ÁBYRGÐAROG ÞJÓNUSTUBÓK
Ágæti viðskiptavinur
Um leið og við óskum þér til hamingju með bifreiðina viljum við vekja athygli þína á að góð bifreið krefst einnig góðrar umhirðu og þess vegna leggjum við ríka áherslu á að þú færir hana reglulega til smur- og þjónustueftirlits hjá viðurkenndum þjónustuaðilum til að komast hjá hugsanlegum óþægindum eða jafnvel alvarlegum skemmdum sem geta orsakast af lélegri umhirðu.
Við bendum þér einnig á að til að viðhalda ábyrgð bifreiðarinnar er nauðsynlegt að nota eingöngu viðurkennda (original)
ISUZU varahluti hafið ætíð samband við viðurkennt þjónustuumboð ef þig vantar varahluti eða þjónustu. Með því viljum við tryggja að hlutirnir og þjónustan samræmist kröfum framleiðanda.
Að lokum viljum við hvetja þig til að fylgjast ávallt sérstaklega vel með öllum atriðum sem snerta öryggi bifreiðarinnar og nota ávallt öryggisbelti.
Megi gæfa fylgja þér og þínum í umferðinni.
Starfsfólk BL ehf.
VIÐHALDI BIFREIÐARINNAR ER SKIPT Í TVENNT
Eigandinn ber ábyrgð á því að bæði almennu og áskildu viðhaldi sé sinnt reglulega eins og mælt er fyrir um í köflunum um viðhald
Almennt viðhald er að mestu leyti viðhald sem eigandanum sjálfum er ætlað að fylgjast með frá viku til viku yfir líftíma bifreiðarinnar. Sjá nánar í kafla 1 um almennt viðhald.
Áskilið viðhald er viðhald sem nauðsynlegt er að framkvæma til að viðhalda ábyrgð framleiðanda bifreiðarinnar. Áskilið viðhald skal framkvæmt af viðurkenndum ISUZU þjónustuaðila. Sjá nánar í kafla 2 um áskilið viðhald.
1. ALMENNT VIÐHALD
Við daglega notkun ökutækisins þarf að framkvæma almennt viðhald eins og sagt er fyrir um í þessum kafla. Ef þú verður var við einhver óeðlileg hljóð, titring, hopp, brak, halla, þyngsli, eða finnur óeðlilega lykt þá láttu ekki hjá líða að kanna það nánar og leita til næsta ISUZU þjónustuverkstæðis svo fljótt sem auðið er.
Þegar þú sinnir almennu viðhaldi eða öðrum smáviðgerðum skaltu gæta þess að fara eftir leiðbeiningum sem þú finnur í kaflanum „Gerðu það sjálfur“ (Do-it-yourself operations) í Eigendahandbók (Owner’s Manual) bílsins. Viðbótarupplýsingar um eftirfarandi atriði merkt „#“ er að finna í „Gerðu það sjálfur“ kaflanum.
AÐ UTAN Dekk.
Athugaðu reglulega loftþrýsting með loftmæli þegar þú ferða á bensínstöð (gleymdu ekki varadekkinu) og jafnaðu þrýstinginn eftir þörfum. Athugaðu vandlega hvort dekkin eru rifin eða óeðlilega eydd. Þurrkublöð.
Ef þurrkublöðin hreinsa rúðuna ekki fullkomlega skaltu athuga hvort gúmmíin eru sprungin eða óeðlilega eydd. Hurðir og vélarhlíf.
Aðgættu hvort allar hurðir, vélarhlíf og skottlok virki eðlilega. Athugaðu einnig hvort læsingarnar haldi fullkomlega.
Smyrjið læsingar, lamir og hengsli ef nauðsyn krefur. Athugaðu hvort öryggislæsingin á vélarhlífinni haldi þegar aðallæsingin hefur verið opnuð.
Dekkjavíxl.
Dekkjum ætti að víxla eftir hverja 10.000 kílómetra til að tryggja jafnt slit.
AÐ INNAN
Ljós. Athugaðu hvort aðalljós, afturljós, bremsuljós, stefnuljós og önnur ljós virki eðlilega.
Viðvörunar- og hljóðmerki. Athugaðu einnig hvort viðvörunarljós og hljóðmerki virka eðlilega.
Stýrishjól. Athugaðu breytingar á ástandi stýrisins, svo sem óeðlilegt hlaup, þyngsli í snúningi eða torkennileg hljóð. Öryggisbelti. Athugaðu hvort allir hlutir öryggisbeltanna (t.d. sylgjur, festur, stillingar og rúllur) virki eðlilega lipurt og að
þau séu tryggilega fest. Athugaðu hvort beltin sjálf séu rifin, slitin eða skemmd.
