Kennsluáætlanir í 8. bekk vorönn 2017
Kennsluáætlanir í stærðfræði má sjá í kennsluáætlunum haustannar þar sem hún er gerð til heils árs.
Kennsluáætlun, danska, vor 2017 8. bekkur, 2 vikustundir Kennari: Þórunn Rakel Gylfadóttir, Svava Árnadóttir, Guðrún Kristín Þórisdóttir Markmið: Hlustun: Getur skilið einfalt og skýrt talmál um efni sem varða hann sjálfan og nánasta umhverfi hans. Skilur einföld fyrirmæli sem kennari gefur í kennslustund. Lesskilningur: Getur lesið og skilið stutta, létta texta með grunnorðaforða daglegs lífs um efni sem tengist þekktum aðstæðum og áhugamálum. Getur hraðlesið stuttan texta og skilið aðalatriðin. Getur lesið sér til gagns og gamans stuttar, einfaldar bækur. Hefur lesið a.m.k. eina léttlestrarbók (u.þ.b. 30 – 40 bls.). Munnleg tjáning: Getur sagt frá sjálfum sér, áhugamálum og fjölskyldu á einfaldan hátt. Getur tekið þátt í einföldum samræðum tveggja. Getur haldið stutta kynningu um sjálfan sig og nánasta umhverfi. Ritun: Getur skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem tengist honum persónulega. Getur tengt saman einfaldar setningar, stafsett flest algengustu orðin og notað algengustu greinarmerki s.s. punkta og spurningarmerki. Kennsluhættir: Lögð er áhersla á fjölbreytni í kennsluháttum þar sem tekið er mið af mismunandi námsnálgun og stöðu nemenda. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu nemenda. Unnið er jöfnum höndum með meginþætti tungumálsins; lestur, hlustun, talað mál og ritun. Í kennslustundum er unnið með lesbók og vinnubók sem tengist textanum. Auk þess lesa nemendur eina léttlestrarbók. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér mismunandi lestraraðferðir s.s. nákvæmnislestur, leitarlestur og hraðlestur. Nemendur eru þjálfaðir reglulega í að hlusta á mælt mál og vinna verkefni sem prófa skilning þeirra á málinu. Málfræði verður samþætt lestri og ritun með áherslu á nafnorð, töluorð og sagnorð. Fjölbreytt ritunarverkefni fylgja vinnubók og tengjast því efni sem fengist er við hverju sinni. Komið verður upp smiðjum þar sem nemendur fást við fjölbreytt verkefni. Lögð verður áhersla á færniþætti aðalnámskrár með áherslu á skapandi starf. Nemendur kynnast dönsku samfélagi, menningu og siðum með aðstoð kvikmynda, tónlistar og netsins. Námsefni: Notast er við eftirfarandi námsgögn: Tænk, lesbók eftir Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur og Ernu Jessen. Tænk vinnubók (lesbók og vinnubók unnar saman). Léttlestrarbók. Dönsk málfræði fyrir 8.bekk – fjölfaldað hefti. Unnið með nafnorð Danskar kvikmyndir og námsspil.
Kennsluáætlun Náttúrufræði - vor 2017 8. bekkur, 2 vikustundir Kennari: Hanna Þ. Vilhjálmsdóttir og Sigrún Elva Einarsdóttir
Námsefni Markmið í efnafræði er að finna í skólanámskrá Hagaskóla og eru í samræmi við markmið Aðalnámskrár. Til að ná þeim markmiðum er notast við eftirfarandi námsbók: Efnisheimurinn eftir Hafþór Guðjónsson Námsmat Vinnubók Lokapróf Skyndipróf Verkefni Virkni Gera má ráð fyrir að eitthvað geti breyst í eftirfarandi áætlun og munu kennarar vekja athygli á þeim breytingum jafnóðum og þær verða ljósar. Tímabil
Efni
Verkefni
30. jan – 3. feb.
Kynning á námsefni og námstilhögun. Kafli 1 bls. 7 – 10
Verkefni nr. 1 – 2 bls. 9
6.– 10. feb.
