2 minute read

Ársskýrsla Hafnarsóknar 2018 - 2019

Fermingarstarf

Líkt og undanfarin ár hefur fermingarfræðslan farið fram í Hafnarkirkju fyrir væntanleg fermingarbörn í prestakallinu. Í september var farið í fermingarfræðsluferð austur í kirkjumiðstöðina á Eiðum. Væntanleg fermingarbörn komu einnig frá Djúpavogi og Vopnafirði. Um skipulagningu sá héraðsprestur Austurprófastsdæmis en um fræðsluna sáu prestarnir héðan og frá Vopnafirði, ásamt héraðspresti. Gist var í tvo daga og var mikil ánægja með ferðina.

Advertisement

Heimasíða - bjarnanesprestakall.is / hafnarkirkja.is

Prestarnir hafa eins og áður haft veg og vanda að heimasíðunni okkar „bjarnanesprestakall.is“. Sömuleiðis hafa prestarnir virkjað fésbókina til að miðla upplýsingum um starfið og halda uppi betra sambandi t.d. við fermingarbörnin. Þarna má finna ýmsar upplýsingar um sóknina og starfsemina ásamt gömlum og nýjum myndum. Heimasíðan er uppfærð reglulega með upplýsingum, tilkynningum og myndaefni.

Afmælisár

Á sl. ári voru liðin 150 ár frá víxlu núverandi Stafafellskirkju. Hátíðarmessa var í kirkjunni 26. ágúst með þátttöku vígslubiskups herra Kristjáni Björnssyni. Eftir messu var kaffisamsæti í Mánagarði þar sem saga kirkjunnar og kirkjustaðarins var rifjuð upp, Samkórinn söng og sá um veitingar. Þátttaka var mjög góð og dagurinn ánægjulegur í alla staði.

Gjafir

Ýmsar gjafir hafa borist kirkjunni. Þorsteinn Sigurbergsson færði kirkjunni kastara, sem munu bæta lýsingu yfir altarinu og notast m.a. við sérstaka atburði

Líkhús

Hönnun á stækkun nýja hjúkrunarheimilisins er komin í ferli og mikilvægt að fylgja eftir tillögum og hugmyndum um líkhús og kapellu í byggingunni.

Lokaorð og þakkir

Stuðningur, gjafir og styrkir sem kirkjunni og kirkjugörðunum berast sýna að mörgum þykir vænt um starfsemina sína og eru tilbúnir að leggja starfseminni lið. Það er ómetanlegt eins og fjármál sóknanna og kirkjugarðanna hefur þróast. Margar dýrmætustu stundir og minningar í lífi okkar tengjast kirkjulegum athöfnum s.s. skírnum, fermingum og giftingum. Okkur finnst mikilvægt að útfarir og minningarathafnir ástvina geti farið virðulega fram og ákveðinn myndugleiki sé kringum allt starf kirkjunnar. Til þess að svo megi vera þarf að færa rekstrarumhverfi sóknarinnar og kirkjugarðanna til betra horfs. Mér er ljúft og skylt að þakka öllum gott samstarf og samvinnu á liðnu starfsári. Sömuleiðis skal öllum þakkað sem lagt hafa sóknarnefnd og kirkjustarfinu lið með styrkjum eða á annan hátt. Prestum og starfsfólki ásamt Samkórnum er sérstaklega þakkað vel unnin störf. Ég vil eins og áður brýna og hvetja safnaðarmeðlimi til að standa vörð um safnaðar- og kirkjustarfið og taka því vel þegar sóknarnefnd leitar til sóknarbarna eða annarra aðila með erindi til að styrkja og efla starfið.

Hornafirði 17. mars 2019. Albert Eymundsson, formaður sóknarnefndar og stjórnar kirkjugarðanna.

Líkhús

Hönnun á stækkun nýja hjúkrunarheimilisins er komin í ferli og mikilvægt að fylgja eftir tillögum og hugmyndum um líkhús og kapellu í byggingunni.

This article is from: