Karitas Bjarkadóttir
a.m.k
(ég hata þetta orðasamband)
2018
a.m.k. (ég hata þetta orðasamband) ©Karitas Bjarkadóttir 2015, 2016, 2017 og 2018 Öll réttindi áskilin Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar. Kápa: Karitas Bjarkadóttir Umbrot: Karitas Bjarkadóttir Prentvinnsla: Háskólaprent
Laugardagur 28. janúar 2017 það eru liðnir rúmir tveir sólarhringar síðan við töluðum saman síðast. það er met, síðan við kynntumst hefur það alltaf verið að minnsta kosti eitt „hæ“ á dag. hann sagðist ætla að heyra í mér þegar við værum bæði búin að melta þetta og taka þetta inn. ég er búin að því. held ég. nokkurn veginn allavega. en ég ætla svo sannarlega ekki að vera sú sem hefur samband á undan. það er hans meginn í þetta skiptið ég hafði aldrei séð hann gráta fyrr en þennan eftirmiðdag umkringdan túristum í hallgrímskirkjunni. hann hafði oft minnst á það við mig að hann þráði að gráta, en samt hélt hann aftur af sér, og hleypti því ekki út. ég ákvað að þetta væri hvorki staðurinn né stundin til að benda honum á það. endirinn byrjaði samt ekki þarna í hallgrímskirkjunni. í eiginlegum skilningi byrjaði hann um leið og byrjunin, því ég vissi allan tímann að það myndi koma að þessu. við erum ólík, óörugg, og tvær ólíkar og óöruggar manneskjur eiga í flestum tilfellum ekki samleið. að minnsta kosti ekki til lengri tíma. en endirinn í algengari skilningi byrjaði fyrir utan tækniskólann í kuldanum frá sólinni, uppáhalds veðrinu mínu sem hann hafði kvartað undan alla leiðina að sundinu þar sem við sátum og hann reykti. ég vissi hvað var í vændum, því við vorum bæði hljóðlát, og ég var búin að tipla á tánum síðustu tvær vikurnar. hann byrjaði að tala. ég hlustaði. reyndar með hálfan hugann við eftirmiðdegið í júlí þegar við kysstumst í portinu hjá þjóðarbókhlöðunni, hélt í þá minningu til að halda kúlinu og stoltinu og við færðum okkur inn því það var kalt og ég bara á sokkabuxunum. hann hélt áfram að tala. ég svaraði og lagði inn mitt orð, en gat ekki tekið augun af hulstrinu á símanum hans sem lá á borðinu á milli okkar. þegar ég hafði keypt það var það gult og 3
hann hélt áfram að tala. ég svaraði og lagði inn mitt orð, en gat ekki tekið augun af hulstrinu á símanum hans sem lá á borðinu á milli okkar. þegar ég hafði keypt það var það gult og nýtt úr leðri með hufflepuff merkinu á. ég hafði gefið honum það að gjöf því ég keypti mér nýjan síma sem passaði ekki í það. síðan þá hafði það verið málað, á það límdir límmiðar, og gervi-leðrið var farið að láta á sjá. en öðru hvoru skaut ég augunum á það. efsta límmiðann, sem á stóð „brothætt“. og í hvert sinn sem hann sagði eitthvað vont horfði ég á límmiðann. „brothætt“. vissulega er það síminn sem er brothættur. en ég líka. hann líka.
4
a.m.k. (ég hata þetta orðasamband) hver er minnsti kosturinn? hver ákvarðar hann? minnsti kosturinn af hverju? ER ALDREI NEITT NÓG?
7
Þessi stelpa (vol. 1) mig langar að vera þessi stelpa. þú veist, þessi stelpa sem lifir lífinu í bleiku. þessi stelpa, sem lætur alla fá la vita e bella á heilann, bara með því að ganga fram hjá þessi stelpa, sem ástsjúkt fólk skrifar ljóð um og vísar í eina einungis sem „hún“. „hún hafði þessi la mer áhrif þennan yndislega léttleika sem einkenndi parís á tímum sem ég var ekki til á.“ þessi stelpa, grætur ekki yfir hlutum sem hún fær ekki breytt. hún er sterk, hún er ákveðin, hún gerir það sem hún vill, þegar hún vill það. þessi stelpa reykir franskar sígarettur. svo langar að maður þekkir hana í margmenni, af stönginni sem stendur uppúr þvögunni og reyknum sem stafar frá henni. kannski er ég þessi stelpa, kannski mun ég aldrei verða þessi stelpa, en vonandi fæ ég að minnsta kosti að kynnast henni. 8
Þessi stelpa (vol. 2) ég hitti þessa stelpu um daginn þú veist, þessa stelpu sem hlustar á franskt rokk og keðjureykir til að mótmæla hugmyndinni sem þeir hafa af okkur þú veist, okkur sem kynslóð og svona og einskisnýtum, útlits- og sjálfsdýrkandi letingjum. hún var allavega þarna, hinum meginn við glerið, og starði jafn mikið á mig og ég á hana ég gat ekki litið undan. hún fann það, svo hún hallaði sér fram, með la vita e bella í bakgrunni, horfði djúpt í augun á mér og spurði mig svo; „er þetta spegill?“ þegar ég svaraði neitandi kinkaði hún kolli, hallaði sér aftur og hvarf svo, jafn snögglega og hún birtist.
9
Ástríðulausa stelpan það var einu sinni stelpa sem átti enga ástríðu aðra en að finna sér ástríðu. hæfileiki þessarar stelpu var einmitt sá að finnast hún hæfileikalaus ekki nógu góð í alltof mörgu auðveldu hún hafði líka mikla ástríðu fyrir því.
