SJÁLFBÆRT • GRÆNT • LÍFRÆNT • VISTVÆNT • HEILBRIGT • ENDURUNNIÐ OG EKTA ÍSLENSKT
R
R SUMAR h vo
vet U
St AU
5 ára afmæli N r. 2 2 0 1 5
1.950 kr.
Gróður oG ræktun ferðalöG oG núvitund sveitamarkaðir
Í boði náttúrunnar
3
EFNI 56
34
62
FÓLkIð
4 Í boði náttúrunnar
22
SVIFVÆNGJAFLUG Flugkonan Aníta Hafdís Björnsdóttir
46
krAkkAr oG kúLtUr-kort Handvaldir staðir um landið.
28
JUrtALItUN Guðrún Bjarnadóttir kennir okkur að lita ull með jurtum.
48
FUGLASÝNING í SVArFAðArdAL Skemmtilegur fróðleikur um fugla.
34
ÓVISSUFerð með LAy Low Sjö daga ferð í húsbílnum Runólfi rauða.
55
dAGSFerðIr Fjórar ólíkar ferðir út frá Reykjavík.
38
Á FerðALAGI í NúVItUNd Hvernig njótum við líðandi stundar?
58
NÝJA deILIhAGkerFIð Deilum, leigjum eða lánum.
42
VerSLUm VIð heImAFÓLk Innansveitarmarkaðir og verslanir um landið.
62
LIStAVerk eFtIr SÖrU rIeL Listakonan gefur áskrifendum verk.
MYND- OG RITSTÝRA GUðBJÖrG GISSUrArdÓt tIr HÖNNUN BerGdíS oG GUðBJÖrG UMBROT OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN BerGdíS SIGUrðArdÓt tIr AÐSTOÐARRITSTJÓRN dAGNÝ GíSLAdÓt tIr LJÓSMYNDIR JÓN ÁrNASoN, PétUr thomSeN, GíSLI eGILL hrAFNSSoN, LAy Low, GUðBJÖrG GISSUrArdÓt tIr, dAGNÝ GíSLAdÓt tIr FORSíÐUMYND GUðBJÖrG GISSUrArdÓt tIr MYNDSKREYTINGAR eLíSABet BryNhILdArdÓt tIr
83
22
68 68
mÁttUrINN í hrINGNUm Fimm lækningaahjól á Íslandi.
74
íSLeNSkUr drAUmAFANGArI Búðu til þinn eigin.
76
SUmArBrAGð Krapi og súpur úr íslenskri náttúru.
83
GrÓðUr oG rÆktUN - Minta - Illgresi - Sumarhúsalandið
FASTIR LIÐIR 6 rItStJÓrNArPIStILL 10 með AUGUm LJÓSmyNdArANS – Pétur thomsen 12 BÆkUr 16 INNBLÁStUr – ísland 19 FrUmkVÖðLAr – Skrímslasetur á Bíldudal 102 LJúF mINNING – Auður Jónsdóttir
16
TEXTI dAGNÝ GíSLAdÓt tIr, SIGríðUr INGA SIGUrðArdÓt tIr, hJÖrLeIFUr hJArtArSoN, ANNA VALdImArSdÓt tIr, GUðBJÖrG GISSUrArdÓt tIr, INGA eLSA BerGþÓrSdÓt tIr, rAkeL SIGUrðArdÓt tIr, SIGríðUr þÓrA ÁrdAL, mAríA BIrNA ArNArdÓt tIr. PRÓFARKALESTUR hILdUr FINNSdÓt tIr AUGLÝSINGASALA GUðBJÖrG GISSUrArdÓt tIr oG LAILA AwAd LAUSASÖLUVERÐ 1950 kr. ISSN-1670-8695 PRENTUN: oddI, UmhVerFISVot tUð PreNtSmIðJA ÚTGEFANDI: í boði náttúrunnar, elliðavatn · 110 reykjavík · 861-5588 · ibn@ibn.is · www.ibodinatturunnar.is
Í boði náttúrunnar
5
RITSTJÓRN
1 blað 1 TRé
Ég veit að það er klisja að tala um hvað tíminn líður hratt en það er ekki annað hægt þegar ég lít til baka yfir þau fimm ár sem ég hef gefið út þetta tímarit. Það er því hollt að staldra við, líta yfir farinn veg og rifja upp hvað það er sem maður hefur verið að bralla og verja tíma sínum í. Ég ákvað að gera það sjónrænt, með tímalínunni sem sjá má hér að neðan. Eins og sjá má erum við ekki bara að gefa út tímaritið heldur ýmislegt annað sem fæðst hefur á þessu fimm ára tímabili. Þegar ég hugsa um þennan tíma er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að
geta unnið við það sem mér þykir bæði gefandi og skemmtilegt. Þakklæti fyrir að hafa náð að halda þetta út í þessi fimm ár og fyrir allt góða samstarfsfólkið. Þakklæti fyrir móttökurnar, bæði hjá lesendum og auglýsendum, því án þeirra væri ekkert blað. Og ekki síst þakklæti fyrir okkar fallegu íslensku náttúru sem er okkur endalaus uppspretta hugmynda og innblásturs. Með allt þetta þakklæti í huga ákvað ég að nú væri góður tími til að gefa eitthvað til baka og sýna náttúrunni virðingu í verki. Ég var ekki lengi að ákveða mig
FIMM ÁRA ÚTGÁFUAFMÆLI Helstu verkefni og áfangar
FRIÐLAND FUGLANNA
SVARFAÐARDAL
ÍBN hannar fuglasýninguna Friðland fuglanna í Svarfaðardal.
Útvarpsþátturinn Í boði náttúrunnar á RUV fer í loftið annað sumarið í röð (alls þrjú sumur).
SUMAR 2010
6
ÍBN flytur höfuðstöðvar sínar til Dalvíkur í eitt ár og fær nýtt sjónarhorn á landið!
VETUR 2010
Í boði náttúrunnar
VOR 2011
Fyrsta HandPicked Iceland-kortið verður til. Við veljum einstakar upplifanir í kringum landið.
SUMAR 2011
VETUR 2011
VOR 2012
SUMAR 2012
HAUST 2012
og sótti um að gerast landnemi uppi í Heiðmörk og hefja skógrækt í samstarfi við áskrifendur. Ég hef sem sagt ákveðið að gefa eitt tré fyrir hvert blað sem selt er í áskrift. Með þessu erum við ekki einungis að veita ykkur lesendum innblástur í boði náttúrunnar heldur nýtum við hluta af áskriftargjaldinu til að gefa náttúrunni til baka með þessu skógræktarverkefni sem við köllum VIRÐING Í VERKI. Fyrstu trén verða gróðursett í lok ágúst og við munum bjóða velkomna þá áskrifendur sem vilja stíga út fyrir borgarmörkin og
taka þátt. Svo er auðvitað öllum boðið að njóta lundarins til útivistar allan ársins hring. Framtíðarsýnin er að skapa þarna fræðsluvettvang fyrir hvers kyns fróðleik, handverk og vinnslu sem tengist náttúrunni. TAKK fyrir stuðninginn!
Guðbjörg P.s. Muna svo þema sumarblaðsins: nJÓta EKKi ÞJÓta!
Vefur ÍBN tekur á sig núverandi mynd sem alvöru vefmiðill. Hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar er sett í fyrsta sinn.
HandPicked Iceland app og vefsíða auðveldar enn fleiri ferðamönnum að njóta Íslands. HandPicked Reykjavík – handbók ferðamannsins kemur út.
Gáfumst upp á árstíðunum og kynntum nýtt forsíðuútlit!
VETUR 2013
Krakkalakkar – tímarit fyrir litla snillinga
SUMAR 2013
Fengum tilnefningu til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
VETUR 2013
VOR 2014
Gefum til baka og hefjum skógrækt. Virðing í verki EItt Blað = EItt tRé.
Græna fríðindakortið – græn innkaup á hagstæðara verði.
HAUST 2014
VETUR 2015
SUMAR 2015
Í boði náttúrunnar
7
Fáðu þér
áskrift
fyrir aðeins 1.790 pr. blað + GEFIÐ ÚT ÞRISVAR Á ÁRI + FRÍ HEIMSENDING
+ MISSIR ALDREI AF BLAÐI + ENGIN BINDING + EItt tRé vERÐuR GRóÐuSEtt FyRIR HvERt BLAÐ SEM þú kAupIR Í áSkRIFt
„Af öllum þeim tímaritum sem koma út á Íslandi, finnst mér þitt það besta. Fjölbreytt lesefni, ekki innantómt tískusnobb. Flottar myndir og næs pappír.“ JöKull JörgEnson
R SuMAR VO
ST Au H
R
VET u
5 ára afmæli N r.
