Hyundai IONIQ - Bæklingur

Page 1


2


Vísar veginn í rafknúnum akstri.

Í dag eru sumar bíltegundir auglýstar sem sjálfbærir bílar á meðan rafknúnu bílarnir okkar hafa verið í fararbroddi árum saman. Hyundai er eini framleiðandinn sem býður upp á allar helstu rafaflrásir fyrir fjöldaframleidda bíla: rafbíla, hybrid-bíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla. Nýlega settum við á markað útblástursfrían NEXO, vetnisbíl númer tvö sem við setjum í fjöldaframleiðslu. Háþróuð tækni efnarafalskerfis hans skilar hvorki meira né minna en 666 km akstursdrægi í WLTP-prófun. Við kynntum einnig til sögunnar Kona Electric, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu. Nú má líka sjá nýjar útgáfur af vinsælustu bílunum okkar IONIQ Hybrid, IONIQ Plug-in og IONIQ Electric á götum Evrópu. Við erum þó langt í frá hætt. Rafbílar eru framtíðin. Sá næsti er á leiðinni. 3


4


Þitt er valið.

IONIQ er í boði með tvennskonar mismunandi rafaflrásum sem þýðir að þú getur fundið þann sem þig hentar – allt eftir eigin óskum og aksturslagi, hversu langt þú ekur að jafnaði og hvort þú átt þess kost að hlaða bílinn heima fyrir eða í vinnunni.

Tengiltvinnbíll

Rafknúinn þegar þú vilt það. Bensínknúinn þegar þú þarft það. Nýr IONIQ Plug-in færir þér það besta úr báðum heimum. Njóttu þess að aka 63 kílómetra á engu nema rafmagni með því einu að ýta á EV-hnappinn*. Þegar hleðslan á rafmótornum er uppurin geturðu svo stungið bílnum í samband á næstu hleðslustöð –eða einfaldlega haldið áfram á bensínvélinni. Þá virkar IONIQ Plug-in eins og IONIQ Hybrid, á fullkomlega samhliða hybrid-kerfi.

Rafbíll

Þú þarft aldrei aftur að stoppa til að taka bensín. Á einni hleðslu skilar nýr IONIQ Electric 311 kílómetra akstri án útblásturs*. 100 kW rafmótorinn skilar miklu togi og er knúinn af nýrri og skilvirkri 38,3 kWh LiPo-rafhlöðu. Þegar notaður er 100 kW jafnstraumur á hraðhleðslustöð tekur aðeins 57 mínútur að hlaða LiPo-rafhlöðuna upp í 80% hleðslustöðu.

* Drægi samkvæmt WLTP-prófun. Akstursdrægi fer eftir akstursaðstæðum, aksturslagi og hitastigi.

5


Falleg hönnun – með sparneytni í huga.

Rennilegt og fágað ytra byrði IONIQ er vandlega úthugsað til að tryggja mestu mögulegu sparneytni sem völ er á. Loftviðnámsstuðull bílsins er aðeins 0,24 – sem gerir hann að einum straumlínulagaðasta bíl sem til er á markaðnum. Ávalar línurnar skapa rennilegt yfirbragð að utanverðu á meðan vönduð yfirbyggingin undir yfirborðinu tryggir framúrskarandi öryggi og sparneytni með framsækinni notkun á léttu áli og sérstyrktu stáli. Fyrir aftan framgrillið eru tölvustýrð loftspjöld sem opnast og lokast sjálfkrafa til að draga úr loftmótstöðu. Á framstuðaranum eru einnig loftstreymisgleypar fyrir hjólin sem draga úr hreyfingum og bæta loftstreymið yfir hjólin og hlið bílsins. Það sem meira er, álfelgur IONIQ hafa einnig verið hannaðar þannig að sem mest loft streymi hindrunarlaust yfir yfirborð felgunnar. Allir þessir þættir og fleiri til skapa í sameiningu gullfallega hönnun með miklu notagildi sem skilar framúrskarandi sparneytni og frábæru akstursdrægi í rafakstri. Í grillið eru innfelld loftspjöld sem opnast og lokast sjálfkrafa til að draga úr loftmótstöðu á öllum gerðunum.

