Home Magazine 3.TBL 2014

Page 1

Home

3.TBL 2014

Magazine

Uppskriftir Hausttískan Uppáhaldshlutir - Tinna Brá - Óli Boggi

Heimsóknir

Hinn fullkomni fataskápur


Home

Magazine

8.

1.

5.

3.

“Black is the new white” Er svarti liturinn að taka yfir þann hvíta. Það eru ekki mörg ár síðan aðalliturinn í húsgögnum var svartur og hvítur og margir létu sprauta heilu innréttingarnar. Var Minimalisminn ekki í undanhaldi? Auðvitað er heimilistískan eins og annað, það fer er allt í hringi. Persónulega hef ég alltaf verið mjög hrifin af svörtu, hvort sem það eru húsgögn, skór eða fatnaður. Svartur eins og sá hvíti fer yfirleitt mjög vel með öðrum litum. Ég eins og svo margir aðrir var orðin pínulítið þreytt á þessu svarta og hvíta tímabili. Og mikið varð ég fegin þegar allt varð meira kósý og hlýlegra inná heimilum landans.

4.

2.

En er svartur, nýi hvíti liturinn? Í flestum heimilistímaritum, sérstaklega frá Skandinavíu, er annað hvert heimili í þessum tveimur litum. Er þessi stíll málið í dag? Hann er jú töff, stílhreinn og smart en pínu kaldur og ekki fyrir alla. Gaman er að fylgjast með bloggum og Instagrami í dag, þar sem margir tískugúrúar eru að pósta nýja svart/hvít röndótta teppinu, mottunni, púðunum, bollunum og vösum svo eitthvað sé nefnt. Ert þú að fylgjast með heimilistískunni eða ekki? Skiptir það máli, sumir eltast við tískustrauma og aðrir ekki. Spurningin er : Eru litirnir svartur og hvítur komnir aftur í tísku eða fóru þeir kannski aldrei neitt ? Heimilið er okkar griðarstaður og ef allt er svart og hvítt þá er það bara í góðu lagi, svo lengi sem okkur líður vel. Njótið Þórunn Högna

6.

7.

Ritstjóra langar í: 1. Arne Jacobsen bollar, epal 2. Pia Wallen teppi, Snuran.is 3. Marc Jacobs hálsmen, www.vestiairecollective.com 4. Motta, www.scandinaviandesigncenter.com 5. Chanel taska, www.chanel.com 6. Tine K vasi, Magnolía 7. Gallabuxur, www.asos.com 8.Malene Birger bók, Eva Laugavegi

2


s Verð aðein

399.000.-

RO STÓLINN HÖNNUÐUR JAIME HAYON Harpa / Skeifan 6 / Keflavíkurflugvöllur / 5687733 / www.epal.is


Home

Magazine

Ritstjóri Þórunn Högna thorunn@homemagazine.is Blaðamenn Ágústa Jónasdóttir Berglind Steingrímsdóttir Þórunn Högna Auðir Karitas Guðrún Hafdís Guðrún Finns Helga Eir Gunnlaugsdóttir Tinna Alavis Ljósmyndarar Kristbjörg Sigurjónsdóttir Gróa Sigurðardóttir Janne Ivarsen Nina Holst Karin Boo Wiklander Annika Von Holdt Ulrika Randel Prófarkalestur Esther Gerður Þýðing Hadda Rakel & Magnea Rut Umbort & Hönnun Þórunn Högna Aron H. Georgsson Auglýsingar auglysingar@homemagazine.is

4

www.homemagazine.is facebook.com/homemagazine.is Homemagazineis


Fólkið á bakvið blaðið

Kristbjörg Sigurjónsdóttir Ljósmyndari

Helga Eir Gunnlaugsdóttir Blaðamaður

Tinna Alavis Blaðamaður

Gróa Sigurðardóttir Ljósmyndari

Berglind Steingrímsdóttir Kökugerðarmeistari

Auður Karitas Blaðamaður

Lólý Matarbloggari

Guðrún Hafdís Bloggari

5


Efnisyfirlit 46

Karin Boo Wiklander

58

Nina Holst

36

Annika Von Holdt

Heimsóknir 46 58 74 84 36 84 66

6

Karin Boo Wiklander/Houseno31 Nina Holst/Stylizmo Janne Ivarsen/mittlillehjerte Anna Þóra Jóhannsdóttir Annika Von Holdt Ásta R Ólafsdóttir/Listakona Ulrika Randel/seventeendoors

84

Anna Þóra Jóhannsdóttir

Hönnun & Hugmyndir 26 10 14 30 22 28 18 32

Fullkomin blanda Hinn fullkomni fataskápur Töff baðherbergi DIY-Instagram rammi Shades of grey/tíska Dekraðu við þig Tiskan í Notting Hill Guðrún Hafdís- Bloggari


124

Skrifstofuinnlit Ankra

132

Uppáhaldshlutir Óli Boggi & Tinna í Hrím

Viðtöl / Greinar 114 Uppáhaldshlutir -Tinna Brá 122 Skrifstofuinnlit-Ankra 118 Uppáhaldshlutir-Óli Boggi

92

Lólý Key lime pie

101

Uppskriftir Súpur

Girnilegar uppskriftir 108 Lólý-Key lime pie 101 Súpur 110 Kökur

www.homemagazine.is www.facebook.com/homemagazine.is 7


H

UGMYNDIR & ÖNNUN



10

Umsj贸n: Au冒ur Karitas


Hinn fullkomni fataskápur

V

ið búum ekki allar við þann lúxus að eiga fataherbergið hennar Carrie Bradshaw en með einföldum hætti er hægt að gera fataskápinn að sinni uppáhalds tískuverslun. Það er engin ástæða til að láta plássleysið stöðva sig í að búa til hinn fullkomna fataskáp, það eina sem þú þarft er smá skipulag og nokkrar góðar hugmyndir til að koma þér af stað.

11


Hvað leynist í skápnum? Byrjaðu á að tæma fataskápinn. Taktu sumarfötin strax til hliðar því þau taka bara pláss í skápnum yfir veturinn og er best að finna þeim góðan stað þar til næsta vor. Restina skaltu flokka eftir því hvort þú ætlir að eiga þau, henda þeim, gefa eða selja. Eins árs reglan Það getur verið erfitt að taka ákvörðun um að losa sig við flík sem hefur átt sinn fasta stað í skápnum í langan tíma. Þú skalt því byrja á að rifja upp hvenær þú notaðir hana síðast. Ef það er ár eða meira síðan eru allar líkur á að þú notir hana ekki aftur. Er verðmiðinn enn á henni? Klæddi hún þig aldrei? Myndir þú ekki kaupa hana ef þú værir að taka ákvörðun um það í dag eða passar hún einfaldlega ekki við neitt sem þú átt? Ef eitthvað af þessu reynist rétt skaltu losa þig við hana. Forgangsraðaðu Nú þegar þú hefur losað þig við allt sem var fyrir þér í skápnum er næsta skref að fara yfir þær flíkur sem þú ætlar þér að eiga. Það kannast flestar konur við að eiga fullan skáp af fötum en eiga samt ekkert til að fara í. Föt eru fjárfesting og að því sögðu er mikilvægt að eiga góðan grunn sem er svo hægt að bæta við þegar nýr árstími ber að garði. Litli svarti kjóllinn, blazer jakkinn, rykfrakkinn, hneppt bómullarpeysa, hvít skyrta, v-hálsmáls bolir, góðar gallabuxur, belti, leðurstígvél, háir hælar, ballerínuskór, litríkar slæður, stórt úr og skart sem setur punktinn yfir i-ið er dæmi um góðan grunn sem fer vel við allt. Skipulag Þegar kemur að því að raða aftur inn í fataskápinn skal fjárfesta í skipulagi, það borgar sig. Vönduð herðatré í stíl til að hengja upp jakkana, kjólana og bolina, buxnaherðatré, herðatré með klemmum fyrir slæðurnar og aðra aukahluti, snagar, skógeymslur og hirslur með skilrúmum eru þínir bestu vinir. Finndu það skipulag sem hentar þér best; raðaðu eftir tegund, litum eða notagildi. Meginreglan hér er að allt á að eiga sinn stað og passaðu að halda þig við skipulagið. Yfirsýn

12


Ekki hugsa um fataskápinn sem geymslu heldur stað þar sem fötin þín fá að njóta sín. Þú vilt hafa yfirsýn, svona eins og þegar þú gengur inn i fallega fataverslun. Það finnst engum gaman að gramsa í fatahrúgum og teygja sig aftast í hillurnar. Þú munt ekki nenna að standa í því heima hjá þér frekar en í búðunum. Hengdu upp frekar en að brjóta saman, það fer líka betur með fötin. Raðaðu bolunum í röð frekar en að stafla. Hugsaðu út fyrir skápinn Fötin endurspegla hver þú ert. Leyfðu þeim að njóta sín og stíllinn á heimilinu verður persónulegri fyrir vikið. Ef það er ónýttur veggur í svefnherberginu er tilvalið að setja upp hillur þar, kaupa fataslá og hengja upp snaga fyrir töskurnar og skartið. Síðast en ekki síst er mikilvægt að hafa spegil sem nær niður á gólf. Gamall glerskápur getur öðlast nýtt líf sem skóskápur. Kórónaðu svo útlitið með því að raða saman, til dæmis fallegum bókum, kertastjökum og myndum. Að hafa auka stað fyrir fötin mun koma til með að skapa meira pláss í fataskápnum og leyfa þínum allra fallegustu dýrgripum að njóta sín, líkt og listaverk.

13


Góð hugmynd er að raða vörunum sem þú notar dagsdaglega á fallegan bakka á baðherberginu. Aésop vörurnar sem sjást hér fást í Madison ilmhúsi.

Að hafa tignarlega plöntu á baðherbergisgólfi er mjög heimilislegt og svo eru þær líka flottar til skreytingar. Ef gólfpláss er lítið þá er hægt að nota gluggann fyrir minni plöntu.

Töff baðherbergi H

vern dreymir ekki um að eiga hið fullkomna baðherbergi. Það sem er mjög vinsælt í dag er frekar látlaus stíll. Svart og hvítt er allsráðandi, en ef þú vilt bæta við smá hlýleika þá mæli ég með að færa náttúruna inn. Viðardrumbar eru mjög smart og geta nýst vel sem lítið borð við hlið baðkarsins.