10
Lífið er lag mér líður eins og lífið sé lag sem ég er með á heilanum, nema hvað að það er á tungumáli sem ég kann ekki, og hversu mikið sem ég reyni get ég ekki sungið með, nema kannski brotabrot af orðum sem ég skil ekki en kann að herma eftir.
11
Óðurinn til barnæskunnar ég man að ég var að hugsa um þig þegar ég var allt í einu stödd á leikvelli barnæsku minnar. hangandi í rólu sem minnti mig bara á hvað ég hef stækkað í hnédjúpum snjó með sultardropa í nefinu í aðeins of stórri úlpu og aðeins og þröngum skóm. ég man að ég var að hugsa um þig þegar ég hallaði mér aftur í fastgreipum barnæsku minnar. með höfuðið danglandi og lét frostöldurnar skola mér langt héðan á bjartari stað með vori og hlátrasköllum í flíspeysu eldri en ég og skóm af stóru frænku.
12
Kuldinn ég hef oft sagt að kuldinn fari mér best. þá er ég föl í takt við tímann, og leið í takt við birtuna, og það er allt saman gott og blessað. því ég hef svo ótrúlega oft brennt mig. og þess vegna eru kalsár kærkomin. því kuldinn brennir ekki, og það er allt saman gott og blessað. og kuldinn er svo grimmilega góður. því hann hrifsar af þér andann, og murkar úr þér lífið, og það er allt saman gott og blessað. svo ef ég verð einhvern tímann úti, í skjóli kalfrosts og blindhríða, þá er það allt saman gott og blessað og kærkomið sem kalsárin.
13
Kletturinn ég sit andspænis kletti. ég og þessi klettur höfum þekkst lengi, stundum oftar en annars. þegar ég var 12 ára og viss um fleira en ég er núna, tók ég upp myndband á þessum kletti. það var tekið upp á bleika digital myndavél, en ég get samt ómögulega fundið það. sem er kannski svolítið táknrænt, því það var í síðasta skiptið sem ég nálgaðist þennan klett glöð. um hálfu ári seinna byrjaði ég að koma til hans oftar, leiðari með hverju skiptinu, ákveðnari með hverju skiptinu. samt aldrei nógu ákveðin. og núna sit ég andspænis klettinum, í þykjustunni-störukeppni við hann því allir vita að klettar geta ekki starað
14
Garðaprjón á Pósthússtræti það var þögn. og eins og svo oft þegar það var þögn, var hún ekki þrúgandi fyrr en hún var rofin, með orðræðu sem beindist ekki að mér. svo ég starði bara fram, og undirbjó svör og brandara og reiðilestra sem ég vissi samt að ég myndi aldrei geta flutt. en það er huggandi að lifa í sjálfsblekkingu, um eigin getu og annarra í samskiptum og samskiptileysi, eins og einhver kunni eitthvað.
15
Að ganga sólina á enda þú fórst fyrir korteri. ég veit það því ég sá næsta strætó, gægjast fyrir hornið. svo ég setti á mig sólgleraugun og gekk sólina á enda. það er fínt að ganga sólina á enda, sérstaklega í mildu, hlýju veðri, eins og núna, (nógu hlýtt fyrir enga vettlinga) samt sagðirðu að bráðum kæmi lægð. og þú hafðir rétt fyrir þér, því þegar ég var búin að ganga sólina á enda kom hún.
16
Einskismannskona ég er einskismannskona. tilheyri ekki neinum enginn tilheyrir mér og er bara sátt ég er einskismannskona horfi yfir autt rúmið teygi úr mér letina en er bara sátt því ég sakna ekki þín heldur sakna ég minninganna og kattarins þíns.
17
Rauður bíll ég frétti að þú ættir rauðan bíl sem er í sjálfu sér allt í lagi og svo sem ekkert óalgengt. en alltaf þegar ég sé rauðan bíl fæ ég hnút í magann svona code red ástand. sem er frekar kaldhæðnislegt.
18
Hryggbrotin ég veit ekki hvað það er kannski er það tíminn sem það tók þig að hafa aftur samband eða kannski ertu bara kunnuglegt andlit á ókunnugum tímum. en mest grunar mig þó að ég þrái það að þú verður ástfanginn af mér aftur svo ég geti hryggbrotið þig og spurt þig svo hvernig þér líði.
19
Sólarrifurnar þú baðaðir þig í sólarrifunum frá gluggatjöldunum og ég var ekki viss hvort hún væri að koma eða fara sólin það er að segja. ég var í bleika silkináttkjólnum. þú veist, þessum sem ég hengi alltaf upp þegar það koma gestir til að gefa herberginu og mér smá karakter. en ég var allavega að skoða þig telja freknurnar á nefinu þínu sem virðast safnast upp með hverju sumrinu sem við eigum saman og ég vissi þá, að svona vildi ég alltaf vera. liggjandi í hvítu rúmi og bleika silkináttkjólnum með sólina í bakinu og þig á maganum.
20
E F N I S Y F I R L I T:
21
AÐ GANGA SÓLINA Á ENDA
bls. 14
A. M. K. (ÉG HATA ÞETTA...)
bls. 5
ÁSTRÍÐULAUSA STELPAN
bls. 8
EINSKISMANNSKONA
bls. 15
GARÐAPRJÓN Á PÓSTHÚSST.
bls. 13
HRYGGBROTIN
bls. 17
KLETTURINN
bls. 12
KULDINN
bls. 11
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR
bls. 3
LÍFIÐ ER LAG
bls. 9
ÓÐURINN TIL BARNÆSKUNNAR
bls. 10
RAUÐUR BÍLL
bls. 16
SÓLARRIFURNAR
bls. 18
ÞESSI STELPA (VOL. 1)
bls. 6
ÞESSI STELPA (VOL. 2)
bls. 7