Apríl 2013
JCI Farfuglinn Ferðasögur 2012
Ferðast um heimsins höf með JCI Ísland
Í þessu tölublaði: • I-ið í JCI • Evrópuþing í Braunschweig, Þýskalandi • Multi-Twinning samstarf JCI Esju • European Academy, Svíþjóð • Nordic Academy, Eistlandi • Multi-Twinning samstarf JCI Reykjavíkur • Check-in Conference, Eistlandi • Helstu viðburðir á árinu 2013
Víðförlir félagar 2012 Einar Valmundsson, forseti JCI Reykjavíkur 2012 Guðbjörg Ágústsdóttir, JCI Esja
Það er vor í lofti og farfuglarnir eru farnir að tínast til landsins. Sömuleiðis fer sá tími að renna í hlað að við í JCI á Íslandi förum að hleypa okkar farfuglum af stað til annarra landa. Ánægjulegt er að sjá hversu marga ferðahugurinn hefur gripið og er það ábyggilega ekki síst ferðalöngum undanfarinna missera að þakka hversu áhuginn á alþjóðlegu senunni hefur vaxið. Félagar hafa komið heim með glampa í augum og ólæknandi þrá eftir meiru, eftir að hafa jafnvel bara farið á einn erlendan viðburð. Í þessu riti er að finna sögur frá þeim sem lögðu land undir fót á síðasta ári auk dýrmætra orða frá einum senatora okkar sem gegndi alþjóðlegu hlutverki í eitt ár. Allt þetta fólk gegnir jafnvel enn stærri hlutverkum árið 2013 en það gerði í fyrra, en undirskriftirnar endurspegla þá stöðu sem það gegndi á þeim tíma sem það ferðaðist.
Guðlaug Birna Björnsdóttir, JCI Esja Heiða Dögg Jónsdóttir, varalandsforseti 2012 Hrólfur Sigurðsson, JCI Lind Hulda Sigfúsdóttir, senator #67591 Katrín Þöll Gallo, JCI Norðurland
Ferðasögurnar gefa einungis nasasjón af því sem í boði er og verða vonandi fleirum innblástur til að nýta tækifærin sem í boði eru á hinum alþjóðlega vettvangi JCI.
Loftur Már Sigurðsson, senator #68068
Leggðu heiminn að fótum þér og mundu að heimurinn opnast upp á gátt ef þú bara tekur fyrstu skrefin. Erlendu JCI viðburðirnir eru svo sannarlega fjársjóðskistur sem enginn verður svikinn af að eltast við um heimsins höf. „The World Is Your Oyster.“
Silja Jóhannesdóttir, JCI Reykjavík
Heiða Dögg Jónsdóttir Varalandsforseti 2012
Viktor Ómarsson, landsforseti 2012
JCI Farfuglinn Ferðasögur 2012
I-ið í JCI Fólkið í skoðunarferðinni 2009 Á undanförnum 14 árum hef ég sem JCI félagi heimsótt fleiri lönd en mig hafði nokkru sinni dreymt um að heimsækja. Ef einhver hefði sagt mér á fyrstu vikum eða mánuðum JCI ferilsins míns hvert starfið myndi leiða mig, hefði ég hlegið fyrir utan það að ég hefði segt hverjum sem er að ég hefði ekki efni á svona miklum ferðalögum. En ég tók sénsinn og sparaði fyrir fyrsta Evrópuþinginu mínu og síðan hefur ekki verið aftur snúið. Það merkilega er að leiðin út í heim hófst á snjóþungum vegum Norðurlands í febrúar 1998. Ég var ásamt félögum mínum í JCI Nesi á leið norður á Akureyri. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja vinafélagið JCI Akureyri. Þetta 28 tíma ferðalag eftir snjóþungum vegum Íslands átti vissulega eftir að draga dilk á eftir sér. Mér eldri og reyndari félagar voru að ræða heimsþing JCI á Hawaii sem var nýafstaðið og Evrópuþing í Mónakó sem halda átti í júní þetta ár. Fyrir mér hljómaði Mónakó alveg ótrúlega spennandi og hlýtt þarna í hríðarbylnum á einhverri heiðinni á Norðvesturlandi.
Ég tel það hafa verið einn af stærstu lottóvinningum lífs míns að hafa kynnst I-inu í JCI. Auðvitað hefur þetta kostað en það sem ég hef fengið í staðinn verður aldrei hægt að verðleggja. Til að byrja með sótti ég fyrst og fremst námskeið á þingunum, kvöldnámskeiðin fannst mér sérstaklega skemmtileg. Akademíurnar urðu nokkrar og þar upplifir maður JCI á algerlega nýjan hátt. Ef þú sem þetta lest færð tækifæri til að sækja Akademíu á vegum JCI þá gerðu allt sem í þínu valdi stendur til að fara því það er ekki hverjum sem er boðið að sækja akademíur. En þó að staðir og viðburðir séu skemmtilegir og eftirminnilegir þá er það fólkið sem ég hef kynnst sem skiptir öllu máli. Rétt áður en ég varð senior félagi fékk ég einstakt tækifæri til að ferðast enn frekar, kynnast ennþá fleira fólki og eignast vini sem ég mun alltaf eiga að.
Í nóvember 2009 eftir viðburðaríkt heimsþing fór ég í skoðunarferð með nokkrum félögum. Við tilheyrðum öll sitthverri trúnni, kynþættinum og höfðum örugglega mjög ólíkar pólitískar skoðanir og Við systurnar í Bangladesh 2010 Teningunum var kastað og bakgrunn. Í þessari ferð ég tók ákvörðun um að skella mér á Evrópuþing. Það var voru líka systur mínar sem ég eignaðist á þessu sama ári. svolítið dýrt fannst mér en ég hafði ekki farið í sumarfrí Önnur er frá Bangladesh og hin frá Mongólíu. Þetta heillengi svo þetta var alveg réttlætanlegt. hljómar vissulega einkennilega en þannig er það nú bara. Einhver sérstök tengsl mynduðust á milli okkar þriggja sem Síðan hef ég farið á flest Evrópuþing og mörg heimsþing, ég get ekki útskýrt. landsþing annara aðildarlanda og akademíur svo fátt eitt sé nefnt. Með þessu flandri kynntist ég kjarna JCI Ég hefði aldrei fengið að upplifa þessa hluti ef ekki hefði starfsins og heimsótti staði sem mér hefði aldrei dottið í verið fyrir þessa fyrstu ferð til Mónakó 1998. Nú er hug að heimsækja án tengslanna við JCI. tækifærið þitt, Evrópuþing verður haldið í Mónakó í júní 2013 og ég held að röðin sé komin að þér að kynnast I-inu Ostende í Belgíu hljómaði til dæmis ekkert sérlega í JCI. Með orðum heimsforseta Chiöru Milani segi ég spennandi staður en var þegar þangað var komið “Dare to act”, taktu sénsinn! yndislegur evrópskur strandbær sem mig dauðlangar að heimsækja aftur fyrir utan allar skemmtilegu minningarnar Arna Björk Gunnarsdóttir sem eru tengdar þinginu sjálfu. Þannig er það með svo Senator #65290 marga aðra staði líka.
