
1 minute read
Konur eru fljótari en karlar
Góður leikhraði á golfvelli gerir upplifun kylfinga betri og eftirminnilegri. Margir hafa sett fram þá kenningu að konur séu lengur að leika 18 holur en karlar.

Konur slá vissulega styttra að meðaltali en karlar en samkvæmt sænskri rannsókn er þessu þveröfugt farið.
Sænska golfsambandið gerði könnun snemma á þessari öld þar sem tölfræði frá 5.000 golfhringjum á sex mismunandi golfvöllum var skoðuð.

Þar kom í ljós að fjögurra manna ráshópur var að meðaltali 4 klst. og 28 mínútur. Hjá körlum var meðaltalið hjá fjögurra manna ráshópi 4 klst. og 24 mínútur. Hjá konunum var meðaltalið hjá fjögurra manna ráshópi 4 klst. og 11 mínútur. Samkvæmt þessum gögnum þá eru konur fljótari að leika 18 holur í fjögurra manna ráshópi en karlar - og er munurinn um 7%.