Ársskýrsla HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2019

Page 1

Bleikar rætur - Olga Bergljót Smáfuglar eftir Láru Gunnarsdóttur

ÁRSSKÝRSLA HANDVERKS OG HÖNNUNAR

2019


Efnisyfirlit

síða 2 Efnisyfirlit

Inngangur ________________________________________________ 4 Markmið................................................................................................ 4 Stjórn og starfsmenn ............................................................................ 4 Rekstur __________________________________________________ 5 Skrifstofa ............................................................................................... 6 Fundir ___________________________________________________ 6 Stjórnarfundir........................................................................................ 7 Ráðgjafafundir....................................................................................... 7 Þjónusta _________________________________________________ 7 Fréttabréf .............................................................................................. 7 Ráðgjöf og fyrirlestrar ........................................................................... 8 Samstarf trérennismiða og hönnuða .................................................... 8 Þjónusta við gerð kynningarefnis .......................................................... 8 Sýningar _________________________________________________ 8 Sýningarrými á Eiðistorgi ...................................................................... 8 Þemasýningar...................................................................................... 10 BLEIKUR OKTÓBER _____________________________________ 10 ENDURUNNIÐ JÓLASKRAUT ______________________________ 12 Verkefni _________________________________________________ 13 Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur............................................................. 13 Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur __________________ 13 Skúlaverðlaunin 2019 ___________________________________ 17 Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR ___________________________ 19 Erlent samstarf ___________________________________________ 20 NNCA................................................................................................... 20


síða 3

Efnisyfirlit WORLD CRAFTS COUNCIL ................................................................... 21 MICHELANGELO FOUNDATION for creativity and carftsmanship ...... 21 HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2019 ________________________ 22 Lokaorð _________________________________________________ 23 Fylgiskjal 1 _________________________________________________ Niðurstöður viðhorfskönnunar ........................................................... 24 Fylgiskjal 2 _________________________________________________ Samantekt – helstu verkefni 2000-2019 ............................................. 32


Inngangur

síða 4 Inngangur Markmið

Markmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR sjálfseignarstofnunar sem voru samþykkt á stofnfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í janúar 2007 eru eftirfarandi: Eitt af markmiðunum er að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði.

▪ Að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði. ▪ Að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi. ▪ Að koma til móts við þarfir þessara greina fyrir þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar. ▪ Að halda áfram uppbyggingu gagnagrunns á þessu sviði. ▪ Að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa að handverki, hönnun og listiðnaði.

Stjórn og starfsmenn Í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: Birta Flókadóttir formaður, Signý Ormarsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Vilmundur Jósefsson meðstjórnendur. Varamenn eru Árni Snæbjörnsson og Þórey S. Jónsdóttir. Halla Bogadóttir hætti í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR í ársbyrjun 2015. Ekki hefur verið skipaður nýr aðili í stjórn þar sem framtíð verkefnisins hefur verið mjög óljós í nokkur ár. Fastir starfsmenn eru Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri og Fjóla Guðmundsdóttir, sérfræðingur. Þær eru báðar í 100% starfi. Um færslu á bókhaldi sér Margrét Helga Ólafsdóttir bókari og Þorvaldur Þorvaldsson löggiltur endurskoðandi sér um endurskoðun.


Rekstur

síða 5 Rekstur

Enginn samningur liggur fyrir undirritaður milli mennta-og menningarmálaráðuneytis um starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR vegna 2018 – 2020. Stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR gerði ráð fyrir að gengið yrði til nýrra samninga við HANDVERK OG HÖNNUN árið 2019 þar sem drög lágu fyrir. Það var ekki gert. Fjárveiting til starfseminnar var ákveðin 14.8 M frá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem er upphæð sem liggur fyrir í drögum að samningi. Þessi fjárhæð dugar ekki fyrir grunnkostnaði við verkefnið.

Framlag ríkisins til starfseminnar hefur því miður farið lækkandi og tilraunir til að afla styrkja í samfélaginu hafa ekki borið mikinn árangur.

