valgreinakynning – 10. bekkur fyrir veturinn 2016-2017
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Efnisyfirlit Vikustundir í 10. bekk veturinn 2016-2017 ............................................................................................................. 4 Hvernig fer valið fram? ........................................................................................................................................... 5 Bókhald .................................................................................................................................................................. 6 Bókmenntir verða að kvikmyndum ........................................................................................................................ 7 Endurnýting á fatnaði og öðrum textílefnum.......................................................................................................... 8 Enska að hætti framhaldsskólans ........................................................................................................................... 9 Fantasíur og furðuverur .........................................................................................................................................10 Fatasaumur og fatahönnun ...................................................................................................................................11 Ferðamálafræði .....................................................................................................................................................12 Fjármálafræðsla ....................................................................................................................................................13 Forritun .................................................................................................................................................................14 Franska og frönsk menning....................................................................................................................................15 Fréttir og fjölmiðlar ...............................................................................................................................................16 Góðar bækur og vondar í unglingaheimum ...........................................................................................................17 Heimanám .............................................................................................................................................................18 Heimilisfræði – matur, menning og hollusta ..........................................................................................................19 Heimspeki 2 ...........................................................................................................................................................20 Heimsstyrjöldin síðari ............................................................................................................................................22 Heimur leikhússins ................................................................................................................................................23 Heimurinn okkar, lönd og staðir ............................................................................................................................24 Hundar sem gæludýr .............................................................................................................................................25 Hönnun og smíði ...................................................................................................................................................26 2
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017 Ísland - jarðfræðiferðalag ......................................................................................................................................27 Íslenska að hætti framhaldsskólans .......................................................................................................................28 Konur í samfélaginu...............................................................................................................................................29 Kyn- og jafnréttisfræðsla .......................................................................................................................................30 Leiklist ...................................................................................................................................................................31 Ljóðskáldin ............................................................................................................................................................32 Ljósmyndun ...........................................................................................................................................................33 Myndabækur, myndasögur og grafískar skáldsögur ..............................................................................................35 Myndmennt ..........................................................................................................................................................36 Náttúrufræðitilraunir ............................................................................................................................................37 Saga og menning í Vesturbæ og nágrenni ..............................................................................................................38 Spænska ................................................................................................................................................................39 Stjörnufræði ..........................................................................................................................................................40 Stuðningur í stærðfræði ........................................................................................................................................41 Stærðfræði að hætti framhaldsskólans .................................................................................................................42 Textílþrykk, taulitun og fatahönnun fyrir stráka ....................................................................................................43 Textílþrykk og taulitun ..........................................................................................................................................44 Útivist ....................................................................................................................................................................45 Þýska .....................................................................................................................................................................46 Þjóðsögur ..............................................................................................................................................................48 Annað val ..............................................................................................................................................................49
3
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Vikustundir í 10. bekk veturinn 2016-2017 10. BEKKUR
EININGAR (klukkustundir)
FJÖLDI 40 MÍNÚTNA KENNSLUSTUNDA
ÍSLENSKA
4
6
STÆRÐFRÆÐI
4
6
ENSKA
2
3
DANSKA
3
4,5
SAMFÉLAGSFRÆÐI
2
3
NÁTTÚRUFRÆÐI
2
3
BEKKJARTÍMI
0,67
1
ÍÞRÓTTIR/SUND
2
3
LESSTUND
1
1,5
VAL
4
6
Samtals
37 stundir
4
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Hvernig fer valið fram? www.hagaskoli.is Nemendur í Hagaskóla óska eftir valgreinum fyrir næsta vetur á vef skólans, www.hagaskoli.is. Valgreinar eru kenndar hálft árið, ýmist 1 eða 2 klukkustundir á viku (1,5 eða 3 kennslustundir). Nemendur í 8. og 9. bekk eiga að velja samtals 12 klukkustundir en fá 8 þeirra. Sem dæmi þá getur nemandi valið 12 greinar sem kenndar eru eina klukkustund á viku, 6 greinar sem kenndar eru 2 klukkustundir á viku eða eitthvað sambland þessa. Nemendur eiga að velja að minnsta kosti eina list- eða verkgrein sem er svokallað bundið val. Nemendur sem eru nú í 9. bekk verða að velja sér að minnsta kosti eina list- eða verkgrein fyrir val í 10. bekk nema ef þeir hafa verið í list- og verkgrein í vali í 9. bekk. Opnað verður fyrir val mánudaginn 7. mars kl. 9:00. Nemendur þurfa að ljúka vali fyrir kl. 9:00 mánudaginn 14. mars. Þegar lokað verður fyrir val nemenda verður farið yfir vallista og gengið frá vali fyrir þá nemendur sem þá hafa ekki fyllt val sitt.
Kynnið ykkur vel framboð valgreina og hvenær þær eru kenndar Lýsingar á valgreinum og allar upplýsingar um hvenær valgreinar eru kenndar má finna á valvef Hagaskóla. Mikilvægt er að nemendur kynni sér vel það sem í boði er áður en skráning hefst.
Annað val Samkvæmt grunnskólalögum (26. grein nr. 91 frá 12. júní 2008) er heimilt að meta skipulagt nám sem stundað er utan grunnskóla, t.d. við tónlistarskóla, sem hluta af grunnskólanámi samkvæmt nánari útfærslu í aðalnámskrá grunnskóla. Stundi nemandi slíkt nám er viðkomandi sveitarstjórn ekki skylt að standa straum af kostnaði sem af því leiðir þótt námið njóti viðurkenningar í stað skyldunáms. Jafnframt er heimilt að meta tímabundna þátttöku í atvinnulífi, félagslífi, íþróttum eða skipulögðu sjálfboðastarfi sem nám, enda falli það að markmiðum skólastarfs. Nemandi sem velur þessa leið þarf að skila staðfestingu á náminu, íþróttaiðkun eða öðru tvisvar á ári. Fyrirvari Tekið skal fram að allar upplýsingar um val eru settar fram með fyrirvara um breytingar og villur. Allar tímasetningar eru settar niður til einföldunar á vali en vel getur gerst að þær breytist fyrir næsta vetur. Gera verður ráð fyrir lágmarks- og hámarksþátttöku í öllum valgreinum og því er ekki víst að allir komist að í þeirri valgrein sem þeir velja. Staðfestingartölvupóstur sem nemendur fá eftir að hafa skráð sig í valgrein er því ekki endanleg staðfesting á því að nemandinn geti verið í þeirri grein næsta vetur.
5
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Bókhald Markmið Að nemandinn
læri helstu undirstöðuatriði almenns bókhalds, sem nýtist þeim er hyggja á frekara nám í viðskiptum og/eða bókhaldi. Góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á nám í Verslunarskóla Íslands
Leiðir
Debet – kredit
Efnhags- rekstarreikningar
Bóhaldslyklar
Virðisaukaskattur
höfuðbók
viðskiptamannabók
uppgjör og afstemming
Námsefni:
Kennslubók í bókhaldi
verkefnabók
ýmis aukaverkefni.