14

Umsjón: Ágústa Jónasdóttir


Hið fullkomna baðherbergi verður að hafa stóran, fallegan spegil. Ef baðherbergið er lítið þá skiptir miklu máli að hafa stóran spegil, þar sem þeir láta lítil rými líta út fyrir að vera stærri. Gott baðkar er líka alveg málið, hvort heldur sem þú vilt þetta hefðbundna eða frístandandi á fótum . Þá er alltaf gott að skella sér í heitt freyðibað eftir langan vinnudag, með kertaljós og njóta þess að slaka á.

15


Að hafa grófan viðarramma utanum spegilinn kemur líka einstaklega vel út. Möguleikarnir eru miklir, bara um að gera að nota hugmyndaflugið.

Það má lífga upp á baðherbergið með skemmtilegum veggflísum. Um að gera að leika sér svolítið með þær og hafa mismunandi munstur eða liti á þeim, en passa að þær tóni vel saman.

Hér fær gamalt borð að njóta sín undir vaskinn. Vaskar sem liggja ofaná borðplötunni eru einstaklega smart.

16


Innréttingar þurfa heldur ekki að kosta mikið, það er mjög fallegt að nota gömul borð eða fallega skápa undir vaskinn. Mér finnst það gefa baðherberginu persónulegan stíl og meiri karakter.

Svart, hvítt og látlaust með grófum við er alveg málið fyrir baðherbergið.

Gott er að huga að litaþema og áferð, hér fá náttúruleg efni að njóta sín og gráir tónar. Þá getur verið gaman að hafa opnar hillur eða tröppuhillu og raða hlutunum á smekklegan hátt.

17


Götutískan í Notting Hill

G 18

Götutískan í Notting Hill róa Sigurðardóttir tók þessar flottu myndir af götutískunni í Notting Hill. Hún stundar nám við College of Fashion í London. Hún ætlar að mynda fyrir okkur í næstu tölublöðum, flott efni tengt tísku og hönnun frá trend borginni London. Myndir : Gróa Sigurðardóttir


19


20

www.facebook.com/groaaa


21


“SHADES OF GRAY” Umsjón : Tinna Alavis

G

ráir tónar eru virkilega vinsælir um þessar mundir og koma einstaklega vel út við svart. Hönnuðir á borð við Giorgio Armani, Kenneth Cole og Roberto Cavalli veittu svo sannarlega innblástur og sýndu mikið af flíkum í þessum klassíska og elegant lit. Hælaskór, falleg taska og aðrir fylgihlutir gera mikið fyrir “lookið”. Stella MaCcartney

Sergio Rossi Rag&Bone

Dolce&Cababana

Roberto Cavalli

Larsson&Jennings

Christopher Kane Bottega Veneta

Kenneth Cole

Finds

22

Saint Laurent

Lanvin Givenchy

Kenneth Cole


Diane Von Furstenberg

Alexander MaQueen

Dries Van Noten

Givenchy Gianvito Rossi

Fendi

Maison Michel

Nina Ricci

Vรถluspรก - Maia

Jimmy Choo Sephora

Ray Ban

Chloe

Freebird

Alexandre Vauthier

Andrea

23


freebird

Flagship store, Laugavegur 46 / www.freebirdclothes.com


m


Fullkomin blanda Sumartískan einkenndist af ljósum og pastel litum. Nú tekur haustið við í öllu sínu veldi – örlítið litaglaðara en sumarið. Allur skalinn af fjólubláum tónum munu ráða ríkjum í bland við gráan. Fullkomin blanda!

The Dots snagar frá Muuto epal

Stelton kaffikanna Líf og list

Ljósið Flowerpot eftir Verner Panton epal

Dot púðinn frá Hay epal

Ferm Living púði www.fermliving.com

Motta frá Hay www.hayshop.com / epal Eames RAR ruggustóll Penninn

Iittala vasi epal

Menu vasi eftir Hanne Willmann www.menudesignshop.com

Ferm Living Wire Basket epal

26


Grár hattur frá Topshop www.topshop.com

Blúndubrjóstahaldari frá Björn Borg www.bjornborg.com

Michael Kors taska www.michaelkors.com

Úr, Marc by Marc Jacobs www.marcjacobs.com

Urbanears Nova

Varaliturinn ,,Heroine“ Mac

Nike Free Run www.nike.com

Fjólublár kjóll frá Forever21 www.forever21.com

Hunter stígvél

Umsjón: Guðrún Finns

Kósý haustpeysua Monki

27


Tíska

DEKRAÐU VIÐ ÞIG

H

ugsaðu vel um húðina þína með því að gefa henni góðan raka og næringu kvölds og morgna. Hér eru nokkrar dásamlegar snyrtivörur sem við mælum með. Umsjón: Tinna Alavis

Manifesto ilmvatnið frá YSL er sérstaklega kvenlegur ilmur í fallegum umbúðum.

Flowerbomb frá Viktor&Rolf er ljúffengur og lostafullur ilmur sem breytir konum í blóm.

Blue Lagoon rich nourishing cream er nærandi þörungakrem sem vinnur gegn öldrun húðarinnar. Kremið inniheldur eingöngu náttúruleg efni úr jurtaríkinu og er án parabena. Hentar fyrir venjulega út í þurra húð og einnig fyrir viðkvæma húð.

Truth serum collagen booster er margverðlaunað serum sem styrkir og frískar upp á húðina. Dregur úr fínum línum og er fyrir allar húðtýpur.

Walnut complexion andlitsskrúbburinn frá Ole Henriksen er afar frískandi og djúphreinsar húðina. Inniheldur Aloe vera.

Rub n´ buff salt skrúbburinn frá Ole Henriksen ilmar unaðslega og skilur húðina eftir silkimjúka. Collagenist Re-Plump er frábært krem sem vinnur gegn öldrun húðarinnar og hentar fyrir 30. ára og eldri.

28

Vörurnar frá Ole Henriksen hafa gjörsamlega slegið í gegn í Hollywood, enda eru þær virkilega góðar. Truth revealed super créme er sérstaklega gott dagkrem sem hægir á öldrunarferli húðarinnar og hentar öllum húðtýpum.


La Laque Couture naglalökkin í YSL hafa hreina liti með miklum glans. Lökkin eru mjög fljót að þorna og auðveld í notkun.

Grandiôse er nýr byltingarkenndur maskari frá Lancôme sem gerir augnhárin þétt og kolsvört. Þessi snúnings lögun auðveldar ásetninguna og þar af leiðandi er maskarinn einstaklega auðveldur í notkun.

N°3 Powder Brush frá YSL má nota til þess að setja laust eða fast púður yfir andlitið. Einnig er hægt að nota burstann í sólarpúður og kinnaliti.

N°2 Perfecting Polish Brush frá YSL er notaður til þess að bera farða á húðina með hringlaga hreyfingum. Burstinn er gerður úr geitahárum og gerir áferð farðans jafnari.

Touche Éclat er ljómapenninn sem allar konur ættu að eiga í veskinu sínu. Pennan má nota í kringum augun í stað hyljara til þess að jafna áferð og litarhátt húðarinnar.

La

Laque

Couture

naglalökkin í YSL hafa hreina liti með miklum glans. Lökkin eru mjög fljót að þorna og auðveld í notkun.

Wanted Eyes augnskuggapallettan frá Helena Rubinstein er virkilega falleg. Þessir fjórir jarðlitir tóna allir vel saman og henta fullkomlega til þess að gera skyggingu á augun.

Rouge Pur Couture varalitirnir frá YSL eru klassískir og þægilegir. Þeir veita langvarandi raka og eru einstaklega endingargóðir.

Le Teint Touche Éclat er fullkominn farði fyrir þær sem vilja létt og náttúrulegt yfirbragð. Gefur góða þekju og bjarta áferð..

29


DIY

Instagram rammi

Hvað þarftu: Glerhurð af gömlum furuskáp, en þú gætir líka gert svipað við ramma eða gamlan glugga. Trélisti keyptur í Húsasmiðjunni Kalkmálning frá Föndru, ótrúlega flottir litir og skemmtilegt að mála með henni Útprentaðar Instagram-myndir frá Prentagram, festar aftan á glerið með límbandi. Aðferð: Hurðin var fyrst máluð með ljósri kalkmálningu. Seinni umferð var síðan farin með svartri málningu, en málað gróflega. Listinn var sagaður niður í réttar stærðir. Síðan er bara að koma þeim fyrir, annað hvort með trélími eða líma beint á glerið (ef þú ert að útbúa þetta til bráðabirgða er hægt að festa með kennaratyggjói. Síðan er strokið létt yfir með sandpappír þar sem slit eiga að sjást og til þess að láta rammann virka “eldri”.

Síðan er komið að því að velja myndirnar inn í rammann. Við látum ykkur um það.

Fyrir

Ég held að við eigum það öll sameiginlegt þessa dagana að vera með flestar

30

myndirnar okkar inni í tölvum eða símum, ekki útprentaðar. Það er ótrúlega skemmtilegt að taka mikið af myndum en samt sem áður, er fátt sem jafnast á við að setja myndir í fallegan ramma og njóta þeirra inni á heimilinu. Eitt af því sem ég nota mest í símanum mínum er Instagram, sem mér finnst orðið ómissandi. Að geta fangað þessi litlu augnablik er alveg ómetanlegt. Mig langaði að gera ramma sem að myndi passa fyrir útprentaðar Instagram myndir. Umsjón: Soffia Dögg/Skreytum hús • Myndir:Kristbjörg Sigurjónsdóttir


EF

N A L A U G IN

MJODD Stofnad 1953

FJÖLSYLDUFYRIRTÆKI Í 60 ÁR, GÓÐ OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA

VIÐ E SÉRFRÆ RUM ÐI Í HREIN NGAR S SKINNF UN Á ATNAÐ DÝR AS I, K RÚSKIN INNI, LEÐRI, NI, LOÐ FE GÆRUM LDI OG

ÁLFABAKKA 12 • S:557-2400 • WWW.BJORG.IS • FACEBOOK.COM/BJORGMJODD


S

mekkonan og fagurkerinn Guðrún Hafdís Arnljótsdóttir hefur mikinn áhuga á öllu sem við kemur hönnun og tísku. Hún heldur úti einstaklega fallegri instagram síðu og hefur marga fylgjendur. Guðrún mun benda lesendum Home Magazine á falleg blogg og aðrar flottar síður um heimili, hönnun og tísku. Hér eru nokkrar fallegar myndir af instagram síðunnu hennar.