Eftir fund með mennta- og menningarmálráðherra Lilju Alfreðsdóttur í árbyrjun 2019 var ákveðið að framkvæmdastjóri HANDVERKS OG HÖNNUNAR myndi freista þess að ná fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra iðnaðar, nýsköpunar og ferðamála og ræða stöðu og mikilvægi þessa verkefnis. Ráðherra tók erindinu vel, setti sig vel inn í málið og lofaði að tala máli HANDVERKS OG HÖNNUNAR. Það kom þó fram í máli ráðherra að ýmsar hugmyndir væru í gangi og hugsanlega yrði einhver breyting á rekstri hinna ýmsu miðstöðva skapandi greina. Þær hugsanlegu breytingar yrðu þó ekki á þessu ári og fyrsta lagi á næsta ári. Ríkisstjórn Íslands tók síðan af skarið í lok maí 2019 og veitti HANDVERKI OG HÖNNUN aukafjárveitingu, 6 M. Það liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur í nokkur ár í röð tekið af skarið veitt HANDVERKI OG HÖNNUN fjárveitingu. Það virðist því augljóst að stjórnvöld vilja hafa þessa starfsemi áfram. Óöryggið er samt algert þar sem þessi viðbótarstyrkur hefur alltaf verið afgreiddur til eins árs í senn. Starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR er þannig að oft er verið að skipuleggja viðburði nokkur ár fram í tímann og þessi mikla óvissa frá ári til árs er því mjög bagaleg og hefur mikil áhrif á starfsemina. Þröngur fjárhagur síðustu ára hefur orsakað það að HANDVERK OG HÖNNUN hefur ekki getað haft frumkvæði að verkefnum. Ítrekaðar tilraunir til að afla styrkja í samfélaginu hafa ekki borið mikinn árangur. Alltof mikill tími starfsmanna fer í vinnu við að reyna að afla fjármuna á kostnað vinnu samkvæmt markmiðum starfseminnar.


síða 6 Skrifstofa HANDVERK OG HÖNNUN leigir skrifstofurými af Vivaldi ehf. Eiðistorgi 15 á Seltjarnarnesi. Rúmgott húsnæði á mjög ásættanlegu verði. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 – 16.

Skrifstofa og sýningarými HANDVERKS OG HÖNNUNAR, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi


Fundir

síða 7 Fundir Stjórnarfundir

Haldnir voru tveir formlegir stjórnarfundir á árinu 2019, þann 24. janúar og 29. október. Stjórnarformaður og stjórnarmenn eru þó í reglulegu sambandi við skrifstofuna utan þessara formlegu funda. Stjórn þiggur ekki laun fyrir setu í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR, stjórn afsalaði sér launum 2010 þegar fjárframlag til verkefnisins var lækkað.

Ráðgjafafundir

Viðhorfakannanir sem kosta mjög lítið eru aðgengilegar á alnetinu og þannig má ná til allra okkar skjólstæðinga en ekki bara tíu aðila.

Í stofnskrá HANDVERKS OG HÖNNUNAR er gert ráð fyrir tíu manna ráðgjafahópi sem á að vera stjórn og starfsmönnum stuðningur við að skipuleggja framtíðarverkefni. Ráðgjafafundirnir voru mikilvægir til að auka tengsl starfsfólks og stjórnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR við grasrótina. Nú eru önnur tæki aðgengileg sem nota má á virkari hátt í þessu skyni. Viðhorfakannanir sem kosta mjög lítið eru aðgengilegar á alnetinu og þannig má ná til allra okkar skjólstæðinga en ekki bara tíu aðila. Kannanir af þessu tagi eru betri og ódýrari leið til að vera í virku sambandi við grasrótina. Niðurstöður allra kannananna og skýrslur sem gerðar hafa verið af eða fyrir HANDVERK OG HÖNNUN eru birtar á vefnum. Sjá: http://www.handverkoghonnun.is/is/um-handverk-og-honnun/skyrslur

Þjónusta Fréttabréf Fréttir eru sendar í tölvupósti fjórum sinnum í mánuði til tæplega 1200 manns. Í fréttabréfinu eru öll verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR vandlega kynnt. Þar er einnig vakin athygli á námskeiðum, sýningum, fyrirlestrum og ýmsu öðru sem er áhugavert fyrir okkar umbjóðendur. HANDVERK OG HÖNNUN heldur einnig úti fésbókarsíðu og fylgjendur hennar eru nú 4.580 og fylgjendur á Instagram eru 936.


Sýningar

síða 8

Ráðgjöf og fyrirlestrar HANDVERK OG HÖNNUN á eftir langt starf mikið myndefni og þar hefur einnig safnast mikil þekking. Átak var gert síðustu ár að safna kerfisbundið upplýsingum um handverk og listiðnað um allt land. Þetta átak var unnið í samstarfi við menningarfulltrúa, nýsköpunarmiðstöðvar, þróunarfélög, klasasamstarf og atvinnuráðgjafa. HANDVERK OG HÖNNUN er með tengslanet um allt land. Farið var til Egilsstaða 25.-26. mars þar var ráðgjafaviðtal og hjálp við endurskipulagningu á Húsi handanna.

Samstarf trérennismiða og hönnuða Formaður Félags trérennismiða, Jón Guðmundsson leitaði til HANDVERKS OG HÖNNUNAR og bað um aðstoð við að stofna til samstarfs við hönnuði. Auglýst var efir hönnuðum sem hefðu áhuga á samstarfi við trérennismiði í fréttabréfi og nokkrir gáfu sig fram. Hópurinn hefur fundað nokkrum sinnun og reynt verður að sýna afraksturinn á næsta ári þ.e. 2020.