Námsmat 100% verkefnabók Tímar á viku Tvær klukkustundir á viku, hálft skólaárið. Kennari Edda Kristín Hauksdóttir
6
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Bókmenntir verða að kvikmyndum Viðfangsefni Hvernig bíómyndir skapa andrúmsloft og lýsa umhverfi Hvernig gera bókmenntir það Hver er munurinn á því að lýsa persónu í mynd eða á texta Er sanngjarnt að bera saman „bókina“ og „myndina“ Bókmenntahugtök Leiðir Við lesum saman valda kafla úr nokkrum bókum sem hafa verið kvikmyndaðar. Horfum svo á valda myndbúta úr kvikmyndunum og ræðum um mismuninn á forminu og vinnum 2 -3 minni verkefni í tengslum við það. Nemendur velja sér svo bók/bíómynd til að skrifa ritgerð um. Námsmat Vinnueinkunn 100%. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Guðrún Ásta Tryggvadóttir
7
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Endurnýting á fatnaði og öðrum textílefnum Nemendur nýti eigin sköpunargáfu til að hanna nýtt upp úr gömlu, nemendur hugi að og læri að tileinka sér að vinna með gamlan fatnað og annan textíl. Markmið Að nemandinn Hugi að endurnýtingu Skoði efnivið allt í kringum sig sem hægt er að endurnýta Búi til snið/taki upp snið af flík eða fylgihlut Færi snið á endurnýttan efnivið Saumi flík eða fylgihlut Læri að vinna með endurnýtt efni eins og pappír, glerkrukkur, gamlar bækur, tímarit og allt sem nemendum dettur í hug að hægt sé að endurnýta á einhvern hátt. Nemendur læra einnig að gera skartgripi, töskur, ljósluktir, skraut í herbergi, óróa og margt fleira sem nemendur langar til að búa til Leiðir Í fyrstu hugum við að endurnýtingu, skoðum hvað betur má gera og hvað er hægt að nýta. Getum við nýtt allt og hvernig? Þá hefst gagnasöfnun, hvað viljum við nýta í okkar hugmyndavinnu. Hugmyndavinna fer af stað, nemandi tekur upp snið/býr til snið og færir á sinn efnivið. Skoðaðar verða ýmsar leiðir í hugmyndavinnunni – viljum við lita efniviðinn, þrykkja á hann, setja saman margskonar efni og þess háttar. Námsmat Þátttaka, frumkvæði, hugmyndavinna, úrvinnsla, verkefni og sjálfsmat vega jafnt til námsmats Tímar á viku Ein kennslustund á viku, heilt skólaár. Kennarar Gunnhildur Stefánsdóttir og Margrét Adolfsdóttir
8
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Enska að hætti framhaldsskólans Requirements You must have either finished 10. grade English or have the minimum of 8.5 for your 9. grade English. If students choose to attend final exam at MH they pay special fee, around kr. 2.500. Aims To improve your four language skills: reading comprehension, listening comprehension, speaking ability and writing skills. To increase vocabulary (a basis for improving your four language skills). Textbooks
CAE Result by Kathy Gude and Mary Stephens. Teachers’ Pets. A short story collection to be handed out in class. The Pearl by John Steinbeck.
Assessment In order to pass the course you must complete the course work. Course work 50% - tests - class writing - writing assignment on The Pearl - class participation Final Exam 50% Time pr. week Two hour per week, all year. Teacher Vignir Andri Guðmundsson
9
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Fantasíur og furðuverur Í Fantasíum og furðuverum verður fjallað um bókmenntagreinina fantasíur (e. fantasy). Einkum verða lesnar innlendar og erlenda barna- og unglingabækur sem tilheyra greininni en einnig verður fjallað um bækur sem teljast til „fullorðinsbóka“ eða krossbóka (e. crossover), þ.e. bóka sem lesnar eru jöfnum höndum af börnum og fullorðnum (t.d. Hungurleikarnir og Harry Potter-bækurnar). Markmið Að nemandinn fræðist um fjölskrúðugan heim fantasíunnar öðlist skilning á hugtakinu „fantasía“ geti beitt hugtakinu „fantsía“ í greiningu og umræðu um bókmenntir fræðist um sögu fantasíunnar og ævintýrisins. fái þjálfun við að fjalla skriflega og munnlega um bækur Leiðir Kynningar, umræður, hópavinna og skriflegar umsagnir um bækur. Námsmat Vinnueinkunn 100% Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Helga Birgisdóttir
10
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Fatasaumur og fatahönnun Nemendur læra að hanna og sauma fatnað út frá eigin hugmyndum. Nemendur kynnast ýmsum hönnuðum og leiðum í hönnunarferli. Markmið Að nemandinn Læri allt um máltöku Teikni og setji hugmyndir á blað Vinni úr eigin hugmyndum Færi hugmyndirnar í snið Saumi flík Læri um hönnuði og skoði nánar einn hönnuð Leiðir Í upphafi námskeiðs hefst hugmyndavinna – kennari leggur inn ýmsar kveikjur. Nemendur halda verkefnabók, skrá þar sínar hugmyndir sem þróast svo yfir í teikningar. Þá verður farið í máltöku, ýmsar stærðir og gerðir líkama skoðaðar. Næsta skref er að búa til snið út frá hugmyndum hvers og eins. Sniðin verða svo færð yfir á efni og flík verður til smátt og smátt. Þá munu nemendur læra um ýmsa hönnuðu og þurfa að taka fyrir einn hönnuð og kynna sér nánar verk hans. Námsmat Verkefnabók, úrvinnsla, mæting, þátttaka og frumkvæði vega jafnt til námsmats Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Gunnhildur Stefánsdóttir
11
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Ferðamálafræði Ferðamálafræði er hagnýtt nám og sérstaklega ætlað þeim sem vilja öðlast fagþekkingu í ferðaþjónustu.
Markmið Að undirbúa nemendur undir almenn störf í ferðaþjónustu og/eða til frekara náms
Viðfangsefni Fjallað verður um helstu ferðamannastaði á Íslandi, og uppbyggingu og starfssemi greinarinnar.
Leiðir Nemendur vinna verkefni, skila skýrslu úr verklegum æfingum og hafa kynningu á efni sem þeir hafa valið sér.
Kennslugögn Ítarefni og verkefni frá kennara.
Námsmat Verkefni. Farið verður í hálfs dags vettvangsferð á Geysi (ratleikur með ferðamálaspurningum)
Tímar á viku Tvær kennslustundir á viku, hálft skólaárið.
Kennari Tinna Kristjánsdóttir
12
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Fjármálafræðsla Tilgangurinn með námskeiðinu er að nemendur átti sig á nauðsyn ábyrgðar í fjármálum og að sumar fjármálaákvarðanir fylgja þeim út lífið. Markmið Að nemandinn • Fræðisit um fjármálahugtök. • Sparnaður og sparnaðarleiðir • Kynnist heimabönkum og möguleikum þeirra. • Geri sér grein fyrir hver útgjöld meðalfjölskyldu eru og hvernig þau eru samsett. • Geti gert kostnaðaráætlun og haldið bókhald. • Kynnist launum sem eru í boðið fyrir mismunandi störf. • Kynnist því hvernig ríkið er rekið og þekki mun á beinum og óbeinum sköttum. • Kynnist lánum, sparnaði, vöxtum og verðbótum. • Kostnaður og rekstur heimila. • Kostnaður og rekstur bíla. • Kynnist skattskýrslugerð. • þekki launamiða, launatengd gjöld og skattaútreikninga.