UNDIR VÉLARHLÍFINNI
Viðhaldsatriði þau sem talin eru upp hér á að framkvæma reglulega, s.s. þegar þú tekur eldsneyti eða lætur athuga olíumagn á vél.
Rúðuhreinsivökvi. Athugaðu hvort nægilegur vökvi er í geyminum. Magn kælivökva. Athugaðu magn kælivökva þegar vélin er köld.
Magn hemlavökva. Gakktu úr skugga um að hæð hemlavökvans sé á milli „MAX“ og „MIN“ línanna í forðabúri
Rafgeymir. Athugaðu vökvamagn á hverri sellu (hólfi). Það á að vera á milli „MAX“ og „MIN“ línanna.
Við mælum með að athuga reglulega hvort olíumagn sé á milli MIN og MAX á olíukvarða. t.d. þegar tekið er eldsneyti.
2. ÁSKILIÐ VIÐHALD
Eftirfarandi upptalning sýnir reglulegt viðhald sem nauðsynlegt er til að tryggja megi eðlilega virkni vélar, eldsneytiskerfis og annarra vélrænna hluta ökutækisins. Þessi atriði þarf að annast á viðurkenndu ISUZU þjónustuverkstæði.
Þjónustueftirlitið skiptist í 2 hluta. A skoðanir, sem eru minna þjónustueftirlit, eiga að framkvæmast á 15.000 km fresti eða á eins árs fresti, hvort sem kemur fyrr.
B skoðanir, sem eru stærra þjónustueftirlit og eiga að framkvæmast á 30.000 km fresti, eða tveggja ára fresti, hvort sem kemur fyrr. Það ræðst síðan af ytri aðstæðum svo sem veðurfarslegum, aksturskilyrðum, einstaklingsbundnum akstursvenjum og notkun ökutækisins hvort aukið eða tíðara þjónustueftirlit kann að reynast nauðsynlegt, t.d. kalt veðurfar, akstur í stuttar vegalengdir og notkun nálægt sjó, getur haft áhrif á hvað þarf að framkvæma og hversu oft. Vísast til kaflans „Viðhald við erfið akstursskilyrði“ (Maintenance under severe driving conditions) í eigendahandbókinni (Owner’s Manual):
3. ÁBYRGÐARSAMNINGUR
3.1. Skilmálar
BL ehf. ábyrgist, fyrir hönd Isuzu Motor Limited, bifreið þá sem ábyrgðasamningur þessi hljóðar upp á samkvæmt þeim skilmálum sem greindir eru hér að neðan. Komi upp grunur um galla í bifreiðinni skal eigandi (notandi) tafarlaust hafa samband við viðurkenndan Isuzu þjónustuaðila. Rétt er að ítreka mikilvægi þess að koma tafarlaust með bifreiðina til eftirlits ef grunur vaknar um galla vegna þess að galli eða bilun getur margfaldast ef dregið er að koma með bifreiðina í viðgerð.
3.2. Fimm ára ábyrgð Ábyrgðin gildir um alla upprunalega hluti bifreiðarinnar sem reynast hafa framleiðslu-, samsetningar-, lakki eða hráefnisgalla. Ábyrgðin gildir í 5 ár frá fyrsta skráningardegi eða 100.000 km, hvort sem á undan kemur. Ryðvarnarábyrgð er til 6 ára gegn ryði innanfrá óháð akstri.
Takmarkanir og gildistaka
1. Allir vara- og aukahlutir sem ekki eru frá Isuzu.
2. Kostnaður vegna varahluta eða vinnu tengdri nauðsynlegu eða ráðlögðu viðhaldi, til dæmis, en ekki einskorðað við, jafnvægisstillingu hjóla, stillingu hjólhorna, vélastillingu, stillingu aðalljósa og endurnýjun á ljósaperum, kertum, reimum, kúplingshlutum, bremsudiskum eða -skálum,bremsuklossum, síum, rúðuþurrkum, vökvum eða smurefnum.
3. Hjólastilling, stilling á kúplingu og stillingar á hurðum er í eins árs ábyrgð eða 20.000 km. hvort sem kemur fyrr.
4. Skemmdir, bilanir eða ryð vegna:
- Misnotkunar, slysa, þjófnaðar, íkveikju eða skemmda af yfirlögðu ráði.
- Iðnaðarmengunnar, sýru eða alkalimengunar, grjótskemmda, efnamengunar, trjákvoðu, salts, hagléls, storma, eldinga, eða annara umhverfisþátta.
