurning hvernig það muni ganga. Horfir fólk öðruvísi á þessa grein núna en fyrir nokkrum árum? Já, það má segja það. Það er mikil áhersla á hönnunina núna og sterk fyrirtæki eins og Farmers Market og Geysir hafa lagt mikið í að markaðssetja þessar vörur. Þau hafa unnið frábært starf. Það er ánægjulegt að hönnuðirnir hafi komið þessu aftur á kortið.
16 — GEYSIR
Er ekki mikil endurnýjun í tölvubúnaði? Ekki í augnablikinu hjá okkur. Það eru komin flott mynsturgerðartæki erlendis sem nánast geta prjónað á skjáinn. Það liggur við að hönnuðurinn sjái útkomuna á skjánum án þess að flíkin sé prjónuð. Meira að segja þá geta þeir skannað inn þráðinn sem þú vilt nota og prjónað mynstrið á skjáinn með tilliti til hans. Nýjustu prjónavélarnar eru líka orðnar miklu fullkomnari, fara betur með bandið og gera ótrúlegustu hluti. Í dag er hægt að prjóna heilu peysurnar með ermum og án sauma. Það er mikil bylting. Ertu mikið fyrir ull? Já, en þegar maður vinnur mikið inni við þá þarf maður ekki að klæða sig mjög vel. Þið notið bæði íslenska og erlenda ull í framleiðslunni. Já, við gerum það, þó mest íslenska. Og hefur íslenska ullin einhverja sérstöðu? Já, hún er mjög sérstakt hráefni. Hún er ólík annarri ull, ekki síst af því hún er loftmeiri og léttari. Þeir sem byrja að nota hana finna hvað það er gott að vera í henni.
GEYSIR — 17
„ É G S Á FJÖL M A RGA SE M B J UG GU V IÐ L ÍFSK JÖR SE M É G GÆTI VA R L A H UG S A Ð M ÉR A Ð L IFA V IÐ . O G FÁ EINA SE M OR ÐIÐ HÖFÐU AU ÐI SÍN U M A Ð BR Á Ð Í RU DDA L E GU M OFL ÁT U NG S SK A P O G H ROK A . Á ENGL A N DI ERU H EFÐIR SEM GEFA AU ÐMÖN N U M FÆR I Á A Ð L IFA M EÐ Á K V EÐN U M GL Æ SIBR AG . ÞÆR H EFÐIR ERU EK K I TIL Á ÍSL A N DI.“ W. H. A ud e n (19 07–1973) – L e t te r s f r om Ic e la nd , 1937.
18 — GEYSIR
GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ Texti Kjartan HALLUR Ljósmyndir Ljósmyndasafn reykjavíkur
frh.•
GEYSIR — 19
ferðamenn. Þar er upptalning á því sem þarf til að ferðast um Ísland og hún hefst á því nauðsynlegasta: „01 – Mikilvægust af öllu eru sterk gúmmístígvél með sléttum sóla svo þau festist ekki í ístöðunum. Reiðstígvél eyðileggjast og halda þér ekki þurrum á fótunum. Klæðist tvennum sokkum í gúmmístígvélunum. Gönguskór og ilskór eða íþróttaskór fullkomna fótabúnaðinn. 02 – Reiðbuxur eða ökklasíðar pokabuxur til hestaferða. 03 – Gegnheilar vatnsheldar buxur sem ná upp í mitti ...“ Ævintýraþyrstir ferðalangar hafa í gegnum tíðina sagt sögur af Íslandi. Framan af öldum voru þetta hálfgerðar ýkjusögur en margar þeirra hafa þó að geyma mikilvægar heimildir. Það er lærdómsríkt að ferðast aftur í tímann og virða fyrir sér land og þjóð í gengum útlensk undrunaraugu. Það er hægt að nota þau eins og spegla. „Ísland er ekki þjóðsaga heldur fastur blettur á jarðskorpunni.“ (Pliny Miles, 1818-1865)
Ferðalýsingar fyrri tíma draga ekki alltaf upp jákvæða mynd af Íslandi. Þær greina frá ótryggu veðurfari og erfiðum samgöngum. Húsakosti, hreinlæti og aðbúnaði er oft lýst með viðbjóði. Menn kvarta undan siðum eins og kossaflensi sem talið er jaðra við heilbrigðisvandamál og maturinn þykir heldur ekki alltaf upp á marga fiska. Flestum ber þó saman um að hér hafi búið fátækt fólk og heiðarlegt. “Ef ég færi út í að lýsa viðurstyggilegum siðum þeirra þá gætu það orðið nokkur bindi.“ (Ida Pfeiffer, 1797-1858)