Leiðir Umræður - Fyrirlestrar - Hópverkefni - Upplýsingaleit Námsmat 100% vinnueinkunn Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Edda Kristín Hauksdóttir
13
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Forritun Markmið Farið verður í grunnatriði forritunar og nemendur fá innsýn í heim tækninnar og möguleika forritunar. Nemendur velta fyrir sér spurningum og atriðum eins og:
Hvað er forrit? Hvað er forritun? Hver eru grunnatriði forritunar? Forritun og skapandi hugsun
Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari NN
14
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Franska og frönsk menning Farið verður í undirstöðuatriði í frönsku. Auk þess að læra orðaforða og örlítinn málfræðigrunn verður áhersla lögð á að geta tjáð sig og átt samskipti á frönsku. Einnig ætlum við að kynnast franskri menningu og frönskum málsvæðum víða um heiminn. Markmið Að nemandinn Kynnist Frakklandi og öðrum löndum sem hafa frönsku sem opinbert tungumál. Kynnist franskri menningu og og menningu annarra frönskumælandi svæða. Læri undirstöðuatriði franskrar tungu sem verður góður grunnur fyrir frekara frönskunám í framhaldsskóla. Leiðir Nemendur afla sér upplýsinga um Frakkland, önnur frönskumælandi svæði og franska tungu t.d. með beinum upplýsingum frá kennara, sjálf í gegnum netið, með því að horfa á franska kvikmynd, með því að hlusta á franska tónlist með lærdómi um franska matargerð, með því að undirbúa og halda kynningu fyrir bekkinn, með umræðum og samræðum á íslensku og frönsku, Námsmat Símat: Vinna í tímum, skilaverkefni, kynningar og kannanir (ekki lokapróf). Tímar á viku Tvær kennslustundir á viku, hálft skólaárið. Kennari:NN
15
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Fréttir og fjölmiðlar Í sífellt flóknari og sístækkandi heimi upplýsinga og frétta verður hér gerð tilraun til að skoða hvaðan við fáum upplýsingar. Hvert ert hlutverk fjölmiðla í samfélaginu og hvert er hlutverk okkar gagnvart þeim. Stýra samfélagsþegnar innihaldi fjölmiðla með áhuga sínum eða stjórna fjölmiðlar áhuga þeirra með innihaldi sínu? Markmið Að nemandinn fái aukinn áhuga á málefnum líðandi stundar geti tekið afstöðu til flókinna málefna sem þeim birtast í fjölmiðlum geti notað gagnrýna hugsun við úrvinnslu upplýsinga þekki nokkur sjónarmið um hlutverk fjölmiðla getið tekið þátt í umræðum um fréttatengda atburði á ígrundaðan og málefnalegann hátt Leiðir Við fylgjumst með málefnum líðandi stundar og ræðum þau í tímum. Nemendur halda dagbók um ákveðin málefni í fjölmiðlum og vinna úr þeim stutt verkefni. Við horfum á fréttaskýringar og fréttatengt efni í tímum og berum saman. Lokaverkefni er svo ítarleg fréttaskýring sem nemendur vinna sjálfir. En þeir fá þá tilbúið efni sem þeir þurfa að afla sér upplýsinga um og vinna fréttaskýringu út frá sjónarmiðum sem rædd verða á önninni.
Námsmat 10% - Mæting og ástundun, 30% - Dagbók, 30% - Tímaverkefni, 30% - Fréttaskýring Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Vignir Andri Guðmundsson
16
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Góðar bækur og vondar í unglingaheimum Í áfanganum verður spurt hvað er góð unglingabók og hvað er vond unglingabók? Lesnar verða innlendar og erlendar unglingabækur sem og umfjallanir og greinar sem fjalla um unglingabækur. Áhersla verður lögð á að ræða hvort – og hvers vegna – bækurnar séu góðar eða vondar ásamt því sem fjallað verður um sögu íslenskra unglingabók og viðtökurnar sem þær hafa fengið.
Markmið Að nemandinn fái þjálfun við að greina og leggja rökstutt mat á bækur (bæði skriflega og bóklega) þjálfist í að lesa umfjallanir og gagnrýni um bækur í dagblöðum og tímaritum. öðlist þjálfun við að beita bókmenntahugtökum á markvissan hátt. Fræðist um hugtakið unglingabók fræðist um sögu íslenskra unglingabókmennta. Leiðir Kynningar, umræður, hópavinna og skrifleg verkefni. Námsmat Vinnueinkunn 100% Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Helga Birgisdóttir
17
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Heimanám Aðstoð við heimanám, þar sem lögð verður áhersla á gagnlegar lesskilningsaðferðir og námstækni um leið og heimanámi er sinnt. Aðstoð verður veitt í öllum bóklegum greinum. Þrír kennarar sjá um þessa aðstoð. Kennarar með reynslu í stærðfræði, tungumálum og lesgreinum sjá um aðstoðina. Námsmat Próflaus valgrein en nemendur fá umsögn. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennarar Guðrún Inga Tómasdóttir og fleiri
18
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Heimilisfræði – matur, menning og hollusta Markmið Að nemandinn
auki færni sína við matreiðslu, framreiðslu og vinnuskipulag. öðlist undirstöðu á þessu sviði fyrir heimilishald, framhaldsnám og þátttöku í atvinnulífi. geti sýnt hagsýni í heimilisrekstri. læri að setja saman matseðla og matreiða eftir þeim. læri að vinna eftir mismunandi uppskriftum. átti sig á mikilvægi hreinlætis við meðferð matvæla. átti sig á að neyslugæsla er á eigin ábyrgð og þekki samtök neytenda. efli verðskyn sitt.
Viðfangsefni Matreiðsla. Pottréttir, ofnréttir, smáréttir, ábætisréttir. Bakstur. Pressugersbakstur, brauðgerð, hnoðuð, þeytt og hrærð deig. Námsmat Einkunn er gefin fyrir frammistöðu í hverjum tíma, auk lokaprófs. Tímar á viku Tvær klukkustundir á viku, hálft skólaárið. Kennari Guðrún Þóra Hjaltadóttir.
19
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Heimspeki 2 Siðfræði vesturlanda frá Forngrikkjum til okkar tíma fyrir nemendur í 10. bekk.
Viðfangsefni Helstu kenningar vestrænnar siðfræði. Verður þeim beitt á hversdagsleg siðferðileg vandamál og mat lagt á hagnýti og raunsæi þessara kenninga. Hugtakið gildi verður skoðað með hliðsjón af þessum kenningum og nemendur beðnir að meta það út frá mörgum sjónarhornum mannlegrar tilveru. Kennslustundir byggja að miklu leyti á því að nemendur hafi tileinkað sér námsefnið sem lagt er fyrir hverju sinni og taki þátt í lifandi og gagnrýnum umræðum. Nemendur eiga að vinna fjórar ritgerðir um veturinn. Kennari leggur til ritgerðarefni hverju sinni, u.þ.b. 3 fyrir skiladag.