32

Umsjón: Guðrún Hafdís


Frustilista

BOHEMDELUXE

Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, ég hef alveg síðan að ég var unglingur haft áhuga á hönnun og arkitektúr þá innanhúss. Byrjaði mjög ung að kaupa Bo Bedre og var í því að breyta endalaust í herberginu mínu og fannst mjög gaman að spá í þessa hluti. Hvenær byrjaðir þú á Pinterest og Instgram? Eg man ekki hvenær ég byrjaði að kíkja á pinterest, en ég byrjaði á instagram 2013. Hvaðan færðu hugmyndir? Ég fæ hugmyndir t.d.af pinterest og instagram, einnig ùr tímaritum þá helst Elle Decoration UK og Rum ofl. Svo stundum bara yfir góðum kaffibolla getur maður fengið ýmsar gòðar hugmyndir. Hvaða Instagram og bloggs síður eru í uppáhaldi hjá þér? Instagram flottar konur: pellahedeby, annikavonholdt, conceptbyanna, bycazandra, frustilista, bohemdeluxe, atelje18. -my world apart, stylizimo.com, Tinekhome.blogspot.com, Emmas.blogg.se Eyðir þú miklum tíma í myndirnar þínar? Ég eyði ekkert mjög miklum tíma í myndirnar nei. Uppáhalds hönnuður? Ég á nokkra uppáhalds hönnuði; Malene Birger, Arne Jacobsen, Day Birger, Tine K , Marc Jacobs, Aftur , Spaksmannsspjarir,Freebird ofl. Hefur þú marga fylgjendur? Er með rúmlega 500 fylgjendur á Instagram. Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Èg hef verslað mest í Magnolíu, Heimili og Hugmyndum og Snúrunni. Uppáhaldshlutur? Uppàhaldshlutur; þeir eru nokkrir; keramikið og luktirnar Tine K, Flamant lampinn minn og listaverk eftir dóttur mína þegar að hún var lítil og ömmustrákinn minn ofl. gha2511

Bycazandra

Pellahedeby

Maria_anyday

33


H

EIMSテ適NIR



Annika Von Holdt

Rithöfundur og læknir

H

ún vann sem fyrirsæta í mörg ár, í dag starfar hún sem glæpasagnarithöfundur en er læknir að mennt. Annika Von Holt býr með fjölskyldu sinni í glæsilegu húsi í Kaupmannahöfn. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hönnun og hefur einstaklega fallegan stíl, einnig hefur hún mjög gott lag á því að raða saman hlutum og húsgögnum. Þægindi og hönnun fara yfirleitt vel saman segir hún.

36

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Annika Von Holdt


37


“That little black cocktail dress you bought in the 90’s will never go out of fashion, no matter how you slice it”

Segðu okkur frá fjölskyldunni þinni. Við erum þrjú. Ég, eiginmaður minn og 10 ára sonur okkar, Lukas. Við eigum líka lítinn hund og kött. Við hvað vinnur þú? Ég er rithöfundur og skrifa spennu- og glæpasögur. Ég er menntaður læknir en hef aldrei unnið sem slíkur. Hver er uppáhalds ljósmyndarinn þinn? Paolo Roversi

38

Hvað er það besta við borgina þína? Við búum í Kaupmannahöfn og að hluta til á Bahama, á lítilli eyju sem heitir Harbour Island. Það besta við borgina er að þar er allt til alls, alveg öfugt við eyjuna þar sem þú kaupir þriggja daga gömul dagblöð í apótekinu. Ég lærði við Háskólann í Kaupmannahöfn og var líka fyrirsæta í mörg ár, ferðaðist mikið og hef þar af leiðandi búið víðsvegar um heiminn, en mér finnst best að vera í Kaupmannahöfn, þar er ég heima.

Eyðir þú miklum tíma í blogg og á instagram? Ég er dálítill instagram fíkill, en ég er ekki mikið í því að kommenta og læka. Ég set inn myndir af og til, það er frábær leið til að halda sambandi við vini sem búa erlendis. Þú ert ekki maður með mönnum nema vera með á þessum samfélagsmiðlum. Hvar færðu innblástur fyrir vinnuna? Út um allt, frá fólkinu sem ég umgengst og umhverfinu. Ég fæ mikinn innblástur á ferðalögum.


Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, ég er mjög veik fyrir fallegum hlutum. Mamma mín var listakona, ætli ég hafi ekki fengið það frá henni.

Uppáhalds bloggið? Bloggið hennar Lotte Garbers. Hún er danskur rithöfundur og vinkona mín. Ég hef líka gaman af því að skoða tískublogg.

Hver er uppáhalds hönnuður þinn? Uppáhalds fatahönnuðurinn er Rick Owens og húsgagnahönnuðurinn er Bertoia. Ég heillast mikið af original hönnun, sem líkist ekki öllu öðru sem maður sér. Fyrir mér er góð hönnun eitthvað sem fer aldrei úr tísku.

Uppáhalds tímaritið? Ég kaupi RUM mánaðalega þegar ég er í Danmörku. Ég les mikið af tímaritum og sérstaklega les ég tískutímarit til að eyða tíma í löngum flugferðum. Ég forðast helst tímaritin þar sem sama þema virðist vera í hverju blaði.

Vintage eða nýtt? Það fer alfarið eftir hönnuninni. Ég hef gaman af því að blanda saman gömlu og nýju. Ég er almennt mjög hrifin af gömlum hlutum með sál, mér finnst ófullkomleikinn svo fallegur. Ég er hins vegar ekki eins hrifin af þessari shabby chic tísku sem virðist vera svo vinsæl í Skandinavíu. Er svartur, nýi hvíti liturinn? Ég myndi nú ekki stökkva til og mála alla veggina mína svarta, en svartur fer aldrei úr tísku. “You can never go wrong with a little black dress”

39


40

Hver er uppáhalds liturinn þinn? Það fer eftir því hvar ég er. Þegar ég er á Harbour Island er ég mjög hrifin af pastel litum, en þegar ég er heima finnst mér daufari litir fallegri. Litirnir í íbúðinni minni í Kaup- mannahöfn eru t.d. svartur, hvítur, jarðlitir og gráir tónar.

Þægindi eða útlit? Bæði, mér finnst góð hönnun vera eitthvað sem er bæði fallegt og þægilegt. Ég myndir aldrei kaupa fatnað sem er óþægilegur þótt að hann sé töff, þetta á bæði við föt og húsgögn. En 15cm háu Louboutin skórnir mínir eru þó undantekning.

Hvernig slakar þú á? Ég les, ég hleyp, stunda jóga og stundum sit ég bara. Það er orðatiltæki á Bahama, “Sometimes I sits and thinks, and sometimes I just sits!”

Hvar kaupirðu hluti inn á heimilið? Ég kaupi mikið á ferðalögum. Ég elska að ráfa um á flóamörkuðum í París. Uppáhalds húsgagnaverslanirnar í Kaupmannahöfn eru Casa Shop, Sacre Coeur, Paustian & Fil de Fer

Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Ætli það sé ekki skrifstofan mín, ég eyði sem mestum tíma þar. Kaffi eða te? Hvorugt, ég drekk ekki heita drykki. Eitthvað að lokum? Kíkið á instagram síðuna mína.

Annikavonholdt


41


Skapaðu þinn eigin stíl Tine K/Magnolía

Húsgagnahöllin

Ikea

Ikea Blómaval

skandium.com

Við hreinlega elskum heimilið hennar Anniku Von Holdt. Hún hefur einstakt lag á að raða saman húsgögnum og öðrum hlutum. Svartur,hvítur og náttúrulegir litir eru í uppáhaldi. Snuran.is Tine K/Magnolía Ikea

Ikea

Ikea

Penninn

42

Ikea

epal


“I’ll share a picture on Instagram in a minute / I am a sucker for beautiful things” 43




Hús númer 31 K

arin Boo Wiklander býr bænum Norrkoping í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni. Hún rekur PR fyrirtækið Studio 23 og bloggar líka reglulega um heimili og hönnun á blogginu sínu houseno31. Hún verslar mikið á netinu og er hrifin af klassískri hönnun eins og Hans Wegner og RayCharles and Eames. Litapallettan inná heimili Karin er svart, hvítt grátt og jarðlitir. Eldhúsið og borðstofan eru hennar uppáhaldsstaðir í húsinu.

46

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Karein Boo Wiklander

Mynd: crelle.se


47


Segðu okkur frá fjölskyldunni þinni. Við erum þrjú, ég, maðurinn minn, David og dóttir okkar, Alicia sem verður 2 ára í vetur. Við hvað vinnur þú? Ég rek fyrirtæki sem heitir Studio 23. Ég er blogga einnig um innanhússhönnun fyrir tímaritið MyLiving. Hvað er það besta við borgina þína? Gömlum byggingum og byggingarlist er viðhaldið í stað þess að byggja nýtt. Hér í Norrkoping er líka mikið af góðum veitingastöðum. Eyðir þú miklum tíma í blogg og instagram? Já, örugglega meira en ég ætti að gera. Ég hef mjög gaman af ljósmyndun og að skrifa. Hvar færðu innblástur fyrir vinnuna? Af Pinterest, úr tímaritum, af bloggum og á instagram. Hefurðu alltaf haft áhuga á hönnun? Já, og áhuginn hefur aukist síðan við keyptum húsið okkar Uppáhalds hönnuður? Norrgavel, Ray and Charles Eames, Robert Dudley Bes, og Hans Wegner. Uppáhalds ljósmyndarinn? Hannah Lemholt. Uppáhalds bloggið? Þau eru mörg t.d. Love Garance Doré, Trendenser, A Mery Mishap og Helt Enkelt.

48

Uppáhalds tímarit? Elle Decoration. Vintage eða nýtt? Góð blanda af báðu er nauðsynleg? Er svartur, nýi hvíti liturinn? Kannski. Ég hef séð mikið af svartri hönnun nýlega. Mér finnst það töff! Uppáhalds litur? Svartur, hvítur og grár, jarðlitir. Hvar gerir þú til að slaka á? Eyði tíma með fjölskyldunni. Þægindi eða útlit? Bæði, þú ættir ekki að þurfa að velja. Hvar kaupir þú hluti fyrir heimilið? Ég kaupi mikið á netinu og á flóamörkuðum. Fjölskyldan mín býr í Gautaborg og þegar við erum þar fer ég alltaf í uppáhalds búðina mína, Artilleriet. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Ég elska eldhúsið og borðstofuna okkar. Kaffi eða te? Kaffi. houseno31


49


“I have seen a lot of black inspiration lately. I like it�

50


51


52


53


epal Penninn

Ikea

www.stylizimo.com

epal

Skapaðu þinn eigin stíl Litapallettan heima hjá Karin Boo er svart, grátt, hvítt og viðarlitur. Þessu blandar hún mjög smekklega á heimili sínu.