Það hlýtur að hafa verið sérstök upplifun að sjá útlendingana ríða í garð og stíga af baki í reiðfrökkum og vönduðum stígvélum. Hvílík furða fyrir óbrotið sveitafólk. Það er auðvelt að sjá fyrir sér hvernig bóndinn leggur frá sér verkfærin og heilsar. Unglingspiltur hleypur til, að halda í hesta hinna tignu gesta. Börnin leita skjóls bak við móður sína en bóndi sýgur ótt upp í nefið meðan hann segir til vegar. Hann stendur í forinni í skinnskónum. Blautur í fæturna — löngu fyrir daga ferðaþjónustu bænda. 20 — GEYSIR
„Það var ánægjulegt að sjá ný andlit, þrátt fyrir ruddaskapinn og óþefinn; afkáraleg framkoma þeirra reyndist hin besta skemmtun.“ (W. J. Hooker, 1785-1865)
Á ofanverðri 19. öld komst Ísland í tæri við það sem kalla mætti ferðaþjónustu. Þá gátu ensk séntilmenni keypt sér ferð frá Liverpool til Reykjavíkur til að skoða Þingvelli, Geysi og Heklu í nokkurra daga reiðtúr. Sumir fóru í pílagrímsför á söguslóðir Íslendingasagna og ferðuðust víðar um landið. Þegar þeir sneru til heimalandsins gátu sumir þeirra ekki stillt sig um að skrifa niður ferðasöguna. „Jarðbundnir Íslendingar þvertaka fyrir það að Golfstraumurinn sé til.“ (Sir Richard Francis Burton, 1821-1890)
Einn af pílagrímunum var William Morris, skáld, fagurfræðingur, þýðandi, hönnuður og Íslandsvinur. Hann ferðaðist tvisvar um landið, sumurin 1871 og 1873. Í dagbókarfærslum hans má lesa um hversdagsraunir ferðamannsins á nítjándu öld. Morris og félagar veiða sér silung, endur og heiðlóur til matar. Þeir brasa við tjöld og læsingar á ferðakoffortum líkt og ferðamenn dagsins í dag. En sumt í frásögn hans minnir þó enn meira á nútímann. Hann kvartar til dæmis undan ágangi túrista á frægum ferðamannastöðum eins og Geysi í Haukadal. William Morris horfði á landið af hestbaki en þegar landi hans W. H. Auden kom fyrst til Íslands árið 1936 höfðu rútubílar að mestu tekið við hlutverki þarfasta þjónsins. Í bókinni Letters from Iceland birtir Auden ljóð, dagbókarbrot, hugleiðingar og greinar. Einn kaflinn er Leiðbeiningar fyrir
Skáldið telur upp fleiri skjólgóðar flíkur, allt frá síðfrökkum til vettlinga. Af upptalningu hans má ráða að hann þekki ágætlega íslenskt veðurfar. Honum er ljóst að á Íslandi er fátt mikilvægara en að vera þurr í fæturna. Þannig á margt í lýsingu hans vel við í dag þótt annað hafi úrelst. Tækninni hefur fleygt fram, samgöngur batnað og nútíminn bankað upp á með öll sín fjarskipti. En hann lætur ekki nægja að leiðbeina ferðamönnum landsins. Auden skrifar líka um það sem honum líkaði ekki alveg nógu vel. Yfirleitt snúast aðfinnslur hans um léttvægari hluti eins og tísku, listir og almenna mannasiði. Hann kvartar yfir skorti á stundvísi og honum þykir sem konurnar gætu klætt sig tvöfalt betur fyrir sama pening. En svo eru náttúrlega athugasemdir eins og þessi: „Ég sá fjölmarga sem bjuggu við lífskjör sem ég gæti varla hugsað mér að lifa við. Og fáeina sem orðið höfðu auði sínum að bráð í ruddalegum oflátungsskap og hroka. Á Englandi eru hefðir sem gefa auðmönnum færi á að lifa með ákveðnum glæsibrag. Þær hefðir eru ekki til á Íslandi.“ Ekki skortir okkur augun í dag. Augu gesta okkar koma inn í landið gegnum Leifsstöð og með skemmtiferðaskipum. Ferðamennirnir bókstaflega streyma inn í landið og fjölgar ár frá árien vonandi höfum við eitthvað lært frá því að Auden fór hér um bæjarhlaðið.