JCI IVP 2009
2 Ísland
Evrópuþing 2012 Þýskalandi
Dagana 13. til 17. júní var Evrópuþing JCI haldið í Braunschweig. Þingstaðurinn er staðsettur í miðju Þýskalandi og búa í borginni 245 þúsund íbúar. JCI Braunschweig hefur 90 félaga og hefur verið starfrækt frá 1977. Að venju fór hópur JCI félaga frá Íslandi á þingið en nokkur okkar ákváðu að koma við í Frankfurt en JCI Esja hefur verið í vinasambandi við það félag í þó nokkur ár. Þar sem Evrópuþingið var haldið í Þýskalandi bauð JCI Frankfurt upp á viðburð þar sem nokkur vinafélag víðsvegar úr Evrópu hittust dagana fyrir Evrópuþingið. Að lokinni nokkurra daga dagskrá í Frankfurt fóru JCI félagar með lest til Braunschweig. Þingið hófst með opnunarathöfn fyrir Evrópuþingsgesti sem voru að þessu sinni um 2200 talsins. Hún var glæsileg að venju en þar voru kynntir landsforsetar Evrópuþjóðanna og aðrir gestir. Einnig var boðið upp á skemmtiatriði. Eftir opnunarathöfnina var haldið svokallað „German Welcome Night“ þar sem JCI Þýskaland bauð upp á mat, drykk og skemmtun fram eftir nóttu. Opnunarathöfnin og „German Welcome Night“ var haldið í glæsilegri íþróttahöll sem heitir Volkswagen-Halle og vildi svo til að Þýskaland og Holland voru að keppa í Evrópumóti landsliða í fótbolta á sama tíma og því var leikurinn sýndur á risaskjá í höllinni fyrir áhugasama sem voru þó nokkrir. Eins og á öðrum Evrópuþingum hafði þetta þing upp á margt að bjóða eins og námskeið, fyrirlestra, sérdagskrá fyrir senatora og vörusýningu fyrir félagsmenn þar sem bæði framleiðendur vöru og þjónustu voru að kynna sínar vörur og einnig voru JCI félög að kynna sig og þá viðburði sem þau voru að skipuleggja. JCI Ísland var með sameiginlegan bás með hinum Norðurlöndunum og hafði Evrópuþingsfararstjóri JCI Íslands, Heiða Dögg Jónsdóttir, tekið með sér kynningarefni til að dreifa til gesta sem tóku því fagnandi enda ekkert meira spennandi en Ísland. Einn af áhugaverðum fyrirlesurum á þinginu var fjármálastjóri Volkswagen sem er einn stærsti bílaframleiðendi í heimi og ræddi hann um þróun þess markaðar sem var mjög fræðandi.
Evrópuþing JCI eru haldin einu sinni á ári. Þar hittast sendinefndir frá allri Evrópu og þinga um JCI, taka þátt í námskeiðum, hlusta á fyrirlestra og mynda tengsl við aðra félaga frá öðrum löndum. Nothing But Nets er eitt stærsta fjáröflunarverkefni hreyfingarinnar en JCI safnar fjármunum til að kaupa flugnanet til að berjast við malaríu í þróunarlöndunum.
Öll kvöldin höfðu upp á að bjóða skemmtidagskrá. Á öðrum degi var svokallað Alpakvöld sem haldið var í sporvagnageymsluhúsi þar sem þýskumælandi þjóðirnar þrjár, Þýskaland, Sviss og Austurríki, tóku höndum saman og buðu upp á þjóðareinkennandi rétti. Þriðja kvöldið var Nothing But Nets söfnunarkvöld sem haldið var í C1 Multiplex Cinema bíóinu í Braunschweig en þar var boðið upp á veitingar og skemmtidagskrá. Eftir nokkra daga af námskeiðum þar sem þýskt skipulag var í hávegum haft og nokkur skemmtileg partý var komið að lokakvöldinu en þá klæddu allir sig upp og mættu á galakvöldið. Á galakvöldinu voru aðildarfélög JCI verðlaunuð fyrir framúrskarandi verkefni. Boðið var upp á góðan mat og þegar leið á kvöldið steig á svið stórgóð hljómsveit sem hélt uppi stuðinu fram á nótt. Viktor Ómarsson, landsforseti JCI Íslands, átti afmæli þegar klukkan sló miðnætti á þessu kvöldi og auðvitað tók hljómsveitin afmælissönginn fyrir hann við góðar undirtektir. Eftir velheppnað Evrópuþing var haldið aftur til Frankfurt og síðan aftur til ástkæra Íslands.
Hrólfur Sigurðsson JCI Lind
3 Ísland
JCI Farfuglinn Ferðasögur 2012
Multi-Twinning samstarf JCI Esju Stutt söguágrip
Multi-Twinning í Frankfurt, júní 2012
Stuttu eftir stofnun JCI Esju í janúar 2006 fengum við póst frá JCI Frankfurt um að þau hefðu áhuga á að koma í heimsókn og hitta okkur JCI félagana. Við tókum vel í það og varð það að árlegum viðburði. Við endurguldum síðan heimsóknina með því að heimsækja JCI Frankfurt á árunum 2006-2007 og 2008.
Þegar komið var til Frankfurt beið meðlimur JCI Frankfurt á flugvellinum og lóðsaði okkur á hótelið. Eftir það nutum við tilverunnar og hvíldum okkur fyrir komandi átök. Við vorum auðvitað nokkuð snemma í því og komum tveimur dögum áður en dagskráin hófst. Fyrir mig var þetta bara spurning um peninga þar sem það er mun ódýrara að eyða helgi í Frankfurt en Reykjavík þegar maður er hvort eð er að fara þangað.
Á Evrópuþingi í Turku í Finnlandi var síðan undirritað formlegt vinafélagasamkomulag. Þá um haustið fórum við í 60 ára afmæli JCI Frankfurt, sem var um leið MultiTwinning viðburður þar sem Frankfurt var hluti að MultiTwinning sambandi. Í stuttu máli þá komum við JCI Esju félagar það vel fyrir að á lokakvöldinu var okkur boðið formlega að ganga í Multi-Twinning sambandið, en það átti að klára árið eftir í Lyon. Til að gera langa sögu stutta komst enginn frá okkur til Lyon enda hafði efnahagsástandið á Íslandi stórversnað. Samt sem áður héldum við sambandi við Frankfurt og komu þau í heimsókn áfram á árunum 2009, 2010 og 2011. Einnig hittum við Multi-Twinning félagana á Evrópuog heimsþingum. Þau félög sem eru í þessu Multi-Twinning eru: JCI Frankfurt JCI Budapest JCI Turku Aurajoki JCI Lyon JCI Birmingham JCI Leipzig JCI Esja
Twinning og Multi Twinning Á heimasíðu JCI (www.jci.cc) er Twinning eitt af sex opinberum verkefnum JCI. JCI Twinning tengir formlega saman tvö JCI aðildarfélög frá mismunandi löndum sem hafa áhuga á að starfa saman. Hlutverk og tilgangur er að læra, skiptast á hugmyndum, mynda tengsl, og öðlast einstakan skilning á heiminum með þátttöku í verkefnum með fólki frá mismunandi menningarsvæðum. Multi-Twinning verður til þegar fleiri en tvö JCI aðildarfélög eða aðildarlönd vinna saman.