Magnolía

Ikea

Madison ilmhús

Einar Farestveit

Ikea epal

Ikea

epal

Ikea

54

Ikea

Húsgagnahöllin

Ikea


Ö Ð R U V Í S I S Æ N G U R F ÖT O G P Ú ÐA R MIKIÐ ÚRVAL FRÁ BY NORD

by nord

– full búð af fallegri smávöru!

– fyrir lifandi heimili –


F

agmennska í yrirrúmi

N

ina Holst hjá Stylizmo lifir og hrærist í hönnunarheiminum og elskar allt sem viðkemur innanhússhönnun. Hún býr í borginni Drammen í Noregi með kærasta sínum og litlum smáhundi en nálægt heimili þeirra er stutt í fallegan skóg þar sem hún fer reglulega í göngutúra. Hún bloggar daglega bæði á Instagram og stylizimo.com. Nina er með mjög flotta vefverslun þar sem hægt er að versla allskonar fallega hönnunarvöru. Hún segist eyða miklum tíma í að stílisera myndirnar sínar og er dugleg að aðstoða fylgjendur sína.

56

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Nina Holst


57


Segðu okkur frá fjölskyldunni. Ég er 35 ára frumkvöðull sem elskar innanhúshönnun. Ég bý í íbúðarhúsi í Drammen, Noregi með unnusta mínum og litla hundinum okkar. Við hvað vinnur þú? Ég stjórna vefsíðunni Stylizimo.com og skrifa á Stylizimo bloggið. Af og til tek ég að mér hönnunarstörf eða sel mínar eigin myndir til tímarita. Hvað er það besta við borgina þína? Hún er lítil þannig allt sem ég þarf er í nánasta nágrenni. Mér finnst æðislegt að vera bæði nálægt sjónum og skóginum.

Uppáhalds hönnuður? Arne Jacobsen. Uppáhalds ljósmyndari? Line Klein. Uppáhalds blogg? Ekkert í uppáhaldi en á Stylizimo.com er hægt að sjá öll helstu hönnunarbloggin. Ég skoða þau daglega. Uppáhalds tímarit? Elle Decoration, Design Interiør and Bo Bedre.

Eyðir þú miklum tíma í að blogga og á instagram? Já, það fer mikil vinna í hönnunina og myndirnar mínar. Ég hef gaman af því að hjálpa öðrum bloggurum og eyði þó nokkrum tíma í að svara spurningum.

Vintage eða nýtt? Nýtt.

Hvar færðu innblástur fyrir vinnuna? Ég fæ mikinn innblástur úr umhverfinu. Það getur verið hvað sem er úr gönguferð í skóginum, heimsókn í önnur hús eða í hönnunarverslun. Innblásturinn getur komið hvaðan sem er, þar sem ég er með hönnun á heilanum!

Hvað gerir þú til að slaka á? Ég fer í gönguferð í skóginum eða meðfram ánni, sem er í nágrenninu.

Uppáhalds litur? Hvítur.

Þægindi eða útlit? Útlit, en þægindi eru líka mikilvæg.

Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, síðan ég man eftir mér. En áhuginn hefur aukist í gegnum árin.

58

www.stylizimo.com


59


“My walk-in closet for sure - I absolutely love it!�

60


Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið? Ég kaupi mikið af notuðum hlutum þó að ég splæsi í klassíska hönnun af og til. Í stað þess að kaupa mikið af nýjum hlutum breyti ég þeim oft með því að mála þá eða að færa þá til svo þeir geti notið sín á annan hátt. Þegar ég kaupi nýja hluti er það aðallega af Stylizimoshop.com, síðunni minni, sem er samansafn af innanhússvefverslunum. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Fataherbergið mitt, ekki spurning! Kaffi eða te? Te eins og er, en ég drekk bæði. Eitthvað að lokum? Ef þú hefur áhuga skaltu endilega kíkja á Stylizimo.com. Þar finnur þú blogg og vörur úr öllum heimshornum og vonandi er eitthvað þar sem heillar þig.

61


epal epal Ikea

louisvuitton.com

Skapaðu þinn eigin stíl

Ikea

Ikea

Svart, hvítt, grátt og stílhreint, þannig er best að lýsa heimili fagurekerans Nina Holst. Falleg húsgögn og aðrir hlutir frá þekktum dönskum hönnuðum má sjá víða hjá henni.

Fakó Ikea MyConceptstore

KVRL/ Esja Dekor

epal

Ikea

Penninn

62

Ikea

epal

epal ellos.dk


“I basically get ideas everywhere as I have interior design in my head 24/7�

63


17 hurðir

S

tílistinn Ulrika Randel rekur sitt eigið fyrirtæki og ráðleggur fólki þegar það er að innrétta heimilin sín. Fjölskyldan býr í skemmtilegri þriggja herbergja íbúð í Stokkhólmi sem hefur 17 hurðir. Áhugi á hönnun hefur alltaf verið til staðar hjá Ulrika, en hún hefur geymt gömul heimilistímarit síðan hún var sextán ára. Heimilið þeirra hjóna er bjart og notalegt og þar má sjá bæði ný og gömul húsgögn í bland. Hún heldur úti heimilisblogginu 17doors þar sem deilir fallegum myndum af heimilum og annarri hönnun.

64


Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Ulrika Randel

65


66


Segðu okkur frá fjölskyldunni þinni. Við hjónin eigum tvær dætur, Hedda, 5 ára og Juni, 4 ára. Við búum í þriggja herbergja íbúð sem við keyptum þegar við áttum von á eldri dóttur okkar. Það eru 17 hurðir í íbúðinni, en það er einmitt nafnið á blogginu mínu. Við hvað vinnur þú? Við eignuðumst dætur okkar með stuttu millibili svo ég var heimavinnandi húsmóðir í um það bil þrjú ár. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á innanhúshönnun þó ég hafi aldrei unnið við það. Á meðan ég var heima með börnin mín byrjaði ég að blogga því ég saknaði þess að vinna við að gera eitthvað skapandi. Eitt leiddi að öðru og núna nýti ég mér þetta í alls kyns verkefni. Ég á mitt eigið fyrirtæki og hjálpa fólki við að innrétta heimilið. Hvað er það besta við borgina þína? Ég elska að búa í Stokkhólmi vegna þess að það er þessi smábæjar fílingur þar. Ég fór út að hlaupa í gær og það var gamall, nakinn maður að fá sér sundsprett fyrir utan ráðhúsið. Ég held að það lýsi þessu fullkomlega. Eyðir þú miklum tíma í bloggið þitt? Bloggið getur tekið langan tíma, en það er eitthvað sem ég hef gaman af því að gera. Stundum finnst mér eins og ég sé að blogga fyrir aðra, en stundum set ég bara inn myndir sem veita mér innblástur. Ég er auðvitað himinlifandi að öðrum líki stíllinn minn og hafi áhuga á mér og mínu. Hvaðan færð þú innblástur fyrir vinnuna? Bara alls staðar eiginlega, á netinu, úr umhverfinu mínu og á ferðalögum.

Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, en stíllinn minn hefur breyst í gegnum árin, ég á ennþá hönnunartímarit sem ég hef geymt síðan ég var unglingur. Ég deili áhuganum með mömmu minni og við höfum einstaklega gaman af því að fara á alls konar uppboð og núna fylgist ég með uppboðum á netinu. Uppáhalds hönnuður? Ilse Crawford. Mér finnst svo fallegt hótelið sem hún hannaði hérna í Stokkhólmi. ”Ett hem”(http://www.etthem.se) Uppáhalds blogg? Uppáhalds bloggin mín eru STIL inspiration eftir Pella Hedbey sem er með mjög minimalískan en hlýjan stíl, Tant Johanna eftir Johanna Bradford sem er hins vegar með ecelctic stíl, þar sem hún velur það besta og blandar því saman. Ég held að mitt blogg sé einhvers staðar þarna mitt á milli uppáhalds blogganna minna. Uppáhalds tímarit? Ég les helst Skandínavísk tímarit og hef mjög gaman af Dönsku tísku tímaritum t.d. Cover og Costume, og hönnunar tímaritum eins og RUM og Elle Decoration. Ég hef einnig gaman af sænska Elle Decoration og Rescidence Magazine.

Uppáhalds litur? Dætur mínar kvarta dálítið yfir því að uppáhalds litirnir mínir séu svartur, hvítur og brúnn, en ég er líka hrifin af gráum og bleikum. Nýlega fékk æði fyrir dökkbláu flaueli, en það gæti bara verið tímabundið. Hvað gerir þú til að slaka á? Ég ferðast eða fer í litla bústaðinn okkar við sjóinn. Hvar kaupir þú hluti inn á heimilið? Það eru nokkrar búðir. Uppáhalds búðirnar mínar í Stokkhólmi eru t.d. Posh Living, Garbo Interior en það sem ég hef keypt nýlega fann ég á netuppboðum. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið og borðstofan sem við sameinuðum vegna þess að við þurftum annað barnaherbergi. Kaffi eða te? Ég er kaffi manneskja, ekki spurning, en ég væri til í að drekka meira te þar sem að það er hollara. Eitthvað að lokum? Já, ég mun hlaupa í maraþoni í New York í nóvember, ég get ekki beðið eftir að sjá og skoða borgina!

Vintage eða nýtt? Mér finnst flott að blanda þeim saman.

seventeendoors

67


“I still have interior magazines that I have kept since I was sixteen years old�

68



epli.is

Ikea Ikea

Peninnn epal

Skapaðu þinn eign stíl

Heimili Ulriku hefur skandínavískt útlit, hvítmálaðar veggir og mildir litir í húsgögnum og öðrum hlutum. Svarta litinn má líka sjá inná heimilinu. Ikea

Ikea

Ikea

ellos.no

lovewarriors.se lkea

70

Ikea

Ikea


© Inter IKEA Systems B.V. 2014

Söguleg sambúð

KNÄSJÖ gólflampi 19.950,H125cm. Hvítt/svart

89.950,-

EKENÄSET 3ja sæta sófi B174×D73, H75cm. Grátt/brúnt

12.950,GAGNET baststóll B69×D72, H66cm Sæti H46cm. Bast/svart

LÖVBACKEN hliðarborð 9.890,B39×L77, H51cm. Brúnt/svart

16.950,LÖVBACKEN sófaborð B55×L120, H42cm. Brúnt

Verslun opin 11-21 alla daga - Veitingastaður opinn 9:30-20:30 - www.IKEA.is


Dönsk hönnun í uppáhaldi

Í

bænum Þrándheimi í Noregi býr Janne Ivarsen ásamt manni sínum og tveimur börnum, í einstaklega fallegu gömlu húsi sem byggt var árið 1918. Hún er mjög hrifin af danskri hönnun og elskar allt sem er svart og hvítt. Janne er dugleg að blogga á síðunni sinni mittlillehjerte.com og einnig á Instagram.