- Misbrests á þvi að farið sér eftir viðeigandi leiðbeiningum í Ábyrgða og þjónustubókinni.
- Misbrests á að færa bifreiðina til viðgerðar við fyrsta tækifæri eftir að galli kemur í ljós.
- Skorts á fullnægjandi viðhaldsþjónustu.
- Breytinga eða ófullnægjandi viðgerða.
- Viðgerða sem ekki eru framkvæmdar af viðurkenndum sölu-/þjónustuaðila Isuzu
- Notkunar á óviðeigandi eða menguðu eldsneyti, vökvum eða smurefnum.
5. Eðlilegs slits á áklæðum, lakki eða öðrum útlitsþáttum.
6. Tilfallandi eða afleiddar skemmdir, s.s. að ekki er hægt að nota bifreiðina, óþægindi eða viðskiptatap.
7. Hver sú bifreið sem kílómetramælinum hefur verið breytt í eða um hann skipt, þannig að álestur hans stangast á við þá vegalengd sem bifreiðinni hefur raunverulega verið ekið, án opinberrar skráningar í þjónustu og ábyrgðabókina, eða þar sem verksmiðju- og/eða vélanúmeri hefur verið breytt eða það fjarlægt.
8. Ábyrgðin nær ekki til tjónabíla (samkvæmt skilgreiningu reglugerðar um gerð og búnað ökutækja), né heldur megi rekja bilun til tjóns eða árekstrar. Ábyrgðin nær ekki til tjóns sem orsakast af utanaðkomandi hlutum svo sem steinkasti eða öðrum efnum).
9. Sé bifreiðin notuð á óeðlilegan eða ólöglegan hátt eða hún misnotuð, fellur ábyrgðin úr gildi. Sömuleiðis ef bifreiðinni sem ekki má aka utan vegar er ekið á þann hátt.
3.3. Sérákvæði um breytingar á bifreiðum. Ef bifreiðinni hefur verið breytt að ósk kaupanda/eiganda og kaupandi/eigandi samþykkt kaup- og ábyrgðarskilmála söludeildar BL ehf. um breytta bíla er breytingin í 2ja ára ábyrgð. Breytingar sem eru framkvæmdar af breytingaraðilum sem ekki eru viðurkenndir af BL ehf. eru ekki í ábyrgð.
4. SKYLDUR KAUPANDA OG TAKMARKANIR Á ÁBYRGÐ SELJANDA
4.1. Til þess að viðhalda ábyrgð bifreiðarinnar er kaupanda skylt að færa hana reglulega til þjónustueftirlits. Brýnt er að allt eftirlit, einnig smureftirlit, sé framkvæmt af viðurkenndum þjónustuaðila.
Seljandi hafnar bótum ef þessu atriði er ekki fullnægt.
4.2. Ábyrgðin er háð því skilyrði að varahlutir notaðir í bifreiðina séu allir framleiddir fyrir þessa bifreið af framleiðanda hennar.
4.3. Kaupanda er skylt að sjá um flutning bifreiðarinnar að og frá viðgerðarstað.
4.4. Reynist nauðsynlegt vegna fjarlægðar eða ófærðar að gera við bifreið utan þjónustukerfis BL ehf. skal haft samband við seljanda og leitað eftir samþykki hans. Ella verður tjónið ekki bætt. Seljandi greiðir einungis samkvæmt dagvinnutaxta þjónustuaðila sinna í Reykjavík.
4.5. Ábyrgðin nær ekki til tjónabíla (samkvæmt skilgreiningu reglugerðar um gerð og búnað ökutækja),né heldur ef rekja má galla til tjóns eða árekstrar. Ábyrgðin nær ekki til tjóns sem orsakast af utanaðkomandi hlutum (svo sem steinkasti eða öðrum efnum).
4.6. Afnotamissir bifreiðar vegna ábyrgðarviðgerðar fæst ekki bættur.
4.7. Sé bifreiðin notuð á óeðlilegan eða ólöglegan hátt eða hún misnotuð, fellur ábyrgðin úr gildi.
4.8. Óbein tjón sem rekja má til galla fellur ekki undir ábyrgð þessa.
4.9. Rétt er að brýna enn einu sinni fyrir kaupanda að tilkynna tafarlaust um uppkominn galla til viðurkennds þjónustuaðila eða þjónustustjóra BL ehf. og nota ekki bifreiðina nema að höfðu samráði við þjónustuaðila.
