Nýr i20
Setur ný viðmið.
Nýr i20 setur ný viðmið í flokki minni bíla með svipmiklu og afgerandi útliti. Stílhrein yfirbyggingin er breiðari, lengri og með lægra þaki en er á fyrirrennara hans og sameinar rúmgott innanrými og besta öryggisbúnað og tengimöguleika sem bjóðast. I20 er líka fyrsti evrópski bíllinn sem er hannaður samkvæmt nýju Sensuous Sportiness hönnunarstefnunni okkar – þar sem saman fara svipmikil hlutföll, fallegur stíll og nýjasta tækni.
2
3
4
Hannaður til að vekja eftirtekt.
Nýr i20 einkennist af sportlegum karakter sem er dreginn fram með fagurlega mótaðri yfirbygginu. Það fyrsta sem grípur augað eru aflíðandi aðalljós með Led-eiginleikum, römmuð inn af áberandi loftinntökum og stölluðu grilli sem gefa bílnum sterkan svip. Afturstuðarinn, sem er endurhannaður frá grunni, fullkomnar svo frísklegt útlit nýja i20. Útkoman? Bíll sem ekki er aðeins gott að keyra heldur lítur líka vel út, með frísklegri hönnun sem sannarlega vekur eftirtekt.
5
Fegurðin býr í dirfskunni.
Svipmiklar útlínur nýja i20 draga athyglina að endurhannaðri yfirbyggingunni. Nýtt og áberandi útlit bílsins var skapað með djörfum ákvörðunum á hönnunarstiginu – ekki síst með svartri C-stoð og vindskeið á afturhlutanum. Flæðandi z-löguð LED afturljós virðast tengjast saman á miðjum afturhleranum með hönnun sem er alveg einstök. Nýhannaðar 17" álfelgur auka svo enn við áhrifamikið útlit bílsins á vegum úti.
6
7
Hápunktar hönnunarinnar
Auðþekktur framstuðari, rammaður inn af áberandi loftinntökum og djörfu möskvagrilli, vekur fyrst athygli.
8
Aflíðandi aðalljós með LED eiginleikum setja sterkan svip á bílinn.
Flæðandi z-löguð LED afturljós virðast tengjast saman á miðjum afturhleranum með hönnun sem er alveg einstök.
9
10
Tækni
sem leyfir okkur að vera mannleg.
Manneskjan er háþróuð vera en við erum ekki fullkomin. Við týnum lyklunum okkar, sullum niður kaffi og missum af beygjum. Það gerir okkur mannleg. En það góða er að við þurfum ekki að vera fullkomin. Það er ástæðan fyrir því að nýr i20 er vel búinn nýjustu snjalltækni. Ótrúlegt úrval af nýjustu tækni á sviði öryggis, upplýsinga og þæginda er okkar svar við ófullkomleika manneskjunnar. Við bættum við meiri tækni svo þú getir verið mannlegri.
11
Njóttu háþróaðra tengimöguleika.
Með besta stafræna búnaði og tengimöguleikum í sínum flokki býður i20 háþróaða snjalltækni sem auðveldar þér lífið og gerir aksturinn ánægjulegri. Haganlega staðsettur nýr 8" snertiskjár er í þægilegri fjarlægð frá ökumanni og styður Apple CarPlay™ og Android Auto™ – þannig getur þú tengt símann þinn og stýrt tónlistinni, símanum og forritum í honum á stórum skjánum. Með BlueLink Connected Car Services getur þú stjórnað bílnum með snjallsímanum þínum – eða röddinni. Fimm ára áskrift Hyundai Live er innifalin með þeim bílum sem innihalda BlueLink kerfið. Með 10,2" floating snertiskjá verður í boði speglun fyrir snjallsíma sem þýðir að þú þarft ekki einu sinni að tengja símann þinn til að nýta þér þessa snjöllu tækni. Að sjálfsögðu fánanlegur með þráðlausri hleðslustöð fyrir snjallsímann þinn, staðsett í miðjustokknum til að auka þægindin enn frekar.
Apple CarPlay™ is a registered trademark of Apple Inc. Android Auto™ is a registered trademark of Google Inc. *The speed camera alert feature is not available in all countries.
12
13
Bluelink® Connected Car Services.
Að sjálfsögðu er nýr Hyundai i20 búinn allri nýjustu tækni á borð við þráðlausa snjallsímaspeglun og háþróuðum tengimöguleikum eins og BlueLink Connected Car Services sem gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða röddinni. 5 ára áskrift Hyundai Live er innifalin með þeim bílum sem innihalda Hyundai BlueLink kerfið, sölumenn Hyundai geta kynnt fyrir þér eiginleika þjónustunnar sem er í boði á Íslandi.
