R
R SUMAR H VO
15 síðuR
ST AU
VET U
4+«-'# 35 t (3 /5 t -¶'3 /5 t 7*457 /5 t )&*-#3*(5 t &/%636//* 0( &,5" ¶4-&/4,5
mInnA Plast Nr
"'-&((+"3"3
2.250 kr.
MINÍMALÍSKUR LÍFSTÍLL HEIT OG KÖLD VÍXLBÖÐ HEILSUEFLANDI FERÐIR
. 1 2016
45
16 BÁTALÍF Ferðast með krafti vindsins 26 RADÍSUR OG HREÐKUR Saga og ræktun 32 AFTANROÐABLÓM Hin fíngerða fegurð 30 SKAPANDI HRINGRÁS Sjálfbært afdrep í Mosfellsdal 36 PLAST Saga, staðreyndir o.fl. 43 ENGA PLASTBOLLA, TAKK! Kvikmyndaleikstjóri með prinsipp
30
60
46 ÞAÐ SEM FRÁ OKKUR KEMUR Umhverfismál í ljósmyndum 50 PLAST Í NÝJUM BÚNINGI Nýstárleg endurnýting 52 NÚMINJAR Fornleifauppgröftur og plastfundur 56 DEKRAÐ VIÐ LÍKAMA OG SÁL Dekurdagur í Heilsumeistaraskólanum 60 MINNA ER BETRA! Andleg tiltekt og einföldun 64 VÍXLBÖÐ Heilsubætandi athöfn 68 HEILSUVIKA Á SÓLHEIMUM Mannspekilækningar
16 FASTIR LIÐIR
46 4
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
06. RITSTJÓRNARPISTILL 08. MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS – Keiko Kurita 12. BÆKUR 45. UMHVERFISVITUND – Minna plast 75. NÝSKÖPUN – Hringrásarkerfi í ræktun 84. GOTT FRÁ GRUNNI – Súkkulaði 92. LJÚF MINNING – Elísabet Jökulsdóttir
72 HEILSUEFLANDI FRÍ Fyrir líkama og sál 78 BORGARFERÐ Í BOÐI HANDPICKED Nýir staðir í Reykjavík 81 MATARBOÐ AÐ HÆTTI NÖNNU Heilsusamleg veisla
Fáðu þér
áskrift fyrir aðeins 1.970 pr. blað + GEFIÐ ÚT FJÓRUM SINNUM Á ÁRI + FRÍ HEIMSENDING
+ MISSIR ALDREI AF BLAÐI + ENGIN BINDING + EITT TRÉ VERÐUR GRÓÐUSETT FYRIR HVERT BLAÐ SEM ÞÚ KAUPIR Í ÁSKRIFT
„Mér finnst þetta vera eina tímaritið sem er peninganna virði að kaupa.“ „Ég elska blaðið – pappírinn, vinnan, myndirnar og hversu fjölbreytt og fræðandi það er.“
VERÐ
R
R SUMAR VO
ST AU H
VET U
ÚR LESENDAKÖNNUN ÍBN
4 Blöð á árI Á sk
r i f t!
ÁSKRIFT: EITT BLAÐ Í EINU 1.970 kr. ÚTSÖLUVERÐ ÚR BÚÐ 2.250 kr. ELDRI BLÖÐ 850 kr. stk. Póstburðargjald innifalið
KAUPA ÁSKRIFT Á NETINU: www.ibn.is Í SÍMA: 861 5588
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
5
RITSTJÓRN
BESTU LESENDUR Í HEIMI síðasta pistli lofaði ég nafla skoðun. Hluti af því ferli var að gera lesenda könnun og þannig vonaðist ég til að geta gert mér enn betur grein fyrir því hvernig lesendahópurinn væri saman settur; á hverju þið hefðuð áhuga, væruð ánægð með og hvað ykkur fyndist að betur mætti fara. Það hljómar kannski örlítið sjálfhverft en ég hef alla tíð valið og unnið efni út frá eigin áhuga og því sem mér finnst verðugt og mikilvægt að fjalla um í blaðinu hverju sinni. Það getur jú verið mjög þægilegt að þekkja lesandann sinn út og inn, þ.e.a.s. mig, en að sama skapi er auðvitað líka mikilvægt að líta fram fyrir eigið nef og fara í samtal við ykkur, lesendur. Ég vil í fyrsta lagi nota tækifærið og þakka öllum (700 manns) sem gáfu sér tíma til að svara lesenda könnuninni og gefa mér ómetanlega endurgjöf sem hefur bæði veitt mér hvatningu til að breyta og bæta en líka staðfest að við erum á réttri braut. Það sem liggur sem sagt fyrir er: að gera gott blað betra. Það verður ekki gert í einu vetfangi en þið sjáið vonandi smávægilegar breytingar í næstu blöðum.
Í
„Fallegasta tímarit á landinu og þó víðar væri leitað.“ „Sjálf bærnihugsjónin.“ „Áferðarfallegt og eitthvað yndislegt ... get ekki útskýrt það.“
Til gamans langar mig að deila nokkrum niðurstöðum með ykkur:
„Áhugavert efni, tillögur að hlutum/stöðum, samfélagsábyrgð og fallegt yfirbragð.“
Uppáhaldsefnisþættirnir eru: 1. matur, 2. heilsa, 3. ræktun, 4. handverk og 5. umhverfismál.
„Það er fallegt, laust við yfirborðskennd, áhersla á sjálf bærni, nýtingu og raunverulega hollustu.“ „Hugsjónin og kærleikurinn.“
Lesendur vildu sjá meira af: 1. andlegri heilsu, 2. ræktun, 3. jóga og hugleiðslu, 4. líkamlegri heilsu, 5. umhverfismálum. 75% lesenda lesa næstum því ALLT blaðið. Um leið og ég vona að þið njótið nýja vor-blaðsins ætla ég að enda á uppáhaldsspurningunni úr könnuninni: Hvað finnst þér best við blaðið?