Markmið Markmið Markmiðið með áfanganum er að kynna nemendum fyrir kenningum helstu heimspekinga vesturlanda í siðfræði. Farið verið í hugmyndafræði þessara heimspekinga og nemendum gefinn kostur á að leysa siðferðileg viðfangsefni með kenningar þeirra að vopni. Hugtakið gildi verður skoðað með hliðsjón af þessum kenningum og nemendur beðnir að meta það út frá mörgum sjónarhornum mannlegrar tilveru. Gert er ráð fyrir að nemendur taki þátt í lifandi og gagnrýnum umræðum, en virði jafnframt tjáningarrétt samnemenda.
Leiðir Kenningar fjögurra áhrifamestu heimspekinga í siðfræði vesturlanda, Aristóteles, Immanuel Kant, John Stuart Mill og Friedrich Nietzsche kynntar í aðalatriðum. Forsendur þeirra skoðaðar og metnar og lítil verkefni unnin í kennslustundum. Áætlað er að hver kenning/heimspekingur taki hálfa önn sem lýkur með 3 síðna ritgerð. Nemendur fá einnig leiðsögn í því hvernig byggja á upp heimspekilega ritgerð.
Kennslugögn 20
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017 Lesefni er að mestu unnið af kennara, einnig ljósrit úr völdum frumtextum og öðrum fræðiritum sem varpa geta ljósi á viðfangsefnið.
Námsmat Námsmat Almenn ástundun Ritgerðir
20%
80%
Ritgerð eru fjórar yfir veturinn, 2 fyrir jól og tvær eftir. Hver ritgerð vegur 20% af lokaeinkunn. Nemendur fá ritgerðarverkefni afhent 3 vikum fyrir áætlaðan skiladag. Umfang ritgerðar skal miðast við 2-3 blaðsíður, tvöfalt línubil, 12 punkta leturstærð og Times New Roman leturgerð.
Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft árið
Kennari Benedikt Páll Jónsson
21
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Heimsstyrjöldin síðari Á námskeiðinu kynna nemendur sér seinni heimsstyrjöldina. Annars vegar eru skoðuð áhrif heimsstyrjaldarinnar á Íslandi og hins vegar í öðrum löndum. Áhersla verður lögð á hvernig heimsstyrjöldin hafði áhrif á líf hins almenna borgara einkum barna og ungmenna eða eftir áhugasviði nemenda. Námskeiðið er ætlað nemendum sem hafa áhuga á sögu og vilja kynna sér nánar þetta áhugaverða tímabil. Ísland Hvaða áhrif hafði hernámið á íslenskt samfélag? Nemendur taka viðtöl við fólk sem man eftir hernáminu, skoða gömul tímarit, bækur og efni af vefnum. Margt forvitnilegt er hægt að skoða t.d. „ástandið“ tísku, tónlist, kvikmyndir og margt fleira. Einnig verður skoðað hvort og þá hve mikill mannskaði varð á stríðstímanum á Íslandi. Nemendur kynna sér árásir á íslensk skip t.d. árásina á Goðafoss auk stríðsminja í Reykjavík og víðar. Evrópa og umheimurinn Nemendur skoða áhrif stríðisins í Evrópu og annars staðar í heiminum. Dæmi um það sem hægt er að skoða er: Helförin, brottflutningur barna, loftárásir, börn í fangabúðum, konur í stríði, skömmtunarseðlar, andspyrnuhreyfingar, notkun kjarnorkuvopna, áróður, stríðsherrar og fleira. Námsmat Nemendur vinna að ýmsum verkefnum yfir veturinn bæði í einstaklings- og hópavinnu og kynna fyrir samnemendum sínum. Hægt er að kynna verkefnin á ýmsan hátt t.d. á plakötum, í power point, með heimildarmyndum og leikþáttum. Námsefni Heimildavinna á netinu, tímarit.is, youtube, Sagan öll og fleiri tímarit, viðtöl við fólk, myndir tengdar efninu og fleira. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Margrét Adolfsdóttir
22
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Heimur leikhússins Markmið Lesa og horfa á leikrit- sögur skrifa leikdóma –(upplifun á verkinu – hvað er gott –slæmt – af hverju – rökstuðningur)
Leiðir fara á leiksýningar hjá atvinnuleikhúsum og áhugamannaleikhúsum kynnast heimi leikhússins með heimsóknum
Námsmat Námsmat byggir á frammistöðu nemenda í tímum og verkefnaskilum. Tímasókn er ekki alltaf samkvæmt stundaskrá því námskeiðið byggir á að kynnast heimi leikhússins með heimsóknum sem eru fyrir utan hefðbundinn skólatíma.
Tímar á viku 1 klukkustund hálft skólaárið
Kennari Ágústa Ragnars
23
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Heimurinn okkar, lönd og staðir Námskeiðið er fyrir nemendur sem vilja auka þekkingu sína í landafræði. Í upphafi er fjallað um heimsálfurnar og það helsta sem tengist þeim. Nemendur vinna síðan sjálfstætt að þeim verkefnum sem þeir hafa áhuga á. Hægt er að taka fyrir heimsálfur, lönd, borgir, náttúruperlur, gróðurfar, þjóðir og menningu, tungumál og margt fleira allt eftir áhugasviði nemenda.
Námsmat Nemendur vinna að ýmsum verkefnum bæði í einstaklings- og hópavinnu og kynna fyrir samnemendum sínum. Hægt er að kynna verkefnin á ýmsan hátt og fá nemendur nokkuð frjálst val um hvernig þeir vilja gera það. T.d. á plakötum, búa til mynd, leikþátt, vefsíðu, bækling allt eftir því hvað nemendur treysta sér til eða hafa áhuga á að gera.
Námsefni Heimildavinna á netinu, tímarit.is, viðtöl við fólk, myndir tengdar efninu, bækur á bókasafni, safnaferðir, Um víða veröld (kennslubók í landafræði)
Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið.