Þjónusta við gerð kynningarefnis HANDVERK OG HÖNNUN hefur undanfarin ár aðstoðað fólk við gerð kynningarefnis. Á árinu 2019 var ákveðið að hætta þessari prentun af umhverfisaðstæðum í bili. Skoðað verður síðar í viðhorfakönnun hvað fólk vill gera.

Sýningar Sýningarrými á Eiðistorgi HANDVERK OG HÖNNUN er með sýningarrými í hluta skrifstofuhúsnæðis á Eiðistorgi. Þar voru haldnar fjórar einkasýningar á árinu 2019.


Sýningar

síða 9

17.01.19 - 08.02.19 SKÁL Á VIKU - Andri Snær Þorvaldsson Á sýningunni var afrakstur verkefnis Andra Snæs Þorvaldssonar SKÁL Á VIKU til sýnis. Allt árið 2018 renndi Andri Snær eina skál á viku, alls 52 skálar, mjög fjölbreyttar bæði hvað varðar form og efni.

14.02.19 - 31.03.19 SKATAN 60 ÁRA Í tilefni 60 ára afmælis Skötustólsins 2019 voru framleidd tölusett viðhafnareintök í takmörkuðu upplagi sem sýnd voru á Eiðistorgi ásamt eftirmyndum af elstu stólunum. Skatan var hönnuð af Halldóri Hjálmarssyni (1927-2010) húsgagnahönnuði og innanhússarkitekt en sonur hans Örn Þór hefur nú umsjón með framleiðslunni.

12.04 - 12.05 2019 NÁTTÚRA - LANDNÁM - HREYFING - Jón Guðmundsson Jón Guðmundsson trérennismiður sýndi trémuni úr íslenskum viði, hráefnið er grisjunarviður úr görðum og heimaræktaðar trjátegundir. Um var að ræða þrjár ólíkar hönnunarlínur: NÁTTÚRA, LANDNÁM, HREYFING.

16.05 - 20.06 2019 ÖÐRUVÍSI ÓLGUR - Sigrún Ólöf Einarsdóttir glerlistamaður Sigrún sýndi Ólgur sem eru lífræn form úr gleri sem dansa á mörkum nytja og skúlptúrs. Í þeim virðir listamaðurinn vilja glersins og leyfir eiginleikum þess njóta sín til fulls. Í þessum nýjustu eintökum er reynt á þolmörk forms og lita/skreytinga.


Sýningar

síða 10 Þemasýningar

HANDVERK OG HÖNNUN hefur haldið fjölmargar sýningar undanfarin ár. Sýningarnar frá upphafi eru rúmlega áttatíu og sýnendur/þátttakendur eru tæplega sjö hundruð, víðs vegar af landinu.

BLEIKUR OKTÓBER Sýning á Eiðistorgi 1. okt. til 4. nóv. 2019 HANDVERK OG HÖNNUN hélt sýningu á Eiðistorgi í október 2019. Undanfarin ár hefur októbermánuður verið tileinkaður baráttu gegn krabbameini hjá konum og hefur bleiki liturinn verið einkennislitur mánaðarins. Að þessu tilefni var opnuð bleik sýning í húsnæði HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Eiðistorgi. Sýningarmunir voru fjölbreyttir en áttu það allir sameiginlegt að vera bleikir.

Óskað var eftir munum á sýninguna og var bleiki liturinn eina skilyrðið. Tuttugu og fjórir listamenn og hönnuðir áttu verk á sýningunni: Arndís Jóhannsdóttir, Bjarni Sigurðsson, DayNew (Dagný Gylfadóttir), Dóra Emils, Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Kolbeins, Halla Ásgeirsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hjartalag ( Hulda Ólafsdóttir), Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Ingunn Erna, Margrét Guðnadóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Olga Bergljót, Ragna Ingimundardóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Svafa Björg


síða 11

Sýningar Einarsdóttir, USart/design (Unnur Sæmundsdóttir), Úlfar Sveinbjörnsson, Þórdís Baldursdóttir og Þórdís Sigfúsdóttir. Á sýningunni söfnuðust 59.000 kr. sem runnu til Krabbameinsfélagsins en verkin á sýningunni voru til sölu og rann hluti seldra verka til Bleiku slaufunnar.

Að þessu tilefni var opnuð bleik sýning hjá HANDVERKI OG HÖNNUN á Eiðistorgi. Sýningarmunir voru fjölbreyttir en áttu það allir sameiginlegt að vera bleikir

Menningarhátíð Seltjarnarness var haldin dagana 31. okt. til 3. nóv 2019. með afar fjölbreyttri dagskrá víða um Seltjarnarnesið og var sýningin BLEIKUR OKTÓBER hluti af henni.


