Jólahandbók Miðborgarinnar okkar er stútfull af fallegum, skemmtilegum og spennandi hugmyndum að jólagjöfum. Jólahandbókin geymir að auki nytsamlegar upplýsingar um fjölbreytta þjónustu rekstrar- og þjónustuaðila í miðborginni. Handbókin hefur einnig að geyma upplýsingar um afgreiðslutíma verslana í miðborginni í desember. Að venju verður jólastemning á notalegum nótum í miðborginni síðustu vikurnar fyrir jól. Jólasveinar verða á vappi og jólavættunum mun bregða fyrir hér og þar. Ljúfir jólatónar munu hljóma um miðborgina alla, bæði úti og inni. Starfsfólk verslana og þjónustuaðila í miðborginni óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum árum.
www.midborgin.is facebook/midborgin
Útgefandi: Miðborgin okkar Umsjón: Þórunn Edda Magnúsdóttir Hönnun: Gunnar Kristinsson / Ímyndunarafl / imyndunarafl.is ATH: Öll verð og upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og breytingar.