Kennari Margrét Adolfsdóttir
24
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Hundar sem gæludýr Markmið Áfanginn er fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á því að eiga hund sem gæludýr eða eiga hund sem gæludýr. Leiðir Helstu eiginleikar hunda Mismunandi tegundir og tegundahópar kostir þeirra og gallar Saga tegundanna Góð ráð varandi uppeldi Feldumhirða, fóður, hreyfing og fleira Hvers ber helst að varast varðandi hundahald Námsefni:
Fræðslumyndbönd Gestafyrirlesarar
Námsmat Lokið /Ólokið Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Edda Kristín Hauksdóttir
25
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Hönnun og smíði Handverk af ýmsu tagi er undirstaða umhverfis okkar. Handverk kemur við sögu hvar og hvenær sem er, t.d. við skurðlækningar, hjá tannlæknum, í iðnmenntun, starfsþjálfun af ýmsu tagi og víðar. Markmið Að nemandinn
geti ,,teiknað” eigið hugverk og unnið verkefnið eftir teikningu. geti unnið eftir teikningum sem gerðar eru í ákveðnum mælikvarða geti hagnýtt sér tækni og hugmyndaleit sem gefst á hverjum tíma. þekki þau verkfæri sem hann þarf að nota og geti metið ástand þeirra. hafi öryggismál og hollustuhætti ofarlega í huga og að rétt líkamsbeiting sé höfð í huga við vinnu. geti unnið með einföld rafmagnsverkfæri t.d. stingsög, borvél, tifsög og í einhverjum tilfellum rennibekk. hafi nokkra kunnáttu við beitingu og notkun á algengustu handverkfærum. hafi nokkra þekkingu á að nýta sér mismunandi efnivið í samræmi við eðli verkefna og geta hreinsað áhöld og umhverfi eftir notkun og gengið frá eftir sig. geti gert sér grein fyrir vönduðum eða slökum vinnubrögðum á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. læri að hlusta á skoðanir og hugmyndir annarra og virða þær. nýti vel það efni sem unnið er með. hafi nokkra þekkingu á þeim efnum sem borin eru á tilbúin verk t.d. lakk, olíu, vax, bæs og fleira.
Leiðir Helsta kennsluaðferðin er einstaklingsmiðuð verkefnavinna þar sem hver og einn vinnur að sínu verkefni undir leiðsögn kennarans Nemendur vinna nokkur vönduð verkefni, að jafnaði tvö sem kennari setur fram en önnur geta þeir valið sjálfir Námsmat Ástundun í tíma og verklagni nemandans. Tímar á viku Tvær klukkustundir á viku, hálft skólaárið. Kennari Finnur Jens Númason
26
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Ísland - jarðfræðiferðalag Markmið Áfanginn er settur upp eins og hringferð um Ísland þar sem helstu staðir verða skoðaðir og kynntir. Að nemendur læri að lesa út úr kortum. Að nemendur kynnist myndun og mótun landsins. Fjallað verður um þekkt eldgos og jarðskjálfta Að nemandinn fái vitneskju um helstu ferðamannastaði landsins, hverjir þeir eru, hvar þá er að finna og hver jarðfræðileg sérstaða þeirra er. Hvar þjóðgarðar og þekkt náttúruvætti er að finna, hvaða gildi slíkir staðir? Nemendur þurfa í lok áfanga að þekkja þekktustu fjöll og fossa landsins af myndum og geta staðsett. Læra þarf að þekkja bæjarfjöll nokkurra þéttbýlisstaða á landinu. Hvar er best að afla sér upplýsinga áður en lagt er af stað í ferð og eins meðan á henni stendur. Leiðir Notast verður við glærur og ljósrit við kennsluna sem er að hluta á fyrirlestraformi. Gert er ráð fyrir einnar nætur ferð á Snæfellsnes þar sem ýmis jarðfræðifyrirbæri verða skoðuð.
Námsmat Lokaeinkunn byggist á verkefnaskilum og ástundun og svo lokaprófi sem er 50% af lokaeinkunn Tímar á viku Ein klukkustund hálft skólaárið Kennari Guðmundur Valdimar Rafnsson
27
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Íslenska að hætti framhaldsskólans Stuðst er við áfangalýsingu og námsáætlun MH. Nauðsynlegt er að þeir nemendur Hagaskóla sem velja áfangann séu með einkunn yfir 8 í íslensku. Þeir nemendur sem velja að taka loka-/stöðupróf í MH geta gert það en greiða þá sjálfir próftökugjald. Áfangalýsing Áfanginn er fyrsti áfangi í íslensku fyrir framhaldsskólann. Í áfanganum er lögð mikil áhersla á lestur. Nemendur lesa fjölbreytta texta og fjalla um þá, bæði bókmenntir og annars konar texta. Kennd eru helstu hugtök sem notuð eru við að greina ljóð og laust mál og nemendur þjálfaðir í að beita þeim. Fjallað er um byggingu ritsmíða og röksemdafærslu. Lögð er áhersla á að ritun er ferli og nemendum er kennt að skrifa í skrefum. Nemendur eru þjálfaðir í að skrifa margs konar texta, bæði hlutlæga og huglæga, kenndur frágangur ritaðs máls og notkun hjálpargagna svo sem handbóka, orðabóka og leiðréttingarforrita. Grundvallaratriði málfræði og setningafræði eru rifjuð upp og notuð í umfjöllun um íslenskt ritmál, bæði lesna texta og frumsamda. Nemendur eru þjálfaðir í upplestri á eigin textum og annarra. Einnig í flutningi annars konar munnlegra verkefna. Nemendur eru þjálfaðir í stafsetningu og ætlast er til að þeir geti stafsett rétt. Tímar á viku Tvær klukkustundir á viku, allt skólaárið. Kennarar Íslenskukennarar Hagaskóla
28
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Konur í samfélaginu Konur fengu kosningarétt á Íslandi árið 1915 og hefur margt breyst síðan þá. Námskeiðið fjallar um aukin réttindi og breytt hlutverk kvenna á 20. öld. Í upphafi námskeiðsins er farið yfir aukin réttindi kvenna og hvaða samfélagsbreytingar og atburðir höfðu þau áhrif að konur fengu meiri réttindi.
Leiðir Nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum sem tengjast þeirra áhugasviði en þemað er konur. Verkefnin geta bæði verið einstaklingsverkefni eða hópaverkefni. Verkefnin eru mjög opin og geta tengst sögu kvenna almennt í nútíð og fortíð. Hægt er að taka viðtöl við konur t.d. við langömmu,ömmu, mömmu, frænku o.s.frv. , hægt að taka viðtöl við konur sem eru þekktar eða óþekktar. Hægt að kynna sér konur úr sögunni eða konur sem ættu að fá meiri athygli í sögunni, bæði á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Hvernig er staða konunnar í dag? bæði hér heima og erlendis. Námskeiðið er fyrir nemendur sem hafa áhuga á sögu og samfélagsfræði en eins og áður sagði eiga verkefnin að tengjast konum. Námskeiðið er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og bæði fyrir stráka og stelpur.
Námsmat Nemendur vinna að ýmsum verkefnum bæði í einstaklings- og hópavinnu og kynna fyrir samnemendum sínum. Hægt er að kynna verkefnin á ýmsan hátt og fá nemendur nokkuð frjálst val um hvernig þeir vilja gera það. T.d. á plakötum, búa til mynd, leikþátt, vefsíðu, bækling allt eftir því hvað nemendur treysta sér til eða hafa áhuga á að gera.
Námsefni Heimildavinna á netinu, tímarit.is, viðtöl við fólk, myndir tengdar efninu, bækur á bókasafni, safnaferðir, bækur á bókasafni, Lýðræði og Tækni (bók í sama bókaflokk og Styrjaldir og Kreppa)
Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið.