5. LEIÐBEININGAR EF DRAGA ÞARF BIFREIÐ Á VIÐGERÐARSTAÐ
5.1. Ef draga þarf fjórhjóladrifna bifreið á viðgerðarstað er mikilvægt að bifreiðin sé ekki í fjórhjóladrifi þegar hún er dregin.
5.2. Ef bifreiðin sem verið er að draga er sjálfskipt ber að stilla sjálfskiptingu á „N“ (neutral) sem er hlutlaus. Sömuleiðis á beinskiptur bíll að vera dreginn í hlutlausum gír. Ekki er tekin ábyrgð ef sjálfskipting eða tilheyrandi íhlutir tengt drifrás og mótor skemmist í flutningi. Mælt er með að bíll sé dregin af flutningaþjónustu.
5.3. Hámarksvegalengd sem draga má bifreið eru 80 km og hámarkshraði þegar verið er að draga eru 50 km/klst. Ef draga þarf á meiri hraða eða lengri vegalengd þarf að aftengja drifsköft.
6. GILDISTAKA OG ANNAÐ
6.1. Kaupandi getur ekki gert skaðabóta- eða ábyrgðarkröfur sem ganga lengra en skilmálar þessa ábyrgðarsamnings.
6.2. Ábyrgðin tekur gildi við skráningu bifreiðarinnar.
Dagsetning: ______________________________
Skráningarnúmer: __________________
Lykilnúmer: ______________________________
Kaupandi: ________________________________ F.h. BL ehf. ________________________
Yfirlit yfir áskilið þjónustueftirlit
Hér með staðfestist að framkvæmt hefur verið þjónustueftirlit eins og því er lýst í eigandahandbók. Hver skoðun þarf að fara fram eftir ákveðinn tíma, eða ekna vegalengd.
Ath. Sé eftirlitið í höndum aðila sem ekki er viðurkennt þjónustuverkstæði, ber honum að framkvæma alla þá þætti sem fram koma í þjónustubók þessari, setja stafi sína við hvert atriði og skrifa undir listann.
Yfirlit yfir áskilið þjónustueftirlit
Hér með staðfestist að framkvæmt hefur verið þjónustueftirlit eins og því er lýst í eigandahandbók.
Hver skoðun þarf að fara fram eftir ákveðinn tíma, eða ekna vegalengd (sjá nánar í eigendahandbók).
Yfirlit yfir áskilið þjónustueftirlit
Hér með staðfestist að framkvæmt hefur verið þjónustueftirlit eins og því er lýst í eigandahandbók.
Hver skoðun þarf að fara fram eftir ákveðinn tíma, eða ekna vegalengd (sjá nánar í eigendahandbók).
Yfirlit yfir áskilið þjónustueftirlit
Hér með staðfestist að framkvæmt hefur verið þjónustueftirlit eins og því er lýst í eigandahandbók.
Hver skoðun þarf að fara fram eftir ákveðinn tíma, eða ekna vegalengd (sjá nánar í eigendahandbók).
Yfirlit yfir áskilið þjónustueftirlit
Hér með staðfestist að framkvæmt hefur verið þjónustueftirlit eins og því er lýst í eigandahandbók.
Hver skoðun þarf að fara fram eftir ákveðinn tíma, eða ekna vegalengd (sjá nánar í eigendahandbók).
Yfirlit yfir áskilið þjónustueftirlit
Hér með staðfestist að framkvæmt hefur verið þjónustueftirlit eins og því er lýst í eigandahandbók.
Hver skoðun þarf að fara fram eftir ákveðinn tíma, eða ekna vegalengd (sjá nánar í eigendahandbók).
Yfirlit yfir áskilið þjónustueftirlit
Hér með staðfestist að framkvæmt hefur verið þjónustueftirlit eins og því er lýst í eigandahandbók.
Hver skoðun þarf að fara fram eftir ákveðinn tíma, eða ekna vegalengd (sjá nánar í eigendahandbók).
Yfirlit yfir áskilið þjónustueftirlit
Hér með staðfestist að framkvæmt hefur verið þjónustueftirlit eins og því er lýst í eigandahandbók.
Hver skoðun þarf að fara fram eftir ákveðinn tíma, eða ekna vegalengd (sjá nánar í eigendahandbók).
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
Nafn
Ástandsskoðun yfirbyggingar, undirvagns og vélarrýmis
Steinkast
Rispa
Athugasemdir:
BL ehf. Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
BL ehf -Umboðsaðili isuzu, áskilur sér rétt á breytingum án fyrirvara og rétt til breytinga án fyrirvara.
Prentað með fyrirvara um innsláttarvillur. Prentað samkvæmt gildandi upplýsingum í febrúar 2023.