Hyundai Kona - bæklingur

Page 1


2


Þú. Ræður. Ferðinni. Sannur stíll snýst um að vera eins og þú ert – og meina það. Það var með það í huga sem við hönnuðum KONA. Einstakan, áræðinn smájeppa sem sker sig úr og geislar af sjálfstrausti. Því það er ekkert gaman að vera alveg eins og allir aðrir. Lifðu lífinu. Það er enginn nema þú sem ræður ferðinni í þínu lífi.

3


Þú stjórnar útlitinu. Útlit KONA er afgerandi hvernig sem á það er litið, fágað og stælt í senn. Hér er kominn smájeppi með kraftalegt, straumlínulagað svipmót og flæðandi hönnun á grilli sem grípur augað um leið. Sterkbyggður og traustur á sportlegum 18” álfelgum, með yfirbyggingu og speglum sem þú getur sérsniðið í þínum litum. Leyfðu þér að vera öðruvísi.

4


5


6


Þú lætur ljós þitt skína. Stundum er kominn tími til að fara nýjar leiðir – og það gerðum við með KONA. Aðalljósasamstæðan að framan er með LED-dagljósum sem gefa bifreiðinni einkennandi svipmót. Og til að þú sjáir sem allra best eru LED-aðalljósin líka búin sérstöku beygjuljósi og snjöllum háljósum sem gera aksturinn öruggari og áreynslulausari. Með þessari framsæknu ljósatækni er svo sannarlega bjart framundan.

7


Hönnun. Áræðinn, einstakur borgarjeppi, hannaður til að vekja athygli og fá hjartað til að slá hraðar. Þróttmikið og grípandi útlit KONA, ásamt fágaðri LED-lýsingu og heillandi smáatriðum endurspegla það DNA sem birtist í öllum smájeppum Hyundai.

Stallað grill og tvöföld ljós

8

LED-aðalljós og dagljósabúnaður


LED-afturljós Hliðarspeglar í tveimur litatónum með LED-stefnuljósum

Silfurlitaður sílsalisti Þak og vindskeið að aftan í tveimur litatónum

18" álfelgur

9


10


Þú gefur í. Nákvæmlega eins og þú vilt hafa það. Afl, fjör og sparneytni. Þú velur milli tveggja öflugra bensínvéla með forþjöppu. Fyrst ber að nefna 177 hestafla 1.6 T-GDI vél og aflrás með fjórhjóladrifi og 7 þrepa DCT sjálfskiptingu. DCT stiglaus sjálfskipting (tvöfaldri kúpling) sameinar sparneytni og aksturseiginleika. Hins vegar er það 1.0 T-GDI, 120 hestöfl og tvíhjóladrifi. Hún er með 6 gíra beinskiptingu sem hönnuð er með aukna sparneytni í huga.

11


Þú ert með þétt grip. Það er eitt að hafa augun á veginum. En að sveigja hann að þínum þörfum er önnur og stærri áskorun. Aldrif KONA skilar frábærum aksturseiginleikum og afköstum, ekki síst í kröppum beygjum. Akstur á hálum og torfærum vegum verður ekki bara öruggari heldur skemmtilegri. ATCC-beygjustýringin bætir lipurð og stöðugleika með því að dreifa togi stöðugt þegar gefið er inn í beygjum. Útkoman er ótrúlega skemmtilegir aksturseiginleikar KONA. Það er nefnilega ekki bara áfangastaðurinn sem skiptir máli heldur upplifunin af ferðalaginu.

Driflæsing þegar á þarf að halda

12


13


14


Þú ert í stíl. Það er ekki síður áherslan á smáatriðin sem gerir þennan bíl einstakan. Gæðaefni eru notuð alls staðar svo þú upplifir bæði þægindi og fágun. Til að setja þinn persónulega svip á KONA getur þú valið eina af fjórum litasamsetningum í innanrýminu. Hleyptu lit í mælaborðið! Í boði er fíngerður útsaumur í áherslulit á stýrið og sætin – og meira að segja litur á öryggisbeltunum!* * Öryggisbelti eru aðeins í boði í svörtu, rauðu og límónugrænu. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum.

