www.vinnuvernd.is Vinnuvernd ehf Vinnuvernd hefur viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem fullgildur þjónustuaðili á sviði vinnu- og heilsuverndar.
Vinnuvernd er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig á sviði vinnu- og heilsuverndar. Í dag njóta fjölmörg íslensk fyrirtæki þjónustu okkar og þeim fjölgar stöðugt. Við erum sannfærð um að þjónusta á sviði vinnuverndar sé mikilvægur þáttur í því að bæta árangur, auka starfsánægju, öryggi, líðan og heilsufar starfsmanna. Vinnuvernd er stöðugt að þróa nýjar afurðir og efla þjónustu fyrirtækisins. Það er mikilvægt að fyrirtæki velji viðurkennda, ábyrga og trausta þjónustaðila þegar kemur að því að nýta þjónustu á sviði vinnuverndar. Við hvetjum stjórnendur, öryggistrúnaðarmenn og –verði sem og annað starfsfólk til að kynna sér efni þessarar handbókar. Valgeir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuverndar
1
Yfirlit Læknisþjónusta Þjónusta trúnaðarlæknis Fjölskylduvernd Inflúensubólusetningar – lungnabólgubólusetningar Fjarvistaskráning Ráðgjafahornið Heilsufarsmat Heilsufarsmælingar Áhættumat hjarta- og æðasjúkdóma Læknisskoðun nýrra starfsmanna Heilsufarseftirlit stjórnenda Sérhæfðar og lögbundnar heilsufarsskoðanir Lyfjaskimun – fíkniefnapróf Sjónmælingar á vinnustað - sjónmælingarbíll Áhættumat Lögbundið áhættumat Áætlun um heilsuvernd Aðkoma Vinnuverndar Vinnustaðaúttekt Vinnuferlið Vinnuumhverfi Hönnun vinnuumhverfis Val á húsbúnaði Streitustjórnun Fyrirlestrar og námskeið Sérhæfð lengri námskeið Spurningakannanir
5 5 6 6 7 7 8 8 9 9 9 10 10 10 11 11 11 11 12 12 13 13 13 14 15 16 17
2
www.vinnuvernd.is
Starfsmenn Vinnuverndar Svanhildur Jóhannesdóttir þjónustu- og markaðsstjóri svanhildur@vinnuvernd.is
María Jónsdóttir sjúkraþjálfari, meistarapróf í lýðheilsufræðum maria@vinnuvernd.is
Valgeir Sigurðsson sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri valgeir@vinnuvernd.is
Eggert Birgisson sálfræðingur vinnuvernd@vinnuvernd.is
Kristín Agnarsdóttir framkvæmdastjóri heilsueflingar og nýsköpunar, hjúkrunarfræðingur, meistarapróf í lýðheilsufræðum kristin@vinnuvernd.is
Valdís Brá Þorsteinsdóttir iðjuþjálfi, meistarapróf í vinnuvistfræði valdis@vinnuvernd.is
Magnús Böðvarsson sérfræðingur í lyflækningum og nýrnasjúkdómum magnus@vinnuvernd.is Atli Einarsson sérfræðingur í hjartasjúkdómum atli@vinnuvernd.is Þorvaldur Magnússon sérfræðingur í lyflækningum og nýrnasjúkdómum thorvaldur@vinnuvernd.is Helgi Guðbergsson sérfræðingur í atvinnusjúkdómum og heilsuvernd helgi.gudbergsson@vinnuvernd.is
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur ferdavernd@ferdavernd.is Hólmfríður Rós Eyjólfsdóttir hjúkrunarfræðingur holmfridur@vinnuvernd.is
3
Gunnar Karl Karlsson sálfræðingur vinnuvernd@vinnuvernd.is Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur vinnuvernd@vinnuvernd.is Anna Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur anna@vinnuvernd.is Gerður Eva Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur eva@vinnuvernd.is Ráðgjafar á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum Auður Vala Gunnarsdóttir, íþróttakennari/heilsufræðingur Guðrún Valdimarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Berglind Erla Halldórsdóttir, sjúkraþjálfari Björn Pálsson, sjúkraþjálfari Ólafur Halldórsson, sjúkraþjálfar
Trúnaður Starfsmenn Vinnuverndar eru ávallt bundnir þagnarskyldu um málefni einstaklinga. Allar upplýsingar um heilsufar einstaklinga, niðurstöður úr heilsufarsmælingum og aðrar persónulegar upplýsingar eru trúnaðarmál viðkomandi einstaklings og starfsmanna Vinnuverndar.
