Gjallarhornið 2. tbl. 21. starfsár - apríl-maí-júní 2014

Page 1

-

2. tbl. - 21. starfsár  apríl – maí - júní 2014 Útgefandi: Smiðjuhópurinn – Samtök skáta 23ja ára og eldri Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Jónsson

Landsmót skáta 40+ á Úlfljótsvatni 27. – 29. júní 2014

Nú er komið að því sem eldri skátar hafa beðið eftir frá síðasta sumri, eða frá mótsslitum síðasta móts. Fjölmargir fréttu ekki af mótinu fyrr en of seint en drifu sig í heimsókn og tóku þátt í magnaðri kvöldvöku á laugardagskvöldið eftir grillið. Þar sem dagskráin þótti svo frábær, verður hún að meginhluta sú sama og í fyrra, því 100% þátttaka var í alla dagskrárliði og þ.m.t. fjölmargar göngur sem boði var upp á. Auk þess verður golfvöllur Fræðaseturs skáta og Sogsvirkjana við Ljósafossstöð opin öllum frá fimmtudeginum og yfir mótsdagana. Hægt er að sækja skorkort vallarins hér – Sækja hér vallar- og skorkort. Við hvetjum alla til að láta gömlu skátaklíkurnar sínar vita af þessu móti, því það er svo gaman að koma og skemmta sér eins og áður með gömlum félögunum í Draumalandinu á Úlfljótsvatni og fjölskyldum þeirra. Þegar þið komið á Úlfljótsvatn, þá byrjið þið á að skrá ykkur í Þjónustumiðstöðinni og gangið frá móts- og gistigjaldi þar og þau vísa ykkur síðan á svæði gömlu skátafélagana, því gömlu góðu skátafélögin verða hver með sitt svæði auðvitað. Mótsgjald er aðeins 2.500 krónur og gistigjald er aðeins 1.200 kr. per. mann per. nótt. Aðeins er greitt fyrir 16 ára og eldri. Þeir sem þess óska geta fengið gistingu í skála og er verðið 3.400 kr. per. nótt, auk þess er rafmagn í boði á 700 krónur per. nótt.

Dagbók Smiðjuhópsins: Helgina 6. – 9. júní: Vormót Hraunbúa - í Krísuvík

Helgina 20. – 22. júní: Landnemamót - í Viðey

Helgina 27. – 29. júní: Landsmót skáta 40+ á Úlfljótsvatni Nánar: https://www.facebook.com/Landsmoteldriskata

Vikuna 20. – 27. júlí: Landsmót skáta - Hömrum Akureyri Nánar: http://www.skatamot.is/

Mánudaginn 8. sept. kl. 12:00: Endurfundir skáta – í Hraunbæ 123 Hittingur og súpa í góðra vina hópi í Skátamiðstöðinni Nánar: http://skatamal.is/vidburdur/endurfundir-skata-6

Laugardaginn 20. sept. kl. 10:00: Haustlitaferð skáta um Reykjanes Nánar: https://www.facebook.com/groups/skf.smidjuhopurinn/


Landsmót skáta 40+ 27. – 29. júní 2014 Dagskrá Föstudagur 27. júní:

Laugardagur 28. júní:

 Tjaldsvæði Landsmóts skáta 40+ opnar formlega  Golfvöllurinn við Fræðasetrið opin allan daginn

 Opin dagskrá og fjöldi dagskrártilboða Veiðikeppni, skemmtileg og uppbyggjandi verkefni í þágu staðarins og Fræðasetur skáta opin allan daginn

Vallarskorkort afhent í Fræðasetrinu – ekkert gjald

 Íslandsmeistaramót skáta í Folfi kl. 10:00

 Fræðasetur skáta opið frá kl. 13:00 – 19:00  Veiði í Úlfljótsvatni fyrir mótsgesti

Keppt verður í karla- og kvennaflokki

 Gönguferðir undir leiðsögn kl 13:30

Munið bara eftir að taka veiðistöngina með ykkur á mótið

Þrjár mismunandi leiðir farnar undir leiðsögn  Íslandsmeistaramót skáta í golfi kl. 15:00 Mótið fer fram á golfvellinum við Fræðasetur skáta  Landsmótsgrillið kl. 18:30 Sameiginlegt grill er á tjaldsvæðinu eins og í fyrra. Kveikt verður upp í grilli og hver og einn kemur með sinn mat

