Kynning á launatengdum málum

Page 1

Kynning á launatengdum málum Starfsmenn sundlauga Reykjavíkur

www.itr.is


Upplýsingar og útskýringar á vaktahvata, jöfnun vinnuskila, launatímabili og annað tengt launum er m.a. hægt að finna inn á betrivinnutimi.is sem og kjarasamning Sameykis og Reykjavíkurborgar en hér verða helstu upplýsingar er snerta þessi málefni dregin fram í stuttu og hnitmiðuðu máli. Upptalningin er alls ekki tæmandi og er hún gerð með fyrirvara um villur en efnið er tekið af síðunni betrivinnutimi.is og workplace síðu, Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu á VEL.

Vaktahvati, hvað hefur áhrif (hækkar hann og lækkar) Vaktahvati greiðist sem hlutfall mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á skipulögðu vaktaplani. Vaktahvati getur mest gefið 12,5% af mánaðarlaunum og minnst 2,5%. Til að starfsmaður fá greiddan vaktahvata þarf sá hinn sami að vinna að lágmarki 42 klst. utan dagvinnu á mánuði og mæta á a.m.k. 14 vaktir og vera með að minnsta kosti tvær tegundir vakta. Tegundir vakta eru fjórar, dagvaktir, kvöldvaktir, næturvaktir og helgarvaktir. Það þarf að ná amk 15 vinnuskyldustundum í hverri tegund svo það teljist sem tegund vakta. Vaktahvatinn (%) fer þá eftir fjölda tegunda vakta (2-4 tegundum) og fjölda mætinga (14 eða oftar) á hverju launatímabili (11. hvers mánaðar til 10. hvers mánaðar). Margir sundlaugastarfsmenn sem eru í 100% starfi eru of með 3 tegundir vakta (dag-kvöld- og helgarvaktir) og svo eru vaktir skv. vaktaplani á bilinu 14-19 og það ræður þá vaktahvata % innan þess launatímabils (möguleiki að ná 15+ vinnuskyldustundum í næturvakta tegund). Þeir starfsmenn sem eru í litlu hlutfalli og /eða vinna á færri tegundum vakta fá þá eftir tilvikum ekki eða lægri vaktahvata.


Fjöldi tegunda vakta 2

3

4

19

10%

12,5%

12,5%

18

7,5%

10%

12,5%

17

7,5%

7,5%

12,5%

16

2,5%

7,5%

10%

15

2,5%

2,5%

7,5%

2,5%

7,5%

Fjöldi vakta

1

14 Ólaunaðar fjarvistir telja ekki upp í vaktahvata, eins og t.d. launalaust leyfi.

Launaðar fjarvistir s.s. orlof telst sem mæting og flokkast sú tegund vakta sem dagvakt. Það er því mismunandi hvort starfsmaður nái vaktahvata á orlofstímabili eða ekki. Það fer eftir því hvort viðkomandi uppfylli skilyrði vaktahvata innan launatímabils. Starfsmaður þarf að: 

Vinna 42 klst. utan dagvinnumarka þann hluta launatímabils sem hann er ekki í orlofi

Vinna 2-4 tegundir vakta

Vinna 15 stundir á hverri tegund

Almennt er orlof greitt af vaktahvata jafnóðum eins og af vaktaálagi.


Jöfnun vinnuskila (vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga) Frá og með 1. maí 2021 kom jöfnun vinnuskila í stað helgidagafrís og bætingu. Jöfnun vinnuskila gengur í stuttu máli út á að árleg vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum (virka daga) skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Þegar sérstakur frídagur fellur á virkan dag lækkar vinnuskylda vaktavinnufólks m.v. fullt starf um 7,2 vinnuskyldustundir. Að jafnaði skal taka út lækkun á vinnuskilum vegna sérstakra frídaga innan tímabils vaktskrár. Starfsmaður getur óskað eftir því að safna upp vinnuskilum vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga. Á sumarorlofstíma er orlofsúttekt í forgangi umfram uppsöfnun vinnuskila vegna sérstakra frídaga og stórhátíðardaga. Þegar starfsmaður tekur frí vegna jöfnunar vinnuskila þá heldur hann mánaðarlaunum sínum fyrir þá vakt en fær ekki álag, fæðisfé né telur sú (frí) vakt upp í vaktahvata.

Launatímabil Mánaðarlaun/grunnlaun reiknast frá 1. hvers mánaðar til lokadags hvers mánaðar Álag, yfirvinna, vaktahvati, fæðisfé og fjarvistir miðast við tímabilið 11. hvers mánaðar til og með 10. hvers mánaðar. Að lokum viljum við benda öllum á að skoða vel launaseðilinn sinn og gera athugasemdir sem fyrst ef eitthvað er óljóst eða þarfnast nánari skoðunar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.