Grár

Appelsínugulur

Rauður

Límónugrænn

15


Þú rokkar. Streymdu tónlist í gegnum netið á götum bæjarins eða haltu út á þjóðvegina með tónlistina í botni. Úrvals hljóðkerfið frá KRELL skilar frábærum hljóðgæðum. Og hvernig sem þú kýst að tengja við það sem þú tengir við, þá eru möguleikarnir til staðar í KONA, ásamt allri nýjustu tækninni til að auðvelda þér lífið, þar á meðal 8 tommu snertiskjár sem gefur þér greiðan aðgang að því sem þú þarft, með Apple CarPlay™ og Android Auto™. Tjáðu þig. Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc. Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.

Fyrsta flokks hljóðkerfi frá KRELL

16

8" snertiskjár


17


Tækni. Allir þeir tengimöguleikar sem þú getur óskað þér eru til staðar í KONA, ásamt framsækinni tækni sem miðar að því að gera þér lífið auðveldara: Sjónlínuskjár, þráðlaus hleðsla fyrir símann og snertiskjár sem situr hátt, svo auðveldara er að fylgjast með og nota hann.

Sjónlínuskjár – Eykur öryggi þitt með því að varpa mikilvægum upplýsingum á borð við hraða, leiðsögn og viðvaranir beint fyrir augun á þér.

8 tommu skjár með þrívíddarvirkni og mörgum spilunar- og tengimöguleikum. Honum fylgir 7 ára áskrift að LIVE Services, með rauntímaupplýsingum um umferð, veður, hraðaeftirlit og áhugaverða staði. *Viðvörun um hraðamyndavélar er ekki í boði í öllum löndum.

18


Þráðlaus símahleðsla – Á miðstokknum er þráðlaus hleðslustöð (Qi-staðall) þar sem þú getur hlaðið Qi-samhæfa snjallsíma án snúrufargans.

Stafrænar upplýsingar – Á 4,2” LCD-skjánum birtast mikilvægar upplýsingar á borð við akstursöryggi, vegalengd á áfangastað, eldsneytisnotkun, akstursleiðsögn, hitastig úti við og annað.

19


Þú tekur pláss. Pláss fyrir þig og allt sem er að gerast í lífi þínu. Einn af kostum KONA er mjög gott rými bæði fyrir farþega og farangur – fæstir bílar í sama flokki bjóða upp á jafnmikið pláss fyrir fótleggi, axlir og höfuð. Breiðar dyr að farangursrými og lág hleðsluhæð auðvelda fermingu. Hér er kominn smájeppi sem gefur ekkert eftir hvað varðar pláss – og farangursrýmið í KONA er líka ótrúlegt: heill 361 lítri. Farangursrýmið er stillanlegt. Hægt er að fella aftursætin niður á nokkrum sekúndum með einni snertingu og þannig rúmar farangursrýmið 1.143 lítra – allt sem þarf í helgarferðina og vel það.

20


21


22


Þú tekur eftir. KONA gerir þér kleift að passa upp á þig, farþegana og fólkið í kring. Akstursöryggi og ökumannsaðstoð í KONA eru með því besta sem gerist í þessum flokki bifreiða, þökk sé snjalltækni á borð við blindsvæðisviðvörun og árekstrarviðvörun að aftan. Og með bakkmyndavélinni er ekkert mál að leggja í stæði. Stundum er fleira þarna en þú sérð í fljótu bragði.

Bakkmyndavél

23


Við höfum gert KONA úr garði með Hyundai SmartSense, byltingarkenndu aðstoðarkerfi fyrir ökumenn. Bifreiðin er í fararbroddi í sínum flokki þegar kemur að akstursöryggistækni, hönnuð til að tryggja þér öryggi og hugarró. Allt frá blindsvæðisviðvörun að sjálfvirkri hemlun til að koma í veg fyrir árekstur – meðan þú ekur skimar kerfið eftir hættu á veginum.