4 Ísland
Dagur 0: Pre-tour Morgunninn byrjaði á því að Thorstein, sem kom með hóp félaga til Íslands í febrúar 2011, bauð okkur í týpískan þýskan morgunmat heima hjá sér. Boðið var upp á margar tegundir af pylsum, ostum og öllu því besta sem þýskur morgunmatur hefur upp á að bjóða. Með þessu var drukkinn sérstakur bjór sem hefð er fyrir að drekka með þess konar morgunmat. Eftir matinn fórum við í bíltúr og hinir ýmsu merkisstaðir skoðaðir. Meðal annars fórum við upp í Main Tower sem er hæsta byggingin í Frankfurt og fengum okkur svo ís á stað sem útbjó ísinn á staðnum fyrir framan okkur. Þetta var mjög vel heppnaður dagur í frábæru veðri. Fyrir kvöldið höfðum við fengið heimboð frá Wiebke. Hún bjó í mjög huggulegu hverfi í göngufæri frá miðbænum. Hún hafði einnig boðið nokkrum félögum frá JCI Frankfurt. Kvöldið var skemmtilegt. Það var grillað á rafmagnsgrilli úti á svölum þar sem bannað er að vera með opinn eld í fjölbýli í Þýskalandi. Maturinn var góður og vel útilátinn. Þarna komum við saman og hituðum upp fyrir leik Þýskalands og Portúgal. Eftir matinn var svo farið á bar rétt hjá þar sem við horfðum á leikinn ásamt innfæddum. Það var mjög mikil stemning og ekki sló það á gleðina að Þjóðverjar unnu leikinn. Það er alltaf gaman að fá heimboð frá vinum okkar. Eftir að hafa eytt smá stund á heimili þeirra áttar maður sig betur á þeirra aðstæðum og finnst mér ég þekkja þá betur á eftir.
Dagur 1 Við tókum því rólega þar sem dagskráin byrjaði ekki fyrr en um miðjan dag. Fyrir okkur sem voru komin snemma var boðið upp á stuttan göngutúr um nágrennið. Meðal annars var farið á Borgarströnd. Sumir fengu sér bjór á meðan aðrir notuðu tækifærið og skoðuðu safn sem var þarna rétt hjá. Hver og einn sá svo um að koma sér upp á hótel. Um kvöldið var haldið á veitingastað sem bauð upp á þjóðlega rétti. Þar hittum við svo fleiri meðlimi JCI Frankfurt og hina þátttakendurna í Twinninginu. Viðburðurinn var settur formlega og gögnum dreift á hópinn. Þar var setið yfir spjalli og bjórdrykkju eitthvað fram á kvöld og var svo farið á pöbbarölt um nágrennið. Þetta var mjög frjálslegt og afslappað kvöld og skemmtum við okkur konunglega.
Dagur 2 Eftir morgunmat vorum við sótt upp á hótel og gengum að höfuðstöðvum Chamber of Commerce í Frankfurt, stoppuðum þar stutt en fórum þaðan á skrifstofu lögfræðisviðs Chamber of Commerce. Þar vorum við með fund sem Wiebke stýrði, en fundarefnið var „How to deepen our partnership”. Fundurinn var með hefðbundnu JCI sniði. Allir kynntu sig og eftir það voru aðildarfélögin kynnt. Rætt var framhald að samstarfi félaganna og hvernig við tryggjum áframhald í starfi okkar þar sem nýtt fólk tekur við á hverju ári. Á fundinum voru einnig rædd möguleg verkefni sem félögin gætu unnið saman að og kæmu til þess að auka samskipti milli aðildarfélaga. Niðurstaða fundarins var að hafa mánaðarlega fundi á Skype og á þeim fundum ákveða verkefni sem hentar öllum félögum að vinna. Að lokum var svo boðið upp á hádegismat sem lagðist vel í alla viðstadda.
Matti er risastór, gul, uppblásin önd, sem er lukkudýr Multi-Twinning samstarfsins sem JCI Esja er hluti af. Hann á bróður í Aurajoki í Finnlandi sem heitir Steppo. Þeir reyna að hittast á Evrópuþingum.
Eftir hádegi heimsóttum við eplavínsverksmiðju en eplavín er mjög einkennandi fyrir Frankfurt svæðið. Ferðin var mjög skemmtileg og fræðandi og kynntumst við framleiðsluferlinu ásamt því hvernig vínið er markaðssett. Athyglisvert er að það er markmið hjá fyrirtækinu að fá engin aðföng frá meira en 100 km fjarlægð og um leið selja þeir engar vörur út fyrir 100 km radíusinn. Að lokum fengum við svo að bragða á hinum mismunandi tegundum eplavíns. Að venju fengum við smá tíma fyrir okkur sjálf seinnipartinn sem hver og einn ráðstafaði að eigin vild. Um kvöldið var JCI Frankfurt með viðburð sem haldinn er reglulega eða á ca. tveggja til þriggja mánaða fresti. Á þennan viðburð er öllum erlendum ríkisborgurum undir 40 ára boðið að koma og hitta annað ungt fólk og borða. Mest er um að ræða fólk í viðskiptalífinu sem er statt í Frankfurt vegna vinnu sinnar. Fyrir gesti kostaði 20 evrur að fara inn og fengu þau í staðinn 20 miða sem hver og einn gilti á barinn sem 1 evra til kaupa á áfengi eða öðrum drykkjum. Þetta var mjög skemmtilegur viðburður og stóð fram á nótt. Eftir þetta var leitað að opnum stöðum en eini staðurinn sem enn var opinn var næturklúbbur sem var með Black Night þema. Músíkin var ekki alveg fyrir minn smekk en þetta var alla vega mjög áhugavert. Að vanda vorum við að koma heim milli kl. 3 og 4. 5 Ísland
JCI Farfuglinn Ferðasögur 2012
Dagur 3 Við vorum ræst út snemma, enda vorum við búin að boða komu okkar í Ráðhús Frankfurt kl. 10. Um var að ræða morgunfund, við fengum að skoða húsakynnin og voru nokkrar ræður haldnar. Að þýskum sið var boðið upp á hvítvín og kringlur (Bretzel).