VERÐ
2 2015
ÁSKRIFT: EITT BLAÐ Í EINU 1.790 kr. ÚTSÖLUVERÐ ÚR BÚÐ 1.950 kr. ELDRI BLÖÐ 850 kr. stk. Póstburðargjald innifalið
Kaupa ÁSKRIFT Á NETINU: www.ibn.is Í SÍMA: 861 5588
eit t B lað
eit t tré
GróðursetninGar partý í HeiðmörK sunnudaGinn 23 áGúst frá Kl. 11.00 – 14.00.
FÖGNUM FIMM ÁRA AFMÆLI! Vertu með þegar við gróðursetjum fyrstu trén í framtíðar skógi áskrifenda Í boði náttúrunnar. Það verður stuð og stemning!
Af hverju skógrækt? staðreyndir
Kostir
Talið er að 30-40% af flatarmáli Íslands hafi verið skógi vaxið fyrir um þúsund árum en nú aðeins 2%. Það eru til meira en 23.000 tegundir af trjám í heiminum. Árhringir gefa upplýsingar um aldur trjáa og umhverfisþætti eins og eldgos og fleira. Hugtakið sjálfbær þróun var fyrst notað í kringum skógrækt árið 1713 – nýta skóg án þess að eyða honum.
Fullvaxta tré framleiðir jafn mikið af súrefni og tíu manns anda að sér á ári. Einn hektari af skógi bindur mengandi útblástur frá einum fólksbíl út ævina. Fallegur trjágróður getur aukið fasteignaverð um allt að 27%. Ræktun skóga er góð og varanleg leið til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Skógur dregur úr öfgum í veðurfari og veitir skjól. Tré bæta vatnsgæðin á þeim svæðum þar sem þau vaxa. Tengsl eru á milli betri lýðheilsu og magns trjágróðurs í umhverfi fólks. Skógur verndar jarðveg fyrir uppblæstri. Fleiri tré þýða meira og fjölbreyttara fuglalíf.
Nánari upplýsingar á ibodinatturunnar.is
MEð aUGUM lJÓSMYNDaRaNS
aðflutt landslag Listamaðurinn Pétur thomsen lærði í Frakklandi, bæði ljósmyndun og myndlist. Honum er ljósmyndun í blóð borin enda þriðji ættliður ljósmyndara í sinni ætt. Þegar Pétur bjó erlendis fylgdist hann með umræðum og deilum um Kárahnjúkavirkjun sem varð innblástur hans fyrir seríuna „Aðflutt landslag“. Pétur býr nú á Sólheimum í Grímsnesi og starfar sem myndlistarmaður, ljósmyndari og kennari. Hvenær og af hverju kviknaði áhugi þinn á ljósmyndun? Ég er fæddur inn í ljósmyndarafjölskyldu; afi minn Pétur Thomsen var ljósmyndari og ég heiti í höfuðið á honum. Amma og pabbi minn unnu líka sem ljósmyndarar með afa. Það voru einhvern veginn alltaf myndavélar í kringum mann og ljósmyndun því aldrei langt undan. Ég eignaðist svo mína fyrstu myndavél þegar ég var 11 ára; afi gaf mér hana fyrir eitthvert viðvik. Ég ákvað svo 15 ára að þetta væri það sem ég vildi gera. Hver varð kveikjan að þessari seríu? Þegar umræðurnar og deilurnar um Kárahnjúkavirkjun hófust á Íslandi var ég búsettur í Frakklandi og fylgdist með úr fjarlægð. Serían Aðflutt landslag er mitt innlegg í umræðuna um viðhorf okkar til náttúrunnar og verndunar hennar. Ég ákvað að fylgja landinu eftir í þeim breytingum sem áttu sér stað við framkvæmdirnar á Kárahnjúkum og setja það fram í ljósmyndum sem sýna eiga íslenskt samtímalandslag. Eftir hverju leitar þú þegar þú tekur myndir af náttúrunni? Ég vinn í þematengdum seríum og samband mannsins og náttúrunnar er rauði þráðurinn í flestum mínum verkum. Hvaða tæki og tól notar þú? Ég nota bæði stafrænar og filmu-myndavélar. Mest nota ég myndavél sem heitir Linhof Master Technika. Það er filmuvél sem notar 4x5“ blaðfilmur. Þetta er myndavél sem tryggir manni mikil gæði og mikla stjórn á útkomunni. Algjörlega handvirk vél sem er þó ein sú fullkomnasta sem hægt er að fá. Ég nota líka Mamyia 7 II, Rolleiflex og nokkrar aðrar filmuvélar. Ég er í samstarfi við Nikon og nota því Nikon stafrænar myndavélar af ýmsum gerðum. Allt frá smá myndavélum og upp í fullkomnustu atvinnuvélar eins og Nikon D750. Hún nýtist mér einnig vel í vídeótökur. www.peturthomsen.is
10
Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar
11
bÆKUR
NÆRING
MaTUR
HREYFING
VEIðI
– Hreint mataræði
– Sveitasæla
– Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur
– Vatnsdalsá; sagan og veiðimennirnir
Hippahjartað tekur gleðikipp þegar virtur læknir kemur fram og styður það sem óhefðbundnar lækningar hafa verið að agitera fyrir. Hjarta læknirinn Alejandro Junger skrifaði metsölubókina Hreint mataræði. Alejandro byggir bókina á eigin reynslu, en eftir að hafa kynnst fjölda framleiddu skyndibitafæði Bandaríkjanna fann hann fljótlega fyrir hinum ýmsu kvillum sem svo enduðu með ristilkrampa og þung lyndi. Í bókinni fer hann með lesendur vandlega í gegnum þá þætti sem menga umhverfi okkar og fæðu og stingur upp á hreinsun sem allir ættu að geta gert. Hreinsun sem m.a. fyrirbyggir og getur losað okkur við lífsstílskvilla eins og orkuleysi, húð og meltingar vandamál, ofnæmi, yfirþyngd, svefnvandamál, gleymsku o.fl. Eitt einfalt og gott ráð úr bókinni er að taka inn tvær skeiðar af ólívuolíu fyrir svefninn. Þetta smyr þig að innan og hjálpar til við að hreinsa þarmana! DG
Hjónin Inga Elsa og Gísli hafa enn og aftur búið til fallega og fróðlega matreiðslubók af mikilli vandvirkni sem er svo sannarlega að okkar skapi. Sveitasæla – Góður matur, gott líf er persónuleg bók þar sem við fáum að fylgjast með ferða lagi þeirra hjóna um matarlendur íslenskrar náttúru. Hún fjallar um það hvernig við getum notið og nýtt náttúruna til matar gerðar, tengt hana árstíðunum og okkar nánasta umhverfi. Þau hvetja lesandann til að hægja á sér, taka eftir nær umhverfinu, gefa sér tíma í matargerðina og rifja upp góðar matarhefðir. Ekki skemmir fyrir að ljósmynd irnar sem Gísli tekur eru einstaklega fallegar, hvort sem það er af náttúrunni, fjölskyldunni eða matnum! Við fengum góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar sumarlegar uppskriftir úr bókinni sem sjá má aftar í blaðinu, en þar nota þau íslenskar jurtir sem auðvelt er að finna og tína. DG
Einar Skúlason, höfundur bókarinnar Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur, stofnaði gönguklúbb árið 2011 sem hann nefndi Vesen og vergang. Þessi hópur hefur gengið allar þær leiðir sem lýst er í bókinni sem hann gaf út á dögunum og fylgir myndefni með úr ferðunum. Einari hefur tekist vel að setja saman handhæga bók með góðum dagsgöngum, mislöngum. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og í bókinni segir hann frá örnefnum og staðarnöfnum sem verða á vegi göngugarpa á leiðinni, auk þess sem hann bætir við þjóðsögum og annarri vitneskju um svæðið. Til dæmis lærði ég af hverju Leggjabrjótur fékk þetta sérkennilega nafn, en það var vegna þess að títt var að hestar fótbrotnuðu á þessari leið fyrrum daga. Þessi fróðleikur gerir þetta að bók sem er bæði gott að lesa áður en lagt er af stað en einnig er skemmtilegt að hafa hana með í gönguna til að geta rifjað upp sögur og örnefni með hópnum. DG
„Enginn dalur er fegurri en Vatnsdalur,“ er haft eftir Lionel S. Fortesque sem fyrstur leigði veiðiréttinn í Vatnsdalsá, en bókin Vatns dalsá, sagan og veiðimennirnir ferðast með ljósmyndum og texta upp með ánni í gegnum sögu og fjölbreytt landslag. Vatnsdalsá er ein af skraut fjöðrum íslenskrar laxveiði sem hefur fengið til sín ótal gesti; þar má nefna Eric Clapton sem hefur veitt þar um árabil. Framsýni leigutaka og Veiðifélags Vatnsdalsár var einstök árið 1997 þegar ákveðið var að öllum veiddum laxi skyldi sleppt aftur í ána en það vakti athygli víða. Fram takið hefur sannað ágæti sitt með sjálfbærum fiskistofnum, stórum löxum og afar góðum seiðabúskap. Í köflum bókarinnar mætast frásagnir af náttúru og Íslendinga sögum, bændum, leigutökum og veiðimönnum í Vatnsdalsá í fortíð og nútíð. Þetta er gæðagripur fyrir alla veiði menn og henni fylgir einnig nýtt kort af ánni. DG
Höf: Einar Skúlason
Ritstjórar: Einar Falur Ingólfsson, Sigurður Árni Sigurðsson og Þorsteinn J.