 Mótssetning og varðeldur kl. 21:00  Kaffihúsastemmning eldri skáta hefst kl. 22:00. Að sjálfsögðu verðum við aftur með kaffi, kakó og vöfflur

 Hátíðarvarðeldur kl. 21:00 Dúndrandi söngur, skemmtiatriði og tilheyrandi 

Kaffihúsastemmning eldri skáta hefst kl. 22:00. Að sjálfsögðu verðum við aftur með kaffi, kakó og vöfflu

Sunnudagur 29. júní:  Tjaldbúðaskoðun með gamla laginu kl. 10:30  Opin dagskrá og fjöldi dagskrártilboða Veiði í vatninu, kaffihúsastemning í lokin og ýmis verkefni í þágu staðarins. Fræðasetur skáta opið frá kl. 10 – 12

 Brekkusöngur og mótsslit kl. 13:30

Sjáumst aftur á næsta ári takið frá síðustu helgina í júní 2015! síðustu helgina í júní 2015!

2


Fróðleikur í boði Fræðaseturs skáta Bandalaga íslenskra skáta 90 ára 6. júní 2014Þótt engar skrifaðar heimildir liggi fyrir um þennan fund sveitarforingja í Reykjavík í júní 1924, og samkvæmt þessum heimildum í júní það ár.

Á skátaþingi 1954 var einróma samþykkt ályktun um að staðfesta, samkvæmt framkomnum heimildum, að BÍS sé stofnað 6. júní 1924.

Eins og áður er sagt, tók síðasta skátaþing þetta mál til umræðu og gerði ákveðan samþykkt í því, svo sem að ofan greinir. Í þeim umræðum kom einnig sú skoðun fram, að ef BÍS væri ekki stofnað fyrr en 1925, þá hefði það eftir þann stofndag aldrei sótt um upptöku í alþjóðabandalagið. Þá væri um eldra bandalag að ræða, sem gengið hefði í alþjóðabandalagið, en núverandi bandalag stæði utan þess.

Á þinginu var stofndagur BÍS ræddur undir sérstökum dagskrárlið og málinu síðan vísað til nefndar. Allsherjarnefnd fjallaði um málið og skilað einróma áliti, sem þingið samþykkti í einu hljóði. Frá fyrstu dögum BÍS er lítið til af skrifuðum heimildum í vörslu bandalagsins. Til er afrit af bréfi, sem Ársæll Gunnarsson, félagsforingi Væringja, sendi til Alþjóðasambands drengjaskáta í London, dagsettu 27. mars 1924.

Þetta sjónarmið gátu þingfulltrúar ekki fallist á, og var ákveðið að staðfesta stofndaginn 6. júní 1924.

Í bréfi þessu sækir Ársæll um upptöku BÍS í alþjóðabandalagið. Einnig er til afrit af svarbréfi til Ársæls frá Hubert Martins framkv.stjóra, dagsett 29. ágúst 1924, þar sem hann tilkynnir, að BÍS sé komið í alþjóðabandalagið. Í blaði Alþjóðabandalags drengjaskáta, „Jamboree“, stendur að BÍS hafi verið viðurkennt eða tekið í alþjóðabandalagið hinn 18. ágúst 1924.

Í fyrstu stjórn BÍS áttu sæti:  Axel V. Tulinius, formaður.  Ársæll Gunnarsson.  Henrik Thorarensen. Stofnfélög voru:  Væringjar, Reykjavík, félagsforingi: Ársæll Gunnarsson.  Ernir, Reykjavík, félagsforingi: Henrik Thorarensen.  Birkibeinar, Eyrarbakka, félagsforingi: Aðalsteinn Sigmundsson.