„Það er svo fallegt og veglegt. Það eru líka alltaf áhugaverðar greinar og viðtöl.“ „Mér finnst mjög gott að koma við þennan frábæra endurunna pappír og finna lyktina, það veitir álíka gleði og að fá góða bók. Ég tel líka að blaðið veki fólk til umhugsunar um umhverfið okkar.“ „Áhersla á íslenska náttúru og aðstæður.“
„Mér finnst þetta vera eina tímaritið sem er peninganna virði að kaupa.“
„Hvetur til andlegrar og líkamlegrar sjálfsræktar.“
„Ég elska blaðið – pappírinn, vinnan, myndirnar og hversu fjölbreytt og fræðandi það er.“
FÓLKIÐ
6
MYND- OG RITSTÝRA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR HÖNNUN BERGDÍS OG GUÐBJÖRG UMBROT OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR AÐSTOÐARRITSTJÓRI DAGNÝ GÍSLADÓTTIR LJÓSMYNDIR JÓN ÁRNASON, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, KEIKO KURITA, DAGNÝ GÍSLADÓTTIR, ANTONÍA MALMQUIST BALDURSDÓTTIR, VANESSA LEE THOMAS, STEINUNN MARTA ÖNNUDÓTTUR, ELLEN INGA HANNESDÓTTIR, NANNA RÖGNVALDSDÓTTIR, OLIVER HALSEY, MARVIN INGI EINARSSON, HRAFNKELL SIGURÐSSON FORSÍÐUMYND JÓN ÁRNASON MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR TEXTI GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, DAGNÝ GÍSLADÓTTIR, SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, DÝRFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR, JÓN GUÐMUNDSSON, ÁSLAUG GUÐRÚNARDÓTTIR, NANNA RÖGNVALDSDÓTTIR, ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR PRÓFARKALESTUR HILDUR FINNSDÓTTIR AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR OG LAILA AWAD ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR HEIMILISFANG ELLIÐARVATN, 110 REYKJAVÍK SÍMI 861-5588 NETFANG ibn@ibn.is VEFFANG www.ibodinatturunnar.is LAUSASÖLUVERÐ 1950 KR. ISSN-1670-8695 PRENTUN ODDI, UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS
Þúfa – sleeping grass tuft
ÁLFAR OG TRÖLL Umsjón Dagný Gísladóttir
Japanski ljósmyndarinn Keiko Kurita kom fyrst til Íslands árið 2004 og eins og svo margir féll hún fyrir náttúrunni. Hún sótti um og fékk styrk til að dvelja ár á Íslandi þar sem hún vann seríuna Whispering with elves, trolls and hiddenfolks sem kannar mörk á milli hins náttúrulega og fantasíu. Hvenær og af hverju kviknaði áhugi þinn á ljósmyndun? Þegar ég byrjaði að fara út á klúbba og bari í Tókíó hitti ég marga áhugaverða og skapandi einstaklinga. Þetta voru tónlistarmenn, plötusnúðar, grafískir hönnuðir, handverksmenn og fleiri. Þau unnu öll á daginn við eitthvað annað en eftir vinnu þá nutu þau lífsins með því að skapa í sinni listgrein. Mig langaði líka að búa eitthvað til og valdi ljósmyndun. Ég fór að taka myndir um hér og þar um
8
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
FERÐAST MEÐ KRAFTI VINDSINS Draumurinn um að eignast skútu varð að veruleika eftir að Ólafur Halldórsson rafvirki flutti til Noregs eins og margir Íslendingar gerðu eftir hrun. Þá fóru ljósar strendur og framandi menning að kalla á hann sem aldrei fyrr. Nú er báturinn heimili hans og kærustunnar, Antoníu Malmquist Baldursdóttur, en sl. ár hafa þau notið lífsins á siglingu um Karabíska hafið og við strendur Suður-Ameríku. Texti Dagný Gísladóttir Myndir Dagný Gísladóttir og úr einkasafni
Siglingaævintýrið hófst, eins og svo mörg önnur nútímaævintýri Íslendinga, eftir fjármála hrunið árið 2008. Ólafur flutti þá til Noregs til að vinna sem rafvirki og borga niður lán á Íslandi, en þetta var áður en þau Antonía kynntust: „Hrunið var mikil vakning fyrir mig; ég var búinn að vinna eins og skepna síðan ég var unglingur en fór að hugsa um til hvers ég væri að þessu? Ég átti íbúð og fínt dót en voða lega lítið líf.“ Ólafur hafði lengi verið með mikla ferðabakteríu og langaði á þessum tímapunkti að gera eitthvað meira en að fara í stutt ferða lög; hann langaði að koma sér upp þannig lífsstíl að hann gæti unnið hluta úr ári og ferðast hinn hlutann. Eftir miklar vangaveltur datt honum í hug að seglbátur gæti verið spennandi farartæki til þess. Siglingadraumurinn hafði fylgt honum frá því í æsku þegar hann prófaði fyrst að sigla í Nauthólsvík. AÐ VERA SINN EIGIN HERRA Áður en Ólafur fór til Noregs hélt hann að það að eiga eigin skútu væri bara fyrir ríka og fræga fólkið en í Noregi sá hann hlutina í nýju ljósi: „Ég sá það fljótt að maður þarf ekki stóran bát eða rosalega mikla peninga til að sigla um heiminn.“ Hann fór að kynna sér siglingar og fylgjast með fólki á netinu sem var að gera það sem hann langaði að gera.