Höf: Dr. Alejandro Junger Þýð: Guðrún Bergmann
12
Í boði náttúrunnar
Höf: Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Hrafnson
Austurstræti 18
Álfabakka 14b, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Bárustíg 2
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
GRÆNIR MOlaR
FÆKKUM PLASTPOKUM Örfáar verslanir á Íslandi hafa tekið upp á því að banna plastpoka og nokkrar, eins og Krónan og Bónus, bjóða nú upp á maíspoka. Enn er þó langt í land með að Ísland verði plastpokalaust og margar þjóðir eru komnar langt á undan okkur í þeim efnum. Árið 2014 setti Evrópuþingið sér það markmið að minnka plastnotkun um 50% fyrir árið 2017 og um 80% fyrir 2019. Kaliforníufylki hefur sett lög sem banna sölu plastpoka og Kína hefur einnig alfarið bannað plastpokanotkun. Danir standa sig einnig vel en þeir nota um fjóra plastpoka á ári, miðað við 140 plastpoka á hvern Íslending. Dísa Anderiman hefur lengi barist fyrir plastpokalausu Íslandi og nú hefur hún, í samstarfi við Prentsmiðjuna Odda og listakonuna Gabríelu Friðriksdóttur, komið á markaðinn umhverfisvænum bómullarpoka. Listapokinn, eins og Dísa kallar hann, er í raun gangandi listaverk sem vonandi vekur okkur til vitundar um mikilvægi þess að nota slíka poka í stað plastsins. Pokinn kostar 2.600 kr. og fæst meðal annars hjá Odda. Plastpokalaus.com
Lífræn
VITUNDaRVaKNING
Það er frábært að geta sagt frá því að ESB ætlar að banna fimm paraben-efni sem notuð hafa verið í snyrtivörur. Benecos er eitt af þeim fyrirtækjum á makaðnum sem eru með puttann á púlsinum en snyrtivörurnar þeirra eru algjörlega lausar við óæskileg efni, og þar með talið naglalakkið, enda lífrænt vottaðar. Benecos vörurnar fást í heilsuverslunum og apótekum.
ENDURNý T TIR
Tepokar
Notaða tepoka er hægt að nýta á ýmsa vegu eftir að þeim er dýft í bollann. Tepoka getur maður líka notað oftar en einu sinni til að búa til te, þó að það verði mildara í seinna skiptið. Einnig er gott að setja nokkra tepoka í fótabaðið; algjör snilld gegn táfýlu. Hér eru fleiri hagnýt ráð fyrir tepokana: Blautir tePoKar: Á sólbruna, moskítóbit, vörtur, bauga og bólgur í kringum augu. þurrir tePoKar: Í skó til að minnka táfýlu, í ísskáp til að minnka lykt, í skápa til að fæla burt skordýr (piparmyntute er best í það). teBlanda: Helltu upp á aftur með notuðum poka og notaðu blönduna til að þrífa viðaryfirborð og spegla!
14
Í boði náttúrunnar
ÓlITUð Ull Ólituð ull er ekkert sjálfgefin nú til dags enda öll íslensk ull lituð. Svarti liturinn er hvítt band sem litað hefur verið svart! Stefna Farmers Market hefur ætíð verið að nýta náttúrulegt hráefni í hönnun sinni og hefur nú gengið skrefinu lengra og látið sérgera band fyrir sig á gamla mátann. Nýja jakkapeysan, Kálfatjörn, er úr þessari ólituðu íslensku ull og með tölu úr lambshorni. Maður kemst nú ekki mikið nær hreinni náttúruafurð. Farmersmarket.is
HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ HENDIR Gefðu þínu rusli framhaldslíf með því að flokka og skila til SORPU. Þú getur nálgast ítarlegar flokkunarleiðbeiningar á sorpa.is. facebook.com/flokkumogskilum
OPIÐ
mán–fös 12.30 –19.30
lau–sun
Breiðhella opnar 8.00
12.00–18.30
Veldu vistvænan lífsstíl
INNblÁSTUR
íslandsVÖRUR Umsjón dagný gísladÓttir
Nostalgía og þjóðerniskennd hefur verið áberandi í hönnun á Íslandi undanfarin ár. landið okkar er líka svo einstaklega fallegt í laginu og því tilvalið að leika sér með útlínurnar og leyfa þeim að ráða ferðinni.
KlUKKa
bUDDa
SEGUll
Á Íslandi er því miður ekki alltaf hægt að treysta á að birtan segi manni hvað klukkan er. Við þurfum þar af leiðandi að fylgjast með tímanum á annan hátt. Meðal annars er tilvalið að gera það með því að horfa á landið okkar í leiðinni. María Krista Hreiðarsdóttir hannaði þessa fallegu veggklukku sem er sérlega vönduð og augnayndi í þokkabót. Vísarnir eru gylltir eða silfraðir, eftir því hvaða lit af klukku þú velur, og einföld hönnunin leyfir útlínum Íslands að njóta sín vel. Klukkurnar eru til í tveimur stærðum og fjórum litum, eru búnar til úr krossviði, tekki, klæðningu með steypuáferð og endurunnu hjólbarðagúmmíi. Fást í Systur og Makar, Reykjavík og Akureyri. Verð frá 10.900 kr. kristadesign.is
Það er alltaf gaman að rekast á góðar íslenskar hugmyndir sem tengjast endurvinnslu. Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir býr til þessar fallegu litlu buddur úr efnaafgöngum með útsaumuðu Íslandi framan á. Fyrir nokkrum árum bjó hún til stórt Íslands-bútasaumsteppi sem var boðið upp og ágóðinn rann til Barnaheilla. Hún hafði svo gaman af því ferli að hún hélt áfram og fór þá að sauma þessar skemmtilegu buddur. Hún selur buddurnar undir nafninu Heillaspor en það kom upp í kringum vinnuna við teppið. Þær eru til í tveimur stærðum, margs konar litasamsetningu og fóðrið í hverri buddu er einstakt. Fæst í Þjóðminjasafninu og Laugabúð, Eyrarbakka. Verð frá 3.500 kr. Frekari upplýsingar á heillaspor@simnet.is
Þennan skemmtilega ísskápssegul rákumst við á hjá fyrirtækinu Geisla í Skipholti. Þar hannar og framleiðir iðnhönnuðurinn Pálmi Einarsson módel-leikföng, gjafavörur og minjagripi, meðal annars út frá fornri rúmfræði sem kallast „blóm lífsins“. Hann notar einnig gamlar rúnir og tákn sem eiga sér iðulega djúpa merkingu og sögu. Pálmi var hönnuður hjá Össuri áður fyrr en stofnaði Geisla árið 2012 og hefur fengið góðar viðtökur. Íslandssegullinn er úr viði og með geislaskurði er hægt að fá hann með hvaða áletrun sem óskað er, svo fremi sem keypt eru 20 stykki. Ekki nóg með það; hann er fáanlegur í fjórum litum. Verð frá 1500 - 1800 kr. geisli.is
16
Í boði náttúrunnar
baKKINN Hugmyndin að Íslandsbakkanum kviknaði í kúrs í frumkvöðlafræði í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 2009. Þar átti hópur nemenda að stofna fyrirtæki og koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Emilía Ýr Jónsdóttir kom með þá hugmynd að hanna vöru sem minnti fólk á Ísland. Henni fannst landið njóta ákveðinnar sérstöðu þegar kom að útliti og niðurstaðan varð að nýta sér form landsins og hanna úr því bakka úr hvítu og svörtu plexigleri. Þetta saklausa skólaverkefni vatt upp á sig og nú, tæpum sex árum síðar, hafa verið seldir rúmlega þúsund bakkar, auk þess sem Emilía hefur bætt glasamottum við vöruúrvalið, og nú síðast kjötskurðarbrettinu sem sést hér á myndinni. Fæst á vefsíðu og Facebook-síðu Íslandsbakkans. Verð frá 5.990 kr. islandsbakkinn.com
