Gjallarhornið 1. tbl. 21. starfsár - jan-feb-mars 2014

Page 1

-

1. tbl. - 21. starfsár  jan – feb - mars 2014 Útgefandi: Smiðjuhópurinn – Samtök skáta 23ja ára og eldri Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Jónsson

AÐALFUNDUR SMIÐJUHÓPSINS FUNDARBOÐ Félagið „Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni“, er öllum opið og eru skátar, áhugafólk, stofnanir og fyrirtæki hvött til þess að ganga til liðs við þetta félag og til að leggja því lið. Grundvallarhugmyndin að baki félagsins er að skapa nýjar leiðir fyrir skáta til að hasla sér frekari völl á eigin jörð við Úlfljótsvatn og nágrenni með því að byggja upp öflugt samstarf við nágranna og hagsmunaaðila og taka með ábyrgum hætti þátt í uppbyggingu svæðisins í heild sinni. Virk þátttaka skáta sem lögaðila á svæðinu skapar fjölmörg tækifæri og þessari hugmynd er ætlað að styðja við uppbyggingu á sviði fræðslu, ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingar. Leiðirnar að þessu markmiði eru meðal annars þessar: • Að byggja upp bókasafn með útgefnu efni um skátastarf hérlendis og erlendis. • Að safna skátamunum og minjum til varðveislu og sýningar. • Að byggja upp bókakost og fræðsluefni með staðbundnum fróðleik frá Úlfljótsvatni og nánasta nágrenni. Áhersla verður lögð á sögu og náttúru svæðisins. • Að byggja upp bókakost og fræðsluefni um orku og umhverfismál. • Að bjóða rannsóknaraðstöðu fyrir fræðimenn og áhugafólk sem vilja vinna að verkefnum í tengslum við efnisáherslur fræðasetursins. • Að standa fyrir sýningum, fyrirlestrum og viðburðum.

Aðalfundur Smiðjuhópsins verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 121, fimmtudaginn 20. mars og hefst hann kl. 20:00. Á dagskrá verður: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. Kosning formanns. 5. Kosning 2ja annarra stjórnarmanna (gjaldkera, ritara) og meðstjórnanda. 6. Mótstjórn Landsmóts 40+ valin. 7. Lagabreytingar. 8. Önnur mál. Stjórn Smiðjuhópsins

Dagbók Smiðjuhópsins: Laugardaginn 22. febrúar kl. 14:00: Innflutnings-vöffluboð Fræðaseturs skáta Úlfljótsvatni – allir velkomnir.

Fimmtudaginn 20. mars kl. 20:00: Aðalfundur Smiðjuhópsins í Skátamiðstöðinni að Hraunbæ 123.

Föstudaginn 4. apríl kl. 08:00: Skátaþing 2014 sett í Snælandsskóla.

• Að vinna með skólayfirvöldum á öllum skólastigum að verkefnum sem tengjast námi í þeim greinum sem fræðasetrið sérhæfir sig í.

Helgina 27. – 29. júní:

• Að kynna Úlfljótsvatn og nágrenni þess sem áhugavert útivistarsvæði fyrir almenning.

Vikuna 20. – 27. júlí:

• Að verða samstarfsvettvangur Útilífsmiðstöðvar skáta, Landsvirkjunar, Grímsness- og Grafningshrepps, aðila í ferðaþjónustu og annarra hagsmunaaðila á svæðinu til góðra verka. • Að efla atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Landsmót skáta 40+ á Úlfljótsvatni. Nánar: https://www.facebook.com/Landsmoteldriskata

Landsmót skáta - Hömrum Akureyri Nánar: http://www.skatamot.is/

Laugardaginn 20. sept. kl. 10:00: Haustlitaferð skáta um Reykjanes. Nánar: https://www.facebook.com/groups/skf.smidjuhopurinn/


Starfsemi Fræðaseturs skáta Úlfljótsvatni er skipt í fjóra meginþætti, en þeir eru: 

Orkan Náttúran  Sagan  Skátarnir Allt sem verður í vörslu þar er vandlega skráð á sama hátt og í sömu landsgagnagrunna og gert er á öðrum minja- og bókasöfnum landsins, hvort sem munirnir eru í eigu eða bara vörslu fræðasetursins. 

Orkan & umhverfið: Athafnasamir menn fengu snemma augastað á Soginu sem virkjunarkosti og þegar fyrir aldamótin 1900 var stofnað félag um slíkar framkvæmdir. Árið 1917 hóf Reykjavíkurbær að festa kaup á vatnsréttindum jarða við Sogið enda ljóst að áin yrði framtíðarorkuuppspretta bæjarins.