4
www.vinnuvernd.is
Heilsuvernd Læknisþjónusta Fjarvistir vegna veikinda og slysa kosta fyrirtæki háar upphæðir árlega. Trúnaðarlæknir vinnur að því að veita forráðamönnum og starfsmönnum fyrirtækja ráðgjöf með það að leiðarljósi að draga úr fjarvistum starfsmanna og gæta hagsmuna þeirra varðandi þætti sem geta spillt heilsu þeirra í starfi.
Þjónusta trúnaðarlæknis Heilbrigði starfsmanna er einn grundvallarþátta í rekstri fyrirtækja. Fjarvistir vegna veikinda og slysa kosta fyrirtæki háar upphæðir árlega, ekki síst í fyrirtækjum þar sem stærstur hluti útgjalda er vegna launatengdra gjalda. Hægt er að sýna fram á fækkun fjarvista og aukna starfsánægju hjá fyrirtækjum þar sem starfandi er trúnaðarlæknir. Trúnaðarlæknar Vinnuverndar bjóða upp á fasta viðveru í Læknasetrinu í Mjódd fyrir starfsmenn fyrirtækja. Eitt meginmarkmið lækna Vinnuverndar er að tryggja starfsmönnum gott aðgengi að þjónustunni auk þess að leysa fljótt og vel úr greiningu þeirra heilsufarsvandamála sem upp kunna að koma.
Trúnaðarlæknir er ávallt bundinn þagnarskyldu varðandi málefni starfsmanna og fer í einu og öllu eftir ákvæðum siðareglna lækna og læknalaga.
5
• veita forráðamönnum fyrirtækja og stofnana ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni í viðkomandi rekstri • veita ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda- og slysatilfellum og votta um starfshæfni • gæta hagsmuna starfsmanna varðandi allt sem gæti spillt heilsu þeirra í starfi • veita starfsmönnum, sem þess óska, ráðgjöf varðandi eigin heilsufarsvandamál
www.vinnuvernd.is
Hlutverk trúnaðarlækna er margþætt og felst m.a. í því að
Viðbætur við samning um þjónustu trúnaðarlæknis Fjölskylduvernd
Með fjölskylduverndinni tryggir fyrirtæki fjölskyldum starfsmanna aðgang að trúnaðarlæknisþjónustu. Þannig geta ekki einungis starfsmenn leitað til trúnaðarlæknisins heldur einnig makar þeirra og börn.
Inflúensubólusetningar – lungnabólgubólusetningar Helsti kostur inflúensubólusetninga er að þær draga úr hættu á sýkingu þann vetur sem bólusett er og þar með vinnutapi það árið. Þess vegna bjóða mörg fyrirtæki og stofnanir starfsmönnum bólusetningu. Ef bólusett er árlega í mörg ár má búast við fækkun inflúensuveikinda yfir ævina. Sérstaklega er mælst til að eftirtaldir láti bólusetja sig: Allir eldri en 50 ára. Allir með undirliggjandi hjarta-, lungna eða nýrnasjúkdóma og þeir sem eru með langvinna efnaskiptasjúkdóma (þ.á.m. sykursýki). Starfsfólk í umönnun og þeir sem þurfa að taka móti fjölda fólks á dag eins og gjaldkerar, þjónustuflulltrúar, leik- og grunnskólakennarar.
6
www.vinnuvernd.is
Fjarvistaskráning Fjarvistaskráning Vinnuverndar er þjónusta sem hentar vel fyrirtækjum sem reka margar starfsstöðvar með síbreytilegt vinnuafl. Með fjarvistaskráningu Vinnuverndar eru fjarvistir ekki einungis skráðar heldur er starfsmönnum boðin ráðgjöf um heilsufar og lífsstíl en einnig er þeim sem hafa óeðlilegar fjarvistir boðin læknisfræðileg aðstoð þannig að hver og einn geti sinnt sínu starfi vel. Starfsmenn tilkynna veikindi til Vinnuverndar, Vinnuvernd upplýsir fyrirtæki um fjarvistir starfsmanna og á þann hátt verða veikindavottorð óþörf. Danskar rannsóknir sýna að fjarvistaskráning getur stuðlað að fækkun fjarvistardaga. Vinnuvernd upplýsir stofnun mánaðarlega um fjarvistir starfsmanna.