Allar tilvitnanir í þessu greinarkorni eru lauslega þýddar úr bók W.H. Audens og Louis MacNeice, Letters from Iceland, flestar úr kaflanum Sheaves from Sagaland sem er safn umsagna ýmissa ferðamanna um Ísland.
Yupik Parka fæst í GEYSI. 59.000 kr. Stærðir – XXS til XXL
*
YUPIK ÚLPAN frá FJ Ä L L R ÄV E N
Hvort sem veiða á í gegnum ís eða lifa af norðangarrann í Þingholtunum. Yupik-úlpan sterka bregzt þér ekki. Veljið úr þremur litum.
GEYSIR — 21
Texti Sigtryggur Magnason Ljósmynd Ari MagG
ÉG HEF VERIÐ AÐ SKIPTA MÉR SVOLÍTIÐ AF
Auður Karitas Ásgeirsdóttir er hönnuður, þótt henni finnist erfitt að viðurkenna það. Kannski er það hógværð. Auður útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2005 en strax fyrir útskrift var hún byrjuð að leita sér að öðru fagi til að læra. Hún fluttist strax að útskrift lokinni til New York þar sem hún var í framhaldsnámi í margmiðlun í tvö ár. Eftir útskrift flutti hún þó heim aftur og hóf að starfa með manni sínum, ljósmyndaranum Ara Magg, í stúdíói hans og föður hans, Magnúsar Hjörleifssonar. Þar hafa þau starfað saman að fjölbreyttum ljósmyndaverkefnum, hún ýmist sem stílisti eða framleiðandi. Og enn starfa þau saman og hefur Auður, auk þess að hanna fatalínu fyrir Geysi, komið mikið að útliti og ímynd Geysis ásamt Ara. Eftir þá kollhnísa sem íslenskt samfélag fór í haustið 2008 sáu Auður og Ari fram á breytingar á verkefnum sínum. „Stuttu síðar komu eigendur Geysis að máli við okkur með hugmynd að búð. Ég sá strax fyrir mér að geta komið að verkefninu sem einhvers konar listrænn ráðgjafi og fór á fullt í hugmyndavinnu. Í New York hafði ég komist í tæri við margar ofsalega fallegar 22 — GEYSIR
búðir og fannst spennandi að heimfæra svoleiðis konsept fyrir Geysi.“ „Svo opnaði búðin á Skólavörðustíg sumarið 2010,“ segir Auður, „og ég hef fengið að skipta mér svolítið af.“ Að skipta sér af þýðir í þessu tilfelli meðal annars að hjálpa til við íslenska vörulínu. „Ég hugsa þetta ekki þannig að ég sé fatahönnuður að gera fatalínu heldur kem ég með hugmyndir að hlutum sem fara í framleiðslu og eru svo seldir. Þetta verkefni læddist svona að mér en hefur verið mjög ánægjulegt, og hefur í raun undið upp á sig svona smám saman því viðtökurnar hafa verið góðar,“ segir Auður. „Þetta hefur verið mjög þægilegt samstarf. Ég grúska í gömlum bókum og fæ hugmyndir og berst fyrir því að þær séu framkvæmdir eins og ég vil - auðvitað með viðeigandi málamiðlunum.“ Auður Karitas leitar aftur í tímann eftir hugmyndum og innblæstri. „Það er auðvitað svolítil klisja að leita í fortíðina en verslanir Geysis byggja á þeirri tilfinningu og því fannst mér ekki passa að gera mjög nýstárlega hluti. Mér þykja gamlir hlutir líka svo fallegir,“ segir Auður. „Ég hef skoðað mikið gamlar ljósmyndabækur, eftir Vigfús Sigurgeirsson sem dæmi, Sigríði