HUlSTUR
KÖKUMÓT
KORT
Ef þú ert ekki ennþá með gamla Nokia-hlunkinn er síminn þinn líklega fallega hannaður af hópi hönnuða með hvert smáatriði á hreinu. Þess vegna er mikil synd að skella á hann neonlituðu plasthulstri til að verja hann hnjaski. Börkur er íslenskt hönnunar fyrirtæki, rekið af efnilegu ungu fólki sem hefur fundið smekklega lausn á þessum vanda. Iphonehulstrin frá þeim eru að mestum hluta búin til úr hnotu og/eða kirsuberjaviði. Í viðinn eru skornar út ýmsar myndir sem eru hver annarri skemmtilegri og gera manni valið erfitt; hvort vilt þú víkinginn, fílinn, köttinn eða ullarpeysuna? Hulstrið með Íslandi á bakhliðinni er þó að sjálfsögðu okkar uppáhalds! Fæst í Macland og iStore. Einnig hjá Kistu í Hofi fyrir þá sem eru fyrir norðan! Verð frá 5.990 kr. borkurdesign.com
Við gátum ekki sleppt því að segja ykkur frá þessari einföldu en skemmtilegu vöru. Það er engin piparkökugerð í gangi núna en það er samt hægt að leika sér með þetta form frá Rammagerðinni á ýmsa vegu fram að næstu jólum. Hugmynd að notkun formsins utan piparkökubaksturs er til dæmis að nota það til að skera niður vatnsmelónu í sumar og fá þannig út skemmtilega Íslandsbita. Einnig má skera út kökur í bita með forminu eða mozzarella-ost til að gera matinn aðeins skemmtilegri. Þá er líka hægt að leyfa börnunum að nota formið til að teikna eftir. Fæst í Rammagerðinni sem er nú komin í Bankastræti 9 og á Skólavörðustíg 20. Verð 2.500 kr. rammagerdin.is
Á skrifstofu Í boði náttúrunnar prýðir einn vegginn stórt og fallegt Íslandskort sem minnir okkur daglega á okkar helsta markmið; að vekja áhuga á íslenskri náttúru og að lifa í takt við hana. Flest þekkjum við landið ekkert sérstaklega vel og þurfum reglulega að rifja upp hvar hvaða fjörður er og því ætti ítarlegt Íslandskort að prýða hvert heimili. Iðnú-útgáfa, sem gerði fína kortið okkar, byggir á traustum grunni í kortaúgáfu en samstarf við Landmælingar Íslands hefur gert útgáfunni kleift að gera kort af öllum stærðum og gerðum og leggja mikla áherslu á að gefa út vönduð ferðakort, veggkort og kortabækur. Einnig er gaman að grúska í gömlum kortum sem eru einstaklega falleg og skemmtileg til gjafa. Öll kort fyrirtækisins, sem og eldri kort, eru fáanleg í kortaverslun í Brautarholti 8. Verð frá 4.450 kr. ferdakort.is Í boði náttúrunnar
17
FRUMKVÖðUll
sKrímslin fyrir vestan Árið 2007 tóku nokkrir brottfluttir Bílddælingar og aðrir áhugamenn sig saman og settu á fót Félag áhugamanna um skrímslasetur. Markmiðið var að koma á fót slíku setri á Bíldudal í 800 fermetra verksmiðjuhúsi sem var að hruni komið. Með samstilltu átaki hundrað sjálfboðaliða tókst að opna Skrímslasetrið árið 2009. Síðan hefur það stækkað og dafnað og er uppbygging þess gott dæmi um hverju samtakamáttur fær áorkað og hve miklu er hægt að koma í verk þótt ekki sé úr miklu að spila. Valdimar Gunnarsson, formaður félagsins, segir okkur frá verkefninu. Texti dagný gísladÓttir Myndir g.g.
HveRnIG vARð sKRíMsLAseTRIð TIL oG HveR vAR HUGMyndIn Á bAK vIð þAð? 2005 var boðið upp á siglingu á skrímsla slóðir á bæjarhátíðinni. Þetta sló algjörlega í gegn og fjölmiðlar veittu þessu mikla athygli. Eftir hátíðina fórum við að ræða um hvort ekki væri hægt að gera meira úr þessum sögum sem við höfðum alist upp við að heyra. Fljótlega komumst við að því að hvergi væru til eins margar frá sagnir af skrímslum og í Arnarfirði og að fjörðurinn væri Mekka skrímslanna. Þá varð ekki aftur snúið. Við fórum strax að leita að fjár magni og sóttum meðal annars til fjárlaga nefndar eins og gert var með öll slík verkefni á þeim tíma. Fljótlega eftir að umsóknin hafði verið send, hitti ég Einar Odd Kristjánsson heitinn en hann var þá í fjárlaga nefnd. Ég nefndi við hann að við þyrftum á hans stuðningi að halda við verkefnið því það væru ekki margir sem hefðu trú á því. Þá svaraði hann: „Valdimar, ég skal styðja ykkur ef þú lofar mér því að þetta verði ekki einhver helvítis vitleysa.“ HveR eR séRsTAðA sAFnsIns? Sérstaða safnsins er að þar varðveitum við sögur en ekki hluti. Sögur sem hafa lifað með þjóðinni um aldir en samt verið svolítið tabú. Sögurnar reynum við að gera sem mest lifandi með aðstoð nútíma tækni. Gagnvirk margmiðlunarborð, viðtöl við sjónar votta, afsteypur af skrímslum eftir lýsingum sjónar votta og sérstök hönnun setursins gerir heimsókn í safnið að mikilli upplifun. HveR eR HeLsTI KÚnnAHópURInn yKKAR? Fyrst í stað voru gestir okkar einungis Íslendingar. Hlutfall erlendra gesta hefur aukist og nú eru þeir fleiri heldur en Íslendingar. Fjölskyldufólk er áberandi en annars er ekki hægt að segja að kúnna hópurinn sé einsleitur heldur vekur safnið forvitni margra og kúnna hópurinn einkennist af því. HveRjAR voRU HIndRAnIRnAR í byRjUn? Skortur á fjármagni. Við settum okkur þá reglu að framkvæma ekkert nema eiga fyrir því eða sjá fyrir að við gætum greitt það. Þar Í boði náttúrunnar
19
FRUMKVÖðUll
6 gÓð rÁð 1. Vera trúr verkefninu – Mikilvægt að sýnin sé skýr og vita hvert maður er að fara. Það er nokkuð öruggt að á leiðinni heyrist margar úrtöluraddir og auðvelt að beygja af leið. 2. Vera búin/n að finna fjármagn áður en framkvæmt er – Ef þú hefur ekki fjármagnað verkefnið er betra að bíða með það. Þetta reddast er bannorð 3. Setja sér metnaðarfullt markmið – Það má vera með metnaðarfullt verkefni þótt það sé úti á landi 4. Verður að vera gaman – Mikilvægt, sérstaklega í félagslegum verkefnum, að þetta verður að vera skemmtilegt. 5. Vanda undirbúning – leggja meiri vinnu en minni í undirbúning. lykillinn að því að vel takist til. 6. Hugsa um hvað tekur við eftir uppbyggingu alveg frá byrjun – oft hafa verkefni sem búið var að koma á koppinn lagt upp laupana þar sem reksturinn gekk ekki. Eitt er að byggja, annað að reka.