Þar kemur fram eftirfarandi: • • • • • • • •
Upplýsingar um þá daga sem starfsmenn eru frá vinnu Meðalfjöldi fjarvistadaga vegna veikinda Hlutfall tapaðra vinnudaga vegna veikindafjarvista Meðallengd veikindafjarvista Samantekt á tilefni veikindafjarvista Samanburður á veikindadögum milli mánaða Upphafsvikudagur veikinda Samanburður veikindafjarvista við önnur fyrirtæki
Ráðgjafahornið Þjónustan er hluti af fjarvistaskráningu og byggir á ráðgjöf hjúkrunarfræðinga í gegnum síma. Starfsmönnum stendur til boða ráðgjöf alla virka daga þar sem þeir geta fengið svör við spurningum sem tengjast heilsufari og líðan.
7
Vinnuvernd hefur langa reynslu af mati á vinnu- og starsfumhverfi. Allt frá því að leiðbeina starfsfólki með stillingar á stólum og upp í vinnu við gerð áhættumats fyrir stærri skipulagsheildir.
www.vinnuvernd.is
Vinnuvernd
Þau fyrirtæki, stofnanir og skólar sem ekki hafa lokið gerð áhættumats líkt og lög kveða á um ættu að leita til Vinnuverndar og fá ráðgjöf við þá vinnu.
8
www.vinnuvernd.is
Áhættumat Lögbundið áhættumat Áhættumat er skriflegt mat á áhættu vegna allra þátta vinnu eða vinnuskilyrða sem skapað geta hættu fyrir öryggi og heilsu starfsmanna. Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) er fyrirtækjum skylt að gera áhættumat. Í reglugerð um framkvæmd vinnuverndarstarfs á vnnustöðum (920/2006) eru ákvæði laga 46/1980 nánar útfærð varðandi áhættumat. Áætlun um heilsuvernd Atvinnurekandi ber ábyrgð á að gerð sé áætlun um heilsuvernd sem byggð er á áhættumati þar sem meðal annars kemur fram áætlun um forvarnir, þar á meðal um aðgerðir sem grípa þarf til í því skyni að draga úr atvinnutengdum sjúkdómum og slysum.Áætlunin á að gefa gott yfirlit yfir áhættu- og álagsþætti sem auðveldar markvisst starf og tryggir betri árangur. Áætlun um forvarnir skal byggja á niðurstöðum áhættumats. Aðkoma Vinnuverndar Vinnuvernd hefur annast áhættumat fyrir fyrirtæki en auk þess veitt ráðgjöf og séð um afmarkaða þætti matsins. Við lítum svo á að til þess að áhættumat skili jákvæðum breytingum og þekkingu inn í fyrirtæki sé mikilvægt að virkja bæði starfsmenn og stjórnendur til þátttöku í áhættumatinu. Við bjóðum einnig starfsmönnum (öryggisnefndum, stjórnendum og öðrum starfsmönnum) upp á námskeið í gerð áhættumats.
Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað
9
Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áætlunin skal meðal annars fela í sér: • áhættumat • áætlun um heilsuvernd
Athugun á vinnuaðstæðum er kerfisbundin athugun á vinnuumhverfi þar sem blandað er saman greiningu á aðstæðum, fræðslu til starfsfólks og ráðgjöf við stjórnendur. Starfsmenn Vinnuverndar hafa framkvæmt mat á vinnuumhverfi í fjölmörgum starfsgreinum á sl. árum.
Vinnuferlið Stuttur kynningarfundur
Sameiginlegur kynningarfundur fyrir starfmenn áður en úttekt hefst. Greining á vinnuaðstæðum
Vinnuaðstaða og líkamsbeiting starfsmanna skoðuð. Umhverfisþættir eru metnir m.t.t. áhrifa á heilsu starfsmanna. Skýrslur
www.vinnuvernd.is
Vinnustaðaúttekt
Skýrslu er skilað um niðurstöður athugunar og þeim leiðum sem raunhæfar eru til úrbóta. Fræðslufundur
Á fundinum er fjallað um álagseinkenni tengd vinnu, orsakir þeirra og leiðir til úrbóta. Rík áhersla er lögð á það sem starfsmaðurinn getur gert sjálfur til að bæta vinnutækni og nota þann búnað sem til staðar er á æskilegan máta. Niðurstöður kynntar stjórnendum
Fundur með stjórnendum þar sem niðurstöður eru kynntar og rætt um raunhæfar lausnir og hvernig best væri að standa að þeim.