„Ég fann mér nokkrar fyrirmyndir sem höfðu verið í sömu stöðu og ég: aldrei siglt áður en langað að fara af stað. Þá komst ég fljótt að því að það er í raun hægt að fara í slíkt ferðalag án margra ára undirbúningsvinnu.“ Hann skráði sig á tveggja daga siglinga námskeið þar sem hann lærði að lesa kort og stilla segl en þar fyrir utan hafði hann lesið sér mikið til um siglingar. „Eftir þetta námskeið varð ekki aftur snúið; ég var kominn með delluna og fór rakleiðis að leita mér að skútu til að kaupa.“ Ólafur fann loks draumaskútuna í Svíþjóð, 27 feta Albin Vega, og sigldi henni þaðan til Óslóar. „Þetta var fyrsta siglingin mín og hún var heldur betur skraut leg. Ég fór með góðum vini, en hvorugur okkar hafði siglt áður án aðstoðar. Við vorum skíthræddir og stressaðir en þegar við vorum komnir vel af stað þá minnkuðu áhyggjurnar enda aðalmálið einfald lega að stefna í rétta átt. Það var reyndar skíta kuldi, enginn hiti í bátnum og það snjóaði á okkur, sem gerði þessa ferð enn eftir minnilegri. Ég lærði heilmikið á þessari fyrstu siglingu; maður lærir í raun mest á því að fara bara út og sigla og læra af reynslunni.“ LAGT AF STAÐ SUÐUR Á BÓGINN Ólafur fékk um svipað leyti tækifæri til að sigla á skútu með frænda sínum frá
Noregi til Íslands og eftir það fékk hann sjálfstraustið til að fara einn af stað í lengri ferð. „Ég sagði upp vinnunni í Noregi og sigldi af stað suður á bóginn. Ég sigldi með fram Evrópu, niður Kílarskurðinn og alla leið til Alsírs. Ég stoppaði í mörgum löndum á leiðinni og sá þau frá nýju sjónarhorni. Ferðin tók níu mánuði og endaði á Gíbraltar. Ég fékk marga gesti á leiðinni; góðir vinir komu í heimsókn og sigldu smáspöl með mér. Eftir þessa siglingu vissi ég að þetta var það sem ég vildi gera. Ég var búinn að komast yfir sjóveikina og kominn með sjófætur, eins og það kallast þegar sjóveikin er farin. Næsta skref var að selja íbúðina mína á Íslandi og kaupa mér stærri bát.“ Á meðan Ólafur var að sinna siglingaáhuganum var Antonía í húsgagnasmíða námi á Íslandi, grun laus um að siglingar um heiminn væru á sjóndeildarhringnum. „Ég hafði hitt Antoníu nokkrum árum áður og fundist mikið til hennar koma,“ minnist Óli með bros á vör. „Við áttum svo sameigin legan vin í Noregi sem kynnti okkur almennilega. Þó að við værum sitt í hvoru landinu og ég á siglingu, fórum við að skrifast á og hittumst svo á endanum og þá varð ekki aftur snúið,“ bætir hann við. Eftir að Antonía hafði dvalið mánuð með Ólafi í Karabíska hafinu ákváðu þau að gera Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
17
18
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
gróður & ræktun
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
23
Garðyrkjufræðingurinn Jón Guðmundsson á Akranesi er þekkt persóna í heimi garðyrkju og ræktunar. Hann er höfundur bókarinnar Aldingarðurinn og einn af þeim sem láta ekkert óreynt þegar kemur að ræktun, séu það matjurtir, blóm eða eplatré. Hann er fullur af fróðleik og kennir okkur hér ýmislegt um radísur og aftanroðablóm sem gæti komið á óvart!
radísur & hreðkur ÝMIS AFBRIGÐI, LITIR OG LÖGUN
Texti og myndir Jón Guðmundsson
Japan og Kína eru radísur (Raphanus sativus), eða hreðkur eins og þær eru líka kallaðar, vinsælt grænmeti og mikið notaðar í ýmsa matargerð. Algengt er að þær séu matreiddar í súpur og ýmsa rétti en líka hráar í salat. Í Evrópu hafa þær ekki notið sömu virðingar en njóta samt víða vinsælda og eru það aðallega smávaxnar og snemmsprottnar radísur. Mest er ræktað í Evrópu af litlum rauðum radísum en þær geta líka verið gular, hvítar eða fjólubláar. Þær eru oftast borðaðar hráar og ungar þegar ferskleikinn og gæðin eru mest. Smágerðar og fljótsprottnar radísur tapa þó fljótt gæðum og verða rammar og trénaðar eftir fáeinar vikur. Flestar radísur eru ein- eða tvíærar en nýttar á fyrra árinu.
Í
UPPRUNI OG SAGA Vitað er að radísur voru þekktar og ræktaðar í Egyptalandi fyrir um 5.000 árum og voru verkamönnum sem unnu að gerð píra mídanna meðal annars gefnar radísur sem hluti af daglegri fæðu. Í Kína voru þær ræktaðar fyrir yfir 2.000 árum og Grikkir og Rómverjar þekktu þær líka vel og stunduðu ræktun á þeim. Að tala bæði um radísur og hreðkur er að vissu leyti ruglandi því að hvort tveggja eru hreðkur en þessar litlu rauðu og fljótsprottnu hafa lengi verið kallaðar radísur en þær stærri og seinvaxnari hreðkur. Svartar radísur eða hreðkur voru fyrst ræktaðar og er fyrst getið um hvítar radísur í Evrópu seint á 17. öld en þær voru ílangar. Kringlóttar komu fyrst fram á 19. öld og þær rauðu sem við þekkjum nú komu fram um svipað leyti. Síðan hafa verið ræktuð fram ýmis af brigði með mismunandi lit og lögun.