KONA er sérlega sterkbyggður, þökk sé styrktu stáli og framúrskarandi höggdeyfingu sem heldur farþegum öruggum komi til áreksturs. Farþegarýmið er hannað til að dreifa afli komi til áreksturs og draga þannig úr höggi á farþega.

24


FCA-árekstraröryggiskerfi með greiningu gangandi vegfarenda FCA-kerfið notar myndavél og ratsjárskynjara til að fylgjast með umferð framundan. Skynji kerfið að hætta sé á árekstri við bíl fyrir framan eða gangandi vegfaranda mun það vara ökumanninn við ef þörf krefur og hægja á eða stöðva ökutækið sjálfkrafa.

Akreinastýring Akreinastýring er staðalbúnaður og notar myndavélina framan á bílnum til að greina vegamerkingar. Ef farið er óvart yfir línu varar það ökumann við og beitir stýrisátaki til að beina bílnum aftur inn á akreinina.

Blindhornsviðvörun með akreinavara Með hjálp tveggja ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðaranum varar kerfið við umferð á blindsvæðinu. Ef þú gefur stefnuljós við slíkar aðstæður mun akreinavarinn gefa hljóðviðvörun.

LED-ljóstækni Háljósaaðstoð greinir ökutæki sem koma úr gagnstæðri átt sem og ökutæki fyrir framan í myrkri og slekkur á háu ljósunum eftir því sem við á. Beygjuljósið lýsir út í kant þegar ekið er í beygju og eykur þannig yfirsýn í myrkri.

Árekstrarvörn að aftan Þegar bakkað er út úr þröngum stæðum dregur árekstrarvörnin að aftan úr líkum á ákeyrslu. Til þess notar kerfið tvo ratsjárskynjara sem greina aðvífandi umferð frá hlið.

Athyglisviðvörun Hér er á ferðinni staðalbúnaður sem eykur öryggi og þægindi með stöðugri greiningu aksturslags. Þegar kerfið greinir þreytu eða einbeitingarleysi hjá ökumanni varar það ökumanninn við með hljóðmerki og viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með að viðkomandi taki pásu.

25


Búnaður Nánari upplýsingar um staðal- og aukabúnað er að finna í verðlista eða hjá sölumönnum.

Athyglisviðvörun Kastarar og LED-dagljós

26

Rafknúnir og upphitaðir speglar með LED-stefnuljósum Leðurklætt stýri

Afturljósasamstæða (með perum) Leðurklæddur gírstangarhnúður

Rafdrifnar rúður að framan og aftan Hraðastillir með hraðatakmörkun, Bluetooth- og hljóðstjórnunarhnöppum


Búnaður Nánari upplýsingar um staðal- og aukabúnað er að finna í verðlista eða hjá sölumönnum.

Hurðarhúnar að innan - málmlitur

Þakbogar

17” álfelgur

18" álfelgur

27


Búnaður Nánari upplýsingar um staðal- og aukabúnað er að finna í verðlista eða hjá sölumönnum.

Lyklalaus ræsing Bakkmyndavél

28

7“ skjár með hljómtækja- og snjallsímavirkni Krómað grill með krómumgjörð

Alsjálfvirk loftkæling með sjálfvirkri móðueyðingu Brettakantar og listar á hurðum í dökkgráum lit með silfruðum sílsalistum

Rafknúin sæti með stuðningi við mjóbak Silfurlituð hlíf að aftan


Búnaður Nánari upplýsingar um staðal- og aukabúnað er að finna í verðlista eða hjá sölumönnum.