Vinnuvernd hefur annast þessa þjónustu m.a. hjá skrifstofufólki, bílstjórum, lagerstarfsmönnum, hjá flugmönnum, hjá þeim sem starfa við umönnun o.fl. o.fl.
10
www.vinnuvernd.is
Vinnuumhverfi Vinnuvernd veitir víðtæka ráðgjöf til fyrirtækja, skóla og stofnana á sviði vinnu- og heilsuverndar.
Hönnun vinnuumhverfis
Það er flókið að skapa heilnæmt og gott vinnuumhverfi og dýrt að gera mistök. Oft sést mönnum yfir þá þætti sem skipta starfsmenn miklu máli hvað varðar líðan í starfi. Við komum að þessum þætti ásamt öðrum sérfræðingum sem vinna að hönnun nýs vinnuumhverfis eða við endurskipulagningu og leggjum okkar sérþekkingu af mörkum. Val á húsbúnaði
Framboð á skrifstofubúnaði er stöðugt að aukast. Við fylgjumst með þeirri þróun til þess að geta ráðlagt viðskiptavinum okkar um val á skrifstofubúnaði í samræmi við þeirra þarfir, auk þess að leita bestu verða og gæða. Það er okkar reynsla að fyrirtæki spari umtalsverða fjármuni með því að velja þessa leið strax í byrjun.
11
Einstaklingsmiðuð álags- og streitustjórn: þrjú árangursrík þrep Mikilvægur þáttur í að virkja mannauð fyrirtækja er að greina helstu álags- og streituvalda innan fyrirtækis og í kjölfarið að takast á við þá. Afar vænleg leið til að meta ofstreitu og takast á við hana er að styðjast við þrjú árangursrík þrep við álags- og streitustjórn. Ástæðan er einföld. Það eru aðallega tvenns konar orsakir fyrir ofstreitu hjá starfsfólki. Í fyrsta lagi má finna orsakir í vinnuumhverfinu og í öðru lagi hjá starfsfólkinu sjálfu.
Ofstreita Hæfileg streita
Þriðja þrep
• Persónuleg ráðgjöf til starfsmanna • Skimað fyrir álagsþáttum og streitu • Endurmat
i
u nn
i
er ð ið f
u
us
hv e m
of
rf
i
i lít
nn
Vi
nn
gla
Vi
ik
uá
of
g-
V
la
m
Vi
m
s
ð
ið
öm
fs
á
am
i
t ip sk
i
m
nn u
E
öf
Sa
p
gj ur nd
fr
in g
ar s
U
un
• Námskeið: Vinnubók er kynnt fyrir starfsfólki. Farið er yfir fjóra lykilþætti til að takast á við ofstreitu á markvissan og árangursríkan hátt. • Fyrirlestur tekur um eina klukkustund þar sem farið er yfir helstu álags- og streituvalda og viðeigandi viðbrögð við þeim.
St jó rn
ýs pl
St ar
íll
un
Vanvirkni t
Annað þrep
20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0
Sa
• Skimað fyrir álagsþáttum Viðmið og streitu. Starfsmaður Álagsgreining: • 10 helstu streituvaldar innan fyrirtækis greindir. Niðurstöður settar fram í skýrslu.
ar
Frammistaða
Fyrsta þrep
www.vinnuvernd.is
Álags- og streitustjórnun
Vandamál sem geta komið upp á vinnustöðum og hjá starfsfólki
Vandamál sem geta komið upp á vinnustöðum og hjá starfsfólki geta verið af margvíslegum toga og má þar nefna streitu, kulnun, kvíða og þunglyndi. Einnig getur starfsfólk þurft á aðstoð að halda við að byggja upp sjálfstraust og við að auka vellíðan og ánægju í starfi. Sálfræðingar Vinnuverndar veita einnig ráðgjöf og aðstoð vegna erfiðleikatímabila sem upp geta komið hjá fyrirtækjum, til dæmis vegna skipulagsbreytinga og uppsagna eða eineltis og annarra samskiptavandamála starfsfólks.