26
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Dóttir Jóns með nýuppteknar myndarlegar hreðkur.
Hreðkum nútímans er oft skipt í fimm hópa: 1. Litlar evrópskar radísur sem eru hraðvaxta og oftast rauðar eða hvítar. 2. Stórar asískar hreðkur sem eru mjög breytilegar að stærð og lit. 3. Svartar evrópskar hreðkur sem
henta vel til vetrargeymslu. 4. Suðaustur-asískar sem eru ræktaðar vegna ætra fræbelgja. 5. Fóðurhreðkur og hreðkur sem ræktaðar eru vegna fræja sem vinna má úr olíu.
aftanroðablóm HIN FÍNGERÐA FEGURÐ
A
Texti Jón Guðmundsson Mynd Vanessa Lee Thomas
ftanroðablóm (Lavatera trimastris) hefur lengi verið ræktað hér í görðum og er með allra fallegustu sumarblómum sem við getum ræktað hér á landi. Það er stór vaxnara og gróskumeira heldur en flest önnur sumarblóm og blómgast mjög stórum og fallegum blómum og hefur auk þess langan blómgunartíma.
Mynd: Jón Guðmundsson
28
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
UPPRUNI OG SAGA Tegundin hefur aldrei verið mjög algeng í ræktun og getur það að hluta til stafað af því að garðyrkjufólk á Íslandi var lengi vel feimið við stórvaxnar tegundir. Aukið skjól og betri og hentugri yrki ættu hins vegar að gera slíka feimni óþarfa. Aftanroðablóm er af stokkrósaætt (Malvaceae) en til hennar teljast um 1.500 aðrar tegundir blómplantna og runna. Af náskyldum ættingjum
má nefna moskusrós (Malva moschata), stokkrós (Alvea rosea) og líka havaírós (Hibiscus rosasinensis) en sú síðast nefnda er, sem kunnugt er, vinsælt stofublóm. Af ættkvíslinni eru 25 tegundir jurta og trjákenndra plantna í heiminum. Erlendis eru nokkrar aðrar tegundir ræktaðar, og þá helst fjölær blóm en líka runnar, en hér á landi er aftanroðablóm eina tegund ættkvíslar innar í ræktun. Tegundin vex villt á svæðinu í kringum Miðjarðarhafið, og þá bæði í Norður-Afríku og Suður-Evrópu. Hún hefur líka slæðst út frá ræktun annars staðar í Evrópu og líka í NorðurAmeríku. Plantan nær 50-120 cm hæð og eru blómin allt að 10 cm í þvermál, hvít eða bleik að lit. Blöðin eru eilítið glansandi dökkgræn og plönturnar nokkuð runnavaxnar. RÆKTUN Sáð er til aftanroðablóma í byrjun eða um miðjan apríl og er best að sá beint í ræktunar potta og helst ekki minni en 12-15 cm, jafnvel enn stærri. Plöntunum er illa við allar dreifplantanir og rask
Tæki sem fylgdi gamla gróðurhúsinu þjónar nú hlutverki borðs fyrir sáðbakka.
Júlí hefur þróað einstaka aðferð við að þræða eða sauma saman bindivír. Svo mótar hún úr honum skálar, potta, ljósakrónur o.m.fl. Hún klárar hlutina með því að berja vírinn og mótar þá þannig endanlega, jafnframt því að efniviðurinn verður þéttur og stífur.
skapandi hringrás Framkvæmdagleði Júlí Einarsdóttur blómaskreytis eru engin takmörk sett. Hún hefur byggt upp sjálfbært afdrep í Mosfellsdalnum með sköpunargleði og græna hugsun að leiðarljósi. Texti Guðbjörg Gissurardóttir Myndir Jón Árnason
yrir fjórum árum keypti Júlí, ásamt manni sínum Þresti Sigurðssyni, eitt elsta gróðurhús landsins. Gamla gróðurhúsið í Reykjahlíð var síðast í eigu Salome Þorkelsdóttur, fyrverandi alþingismanns og forseta Alþingis, og hafði verið nýtt af vinum og vandamönnum hennar síðustu árin. Talið er að gróðurhúsið hafi verið reist í kringum 1946 og stóðu þau hjón frammi fyrir erfiðri ákvörðun, að sögn Júlí. „Eftir miklar vangaveltur ákváðum við að það væri ekki raunhæft að endurbyggja gamla gróðurhúsið og keyptum að lokum notað 400 fermetra hús frá Hollandi og komum því fyrir þar sem hið gamla stóð,“ útskýrir Júlí um leið og hún sýnir okkur stolt nýja gróðurhúsið. Upphaflega var það ætlun þeirra hjóna þegar þau keyptu Reykjahlíð, sem þau kalla Suðurá í dag, að hafa aðstöðu í pakkhúsinu
F
fyrir vinnuvélarnar hans Þrastar, stunda ræktun í gróðurhúsinu og koma upp góðri blómaskreytingaaðstöðu fyrir Júlí. Sem sagt að skapa góða vinnuaðstöðu. En lífið í dalnum átti vel við þau og fljótlega ákváðu þau að pakkhúsið fengi nýtt hlutverk. „Við breyttum pakkhúsinu í litla íbúð og tókum einnig eitt af gömlu útihúsunum, sem var mjög illa farið, og breyttum því í hesthús. Í framhaldinu fluttum við alfarið hingað í dalinn og byrjuðum í hestunum!“ segir Júlí og hlær. „Þrátt fyrir að íbúðin sé mjög lítil upplifum við aldrei þrengsli enda er gróðurhúsið eins og framlenging á heimilinu og hér líður okkur afskaplega vel.“ LÍTTU ÞÉR NÆR Þrátt fyrir að gróðurhúsið gamla hafi verið fjarlægt er enn hægt að sjá ummerki gamalla tíma í því nýja. Gömul áhöld, pottar, vinnuvélar og fleira setur svip sinn á umhverfið. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
31
eNgA pLaStbOlLa, TakK! Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir Mynd Guðbjörg Gissurardóttir