20
Í boði náttúrunnar
sem við fórum oft vestur með stóra hópa af sjálf boða liðum, þurftum við að leigja okkur stóra bíla. Þega við vorum að fara eina af fyrstu ferðunum sendi ég inn fyrirspurn um leiguverð til einnar bíla leigunnar og bað um verð. Þegar svarið kom í tölvupósti fannst mér verðið heldur hátt, sendi svar til baka og spurði hvað ég þyrfti að gera til að fá lækkun. „Á ég kannski að senda mynd af mér?“ Ég fékk svar: „Þú getur reynt.“ Ég fór á netið og náði í mynd af Brad Pitt og sendi til baka. Svar kom um hæl: „Þú færð 50% afslátt.“ Eftir þetta leigðum við alltaf bíla í þessar ferðir á Brad Pittverði. HveRnIG MARKAðsseTTUð þIð FyRIRTÆKIð? Það má segja að markaðssetning safnsins hafi nær eingöngu verið óbein í gegnum fréttir og viðtöl í fjölmiðlum. Útgáfa kynningarefnis hefur verið í lágmarki þar sem allt fjármagn hefur farið í uppbygginguna. Safnið heldur þó úti heimasíðu www.skrimsli.is og Facebooksíðu. HveRnIG HAFA vIðTöKURnAR veRIð? Viðtökur hafa verið góðar og flestir gestir fara ánægðir frá okkur. Við höfum fengið mjög jákvæðar umsagnir og flestir eru hissa á að svona metnaðarfullt safn skuli vera að finna í litlu þorpi úti á landi. Fyrir stuttu kom fjölskylda frá Texas í heimsókn. Þessi fjöl skylda var á þriðja tíma inni á sýning unni og þegar þau komu út sagði fjölskyldufaðirinn: „It's the best museum in the world.“ Það eru svona umsagnir sem fá mann til að gleyma allri vinnunni sem liggur að baki. HveRnIG séRðU FyRIR þéR FRAMTíð sAFnsIns? Að uppbygging þess verði hraðari með tilkomu fleiri ferðamanna og að meira verði hægt að framkvæma heldur en í dag því að reksturinn er í járnum og lítið eftir til framkvæmda. Það eru enda lausar hugmyndir sem á eftir að koma í verk. Ég sé fyrir mér að við munum nýta okkur þá miklu þróun sem á sér stað í marg miðlunartækninni til þess að gera safnið enn áhugaverðara.
Flogið yfir Herdísarvík.
Kona með vængi líf anítu Hafdísar björnsdóttur tók u-beygju eftir að hún kynntist svifvængjaflugi. Það sem áður hafði skipt hana mestu máli, draumastarfið og veraldlegar eigur, fékk að fjúka fyrir ævintýri í framandi löndum – með vængina á bakinu. Myndir einKasafn Í Frönsku ölpunum.
M
eð 10 kílóa bakpoka gengur Aníta upp á næsta fjall, finnur aflíðandi brekku sem hún hleypur niður þangað til vængurinn hífir hana á loft. Hún getur verið á flugi í nokkra klukkutíma, ferðast langar leiðir eða notið útsýnisins með hinum frjálsu fuglunum. Svif vængja flug er einfaldasta form flugs sem manninum stendur til boða í dag og er nú ein mest vaxandi flug íþróttin í heiminum. Aníta er 44 ára og hefur stundað flugíþróttina í átta ár. Hún hefur mótað líf sitt í kringum flugástríðuna og starfar sem kennari á byrjenda námskeiðum ásamt því að vera með sitt
22
Í boði náttúrunnar
eigið fyrirtæki, Paragliding Iceland, þar sem hún flýgur með fólk á tvímenningsvæng. Af hverju fórstu að læra svifvængjaflug? Einn sólríkan vordag 2007 vaknaði ég upp eftir enn einn flugdrauminn sem mig hefur dreymt reglu lega frá því ég man eftir mér. Í þessum draumum flaug ég um loftin blá í löngum sundtökum og upplifði frelsis og hamingjutilfinningu sem orð fá ekki lýst. Þennan tiltekna morgun vaknaði ég hins vegar með þá hugmynd að ég ætti ekki að láta hér við sitja heldur fara og læra að fljúga. Ég stökk fram úr og gúglaði „svifdreka flug í
„Það er ekkert sem krefst
karlmannshormóna
við svifvængjaflug.“
Reykjavík“ og upp kom Fisfélag Reykjavíkur. Ég tók upp símann og hringdi en mér var sagt að ekki væri lengur verið að kenna svifdreka flug en það væru að byrja ný námskeið í svif vængja flugi (Paragliding). Maður inn í símanum útskýrði hvað það væri í stuttu máli og ég skráði mig strax. Frá fyrsta kynningarfundinum var ég forfallin og hef aldrei litið til baka. Ég skil reyndar ekki núna hvað ég gerði eigin lega áður en ég fór að fljúga!
skemmtilegast að fljúga með góðum vinum en maður er samt alltaf að fljúga einn og þarf að treysta á sjálfan sig. Þegar ég flýg skil ég allar hugsanir um daglegt strit eftir heima og er alger lega í núinu. upplifunin að svífa hljóðlaust um eins og fugl í mörg hundruð og stundum mörg þúsund metra hæð með lappirnar dinglandi í lausu lofti er ólýsanlega falleg og frelsandi. Þetta er tilfinning sem getur verið erfitt að útskýra með orðum.
Hvað er það við flugið sem heillar? Flugið er einhvers konar blanda af góðum félagsskap, ævintýra mennsku og tengslum við náttúruna. Það er
Hvernig breytti flugið lífi þínu? 2002 útskrifaðist ég sem grafískur hönnuður og fannst ég heppnasta manneskja í heimi, búin að finna mína hillu Í boði náttúrunnar
23
„Í lok árs 2009
sagði ég upp vinnunni, seldi allt.“ í lífinu. Mér fannst skemmtilegast að vera ég. Vinnan mín var áhuga málið mitt, mér gekk vel og var á uppleið. Þegar ég fór að stunda flugið var eins og lífi mínu hefði verið snúið á hvolf. Ég sat við skrif borðsgluggann í vinnunni og góndi upp í himininn alla daga. Veður.is var á stanslausu „refresh“. Svo kom vetur og ekkert hægt að fljúga á Íslandi. Ég fór fljótlega að skipuleggja land flótta. Í lok árs 2009 sagði ég upp vinnunni, seldi alla fínu kjólana mína, Löduna og grafík bækurnar, leigði út íbúðina mína á Bergþóru götunni og gaf restina. Þegar ég var að fara í gegnum allt dótið mitt í hreinsunarferlinu fann
24
Í boði náttúrunnar
ég „todo“lista sem ég hafði gert þegar ég var 19 ára. Á honum var ýmislegt skemmtilegt, meðal annars „aldrei að giftast“, tékk! Og einnig „læra að fljúga svifdreka“. Ég man eftir að hafa skrifað listann, en ekki eftir að hafa skrifað flugið á hann. Ég veit ekki ennþá hvar ég fékk uppruna lega hugmyndina að því að fljúga en er svekkt yfir að hafa sofið á þessu svona lengi, það er það eina sem ég sé eftir í lífinu. Eftir söluna hélt ég eftir tveimur kössum af gömlum minningum sem ég skildi eftir í geymslu en það myglaði allt nokkrum árum seinna ásamt íbúðinni minni svo ég á ekkert lengur af lífinu fyrir flug, og það gerir ekkert til!
Með krökkum í Nepal.
aníta Hafdís með farþega í flugi.
Flogið af Úlfarsfelli.
Þegar allt var frágengið keyptum við Ása vinkona mín okkur „onewayticket“ til Nepals og lögðum af stað með vængina okkar á bakinu og enduðum á tveggja ára flakki um Asíu og Indland og flugum alls staðar sem við gátum. Lífsstíllinn breyttist mikið á þessum tíma. Ég átti einungis tvo umganga af fötum, gönguskó og flipflops. En það skipti engu máli, það dugði mér. Við Ása þurftum einnig að lifa mjög sparlega á ferða laginu til að láta peningana duga en stundum splæstum við á okkur bjór með kvöldmatnum sem við skiptum á milli okkar, ef það var þá hægt að fá svoleiðis munað.
Hvernig upplifirðu lífið í háloftunum? Fuglar eru betri en bestu f lugmenn og við fylgjumst með hvað þeir eru að gera og reynum að læra af þeim. Við skoðum hvar þeir eru að f ljúga og hvort þeir svífa eða blaka vængjunum og eltum þá stundum inn í uppstreymið. Maður getur einnig lent í áhugaverðum aðstæðum þegar maður er að f ljúga. Í Nepal var ég einu sinni á f lugi með tveimur Himalajahrægömmum en þeir hafa um tveggja metra vænghaf. Ég og fuglarnir tveir hringuðum okkur í rólegheitum saman upp í hitauppstreymi og vorum bara þrjú ein í heiminum. Eitt sinn var ég á f lugi við Indlands strönd en þar þurfti ég reglu lega að garga á haferni sem voru í ætisleit og horfðu því bara niður fyrir sig og áttu alls ekki von á risavæng f ljúgandi á móti sér. Á endanum söng ég bara hástöfum svo að þeir heyrðu alltaf í mér og þannig forðuðumst við árekstra í loftinu. Hvar er best að fljúga á Íslandi og af hverju? Það er gott að fljúga alls staðar á Íslandi. Og það góða er að það er svo stutt að keyra á næsta flugsvæði ef eitt virkar ekki. En það besta við að fljúga hér er samt frelsið. Á mörgum stöðum erlendis eru svæði í einkaeigu, bændur brjálaðir ef þú lendir á akrinum þeirra, eða bara hreinlega tré út um allt og hvergi hægt að taka af stað, hvað þá lenda.