14
P Senda bílnum upplýsingar um áfangastað Ef Hyundai-bíllinn þinn er búinn leiðsögukerfi getur þú notað Bluelink appið til að leita að áfangastöðum þótt þú sért ekki inni í bílnum. Bluelink tengist þá leiðsögukerfinu og hleður inn leiðinni og er reiðubúið til brottfarar um leið og þú.
Fjarstýrð læsing og aflæsing Gleymdir þú að læsa bílnum? Engar áhyggjur, Hyundai-bíllinn þinn lætur þig vita með því að senda þér skilaboð í snjallsímann. Þegar þú hefur gefið upp PIN-númerið þitt getur þú læst eða aflæst hurðunum með hnappi í Bluelink appinu.
Leita að bílnum Gleymdir þú hvar þú lagðir bílnum? Ekkert mál. Opnaðu bara Bluelink appið og kortið vísar þér rétta leið.
Beiðni um greiningu Þú getur öðlast sálarró með því að láta framkvæma gagngera heilsugreiningu á bílnum þínum í gegnum Bluelink appið í snjallsímanum.
Upplýsingar um eldsneyti Finndu eldsneyti þegar þú þarft á því að halda. Bílastæði Finndu bílastæði fljótt og losnaðu við stressið sem getur fylgt því að leggja bílnum.
Upplýsingar um umferð Njóttu þess að fá nákvæmari upplýsingar um umferðina, nákvæmara mat á því hvenær þú kemst á áfangastað og áreiðanlegra endurval á leiðum svo þú komist fljótt á staðinn. Leiðsögn að leiðarlokum Ef þú þarft að leggja Hyundai-bílnum þínum áður en þú kemst á leiðarenda getur þú flutt leiðsöguna úr bílnum yfir í appið. Síminn þinn leiðir þig síðan þangað sem þú vilt fara með aðstoð Google Maps.
15
Rúmgóður og stílhreinn. Láttu fara vel um þig og njóttu ferðalagsins. Auk þess að færa þér mesta innanrými í þessum flokki með meira svigrúmi og auknu fótaplássi við aftursæti miðað við fyrirrennarann – sköpuðu hönnuðir Hyundai nýtt og ferskt útlit með nægu rými til að láta sér líða vel. Fjöldi nýrra útlitsbreytinga og tæknilausna auka þægindin og gefa bílnum létt og nútímalegt yfirbragð. Áhyggjur af plássi í skottinu? Það er óþarfi. Við leystum málið þar líka. Farangursrýmið er 26 lítrum stærra en í fyrirrennaranum og er nú 352 lítrar (VDA). Þannig að þú færð nóg rými fyrir farangurinn eða matarinnkaupin auk þess sem hægt er að losa skotthilluna frá til að rýma fyrir stórum hlutum. Þarftu meira pláss? Það er einfalt að fella niður aftursætin til að fá meira pláss þegar þú þarft.
16
17
18
Háþróuð, tæknileg hönnun. Háþróað og tæknilegt innanrýmið í nýjum i20 er hannað og mótað að stafrænni framtíð. Tveir skarpir 10.25" skjáir eru rammaðir inn af fínlegri LED lýsingu sem gefur glæsilegan, bláan tón í ökurýminu. Hurðirnar faðma mælaborðið á fágaðan, munúðarfullan hátt, línurnar eru innblásnar af formum náttúrunnar og mæta mælaborðinu í fullkominni samfellu. Straumlínulöguð, lárétt blöð gefa frambyggðu mælaborðinu nýstárlegan svip og undirstrika flæðandi hönnun innréttingarinnar.
19
Meiri þægindi.
Þráðlaus hleðsla Í miðjustokknum er 10W þráðlaus hraðhleðsla á þægilegum stað. Nú getur þú hlaðið Qi samhæfðan snjallsíma á einfaldan og fljótlegan hátt án þess að þurfa að stinga honum í samband.
20
Neyðarhnappur Þessi búnaður hringir sjálfkrafa í neyðarþjónustu ef þú lendir í slysi og loftpúðarnir virkjast. Þú getur líka ýtt á hnappinn til að kalla á neyðarþjónustu hvenær sem er.
Bose hljóðkerfi (sérpöntun) Þú færð ótrúleg hljómgæði með hágæða Bose hljóðkerfi. Átta fullkomnir hátalarar með sérstökum bassahátalara tryggja þér frábæra upplifun sem gerir daglegan akstur svo miklu betri.
21
22
Meiri afköst. Fjölbreyttari aflrásir.