Óskar Jónasson kvikmyndaleikstjóri hefur ekki notað einnota plastbolla síðustu fimm árin. „Ef ég er á veitinga húsi eða kaffi húsi þar sem aðeins er í boði einnota plastmál sleppi ég því að fá mér að drekka. Mörg kaffihús eru reyndar með glerbolla einhvers staðar á bak við og starfsfólkið hefur oft gaman af því að sinna svona sérþörfum,“ segir Óskar og bætir við að þegar hann nefni þetta séu allir hjartan lega sammála honum og fólk sé mest hissa á hversu mikið sé notað af einnota umbúðum. „Ef ég kaupi ís get ég fengið hann í einnota boxi og fengið með ein nota skeið sem gæti enst í mörg hundruð ár. Í raun er kald hæðnislegt að við séum að nota efni sem hefur ótrúlega langa endingu í aðeins eitt augnablik,“ segir hann hugsi. Um fimm ár eru síðan Óskar og
nokkrir vinir hans ákváðu að hætta að nota einnota plastbolla, einnota plast poka og pappírshandþurrkur eins og gjarna eru í boði á almenningssalernum. „Við vorum að ræða um hvað þetta væri fárán leg sóun á auðlindum jarðar og út frá þessu kom sú hugmynd að sleppa því að nota þetta þrennt. Fyrstu tvær til þrjár vikurnar var þetta smá vesen en svo varð þetta að föstum vana. Yfirleitt veistu hvort þú ert á leið í búð og þá er auðvelt að taka með taupoka eða nota inn kaupatösku og fá góða hreyfingu í leiðinni. Við erum í þessu frá viku til viku og ef einhver klikkar á þessu borgar viðkomandi eitt þúsund krónur í sjóð. Við höfum safnað heil miklum peningum og notað þá til að fara á bog fiminámskeið, parkúr námskeið, skylminga námskeið og haldið sushi-kvöld.“ Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
43
UMHVERFISVITUND
MINNAPLAST Þegar kemur að því að minnka plastnotkun þurfum við að byrja á okkur sjálfum. Hér eru nokkrar áhugaverðar vörur úr umhverfisvænum efnum. Umsjón Dýrfinna Guðmundsdóttir
BAMBUSTANNBURSTI Tannbursti er hlutur sem flestir nota daglega. Slíkir burstar eru yfirleitt úr plasti og er mælt með að þeim sé skipt út á nokkurra mánaða fresti. Og hvar enda þeir yfirleitt? Jú, í ruslinu. Þar með er bætt töluvert við allt plastruslið í heiminum. Tannbursta úr bambus er hins vegar hægt að endurvinna. Bambushandfangið brotnar hratt niður í náttúrunni og er jafnvel hægt að bæta í moltuna. Burstinn sjálfur, eða hárin, eru úr BPA-fríu plasti sem hægt er að endur vinna með öðru plasti. Bambustannburstinn fæst í Heilsuhúsinu.
VAXBORNIRKLÚTAR
STÁLFLASKA
TANNSTRÁ
Plastfilma er meðal þess sem mörgum hefur reynst erfitt að skipta út. Hins vegar þurfum við ekki að leita langt yfir skammt til að finna lausn á því. Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir, Hadda, sem rekur Dyngjuna-listhús, hefur endur vakið þá gömlu hugmynd að nota bý flugnavax og endurnýtt bómullarefni til að leysa plast filmuna af hólmi. Hægt er að vefja vaxklútnum utan um matvælin eða yfir ílát rétt eins og plast filmu. Bývaxið er einnig náttúruleg bakteríuvörn svo að maturinn svitnar og myglar síður. Klúturinn er síðan skolaður upp úr köldu vatni og notaður aftur og aftur. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Dyngjunnar: dyngjanlisthus.
Talið er að 200 billjón plastflöskum sé hent á ári hverju um allan heim. Framleiðendum S'well-flöskunnar blöskraði þessi yfirþyrmandi plastnotkun og hófu þróun á vöru sem stemmt gæti stigu við þessum ósköpum. S’well-flaskan er gerð úr tvöföldu, eiturefnalausu, ryðfríu stáli sem heldur heitu í 12 klst. og köldu í 24 klst. Fyrir hverja selda flösku plantar fyrirtækið einu tré í samstarfi við American Forests, auk þess sem það styður UNICEF í að tryggja börnum aðgang að hreinu vatni og hreinlæti. Flaskan fæst í tveimur stærðum og ýmsum litum í versluninni Hrím eldhús.
Það er eitthvað ekta íslenskt við það að tyggja strá og ekki er verra ef hægt er að nota eitthvað jafn einfalt og strá sem vaxa villt í íslenskri náttúru til að skipta út plast tannstönglunum sem eru mikið notaðir í dag. Tannstrá er íslensk framleiðsla þar sem hin ofur venjulegu íslensku strá eru þurrkuð og hlutuð niður í tannstönglastærð, svo að einfalt sé að stanga úr tönnunum með þeim. Svo skemmir ekki fyrir að fá bragð af íslenskri náttúru og sumri í leiðinni. Nánari upplýsingar má finna á tannstra.is
44
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Einn MÁnuÐur – Umhverfismál sett í nýtt samhengi Plastpokar, epli og birktré virðast við fyrstu sýn eiga fátt sameiginlegt en Ellen Inga Hannesdóttir myndaði þetta þrennt á áhrifaríkan hátt til að sýna hvaða áhrif nútímalífsstíll hefur á umhverfið. Viðtal Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Ellen Inga Hannesdóttir
46
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Blár plastpoki var notaður og látinn líta út fyrir að svífa eða fljóta til að minna okkur á hafið sem við erum að eyðileggja með plastmengun.