Þýskalandi hafi komið vel undirbúinn með fjöldann allan af regnhlífum. Eftir morgunmatinn var haldið niður á lestarstöð, ferðinni var heitið á Evrópuþing JCI. Við nutum þess að láta vini okkar sjá um allt. Eins og Þjóðverjum er einum lagið var hugsað fyrir öllu og var tekin með tunna af eplavíni til að drekka á leiðinni til Braunschweig.
Um leið og heimsókninni í Ráðhúsið lauk var farin gönguferð um nágrennið með leiðsögumanni sem sagði okkur frá sögunni og bendi okkur á sögufræga staði. Það var allt mjög áhugavert en þar sem leiðsögumanninum var svo mikið niðri fyrir gat hann ekki klárað ferðina alveg því við þurftum að, jú líka að borða. Fyrir valinu varð fínn ítalskur veitingastaður og var maturinn mjög góður, enda allir orðnir mjög svangir. Eftir hádegismat heimsóttum við Deutsche Bank og fengum sýnisferð um höfuðstöðvar þeirra. Þar sem starfsmenn bankans voru með í för fengum við að skoða fundarherbergi uppi á efstu hæð þar sem útsýnið yfir borgina er mjög gott. Eftir stutt frí um miðjan daginn var stefnan tekin á íþróttasvæði í Frankfurt. En þar höfðu JCI félagar fengið afnot af klúbbhúsi félagsins. Þar var heljarmikil dagskrá, en hún byrjaði á því að öllum var skipt í fjóra hópa og hver hópur fékk hráefni til sósugerðar og áttu þeir að gera græna sósu (sem er einskonar þjóðarréttur Frankfurt). Verkefnið var mjög skemmtilegt og hvort sem það var með vilja gert eða ekki þá voru verkfæri af skornum skammti og þurftu menn að semja á milli borða um að fá lánuð tæki. Síðan var dómnefnd sem skar úr um hvaða sósa var best. Um kvöldið var svo grillað og voru sósurnar notaðar með grillkjötinu. Við skemmtum okkur svo saman þarna nokkuð fram á kvöld en eftir skemmtunina var svo farið á bar í nágrenninu og stuðinu haldið áfram.
Síðasti dagur Vaknað snemma og hótelið yfirgefið. Að vanda var félagi úr JCI Frankfurt kominn til að lóðsa okkur á veitingastað þar sem boðið var upp á farewell brunch. Veitingastaðurinn var ekki langt frá hótelinu og stóð til að labba, en þegar út var komið var grenjandi rigning þannig að ákveðið var að taka leigubíl þrátt fyrir að vinur okkar frá
Niðurlag Ég hef farið á nálægt 30 JCI þing og viðburði utan Íslands. Hver viðburður er sérstakur, en Twinning viðburðir eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Á svona litlum viðburðum kynnist maður því fólki sem maður er með miklu betur en á stóru þingunum. Viðburðurinn kostaði 150 evrur og var allur matur og drykkir innifaldir. Einnig voru allar ferðir innifaldar í þessu verði. Lestarferðin til Braunschweig var einnig innifalin í verðinu en hún ein hefði kostað okkur 100 evrur. Frá þessu þingi hafa verið haldnir fjórir Skype fundir og ótrúlegt magn tölvupósta hefur verið sendur á milli manna. Unnið er hörðum höndum að því að finna verkefni sem félögin geta unnið saman að og er hugmyndin sú að lok verkefnisins verði á heimsþingi í Leipzig, en JCI Leipzig er auðvitað eitt af félögunum í Twinning grúppunni. Nú hefur einnig verið ákveðið að JCI Esja muni vera með Twinning viðburð samhliða landsþingi í september árið 2013.
Loftur Már Sigurðsson Senator #68068
6 Ísland
European Academy Svíþjóð
Í sakleysi mínu hélt ég á European Academy í ágúst á því herrans ári 2012. Fyrir þá sem ekki vita hvað European Academy er þá er það fjögurra daga þjálfun fyrir verðandi aðildarforseta hjá JCI. Ég bjóst við nokkrum dögum í góðra félaga hópi þar sem farið væri yfir helstu eiginleika og þætti góðs leiðtoga. Þar inn á milli yrði smá frístund og hún notuð í að skiptast á reynslusögum, bröndurum og almennum upplýsingum okkur til gagns og gamans. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað mér brá er ég mætti á svæðið og sá að miðað við þá dagskrá sem var fyrirhuguð yrði ég að frá sex á morgnana til rúmlega þrjú á næturnar og án þess að fá pissupásur hvað þá annað! Það varð úr, hvergi var tími til að líta í kringum sig hvað þá að taka smá aukadúr. Ég áttaði mig á því eftir fyrsta daginn að fimm mínúturnar sem ég hafði ætlað að eiga til að hringja heim og láta vita að ég væri komin á leiðarenda hefðu aldrei komið og enn vissi enginn heima við að ég væri heil á húfi komin á áfangastað. Stanslaust voru hópaverkefni, manni þrælað út í leikjum eða viðstöðulausar samkomur þar sem málefni JCI voru rædd í þaula. Eftir fjóra daga hef ég sjaldan eða aldrei verið jafn útkeyrð þrátt fyrir að telja með þann tíma þar sem ég vann 200% vinnu einn vetur og ég var á endanum farin að efast um að geðheilsan hefði þetta af.
European Academy, eða evrópska akademían er þjálfunarnámskeið fyrir verðandi aðildarfélagsforseta Hún er haldin einu sinni á ári í Svíþjóð í kringum mánaðamótin júlí – ágúst.
Þegar upp var þó staðið var þetta eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Aldrei var dauð stund og hver einasta mínúta var nýtt í að undirbúa verðandi forseta fyrir komandi ár. Hvort sem það var í hópeflisleikjum hangandi úr reipi í skóginum eða í formlegum þingaðstæðum með harðasta fundarstjóra sem fyrirfinnst norðan Alpafjalla þá var upplifunin alveg einstæð. Ég mun minnast þessara daga með hlýju í hjarta og gleði í sinni því þeir voru ekki bara fræðandi heldur framúrskarandi vel skipulagðir með það eitt að markmiði að allir þátttakendur fengju að njóta sín og héldu á brott með aukna vitneskju í farteskinu um hvernig bregðast eigi við þeim aðstæðum sem upp geta komið í félagsstarfi. JCI rokkar enn!!
Silja Jóhannesdóttir JCI Reykjavík
7 Ísland
JCI Farfuglinn Ferðasögur 2012
Nordic Academy Eistlandi
Að morgni 22. ágúst sl. lenti fljúgandi fákur á flugvellinum í Tallinn, Eistlandi. Um borð voru meðal annarra undirrituð og Einar Valmundsson. Ekki veit ég þó hverjir hinir um borð voru.
„Severance“ en ólíkt þeirri mynd þá enduðum við á góðum stað.
Ástæða ferðalags okkar var þátttaka okkar á JCI Nordic Academy en það er akademía fyrir verðandi landsstjórnarmeðlimi í Nordic löndunum. Nordic löndin eru í samstarfi og samanstanda af Norðurlöndunum auk Litháen, Lettlands og Eistlands.