12
www.vinnuvernd.is 13
Heilsuefling Heilsufarsmat Heilbrigði og vellíðan í starfi er sívaxandi þáttur í mannauðsstjórnun fyrirtækja. Reglubundið heilsufarseftirlit leiðir til betra heilsufars starfsmanna og fyrirbyggir í mörgum tilvikum alvarleg veikindi auk þess sem það stuðlar að aukinni starfsgetu, bættri líðan og dregur úr fjarvistum. Vinnuvernd býður fyrirtækjum heilsufarsmat sem sníða má að óskum og þörfum starfseminnar og þeim áhættuþáttum sem einkenna starfsumhverfið. Heilsufarsmat er allt frá því að vera einfaldar athuganir á vinnustað upp í umfangsmeiri læknisskoðanir.
Heilsufarsmælingar eru mikilvægur þáttur í heilsueflingar- og vinnuverndarstarfi. Þannig fær starfsmaðurinn upplýsingar um eigið ástand og einnig fær fyrirtækið upplýsingar um stöðu hópsins. Mælingarnar eru framkvæmdar á vinnustað. Grunnmælingar • Hæð og þyngd, reiknaður út þyngdarstuðull (BMI) • Blóðþrýstingur • Kólesteról • Líkamsfituhlutfall
www.vinnuvernd.is
Heilsufarsmælingar
Til að gera enn betur • Mittismál • Blóðsykur • Blóðrauði • Þolpróf • Öndunarmæling (spirometria) • Hjartalínurit • O.fl Ráðgjöf er veitt á staðnum og spurningum svarað. Þeim starfsmönnum sem hafa óeðlilega niðurstöðu sem krefst brýnnar úrlausnar er boðin ráðgjöf frá læknum Vinnuverndar.
14
www.vinnuvernd.is
Heilsufarsmat Vinnuvernd aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að skipuleggja með hvaða hætti best sé að standa að heilsufarsmati starfsfólks.
Áhættumat hjarta- og æðasjúkdóma
Unnið í framhaldi af heilsufarsmælingum. Starfsmenn sem hafa hækkuð eða lækkuð gildi úr mælingum í fyrirtæki, auk þeirra sem eru yfir 40 ára aldri og/eða með ættarsögu um hjartasjúkdóma, fá nánari skoðun hjá læknum Vinnuverndar. Möguleiki á sérhæfðari rannsóknum t.d áreynsluprófi. Læknisskoðun nýrra starfsmanna
Tekin er ítarleg heilsufarssaga, framkvæmd nákvæm læknisskoðun og gerðar viðeigandi rannsóknir m.t.t. eðli starfsins og annars sem tilefni er til hverju sinni. Læknisskoðun við starfsráðningu er mikilvæg sem hluti af ráðningarferli. Þessi athugun getur bæði leitt í ljós vankanta eða óhæfi starfsmanns til ákveðinna starfa, hjálpað stjórnendum við að velja starf eða vettvang fyrir viðkomandi, sem og verið umsækjandanum ómetanleg sem heilsufarsathugun og ráðgjöf. Heilsufarseftirlit stjórnenda
Tekin er ítarleg heilsufarssaga, framkvæmd nákvæm læknisskoðun og gerðar blóðrannsóknir m.t.t. hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameins, lifrarsjúkdóma, nýrnasjúkdóma og annars sem tilefni er til hverju sinni. Tekið er hjartalínurit og framkvæmt áreynslupróf af hjartasérfræðingi Vinnuverndar auk annarra rannsókna eftir því sem saga og skoðun gefur tilefni til. Um er að ræða umfangsmikið heilsufarseftirlit í forvarnarskyni.
Í Læknasetrinu í er aðstaða til læknisrannsókna einstaklega góð, fullkomin tæki og víðtæk sérfræðiþekking til staðar.
15
Sérhæfðar og lögbundnar heilsufarsskoðanir
Hjá mörgum starfstéttum er heilsufarseftirlit lögbundið vegna eðlis starfsins. Læknar Vinnuverndar bjóða upp á sérhæfðar skoðanir starfsfólks innan hinna ýmsu stétta eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um og þörf er á hverju sinni. Hér er boðið upp á mikilvægan þátt í heilbrigðiseftirliti sem hefur mikla öryggisþýðingu fyrir hinn almenna neytanda ekki síður en að vera góð trygging fyrir vinnuveitendur og stjórnendur.
www.vinnuvernd.is
Tilgangur fíkniefnaprófa er fyrst og fremst að standa vörð um öryggi á vinnustað og einnig að auka líkur á vel heppnaðri starfsráðningu.