48
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
En hvar fékk Ellen Inga hugmyndina að verkinu? „Maðurinn minn, Viðar Jökull Björnsson, var að læra umhverfis- og auðlindafræði og í kjölfarið fór ég að lesa meira af ýmsu efni tengdu jörðinni og umhverfismálum. Það opnaði í raun nýjar dyr fyrir mér og mér varð brugðið við að lesa þessar háu tölur sem við heyrum fréttir af í útvarpi og sjónvarpi; eins og að Íslendingar hendi um 5 þúsund tonnum af plasti á hverju ári. Ég vil meina að við heyrum svo mikið af svona tölum í öllu þessu upplýsinga flæði að við séum orðin hálf ónæm fyrir þeim. Þess vegna langaði mig til að setja þær í samhengi og rannsaka hvað þessar
tölur þýða í raun fyrir einstak linginn. Í hruninu var t.a.m. allt sett í samhengi fyrir okkur, eins og að skuldir þjóðarbúsins væru jafnháar og rekstur Landspítalans í svo og svo mörg ár. Við þetta var upphæð sem tókst ekki með nokkru móti að gera orðin skiljanleg.“ Spurð hvort hún ætli að halda áfram að taka myndir á þessum nótum segir Ellen Inga að hún gæti vel hugsað sér að halda áfram á þessari braut. „En það kemur í ljós síðar. Mig langar til að geta sýnt fólki hvað við í nútíma samfélagi erum komin langt frá rótunum.“
NÚmInjAr Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Þorgerður Ólafsdóttir
Vinna Þorgerðar Ólafsdóttur myndlistarkonu við skráningu muna sem fundust við uppgröft og rannsóknir við Mývatn á vegum Fornleifastofnunar Íslands varð kveikjan að myndaseríu þar sem hún sýnir plast sem fornleifar. Það sem vakti sérstaka athygli Þorgerðar var rauður plastbútur sem fannst í efsta lagi öskuhaugs við Helluvað. Plastmunurinn var skráður líkt og aðrir hlutir sem fundust og er nú í rannsóknarferli og verður síðan sendur til varðveislu á Þjóðminjasafninu. Í kjölfarið hafði Þorgerður samband við Þjóðminjasafnið til að grennslast fyrir um plastminjar í vörslu þess og upp frá því hófst samstarf hennar og sérfræðinga við fornleifasvið safnsins. Hún hefur unnið að því að fullskrá og ljósmynda yfir fimmtíu plastmuni og sífellt bætist í hillur safnsins. Þessir munir teljast þó ekki fullgildir fornmunir fyrr en þeir eru orðnir 100 ára eða eldri, samkvæmt þumalputtareglu fornleifafræðinga. Plast sem finnst við uppgröft flokkast gjarna sem rusl en telst þó æ oftar til svonefndra núminja. Þorgerður veltir því þó fyrir sér hvort það teljist ekki brátt til fornminja, nú þegar hlutur þess í fornleifauppgreftri er orðinn jafnmikill og raun ber vitni. Hvort sem plastið telst til núminja eða fornminja er ljóst að það er vísir að fornleifafræði framtíðarinnar. Ljósmyndirnar og upplýsingar um plastmunina eru nú aðgengilegar almenningi í gegnum menningarsögulega gagnagrunninn sarpur.is Aðstoð við ljósmyndun var í höndum Vigfúsar Birgissonar.
52
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
Án titils (náttfiðrildi). 2016. Ingólfsfjörður, vestfirðir. 2011
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
53
MINNA ER BETRA! Texti Áslaug Guðrúnardóttir
Mínímalískur lífsstíll er bein þýðing úr ensku og ekki allir sammála um gagnsæi hugtaksins á íslensku. Bent er á að mínímalismi hafi til þessa átt við um tiltekna lista stefnu og að birtingarmynd mínímal ísks heimilis gæti þá til dæmis verið hvítur geimur með tveimur sítrónum í skál á borðinu. Sumir telja að hugtakið nægjusemi nái fremur utan um hugsunina, en þá bendir einhver á að orðið nægjusemi hafi of sterk tengsl við fortíðina, þegar fólk hafði lítið á milli handanna og átti ekki um neitt að velja. Þegar gamla borðið varð að duga, það voru ekki til peningar fyrir nýju borði og í stað þess að láta það angra sig, tileinkaði fólk sér nægjusemi og sætti sig við gamla góða borðið. Nú hefur fólk meira val. Ofgnótt alls þess sem hægt er að festa kaup á í vestrænu samfélagi er án efa rót hins nýja mínímalisma og ástæðan fyrir vinsældum hans nú. EINFÖLDUM LÍFIÐ Mínímalískur lífsstíll snýst um að vera meðvitaður um gildi sín, að rifja þau stöðugt upp með það að markmiði að einfalda lífið og fjarlægja það sem dregur athyglina frá gildunum. Að sóa minna og vera meðvituð um hvað við viljum og þurfum. Hugmyndin er ekki sú að eiga ekkert, að þurrka út persónueinkenni sín með því að gerast svo
60
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