Kafli 1
bls. 11 – 14
Verkefni nr. 3 – 10 bls. 11 – 14
13. –
Kafli 1
bls. 15 – 19
Verkefni nr. 11 – 17 bls. 15 – 19
17.febrúar Athugun bls. 11: Mjólk og borðedik 20. – 24. febrúar
27. febrúar– 3.mars
Kafli 2
bls. 20 – 25
Kafli 2 bls. 26-28
Verkefni nr. 1 – 6 bls. 25 -28
Verkefni um frumeindalíkön
Lokið
Kennsluáætlun Enska, vor 2017 8. bekkur, 2 x 60 mín á viku Kennari: Karólína M. Jónsdóttir, Þorsteinn Alexandersson Hæfniviðmið eru í samræmi við Aðalnámskrá Grunnskóla 2014 Hlustun: Getur skilið daglegt mál er varðar hann sjálfan og hans nánasta umhverfi þegar talað er skýrt. Lesskilningur: Getur lesið og skilið texta með grunnorðaforða daglegs lífs um efni sem tengist þekktum aðstæðum og áhugamálum. Getur lesið sér til gagns og gamans stuttar bækur. Munnleg tjáning: Getur haldið uppi samræðum með stuðningi frá viðmælanda með eðlilegum framburði og áherslum á lykilorðaforða. Ritun: Getur skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem tengist honum persónulega, tengt saman einfaldar setningar, stafsett flest algengustu orðin og notað algengustu greinarmerki, eins og punkta og spurningarmerki. Geti þýtt einfalda texta, bæði úr íslensku á ensku og öfugt. Námsleiðir Til þess að ná hæfniviðmiðunum er notast við eftirfarandi námsgögn: Spotlight 8, lesbók og vinnubók Ritunarverkefni Hlustunaræfingar, s.s. kvikmyndir og tónlist. Hraðlestrarbækur Margmiðlunarefni Þverfaglegt hópverkefni Aukaverkefni: Málfræði, ritun, krossgátur, lesskilningsverkefni o.fl. Quizlet; orðalistar Námsmat Virknimat kennara í tímum. Workbook og önnur verkefni yfirfarin og metin. Hraðlestrarverkefni metin. Munnlegt próf. Kaflapróf. Þverfaglegt hópverkefni. Notast verður að hluta til við sjálfsmat og jafningjamat í þemavinnu vetrarins. Kennarar áskilja sér rétt til breytinga ef breytingar verða á verkefnum nemenda og tilkynna um slíkt eins fljótt og auðið er. Unnið verður í einni lotu til vors.
Íslenska – 8. bekkur, vorönn 2017 Markmið náms í íslensku er að gera nemendur að öflugri málnotendum, sem þekkja móðurmálið sitt og geta beitt því af öryggi. Móðurmálið er lykill að öflun og miðlun upplýsinga og því byggir nám í 8. bekk fyrst og fremst á því að þjálfa málnotkun, lestur, munnlegar kynningar og ritun. Kennsluáætlun, með fyrirvara um breytingar Tímabil
Námsefni
Viðfangsefni
Námsmat
4. janúar – 10. febrúar
Gunnlaugs saga ormstungu
Nemendur lesa söguna heima og í kennslustundum.
Vinnubók og verkefni
Verkefnabók
Ritunarverkefni Gagnapróf
Tímabil
Námsefni
Viðfangsefni
Námsmat
13. febrúar – 7. apríl
Málið í mark
Fornöfn, töluorð, sagnorð, smáorð, orðflokkagreining, málnotkun.
Virknimat kennara
Sagnorðahefti Smáorðahefti
Kynning á smáorðum
Stafsetningarverkefni Kveikjur
Gagnapróf í málfræði
Reglur um -n og -nn, Undirbúin -j- og stofn orða stafsetningaræfing Þjóðsögur og Verkefni úr ævintýri þjóðsögum og ævintýrum.
Tímabil
Námsefni
Viðfangsefni
Námsmat
19. apríl – 17. maí
Kveikjur
Ljóð
Ljóðaverkefni
Ljóðahefti
Grunnatriði bragfræðinnar
Hæfni- og matsviðmið má finna í Aðalnámskrá grunnskóla:
https://www.menntamalaraduneyti.is/media/frettatengt2016/Adalsnamskra-grunnskola-3.utg.-2016.pdf Nánari lýsingar á verkefnum verða settar á mentor.is ásamt námsmati. Á vorprófi verður prófað í málfræði og málnotkun, stafsetningu, lesskilningi og ljóðum.
