NIÐURSTÖÐUR 0LWEUSAR KÖNNUNARINNAR Í HAGASKÓLA, NÓVEMBER 2016 -KÖNNUN Á EINELTI OG LÍÐAN Í SKÓLANUM-
Hagaskóli hefur frá árinu 2004 verið Olweusarskóli og starfað samkvæmt þeirri áætlun síðan. Árlega er lögð fyrir könnun á einelti og líðan í þeim skólum sem starfa eftir áætluninni. Þetta er í 13. skiptið sem könnunin er lögð fyrir í Hagaskóla en árið 2006 var könnunin lögð fyrir bæði að hausti og vori eins og sjá má á súluriti síðar í þessari samantekt. Áður en að könnunin er lögð fyrir fá foreldrar sendan tölvupóst þar sem óskað er eftir því að þeir láti vita ef þeir samþykkja ekki þátttöku barnsins í könnuninni. Könnunin er ekki persónugreinanleg á neinn hátt og breyturnar sem eru notaðar eru kyn og árgangur.
í Hagaskóla er könnunin nú lögð fyrir á rafrænan hátt. Farið er í alla bekki skólans með spjaldtölvur, könnunin lögð fyrir og tekur fyrirlögn u.þ.b. 30 mínútur. Þegar farið hefur verið í alla bekki skólans er reynt að ná í þá nemendur sem hafa verið fjarverandi áður en lokað er fyrir könnunina. Þátttaka er ávallt mjög góð en í nóvember 2016 tóku 95,5% nemenda þátt en þegar hún var lögð fyrir voru 512 nemendur skráðir í skólann og 489 nemendur svöruðu könnuninni. Í 8. bekk var 96,2% þátttaka, í 9. bekk 96,6% og 93,6% í 10. bekk.
Niðurstöður könnunarinnar gefa mynd af stöðunni hverju sinni, ekki aðeins hvort að einelti mælist heldur einnig hvernig nemendur telja að viðbrögð umhverfisins gagnvart einelti og andfélagslegri hegðun eru. Þá segir hún til um hvaða afstöðu nemendur hafa til eineltis og andfélagslegrar hegðunar. Niðurstöðurnar sýna hvar eineltið á sér helst stað og hvers konar einelti er um að ræða. Í skólanum er unnið áfram með niðurstöðurnar og lögð áhersla á að bæta það sem þarf að bæta, auka t.d. fræðslu, forvarnir og eftirlit og ýmislegt fleira.
Hvernig líkar nemendum í Hagaskóla? Samanburður á árgöngum 2016
60 48,6
50 40
45,2
43,7
39,3
40
39,4
illa
30
hvorki né
20 15,5
10 0
mjög illa
11,3
9,7 0,6 1,1
8.bekkur
0,6
3,6
9.bekkur
1,4 0
vel mjög vel
10.bekkur
Þetta súlurit sýnir hvernig nemendum líkar í Hagaskóla í nóvember 2016. Mikill meirihluti nemenda í öllum árgöngum líkar vel eða mjög vel. Hópurinn sem er hlutlaus eða tekur ekki afstöðu fer stækkandi eftir hækkandi aldri nemendanna. Sem betur fer er hópurinn sem líkar illa eða mjög illa ekki stór en alltaf hópur sem við veltum fyrir okkur hvernig við getum fundið og stutt áfram.