72

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Janne Ivarsen


73


Segðu okkur frá fjölskyldunni þinni? Við erum fjögur í fjölskyldunni, maðurinn minn Harald sem er tölvuverkfræðingur, sonur okkar Liam Fernando, tveggja ára og dóttir okkar Carmen Felicia sem er fimm ára. Við búum í fallegu húsi í Þrándheimi, sem var byggt árið 1918. Við hvað vinnur þú? Ég vann sem ráðgjafi hjá stórum banka í Noregi, en fyrir 3 árum fékk ég heilablóðfall þannig að núna er ég heima við að hugsa um sjálfa mig og fjölskylduna. Hvað er það besta við borgina þína? Ég er mjög hrifin af Þrándheimi af því að hún er mjög róleg en samt aldrei leiðinleg og þar er fullt af góðum búðum.

74

Eyðir þú miklum tíma í bloggið þitt? Ég eyði ekki svo miklum tíma í bloggið mitt núna, ég er meira á Instagram. Ætli ég eyði ekki um 2-3 tímum á dag í bloggið og Instagram, fer mikið eftir heilsunni. Hvaðan færðu innblástur fyrir bloggið? Úr tímaritum, af Instagram og þegar ég ferðast um Skandinavíu og á Spáni. Hefur þú alltaf haft áhuga á hönnun? Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun, alveg síðan ég var unglingur. Ég er sérstaklega hrifin af danskri hönnun. Hver er þinn uppáhalds hönnuður? Uppáhalds hönnuðir mínir þessa dagana eru Ray og Charles Eames. Ég held mikið uppá Eames DSR borðstofustólana mína.


Uppáhalds bloggið þitt? Uppáhalds síðan mín á Instagram er @_hana_style_ Uppáhalds tímarit? Elle Decoration Norge Vintage eða nýtt? Nýtt, en ég á mikið af vintage hlutum sem ég held mikið upp á. Uppáhalds litur? Uppáhalds litirnir mínir eru svartur og hvítur.

mittlillehjerte

75


“My favourite colour right now is Black and white, just love the contrasts�

76


77


78


79


Lumex thismoderlife.co.uk madeindesign.co.uk

Ikea

Skapaðu þinn eigin stíl

ommdesign.se

Svart og hvítt er allsráðandi inná heimili Janne Ivarsen, heimili hennar er bjart og notalegt. Hún hefur mikinn áhuga á hönnun og er dugleg að kaupa sér klassísk húsgögn og aðra innanhússmuni.

Penninn epal

Ikea

Blómaval

Penninn

Snuran.is

Penninn

Módern

80

epal

epal&Hrím


Netverslun meรฐ fallegar hรถnnunarvรถrur

www.snuran.is

Vertu meรฐ okkur


Listakona á Álftanesi

V

ið heimsóttum myndlistakonuna Ástu R.Ólafsdóttur en hún býr í fallegu húsi á Álftanesi ásamt fjölskyldu sinni. Húsið er á þremur pöllum og var byggt árið 1998, mikil lofthæð, stórir gluggar og steyptir veggir var það sem heillaði heimilisfólkið. Skemmtileg blanda af listaverkum sjást inná heimilinu, þar á meðal eftir hana sjálfa.

82

Umsjón:Þórunn Högna • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


83


84


Fjölskyldan? Við erum fimm í heimili. Við hjónin og synir okkar þrír: Ólafur Þór, Fannar Steinn og Viktor Ingi. Hvenær var húsið byggt? Árið 1998. Hvernig er skipulagið? Raðhús á þremur pöllum,opið rými,mikil lofthæð, 4 svefnherbergi og 2 baðherbergi. Hver er stíllinn á heimilinu? Áfram allskonar! Hvaða útsýni hefur þú? Við lóðarmörk er opið svæði þar sem menn og dýr una vel við sitt og svo eru hesthúsin og hafið ekki langt undan. Nýtt eða gamalt? Bland í poka. Hrukkóttir hlutir eru heillandi, þeir bera í sér tímann, umbreytinguna,lífið. Hvernig slappar þú af? Það er ljúft að hreiðra um sig í sófanum með bók eða blað og penna, úti í garði eða einhverstaðar í náttúrunni. Hvar færð þú hugmyndir fyrir heimilið? Hugmyndirnar koma alls staðar að,heimurinn er fullur af myndum. Það getur t.d. verið áferð,form eða litur á einhverju sem rekst á mig á förnum vegi. Svo er alltaf gaman að sjá möguleikana í öllu, finna nýjan farveg. Hlutir þurfa ekki að vera bundnir einu ákveðnu notagildi. Áttu þér uppáhalds hönnuð eða arkitekt? Ég er mjög hrifin af verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts. Eames stólarnir eru fallegir gripir og einnig kemur margt spennandi frá Skandinavíu.

Listamaður í uppáhaldi? Það er nú öllu heldur listasúpa með allskyns kryddi. Hún inniheldur m.a. Louise Bourgeois,Francis Bacon, Mike Kelley, William Burroughs, Rembrandt, Martin Kippenberger, Evu Hesse, deKooning, Duchamp, Söruh Lucas, Egon Schiele, Marlene Dumas og fleira gott fólk. Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Hlutirnir á heimilinu koma úr öllum áttum, ýmist fundnir,úr fjölskyldunni,heimatilbúnir eða keyptir. Húsgögn höfum við helst keypt í Tekk/Habitat, Ikea og Heimahúsinu. Uppáhalds rými í húsinu? Það fer vel um mann hvar sem er í húsinu.Á neðsta palli er rýmið bjart og opið með mikilli lofthæð og eins er notalegt undir súðinni uppi. Á hvað leggur þú áherslu þegar kemur að útliti heimilisins? Heimili er tilfinning,í raun hjartsláttur fjölskyldunnar,takturinn.Því er nauðsynlegt að hafa í kring um sig þá hluti sem manni líður vel með og um að gera að leika sér,snúa þeim á hvolf öðru hverju. Hvers getur þú ekki verið án á heimilinu? Það væri vont að vera án vatns, rafmagns og salernis,en hér er það sennilega þvottavélin sem fær minnsta hvíld.

Uppáhalds borgin? New York er hressandi en Berlín, París og Róm eru eitthvað að kalla núna. Hvað finnst þér best við hverfið sem þú býrð í? Náttúran, kyrrðin, fuglalífið. Is less more? Stundum..en hérna er það frekar svona alive and kicking! Uppáhalds litur? Allir litir eru dásemd og hafa sinn sjarma, en ég er nú hálfgerð moldvarpa og dregst oft að jarðlitum og svörtum. Hvernig er fullkominn dagur heima við? Með fjölskyldunni við leik og störf. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Ég er nú meiri bókaormur, en það eru þá helst lista og heimilistímarit. Kaffi eða te? Kaffi...ilmurinn af nýlöguðu kaffi kemur nefinu í gír. Hvað er framundan? Á næstunni er það sýning í Listasafninu á Akureyri.

Hvað dreymir þig um að eignast fyrir heimilið? Listinn er nú alltaf nálægt hjartanu. Það væri draumur að eignast verk eftir einhvern úr uppáhalds listasúpunni minni…nú eða kaffivél.

85


Húsgagnahöllin

Húsgagnahöllin Ikea

Húsgaganhöllin

Skapaðu þinn eigin stíl Litríkir veggir og hrá steypa gera heimili listakonunnar Ástu skemmtilegt, hún blandar saman nýju og gömlu. Ikea

Casa Húsgaganhöllin

Blómaval Húsgaganhöllin

Ikea

Ikea

Ikea

86

Fakó

Ikea


87


Gamalt í bland við nýtt

A

nna Þóra Jóhannsdóttir býr með kærasta sínum, Davíð Minnari Péturssyni í fallegri íbúð á Sogaveginum sem þau tóku nýlega í gegn. Anna hefur einstaklega gott auga fyrir fallegum hlutum og er mjög útsjónasöm. Hún á mikið af fallegum gömlum hlutum sem hún hefur fengið frá ömmu sinni og á nytjamörkuðum og blandar þeim saman með nýjum hlutum. Maður fær svo sannarlega innblástur á að kíkja í heimsókn til hennar. 88

Umsjón: Helga Eir • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


89


90


Áttu þér uppáhaldshönnuð eða arkitekt? Nei, alls ekki. Ef hluturinn heillar augað þá er það nóg fyrir mig. Hvar verslar þú mest fyrir heimilið? Ég er mjög hrifin af gömlum hlutum, mér finnst því fátt skemmtilegra en að fara á nytjamarkaði. Það er t.d. einn slíkur markaður við Heiðarbraut á Akranesi sem er æðislegur. Ég hef fundið ótrúlega marga fallega hluti þar. Ég á það líka til að skoða bland.is en þar fann ég til að mynda skenkinn í stofunni og eldhúsborðið okkar. ILVA finnst mér jafnframt ótrúlega krúttleg verslun. Uppáhalds rými í húsinu? Mér finnst afar notalegt að sitja við eldhúsborðið okkar eða hreiðra um mig inn í stofu. Uppáhalds veitingastaður? Eftir að ég uppgötvaði nýjan stað við Suðurlandsbrautina sem heitir Fresco hef ég ófá skiptin lagt leið mína þangað í hádeginu. Ég hef nokkrum sinnum farið á Kopar, aldrei orðið fyrir vonbrigðum þar. Á hvað leggur þú áherslu þegar kemur að útliti heimilisins? Ég legg áherslu á notalegheit, að okkur líði vel í öllum rýmum íbúðarinnar og að heimilið okkar sé hreint og skipulagt.