Zöega, og þá feðga Magnús Ólafsson og Ólaf Magnússon og má kannski segja að auglýsingarnar okkar hafi verið svolítið í þeirra anda,“ segir Auður sem sótti innblástur fyrir hönnunina sjálfa í íslenskar útsaumsbækur, vefnaðarog sjónabækur. „Mér fannst stundum eins og nám mitt í Listaháskólanum miðaðist við það að strax eftir útskrift ætti ég að opna framúrstefnulega hátískubútík,“ segir Auður sem segist aldrei hafa verið á þeirri línu. Henni þykir erfitt að viðurkenna að hún sé hönnuður þótt hún sé sannarlega að hanna fyrir Geysi. „Mér finnst alltaf svolítið eins og ég sé að svindla,“ segir hún, „að ég sé ekki ekta löggiltur meðlimur í félagi fatahönnuða því mér þótti námið undir lokin svo ægilega leiðinlegt.“ Og þegar hún sér konur í bænum í fötum sem hún hefur hannað þá hugsaði hún lengi vel: „Þetta hlýtur að vera einhver sem fékk lánuð föt hjá vinkonu sinni sem er líka vinkona mín. En þetta er aðeins að breytast. Ég t.a.m. alveg komin yfir það að hafa ekki fengið hæstu einkunn frá Listaháskólanum. Velgengni Geysis þykir mér skemmtilegri og marktækari mælikvarði.“
„Mér þykja gamlir hlutir líka svo fallegir“
GEYSIR — 23
„Bruðlið sem maður sér í Reykjavík sér maður ekki úti í sveit þar sem hver nagli, hver spýta skiptir máli.“
24 — GEYSIR
Texti Sigtryggur Magnason Ljósmyndir Ari MagG
AÐEINS EINN KOMIÐ TIL DYRA MEÐ HAGLABYSSUNA Þegar ég reyndi að ná sambandi við Hálfdan Pedersen þá var hann utan þjónustusvæðis. Eftir nokkrar tilraunir náði ég loksins í hann þar sem hann var löglega afsakaður á ferð um Vestfirði í leit að gömlu timbri. Af hverju? Jú, hann ber ábyrgð á hönnun og smíði á verslunum Geysis. Og eins og annað í verslunum Geysis þá eru innréttingarnar úr alvöru efni með alvöru sögu. Hálfdan á uppruna í kvikmyndagerðinni, er lærður leikstjóri og hefur hannað leikmyndir fyrir fjölmargar kvikmyndir, meðal annars The Good Heart, Á annan veg og Óróa svo eitthvað sé talið. Hann segir að það sé í sjálfu sér ekki ólíkt að hanna leikmynd fyrir kvikmynd og hanna innréttingar í verslun. „Verslunin er þó varanlegri og augað er krítískara en kameran,“ segir Hálfdan. „Hvort tveggja þarfnast tilfinningar fyrir gömlum hlutum, að sjá fegurð í því sem öðrum þykir drasl. Við notum timbur sem í mörgum tilvikum er á leiðinni út á brennu. En við sjáum eitthvað í því.“ Hálfdan segir að það hafi strax verið ljóst að til að ná réttri tilfinningu þyrfti að nota gamalt timbur. „Það væri ekki hægt að fara leiðina sem farin er í leikmyndagerð þótt það hefði margborgað sig. Ólíkt því sem gildir í bíóleikmyndum þá þarf
hluturinn í versluninni að þola að það sé þreifað á honum og þefað af honum. Ég treysti mér ekki til að leysa þetta af hendi nema með gömlu timbri til að halda trúverðugleikanum,“ segir Hálfdan sem hefur á síðustu misserum þvælst um landið í leit að efnivið. „Við höfum farið á sendibíl um landið og heimsótt sveitabæi hér og þar. Rennt í hlað og kynnt okkur og dottið í langt kaffispjall við bændur. Þetta er tímafrekur prósess því alls staðar er manni boðið upp á kaffi og kökur sem ekki er hægt að afþakka. Það er frábært og ákveðin forréttindi að fá að kynnast öllu þessu frábæra fólki.“ Stundum bíður timbrið í haugum en oftar er það þó þannig að eftir á að rífa niður fjárhús eða hlöður. Þá er boðist til að taka verkið að sér eða hjálpa til. Hálfdan segir að það sé oft vel þegið. Ferðalög um Ísland geta verið skrautleg en Hálfdan hefur ekki lent í teljandi ævintýrum á ferðum sínum. „Við höfum reyndar lent í aftakaveðri, sprengt dekk, farið á hliðina og annað slíkt. Um síðustu helgi vorum við fastir um tíma uppi á vestfirskri heiði í mikilli ofankomu á drekkhlöðnum bíl.“ Munurinn á verðmætamati Reykavíkinga og þeirra sem búa utan borgarinnar er nokkur að mati Hálfdans. „Bruðlið sem maður sér í Reykjavík sér