Lyfjaskimun – fíkniefnapróf
Framkvæmd fíkniefnaprófa er liður í því að auka öryggi starfsmanna, ásamt því að auka líkur á vel heppnaðri ráðningu starfsmanna. Tilgangur prófanna er fyrst og fremst að standa vörð um öryggi á vinnustað. Vinnuvernd gætir þess að fylgja reglum um meðferð viðkvæmra heilsufars- og persónuupplýsinga. Sjónmælingar á vinnustað - sjónmælingarbíll
Vinnuvernd býður upp á að framkvæmdar séu sjónmælingar á vinnustöðum. Sjónmæling er mæling á sjónskekkju og sjónlagi (hæfni augans til þess að sjá skýrt) með og án sjónhjálpartækja. Það er augljóst hagræði að því að framkvæma sjónmælingar á vinnustaðnum sem nú er hægt með sérstökum sjónmælingarbíl sem er búinn fullkomnum tækjabúnaði til sjónmælinga. Í 9. grein reglugerðar um skjávinnu nr. 498/1994 kemur fram að starfsmenn skuli eiga rétt á að hæfur aðili prófi augu þeirra og sjón á viðeigandi hátt: • áður en skjávinna hefst, • með jöfnu millibili eftir það, • ef fram koma vandkvæði tengd sjón sem gætu átt rót að rekja til skjávinnu.
16
www.vinnuvernd.is
Fyrirlestrar & námskeið Líkamsbeiting og vinnutækni
Fjallað er um aðstæður í nútímastörfum og það sem starfsmaðurinn getur gert til að draga úr óæskilegu álagi á stoðkerfið. Þjálfun líkamans
Fjallað um áhrif hreyfingar og mikilvægi hennar, sem og hvað starfsmaður þarf raunverulega að gera lítið til að hafa heilsusamlegan ávinning af. Skyndihjálp
Fjallað um endurlífgun og viðbrögð við slysum eða öðrum bráðavandamálum sem upp kunna að koma á vinnustað og í daglegu lífi. Hollt mataræði
Fjallað um grunnatriði næringarfræðinnar eins og manneldismarkmið, orkuþörf, orkuefni, auk atriða sem eru ofarlega á baugi hjá almenningi hverju sinni og geta tengst offitu, megrunarkúrum, neyslu fæðubótarefna o.fl. Hlé og æfingar
Í fyrirlestrinum er fjallað um hlé og æfingar og mikilvægi þeirra til að bæta líðan. Vellíðan og vöxtur í starfi
Kjarninn í fyrirlestrinum er sjálfsmynd í vinnunni og uppbyggjandi samskipti á vinnustað. Fjallað um það hvernig sjálfsmynd í vinnunni getur verið öðruvísi en utan vinnunnar og hvað hefur áhrif þar á. Samskipti á vinnustað
Fjallað er um samskipti á vinnustað. Lögð er áhersla á umfjöllun um upplýsingaflæði og endurgjöf, einelti á vinnustað og erfiða starfsmenn. Streita og streitustjórnun
Fjallað um orsakir streitu, einkenni og afleiðingar hennar. Í fyrirlestrinum er leitast við að upplýsa starfsmenn um leiðir til þess að draga úr streitu á vinnustað og í einkalífi.
17
Gert er ráð fyrir að fræðslufundir taki um 60 mínútur
Vinnustaðavandamál
Fjallað um samskiptavandamál á vinnustað, orsakir þeirra og hvernig má koma í veg fyrir slík vandamál. Rætt um afleiðingar samskiptavandamála sem geta m.a. verið þunglyndi, kvíði og kulnun í starfi. Að lifa lífinu hægar
Fjallað um það hvort hægt sé að lifa lífinu hægar en koma jafnframt miklu verk og hvort raunhæft sé fyrir fólk að ætla sér að lifa lífinu hægar. Tekið er á streitustjórnun og skipulagningu tíma.
www.vinnuvernd.is
Vinnuvernd býður fyrirtækjum, skólum og stofnunum fyrirlestra og námskeið sem eru sérsniðin að óskum hvers og eins.