Fjölskyldan?Ég bý með kærastanum mínum Davíð Minnari Péturssyni. Foreldrar mínir eru Fjóla Bjarnadóttir og Jóhann Þór Ragnarsson sem búsett eru á Grundarfirði ásamt litlu systur minni henni Söndru Ósk. Nú tókuð þið nýverið íbúðina í gegn, segðu okkur frá því ævintýri. Íbúðin var keypt í byrjun árs 2013. Okkar beið stórt verkefni enda var margt orðið mjög illa farið og lúið. Við tókum þá ákvörðun að vera ekki að ana út í neitt og ætluðum okkur að dytta að íbúðinni eftir því sem tíminn leyfði. Hlutirnir tóku hins vegar kúvendingu þegar Davíð fór upp í íbúð einn daginn með sleggju í hendi og braut allt innan úr baðherberginu. Eftir það vatt þetta svolítið upp á sig. Öllu var rutt út, nema þvottahúsinu sem er enn í sinni upprunalegu mynd. Við opnuðum efri hæðina og brutum niður vegg sem skildi að eldhús og borðstofu. Við hjónaleysin vorum mjög samtaka í efnisvali og hvernig við vildum hafa innréttingar. Ég rissaði gróflega niður á blað hvernig eldhús og baðherbergi ættu að vera uppsett og þar næst var hafist handa við endurbætur. Ég var alltaf staðráðin í því að fá eyju inn í eldhúsið þar sem mér finnst það svo ótrúlega heimilislegt. Ótrúlegt en satt þá vorum við flutt inn í júní 2013, þökk sé fjölskyldu og vinum. Síðan þá höfum við verið að dundað okkur við að gera það sem gera þarf. Svona breytingar taka sinn tíma og nú rúmu ári síðar eru enn nokkrir hlutir ókláraðir. Hvernig er skipulagið í húsinu?Íbúðin er á tveimur pöllum. Gengið er inn í íbúðina á efri palli, þar er eldhúsið og stofan. Á þeim neðri er þvottahús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi, eitt þeirra er notað sem fataherbergi. Íbúðin er mjög björt og gluggar stórir. Hvernig er stíllinn á heimilinu? Stíllinn er að mínu mati notalegur enda legg ég mikla áherslu á að okkur líði vel heima við. Útsýni ?Við sjáum t.d. Esjuna, sem mér finnst notalegt enda alin upp í nálægð fjalla hvoru tveggja á Siglufirði og Grundarfirði. Nýtt eða gamalt? Ég er hrifin af gömlum hlutum og finnst því nauðsynlegt að blanda þeim saman við þá nýju. Hvernig slappar þú af? Heiti potturinn eftir ræktina er unaður. Jafnframt finnst mér afslappandi eftir langan dag að koma mér vel fyrir og vafra um á internetinu. Hvar færðu hugmyndir og innblástur fyrir heimilið?Oft fæðast hugmyndir í kollinum á mér, sumar framkvæmi ég, aðrar ekki. Pinterest, tímarit og vefsíður hafa oft veitt mér innblástur.

Uppáhalds hlutur heimilisins? Inn í stofu hangir mynd eftir mömmu upp á vegg, hún er í miklu uppáhaldi. Einnig eru hlutir hér og þar um íbúðina sem mér þykir vænt um, eins og t.d. gamall plötuspilari sem amma mín, Anna Snorradóttir á Siglufirði gaf mér. Skemillinn í forstofunni er einnig frá ömmu ásamt tekk borðinu í stofunni sem er upprunalega hannað sem saumahirsla. Uppáhalds litur? Ég elska liti en á erfitt með að velja mér einn ákveðinn lit sem er í sérstöku uppáhaldi þegar kemur að því að prýða heimilið. Svart og hvítt er samt alltaf klassískt. Skemmtilegustu heimilisverkin? Það vakti alltaf kátínu hjá mér þegar ég var lítil ef mamma stakk upp á því við mig að taka til. Enn þann dag í dag finnst mér gaman að gera hreint heimafyrir og í leiðinni endurraða hlutunum á heimilinu. Leiðinlegustu heimilisverkin? Mér finnst allt sem viðkemur þvotti alveg hrikalega leiðinlegt. Hvað dreymir þig um að eignast fyrir heimilið? Gamalt krúttlegt snyrtiborð. Fuzzy kollur er einnig á óskalistanum. Fyrir eldhúsið er það að sjálfsögðu KitchenAid hrærivél í einhverjum flottum lit. Uppáhalds borgin?Ég á erfitt með að velja eina uppáhalds borg þar sem margar þeirra sem ég hef komið til hafa haft sinn sjarma. Ég bjó í eitt ár í Lúxemborg og stundaði nám í Madrid um tíma, báðir staðirnir eru heillandi. Bókin á náttborðinu er? Í náttborðsskúffunni liggja glósur úr lögfræðinni, ég stefni að því að taka lögmannsréttindin haust. Hvað finnst þér best við hverfið? Staðsetningin, það er stutt í allt. Is less more? Pass. Kærastanum mínum finnst ég t.d. hafa gengið of langt í dýraþemanu en það má deila um það. Hvernig er fullkominn dagur heima við? Brjálað veður úti, ég heima að endurraða hlutum og framkvæma hugmyndir sem ég hef í kollinum. Það besta við heimilið er? Ímyndunaraflið fær að ráða för. Hvaða tímarit kaupir þú helst? Ég kaupi ekki mikið af tímaritum, mér finnst samt sem áður mjög skemmtilegt að fletta í gegnum tímarit sem sýna híbýli fólks. Kaffi eða te? Hvorugt, vatn er málið! Gerir þú eitthvað sérstakt fyrir heimilið núna þegar haustið er komið? Nei, tek líklegast bara fram fleiri kerti enda kertasjúk.

91


92


“Ég er hrifin af gömlum hlutum og finnst því nauðsynlegt að blanda þeim saman við þá nýju”

93


94


95


Ilva

Einar Farestveit

KVRL/Esja Dekor

epal

Ikea

Hrím

Feldur

Skapaðu þinn eigin stíl

Mikið af húsgögnum og hlutum á heimili Önnu Þóru eru frá ömmu hennar eða keypt notað, enda er hún mjög hrifin af gömlum hlutum og finnst nauðsynlegt að blanda þeim saman við þá nýju. Virkilega fallega raðað saman hjá henni.

epal

Ikea

Hrím

Byggt og búið

Ilva Bauhaus

Hrím

Ikea

96

Heimahúsið

Ikea

Penninn


bulthaup reykjavík

Arkitektúr, nýsköpun og nákvæmni Hvert einasta bulthaup b3 eldhús er einstakt listaverk.

Gæði handverks, tæknileg nákvæmnisvinna, áreiðanleiki efniviðar, skipulag innréttingar, tímalaus frumleiki og ending. Fólk sem sættir sig ekki við málamiðlanir, mun liða eins og heima hjá sér í heimi bulthaup.

Suðurlandsbraut 20 Reykjavík 108 www.bulthaup.com www.eirvik.is


U

PPSKRIFTIR



Húsbúnaður frá Heimahúsinu

100

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


Thai karrý núðlusúpa með kjúkling

• 4 kjúklingabringur • 2 dósir kókosmjólk • 2 tsk Red Curry Paste • 1 tsk ferskt engifer maukað • 2 hvítlauksrif smátt saxað • 1 stk vorlaukur • 1 tsk chipotle mauk • 1-2 msk kóríander smátt saxað • ¼ bolli Sweet Thai Chili Sósa • 1 lítri kjúklinga / grænmetis soð • 1 pakki núðlur • 1 msk olía til steikingar • 1 stór hvítur laukur skorin í meðalstóra bita • 2 stk rauðar paprikur • ½ brokkoli haus smátt skorinn • 1 msk hnetusmjör eða hunang • salt eftir smekk Aðferð: Setjið ólívu olíu í meðalstóran pott, brúnið vorlauk og lauk og bætið hvítlauk og engifer við, ásamt papriku, brokkoli og karrý paste, látið sjóða í 1-2 mínútur. Bætið við kókosmjólk, soði, sweet chili sósu, chipotle mauk, hnetusmjöri og kóríander og látið malla á meðal háum hita í 15 mínútur. Skerið kjúkling í litla bita og steikið á pönnu með smá olíu þar til hann er klár. Sjóðið núðlur eftir leiðbeiningum, í um það bil 5 mínútur. Kjúkling og núðlum bætt útí súpuna, skreytið með kóríander.

Með þessum rétti, mælum við með

Adobe Sauvignon Blanc Reserva Hér er á ferð einstaklega ferskt og ávaxtaríkt vín. Skemmtilegt vín með góða fyllingu og ferskleika í eftirbragði. í nefi má finna sítrus í bland við létta krydd tóna. Flott vín með austurlenskum mat, skelfiski, grilluðum fiski og grænmetisréttum.

Allt hráefni kemur frá Kosti

101


Kjúklingasúpa

• 1 askja rjómaostur • 1 ferna matreiðslurjómi • 2 lítri vatn • 1- 2 flaska chili sósa frá Heinz • 2 stk kjötkraftur /teningur • 2 stk kjúklingakraftur/teningur • 1 haus brokkoli • 1 haus blómkál • 3 tsk karrý • 1 tsk chili krydd • 1 stk púrrulaukur • 3 stk hvítlauksrif, skorin smátt • 3 stk kjúklinga bringur skornar í litla bita • 1 dós sýrður rjómi • Salt&pipar • Olívuolía til steikingar Aðferð: Blómkál og brokkoli er skorið niður í millistóra bita og soðið í nokkrar mínútur. Ólívuolía og púrrulaukur sett í pott og hann steiktur í nokkrar mínútur, hvítlauk bætt við ásamt restinni af grænmetinu, brúnið í 10-15 mínútur á vægum hita, kjúklingur skorinn í litla bita og steiktur á pönnu, gott er að setja smá karrý á kjúklinginn, hann settur til hliðar. Vatni er bætt útí ásamt krafti og látið sjóða, bætið chili sósu, rjómaosti og rjóma úti, látið malla á vægum hita í 20 mínútur. Kryddið með salt& pipar, karrý og chili kryddi og að lokum er kjúklingurinn settur út í.

Með þessum rétti, mælum við með

Laurent Miquel L‘Artisan Chardonnay Sítrusmikill og ferskur ávöxtur, lime og sítrónubörkur, melónur og perur. Milt og létt með þægilegri sýru í munni. Eikað að hluta en eikin vart greinanlegt, mjög hófstillt. Vel gert og aðgengilegt vín.

Berið fram með brauði og sýrðum rjóma eða rifnum osti.

102

Allt hráefni kemur frá Kosti


Aspassúpa

Með þessum rétti, mælum við með

• 1,5 litrar mjólk eða fjörmjólk • ½ lítri vatn • 2 dósir niðursoðinn aspas • 1 búnt ferskur aspas • 1 rjómi 500ml • 2-3 stk kjötkraftur • 50 gr smjörlíki • 1 dl hveiti Aðferð: Bræðið smjörlíki í potti og bætið hveiti útí og hrærið vel saman, síðan er safanum af aspas bætt við ásamt vatni og mjólk, bætið svo við rjóma og krafti, léttsteikið aspasinn á pönnu með smá smjöri skerið niður og bætið útí súpuna rétt áður en hún er borin fram.