6


7


8


Rennileg fágun í forgrunni.

Flæðandi fastback-hönnun IONIQ hefur verið uppfærð með fjölmörgum nýjum hönnunarþáttum sem auka enn við fágað yfirbragðið. Stílhreinar, straumlínulagaðar útlínurnar hafa verið endurbættar með öflugum LED-aðalljósum sem hallast fallega inn að kraftmiklu grillinu. Á bílnum er notað nýtt fljótandi þrívíddarnetmynstur sem ýtir undir hátæknilegan framsvip bílsins og skapar afar fágað yfirbragð.

Meiri stíll og betra útsýni: Kraftmikil ný LED-aðalljós og LED-dagljós gefa IONIQ afgerandi útlit.

Nýju LED-ljósin eru einnig notuð að aftan.

9


10


Ánægjan sem felst í háþróuðum tengimöguleikum.

11


Hápunktar í innanrými IONIQ Plug-in Hybrid. Í IONIQ Hybrid og IONIQ Plug-in er að finna fullkomna blöndu rýmis, útlits og vandaðs frágangs, ásamt helstu nýjungum í tengimöguleikum og tækni.

Leiðsögukerfi með 10,25 ”snertiskjá Hægt er að sérsníða skiptanlegan snertiskjáinn sem einnig er með Blue Link®-tengimöguleika. Njóttu raddstýringar í skýi og úrvals búnaðar sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Raddstýring virkar á: ensku, þýsku, spænsku, ítölsku, frönsku og hollensku.

12


Sýndarmælaborð

Hátæknilegir stjórnhnappar fyrir hita- og loftstýringu

Nýja tvískipta mælaborðið er með 7" LCD-skjá og LED-stemningslýsingu sem skiptir um lit eftir akstursstillingu. Þar er að finna víðtækar akstursupplýsingar, þar á meðal um hraða, sparneytni, orkuflæði hybrid-kerfisins og hleðsluástand rafhlöðunnar.

Miðstokkurinn hefur verið endurhannaður frá grunni með hátæknilegum endurbótum og blárri LED-stemningslýsingu. Hita- og loftstýringin er með hugvitssamlegu snertisniði og undirstrikar stílhreint, fágað yfirbragðið.

13


Hápunktar í innanrými IONIQ Electric. IONIQ Electric er sérútbúinn eiginleikum sem auðvelda rafakstur og þar er að finna fullkomna blöndu rýmis, útlits og vandaðs frágangs, ásamt helstu nýjungum í tengimöguleikum og tækni.

Staða rafhlöðu Allt á einum skjá. Drægi og hleðsluástand rafhlöðunnar sést greinilega á einkar skýrum 10,25“ snertiskjánum. Hleðslutími er reiknaður út og birtur þegar bílnum er stungið í samband við hleðslubúnað af ýmsum gerðum.

14


Hleðslutímastýring

Rafstýrðir gírskiptihnappar

Eftir þínum þörfum. Þú hefur aðgang að háþróuðu stjórnkerfi rafhlöðunnar í IONIQ Electric fyrir fullkomna stjórn. Sérsníddu hleðslutíma þína svo að þeir falli að þinni áætlun og fjárhag. Aðeins örfáar snertingar og þú sparar pening. Notaðu eiginleikann til að taka frá hleðslutíma til að stilla upphaf og lok hleðslutíma þannig að þú getir nýtt þér lægra raforkugjald utan álagstíma og stigið inn í bíl með fullhlaðinni rafhlöðu þegar þú vaknar.

Í IONIQ Electric er skipt á milli akstursgírs, hlutlauss gírs, bakkgírs og stöðugírs með því einu að nota hnappana sem eru þægilega staðsettir í miðstokknum. Rafstýrða handbremsan er einnig hér. Þetta losar um pláss í miðstokknum fyrir tvo glasahaldara og hentugt þráðlaust hleðsluhólf fyrir Qi-samhæfa snjallsíma.

15


Tæknin í IONIQ Plug-in HYBRID.