Í þessu bréfi Ársæls til alþjóðabandalagsins segir hann m.a.: „Ég hef mótt. þrjú bréf frá yður, en hef dregið að svara þeim vegna þess, að formlegt bandalag skáta hefur ekki enn þá verið stofnað. Aðalforingi okkar er hr. A. V. Tulinius, en hverjir með honum verða í stjórn vitum við ekki fyrr en í júní n.k. (þ.e. 1924), þar sem það er eingöngu í þeim mánuði, sem sveitarforingjar utan af landi geta komið til Reykjavíkur“ (þá væntanlega í þeim tilgangi að ganga formlega frá stofnum BÍS og kosningu stjórnar). Í bréfi þessu segir Ársæll enn fremur:

Stofndagur BÍS hefur áður verið talinn 6. júní 1925, en á þeim degi hélt stjórn BÍS sinn fyrsta bókaða fund. Heimild: Skátablaðið 1954-Samantekt: Gunnar Atlason, Fræðasetri skáta Úlfljótsvatni--

„Á öllu landinu eru 160 skátar í 5 sveitum. Þessir skátar hafa stofnað bandalag sín í milli og vilja hér sækja um upptöku í alþjóðabandalagið“. 3


Fjölmenni mætti í innflutningsboð Fræðaseturs skáta 22. febrúar s.l. Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni bauð gestum og gangandi uppá vöfflukaffi í gær, 22. febrúar, í húsnæði setursins við Ljósafoss. Tilefnið var ærið, afmælisdagur Baden-Powell og tímamót í starfsemi setursins en þar er nú lokið verklegum framkvæmdum við endurbætur sem staðið hafa yfir síðan í haust.

Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður Bókasafns Árborgar flutti ávarp og fagnaði þessari viðbót við menningarlífið á Suðurlandi. Heiðrún færði fræðasetrinu mikinn fjársjóð að gjöf, allar Íslendingasögurnar, innbundnar í glæsilegt skinnband og gefnar út um aldamótin 1900 auk þjóðsagnasafns og fleiri dýrgripa. Jafnframt færði Heiðrún setrinu kveðjur frá Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins Árborgar og þeirri kveðju fylgdi einnig glæsileg bókagjöf. Kristinn Ólafsson, gjaldkeri BÍS, ávarpaði gesti og færði baráttukveðjur frá stjórn Bandalags íslenskra skáta. Hann fjallaði um mikilvægi þess fyrir skátahreyfinguna að fullorðnir sjálfboðaliðar leggðu sig fram af krafti eins og sýningin í Ljósafossstöð og verkefnið um fræðasetrið væru góð dæmi um. Slík verkefni bæri að styðja og þakka fyrir.

Liðlega 100 gestir komu í heimsókn og tóku þátt í gleðskapnum en formleg dagskrá hófst kl. 14 með ávarpi Guðmundar Pálssonar, formanns félagsins „Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni“. Guðmundur rakti sögu og tilurð verkefnisins sem varð til í kjölfar samstarfs skáta og Landsvirkjunar um sýninguna „UNDRALAND – minningar frá Úlfljótsvatni“, sem sett var upp vorið 2012 í Ljósafossstöð í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi. „Það verkefni tókst vonum framar og er umfangsmesta kynning á skátastarfi sem sett hefur verið upp fyrir almenning til þessa“ segir Guðmundur.

Jónatan Smári Svavarsson, formaður Úlfljótsvatnsráðs, rifjaði upp skemmtilega hugmyndafundi með Smiðjuhópnum frá þeim tíma sem hugmyndin var að fæðast og fagnaði þeim krafti og eljusemi sem frumkvöðlar verkefnisins hefðu sýnt sem hefði skilað sér í að á ótrúlega skömmum tíma væri hugmyndin komin af teikniborðinu og orðin að veruleika. Kveðja og gjafir bárust frá Hrefnu Hjálmarsdóttur Landsgildismeistara sem sendi setrinu tvær einstakar krosssaumsmyndir sem hún hafði sjálf unnið. Ágúst Þorsteinsson, fyrrverandi skátahöfðingi, átti svo lokaorðin og lýsti ánægju sinni með fræðasetrið og þeim metnaði sem lagt væri í þetta verkefni. Hann færði setrinu að gjöf einstaka muni, m.a. útskorinn göngustaf og glæsilegan skátabókakost úr einkasafni sínu.

„Í upphafi var gert ráð fyrir að það verkefni stæði yfir í eitt ár en Landsvirkjun óskaði eftir samstarfi við skáta í eitt ár til viðbótar og því var það ekki fyrr en núna í vetur sem við lokuðum formlega og tókum saman en þá höfðu um 7.000 gestir sótt sýninguna heim“. 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.