Jólahandbók Miðborgarinnar okkar er stútfull af fallegum, skemmtilegum og spennandi hugmyndum að jólagjöfum.
Að venju verður jólastemning á notalegum nótum í miðborginni síðustu vikurnar fyrir jól. Jólasveinar verða á vappi og jólavættunum mun bregða fyrir hér og þar. Ljúfir jólatónar munu hljóma um miðborgina alla, bæði úti og inni.
Verslaðu og njóttu í miðborginni okkar.