maður ekki úti í sveit þar sem hver nagli, hver spýta skiptir máli. Það er mjög gaman að sjá hvað fólk nýtir hlutina vel. Oft er fólk ekki tilbúið til að láta hluti auðveldlega af hendi og því síður kasta þeim. Það er gaman að sitja í ókunnu eldhúsi og semja við bónda,“ segir Hálfdan. Það er líklega ekki á hverjum degi sem ókunnugt fólk ekur í hlað á íslenskum bóndabæjum og vill fá að kaupa gamalt timbur. „Í fyrsta lagi finnst fólki við stórskrýtnir, jafnvel vangefnir,“ segir Hálfdan, „en þegar við segjumst ætla að smíða úr þessu hillur og borð og að timbrið fái framhaldslíf þá hefur fólk gaman af því. Flestir eru allir af vilja gerðir en við lentum einu sinni í því að keyra í hlað á bæ og bóndinn kom til dyra með haglabyssu. Við þökkuðum bara fyrir okkur og veifuðum bless.“ Og uppbyggingin hjá Geysi heldur áfram og leitin að timbrinu líka. „Þetta er tímafrekasti hlutinn af þessari vinnu. Við höfum farið ófáar fýluferðir. Það stendur til að opna búð fljótlega og þá verðum við að vera undir það búnir,“ segir Hálfdan. „Oft á tíðum höfum við verið aðeins of seint á ferðinni og það er nýbúið að kasta heilu og hálfu húsunum. Sumt timbrið er mjög gamalt, oft yfir 100 ára, og það ætti ekki að henda því. Það ætti að vera lögbrot að henda timbri með sögu.“ GEYSIR — 25
Texti Sigtryggur Magnason Ljósmyndir Ari Magnússon
GERÐUR G. BJARKLIND “Aldur skiptir ekki máli um jólin. Allir eru jólabörn.“
Þeir kalla það Bláfjallasal, starfsmenn Ríkisútvarpsins, af skiljanlegum ástæðum því úr þessum sal, matsal, er horft yfir fagran bláan fjallahringinn í bland við manngert umhverfi Reykjavíkur og Kópavogs. Það er þar, með sjálft Vífilsfellið í baksýn, sem hún situr, Gerður G. Bjarklind, konan og röddin sem hefur fært okkur jólin með lestri á jólakveðjum síðustu áratugina. Hún á líka sína Óskastund á hverjum föstudegi klukkan 9.05 í Ríkisútvarpinu á Rás 1. Já, þarna situr hún með jóladiskana fyrir framan sig. Hún er að hugsa um jólin. Og þegar maður hugsar um jólin þá einskorðast það ekki við þessi jól heldur eru þau öll undir, öll jól lífs manns. „Maður er svolítið fastur í sínu þegar kemur að jólalögum,“ segir Gerður, „manni þykir vænst um það sem maður heyrir frá fyrri tíð, það sem tengir við 26 — GEYSIR
æskuna. Pabbi söng mikið fyrir mig. Við vorum eiginlega sísyngjandi fjölskylda. Hún var stór, fjölskyldan, og alltaf á jóladagskvöld var boð hjá móðursystur minni. Við sungum og dönsuðum og hættum ekki fyrr en öll jólalögin í Vísnabókinni höfðu verið sungin.“ Hún er með kaffibolla en hreyfir ekki mikið við honum. Hún er að hugsa um jólalög og útvarpið, kannski Útvarpið með stórum staf. „Ég lærði mörg jólalög í gegnum útvarpið. Á hverju jóladagskvöldi var jólaball í útvarpinu sem Þorsteinn Ö. Stephensen stjórnaði og Brynjólfur Jóhannesson söng. Það eru mínar æskuástir í sambandi við söng og jólalög. Smekkurinn breytist með aldrinum en ákveðin lög halda hljóm sínum í gegnum árin,“ segir Gerður. „Um jólin ryðjast minningarnar fram. Ég man alltaf eftir því þegar ég var fimm ára og fékk 50 krónur hjá pabba og mömmu. Systir mín fékk 100 kall af því hún var eldri.