Kennari Margrét Adolfsdóttir
29
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Kyn- og jafnréttisfræðsla Kynþroskaskeiðið er tími mikilla breytinga á líkama og sál. Fjallað verður um kynþroskann, kynheilbrigði, kynlíf og kynhneigð og jafnrétti í samskiptum og samfélagi. Leiðir Við fáum margar heimsóknir t.d. frá Hinu húsinu, Samtökunum 78, Umboðsmanni barna, Ástráði – félagi læknanema og hjúkrunarfræðingi skólans. Nemendur skoða samfélagið út frá þeim væntingum sem gerðar eru til fólks út frá kyni. Einnig verður horft á bíómyndir, auglýsingar og netmiðla með gagnrýnum hætti. Námsmat Hópverkefni metin af kennara, samnemendum og með sjálfsmati. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari NN
30
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Leiklist Markmið Að nemandinn
þjálfist í framkomu, framsögn og spuna. ýti undir frumleika í hugsun og verki. styrki sjálfsmynd sína.
Leiðir Í leiklist er unnið með spuna og ýmiss konar leiki og gert ráð fyrir að nemendur standi upp, hreyfi sig og taki þátt í öllum tímum. Það er alls ekki skilyrði að hafa leikið eða komið fram áður, en leiklistin er góð leið til þess að yfirbuga feimni og styrkja sjálfsmynd. Einnig er unnið með framsögn og tjáningu gegnum leik og spuna. Námsmat Nemendur í leiklist verða metnir út frá mætingu, þátttöku í tímum, frumleika og framförum yfir veturinn. Ekki verður gefin einkunn heldur umsögn í lok vetrar. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Sigríður Birna Valsdóttir
31
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Ljóðskáldin Nemendur læri um grunnhugtök í bragfræði og hvernig henni er beitt í ljóðagerð. Sagt verður frá helstu ljóðskáldum bæði íslenskum og erlendum – lifandi og dauðum. Nemendur semji ljóð sem safnað verður saman í ljóðabók sem verður seld t.d. á Gott mál
Markmið Að skúffuskáldin blómstri
Leiðir Nemendur fá aðstoð við að setjast niður og semja sín eigin ljóð.
Námsmat Ljóðabók
Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið.
Kennari Ágústa Ragnars
32
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Ljósmyndun Hefur þú gaman af að taka myndir? Langar þig að bæta ljósmyndatæknina þína? Viltu læra um myndbyggingu, ljósop, hraða og ISO? Viðfangsefni Í þessari valgrein tökum við stafrænar ljósmyndir eftir forskrift kennara, æfum okkur í að nota hugtök ljósmyndatækninnar og æfum okkur í að gagnrýna ljósmyndir annarra á uppbyggilegan og gagnlegan hátt. Engin krafa um myndvinnslu er gerð í valgreininni og ekki verður kennt á myndvinnsluforrit. Markmið Að nemandinn
læri að þekkja grunntæknihugtök ljósmyndunar. fái innsýn í myndbyggingu. fái innsýn í ólíka tegund lýsingar. fái yfirsýn yfir ólíka möguleika myndavélarinnar. öðlist orðaforða til þess að taka þátt í gagnlegum og uppbyggilegum umræðum um ljósmyndir. fái tækifæri til þess að æfa sig í ljósmyndun. fái tækifæri til þess að kynnast ljósmyndun sem atvinnugrein.
Leiðir Námskeiðið byggir annars vegar á fyrirlestrum kennara um tæknileg atriði ljósmyndunar og hins vegar verklegum æfingum þar sem nemendur beita þeim aðferðum sem kennari hefur fjallað um. Verklegar æfingar eru settar upp aðra hverja viku sem ljósmyndamaraþon. Nemendur fá þá takmarkaðan tíma til þess að taka myndir sem eiga að uppfylla ákveðin skilyrði og passa inn í ákveðið þema. Nemendur skila síðan myndunum inn á lokaðan spjallvef og taka svo þátt í umræðum um myndir allra nemenda. Í þeim umræðum skulu nemendur leitast við að gefa samnemendum sínum leiðbeiningar og deila góðum ráðum. Reynt verður að fá atvinnuljósmyndara til þess að kynna fyrir okkur starfsemi atvinnuljósmyndara og jafnvel fá að heimsækja ljósmyndastúdíó. Kennslugögn Fyrirlestar og glærur kennara. Nemendur þurfa að hafa aðgang að stafrænni myndavél. Notast er við lokaðan spjallvef á vefnum www.ljosmyndakeppni.is og nemendur þurfa að hafa aðgang að honum.
33
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017 Námsmat Ekkert lokapróf er í valgreininni og matið byggir eingöngu á þátttöku nemenda í umræðum og skilum á ljósmyndum. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Tryggvi Már Gunnarsson
34
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Myndabækur, myndasögur og grafískar skáldsögur Í áfanganum verða lesnar og fjallar um myndabækur fyrir yngstu börnin, myndasögur fyrir þau eldri sem og grafískar skáldsögur (þar á meðal anmie) sem lesnar eru bæði af unglingum og þeim sem eldri eru. Nemendur fá að miklu leyti að velja þær bækur sem þeir lesa og fjalla um.
Markmið Að nemandinn öðlist þekkingu á hugtökunum myndabók, myndasaga og grafísk skáldsaga. lesi fjölbreytt úrval skáldaðs efnis þar sem texti og myndir vinna saman. læri að fjalla á markvissan hátt um myndir og texta með því að beita hugtökum bókmenntafræðinnar.
Leiðir Kynningar, umræður, hópavinna og skrifleg verkefni.
Námsmat Vinnueinkunn 100%
Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið.
Kennari Helga Birgisdóttir
35
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Myndmennt Áhersla er lögð á sömu grundvallarlögmál og gilda í allri listsköpun og rýni. Einu máli gildir hvort um er að ræða teiknun, málun, mótun, grafík, graffití, skoðun eða myndvinnslu á tölvur. Hæfniviðmið Að nemandinn Leiðir
geti fylgt hugmynd til endanlegs verks. geti leyst þróunarvinnu og tilraunir í skissugerð. geti nýtt sér í eigin sköpun þætti eins og útfærslur teikninga, myndbyggingu, litafræði, rými og áferð. þekki hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum myndlistar. þekki nokkrar stefnur og fjölbreytni vestrænnar listasögu. geti nýtt sér nútímamiðla, s.s. veraldarvefinn til upplýsinga um myndlist eða sjónlist almennt. geti tekið þátt í umfjöllun um eigin verk, munnlega eða skriflega.
Teikning utandyra fyrir ýmiss konar hugmyndavinnu. Hlutateikning og módelteikning með blýöntum, koli og bleki. Veggspjaldagerð – auglýsingar – plötualbúm. Mótun, þrívídd og/eða grafíkþrykk. Heimsókn á söfn og/eða vinnustofu listamanna, listasíður á vefnum. Vinna verkefni í anda safnaheimsókna. Listasaga og rýni tengt verkefnavinnu.