Fjórir mismunandi vélarkostir í nýjum i20 skila meðal annars minnstu kolefnislosuninni í þessum flokki – því okkur finnst umhverfisvernd jafn mikilvæg og þér. Afkastamiklar 100 og 120 ha 1.0 T-GDI bensínvélar er hægt að fá með 48-volta Mild Hybrid kerfi sem er viðbót við 100 ha vélina en staðalbúnaður með 120 ha vélinni. Mild Hybrid útgáfan minnkar eldsneytisnotkun og dregur úr kolefnislosun um 3-4%. Mild Hybrid útgáfan er fáanleg með sjö gíra, tveggja kúplinga sjálfskiptingu (7DCT) eða nýrri sex gíra skynvæddri beinskiptingu (iMT). iMT getur minnkað eldsneytisnotkun enn frekar með því að kúpla frá við tilteknar aðstæður. Í 100 ha útgáfunni sem er án 48-volta Mild Hybrid er hægt að velja milli 7DCT sjálfskiptingar og sex gíra beinskiptingar. Einnig er hægt að fá 84 ha 1.2 lítra MPi bensínvél með fimm gíra beinskiptingu. Allar þessar útgáfur eru með „Idle Stop and Go“ til að draga enn frekar úr kolefnislosun og spara eldsneyti.
23
Hyundai snjalltækni.
Blindsvæðis árekstrarvörn (BCA) Blind-spot Collision-Avoidance Assist Með hjálp ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðara og myndavélar framan á bílnum, gerir kerfið viðvart um umferð á blindsvæðinu. Ef þú gefur stefnuljós við slíkar aðstæður heyrist hljóðviðvörun og bíllinn hemlar til að koma í veg fyrir árekstur.
FCA árekstraröryggiskerfi (FCA) Forward Collision-avoidance Assist FCA kerfið varar þig við og hemlar sjálfkrafa þegar það skynjar að bíllinn framundan hemlar skyndilega, einnig þegar það skynjar árekstrarhættu við gangandi eða hjólandi vegfarendur. Það sama gildir um árekstrarhættu við ökutæki úr gagnstæðri átt þegar tekin er vinstri beygja á gatnamótum.
Bakkaðstoð með árekstarvörn (PCA-R) Parking Collision-Avoidance Assist-Reverse Aukið öryggi þegar þú bakkar í þröngum bílastæðum. Þegar kerfið skynjar hættu á árekstri við hluti eða gangandi vegfarendur heyrist hljóðviðvörun og bíllinn hemlar.
Akreinastýring (LKA) Lane Keeping Assist LKA notar myndavélina framan í bílnum til að greina vegamerkingar. Ef óviljandi er farið yfir akreinalínu er ökumaður varaður við og stýrisátaki beitt til að beina bílnum aftur inn á akreinina.
24
Akreinaaðstoð (LFA) Lane Following Assist Heldur þér í öruggi miðjunnar. Þegar LFA er virkjað heldur það bílnum á miðri akrein á hraða milli 0 til 180 km á klukkustund á þjóðvegum og götum innanbæjar. Navigation-based Smart Cruise Control (NSCC) NSCC notar nýjustu tækni í leiðsagnarkerfum til að sjá fyrir beygjur og beina kafla framundan á þjóðveginum og stillir hraðann sjálfkrafa til að auka akstursöryggi.
Brottfarar viðvörun (LVDA) Leading Vehicle Departure Alert Þessi snjalli búnaður fyrir innanbæjarakstur varar ökumann við þegar ökutækið á undan leggur af stað úr lausagangi, til dæmis við umferðarljós eða í umferðarþvögu.
Þverárekstrarvari að aftan (RCCA) Rear Cross-Traffic Collision-Avoidance Assist Þegar bakkað er út af svæði þar sem skyggni er lélegt, sér kerfið ekki einungis um að vara þig við ef ökutæki nálgast frá hlið heldur hemlar líka sjálfkrafa.
Háljósa aðstoð (HBA) High Beam Assist Minna stress og hámarks skyggni/sýnileiki. HBA skynjar ekki aðeins ökutæki sem koma úr gagnstæðri átt heldur einnig ökutæki framundan á sömu akrein og skiptir yfir á lágu ljósin eins og við á.
Skynvæddur hraðavari (ISLA) Intelligent Speed Limit Assist ISLA varar þig við með hljóð- og sjónmerki þegar þú ferð yfir leyfilegan hámarkshraða. Minnir þig einnig á að breyta hraðastillingunni í Manual Speed Limit Assist eða Smart Cruise Control þannig að þú haldir þig á löglegum hraða.