Þá var þessi verslun, Nóra Magasín, við Austurvöll, milli Hótel Borgar og Reykjavíkurapóteks þar sem nú stendur þetta ljóta hús. Í þessari verslun var allt fullt af litlum sætum kössum og maður gat farið inn og horft á þessa fegurð. Ég keypti lítinn bláan bangsa til að gefa frænda mínum. Konan var svo góð, hún pakkaði honum inn fyrir mig og ég fór með hann eins og gull. Ég keypti eitthvað smáræði í viðbót en skilaði svo afganginum. Þetta er ólíkt því sem er núna þegar krakkaelskurnar okkar eiga svo mikið að þau vita ekkert hvað þau eiga að gera.“ „Jól,“ segir hún, „þau gætu aldrei orðið nema fyrir áhrif jólatónlistarinnar. Jólalögin binda þetta allt saman. Ef einhver er leiður eða sár eða dapur þá gera þessi fallegu lög manni gott. Þau eru miklu meira en bara plástur á sár. Þau ýta við manni. Aldur skiptir ekki máli um jólin. Fólk sem þusar mikið yfir jólunum vill bara ekki að maður sjái í því barnið.“ frh.•
GEYSIR — 27
„Ef ég vil fá gæsahúð þá set ég lagið O helga natt með Jussi Björling í tækið.“
28 — GEYSIR
GERÐUR G. BJARKLIND ER RÖDD GEYSIS
ÞETTA ERU EFTIRLÆTIS JÓLALÖGIN HENNAR
Gerður og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir voru fyrir nokkrum árum fengnar til þess að taka saman eftirlætis jólalögin sín og voru þau gefin út á diski sem bar auðvitað nafnið Jólakveðjur. Mörg þeirra jólalaga sem Gerður nefnir hér er að finna á þeim diski.
01
HIN FYRSTU JÓL Ég man alltaf eftir lagi Ingibjargar Þorbergs, Hin fyrstu jól, sem hún samdi við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk.
02
Þegar ástarstjarnan skín Ofsalega fallegt lag eftir Ned Washington. Páll Bergþórsson orti textann. Ellý Vilhjálms söng þetta fallega lag á plötunni Jólafrí.
03
04
Það heyrast jólabjöllur Þetta lag er eftir Leroy Anderson og Ólafur Gaukur gerði textann. Það er svo mikilvægt að það sé svolítil kæti í lögunum. Stundum man maður ekki nema fyrsta orðið og það síðasta og aðeins í miðjunni. En maður má ekkert æsa sig yfir smámunum. Hátíð fer að höndum ein Mér finnst enginn syngja þetta lag eins og Þrjú á palli gerðu. Það er í þessu lagi einhver stígandi og eftirvænting, bæði í uppbyggingu lagsins og textanum. Fyrsta vísan er gömul þjóðvísa en tvö síðari erindin eru eftir Jóhannes úr Kötlum.
05
06
07
Hvít jól Það hafa margir sungið þetta lag en mér þykir vænst um það í flutningi Ellýjar og Ragnars Bjarnasonar. Þetta er svo ofsalega íslenskt! Sum útlend jólalög hafa einhvern veginn náð inn í hjartað á manni og orðið íslensk jólalög þrátt fyrir að vera amerísk eða evrópsk. Söngur jólasveinanna Mér þykir svo vænt um lagið sem Brynjólfur Jóhannesson og Karl Sigurðsson sungu í Deliríum Búbónis eftir bræðurnar Jón Múla og Jónas Árnasyni. Á Jólakveðjum okkar Ragnheiðar Ástu eru það bræðurnir sjálfir sem syngja. Amma engill Ég heyrði þetta lag fyrst frammi á gangi í Útvarpshúsinu þegar Borgardætur voru í beinni útsendingu á Rás 2. Það var eins og með lögin sem ég heyrði þegar ég var lítil að það kom strax til mín. Textinn eftir Friðrik Erlingsson er frábær, Borgardætur syngja listilega vel og Eyþór Gunnarsson útsetti eftir frumgerð Jerome Kern.