Nemendur sem orðið hafa fyrir einelti 2-3 í mánuði eða oftar, samanburður 2005-2016
9 8 7 6 5 4 3 2 1 0
8,5 7,5 6,4 5,8 5,3
5,1
4,7 4,6 4,7
5,8
4,2
4,1 3,7
4,7
4,3
4,5 3,9
3,6 2,8
3 2,5
2,5 2
1,3
1,5 1,6 1,4
3,3 2,8 2,9
3,2 2,3
2,8 2,6 2,7
1,4
drengir
samtals
1,8
1,9
stúlkur
1,2
Á þessu súluriti má sjá samanburð á niðurstöðum allra kannananna sem lagðar hafa verið fyrir í Hagaskóla frá upphafi. Við sjáum á niðurstöðum 2016 að við erum að sigla hægfara ofar og þá er sérstakt áhyggjuefni að einelti meðal drengja eykst þó nokkuð en jákvætt er að það dregst saman hjá stúlkunum. Til samanburðar þá mælist einelti meðal nemenda í 8.-10. bekk í Olweusarskólum á landinu 3,7% og 4,2% hjá Olweusarskólum í Reykjavík. Á landinu mælist einelti meðal stúlkna 3,7% en í Reykjavík 3,3% en hjá strákum mælist einelti 3,9% á landinu en 5,1% í Reykjavík. Ef einelti í Hagaskóla er borið saman á milli árganga mælist það 2,1% í 8.bekk, 2,4% í 9.bekk og 5,4% í 10.bekk. Þá mælist einelti hjá drengjum í 10. bekk sérstaklega hátt eða 9,6% og stendur upp úr þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar. Við teljum það áhyggjuefni og að það þarf að vinna áfram með þessar niðurstöður og setja meiri kraft í fræðslu fyrir alla árganga einkum og sér í lagi 10. bekkinn. Við teljum að það sé mikilvægt að ræða framkomu og hegðun eins og t.d. slæmt orðbragð milli nemenda og aðra yrta hegðun sem veldur því að nemendur upplifa vanlíðan og einelti. Einnig þarf að velta fyrir sér og ræða hvenær grín er grín og hver er það sem skilgreinir að grínið sé ekki meiðandi fyrir neinn.
Þegar nemendur eru spurðir út í það hvort þeir taki þátt í einelti sem gerendur eru um 1,2 % nemenda í skólanum sem viðurkennir það. Gerendur geta vissulega verið færri en þolendur en einnig er erfiðara að viðurkenna þær tilfinningar. Þá vitum við það að það kemur fyrir að nemendur eru mjög ómeðvitaðir um að hegðun þeirra gangvart öðrum getur valdið vanlíðan og því mikilvægt að ræða þetta og koma öllum í skilning um að það ber að virða mörk annarra.
Niðurstöðurnar 2016 benda til þess að einelti og andfélagsleg hegðun birtist helst í yrtum athugasemdum, illu umtali og slúðri og útilokun frá félagahópnum. Líkamlegt einelti hækkar aðeins á milli ára og helst í hendur við hækkandi einelti hjá drengjum en líkamlegt einelti hefur verið meira einkennandi meðal þeirra heldur en stúlkna. Rafrænt einelti hækkar aðeins frá fyrri könnun og hækkunin birtist frekar hjá drengjunum en stúlkunum. Rafrænt einelti á sér helst stað utan skólatíma. Þá er algengast að einelti sem á sér stað á skólatíma eigi sér stað þar sem margir koma saman á sama tíma eins og á göngum, í matsal og í kennslustofum.
Þá má í könnuninni greina það að um 3% nemenda hafi jákvætt viðhorf til þess að taka þátt í einelti sem gerendur. Lögð er áhersla á það í kynningu á niðurstöðum að það bendi til þess að þó nokkrir nemendur í skólanum réttlæti hegðun sína eða annarra og finnist hún ekki athugaverð. Einnig má benda niðurstöður til þess að um 5% nemenda í skólanum óttast það að vera lagðir í einelti fremur oft, oft eða mjög oft. Í kynningum á niðurstöðum fyrir nemendur er lögð einnig bent sérstaklega á þetta atriði og mikilvægi þess að allir eigi rétt á að upplifa sig örugga í skólanum.
Nú á dögum er mikið vitað um áhrif eineltis á einstaklinga bæði þolendur og gerendur. Starfsfólk í skólum er meðvitaðra um að fylgjast með óæskilegri hegðun og að grípa inn í aðstæður sem geta bent til eineltis eða stríðni. Nemendur eru einnig meðvitaðri um hvaða hegðun ber að forðast og mikilvægi þess að sýna skólafélögum sínum ávallt virðingu og vinsemd.
Með þessar niðurstöður verður unnið áfram og ákveðnir þættir teknir inni í aukna fræðslu til nemenda og starfsmanna.