Lamberti Chardonnay Hér er á ferðinni norður-ítalskt Chardonnay, nánar tiltekið frá Venetosvæðinu. Ljóst á lit, sítrus, banani og ferskjur í nefi, smá anis. Ferskt í munni, ágætis sýra og þægilegur ávöxtur.

Húsbúnaður frá Heimahúsinu

103


104


Sjávarréttasúpa • 500 gr. hörpudiskur • 500 gr. humar • 300 gr. tigrisrækjur • 3 hvítlauksrif, söxuð • 3-4 gulrætur, skornar í þunnar sneiðar • 1 stk. laukur, saxaður í meðalstóra bita • 1 rauð paprika, skorin í meðalstóra bita • 1 gul eða appelsínugul paprika, skorin í meðalstóra bita • 2-3 msk tómatpúrra • 1 dós niðursoðnir tómatar • 3 dl vatn • 1 dl sherry • 1 stk fiskikraftur/teningur • 1/2 -1 stk kjúklingakraftur/teningur • 1 stk kjötkraftur/teningur • 1 tsk. tandoori masala krydd • 1/2 tsk karrý • 1/4 tsk hvítur pipar • 6 sólþurrkaðir tómatar, sneiddir • 4 msk. mango chutney • 1 dl sæt chillisósa • 2 fernur matreiðslurjómi • svartur pipar • steinselja Aðferð: Tvær msk af olíu sett í pott og gulrætur, laukur og paprika brúnuð, hvítlauk bætt við í lokin. Því næst er tómatpúrru, niðursoðnum tómötum, vatni, fiskikrafti, kjúklinga krafti, tandoori masala, karrýi og hvítum pipar bætt út í. Síðan eru sólþurrkuðu tómatarnir sneiddir niður og þeim ásamt mango chutney, sætu chilisósunni og matreiðslurjómanum og sherry bætt við. Möluðum svörtum pipar bætt við eftir smekk og látið sjóða niður í u.þ.b. 15 mínútur. Þá er slökkt undir pottinum. 10 mínútum áður en súpan er borin fram er hún hituð og sjávarréttir settir út í, látið standa í fimm mínútur. Skreytt með steinselju. Súpan er borin fram með hvítlauksbrauði.

Með þessum rétti, mælum við með

Lamberti Pinot Grigio Er ótrúlega ferskt og ávaxtaríkt vín þar sem melónur, perur og blóm eruáberandi. Létt og góð sýra gerir vínið að áhugaverðu matarvíni en það er einnig gott sem fordrykkur eitt og sér. Allt hráefni kemur frá Kosti

105


Key lime pie

106

• Umsjón: Lólý • Texti: Þórunn Högna • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


G

estakokkurinn og matgæðingurinn hjá okkur að þessu sinni er hún Ólína S. Þorvaldsdóttir eða betur þekkt sem Lólý. Hún hefur alla tíð haft áhuga á matar&kökugerð og líður best í eldhúsinu. Lólý byrjaði með bloggið sitt fyrir þremur árum síðan en þar deilir hún reglulega girnilegum uppskriftum.Við fengum uppskrift að gómsætri ostaköku sem rann ljúft niður hjá blaðamanni og ljósmyndara. Hver er Lólý? Ég heiti Ólína S. Þorvaldsdóttir en er alltaf kölluð Lólý af öllum sem ég þekki. Ég er Hafnfirðingur eða Gaflari enda aldrei búið annars staðar en í Hafnarfirði fyrir utan smá tíma í Danmörku á unglingsárunum. Ég er með BSc í alþjóða markaðsfræði en hef nú unnið við ýmislegt í gegnum árin, enda lærir maður alltaf eitthvað nýtt á hverjum stað og kynnist nýju fólki.Mér líður langbest í eldhúsinu og er mikill matgæðingur og ef ég hef ekkert fyrir stafni fer ég í eldhúsið og prófa eitthvað nýtt og gómsætt. Ég les mikið af matreiðslubókum og blöðum og er dugleg við að búa til nýjar uppskriftir og prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt í eldhúsinu. Fjölskyldan og vinirnir eru helstu tilraunadýrin hjá mér, en þau segjast öll hafa matarást á mér og segja aldrei nei þegar ég býð þeim að koma til mín í mat til að smakka á einhverju nýju og spennandi. Mér finnst alltaf gaman að gleðja fólk með góðum mat og ekkert gleður mig meira en að fá fjölskyldu og vini í mat og sjá bros á vör hjá þeim eftir hvern munnbita. Hefur þú alltaf haft áhuga á matar og kökugerð? Já, ég hef haft þennan áhuga síðan ég var lítil, fannst alltaf ótrúlega gaman að fylgjast með mömmu og pabba í eldhúsinu hvort sem það var matar- eða kökugerð. Botn • 500 gr hafrakex • 220 gr brætt smjör Ostafylling • 800 gr rjómaostur • 2 tsk rifinn appelsínubörkur • 1 tsk rifinn lime börkur • 220 gr sykur • 3 egg • 180 gr sýrður rjómi • 60 ml ferskur limesafi Ostablanda ofan á köku • 2 dósir sýrður rjómi • 2 msk sykur • 2 tsk limesafi

Hvenær byrjaðir þú að blogga? Ég byrjaði að blogga fyrir rúmlega þremur árum síðan og elska að geta deilt öllum þessum uppskriftum með öllum sem skoða síðuna mína. Hver er þinn uppáhaldsmatur? Ég get eiginlega ekki svarað því öðruvísi en að mér finnst bara alveg ótrúlega gaman að fá mat sem er eldaður af ástríðu. Mér finnst skipta máli að matur sé bragðmikill. Hvaða köku getur þú ekki staðist? Þær eru eiginlega tvær, sítrónukökuna mína og key lime ostakökuna – þær er ómótstæðilega þó ég segi sjálf frá. Hvað eldar þú oftast fyrir fjölskylduna? Það er mjög erfitt að elda alltaf eitthvað ákveðið reglulega því að ég er auðvitað í því að elda eitthvað nýtt fyrir síðuna. En einhvern veginn verða grillaðar svínalundir ansi oft fyrir valinu hjá okkur og heimagerð bernaiessósa með. Hvaða eldhúsáhald notar þú mest? Ég nota auðvitað mest hnífana mína sem skiptir miklu máli að séu alltaf vel brýndir, þoli ekki bitlausa hnífa en svo er ég algjör sökker fyrir sleikjum sem ég held að ég eigi 5 eða 6 stykki af. Annars verð ég bara að eiga öll áhöld sem skipta máli í eldhúsi.

Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og myljið vel niður - hrærið áfram og hellið bræddu smjörinu út í og blandið vel saman. Takið blönduna og setjið í kökuform sem er 24 cm smelluform - setjið kexblönduna upp meðfram brúnum líka. Kælið í ísskápnum í 30 mínútur. Hitið ofninn í 160°C helst með blæstri. Blandið saman ostafyllingu - setjið rjómaost, sykur og börk í hrærivél og hrærið vel saman. Bætið síðan eggjum út í, einu í einu og að lokum sýrðum rjóma og limesafanum. Takið formið út úr ísskápnum og hellið ostablöndunni í formið. Bakið kökuna í 1 klukkutíma og 15 mínútur. Takið þá kökuna úr ofninum og verið búin að blanda saman sýrða rjómanum, sykrinum og limesafanum sem þið hellið ofan ákökuna, og bakið aftur í 20 mínútur. Þegar búið er að baka kökuna er best að láta hana standa í ísskápnum í sólarhring.

107


108

Umsjón: Berglind Steingrímsdóttir • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


Möndluterta með vanillukremi • 6 eggjahvítur • 300 gr flórsykur • 370 gr grófmalaðar möndlur • 1 tsk sítrónusafi • 1 msk vanillu dropar Hitið ofninn í 175 gráður Þeytið eggjahvítur og setjið sítrónusafa útí, bætið flórsykri saman við, þeytið þar til blandan verður stíf. Blandið vanilludropum, möndlum varlega saman við. Bakið í 26 cm formi í 30 mín. Krem • 6 eggjarauður • 1 1/ 2 dl rjómi • 180 gr sykur • korn úr einni vanillustöng • 200 gr mjúkt smjör • rifið súkkulaði Aðferð Eggjarauður, rjómi, sykur og vanillukorn sett í pott og þeytt saman á vægum hita, í krem. Setjið pottinn í vatnsbað og látið kólna alveg niður. Þegar blandan er orðin köld þá er hún sett í hrærivélaskál og þeytt, smjörinu er blandað smátt og smátt saman við, þeytið í krem. Kakan er sett á disk og kreminu smurt ofaná og rifnu súkkulaði stráð yfir.

Allt hráefni kemur frá Kosti

109


Himnesk epli með lakkrískremi og marengs

• 3 stór epli • 4 msk hvítvín eða vatn Aðferð Eplin eru afhýdd, skorin í teninga og soðin í hvítvíni/vatni í ca 10-15 mín, kæld. Lakkrískrem • 150 gr mascarpone • 50 gr flórsykur • 2,5 msk lakkríssíróp • 250 ml þeyttur rjómi Aðferð Þeytið mascarpone, flórsykur og síróp saman í krem. Léttþeytið rjómann og blandið varlega saman við.

110

Marengsstangir • 2 eggjahvítur • 90 gr flórsykur • Lakkrísduft Hitið ofn í 90 gráður Aðferð Þeytið eggjahvítur og bætið flórsykri saman við, stífþeytið. Setjið í sprautupoka og sprautið mjóar stangir á smjörpappír. Stráið lakkrísdufti yfir. Bakið í ca 60-65 mín, látið kólna. Samsetning: Eplin eru sett í botninn á glasi, síðan krem yfir, svo epli svo krem, lakkrísdufti stráð yfir og marengsstangir settar í .


Lakkrís Brúnkur

• 160 gr hveiti • 350 gr dökkt súkkulaði • 200 gr smjör • 5 msk kakó • 350 gr ljós púðursykur • 4 egg • 2 eggjarauður • 1 tsk vaniludropar • 25-30 gr lakkrísduft Hitið ofn í 180 gráður Aðferð Súkkulaði og smjör brætt saman við vægan hita yfir vatnsbaði, púðursykri er bætt saman leysið sykurinn vel upp í súkkulaðiblöndunni. Takið skálina úr vatnsbaðinu. Bætið eggjum, rauðum og vanillu saman við, gætið þess að hræra ekki of mikið, hveiti, kakó og lakkrísduft sett saman við. Setjið í form sem er 18x26 cm og bakið í ca 30 mín, ekki lengur. Látið standa í 1 klst í kæli.