08
Sveinki minn, komdu í kvöld Ólafur Þórðarson vinur minn samdi þetta lag sem er á disknum Gamlir englar sem Ríó Tríó gaf út árið 2009. Ég vil minnast sérstaklega á þetta lag því Óli var svo góður vinur.
09
Jólanótt Fyrir nokkrum árum samdi Eivör Pálsdóttir lagið Jólanótt sem hún söng með kór Langholtskirkju. Ákaflega fallegt.
10
Fegursta rósin er fundin Þetta er sparijólalag, eitt það fallegasta sem ég heyri og það er aldrei spilað fyrr en eftir sex á aðfangadag. Praetorius útsetti og Helgi Hálfdanarson gerði textann.
11
O helga natt Ef ég vil fá gæsahúð þá set ég lagið O helga natt með Jussi Björling í tækið. Það hafa margir sungið þetta lag ákaflega fallega en ég gleymi aldrei Jussi. Hann verður alltaf númer eitt. Gæsahúðin svellur og ég þarf að einbeita mér að því að draga andann rótt. Þetta lag í flutningi Jussi Björling er fastur punktur í mínu jólahaldi. GEYSIR — 29
NÝTT UNDIR NÁLINNI LJÓSMYNDIR ARI MAGG
stílisering Auður KaritAs Förðun & Hár Fríða María
30 — GEYSIR
ÖR N E L Í A S G U ÐM U N D S S ON M U GI S ON – H AG L É L V E S T I P E N F I E L D – P E Y S A FA R M E R S M A R K E T – S K Y R TA L E V I S V I N TAG E
GEYSIR — 31
ÓL ÖF A R N A L D S – ÓL ÖF S I NG S K JÓL L P E N DL E T ON
32 — GEYSIR
E I N A R VA LU R S C H E V I N G – L A N D M Í N S F Ö ÐU R S K Y R TA L E E – P E Y S A FA R M E R S M A R K E T
GEYSIR — 33
34 — GEYSIR
L OV Í S A E L Í S A B ET S IG RÚ N A R D Ó T T I R L AY L OW – B R O S T I N N S T R E NGU R S L Á P E N DL E T ON – G A L L A S K Y R TA L E E – B U X U R FA R M E R S M A R K E T
GEYSIR — 35
S T E P H A N S T E P H E N S E N GU S GU S – A R A B I A N HOR S E B U X U R L E E – P E Y S A L E E – S KÓR R E D W I N G – H Ú FA G E Y S I R
36 — GEYSIR
P E Y S A L E V I S V I N TAG E – Ú L PA P E N F I E L D
GEYSIR — 37
K R I S T I N N S IG M U N D S S ON V ET R A R F E R ÐI N Á S A M T V Í K I NGI H E I ÐA R I ÓL A F S S Y N I – K E M U R Ú T Á VOR M Á N U ÐU M S K Y R TA FJÄ L L R ÄV E N
38 — GEYSIR
S IG R Í ÐU R T HOR L AC I US S IG U R ÐU R GU ÐM U N D S S ON & S IG R Í ÐU R T HOR L ACI U S Á S A M T S I N F ÓN Í U H L JÓM S V E I T Í S L A N D S SL Á GEYSIR
GEYSIR — 39
- Þér eruð ávallt velkomin í Geysi -
— Ullarteppin frá GEYSI —
HEIMA ER BEZT Hátíðarverð 10.800 kr.* Vermið yður í gömlu góðu ullarteppunum með klassíska mynstrinu. Þau eru líka prýðilegar ábreiður og á sjerstöku hátíðarverði í verzlun okkar fyrir jólin.
Geysir Skólavörðustíg 16 og Geysir Haukadal. Sími 519 6000. *Fram að jólum.
40 — GEYSIR