Námsmat Símat fer fram í myndlist og öll myndverk metin m.t.t. hugmyndavinnu, úrlausna, virkni og frammistöðu nemenda. Tímar á viku Tvær klukkustundir á viku, hálft skólaárið. Kennari Gunnhildur Ólafsdóttir
36
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Náttúrufræðitilraunir Náttúrufræði er fræðin um lífið. Innan hennar eru margar greinar s.s. líffræði, efnafræði og eðlisfræði. Í þessum tímum verða litlir nemendahópar (12-15 manns) sem gefur okkur tækifæri á að kynnast náttúrufræði á áþreifanlegri hátt en áður. Markmið Að nemandinn fái betri skilning á náttúrufræði kynnist aðferðum við vísindalegar rannsóknir verði jákvæðari gangvart náttúrufærði Leiðir Í hverri viku verður unnin verkleg tilraun úr því efni sem nemendur hafa lært í náttúrufræði eða munu læra. Rannsóknir hafa sýnt að fólk lærir best á því að gera (learnig by doing). Dæmi um tilraunir eru: að búa til hátalara, að einangra DNA og að búa til virkjun. Námsmat Virkni í tímum og skýrslur um tilraunir. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Haraldur Bergmann Ingvarsson
37
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Saga og menning í Vesturbæ og nágrenni Á námskeiðinu munu nemendur kynna sér sögu og menningu Vesturbæjar og nágrennis. Farið verður á söfn, sögufrægir og merkilegir staðir heimsóttir og skoðaðar styttur og sagan á bak við þær. Kennslan fer að miklu leiti fram úti við. Markmið Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist betur nánasta umhverfi sínu og skoði það með öðrum augum en við gerum dags daglega. Námskeiðið er ætlað nemendum sem hafa gaman af útiveru og eru fróðleiksfúsir og forvitnir. Leiðir Nemendur velja sér/eða fá úthlutað viðfangsefnum einstaklingsverkefni.
og unnið er í 2-3 manna hópum en einnig má vinna
Námsmat Námsmat felst í því að nemendur miðla þeirri þekkingu sem þeir viða að sér í vettvangsferðum og kynna fyrir hópnum, verði eins konar leiðsögumenn. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Margrét Adolfsdóttir
38
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Spænska Markmið Að nemandinn geti lesið smásögur og skrifað um þær verði óhræddur að tjá sig fái grunn í spænskri málfræði og menningu spænskumælandi þjóða Efni Mikilvægar setningar sem notaðar eru í daglegu lífi Fjölskylda, ættingjar og vinir Matur, drykkir og siðavenjur, atvinna Að kaupa og selja Tölurnar, vikudagar og mánuðirnir Hægri, vinstri og stuttar málsgreinar til þess að geta spurt til vegar Málsgreinar sem að mikilvægt er að kunna i ferðalögum og á flugvellinum Námsefni Spænskar og suður-amerískar sögur, fjölrituð verkefni, Mundos nuevos 1, Ven. (spænsk bók fyrir erlent fólk). Námsmat Námsmat felst í munnlegu prófi skilum á verkefnum og þátttöku í kennslustundum. Tímar á viku Tvær klukkustundir á viku, hálft skólaárið. Kennari NN Nemendum er eindregið ráðið frá því að velja þriðja tungumál standi þeir ekki mjög vel að vígi í námi almennt og þá sérstaklega í íslensku, ensku og dönsku (gott er að miða við lágmarkseinkunn 7.5 í öllum þremur málunum). Kennslan er miðuð við þá nemendur sem hafa tamið sér g óð vinnubrögð og leggja sig alla fram. Reynslan er sú að valfrjálst nám í spænsku hefur reynst ofviða flestum nemendum sem sýna námsárangur undir meðallagi. Athygli skal einnig vakin á því að kennslan miðast við byrjendur og hentar því ekki þeim nemendum sem kunna spænsku og hafa t.d. búið í spænskumælandi landi.
39
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Stjörnufræði Í námskeiðinu er farið yfir helstu atriði stjörnufræðinnar. Markmið Að nemandinn
læri um stjörnur og vetrarbrautir.
læri um helstu fyrirbæri sólkerfisins.
læri um jörðina og tunglið.
skilji helstu fyrirbæri daglegs lífs s.s. dægursveiflur, árstíðarskipti og orsakir flóðs og fjöru.
Námsmat Próflaus áfangi. Nemendur vinna að ýmsum verkefnum yfir veturinn bæði í einstaklings- og hópavinnu sem metin verða til einkunnar. Námsefni Kennslubókin Sól, tungl og stjörnur. Heimildavinna á netinu, myndir tengdar efninu og fleira. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Hanna Þ. Vilhjálmsdóttir
40
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Stuðningur í stærðfræði Markmið Að nemandinn
nái valdi á ýmsum aðferðum í stærðfræði og geti tileinkað sér þær.
Námsefni Hver nemandi fær mat á stöðu sinni í upphafi annar. Í kjölfar þess fylgir einstaklingsáætlun og námsefni tengt henni. Námsmat Nemendur taka stöðupróf jafnt og þétt svo hægt sé að endurmeta tiltekna einstaklingsáætlun og námsefni tengt henni. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Stærðfræðikennarar Hagaskóla
41
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Stærðfræði að hætti framhaldsskólans Valáfanginn stærðfræði að hætti framhaldsskólans er hugsaður fyrir nemendur sem standa mjög vel að vígi í stærðfræði en vilja styrkja sig enn frekar fyrir nám á fyrsta ári framhaldsskólans ekki síst á raungreinabrautum. Kennsla tekur mið af markmiðum og námsefni fyrsta áfanga framhaldsskólans. Með þátttöku í áfanganum gefst nemendum tækifæri að undirbúa sig fyrir stöðupróf í fyrsta áfanga framhaldsskólans. Markmið Markmið áfangans taka mið af áfangalýsingum fyrsta áfanga framhaldsskólans. Viðfangsefni Í áfanganum er talnameðferð rifjuð upp. Einnig er fjallað um grundvallaratriði í algebru, jöfnur, hnitakerfi, jöfnu beinnar línu, rúmfræði, hlutföll og hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi. Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna. Kennslubækur Stuðst verður við námsefni sem notað er í fyrsta áfanga framhaldsskóla. Námsmat Skil á heimadæmum með reglulegu millibili yfir veturinn. Lokapróf haldið í maí. Tímar á viku Tvær klukkustundir á viku, allt skólaárið. Kennari Stærðfræðikennarar
42