Umhverfi og öryggi á vinnustað
Í fyrirlestrinum er fjallað um hvaða máli umhverfis- og öryggismál skipta fyrir hvern vinnustað.
Sérhæfð lengri námskeið Reykleysisnámskeið Gerð áhættumats Skyndihjálp Streitustjórnun og samskipti Líkamsbeiting og vinnutækni
18
Spurningakannanir
www.vinnuvernd.is
Heilsufar, lífsstíll, samskipti, vinnuumhverfi og líðan starfsfólks
Starfsmenn Vinnuverndar hafa um nokkurt skeið gert heilsufarstengdar kannanir meðal starfsfólks fyrirtækja, skóla og stofnana. Spurningakannanir er hægt að nota á ýmsan hátt s.s; til greiningar, til að skerpa á markmiðssetningu, til að fá skýrari niðurstöður við árangursmat verkefna og bera saman mismunandi starfshópa.
Vinnuvernd leggur mikið upp úr trúnaði og öruggri meðferð allra upplýsinga auk þess að virða lög um persónuvernd og meðferð slíkra upplýsinga. Við úrvinnslu, geymslu og framsetningu er þess gætt að ekki sé hægt að rekja svör til einstaka svarenda. Með breytingum á lögum um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum og tilkomu áhættumats í fyrirtækjum eru kannanir enn mikilvægari en áður fyrir fyrirtæki til að fá skýrari upplýsingar. Þannig má ná betri árangri við greiningu og ákvarðanatöku við lausn vandamála.
Næringarráðgjöf
Vinnuvernd býður upp á einstaklingsbundna ráðgjöf næringarfræðings um mataræði. Þar er mataræði skoðað með tilliti til hollustu, þarfa og markmiða einstaklingsins og gefnar ráðleggingar varðandi breytingar sem auðvelda leiðina að markmiðum viðkomandi. Einnig býður Vinnuvernd fyrirtækjum upp á fræðslu- og hvatningarfyrirlestra í næringarfræði (sjá fræðslu) og sérstaka ráðgjöf fyrir matráða og eldhússtarfsfólk.
19
- ráðgjöf og bólusetningar áður en haldið er utan
Bólusetningar vegna ferðalaga
Vinnuvernd býður einstaklingum bólusetningar vegna ferðalaga og dvalar erlendis. Þessi þjónusta er í umsjón Helga Guðbergssonar læknis, sem hefur aflað sér haldgóðrar þekkingar á sóttvörnum og annast bólusetningar ferðamanna um árabil. Vinnuna annast læknar og hjúkrunarfræðingar Vinnuverndar.
www.vinnuvernd.is
Lögð er áhersla á að sníða þjónustuna að þörfum hvers og eins hvort heldur er vegna skemmtiferða, íþrótta-, náms- eða ráðstefnuferða, unda-, viðskipta- eða annarra vinnuferða. Sömuleiðis þegar um lengri dvöl er að ræða vegna skólavistar, hjálparstarfs, friðargæslu, vinnu eða starfsemi fyrirtækja í útlöndum o.fl. Bólusetningar og ráðgjöf vegna ferða til einstakra landa eða svæða fara eftir því hvaða sjúkdómar eru á svæðinu, hvaða árstíð, hvað gera skal, hve lengi skal dvelja og við hvaða aðstæður. Ennfremur eftir ferðamáta, hve mikið einstaklingurinn hefur verið bólusettur áður og hvernig heilsu hans er háttað. Sérstök áhersla er lögð á að sinna börnum og öðrum sérhópum og er brýnt að fólk leiti tímanlega eftir þjónustunni þegar um sérþarfir er að ræða eins og þarfir barna eða sjúklinga. Auk bólusetninga er ekki síður mikilvægt að undirbúa ferðafólk með ráðum til að forðast ýmsa kvilla svo sem matarsýkingar, flugnabit og háfjallaveiki og láta það hafa viðeigandi lyf sem óskað er eftir, til dæmis háfjallalyf, lyf gegn malaríu o.fl. Áhersla er lögð á að beita góðri tækni við vinnuna og að ávalt sé byggt á nýjustu þekkingu á þessu sviði.
20
Vinnuvernd ehf
www.vinnuvernd.is
vinnuvernd@vinnuvernd.is
s. 578 0800