Sýningar

síða 12 ENDURUNNIÐ JÓLASKRAUT Sýning á Eiðistorgi 4.-20. des. 2019

Haustið 2019 óskaði HANDVERK OG HÖNNUN eftir nýjum hugmyndum af jólaskrauti fyrir sýningu í desember. Eingöngu var óskað eftir jólaskrauti sem er á einhvern hátt endurnýtt, endurunnið eða endurgert. Valið var úr innsendum hugmyndum og var sett upp sýning hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi. Gamall útsaumur, tímarit, stóris, grillpinnar og sushi prjónar voru meðal þess sem öðluðust nýtt líf.

Eftirtaldir áttu muni á sýningunni: Auður Bergsteinsdóttir, Jóhanna Kristín Jósefsdóttir, Lára Magnea Jónsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Sólveig Hildur Björnsdóttir, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Þórdís Baldursdóttir.


Verkefni

síða 13 Verkefni Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur

Sýningar/kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR í Ráðhúsi Reykjavíkur sem haldnar hafa verið síðan 2006 hafa heppnast afar vel. Áhugi á þeim hefur verið mjög mikill frá upphafi. Þetta stefnumót handverksfólks og hönnuða við áhugafólk um hönnun og handverk er að mati þeirra sem taka þátt mjög mikilvægt. Þessi fullyrðing er byggð á viðhorfakönnun sem HANDVERK OG HÖNNUN hefur gert á hverju ári í kjölfar sýninganna. Gerðar eru miklar gæðakröfur til þeirra sem sýna og fagleg valnefnd hefur alltaf valið þátttakendur úr fjölda umsókna fyrir hverja sýningu.

Umsóknir um þátttöku voru fjölmargar að venju. Sýningin í nóvember var sú nítjánda í röðinni.

Frá sýningunni 2019

Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 21.- 25. nóv. 2019 Umsóknir um þátttöku voru fjölmargar að venju. Sýningin í nóvember var sú nítjánda í röðinni. Eftir starf valnefndar voru 55 þátttakendur valdir. Ákveðið var að endurhanna sýningarrýmið töluvert eins og oft áður og tókst það afar vel og var það mál manna að rýmið virkaði mun betur en áður. Að auki bauðst viðbótarpláss á götuhæð ráðhússins. Í framhaldi af því var ákveðið að bjóða


síða 14

Verkefni sýnendum að fá stærra pláss og það voru 15 sýnendur sem höfðu áhuga á því. Sýnendum var ekki fjölgað. Einnig var tekin upp sú nýbreyti að sleppa því að prenta kynningarbækling til dreifingar í 87.000 eintökum eins og gert hefur verið frá upphafi. Sýnendur voru auk þess hvattir til að huga að umhverfinu, minnka plastnotkun og helst sleppa plasti alveg. Í stað kynningarbæklings til prentunar var hannaður rafrænn bæklingur þar sem hægt var að koma fyrir betri kynningu og fleiri myndum frá öllum þátttakendum. Viðburðurinn var síðan vandlega auglýstur á öllum útvarpsstöðvum, auglýsingar voru á flettiskiltum um alla borg og auglýsingar settar inn á leitarvélar. Þessi nýbreytni vakti töluvert óöryggi hjá sýnendum í aðdraganda kynningarinnar, eins og eðlilegt er þegar nýjum aðferðum er beitt. Þetta gekk engu að síður vel að mörgu leyti og mun reynslan við þessa frumraun og viðhorf þátttakenda til hennar (sjá könnun, fylgiskjal 1) verða notuð til að gera enn betur á næsta ári. Aðsókn að þessum viðburði var að venju mikil og greinilegt að hann hefur skipað sér fastan sess í menningarlífi Reykjavíkur. Að sýningu lokinni var gerð viðhorfakönnun hjá þátttakendum og er hún birt á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR og útdráttur úr henni fylgir þessari skýrslu (bls. 23). Mikil umferð er um vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR í tengslum við sýningarnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mörg dæmi eru um það að einstaklingar sem búa utan Reykjavíkur skapi sér verkefni til margra mánaða á þessari sýningu.


Verkefni

síða 15

Kynningarsíður úr rafrænum bæklingi


Verkefni

síða 16

Elín Hrund Þorgeirsdóttir kynnti vörur Nordic Angan

Örn Þór Halldórsson kynnti Skötuna


Verkefni

síða 17 Skúlaverðlaunin 2019

Skúlaverðlaunin 2019 voru afhent í lok fyrsta opnunardags sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur sem haldin var dagana 21. til 25. nóv. 2019. Verðlaunin hlaut Guðný Hafsteinsdóttir keramiker og hönnuður sem hannar undir merkinu Gudnyhaf. Verðlaunin hlaut hún fyrir jólakúlur sem kallast "YOLO" og eru nýstárlegar jólakúlur úr steyptu postulíni. Um hugmyndina segir Guðný: „YOLO er stytting á You Only Live Once, sem er enskt orðatiltæki sem ungt fólk notar bæði á Íslandi og erlendis. En jörðin okkar lifir líka aðeins einu sinni og þess vegna langaði mig að nefna kúlurnar þessu nafni. YOLO kúlurnar vísa þó ekki aðeins í jörðina heldur líka himintunglin, miðbaug og hringi Satúrnusar." Að auki var veitt ein viðurkenning en það var Philippe Ricart sem hlaut hana fyrir handofin sjöl/teppi sem hann nefnir "Heiðalönd" og er með litum og munstri frá heiðlóunni.