Akademían fór fram í stórum kofa. Efri hæðin skiptist í tvo sali, stúlkur í öðrum og drengir í hinum. Það var mjög skemmtileg stemning og leið manni eins og í skólaferðalagi í „gamla daga“ þar sem allir sváfu þétt saman á dýnum á gólfinu.
Aðalleiðbeinandi akademíunnar var Lars Christian Eriksen frá Danmörku, sem einhverjir kannast við frá „Leadership akademíunni" í janúar 2012. Honum til aðstoðar voru þær Justina frá Litháen og Marju frá Eistlandi en allt leiðbeinendateymið stóð vel undir væntingum. Auk þeirra voru auðvitað fjöldi félaga frá Eistlandi sem sáu um skipulagningu og framkvæmd akademíunnar og eiga þau miklar þakkir skilið fyrir vel heppnaða og einstaklega skemmtilega akademíu.
Á neðri hæðinni var fyrirlestrarsalur en allar máltíðir voru borðaðar úti við undir vel byggðu skýli. Það er óhætt að segja að það hafi verið hressandi að ganga út í morgunsárið á meðan morgundöggin vætti grasið og gæða sér á heitum hafragraut með berjasultu í handunnum leirskálum og teiga vatn úr handunnum leirkrúsum. Það var mjög notalegt að komast í svo mikla snertingu við náttúruna og vera alveg einangruð fyrir umheiminum. Og þar af leiðandi var alger friður fyrir okkur til þess að kynnast og vinna að okkar málum.
Ég ætla nú ekki að fara út í hvað nákvæmlega var gert á þessari akademíu en heldur vil ég lýsa þeirri upplifun sem ég varð fyrir. Á miðvikudagskvöldi var kvöldverður í Tallinn til þess að bjóða hópinn velkominn og byrja að tengja okkur auk þess sem okkur gafst tækifæri á að hitta aðra JCI félaga í Eistlandi sem ekki voru að fara á akademíuna. Almennt fór fólk nú sæmilega snemma heim til þess að hvílast fyrir akademíuna en allir fengu „home hospitality" þessa nótt þar sem hinir ýmsu JCI félagar buðu okkur heim í gistingu. Eldsnemma á fimmtudagsmorgni hittumst við aftur og okkur var smalað í einkabíla þar sem okkur var ekið út fyrir bæinn, djúpt inn í þéttan skóg. Mér varð hugsað til hryllingsmyndarinnar
8 Ísland
Á akademíunni lærðu þátttakendur heilmikið um sjálfa sig, samstarf við aðra og að horfast í augu við fortíð, vinna í nútíðinni og líta til framtíðar. Við tengdumst nánum böndum og kynntumst hvert öðru vel hvort sem það var inni við eða úti, í grenjandi rigningu langt inni í skógi eða glampandi sól og svo má ekki sleppa því að minnast á heimasmíðaða heita pottinn þar sem margar skemmtilegar samræður áttu sér stað um JCI og annað. Eftir kvöldmat á föstudag tók við mögnuð lífsreynsla en þá fórum við í eldgöngu. Fyrir þá sem ekki vita þá er það að ganga ákveðna stutta vegalengd á glóandi kolum. Það var heilmikil athöfn sem fór fram áður en við gátum gengið á kolunum og þetta var mjög andleg upplifun. Og svo var komið að því að ganga á
heitum kolunum og viti menn, það var ekki svo mikið mál (jú, jú, það var heitt en ekki erfitt ef rétt gert). Það má með sanni segja að þetta var allt önnur upplifun en ég hélt í upphafi og ég lærði heilmikið um sjálfa mig í þessu ferli. Á laugardagskvöld átti hver þjóð að halda stutta kynningu og var skemmtilegt að kynnast hverri þjóð. Við Einar kynntum íslensku jólasveinana fyrir hinum og fannst þeim merkilegt hvað jólasveinarnir eru mikið fyrir að sleikja hluti (Askasleikir, Pottaskefill, Þvörusleikir). Og að sjálfsögðu voru svo allir yfir sig hrifnir af Inspired by Iceland myndbandinu sem við spiluðum fyrir þau. Á sunnudag fóru allir sælir og glaðir heim, búnir að kynnast og tengjast fjölda fólks frá Nordic löndunum. Ég náði að skoða Tallinn örstutt á sunnudag og hún er með fallegri borgum sem ég hef komið í og hún fer svo sannarlega á kortið yfir staði sem mig langar að heimsækja aftur. Nordic akademían sjálf var svo sannarlega upplifun sem ég mun minnast með gleði í hjarta alla ævi. Já já.. væmið - en sannarlega rétt.
Guðlaug Birna Björnsdóttir
Nordic Academy, eða norræna akademían er þjálfunarnámskeið fyrir verðandi landsstjórnarmeðlimi. Hún er haldin einu sinni á ári og skiptast aðildarþjóðirnar í norrænu grúppunni svokölluðu á að halda hana.
JCI Esja
Norræna grúppan samanstendur af landshreyfingum í löndum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Meðlimir eru JCI Ísland, JCI Danmörk, JCI Noregur, JCI Svíþjóð, JCI Finnland, JCI Eistland, JCI Lettland og JCI Litháen.