strangtrúaður í einfalda lífsstílnum að maður gerir ekkert skemmtilegt eða á ekkert skemmtilegt. Ef það hentar manni að klæðast alltaf sömu fötunum, eða eiga nokkur sett af eins fötum og ekkert annað, þá er það hið besta mál en fataskápurinn má einnig vera flóknari en það. Mínímalisminn setur engar slíkar reglur. Þessi hugmynda fræði snýst fremur um að við reynum að sporna við utanaðkomandi áhrifum neyslumenningarinnar sem hvetur okkur til þess að eignast allan mögu legan óþarfa og taka þátt í athöfnum sem gefa okkur lítið sem ekkert. Það er ekki endilega samasemmerki milli þess að tileinka sér mínímalískan lífsstíl og að vera umhverfisverndarsinni eða grænmetisæta. Minna drasl þýðir þó minni sóun sem er vissulega betra fyrir umhverfið og því eru jákvæð umhverfisáhrif óhjákvæmileg auka afurð mínímalismans án þess að vera markmið í sjálfu sér. Því er kannski rökrétt að ræða um endur vinnslu og umhverfismál í sömu andrá og mínímal isma, og sá sem tileinkar sér mínímalískan lífsstíl þarf kannski ekki að breyta miklu í viðbót til að verða enn grænni. Það að fara á fullt í endur vinnslu og breyta hegðun sinni og öðru í umhverfisvænni átt getur virst flókið og því ekki til þess fallið að einfalda lífið, en það venst með tímanum
og á endanum veitir það vissa fullnægju og vellíðan og bætir lífið þar með. Ástæðan fyrir því að fólk vill tileinka sér mínímalískan lífsstíl er að það telur sig með því geta bætt líf sitt og öðlast meiri hamingju, geta frelsað sig undan oki dauðra hluta og komið í veg fyrir að efnisleg gæði stjórni lífinu. Ein leið til þess er að velja upplifun umfram dauða hluti. Kaupa sér frekar miða í leikhús eða bíó en nýjar buxur. Það getur vel verið að leikhúsferðin verði misheppnuð. Verkið sé einfaldlega hund leiðin legt, maður fái lélegt sæti eða sé einfald lega of þreyttur til þess að njóta verksins, sofni jafnvel í sætinu. Það er ekki hægt að fá endurgreitt, ekki hægt að taka upplifunina til baka, en það er líklegt að hægt verði að hlæja að þessu síðar og vanda valið betur næst þegar ákveðið er að fara í leikhús. Þrátt fyrir að leikhúsferðin standi ekki undir væntingum getur margt í kringum hana heppnast vel. Fáir fara einir í leikhús eða með fólki sem þeim líkar illa við. Því er nánast öruggt að maður eigi samneyti við einhvern sem maður kýs að verja tíma með. Það að kjósa upplifun umfram dauðan hlut stuðlar því að góðum samvistum. Ein af minnisstæðari leikhúsferðum sem ég hef farið í var þegar ég bauð vinkonu minni með mér til þess að hressa hana við eftir aðgerð á spítala. Þetta
Hvort er meira virรฐi, upplifun eรฐa dauรฐir hlutir?
VÍXLBÖÐ Nú spretta upp kaldir pottar í sundlaugum landsins og sífellt fleiri vaða út í heitar og kaldar laugar til skiptis í heilsubætandi tilgangi. En er gott fyrir líkamann að dýfa sér ofan í ískalt vatnið eða fá menn einungis kvef við að vökna í fæturna eins og gamla tuggan segir? Ef ekki, hvað er það þá nákvæmlega sem þessi athöfn á að gera?
Texti Dagný Berglind Gísladóttir
É
g hitti fyrir tónlistarmann í Vesturbæjarlauginni í vetur sem gekk á milli potta á nokkurra mínútna fresti. Þegar ég forvitnaðist um hvað í ósköpunum hann væri að gera sagði hann mér að víxlböð, að fara í kalt og heitt vatn til skiptis, hefði læknað hann af bak verkjum og vöðvabólgu sem hann var búinn að þjást af árum saman. Hann brosti og bauð mér að prófa. Ég sló til, fór í heitasta pottinn, sat þar í nokkrar mínútur eins og hann og gekk svo að þeim kalda. Hann hoppaði ofan í köldu vaðlaugina og fór allur ofan í. Ég dýfði aftur á móti tánum varlega ofan í og reyndi svo að koma fótunum upp að hnjám í ískalt vatnið. Ég stóð þarna frekar fárán leg, hálf ofan í pottinum í roki og slyddu undir hlátra sköllum sund laugargesta í næstu pottum, sem hvöttu mig þó til að láta vaða. Á endanum, eftir nokkrar tilraunir í heita pottinum og þeim kalda á víxl, gat ég farið
64
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
með allan líkamann ofan í kalda vatnið og haldið út í nokkrar sekúndur. Eftir þessi ósköp settist ég loks í gufubaðið og fann fyrir áhrifunum samstundis; vöðvarnir slakir og vellíðan streymdi um allan líkamann. METSÖLUBÓKIN „MY WATER CURE“ Að nota kalt vatn sem meðferð til heilsuef lingar var fyrst kynnt af þýska prestinum og heilsufrum kvöðlinum Sebastian Kneipp á nítjándu öld. Árið 1886 gaf hann út bókina „My Water Cure“ sem varð metsölubók á skömmum tíma. Sagan segir að Kneipp hafi læknast af berklum, sem þá töldust ólæknandi, með því að baða sig reglu lega í köldu vatni. Enn þann dag í dag eru Kneipp-böð, eða víxlböð eins og þau kallast á íslensku, iðkuð í helstu heilsu lindum heims og undanfarið hefur köldum pottum farið ört fjölgandi í sund laugum hérlendis. Með víxlböðum er átt við það að dýfa líkamanum öllum eða einstökum líkamshlutum á víxl í
Allir dagar byrja á morgunhring. Í lok Heilsuvikunnar setti fólk sér markmið, spennti bogann og miðaði í mark. Táknræn athöfn. Í Sesseljuhúsi eru fyrirlestrar og listræn vinna stunduð.