Verkefni

síða 18

Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og var það Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI sem afhenti verðlaunin.

Guðný Hafsteinsdóttir Skúlaverðlaunahafi og Philippe Ricart ásamt Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins.

Verðlaunin voru kynnt á eftirfarandi hátt fyrir þátttakendum: SKÚLAVERÐLAUN 2019 - verðlaun fyrir besta nýja hlutinn á sýningunni „Þátttakendur á sýningunni í Ráðhúsinu í nóvember geta tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR ákveðna nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn. Hugmyndin er að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og vöruþróunar. Hlutirnir verða að vera nýir og hafa hvorki verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins. Valnefnd sérfróðra mun ákveða hver hlýtur verðlaunin.”


síða 19

Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR Vefurinn www.handverkoghonnun.is var fyrst opnaður árið 2000. Gerðar voru grundvallarbreytingar á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR árið 2016, þegar viðbótarfjármunir fengust. í október það ár var nýr vefur opnaður. Vefurinn var unnin í samvinnu við Stefnu, Akureyri. Vefurinn var endurhannaður að fullu og mikil áhersla lögð á að efla myndræna framsetningu. Stöðugt er unnið að endurbótum og að bæta nýju efni inn á vefinn sem er starfseminni mjög mikilvægur.


Erlent samstarf

síða 20 Erlent samstarf NNCA

HANDVERK OG HÖNNUN er í norrænu samstarfi NNCA – Nordic Network of Craft Associations sem stofnað var árið 2010 á Bornholm. Nokkrir fundir voru haldnir fyrstu árin þar sem HANDVERK OG HÖNNUN var boðið að taka þátt en vegna fjárhagsstöðu gátum við ekki tekið þátt í þessum fundum. En í janúar 2013 var HANDVERK OG HÖNNUN boðið til Osló á málþing og þá var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu. Síðan þá höfum HANDVERK OG HÖNNUN verið virkur samstarfsaðili. NNCA er skipað Danske Kunsthåndværkere (DK), Konsthantverkscentrum (SE), HANDVERK OG HÖNNUN (IS), ORNAMO (FI), Norske Kunsthåndverkere (NO) og Norwegian Crafts (NO). Þessi samtök vinna mikilvægt starf í að styrkja stöðu og kynna norrænt listhandverk heima og heiman. NNCA hélt tvo fundi á á árinu. Í Osló í júní og í Stokkhólmi í október 2019.

Fundað var í Osló 10.-11. júní. Eftir hefðbundinn fund í Osló var farið til Moss og sýningarstjóri sýningarinnar sem verður í mars 2020 Randi Grov Berger hitti hópinn. Hún útskýrði hugmyndir sínar varðandi sýninguna og fór yfir val sitt á listamönnum. Einnig var farið yfir ýmis framkvæmdaatriði með starfsliði Moss, Punkt Ø. NNCA fundað aftur í Stokkhólmi 2.-4. október. Þessi tími var valinn til fundarhalda þar sem þessa daga var í fyrsta sinn haldin Stockholm craft


Erlent samstarf

síða 21

week. Auk hefðbundins fundar þá var farið á fyrirlestra og ýmsar opnanir í tengslum við þennan skemmtilega viðburð í Stokkhólmi. Þátttakendur í þessum fundum voru: Helle Bjerrum, Danske Kunsthåndværkere & Designere, Danmörk, Helle Severinsen, Danske Kunsthåndværkere & Designere, Danmörk, Marit Lønning Reiten, Norske Kunsthåndverkere, Noregur, Sunneva Hafsteinsdottir, HANDVERK OG HÖNNUN, Ísland, Tonje Kjellevold, Norske Kunsthåndverkere, Noregur, Hege Henriksen, Norwegian Crafts, Anna Rikkinen, Ornamo, Finnland, Miisa Pulkkinen, Ornamo, Finnland, Maj Sandell, Konsthantverkscentrum, Svíþjóð, Lindamarie Karlson, Konsthantverkscentrum, Svíþjóð.