Kennsluáætlun í samfélagsfræði. 8. bekkur vorönn 2017. Kennarar: Edda Kristín Hauksdóttir og Margrét Adolfsdóttir Námsefni: Styrjaldir og kreppa ásamt aukaefni frá kennurum. Gert er ráð fyrir að klára blaðsíður 4-81 á vorönn og halda áfram með bókina á haustönn 2017. Námsmat: Vorpróf Vinnubók Þrjú einstaklingsverkefni sem nemendur skila yfir vorönnina. Nemendur svara alltaf finndu svar í lok hvers kafla og þeim verkefnum sem kennari kemur með eins og krossglímur eða önnur verkefni þetta fer inn í vinnubók sem eru blöð sem nemendur safna saman með vinnu sinni yfir vorönnina. Einstaklingsverkefni: Nemendur vinna þrjú einstaklingsverkefni yfir vorönnina. Nemendur velja sér tvö af eftirfarandi verkefnum sem gefin eru upp hér að neðan. Verkefnin eru fjölbreytt og tengjast því efni sem verið er að fara yfir. Fyrsta verkefnið er úr verkefnum til og með bls. 46 og seinna verkefnið velja nemendur úr blaðsíðum 55-91. Þriðja verkefnið sem nemendur skila felst í að fara inn á timarit.is og finna frétt sem fjallar um eitthvað af viðfangsefnunum sem farið er í t.d. frétt um Titanic, fyrri heimsstyrjöldina, kreppuna osfrv. *Verkefni 13 bls. 14 * Verkefni 39 bls. 35 * Verkefni 40 bls. 35 * Verkefni 42 bls. 35 * Verkefni 44 bls. 35 * Verkefni 54 bls. 39 * Verkefni 7 bls. 46 * Verkefni 8 bls. 46 * Verkefni 32 bls. 55 * Verkefni 40 bls. 60 * Verkefni 12 bls. 70 * Verkefni 33 bls. 80
Textílmennt - 8.bekkur Kennari: Gunnhildur Stefánsdóttir Textílmennt er mikilvægur hluti af daglegu lífi okkar flestra og mikilvægt að nemendur fái að kynnast fjölbreytileika greinarinnar. Kennari reynir að finna verkefni sem henta best þessum aldurflokki en nýtir sér einnig gamalgróið handverk og hönnun.
Markmið Að nemandinn Vinni útsaumsverk eftir eigin hugmyndum og áhuga Prjóni/hekli hvað sem er úr íslenskri ull Læri að lita íslenska ull með matarlitum Læri ýmsar taulitunaraðferðir Læri ýmsar þrykkaðferðir Vinni úr eigin hugmyndum/teikningum Þrykki á fatnað eða annan efnivið Geri ýmsar tilraunir Önninni verður skipt upp í fjórar lotur. Tímaramminn getur færst til og verið nokkuð mismunandi eftir hópum. Lota 1 Tímabil 4.1-13.1
Hæfni Að nemandi geti beytt útsaumsnál á efni, teiknað með nálinni.
Námsmat Virknimat kennara, hugmyndavinna, þátttaka og frumkvæði nemenda
Lota 2 Tímabil 16.1-17.2
Að nemandi geti heklað/prjónað eftir eigin hugmyndum og getu. Notast má við ýmsar uppskriftir eða hugmyndir frá kennara. Verkið má vera í hvaða formi sem er, lítið eða stórt. Að nemandi læri að lita íslenska ull með matarlitum.
Námsmat Virknimat kennara, hugmyndavinna, þátttaka, sjálfstæði og frumkvæði nemenda
Lota 3 Tímabil 20.2-17.3
Hæfni Að nemandi kynnist hinum ýmsu litunaraðferðum sem nota má í textílmennt. Nemandi getur saumað sér flík til að lita eða komið með að heiman.