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Textílþrykk, taulitun og fatahönnun fyrir stráka Þetta námskeið er einungis í boði fyrir stráka (í 9. og 10. bekk) því þeirra er sárt saknað í vali í textílmennt. Nemendur læra aðferðir við textílþrykk og taulitun sem og hönnun og aðferðir til að gera eigin flík. Nemendur hanna flík, sauma hana, lita efnið eða þrykkja á það. Markmið Að nemandinn Læri hvernig flík verður til – lærir að hanna og sauma eigin flík Læri ýmsar þrykkaðferðir Vinni úr eigin hugmyndum/teikningum Vinni áfram með eigið munstur Þrykki á fatnað eða annan efnivið Kynnist ýmsum aðferðum í taulitun og geri ýmsar tilraunir Vinni sjálfstætt út frá eigin hugmyndum Leiðir Nemendur kynnast ýmsum þrykkaðferðum á eigin munstrum á ýmis konar efnivið. Nemandi getur þrykkt á fatnað sem hann kemur með að heiman eða saumað sinn eigin fatnað á námskeiðinu til að vinna með. Hver og einn vinnur sjálfstætt að sínu verki. Kennari leggur inn hugmyndir og sýnir aðferðir sem nemendur vinna með. Sama gildir með taulitun. Námsmat Allir þættir námskeiðs gilda jafnt í námsmati sem og mæting, þáttaka og frumkvæði Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Gunnhildur Stefánsdóttir
43
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Textílþrykk og taulitun Nemendur læra aðferðir við textílþrykk og taulitun. Myndir nemenda yfirfærðar á fatnað eða efni sem nemendur vinna svo með. Markmið Að nemandinn Læri ýmsar þrykkaðferðir Vinni úr eigin hugmyndum/teikningum Vinni áfram með eigið munstur Þrykki á fatnað eða annan efnivið Kynnist ýmsum aðferðum í taulitun og geri ýmsar tilraunir Vinni sjálfstætt áfram út frá eigin hugmyndum Leiðir Nemendur kynnast ýmsum þrykkaðferðum á eigin munstrum á ýmis konar efnivið. Nemandi getur þrykkt á fatnað sem hann kemur með að heiman eða saumað sinn eigin fatnað á námskeiðinu til að vinna með. Hver og einn vinnur sjálfstætt að sínu verki. Kennari leggur inn hugmyndir og sýnir aðferðir sem nemendur vinna með. Sama gildir með taulitun. Námsmat Allir þættir námskeiðs gilda jafnt í námsmati sem og mæting, þáttaka og frumkvæði Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Gunnhildur Stefánsdóttir
44
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Útivist Markmið Að nemandinn læri helstu undirstöðuatriði í skipulagningu ferðalaga. öðlist kunnáttu í því hvernig útbúnað þarf í bakpokaferðalög. fái reynslu af bakpokaferðalagi. Leiðir Skipulögð verður, og farið í, tjald- eða skálaferð. Grunnútbúnaður verður skoðaður og hvernig eldamennsku er háttað á fjöllum. Námsmat Próflaus áfangi. Metið verður út frá vinnu- og áhugasemi og ástundun. Nemendur verða að mæta í ferð til að fá staðist áfangann. Tímar á viku Ein klukkustund á viku, hálft skólaárið. Kennari Haraldur B. Ingvarsson og fleiri
45
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Þýska Meginmarkmið náms í erlendum tungumálum í grunnskóla er að nemendur geti notfært sér kunnáttu sína til að afla sér þekkingar, eiga samskipti og geta miðlað upplýsingum um sig og umhverfi sitt. Nemendur þurfa að geta talað málið og skrifað ásamt því að kunna skil á reglum þess. Einnig þurfa þeir að læra að nota orðabók. Markmið Að nemandinn geti sagt frá sjálfum sér, fjölskyldu, búsetu, skóla, vinum og áhugamálum læri gagnlegan orðaforða, m.a. heiti skyldmenna, tímasetningar, vikudaga, mánaðaheiti, árstíðir, töluorð, landanöfn, tungumálaheiti, námsgreinar, áhugamál, liti og fleira Nemendur læri grunnatriði málfræðinnar, s.s.: ákveðinn og óákveðinn greini í nefnifalli og þolfalli kyn og fleirtölu nafnorða beygingu sagna í nútíð fornöfn neitun Leiðir Reynt er að hafa námið sem heildstæðast, þ.e. að vinna jöfnum höndum með færniþættina hlustun, lestur, talað mál og ritun. Einnig eru nemendur þjálfaðir í að nota orðabók. Í upphafi námsins er lögð sérstök áhersla á að nemendur:
öðlist jákvætt hugarfar gagnvart tungumálinu nái góðum tökum á undirstöðuatriðum tungumálsins hafi góðan grunn til að byggja á í framtíðinni nái góðum tökum á einföldu talmáli og réttum framburði öðlist færni í að hlusta og skilja einfalt talað mál
Námsmat Prófað er reglulega að loknum ákveðnum námsáföngum, með eða án bókar. Lokaeinkunn er byggð á meðaltali úr þessum. 46
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Tímar á viku Tvær kennslustundir á viku, hálft skólaárið. Kennari Margrét Matthíasdóttir
Nemendum er eindregið ráðið frá því að velja þrið ja tungumál standi þeir ekki mjög vel að vígi í námi almennt og þá sérstaklega í íslensku, ensku og dönsku (gott er að miða við lágmarkseinkunn 7.5 í öllum þremur málunum). Kennslan er miðuð við þá nemendur sem hafa tamið sér góð vinnubrögð og leggja sig alla fram. Reynslan er sú að valfrjálst nám í þýsku hefur reynst ofviða flestum nemendum sem sýna námsárangur undir meðallagi. Athygli skal einnig vakin á því að kennslan miðast við byrjendur og hentar því ekki þeim nemendum sem kunna þýsku og hafa t.d. búið í þýskumælandi landi.
47
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Þjóðsögur Nemendur lesa þjóðsögur og gera verkefni þeim tengdum.
Markmið Að nemandinn: • Kynnist gamalli sagnahefð • Þjálfist í framsögn og upplestri • Geti skrifað sína eigin þjóðsögu
Leiðir • • • •
Þjóðsögur lesnar og verkefni unnin samhliða þeim Leshringur Tjáning Búa til sínar eigin þjóðsögur
Námsmat Lokið/ólokið
Tímar á viku Ein kennslustund á viku, hálft skólaárið
Kennari Ágústa Ragnars
48
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Annað val Heimilt er að meta skipulagt nám sem stundað er utan grunnskóla, t.d. við tónlistarskóla, sem hluta af grunnskólanámi samkvæmt nánari útfærslu í aðalnámskrá grunnskóla. Stundi nemandi slíkt nám er viðkomandi sveitarstjórn ekki skylt að standa straum af kostnaði sem af því leiðir þótt námið njóti viðurkenningar í stað skyldunáms. Jafnframt er heimilt að meta tímabundna þátttöku í atvinnulífi, félagslífi, íþróttum eða skipulögðu sjálfboðastarfi sem nám, enda falli það að markmiðum skólastarfs. Nemandi sem velur þessa leið þarf að skila staðfestingu á náminu, íþróttaiðkun eða öðru tvisvar á ári, í september og janúar. Tímar á viku Ein til tvær klukkustundir á viku.
49
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Fornhaga 1 – 107 Reykjavík Sími í skóla: 535 6500 Íþróttahús: 552 5677 Netfang: hagaskoli@ Umsjónarmaður: 535 6510 og 664 8212Skrifstofa skólans er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00 – 16.00 en til kl. 15:00 föstudaga
50
Hagaskóli | valgreinakynning – 10. bekkur fyrir 2016-2017
Fornhaga 1 – 107 Reykjavík Sími í skóla: 535 6500 Íþróttahús: 552 5677 Netfang: hagaskoli@reykjavik.is Umsjónarmaður: 535 6510 og 664 8212 Skrifstofa skólans er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00 – 16.00 en til kl. 15:00 föstudaga
51