Rafdrifin sóllúga LED-afturljós

Mælaborð með 4,2" LCD-skjá LED-aðalljós með háljósaaðstoð

Sjónlínuskjár Skyggðar rúður

Þráðlaus hleðsla farsíma Loftræsting í sætum

Bílastæðisskynjarar að framan Upphituð sæti

29


Litir í innanrými og sætisáklæði

Grár

Appelsínugulur

Rauður

Límónugrænn

Gráir saumar með svörtum öryggisbeltum

Appelsínugulir saumar með svörtum öryggisbeltum

Rauðir saumar með rauðum öryggisbeltum

Límónugrænir saumar með límónugrænum öryggisbeltum

Ofin sætisáklæði (sérpöntun)

30

Ofin sætisáklæði

Leðursæti (rauð)

Leðursæti (límónugræn)

Leður


Litir á ytra byrði

Krítarhvítur

Grár

Dökkgrár

Svartur

Appelsínugulur

Gulur

Dökkrauður

Heiðblár

Drapplitaður

Grænblár

Litir á þaki Dökkgrár

Svartur

31


Vélar og gírkassar 1.0 T-GDI bensínvél

1.6 T-GDI bensínvél

88 kW (120 hö.) 6000 sn./mín. 172 Nm/1500–4000 sn./mín.

130 kW (177 hö.) 5500 sn./mín. 265 Nm/1500–4000 sn./mín.

6 gíra beinskipting

7 þrepa sjálfskipting með tvöfaldri kúplingu (DCT)

32

1.6 CRDi dísilvél

(Gegn sérpöntun)


1568 mm (1565 mm)

Mál og tæknilýsing

1559 mm 1800 mm

2600 mm 4165 mm

Kappa 1.0 T-GDI bensínvél 2wd 6 B.SK.

Gerð Slagrými (cc) Stimpilstærð (mm)

VÉL

FJÖÐRUN ÞYNGD MÁL

998

1591

71,0 x 84,0

77,0 x 85,44

3

4

Þjöppunarhlutfall

10

10

88 kW (120 hö.) / 6000 sn./mín.

130 kW (177 hö.) / 5500 sn./mín.

172 Nm / 1500–4000 sn./mín.

265 Nm / 1500–4500 sn./mín.

Hámarkshraði (km/klst.)

181

205

Hröðun 0-100 km/klst. (sek.)

12,0

7,9

Losun í blönduðum akstri (g/km)

117 – 125

153

Innanbæjarakstur (l/100 km)

6,0 – 6,3

8,0

Utanbæjarakstur (l/100 km)

4,7 – 5,0

6,0

Blandaður akstur (l/100 km)

5,2 – 5,4

6,7

Rúmtak eldsneytisgeymis (l)

50

50

Framhluti

MacPherson-gormafjöðrun

MacPherson-gormafjöðrun

Afturhluti

Snerilfjöður (CTBA)

Mult-Link

1233–1350

1401–1496

Hámarkstog (Nm/sn./mín.)

ELDSNEYTISNOTKUN LOSUN KOLTVÍSÝRINGS

Gamma 1.6 T-GDI bensínvél 4wd 7 DCT

Strokkar Hámarksafl (kW/sn./mín.)

AFKÖST

1568 mm

Eigin þyngd (kg) Heildarþyngd ökutækis (kg) Farangursrými (lítrar) sæti uppi / sæti niðri

1775

1910

361 / 1143

361 / 1143 33


34


Vertu nákvæmlega eins og þú ert. Bestu augnablikin í lífinu eru þegar við hættum að láta heiminn móta okkur – og við förum að móta heiminn í staðinn. Þess vegna segjum við: Þú ræður ferðinni. Það er heimspekin á bak við KONA. Afköst og útlit fara fullkomlega saman í þessum smájeppa sem búinn er nýjustu tækni og er virkilega þess virði að kynna sér betur. Kynntu þér KONA á Hyundai.is 35


Kauptúni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is

7 ára ábyrgð Hyundai á eingöngu við um Hyundai bifreiðar sem upphaflega voru seldar viðskiptavinum hjá BL ehf. á Íslandi eftir 1. Jan 2021 Hyundai Íslandi www.hyundai.is Höfundarréttur © 2017 Hyundai Motor Europe. Allur réttur áskilinn. ESB. LHD 0809 ENG

Upplýsingar í þessum bæklingi eru til bráðabirgða. Þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.