Ný IONIQ Plug-in býður upp á það besta úr báðum heimum. Rafknúinn þegar þú vilt það. Bensínknúinn þegar þú þarft það. Öflug 8,9 kWh LiPo-rafhlaðan skilar allt að 63 akstri á rafmagninu einu saman þegar ýtt er á EV-hnappinn*. Þegar rafmagnið er á þrotum virkar IONIQ Plug-in eins og IONIQ Hybrid. Fullkomlega samhliða hybrid-aksturskerfið býður einnig upp á akstur með bensínvélinni eða rafmótornum, eða hvoru tveggja. Stillanleg viðnámshemlun hjálpar til við að hlaða rafhlöðuna við akstur. Þetta þýðir að sama hvað þú ekur langt tryggir IONIQ Plug-in þér einstakan sveigjanleika til að komast örugglega á leiðarenda. Þú kemst eins langt og þú þarft. Og þegar þangað er komið geturðu stungið bílnum í samband.

* Drægi samkvæmt WLTP-prófun. Akstursdrægi fer eftir akstursaðstæðum, aksturslagi þínu og hitastigi.

16


17


Hápunktar í tækni IONIQ Hybrid Plug-in.

Hleðsla um innstungu IONIQ Plug-in Hybrid býður upp á ýmsa möguleika til að hlaða bílinn, allt eftir því hvernig rafveita er heima hjá þér eða hvernig hleðslustöð þú hefur aðgang að. Þegar bíllinn er tengdur við heimahleðslustöð / hleðslustöð með riðstraumi tekur 2 klst. og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöðuna.

18

Einnig er hægt að tengja bílinn við venjulega heimilisinnstungu með ICCB-snúru (með innbyggðu stjórnboxi) og þá tekur 6 klukkusundir að hlaða. IONIQ Plug-in er búinn hleðslutæki sem ræður við 6,6 kW og umbreytir riðstraumi úr vegginnstungunni í jafnstraum sem hleður rafhlöðu bílsins.


EV-stilling Njóttu þess að aka á rafmagni án nokkurs útblásturs með því einu að ýta á EV-hnappinn. Eða skiptu aftur yfir í hybrid-aflrásina með því að ýta á sama hnapp til að spara drægi rafhlöðunnar til síðari nota.

19


20


Tæknin í IONIQ Electric.

Nýr IONIQ Electric losar engan útblástur en býður engu að síður upp á spennandi akstursupplifun, með 311 kílómetra rafakstursdrægi á einni hleðslu.* Helstu hlutar rafmagnsaflrásarinnar hafa verið uppfærðir til að skila enn betri afköstum og meira drægi. Njóttu 36% viðbótargetu með uppfærðri 38,3 kWh rafhlöðu. Þessi skilvirka LiPo- rafhlaða knýr rafmótor sem nú skilar 136 hö. Taktu leiftursnöggt af stað með 295 Nm tafarlausu togi. Auk þess býður sérstaklega smíðaður grunnur IONIQ upp á að fella rafhlöðurnar neðarlega inn í undirvagninn án þess að það skerði rýmið. Með því að festa rafhlöðuna undir sætunum hefur IONIQ Electric einstaklega lága þyngdarmiðju. Þetta gerir hann mun liprari og skemmtilegri í akstri.

* Drægi samkvæmt WLTP-prófun. Akstursdrægi fer eftir akstursaðstæðum, aksturslagi og hitastigi.

21


Hápunktar í tækni IONIQ Electric.

Fljótleg og sveigjanleg hleðsla IONIQ Electric gefur þér sveigjanlega möguleika á að hlaða bílinn, eftir því hvernig rafveitukerfið er heima hjá þér eða hraðhleðslustöðvarnar sem þú hefur aðgang að. Hann er nú búinn öflugu hleðslutæki sem ræður við 7,2 kW – uppfært úr 6,6 kW – sem umbreytir riðstraumi úr vegginnstungunni í jafnstraum sem hleður rafhlöðu bílsins.