„Í Nepal var ég einu sinni á flugi með tveimur Himalajahrægömmum en þeir hafa um tveggja metra vænghaf.“
Í boði náttúrunnar
25
Tekið á loft á ströndinni.
„ég þekki marga
lofthrædda sem fljúga svifvæng.“ Fyrir hverja er svifvængjaflug? Erlendir flugmenn sem heimsækja okkur hafa oft orð á því hvað hlut fall kvenna sem fljúga á Íslandi sé hátt en það eru um 20% konur sem stunda íþróttina hér heima. Það er ekkert sem krefst karlmannshormóna við svif vængja flug og þetta er ekki líkamlega erfitt sport. Þvert á móti er þetta frekar huglægt og það er mikilvægt að vera yfir vegaður og taka góðar ákvarðanir. Lofthræðsla á ekki heldur að vera hindrun. Ég þekki marga lofthrædda sem fljúga svifvæng. Erfiðast fyrir þá virðist vera að ganga upp brött fjöll og standa á brúninni, en það virðist venjast. um leið og fólk er komið í loftið, og jarð tengingin er farin, þá hverfur lofthræðslan. Það eru til svo margar mismunandi leiðir til að fljúga svifvæng og fólk getur haft þetta nákvæmlega eins og það vill. Það er hægt að fljúga hátt eða lágt, langt eða stutt, í hafgolu eða termík (kyrru eða ókyrru lofti), hratt eða hægt. Sumir fljúga fyrir útsýnið, aðrir fyrir útiveruna og félagsskapinn, einhverjir til að aftengja sig daglegu stressi og aðrir fyrir adrenalínið. Svo er auðvitað mjög misjafnt hvað fólk þarf að gera til að fá adrena línið á hreyfingu. Ég hef ekki ennþá fundið út hver þessi eini samnefnari er með svif vængja flug mönnum. Við erum ótrúlega ólík og komum úr öllum áttum.
26
Í boði náttúrunnar
Hvenær er hægt að stunda flugið á Íslandi? Apríl til október er flugtímabilið okkar. Veturinn er erfiður. Með miklum viljastyrk, yfirlegu á veðurspám og lukku er hægt að ná einu og einu flugi yfir veturinn. Annars er bara að skella sér í utan landsferðir á flugsvæði eða gera eitthvað annað sem hentar íslenskum vetrarhörkum, t.d. „snowkiting“ sem eru hálfgerðir svifvængir sem draga mann á skíðum. Það er ört stækkandi sport hérlendis. Fyrir þá sem vilja prófa; hvar á maður að byrja? Fyrir upprennandi flugmenn er eina vitið að fara á námskeið því mikilvægt er að læra grunninn vel. Fisfélag Reykjavíkur býður upp á kennslu og útskrifar nemendur með alþjóðlegt flugskírteini eftir bóklegt og verklegt nám. Veðurfarið á eyjunni okkar er mjög sérstakt og breytist hratt. Veðurfræði og flugeðlisfræði er því stór þáttur í kennslunni hér á landi. Einnig er hægt að fara í stakt kynningarflug á tvímenningsvæng. Þá þarftu ekkert að kunna þar sem þú ferð í loftið með kennara sem sér um að fljúga vængnum á meðan þú nýtur þess að fljúga frjáls eins og fuglinn.
Beitilyng
nJÓli
lúPínulauf
maríustaKKur
mÖðrurÓt
raBarBararÓt
Jurtalitun
vILLT bAnd
Í gömlu starfsmannahúsi við andakílsárvirkjun í borgarfirði býr Guðrún bjarnadóttir ásamt hundinum Tryggi. Guðrún er náttúrufræðingur og kennir grasafræði og plöntugreiningu við landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Hún ver öllum sínum frítíma í að tína vítt og breitt um landið villijurtir sem hún síðan notar til að lita einband. Nú er áhugamálið orðið að fyrirtæki og hægt að kaupa hespurnar hennar bæði innan og utan landsteinanna. Á sumrin opnar hún dyrnar á vinnustofunni sinni, sem hún kallar Hespuhúsið, og þar gefst gestum kostur á að kíkja í litunarpottana og fræðast um íslenska litunarhefð. Texti guðBJÖrg gissurardÓttir Myndir g.g. / einKasafn
G
uðrún byrjaði að jurtalita þegar hún var að skrifa MS ritgerð sína við Landbúnaðar háskólann á sviði grasnytja, jafnframt því sem hún skoðaði nytjar í Noregi og á Íslandi allt frá landnámi. „Ég hef ekki farið á námskeið í jurta litun. Ég keypti gamlar bækur frá fyrri hluta síðustu aldar sem ég hef stuðst við,“ segir Guðrún þegar hún er spurð út í hvernig þetta allt saman byrjaði. Hún segir þessar gömlu bækur þó einungis vera með stórar uppskriftir og vera svolítið frjálslegar í notkun eiturefna. „Mér finnst betra að vinna með minna af garni í einu, í minni pottum, til að halda tengslum við bandið og hafa einhverja stjórn á því, þó að ég vilji alls ekki hafa of mikla stjórn því að þá hættir þetta að vera gaman.“
íslensKu litirnir Íslenska flóran er skemmtileg en tegunda fá, að sögn Gurúnar. „Við náum erfiðlega fram rauðum nema með kúa hlandssulli og okkur vantar bláan. Það er talið að blár hafi náðst í gamla daga úr blágresi en sú aðferð gleymdist þegar farið var að flytja inn indígó sem var mun meðfæri legri og gerði það að verkum að íslenskar konur hættu að vesenast með blágresið. Fjallagrös hafa verið notuð til litunar öldum saman. „Úr fjallagrösunum fæ
ég drapplitann blæ en tek svo staðið kúa hland, keytu, og helli yfir bandið og læt liggja í nokkrar vikur. Með því að nota keytu náðist fram rauður litur í gamla daga sem var kallaður kúa hlands rauður eða íslenskur hárauði, sem voru væntanlega nokkrar ýkjur því liturinn var ekki mjög fallegur, endingarlítill og lyktaði illa. Það er svolítið vesen að safna kúa hlandinu en ég bý rétt hjá fjósi þannig að ég hef leyfi til að fara þangað snemma á morgnana til að ná morgun bununni. Svo hleyp ég bara á eftir kúnum með fötu og á góðum morgni næ ég svona 15 lítrum, en ef vel á að vera þarf 150 lítra fyrir 250 grömm af bandi og því er þetta ekki aðferð sem ég nota nema spari til að viðhalda hefðinni.“ Maríustakkur (Alchemilla filicaulis) gefur fallegan mildan gulan lit. „Ég nota blöðin til litunar og hana er víða að finna. um daginn tíndi ég hana fyrir utan Hreppslaugina, fór aðeins á undan öðrum upp úr,“ segir hún kímin. Rabarbarinn er í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu og eru Borgfirðingar duglegir að fara með blöðin til hennar eftir að þeir hafa gert sultu, og einnig ræturnar þegar verið er að stinga upp rabarbaragarðana. „Blöðin gefa gulan lit sem einfalt er að breyta í dökkgrænan með örlítilli efna fræði. Rabarbara rótin er alveg einstök og gefur karríappelsínugulan lit.“
Lúpínublómin eru einnig skemmtileg til litunar. „Þau gefa grænleitan lit, jafnvel neongrænan og blágrænan. Ekki bláan eins og maður skyldi ætla. Ef litað er með blómum þarf að hafa í huga að litur úr blómum getur upplitast hraðar en litur úr öðrum hlutum plönt unnar. Aðferðin við að lita með lúpínublómunum er sú sama og fyrir lúpínu laufin og meira er betra.“ Í gamla daga voru notaðar súrar plöntur, til dæmis túnsúra, njóli, birki, mjaðjurt og víðir. Í dag vitum við hvers vegna þessar tegundir voru góðar til litunar; sýran er nauðsyn leg til að festa litinn. Menn gátu kannski ekki útskýrt efna fræðina á miðöldum en vissu hvað virkaði og hvað ekki. Þegar Guðrún er spurð út í hvort hún noti eitthvað sem ekki er tekið beint úr náttúr unni segir hún að það sé ekki margt en að mögu leikarnir séu þó margir. „Ég reyni að nota sem mest úr íslenskri náttúru en laukur inn er klár lega fenginn í Bónus. Ég nota rauðlauk og venju legan lauk, en bara hýðið. Það kemur mjög sterkur gullinn brúngrænn litur úr rauðlauknum, sem er erfitt að lýsa; hann logar alveg og er afskaplega fallegur.“ Úr venjulegum lauk segir hún að komi skærir gulir litir sem henni finnist sjálfri ekki jafn spennandi þar sem þeir virki ekki mjög náttúru legir svona sterkir og séu ekki hluti af okkar Í boði náttúrunnar
29
Gulur litur UppsKRIFT
með flestum grænum jurtum virkar uppskriftin sem hér fylgir til að búa til gulan lit. eFnI: 250 g af hvítu einbandi. leysa 50 g af alúni (fæst í verslun Heimilisiðnaðarfélagsins) upp í 10 lítra potti vel fullum af vatni. Hita bandið í alúnbaðinu að suðu, slökkva svo undir og láta liggja yfir nótt. litun er efnafræði og það þarf að sýra bandið til að litur festist í því. Einnig er hægt að láta edik í litunarbaðið í staðinn eða láta bandið liggja í ediki fyrir litun. pLönTUR: lúpínulauf eða aðrar grænar jurtir. Ef fersk lauf eru notuð er gott að fylla næstum pottinn af laufum. Ef blöðin hafa verið þurrkuð er hæfilegt magn 1/3 af pottinum sem er svona rífleg botnfylli.