WORLD CRAFTS COUNCIL Sýning og ráðstefna í París 21.-23. maí 2019 HANDVERK OG HÖNNUN tilnefndi listamann vegna sýningar WCC í Grand Palais í maí 2019. Verk íslenska skartgripahönnuðarins Helgu Ragnhildar Mogensen var valinn úr fjölda tilnefninga. Vegna þessa var HANDVERKI OG HÖNNUN boðið sérstaklega á sýninguna og á ráðstefnu sem WCC hélt í Grand Palais í samstarfi við ATELIERS D´ART De France. Starfsmaður sem fór til Parísar sótti um styrk til stéttarfélags BHM þar sem fjárhagur HANDVERKS OG HÖNNUNAR er mjög þröngur. Styrkur fékkst til ferðarinnar. Verk Helgu á sýningunni í París

MICHELANGELO FOUNDATION for creativity and carftsmanship Í lok nóvember 2019 kom fulltrúi frá MICHELANGELO FOUNDATION í Sviss, Celine Vogt til Íslands til að kynna sér starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR. Hún valdi að koma í nóvember og hitta starfsmenn verkefnisins og skoða í


síða 22

HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2019 leiðinni kynningu HANDVERKS OG HÖNNUNAR í Ráðhúsi Reykjavíkur. Celine hafði skoðað vandlega heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR áður en hún kom til Íslands. Það liggur fyrir eftir þessa heimsókn að HANDVERKI OG HÖNNUN verður boðið að verða hluti af evrópsku tengslaneti stofnunarinnar. Sjá: www.michelangelofoundation.org

HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2019 Stofnfélagar sjálfseignarstofnunarinnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: 203 Fastir starfsmenn eru: 2 Fyrirlestrar, ráðgjöf og kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 1 Samsýningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 2 Fjöldi sýningardaga HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: 193 Fjöldi þátttakenda í samsýningum HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 30 Gluggasýningar/kynningar á Eiðistorgi: 4 Fjöldi sýningargesta á árinu: 16.000* Fjöldi einstaklinga sem skráðir eru á póstlista: 1.109 Fjöldi fréttabréfa HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: 51 Vinir HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Fésbók: 4.580 Fylgjendur á Instagram: 936 Sýningar/kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur á árinu: 1 Fjöldi þátttakenda í sýningu/kynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur: 55 Fjöldi kynningardaga í Ráðhúsi Reykjavíkur: 5 Fjöldi gesta á kynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur: 23.000* *áætlaðar tölur


Lokaorð

síða 23 Lokaorð

Undanfarin þrjú ár þ.e. 2016, 2017 og 2018 hefur starfseminni verið bjargað af ríkisstjórn Íslands með sérstöku fjárframlagi af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Fjárhæð til HANDVERKS OG HÖNNUNAR samkvæmt drögum að samningi 2018–2020 (sem hefur ekki verið undirritaður) duga ekki fyrir grunnrekstri verkefnisins. Viðbótarfjármagn 6M fékkst líka 2019. Með þessari viðbótarfjárveitingu ríkisstjórnarinnar fylgdi að nú væri í gangi heildarendurskoðun á öllum menningarmiðstöðum sem fá styrk frá menntaog menningarmálráðuneyti. Sérstakur verkefnastjóri var fengin af mennta- og menningarmálaráðherra til að skoða allar kynningarmiðstöðvar listgreina með það að markmiði að sameina þær að einhverju eða miklu leiti. Haldir voru fundir og skipuð verkefnastjórn í upphafi árs 2019. Tillögur áttu að liggja fyrir um mitt ár. Engar tillögur hafa verið kynntar og samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti verður ekkert gert í málinu. Framtíð HANDVERKS OG HÖNNUNAR er því í mikilli óvissu og það fimmta árið í röð. Þessi óvissa um framtíð HANDVERKS OG HÖNNUNAR ár eftir ár er ekki boðleg og hefur mikil áhrif á alla starfsemina. Þessi staða er í raun sóun á tíma og fjármunum. Flest verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR hafa langan aðdraganda og þessi óvissa hefur mikil áhrif á starfsemina og einnig á samstarf og verkefni bæði hérlendis og erlendis. Stjórn vekur athygli á því að starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR hefur nýst mörg hundruð manns um allt land. HANDVERK OG HÖNNUN hefur staðið fyrir fjölmörgum atvinnuskapandi verkefnum sem eru grasrótinni mjög mikilvæg, ekki síst sem tæki til stuðnings litlum einstaklingsfyrirtækjum um allt land. Stjórn vekur líka athygli á því að yfir 90% af starfandi handverks- og listiðnaðarfólki eru konur. Seltjarnarnesi 26.02 2020

______________________________________________________________ Sunneva Hafsteinsdóttir


Fylgiskjal 1

síða 24 Fylgiskjal 1

HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR 21. - 25. nóv. 2019 Niðurstöður viðhorfskönnunar Hér birtast niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þátttakenda í sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR sem haldin var 21.-25. nóvember 2019. Þátttakendur voru 55. Könnunin var framkvæmd dagana 2. - 12. des. 2019. Svörun var mjög góð en alls svöruðu 85% könnuninni.