Athyglisviðvörun bílstjóra (DAW) Driver Attention Warning Búnaður bílsins nemur ökulag bílstjóra og gerir viðvart með hljóðmerki og skilaboðum ef líkur eru á að taka þurfi hvíld frá akstrinum vegna þreytu eða einbeitingarskorts.
25
Litir á ytra byrði. Veldu lit á nýja i20 sem endurspeglar þinn persónulega stíl. Þú getur valið úr 10 litum á ytra byrðið sem fullkomna glæsilegar útlínur bílsins. Þar að auki er möguleiki á að velja tvílitan bíl með Phantom Black lit á þaki þannig að þú getur skapað bíl sem smellpassar við þinn smekk.
Phantom Black (Pearl)
26
Polar White (Solid)
Sleek Silver (Metallic)
Brass (Pearl)
Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki
Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki
Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki
Aurora Grey (Pearl)
Intense Blue (Metallic)
Dragon Red (Pearl)
Tomato Red (Solid)
Aqua Turquoise (Pearl)
Clean Slate Blue (Pearl)
Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki
Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki
Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki
Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki
Möguleiki á tvílitum með Phantom Black lit á þaki
27
28
Litir á innra byrði. Innanrýmið í nýja i20 er endurhannað og alveg á pari við glæsilegt ytra útlit bílsins. Í boði er úrval af möguleikum svo að þú getir sérsniðið bílinn að þínum smekk. Þú getur valið úr þremur litum á innréttingar, Black Mono, Black & Grey og Black Mono & Yellow Green.
Trim Black Mono
Trim Black Mono & Grey
Trim Black Mono & Yellow Green
Seats Grey / Black
Seats Grey / Black
Seats Yellow Green / Black
29
Felgur og koppar. Með nýja i20 býðst nú úrval af flottum nýhönnuðum felgum í mismunandi stærðum, allt frá 15" stálfelgum, til 16“ og 17" álfelga sem fullkomna fágað útlit bílsins.
16" Álfelga
17” Álfelga
15" Koppur
30
Mál og tæknilýsing. Enh. Kappa 1.2 MPI Euro 6D (RON 95)
Enh. Kappa 1.0 TGDI Euro 6D
Enh. Kappa 1.0 TGDI 48V Euro 6D
Enh. Kappa 1.0 TGDI 48V Euro 6D
Slagrými (cc)
1.197
998
998
998
Fjöldi strokka
4
3
3
3
71,0 x 75,6
71 x 84
71 x 84
71 x 84
Type
Borvídd x slagvídd (mm) Þjöppunarhlutfall
11
10.5
10.5
10.5
Hámarks afl (kW / rpm)
62 / 6.000
74 / 4.500~6.000
74 / 4.500~6.000
88 / 4.500~6.000
Hámarks kraftur (PS / rpm)
84 / 6.000
100 / 4.500~6.000
100 / 4.500~6.000
Hámarks tog (kgf.m / rpm)
12 / 4.200
17,5 / 1.500~4.000
17,5 / 1.500~4.000
Ventlar
16 ventla HLA
12 ventla HLA
12 ventla HLA
Skipting
Beinskiptur
Beinskiptur
DCT
Beinskiptur
DCT
Beinskiptur
DCT
5
6
7
6
7
6
7
Fjöldi gíra
120 / 4.500~6.000 17,5 / 1.500~4.000
20,4 / 2.000~3.500
12 ventla HLA
Performance Hámarkshraði (km/h)
173
188
185
188
185
0 í 100 km/h (sek)
13,1
10,4
11,4
10,4
11,4
10,1
190
Eiginþyngd (minnsta) (kg)
1.013
1.065
1.090
1.090
1.115
1.090
1.115
Eiginþyngd (mesta) (kg)
1.123
1.175
1.200
1.200
1.225
1.200
1.225
10,3
Þyngd
Felgustærð
Dekk
15" stálfelgur
185 / 65 R15
16" álfelgur
195 / 55 R16
17" álfelgur
215 / 45 R17
Heildarhæð
1.450 mm Heildarbreidd Sporvídd hjóla
1.775 mm 1.531 mm
Heildarlengd Hjólhaf
4.040 mm 2.580 mm
Sporvídd hjóla
1.536 mm
31
Hyundai á Íslandi www.hyundai.is Höfundarréttur © 2020 Hyundai Motor Company. Allur réttur áskilinn.
með dísilvél er með Euro 6d TEMP sem sem staðalbúnað
Upplýsingar í þessum bæklingi eru til bráðabirgða. Þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.
Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 | www.hyundai.is
ENNEMM / SÍA /
*i20
NM004636 / MARS 2021
7 ára ábyrgð Hyundai/150.000 km akstur, hvort sem kemur á undan. Nánari upplýsingar í ábyrgðarbók.