Allt hráefni kemur frá Kosti

111


París mesta trendborgin

T

inna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hrím býr ásamt fjölskyldu sinni í fallegri íbúð í vesturbænum. Humar er uppáhaldsmaturinn hennar og kampavín er besti drykkurinn.Við kíktum í heimsókn og mynduðum uppáhaldshlutina.

112

Umsjón: Þórunn Högna • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


Hvar í húsinu er best að vera? Í stofunni. Uppáhaldshlutur á heimilinu? Sænski hægindastólinn minn sem ég fékk i jólagjöf. Besti veitingastaður í Reykjavík og erlendis? Humarhúsið og Texas Roadhouse. Mesta trendborgin? París. Besti maturinn? Humar. Besti drykkurinn? Kampavín. Dreymir um að eignast? Pug. Hvers getur þú ekki lifað án (fyrir utan fjölskylduna)? Ferðalaga. Uppáhalds verslun? Urban Outfitters. Uppáhaldsflíkin? Indverski Aftur jakkinn minn. Uppáhaldsskórnir? Camper sandalarnir mínir. Lífsmottó? Lifa, læra og njóta. Hvað er framundan? Parísarferð, ný heimasída www.hrim.is að fara í loftið og ýmislegt spennandi!

113


“Sænski hægindastólinn í uppáhaldi”

114


519 5500 Brandur 897-1401

Ăšlfar lgf. 897-9030


Fagurkerinn Óli Boggi

H

ann er ekki bara einn af flottustu klippurum landsins, heldur hefur hann einstaklega góðan smekk á flottri hönnun. Hann á fjöldann allan af fallegum hlutum og fatnaði. Framundan er ferð til New York þar sem hann sækir sér m.a innblástur og orku fyrir veturinn. Óli bauð uppá kaffi og æðislega bláberjaköku sem systir hans bakaði. Það er hreinlega endurlífgandi að fara í heimsókn til hans. Skemmtilegri gerast þeir bara ekki! Hér eru uppáhaldshlutirnir hans.

116

Umsjón: Helga Eir • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir


117


118


Hvar í húsinu er best að vera? Einfalt svar við því - stofan

Hvers getur þú ekki lifað án (fyrir utan fjölskylduna)? Að ferðast reglulega – gæti ekki lifað án þess.

Uppáhalds hlutur / hlutir á heimilinu? Kommóðan sem afi minn smíðaði og Nespresso kaffivélin mín.

Uppáhalds verslun? Magnolia-desgin, HRÍM-Hönnunarhús, Tekk-Habitat, Fakó og Epal.

Besti veitingastaðurinn í Reykjavík og erlendis? Í Reykjavík: Á virkum dögum Gló, um helgar bruns á Coocoo´s nest. Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn klikka aldrei. Erlendis: Þessi er erfið – hvar erlendis? Látum New York duga og þar eru það KOI í Trump í SOHO, Cafe Citane, Spotted pig, Blue Ribbon Sushi, The Butcher´s Daugther og Cafe Habana svo nokkrir séu nefndir. Mesta trendborgin? New York! Besti maturinn? Humar. Besti drykkurinn? Íslenskt vatn. Dreymir um að eignast? Íbúð í New York Uppáhalds hönnuður? Ég hrífst mikið af íslenskri og skandínavískri hönnun og það er frábært hvað er komið mikið úrval af slíkri hönnun í búðum hér á landi. Í miklu uppáhaldi eru IHANNA, Ólöf Erla, Kåhler, Hay, Bloomingville og Tine K.

Heimili

og

hugmyndir,

Uppáhalds flíkin? Ralph Lauren jakkarnir mínir og svo er ég mikill skyrtumaður og á óteljandi skyrtur í öllum litum frá hinum ýmsu hönnuðum. Uppáhalds skórnir? Úff... þessi er erfið. Ég er algjör skófíkill en verð að segja Louis Vuitton strigaskórnir og fjölmargir aðrir strigaskór frá allskonar merkjum Lífsmottó? Safna minningum Kaffi eða Te? Kaffi Er eitthvað sérstakt sem þú gerir fyrir heimilið á haustin? Kveiki á kertum Hvað er framundan? Spennandi tímar, haustið alltaf mest spennandi tíminn á stofunni. Þá fer ég til New York á námskeið og sæki nýjustu strauma og stefnur í hártískunni. Borgin veitir mér alltaf innblástur og orku fyrir veturinn.

119


N

Hreinleiki - virkni - gæði

ýsköpunarfyrirtækið Ankra reka þrjár kröftugar konur, þær Kristín Ýr, Ása María og Hrönn Margrét. Þær eru að gera virkilega spennandi hluti þar sem þær vinna með 100% hreint íslenskt Collagen sem er unnið úr íslensku fiskroði. Þær hafa nú þegar sett fæðubótaefni á markað og mun fyrsta húðvaran frá þeim koma á markað í haust. Vörurnar frá þeim lofa sannarlega góðu og segja þær reynsla fólks af vörunni góða bæði hvað varðar verki í liðum og bætt útlit húðar. Við kíktum í heimsókn á vinnustofuna þeirra þar sem Kristín, yfirhönnuður Ankra sagði okkur meira frá vörunni. Hvaðan kom hugmyndin af Ankra? Ankra er nýsköpunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2013 af þremur konum, eigendur ásamt mér eru þær Ása María Þórhallsdóttir og Hrönn Margrét Magnúsdóttir. Markmið Ankra er að koma inn á markaðinn með alveg nýja hugsun þegar kemur að heilbrigði húðar og liða. Við notum einstök virk efni úr hafinu í kringum Ísland, ekki einungis í hágæða húðvörum heldur einnig til inntöku, sem saman vinna bæði að innan sem og utan að bættu útliti og líðan. Ankra starfar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og er afar umhugað að leggja sitt af mörkum til fullnýtingar íslenskra sjávarafurða. Hvaðan kemur nafnið? Nafnið Ankra varð fyrir valinu, því við vildum að fyrirtækið bæri nafn sem væri táknrænt fyrir starfsemi okkar. Ankra þýðir Akkeri og okkur fannst það eiga afar vel við því innihaldsefni vara okkar eru virk efni úr hafinu kringum Ísland. Auk þess verður hluti af vöruúrvali okkar anti-aging vörur og þar á akkerið líka vel við, því í raun er verið að hægja á öldrun þ.e.a.s setja akkerið út!

120

Hvað gerir Collagenið fyrir okkur? Collagen er eitt aðal uppbyggingar prótein líkamans. Það er að finna í öllum okkar liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Líkaminn okkar framleiðir Collagen en þegar við erum um 25 ára fer að hægjast á framleiðslunni, að meðaltali um 1,5% á hverju ári. Þegar það gerist byrja vefir líkamans að veikjast og það fer að bera á ýmsum öldrunar einkennum svo sem verkjum í liðum og liðamótum. Einnig byrja að myndast hrukkur og teygjanleiki í húð minnkar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á Collagen próteini er hægt að minnka verki í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun. Nú er hönnunin á umbúðunum einstaklega falleg. Hvaðan kom innblásturinn? Leiðarstef mitt við hönnun á umbúðunum var að umbúðirnar yrðu það fallegar og eigulegar að fólk myndi vilja endurnýta þær heima hjá sér, auk þess sem þær eru endurvinnanlegar og umhverfisvænar. Innblásturinn að hönnuninni kemur frá uppruna vörunnar sem er sjórinn og hafnarlífið, mynstrið á umbúðunum er innblásið af roði íslenska fisksins,en collagenið er einmitt unnið úr því.

Ég lagði upp með að umbúðirnar myndu endurspegla hreinleika og gæði vörunnar og er afar ánægð með útkomuna. Hvernig hefur gengið, hvernig hafa viðtökurnar verið? Viðtökurnar á fyrstu vöru okkar Feel Iceland Amino Collagen hafa verið afar góðar, fólk er mjög spennt fyrir vörunni, enda ekki á hverjum degi sem svo hrein og flott íslensk vara kemur á markað hér heima. Varan hefur selst vel og reynsla fólks sem tekið hefur inn Feel Iceland Amino collagen er afar góð bæði hvað varðar verki í liðum og bætt útlit húðar. Eruð þið að selja vöruna erlendis? Ankra hefur stefnt á erlenda markaði frá upphafi og við höfum unnið markvisst í því ferli frá byrjun. Við höfum orðið varar við mikinn áhuga erlendis frá þar sem varan okkar sker sig úr hvað varðar hreinleika,virkni og gæði. Feel Iceland Amino Collagen er unnið úr fiskroði íslenska fisksins, og hefur því mikla yfirburði gagnvert flestu collageni á markaði erlendis í dag, sem oftast er unnið úr nautum eða svínum. Þessa sérstöðu munum við nýta okkur hvað varðar markaðssetningu erlendis.


Hvað er það besta við vinnustofuna? Klárlega útsýnið og lofthæðin! Útsýnið hér er eitt það flottasta í allri Reykjavík. Hér horfum við yfir höfnina og miðbæ Reykjavíkur, fylgjumst með bátunum landa afla sínum, þannig að segja má að við fáum stemmninguna og innblásturinn beint í æð! Vinnustofan okkar er staðsett í húsi Sjávarklasans þar sem fjöldi fyrirtækja sem tilheyra sjávarklasanum á Íslandi, eru samankomin í eitt og sama rýmið. Hér má bæði finna nýsköpunarfyrirtæki og rótgróin fyrirtæki sem er afar skemmtileg blanda, og við erum afar ánægðar að vera hluti af þessum skemmtilega vinnustað.

Hvað er svo framundan? Framundan er að halda áfram að þróa og markaðssetja hágæða fæðubótaefni og húðvörur og koma vörum fyrirtækisins á f ramfæri erlendis. Nú í haust mun fyrsta húðvaran okkar koma á markað hér heima og einnig er á döfunni að koma á markað með fleiri collagen vörur undir merkjum Feel Iceland.

Umsjón: Helga Eir • Myndir: Kristbjörg Sigurjónsdóttir

121


Heimsókn í Njarðvík

Í Næsta blaði... 90 kr. blað : 2.9 r. ð ta n e r P : 2.790 k Í áskrift FRÍTT : Á netinu gazine.is a m e m o www.h

Stórt Jólablað

Heimsókn Saandraajo

122

Komdu í áskrift : www.homemagazine.is



Ný gólefnadeild Skútuvogi

Þekkt vörumerki á lægra verði Húsasmiðjan býður hágæða parket frá þekktum framleiðendum á lægra verði. Áratuga reynsla og þekking á gólfefnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Kaindl harðparket 3ja stafa hnota Vnr. 147082

Kynningarverð

1.690 kr/m2

hluti af Bygma

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.