1. Hefur þú áhuga á að sækja aftur um að taka þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur? 7% 7%

86% já

nei

vil ekki svara


Fylgiskjal 1

síða 25

2. Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var nú haldin í nítjánda sinn. Hve oft hefur þú tekið þátt? 0% 25% 34%

41% Var að taka þátt í fyrsta sinn.

Hef tekið þátt 2 til 5 sinnum

Hef tekið þátt oftar en 5 sinnum

Vil ekki svara

3. Að þínu mati, hver er ávinningurinn af þátttöku í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur? (hægt að merkja við fleiri en einn svarmöguleika) Finn fyrir aukinni sölu í kjölfar sýningarinnar. Að kynnast öðrum þátttakendum á sýningunni. Möguleiki á nýjum sölustöðum í kjölfar sýningarinnar. Að afhenda kynningarefni sem skilar sér til lengri tíma litið. Að fá viðbrögð við vörum sínum beint frá viðskiptavinum. Að geta kynnt vinnu- og verkferli sitt fyrir gestum Gott sölutækifæri. Enginn ávinningur Annað 0

5

10

15

20

25

30

35

40

45


Fylgiskjal 1

síða 26 4. Framboð vöru. Hakaðu í það sem við á:

0%

48% 52%

Ég er með meirihluta af mínum vörum í sölu allt árið á einum eða fleiri sölustað Ég sé nær eingöngu um sölu sjálf/ur (á vinnustofu, eigin vefverslun, markaðir og sýningar) Vil ekki svara

5. Ert þú meðlimur í einhverju eftirtalinna fagfélaga: Arkitektafélagi Íslands, Félagi húsgagna og innanhússarkitekta, Félagi íslenskra teiknara, Fatahönnunarfélagi Íslands, Félagi vöru- og iðnhönnuða, Félagi íslenskra gullsmiða, Leirlistafélagi Íslands eða Textílfélaginu?

7%

39%

54%

Nei

Vil ekki svara


Fylgiskjal 1

síða 27

6. Í ár var tekin ákvörðun um að sleppa prentuðum bæklingi og fara nýjar leiðir í kynningarmálum. Hvað finnst þér um þessar breytingar?

4%

33% 33%

30% jákvæðar

neikvæðar

hef ekki skoðun

vil ekki svara

7. Lögð var áhersla á að þátttakendur hefðu frumkvæði að því að kynna sýninguna. Hvað gerðir þú til að kynna þig og sýninguna? Hér var hægt að merkja við fleiri en einn svarmöguleika.

Keypti auglýsingar (RÚV, Bylgjan, Facebook, Instagram o.þ.h.) Hafði samband við einn eða fleiri ljósvakamiðla. Hafði samband við einn eða fleiri prentmiðla. Auglýsti sýninguna á Facebook/Twitter/Instagram/Snapchat Deildi rafrænum bæklingi Ekkert Annað 0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Annað: Setti í rafræntréttabréf / birti myndir og videó frá sýningunni


Fylgiskjal 1

síða 28 8. Á sýningunni lagði ég áherslu á að kynna nýjar vörur.

7%

2%

7%

84%

nei

á ekki við

vil ekki svara

9. Virðisaukaskattur 6% 6%

23%

59% 6%

Ég borga virðisaukaskatt af öllum mínum vörum Ég borga virðisaukaskatt af hluta af mínum vörum Ég er undir viðmiðunarmörkum skattayfirvalda og þarf því ekki að borga virðisaukaskatt Ég borga ekki virðisaukaskatt þar sem vörurnar mínar eru ekki virðisaukaskattskyldar Vil ekki svara


Fylgiskjal 1

síða 29 10. Mér fannst opnunartími sýningarinnar:

0%

0%

47% 53%

Of langur

Hæfilegur

Of stuttur

Vil ekki svara

Ef þér fannst opnunartíminn of langur, finnst þér að það eigi að: 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 Fækka dögum

Færri stundir per dag (jafnmargir sýningardagar)

Engum fannst opnunartíminn of stuttur .


Fylgiskjal 1

síða 30 11. Hvernig var salan samanborið við fyrri skipti?

0%

25%

32%

18%

25%

Var að taka þátt í fyrsta sinn og hef því ekki samanburð Seldi betur en áður Seldi svipað og áður Seldi minna en áður Vil ekki svara

12. Voru erlendir ferðamenn meðal viðskiptavina þinna á sýningunni?

41%

59%

Nei


Fylgiskjal 1

síða 31

13. Þátttakendur voru hvattir til að sleppa plasti og nota umhverfisvænni kosti t.d. til innpökkunar. Fórst þú eftir þessum tilmælum?