22

Þegar notaður er 100 kW jafnstraumur á hraðhleðslustöð tekur aðeins um 57 mínútur að hlaða LiPo-rafhlöðuna upp í 80% hleðslustöðu. Þegar bíllinn er tengdur við heimahleðslustöð / hleðslustöð með riðstraumi tekur 6 klukkustundir og 12 mínútur að fullhlaða rafhlöðuna. Einnig er hægt að tengja hann við venjulega rafmagnsinnstungu heima við með því að nota ICCB-snúruna (með innbyggðu stjórnboxi) og þá er hleðslutíminn 12 klukkustundir.


Viðnámshemlar IONIQ Electric er búinn háþróaðri snjalltækni fyrir einstaka aksturseiginleika. Viðnámshemlun hleður rafhlöðuna meðan á akstri stendur með því að nota rafmótorinn til að hægja á ökutækinu. Auk þess nota viðnámshemlarnir ratsjárskynjara um borð til að stjórna sjálfkrafa hversu mikið hemlaafl er endurnýtt í samræmi við umferðina fram undan og hægja á bílnum í samræmi við það.

Skiptirofar fyrir viðnámshemlun

Þú getur auðveldlega hámarkað drægið og haldið ákjósanlegri hleðslu með því að auka eða minnka viðnámshemlun með skiptirofunum á stýrinu. Hægt er að velja fjögur stig: hvert um sig með mismunandi hraðaminnkun og hleðslustyrk. Togaðu í vinstri skiptirofann og haltu honum þannig til að virkja hámarksstyrk viðnámshemlun. Þú getur stöðvað bílinn á þennan hátt – án þess að nota hefðbundna hemlafótstigið – allt eftir akstursskilyrðum. Hleðslustyrkur er mestur í þessari stillingu.

23


24


Snjallhraðastillir með Stop & Go-eiginleika Heldur forstilltri fjarlægð með því að minnka eða auka hraðann sjálfkrafa upp að tilgreindum mörkum. Í mjög hægri umferð og umferðarteppum er einfalt að ýta við inngjafarfótstiginu eða ýta á hnappinn á stýrinu til að endurræsa vélina eftir að hún stöðvast. Skynjari fyrir hreyfingu bíls á undan Þessi hugvitssamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.

Akreinastýring Notar myndavélina framan á bílnum til að greina vegamerkingar. Ef farið er óvart yfir línu varar hún ökumanninn við og beitir stýrisátaki til að beina bílnum aftur inn á akreinina.

FCA-árekstraröryggiskerfi FCA-árekstraröryggiskerfið greinir veginn fram undan með ratsjá og myndavél og hemlar sjálfkrafa þegar það greinir óvænta hemlun hjá bíl fyrir framan. Kerfið er einnig búið greiningartækni fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk.

Akreinaaðstoð Þegar hún er virk heldur hún bifreiðinni á miðri akreininni.

25


Blindsvæðisviðvörun Notar ratsjá á afturhornunum til að gefa sjónræna viðvörun og hljóðviðvörun ef eitthvað er á blindsvæðinu þegar skipt er um akrein. Árekstrarvörn að aftan Árekstrarvörn að aftan notar ratsjá til að skanna svæðið fyrir aftan og fylgjast með aðvífandi umferð frá hlið og varar ökumanninn við umferð fyrir aftan með sjónrænni viðvörun og hljóði.

26

Athyglisviðvörun Þegar kerfið greinir þreytu eða einbeitingarleysi varar það ökumanninn við með hljóðmerki og viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með því að hann taki sér hlé frá akstrinum. Háljósaaðstoð Minni streita og hámarksútsýni. Háljósaaðstoð greinir ekki einungis aðvífandi bíla heldur einnig bíla fyrir framan á sömu akrein og skiptir yfir í lágu ljósin eftir því sem við á.

Hraðatakmörkun Greinir hámarkshraðaskilti og birtir hámarkshraðann og skilti sem banna framúrakstur í rauntíma bæði á skjá leiðsögukerfisins og mælaborðinu.


27


Þægindi í IONIQ

Sóllúga

eCall

Hleyptu ljósi inn í líf þitt. Hægt er að fá rafstýrða sóllúgu fyrir IONIQ sem býður upp á opnara rými og náttúrulegri birtu með einum hnappi.