9 Ísland
JCI Farfuglinn Ferðasögur 2012
Multi-Twinning samstarf JCI Reykjavíkur Innan JCI er þó nokkuð um svokallað Twinning samstarf. Stutt lýsing á Twinning er sú að ákveðinn hópur myndar vinafélagatengsl, skiptist á heimsóknum og skoðar lönd hvers annars. European Multi Twinning (EMT) er elsti Multi-Twinning samstarfssamningurinn í Evrópu og inniheldur félög frá 8 þjóðum alls staðar frá Evrópu. Okkur var boðið að kynnast félagsskapnum með heimsókn til Villefranche sûr Saône í Beaujolais héraði í Frakklandi árið 2011 og fóru 3 félagar í heimsókn þangað. Heimsókn mín til Noregs í maí var liður í að JCI Reykjavík yrði fullgildur meðlimur. Ferðalagið hófst á föstudegi og var millilent í Osló áður en ég tók innanlandsflug til bæjar sem heitir Volda í vestur Noregi. Þegar þangað var komið voru JCI félagar mættir á svæðið til að grípa mann og fara í næsta bæ sem heitir Ulsteinvik, þar sem hittingurinn var. Eftir að hafa komið sér fyrir á glæsilegu hóteli var farið niður og þar voru JCI félagar hvaðanæva að frá Evrópu að kynnast og greinilegt að hópurinn var þéttur og ekki að hittast í fyrsta skipti. En staki Íslendingur var ekki lengi einn og féll vel inn í hópinn. Eftir gott spjall komu heimamenn og skiptu hópnum á milli sín og var farið með hvern hóp í heimahús til að kynnast betur og jafnframt var boðið upp á mat. Mínir gestgjafar voru ákaflega skemmtileg hjón sem nýbúin voru að reisa glæsilegt einbýlishús í firði þar sem fjölskylda hennar átti sveitabæ. Ekki skemmdi fyrir að útsýnið var stórkostlegt svo ekki sé meira sagt. Boðið var upp á hreindýrakássu og hafði húsbóndinn á heimilinu sjálfur skotið dýrið og verkað. Á veggjum heimilisins voru nokkur uppstoppuð dýr og nokkuð ljóst að húsbóndinn var liðtækur veiðimaður. Þegar ég ræddi þetta við hann sagðist hann ekki veiða mikið vegna vinnu sinnar þar sem hann vinnur á olíuborpalli en sagði þó að hann yrði öflugri fengi hann fjórhjól sem hann hefði augastað á. Voru allir karlmenn í boðinu sammála því, enda á græjufíkn sér engin takmörk. Eftir langa og góða kvöldstund var farið uppá hótel þar sem aðrir félagar voru komnir til baka og héldu samræður þar áfram fram eftir nóttu. Morguninn eftir var byrjað á fundi þar sem forsetar hvers aðildarfélags hittust og ræddu stækkun og hinn ýmsu JCI
10 Ísland
málefni. Að fundi loknum var boðið upp á frábæran mat á hótelinu. Eftir smá spjall var komið að formlegri setningarathöfn. Þar kom í pontu bæjarstjóri staðarins og fræddi okkur um sögu bæjarins í máli og myndum. Honum var tíðrætt um þær erfiðu aðstæður sem landssvæðið hefði þurft að ganga í gegnum í gegnum tíðina vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem eru á svæðinu þ.e.a.s. erfiðir firðir sem torvelda ferðalög og hversu kalt er á veturna. Því næst komu fulltrúar hvers JCI félags og færðu bæjarstjóranum smá gjafir frá sínu heimalandi. Þá er auðvitað slegið á létta strengi og því kom ekkert annað en brennivín til greina sem gjöf frá Íslandi og vakti það nokkra lukku enda hefur hróður brennivínsins borist víða. Að setningarathöfn lokinni var farið í heimsókn í skipasmíðastöð sem er einn af máttarstólpum bæjarins. Umrætt fyrirtæki er fjölskyldufyrirtæki og er þriðji ættliðurinn við stjórnvölinn núna. Margur hefði ætlað að ekki væri margt að sjá á vinnustað sem þessum en annað átti eftir að koma í ljós. Eftir að tekið var á móti okkur var mannskapurinn sendur í bíósal sem gefur okkar bíósölum ekkert eftir í gæðum. Upphófst mikil sýning á sögu fyrirtækisins og kom þá í ljós að þetta er engin venjuleg skipasmíðastöð því þeir sérhæfa sig í smíði á skipum sem eru líkari geimskipum en nokkurn tíma hefbundnum skipum. Þeirra aðalviðskiptavinir eru nefnilega olíurisarnir og sérhæfa þeir sig í rannsóknar- og þjónustuskipum. Meðal uppgvötvana sem þeir hafa gert og eiga einkaleyfi á er sérstök gerð af stefni sem er holt að innan þannig að í stað þess að reyna að kljúfa ölduna á úthöfunum gleypir skipið ölduna og hleypir sjónum svo út þegar skipið er komið í gegnum ölduna. Þannig næst fram meiri stöðugleiki sem gerir skipverjum kleift að vinna við erfiðari aðstæður. Jafnframt næst fram 10-25% eldsneytissparnaður og munar um minna. Fyrir áhugasama er um að gera að kíkja á heimasíðu fyrirtækisins: http://www.ulstein.com Eftir að hafa gengið um fyrirtækið var haldið til baka á hótelið og hófst þá undirbúningur fyrir þemapartý sem er hefð að hafa. Mætti þar hvert JCI félag í eins búningum og var svo með skemmtiatriði. Eftir gott partý fram eftir var kominn tími til að koma sér í rúmið.
Að morgni laugardagsins var haldinn annar forsetafundur. Að honum loknum var farið í rútu að skoða fyrirtæki sem héldu samfélaginu uppi í „gamla daga“ og hafa mótað samfélagið til dagsins í dag. Tekin var ferja yfir tvo firði til að komast á áfangastað. Fyrsta stopp var nýstofnað safn sem tileinkað er húsgagnagerð á svæðinu því samfélagið í kring á yfir 200 ára hefð fyrir gerð húsgagna. Húsgagnaframleiðsla hefur líka margfeldisáhrif á samfélagið því í þessu sveitarfélagi er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að smíða saumavélar því húsgögn þurfa jú áklæði sem eru saumuð í vélum. Eins og svo oft er með lönd á norrænum slóðum þá þurfum við að hafa sérstöðu gegn ódýrri framleiðslu austrænna landa, enda eru þeir ekki að smíða venjulegar vélar heldur háklassa vélar fyrir iðnað. Er þetta töluvert meira heillandi heimur en maður hélt fyrst. Meðal þróunarverkefna sem þeir eru að vinna að eru vélar til að merkja föt með laser geisla, fæst þá töluvert flottari dýpt í letrið o.s.frv. Ekki er ólíklegt að þetta verði í tísku innan fárra ára. Áhugasamir endilega kíki á http://www.amatec.no Því næst var farið í fyrirtæki sem framleiðir hægindastóla, sófa og stóla og selur út um allan heim. Fyrirtækið er yfir 30 ára gamalt og vel þekkt í heimi sófa og þæginda. Okkur var sagt frá fyrirtækinu í máli og myndum og mér til mikillar undrunar sá ég hægindastól sem var fyrsta framleiðsla fyrirtækisins og átti afi minn alveg eins stól heima á Íslandi. Ég ræddi við framkvæmdastjóra fyrirtækisins um stólinn og tjáði hann mér að stólinn væri orðinn safngripur og kominn á sama stall og stólar eins og „eggið“ ef fólk kannast við þá hönnun. Afi karlinn greinilega framúrstefnumaður. (http://www.ekornes.com/) Að þessu loknu fórum við til baka og allir gerðu sig klára fyrir galakvöld sem var haldið á hótelinu okkar. Þar mættu allir í sínu fínasta, heimamenn sáu um skemmtiatriði og veitt voru verðlaun fyrir hin ýmsu afrek t.d. fyrir það aðildarfélag sem átti flesta meðlimi á staðnum. Vart þarf að taka fram að gleðin stóð lengi frameftir. Morguninn eftir var komið að kveðjustund og heimferð. Voru gestgjafar okkar búnir að skipta hópnum niður og voru allir keyrðir upp á flugvöll til að allir næðu sínu flugi á réttum tíma. Þessi stutta lýsing á ferðinni er bara dæmi um það sem gert er innan JCI og það sem félagsskapurinn hefur upp á að bjóða. Í stað hefbundinna sólarferða hef ég kosið nýta frítíma minn í JCI félagsskapinn og séð og upplifað nokkuð sem fæst ekki í klisjukenndum pakkaferðum. Á árinu sem er að líða hef ég farið nokkrar ferðið sem hafa allar verið skemmtilegar og ákaflega gefandi. Má þar nefna áður nefnda ferð til Noregs, heimsókn til JCI Frankfurt, Evrópuþing í Braunschweig í Þýskalandi, Nordic Academy í Eistlandi, landsþing Noregs og svo loks forsetafundur í Dublin í nóvember.