Náttúran:

Sogið fellur úr Þingvallavatni, stærsta stöðuvatni Íslands, 83 km². Afrennsli vatnsins er til suðurs um Efra-Sog í Úlfljótsvatn. Neðan Úlfljótsvatns eru þrír fossar, Ljósifoss, Írafoss og Kistufoss. Sogið er vatnsmesta lindá landsins og kemur vatnið aðallega úr Uppsprettum á botni Þingvallavatns. Í Soginu eru þrjár aflstöðvar Landsvirkjunar; Ljósafossstöð (1937), Írafossstöð (1953) og Steingrímsstöð (1959). Nálægð fræðasetursins við þessar aflstöðvar gefur því einstakt tækifæri til að fræða gesti um orku, orkunýtingu og umhverfismál með áherslu á sjálfbæra nýtingu orkulinda, með tilliti til áhrifa á efnahag, samfélag og umhverfi.

Náttúra og lífríki Úlfljótsvatns er einstakt. Gróðurfar er fjölbreytt og lífríki vatnsins margþætt. Kunnugt er um nærri 70 fuglategundir við vatnið. Úlfljótsvatn er á skrá Alþjóða fuglaverndarsamtakanna (BirdLife International) um alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði, sérstaklega vegna fjölbreytts fuglalífs að vetrarlagi. Svæðið er eitt þriggja bestu ferskvatnsfuglasvæða Íslands og er af þeim sökum á Náttúruminjaskrá. Á Úlfljótsvatni og Sogi dvelja þrjár fuglategundir, sem erlendir fuglaskoðarar sækjast sérstaklega eftir, himbrimi, straumönd og húsönd. daglega í byrjun júní eftir viðamiklar breytingar, Þær verpa hvergi í Evrópu nema hérlendis og Sogið er sá staður næst Reykjavík, þar sem hægt er að ganga að þeim öllum vísum á varptíma og eini staðurinn þar sem húsönd heldur til á Suð-Vesturlandi.

Fræðasetrið mun leggja kapp á að gera þessari fjölbreyttu náttúru góð skil. skátar“ ara mál

2


Sagan: Úlfljótsvatn og nágrenni eru merkilegar söguslóðir og mun fræðasetrið leggja sig fram um að safna og kynna efni sem tengist sögu svæðisins. Jörðin Úlfljótsvatn hefur verið fornleifaskráð og fundist yfir 90 fornleifar á 68 stöðum á jörðinni sjálfri.

Skátarnir: Skátar hófu starfssemi sína á Úlfljótsvatni 1941 og hafa byggt staðinn upp smám saman frá þeim tíma. Þannig hefur Úlfljótsvatn verið um áratugaskeið aðal útivistarbækistöð skáta á Íslandi. Þar hafa skátar m.a. haft aðstöðu fyrir foringjaþjálfun, skátamót og sumarbúðir.

Má þar nefna kuml í hólmanum Torfnes, rétt sunnan við þann stað þar sem Sogið rennur út í Úlfljótsvatn. Af gerð forngripanna sem fundust í kumlinu má fullyrða að það sé síðan snemma á 10. öld. Þarna voru fullorðinn maður og ungur drengur, 6-8 ára, grafnir. Enginn fornmaður sem hefur enn verið grafinn upp hér á landi, hefur verið eins ríkmannlega búinn og þessi. Ýmsar kynjaverur virðast hafa haldið sig í og við Úlfljótsvatn. Í Suðra II er eftirfarandi lýsingu að finna: „Í nóvember árið 1929 sást skrímsli eða vatnakind í Fjósavík sunnan við bæinn á Úlfljótsvatni. Hringsólaði skrímslið í víkinni. Voru þrjú horn eða uggar upp úr bakinu og um tveir metrar á milli þeirra. Var það að hringsóla þarna part úr degi. Hugðust menn fá meiri vitneskju um hvaða skepna þetta væri. Fóru þá tveir menn á báti með net og hugðust leggja það fyrir og króa það inni. Annar maðurinn var unglingur og var hálfhræddur og fór að henda í það. Kom þá styggð að dýrinu, svo það stakk sér niður og hvarf þar með sjónum.” Engin skýring hefur fengist á þessu fyrirbæri.