tilraunum
lúpínulauf í potti.
„Gera bara nóg af og mistökum og leyfa litnum að koma manni á óvart.“ eldri litunarhefð. En þótt laukurinn sé skemmtilegur, sérstaklega fyrir byrjendur í jurta litun, og gefi sterka liti, er hann ekki mjög litfastur, sem þýðir að þeir litir geta upplitast í sól. ÓlíKar aðferðir Litunaraðferðirnar geta verið ýmiss konar. Það fer eftir því hvort plantan er notuð þurrkuð eða fersk og hvaða lit á að ná fram. Sumar þurrkaðar jurtir þarf að leggja í bleyti yfir nótt fyrir notkun, eins og til dæmis rætur, á meðan aðrar má setja beint í pottinn og hefja suðu. Ýmsar tegundir mega ekki sjóða því þá missa þær eftirsótta litatóna. Best er að nota ferskar jurtir, að sögn Guðrúnar. „Lauf tekin að vori gefa bjartari gulan lit en haustlaufin. Oft má þó ná fram sömu björtu vorlitunum með því að nota minna magn af haustlaufum. Þurrkun er þó góð geymsluaðferð ef sólin skín ekki á jurtirnar. Ég notaði átta ára maríustakk um daginn og litirnir voru jafn góðir og ef hann hefði verið nýtíndur.“ Misjafnt er hve langan tíma tekur að lita. „Þegar ég geri brúnan lit úr litunar skófum (Parmeila saxatilis) getur tekið nokkra daga að fá dökkan lit. Og ef ég hreyfi ekki við því sem er í pottinum fær
30
Í boði náttúrunnar
bandið skemmtilega yrjótta áferð sem þykir flott í dag. Í gamla daga átti allt band að vera með jafnan lit en þetta er bara merki um breyttar áherslur með breyttum tímum. Þetta er mjög þjóðleg litun og hér þarf ekkert alún til að sýra því skófir hafa í sér sýrur. Þetta er að ferðin sem víkingarnir notuðu.“ mismunandi aðferðir Jurtalitun flokkast ekki undir nein geim vísindi, segir Guðrúnu. „Ég geri lítið af því að vigta jurtirnar og það er vonlaust að ná nákvæmlega sama lit tvisvar; ég þekki bara minn slump. Það helsta sem þarf að hafa í huga við jurta litun er að virða náttúruna og taka ekki of mikið af jurtunum, passa upp á efna fræðina, nota eins lítið og hægt er af „vondum“ efnum eins og til dæmis kopar, sem er notaður fyrir græna liti, en hann er slæmur fyrir umhverfið, heilsuna og bandið sjálft sem brotnar hraðar niður með sterkum efnum. Menn nota misjafnar aðferðir við litun og ekkert er endilega réttara en annað; bara finna sína verkferla sem henta hverjum og einum. Gera bara nóg af tilraunum og mistökum og leyfa litnum að koma manni á óvart. Þannig viðhelst áhuginn og litunin verður stöðugt ævintýri.“ Prjónauppskrift á næstu opnu.
TíMI: laufin eru látin sjóða í a.m.k. klukkustund en þá eru þau síuð frá og hitinn lækkaður. bandið er því næst sett út í pottinn og það látið liggja í a.m.k. klukkustund á vægum hita og hrært í með sleif af og til. bandið á ekki að sjóða. Ef þið viljið sterkari lit, slökkvið þá undir pottinum og látið bandið liggja í honum yfir nótt. sKoLUn: Skola þarf bandið vel í volgu vatni þegar það er tekið upp úr pottinum en passið að „sjokkera“ það ekki, það er að segja ekki setja heitt band í kalt vatn og öfugt. Gott er að nota svolítið edik í síðasta skolvatnið til að festa litinn enn frekar. þURRKUn: Vindið bandið vel og hengið hespuna á kústskaft með eitthvað þungt hangandi neðst til að hespan þorni slétt.
Fyrir sterkari gulan lit, eða jafnvel dimmgulan, má setja hálfan desilítra af salmíaki í volgt skolvatnið, taka gula bandið beint upp úr litunarleginum og setja í salmíaksblönduna í fimm mínútur og skola svo vel og þurrka (muna að nota hanska og grímu).
Í boði náttúrunnar
31
UppsKRIFT
þríhyrna í Jurtalitnum Þríhyrnur hafa verið prjónaðar á Íslandi lengi og voru mikilvægur skjólfatnaður hér áður fyrr. Hér er uppskrift frá Guðrúnu að mjög einfaldri hyrnu úr garðaprjóni sem hún prjónaði úr jurtalituðu hespunum sínum. Hægt er að kaupa hjá henni sérstakan Hespupakka fyrir þessa uppskrift. annars má nota hvaða garn sem er. Fitjaðar eru upp átta lykkjur á hringprjón nr. 3½ (80 cm) með einbandi. 1. umferð: Tvær lykkjur prjónaðar,
32
Í boði náttúrunnar
bandið milli lykkjanna tekið upp á prjóninn og prjónað eins og um lykkju væri að ræða, prjónuð ein lykkja, bandið tekið upp og prjónað, prjónaðar tvær lykkjur, bandið tekið upp og prjónað, prjónuð ein lykkja, bandið tekið upp og prjónað og loks prjónaðar tvær lykkjur. 2. umferð: Prjónað til baka. 3. umferð: Eins og fyrsta umferð nema nú eru þrjár lykkjur á milli eftir fyrstu aukningu og á undan síðustu aukningu. 4. umferð: Prjónað til baka.
Svona gengur þetta koll af kolli og alltaf eykst fjöldinn af lykkjum milli útaukninga en alltaf eru þó tvær hafðar í miðjunni og til hliðanna. Þannig eykst lykkjufjöldinn um fjórar lykkjur í annarri hverri umferð. Með þessari aðferð er hægt að ráða stærð hyrnunnar en ágæt stærð kemur út úr 150 g (3 hespur). Gott er að byrja á ljósasta litnum og velja dekkri liti síðast en þá er eins og hyrnan þyngist niður. Þessi uppskrift byrjar í hálsmálinu.
Í boði náttúrunnar
33
„Ísland hefur upp á svo margt að bjóða sem við Íslendingar nýtum okkur ekki.“
lay low og agnes erna leggja af stað á runólfi rauða.
handvalin Óvissuferð Gítararnir voru vel skorðaðir, svefnpokarnir komnir í geymsluna fyrir ofan bílstjórasætið, allt var tilbúið fyrir jómfrúferð Runólfs rauða í HandPicked-ferðalagið. Við veifuðum lay low og agnesi í kveðjuskyni um leið og þær runnu úr hlaði í Reykjavík og héldu á vit ævintýranna. Krossuðum svo fingur í von um að þessi 33 ára húsbíll myndi uppfylla óskir okkar, og þeirra, um draumaferðina!