Twinning og MultiTwinning samstarf innan JCI er vinafélagasamband milli tveggja eða fleiri aðildarfélaga í mismunandi löndum. Með slíkum vinafélagatengslum aukast möguleikarnir á samstarfi á alþjóðavísu og boðið er upp á að kynnast félagsstarfi og meðlimum í JCI aðildarfélögum annarra landa á einstakan hátt.
Varðandi árið 2013 er af nægu að taka varðandi mögulegar ferðir fyrir félagsmenn. Sjálfur hef ég hug á nokkrum ferðum og má þar nefna Luxemborg, Danmörk, Belgíu, Berlín, Mónakó og loks Ríó í Brasilíu. Hvet ég því félagsmenn til að drífa sig erlendis og njóta.
Einar Valmundsson Forseti JCI Reykjavíkur 2012 11 Ísland
JCI Farfuglinn Ferðasögur 2012
Check-in Conference Eistlandi
Ég kom heim með fráhvarfseinkenni eftir frábært Evrópuþing í Brúnsvík (Braunschweig), Þýskalandi og var hungruð í eitthvað að gera eitthvað meira alþjóðlegt á vegum JCI. Því fór ég að skoða möguleikana og komst að því að það væru helst tveir viðburðir sem kæmu til greina. Það var annars vegar landsþing JCI Írlands eða landsþing JCI Eistlands sem voru haldin á svipuðum tíma um haustið. Ástæðurnar eru einfaldlega þessar. Írland er mér alltaf ofarlega í huga því ég elska Írland og allt sem írskt er en Eistland kom sterkt inn, m.a. því dagskrá þingsins var mjög spennandi og metnaðarfull og ég hafði aldrei komið þangað. Þar stefndi jafnframt í fjölmennt þing, stærra en á Írlandi. Það var hins vegar aldrei spurning um að ég myndi skemmta mér rosalega vel á hvorn staðinn sem ég færi, því ég hafði kynnst frábæru fólki frá báðum þessum löndum á Evrópuþinginu. Það varð þó úr að ég fór til Eistlands um miðjan september 2012. Þingið bar yfirskriftina Check-in Conference. Dagskráin var sett upp þannig að hún höfðaði mjög til fólks í atvinnulífinu, enda var þetta meira ráðstefna en landsþing hvað þetta varðaði og voru þátttakendur ekki eingöngu JCI félagar. Fjórar fyrirlestrarlínur voru keyrðar á tveimur dögum þar sem var a.m.k. alltaf einn fyrirlestur á ensku á hverjum tíma svo það var síður en svo til vansa að vera ekki mælandi á eistneska tungu. Efnið var allt mjög markaðsmiðað og var t.d. mikil áhersla á það hvernig ætti að hasla sér völl á erlendum markaðssvæðum, hvort sem það var fyrir erlend fyrirtæki sem ætluðu sér að hefja starfsemi í Eistlandi eða eistnesk fyrirtæki sem ætluðu sér að vaxa út fyrir landssteinana. Innlendir sem og erlendir fyrirlesarar voru fengnir til að tala. Þetta var allt þungavigtarfólk með mikla reynslu af stofnun fyrirtækja eða útibúa utan síns heimalands, markaðsráðgjafar og fleira gott fólk, sumt með innsýn í allt öðruvísi viðskiptahætti en tíðkast á vesturlöndum, eins og t.d. Eistlandsaðflutti Kínverjinn sem kynnti fyrir okkur hvernig viðskiptasambönd myndast í Kína. Heilt á litið mjög fróðlegt. En þetta var auðvitað ekki bara ráðstefna. Fyrir mig var þetta líka tækifæri til að kynnast fólkinu betur sem ég hafði hitt á Evrópuþinginu.
12 Ísland
Ég var sótt á flugvöllinn í Tallinn á miðvikudagsmorgni af þeim Margit Alep og Martin Raud, forseta JCI Viljandi 2013. Þessum fyrsta degi í Eistlandi eyddi ég inni í gömlu borginni í Tallinn sem er afskaplega heillandi miðaldaborg með sjarmerandi hellusteinslögðum götum og hæfilega gamaldags byggingum. Að loknum vinnudegi hjá Margit lögðum við svo í hann og keyrðum til Põlva í SuðurEistlandi þar sem við gistum hjá foreldrum hennar eina nótt. Daginn eftir sýndi Margit mér eistneska náttúru, ár, fen og skóga. Eitthvað við þennan dag og umræðuefni okkar yfir daginn kveikti í mér ákveðna hugsun um að þjóðirnar okkar tvær væru ekkert svo ólíkar í viðhorfum til margs þótt náttúran okkar sé ansi ólík á marga vegu. Lággróðurinn er þó svipaður, ég fann þarna bæði hreindýramosa og krækiber, en trén eru talsvert fleiri og hærri í Eistlandi. Tilvist náttúruvætta er hins vegar ekki afskrifuð þar, frekar en hér á landi. Að kvöldi þessa dags keyrðum við inn til Tartu, sem er önnur stærsta borg Eistlands og þekkt háskólaborg í 200 km fjarlægð frá Tallinn. Við náðum aðeins að kíkja á bar fyrir svefninn og mér til mikillar undrunar sá ég á matseðlinum að þeir bera fram íslenskt lamb þar! Mér gafst þó ekki tími til að smakka það, en forvitin var ég. Á föstudegi hófst ráðstefnan. Setningarathöfnin dró fram þemað sem fólst í nafni ráðstefnunnar þegar dyrnar lukust upp og inn þustu JCI flugþjónar og -freyjur, sem sýndu okkur útgönguleiðir og fóru yfir öryggismálin með okkur. Eftir setningarathöfnina dreifðust svo hinir fjölmörgu þátttakendur nokkuð vel á fyrirlestrana, sem voru eins og fyrr sagði áhugaverðir og af háum gæðastaðli. Í lok dags var okkur erlendu gestunum ásamt senatorum smalað saman í litla kvöldverðarvísindaferð í nýsköpunarsetur. Þar er frumkvöðlum á ýmsum sviðum boðið upp á húsnæði og aðstoð við að ná tökum á bókhaldinu fyrstu tvö árin eða svo. Þarna voru því jafnt innanhússhönnuðir og tölvufyrirtæki. Húsið var líka æðislegt og minnti svolítið á fallegt og reisulegt timburhús af Árbæjarsafni. „Check-In“ þemað hélt áfram um kvöldið með skemmtiatriðum frá aðildarfélögunum. Þarna voru „Turkish Airlines“, „Bollywood Airlines“, „Business Airlines“ og allt þar á milli. Svo var náttúrlega bara partý og dansað!