Góðar vefsíður fyrir skáta:

Fræðasetrið hefur það að markmiði að tengja saman starfsemi Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni og fræðasetursins í því skyni að efla starf miðstöðvarinnar í gegnum sameiginleg verkefni og nýsköpun. Fræðasetrið mun byggja upp öflugan bókakost með útgefnu efni um skátastarf. Megin áherslan verður lögð á innlenda útgáfu en einnig er stefnt að því að byggja safnið upp með góðum bókakosti erlendra skátabóka og -blaða.

Fræðasetrið mun að auki safna skátamunum og minjum til varðveislu og sýningar. Leitað er til eldri skáta um að leggja setrinu til slíka muni úr sínum einkasöfnum auk blaða, bóka og annars er snýr að skátastarfi og mikilvægt er að varðveita. skátar“ daglega í byrjun júní eftir viðamiklar breytingar, ara mál > Bandalag íslenskra skáta Skátavefurinn - skatar.is

> Eitt sinn skáti - ávallt skáti

> Gjallarhornið - Landsmót skáta 40+ 2013

Starf eldri skáta

Mótsblað 2013 - Úlfljótsvatni

> Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni

> Gjallarhornið - 1. tbl. 20. starfsár

Sumarbúðir - Skólabúðir - Úlfljótsvatn Hostel

Ágúst 2013

> Smiðjuhópurinn

> Gjallarhornið - 2. tbl. 20. starfsár

Samtök eldri skáta og maka þeirra

September 2013

> Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni

> Gjallarhornið - 3. tbl. 20. starfsár

Orkan & Umhverfið – Náttúran – Sagan - Skátarnir

Október 2013

> Landsmót skáta 40+

> Gjallarhornið - 4. tbl. 20. starfsár

Landsmót skáta 40+ á Úlfljótsvatni 27.-29. júní 2014

Nóvember 2013

> Gjallarhornið - yfirlitssíða

> Gjallarhornið - 5. tbl. 20. starfsár

Lesið eldri útgáfur af Gjallarhorninu

Desember 2012

> St. Georgs skátar - Skátagildin á Íslandi

> Gjallarhornið - 1. tbl. 21. starfsár

Bálið – Fréttabréf Skátagildanna á Íslandi

Janúar - febrúar 2014

3


Staðsett við Ljósafossstöð

Komdu í vöfflu 22. febrúar kl. 14

Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni nýtur stuðnings Landsvirkjunar sem lagt hefur til rúmgott húsnæði fyrir starfsemina fyrst um sinn. Um er að ræða fyrrum íbúðarhús stöðvarstjóra sem byggt var var um 1940 og stendur við Ljósafossstöð.

Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni verður með innflutningsboð í Fræðasetrinu við Ljósafossstöð laugardaginn 22. febrúar n.k. á milli kl. 14-16. Við ætlum að fagna því þá þeim áfanga að við verðum þá tilbúin til að hefja hið raunverulega fræðastarf og lokið allri undirbúningsvinnu við Fræðasetur skáta og byrja að skrá alla muni. Við hvetjum alla skáta á öllum aldri að drífa sig í heimsókn til okkar á B-P daginn og fagna þessum áfanga með okkur. Blóm afþökkuð en skátamunir vel þegnir. Allir eru velkomnir.

Þetta gerir okkur kleift að stíga fyrstu skrefin, hefja undirbúning, söfnun og flokkun og vinna að öðru Boginn er spenntur hátt að skátasið og verkefnin sem bíða eru óteljandi.

Hefur þú kíkt í geymsluna nýlega? Eigið þið eitthvað af gömlum skátamunum í geymslunni ykkar. Einnig leitum við að öllu sem viðkemur skátastarfinu, s.s. áhöld, tæki, skátabúningar, skátablöð, bæklingar, fundargerðabækur flokksins, viðurkenningar og tjaldbúða verðlaun. Einnig litum við að minjagripum um skátamót, bæði hérlendis sem og erlendis.

Vertu með okkur Ef þú hefur ábendingar og góð ráð hvetjum við þig til að hafa samband og leggja okkur lið því þetta er samstarfsverkefni allra skáta, hagsmunaaðila á svæðinu og annarra sem áhuga hafa á að taka þátt.

Við viljum gjarnan taka við svona munum t.d. úr dánarbúum frekar en að því sé hent. Allir munir eru skráðir vandlega í Fræðasafninu.

Ef þú lumar á bókum, munum og minjum sem gætu nýst fræðasafninu eða vilt leggja verkefninu lið með einhverjum hætti þá hvetjum við þig til að hafa samband við Skátamiðstöðina í síma 550-9800 eða netpósti á skatar@skatar.is.

4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.