Námsmat Virknimat kennara, hugmyndavinna, þátttaka, sjálfstæði og frumkvæði nemenda
Hæfni Að nemandi kynnist hinum ýmsu þrykkaðferðum sem nota má í textílmennt. Nemandi getur saumað sér flík til að þrykkja á eða komið með að heiman.
Námsmat Virknimat kennara, hugmyndavinna, þátttaka, sjálfstæði og frumkvæði nemenda
Lota 4 Tímabil 20.3-15.5
Kennsluáætlun Leiklist vorið 2017
8. bekkur, 1 vikustund hálfan veturinn, hálfur bekkur. Kennari: Sigríður Birna Valsdóttir Helstu markmið: - að styrkja sjálfsmynd og öryggi nemenda - að virkja hæfni nemenda í skapandi ferli í samvinnu við aðra - að þjálfa hæfni nemenda til skapandi hugsunar og athafna - að kynna fyrir nemendum grunnhugtök í leiklist Kennslutilhögun Í leiklistartímum er lögð áhersla á samvinnu og virðingu. Kennslan byggir á leikjum, spuna og ýmiss konar leiklistaræfingum. Lögð er áhersla á að leysa ímyndunaraflið úr læðingi um leið og stuðlað er að tillitsemi við aðra. Gert er ráð fyrir að nemendur hreyfi sig og taki þátt í öllum tímum.
Hæfniviðmið: Að nemandi geti: - hlustað á og virt það sem aðrir hafa fram að færa - unnið með öðrum í einföldum spuna og leikþáttum - tjáð sig í gegnum einfaldar leiklistaræfingar - beitt grunnreglum í spuna - útskýrt hugtökin „fókus”, „hlustun”, „rými”, „látbragð” og „fjórði veggurinn”. Námsmat Beitt er símati og sjálfsmati. Gefin verður einkunn og umsögn í lok vetrarins.
A
Nemandi sýnir frumkvæði og þor í vinnunni. Vinnur vel með öðrum, hlustar og kemur hugmyndum sínum á framfæri af virðingu. Ber virðingu fyrir skólastofunni og gengur vel um leikmuni og búninga. Getur beitt mjög vel viðeigandi aðferðum og tækni. Getur beitt markvisst orðaforða og hugtökum í leiklist. Fer eftir fyrirmælum kennara en sýnir um leið sjálfstæð vinnubrögð.
B
Nemandi sýnir að mestu frumkvæði og þor í vinnunni. vinnur yfirleitt vel með öðrum, hlustar og reynir að koma hugmyndum sínum á framfæri af virðingu. Ber virðingu fyrir skólastofunni og gengur að mestu vel um leikmuni og búninga. Getur beitt viðeigandi aðferðum og tækni. Getur beitt orðaforða og hugtökum í leiklist. Fer eftir fyrirmælum kennara.
C
Nemandi sýnir eitthvert frumkvæði og þor í vinnunni. Reynir að vinna vel með öðrum, hlusta og koma hugmyndum sínum á framfæri. Gengur nokkuð vel um skólastofunni og gengur þokkalega vel um leikmuni og búninga. Getur beitt viðeigandi aðferðum og tækni á nokkurn hátt. Getur beitt að vissu marki orðaforða og hugtökum í leiklist. Reynir að fara eftir fyrirmælum kennara.
Tímabil
Efni
Verkefni
Janúar febrúar
Hópefli, traust og samvinna. Áhersla á að styrkja sjálsfmynd nemenda í hópnum.
Mars – apríl
Áhersla á samvinnu og að efla skapandi hugsun og athafnir. Spunavinna.
Nemendur fara í leiki og gera verkefni sem hrista hópinn saman, efla samvinnu og skapa traust. Þeir munu einnig vinna með einfaldar leiklistaræfingar sem byggja á samvinnu. Nemendur vinna með einfaldar spuna- og leiklistaræfingar. Nemendur þjálfa framkomu og þor í gegnum leik og spuna.
Maí
Spunavinna og foreldrakvöld
Ýmis spunaverkefni þar sem áherslan er á að þjálfa nemendur í að beita reglum í spunaleik Á vorönn verður foreldrum 8.bekkjar boðið á leiklistar/leikjakvöld sem bekkurinn undirbýr með kennara.
Lokið