Daginn eftir héldu fyrirlestrarnir áfram. Í þann mund sem ég ætlaði að setjast inn í einn salinn svifu hins vegar á mig velviljaðir senatorar, sem tilkynntu mér að ég og Reda, ný vinkona frá Litháen, værum velkomnar í senatorasiglingu um ána sem rennur í gegnum Tartu. Við ákváðum að slá til og eltum þá út að bát sem var smíðaður samkvæmt fornu bátslagi. Slíkir bátar eru kallaðir „Peipsi barges“ og eru hálfgerðir fljótaprammar sem voru notaðir til verslunarflutninga á ám og vötnum. Þar sem það rigndi var okkur beint inn í rúmgott bátshúsið. Þar var annaðhvort í boði að setjast flötum beinum á sauðargærur eða raða sér hringinn í kringum borð neðanþilja. Veitingarnar samanstóðu af þurrkuðum, reyktum fiski, eistneskum bjór og snafsi bátsmannsins. Harmonikkutónlist ómaði að innlendum sið fyrsta klukkutímann, en þegar stytti upp drifu sig allir út og nutu þess að fljóta eftir ánni. Margir klifruðu upp á þak bátsins þar sem allt í einu birtist freyðivínsflaska! Það er sko ekki hægt að kvarta yfir rausnarsemi við senatora og í þessu tilviki einnig erlenda gesti sem höfðu verið boðnir velkomnir. Bátsferðin tók enda í tæka tíð fyrir galakvöldið. Það var haldið í ráðstefnuhöllinni þar sem búið var að setja upp hringborð og dúka allt upp á glæsilegan hátt. Enn var okkur erlendu gestunum sýndur mikill heiður með því að úthluta okkur sæti svo til alveg uppi við sviðið. Við fengum einnig túlk á borðið okkar, sem þýddi fyrir okkur þegar við átti. Þarna voru verðlaunaafhendingar fyrirferðarmiklar, en svo kom að hinni víðfrægu víkingaskál sem er séreinkenni norrænu þjóðanna innan JCI, þ.e.a.s. innan norrænu grúppunnar. Þá koma allir landsforsetar upp sem staddir eru á viðkomandi landsþingi og drekka skál með nýkjörnum landsforseta. Þar sem ég var fulltrúi Íslands á staðnum, þá fékk ég að taka þátt í þessu og skálaði við Kaspar Loog, landsforseta JCI Eistlands 2013 með fjallagrasasnafsi. Eftir að dagskrá lauk fórum við á stað sem heitir Maasikas, eða Jarðarber á íslensku. Þar dansaði maður af sér það litla sem eftir var af fótunum eftir að hafa tiplað um á pinnahælum allt kvöldið. Þá lauk jafnframt ráðstefnunni.
Landsþing JCI Eistlands, Check-In Conference, var jafnframt metnaðarfull ráðstefna fyrir fólk í atvinnulífinu. Þar voru 366 þátttakendur, fjórar fyrirlestrarlínur, fjölmargir erlendir gestafyrirlesarar og lykilorðin voru: “New markets, attractive investors, international teams and successful business strategies.” Á galakvöldi, sem jafnframt var TOYP athöfn, fóru fram verðlaunaafhendingar og nýr senator bættist í hinn fríða senatorahóp JCI International.
Daginn eftir lá leiðin aftur til Tallinn. Þar eyddi ég nokkrum dögum til viðbótar áður en ég kom loks heim í tæka tíð fyrir okkar eigið landsþing. Í Tallinn var ég hinn dæmigerði ferðamaður, rölti um miðbæinn, fór í túristastrætó, skoðaði alþýðusafn, borðaði elgsúpu á miðaldastemmdu ráðhússknæpunni, og naut áfram-haldandi gestrisni vina minna og vina þeirra. Þar með talið brasilísks sendiráðsstarfsmanns sem bauð okkur í heimsókn í saunu og snarl í íbúð sem hefði gert hvern lesanda Húsa og híbýla grænan af öfund. Ég gæti ekki verið sáttari við að hafa farið á landsþing Eistlands. Kunningjarnir urðu vinir, senatorarnir báru vott um hvílíkan mannauð og dugnaðarfólk landið hefur upp á að bjóða og sagan og menningin er svo sannarlega eitthvað til að gera mig vinveitta landi og þjóð um aldur og ævi. Ég á örugglega eftir að fara til Eistlands aftur og veit að ég verð ævinlega velkomin, slíkt var viðmótið og gestrisnin hjá öllum sem ég hitti.
Heiða Dögg Jónsdóttir Varalandsforseti 2012
13 Ísland
Helstu viðburðir á árinu 2013 Vorboðarnir EVRÓPUÞING, 29. maí – 1. júní 2013 Monte Carlo, Mónakó http://jci-ec2013.com/ http://www.facebook.com/groups/146029432105930/
HEIMSÞING, 4. – 9. nóvember 2013 Rio de Janeiro, Brasilíu http://www.jcicongressrio2013.com http://jciworldcongressrio2013.blogspot.com.br http://www.facebook.com/jciwc2013 http://twitter.com/jciwc2013
COC Academy, 23. – 28. apríl 2013 Roosta, Eistlandi Fyrir skipuleggjendur stórra viðburða http://cocacademy.org/ http://www.facebook.com/jci.coc.academy
JCI Academy, 4. – 13. júlí 2013 Fukuyama, Japan Fyrir verðandi landsforseta
Fyrstu farfuglarnir 2013 fyrir utan landsforseta, sem fór á forsetafund í febrúar í Lúxemborg, eru fjórir félagar úr JCI Reykjavík sem fara til Hasselt í Belgíu þann 9. maí á Multi-Twinning ráðstefnu.
Haustferðalangar JCI Esja verður gestgjafi í sínum Multi-Twinning vinafélagahópi í september 2013 og mun tvinna þann viðburð saman við landsþing JCI Íslands sem haldið verður í Stykkishólmi 27. - 29. september 2013. Nú þegar eru 11 erlendir gestir skráðir!
http://www.jci.cc/events/en/jciacademy
European Academy, 2. – 6. ágúst 2013 Gautaborg, Svíþjóð Fyrir verðandi aðildarfélagsforseta http://www.jci.cc/events/en/jciacademy http://www.jcisweden.se/jciea https://www.facebook.com/JCIEuropeanAcademy
Ísland Hellusundi 3, 101 Reykjavík jci@jci.is | www.jci.is
Nordic Academy, 22. – 25. ágúst 2013 Litháen Fyrir verðandi landsstjórnarmeðlimi http://www.jcinordicacademy.org/
JCI Farfuglinn Apríl 2013 Ábyrgðarmaður: Heiða Dögg Jónsdóttir Sími: +354-698-9045 Netfang: heida@jci.is