MANNSPEKI LÆKNINGAR – Það besta úr báðum heimum
Flestir kannast við hugtökin óhefðbundnar lækningar andspænis hefðbundnum lækningum og þá aðskilnaðarstefnu sem ríkir í heilbrigðiskerfinu. En af hverju vinna þessir tveir heimar ekki meira saman? Í tæplega hundrað ár hafa antrópósófískar lækningar, eða mannspekilækningar, sameinað þetta tvennt með góðum árangri og eru stundaðar í yfir áttatíu löndum um allan heim. Í Þýskalandi, Sviss og Svíþjóð eru t.d. mannspekisjúkrahús orðin sjálfsagður valkostur í heilbrigðiskerfinu. En af hverju ekki á Íslandi? Texti Sigríður Inga Sigurðardóttir og Guðbjörg Gissurardóttir Myndir Einkasafn
M
annspekilækningar eiga sér langa sögu og voru þróaðar í Þýskalandi af lækni að nafni Ita Wegman og Rudolf Steiner í Sviss. Þeim fannst mikilvægt að mannspekilæknir hefði alltaf yfir að ráða nýjustu þekkingu í læknavísindum og að auki innsýn í andlegu vísindin og þannig er því háttað enn þann dag í dag. Þess vegna verða allir mannspekilæknar fyrst að ljúka hefðbundnu læknisnámi áður en þeir bæta við sig mannspekiþættinum. Þetta er hugsað sem heildrænt
68
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
lækninga kerfi þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og meðferðaraðilar (þerapistar) vinna saman að því að styrkja einstaklinginn í átt að betri heilsu. Meðferðin er einstaklingsmiðuð og hjálpar hverjum og einum að skilja það sem hann er að takast á við heilsufarslega og líta á það sem hluta af þroska ferli sínu, og þar af leiðandi styrkja hann í að taka þátt í uppbyggingu og ábyrgð á eigin heilsu. Mannspekilæknar horfa á fólk út frá fjórum þáttum: líkamanum sjálfum, lífsorkunni,
BORGARFERÐ Í BOÐI 8
6
7
5 10 12
4
3
2 1
Texti Guðbjörg Gissurardóttir Myndskreyting Elísabet Brynhildardóttir
Í þau þrjú ár sem ég hef gefið út og handvalið inn á HandPicked Reykjavíkkortin hefur sjaldan verið eins mikil gróska í nýjum og áhugaverðum veitingastöðum, verslunum og afþreyingu. Hér geta lesendur séð nýjasta nýtt í miðbæ Reykjavíkur sem vonandi kveikir í einhverjum að fara í skemmtilega borgarferð! 78
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
11
9
2. SKÚMASKOT
1. MÓI – BARNAFÖT
Íslenskt hönnunarteymi hefur skapað fallegan heim í kringum Móa-barnafötin sem unnin eru úr lífrænni bómull og því einstaklega mjúk og þægileg. Þessi litla verslun/vinnustofa var opnuð í febrúar og þar fást föt á bæði stelpur og stráka frá 0 til 12 ára. Frábær kostur fyrir þá sem vilja kaupa íslenska vöru byggða á samfélagsábyrgð. Og ekki spillir fyrir hvað flíkurnar eru fallegar. Óðinsgata 1 / 436 1144 / moi-kidz.com/is
Í húsnæði gömlu Rúmfatabúðarinnar er komin ný verslun, en að henni standa tíu konur sem eru annaðhvort listamenn eða hönnuðir og úr verður frábær blanda af vönduðum handgerðum hlutum. Allt frá skartgripum, fötum, málverkum, óróum og ljósskúlptúrum. Þær vinna sjálfar í búðinni og því er þjónustan einstaklega persónuleg og gefandi. Einnig er lítið gallerí í búðinni með síbreytilegum sýningum. Skólavörðustígur 21 / 663 1013 / facebook
3. RAUÐI KROSSINN
Það er gaman að geta verslað og lagt eitthvað til góðra málefna í leiðinni, ásamt því að stuðla að frekari endurnýtingu. Í nýrri búð Rauða krossins við Bergstaðastræti er búið að handvelja einstakar flíkur og fylgihluti. Þetta er sem sagt sparifata/smartfata búðin þeirra! Útlitið og hönnunin á búðinni er líka meiriháttar flott. Skólavörðustígur 12 / 544 4411 raudikrossinn.is
Matarboð
AÐ HÆTTI NÖNNU Uppskriftir og myndir Nanna Rögnvaldardóttir
Nanna Rögnvaldardóttir hefur alltaf haft áhuga á matargerð en þótti að eigin sögn skelfilega vondur kokkur fram undir þrítugt. Hún var þó snemma farin að safna matreiðslubókum og á nú um 2.500 bækur frá öllum heimsins hornum. Í dag hefur Nanna sent frá sér hátt í tuttugu matreiðslubækur, þar á meðal stórvirkið Matarást, sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Einnig hefur hún skrifað nokkrar bækur á ensku um íslenska matargerð fyrir áhugasama ferðamenn. Í nýjustu bókum Nönnu, Sætmeti án sykurs og sætuefna og Létt og litríkt, leggur hún aukna áherslu á hollustu í samræmi við breytingar sem hún hefur gert á eigin mataræði. Þær felast m.a. í því að taka unninn sykur úr eftirréttum og sætabrauði og fækka hitaeiningum. Þetta tekst henni án þess þó að það bitni á bragðinu. Hér gefur að líta nokkrar uppskriftir úr bókunum tveim sem saman mynda girnilega máltíð fyrir næsta matarboð eða hversdagslega veislu.
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
81