0%

0%

0%

7% 4%

89%

að mestu leyti

að einhverju leyti

að litlu leyti

nei

vil ekki svara

14. Skipulag í sal. Þrátt fyrir aukapláss í Ráðhúsinu, var ákveðið að fjölga ekki sýnendum heldur hafa rýmra í salnum. Hvernig fannst þér þetta virka?

0% 19%

2%

79%

vel

illa

hef ekki skoðun

vil ekki svara


Fylgiskjal 2

síða 32 Fylgiskjal 2 Samantekt – helstu verkefni 2000-2019

Samsýningar: Frá árinu 2000 hefur HANDVERK OG HÖNNUN haldið 70 samsýningar, þar af 35 úti á landi og 39 í Reykjavík. Heildarfjöldi þátttakenda í þessum sýningum er rúmlega 600.

Sýningar og samstarfsverkefni erlendis: HANDVERK OG HÖNNUN hefur tekið þátt í fjölbreyttum sýningum og verkefnum erlendis (m.a. Skotlandi 2017, París 2015, Kaupmannahöfn 2014 og 2003, Bornholm 2008, 2010 og 2012, Silpolen 2006 og Washington 2004 og Berlín 2000).

HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur: Haldnar hafa verið 19 sýningar/kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur frá árinu 2006. Þátttakendur frá upphafi eru tæplega 400 talsins.

Fræðslustarf: HANDVERK OG HÖNNUN hefur haldið 48 fyrirlestra og fræðslu erindi um allt land. Boðið hefur verið upp á einstaklingsráðgjöf í tengslum við fundi og viðburði. Unnið í samvinnu við menningarfulltrúa, atvinnuráðgjafa, Þekkingarnet og fleiri.

Kannanir: HANDVERK OG HÖNNUN hefur gert kerfisbundnar viðhorfakannanir hjá umbjóðendum sínum í mörg ár. Allar þessar viðhorfakannanir eru birtar á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR.

Fréttabréf: HANDVERK OG HÖNNUN sendir út rafrænt fréttabréf einu sinni í viku allan ársins hring. Á póstlista eru skráðir 1145 einstaklingar.

Vefur: Ný vefur var opnaður 2016 og á honum eru mjög fjölbreyttar upplýsingar og umfangsmikið myndefni. Myndir og upplýsingar frá öllum


síða 33

Fylgiskjal 2 sýningum og verkefnum á vegum HANDVERKS OG HÖNNUNAR og eru aðgengilegar á vefnum og því mjög mikilvæg heimild um handverk og listiðnað á Íslandi. Einnig er reynt er að kynna alla viðburði sem tengjast þessu sviði á vefnum s.s. sýningar, fyrirlestra, námskeið o.fl. Á vefnum eru ítarlegar upplýsingar um styrki, sýningarstaði, möguleika á vinnustofudvöl og menntunartækifæri á Íslandi og Norðurlöndunum. Vefurinn er á íslensku og ensku.

Upplýsingabanki: Í sérstökum gagnabanka á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru skráðir yfir 300 einstaklinga sem stunda handverk, listiðnað og hönnun á Íslandi.

Myndræn skráning: HANDVERK OG HÖNNUN hefur frá árinu 2000 unnið markvisst að því að láta mynda framúrskarandi listhandverk og hönnun í tengslum við verkefni og sýningar. Hjá HANDVERKI OG HÖNNUN er nú til mjög góður myndabanki sem geymir margt af því besta sem gert hefur verið í handverki og listiðnaði á Íslandi frá aldamótum.

Erlent samstarf: HANDVERK OG HÖNNUN er í samtökunum NNCA (Nordic Network of Crafts Associations). Þessi samtök vinna mikilvægt starf í að styrkja stöðu og kynna norrænt listhandverk heima og heiman. Þessi samtök stóðu fyrir umfangsmikilli sýningu á norrænu handverki, listiðnaði og hönnun í Grand Palais í París 2015 sem styrkt var af norrænum menningarsjóðum. Undirbúningur er hafinn við stóra sýningu NNCA í Galleri F15 í Moss, Noregi 2020. Þetta samstarf hefur líka leitt til skipulagningar á öðrum smærri viðburðum. Hópurinn nýtur norrænna styrkja til að hittast á tíu mánaða fresti.

Útgáfa: HANDVERK OG HÖNNUN hefur kynnt íslenskt handverk, hönnun og listiðnað í bókum sem komu út árin 2006, 2008 og 2010. Hver bók var prentuð í 5000 eintökum og var dreift endurgjaldlaust í öll sendiráð, stofnanir, fyrirtæki, bókasöfn og fleiri staði.


síða 34

Fylgiskjal 2 Samfélagsmiðlar: HANDVERK OG HÖNNUN er á Facebook (4.580 vinir) og Instagram (940 fylgjendur) og nýtir þessa samfélagsmiðla til að auðvelda skjólstæðingum og öðrum áhugasömum að fylgjast með starfseminni og nálgast upplýsingar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.