IONIQ hringir sjálfkrafa á hjálp ef þú lendir í slysi og loftpúðarnir blásast út. Einnig er hægt að ýta á SOS-hnappinn til að fá neyðarþjónustu allan sólarhringinn, allt árið um kring.

28


Rafræn handbremsa

Bakkskjár

Stjórnað með fingurgóminum. Þægilegur hnappur setur handbremsuna á eða tekur af í öllum þremur IONIQ-gerðunum. Hann skapar einnig pláss í miðstokknum fyrir hentuga þráðlausa hleðslustöð fyrir Qi-samhæfa snjallsíma.

Myndavél birtir skýra mynd á nýja bakkskjánum af því sem fram fer fyrir aftan bílinn – sem stuðlar að auknu öryggi og þægindum í akstri.

29


Aðstoðarkerfi fyrir vistakstur.

Mótor

hjálp

Forhleðsla

Afhleðsla

En d u

rný tin

g hem

laafls

Forstillingarkerfi fyrir orkustjórnun Forstilling fyrir akstur upp brekku – Þegar halli er væntanlegur á leiðinni og hleðsla rafhlöðunnar er lítil eykur IONIQ Hybrid vinnslu vélarinnar lítillega til að forhlaða rafhlöðuna áður en kemur að akstri upp brekku. Þetta tryggir að rafmótorinn getur aðstoðað við aksturinn upp brekku og dregur úr óskilvirkri notkun bensínmótorsins við akstur upp á við – sem aftur hámarkar sparneytnina.

30

Forstilling fyrir akstur niður brekku – Ef rafhlaðan er nægilega mikið hlaðin auka IONIQ Hybrid og IONIQ Plug-in aflnotkun rafmótorsins áður en ekið er niður brekku til að lágmarka eldsneytisnotkun. Raforkan er síðan endurheimt á leiðinni niður með endurnýtingu hemlaafls.


Rennsliseiginleiki Rennsliseiginleikinn greinir leiðarupplýsingar úr leiðsögukerfinu til að láta ökumanninn vita þegar aðstæður sem krefjast hraðaminnkunar eru í aðsigi. Þetta getur verið stefnubreyting eða frárein af þjóðvegi. Tákn á mælaborðinu og hljóðmerki láta ökumanninn vita að hann geti tekið fótinn af inngjöfinni. Markmiðið er að draga enn frekar úr eldsneytisnotkun með því að nota rafmótorinn til að láta bílinn renna og draga úr notkun hemlanna.

31


Litir í innanrými IONIQ Plug-in HYBRID

Jarðgrár

Ofið áklæði

Jarðgrátt leður

Leirgrár

Rauðbrúnn

Leirgrátt leður

Rauðbrúnt leður

* Drægi samkvæmt WLTP-prófun. Akstursdrægi fer eftir akstursaðstæðum, aksturslagi þínu og hitastigi.

Heildarhæð

1450

Heildarbreidd 1820 Sporvídd hjóla 1555

32

Heildarlengd 4470 Hjólhaf 2700

Sporvídd hjóla

1564


Litir í innanrými IONIQ Electric

Jarðgrár

Ofið áklæði

Jarðgrátt leður

Leirgrár

Skuggagrár

Leirgrátt leður

Skuggagrátt leður

Litir á ytra byrði

Jökulhvítur

Sandbrúnn

Málmgrár

Járngrár

Djúpblár

Eldrauður

Svartur

Skuggagrár

Dimmsilfraður

33


34


Farðu lengra í rafakstri – með stíl.

35


1 7 ára ábyrgð Hyundai á eingöngu við um Hyundai bifreiðar sem upphaflega voru seldar viðskiptavinum hjá BL ehf. á Íslandi eftir 1. Jan 2021 2 8 ár eða 200.000 km ábyrgð á rafhlöðu bílsins. Staðbundnir skilmálar gilda. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.

Upplýsingarnar í þessari handbók eru til bráðabirgða, þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.

Hyundai / BL ehf.

Hyundai Motor Company http://www.hyundai.is Höfundarréttur © 2019 Hyundai Motor Europe. Allur réttur áskilinn.

Kauptúni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.