F
Texti guðBJÖrg gissurardÓttir Myndir lay low og agnes erna
yrir fimm árum, í fyrsta riti Í boði náttúrunnar, gerðum við kort sem við kölluðum einfaldlega „matarkort“. Hugmyndin að því fæddist bara af löngun til að finna góð matarstopp úti á landi í þeim tilfellum þegar maður vill eitthvað annað en pylsu, hamborgara eða pitsu. Kortið fékk góðar viðtökur hjá Íslendingum og í framhaldinu komumst við að því að erlendir ferða menn eru yfirleitt að leita að því sama: góðum mat fyrir utan Reykjavík! Síðan þá hefur hugmyndin að matarkortinu þróast og vaxið og er nú orðin að seríu af kortum sem við köllum HandPicked Iceland. Með þessum kortum viljum við hjálpa þeim sem eru að ferðast um Ísland að uppgötva og upplifa það sem er einstakt við land og þjóð, hvort sem það er góður matur úr héraði, einstök gisting, afþreying, menn ing og saga eða bara að finna litlu búðina þar sem ferða langurinn fær hluti sem fást hvergi annars staðar í heiminum. Fyrir utan vefsíðuna og HandPicked Iceland appið, bættist einnig Runólfur rauði við fjöl skylduna, en hann er bíll af tegundinni Renault Estafette, 1977módel. Þessi fallegi húsbíll kristallar allt það sem HandPicked stendur fyrir. Hann er ekki bara einstakur heldur er sérstök upplifun að keyra hann og maður neyðist til að fara hægt yfir og njóta ferða lagsins! Svo hefur Runólfur þann yndislega eigin leika að kalla áreynslu laust fram bros hjá þeim sem hann mætir og minnir þá í leiðinni á að hægja á sér og njóta, eins og kristallast í frasanum á bakrúðinni: „Life is a journey not a race”. Með þetta í huga ákváðum við að auglýsa eftir Íslendingum sem væru til í að fara í skemmti lega óvissuferð á Runólfi rauða, keyra um landið á 60 til 70 km hraða, staldra við og taka út HandPickedstaðina – og deila svo upplifun sinni með okkur hinum. Þegar auglýsingin birtist fylltist pósthólfið um leið. Við enduðum á að velja Lay Low og vinkonu hennar Agnesi Ernu
Estherardóttur sem hafði sem betur fer góða reynslu af gömlum bílum enda er Runólfur meira í ætt við traktor en bíl! Ferðin stóð yfir í sjö daga og það eina sem þær vissu var að í lok hvers dags ættu þær að bjóða heima fólki upp á „pop up“tónleika. Á hverjum morgni beið þeirra bréf með ferða áætlun dagsins; hvert þær áttu að fara og hvar þær áttu að stoppa til að borða, njóta og leika. Ferðin leiddi þær upp í Borgar fjörð, áfram um Snæfellsnesið og loks var siglt yfir Breiða fjörðinn á Vestfirðina þar sem þær héldu tónleika á Rauða sandi. Með því að gera þetta að óvissu ferð vildum við fyrirbyggja fyrirframákveðnar hugmyndir ferðalanganna. Einnig er ákveðið frelsi fólgið í því að vera ekki með plön fram í tímann og geta þannig verið meira í núinu eða tekið óvæntum uppá komum eins og óveðri og biluðum rúðuþurrkum af æðruleysi. Á ferða lögum mínum um Ísland sl. fimm ár, að heimsækja og taka út HandPicked staði, hef ég komist að því að landið hefur upp á svo margt að bjóða sem við Íslendingar nýtum okkur ekki eða sjáum ekki á leið okkar frá A til B. Í slíkum ferðum kynnumst við oftast bara ólíkum skyndibitastoppum sem gefa okkur ekkert nema næringarsnauða fyllingu. Hvernig væri að leggja fyrr af stað og staldra oftar við? En það eru einmitt nýjar upplifanir sem gera ferðina að áhugaverðu ferða lagi. Hvað þá að prufa að gefa sér lengri tíma á hverju svæði í sumar fríinu og kynnast þannig land inu betur og uppgötva töfrana í tún fætinum! Það kvarta margir undan kostnaði slíkra ferða en hvað gerum við þegar við heim sækjum önnur lönd? Við gerum vel við okkur í mat og drykk, förum í ferðir og borgum okkur inn í skemmtigarða, á sýningar og söfn og ekki má gleyma inn kaupa æðinu sem rennur á okkur. Þetta er allt gott og gilt en munum að það má líka njóta og eyða peningum hér heima, og til að halda kostnaðinum í lág marki er hægt að velja fáar en vandaðar upplifanir. Muna njóta, ekki þjóta!
SPurtog SVarað
Hvað kom mest á óvart? Hvað það er rosalega gott að ferðast svona hægt (á 50-70 km/klst.), þökk sé runólfi. Maður sér miklu meira af fallegu náttúrunni og stressið rennur af manni. Hefðuð þið viljað gera eitthvað öðruvísi? Hafa aðeins meiri tíma til að keyra á milli staða í rólegheitum; vorum soldið tæpar á tíma stundum þar sem vegir voru ekki malbikaðir og runólfur vildi fara hægt yfir. En þá var gott að fara bara með æðruleysisbænina og njóta ferðarinnar. Einhver góð ráð fyrir gott ferðalag? Vera opin fyrir ævintýrum og gefa sér tíma. Það er allt í lagi þó að maður nái ekki að sjá allt; frekar að njóta stundar og staðar. Í útilegum og ferðalögum þar sem maður er á gangi er alltaf gott að vera með nóg af ullarsokkum með sér, helst eitt par fyrir hvern dag. Hafa með sér vegahandbók til þess að lesa sér til um kennileiti og staði sem maður á leið um.
Í boði náttúrunnar
35
Dagur 1 Edduveröld, borgarfirði – kaffi og kökur byggðasafn borgarfjarðar – ljósmyndasýningin Börn í 100 ár ljómalind – verslun með mat og handverk úr héraði landnámssýningin í borgarnesi – sýning og kvöldverður Ensku húsin – gisting og pop up-tónleikar
Dagur 2 ölkelda, snæfellsnesi – sopið á ölkelduvatni langholt gistiheimili – hádegisverður og gönguferð á ströndinni Krambúðin á búðum – handgerðar nytjavörur Hótel búðir – gisting, matur og pop up-tónleikar
Dagur 3 Vatnshellir – hellaskoðun Fjöruhúsið, Hellnum – hádegisverður láki tours, grundarfjörður – hvalaskoðun (frestað vegna veðurs) saltkjallarinn, stykkishólmi – kvöldverður Hótel Egilsen – gisting og pop up-tónleikar
Dagur 4 Ferjan baldur – Dagur í Flatey Hótel Flatey – hádegismatur bryggjubúðin – fallegur varningur bókhlaðan í Flatey – pop up-tónleikar Ferjan baldur – Brjánslækur rauðisandur – gist í Runólfi rauða
36
Í boði náttúrunnar
Dagur 5 Franska kaffihúsið, rauðasandi – kaffi og meðlæti Heimsendi bistro, Patreksfirði – matur rauðisandur festival – Tónleikahátíð gist í runólfi rauða
Dagur 6 sjávarsmiðjan, reykhólum – þarabað gistiheimilið nýp, skarðsströnd – gisting, matur og pop up-tónleikar
Dagur 7 leifsbúð, búðardal – hádegismatur Eiríksstaðir, Haukadal – sýning og saga Eiríks rauða Hótel bifröst – kaffi og kökur
Lay Low og agnES enduðu ferðina í reykjavík þar sem við tókum á móti þeim á heimili okkar. Við hlustuðum spennt á ferðasöguna og skemmtum okkur konunglega yfir lýsingum þeirra á fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum. toppurinn á þessari viku fyrir okkur sem stóðum á bak við allan undirbúninginn var þegar þessar einlægu og skemmtilegu dömur kvöddu okkur með fallegum tónum heima í stofu. slík upplifun skapar minningar sem lifa með manni lengi lengi! sjá bloggfærslur lay low og myndir á vefnum handpickediceland.is. Í boði náttúrunnar
37
„Gönguferð eða ferðalag getur orðið mikil upplifun og eftirminnilegt þótt ekki sé farið langt.“
38
Í boði náttúrunnar
Á
í nÚvITUnd
Hvað getum við gert til að njóta ferðalagsins enn betur? Slökkva á raftækjunum, fagna óvæntum uppákomum, týna „to do“-listanum, vera forvitin eða einfaldlega til staðar hér og nú. Texti anna valdimarsdÓttir
Við getum lengt tilfinninguna fyrir góðu stundunum í lífi okkar og gert hvunndagsstundir eftirminnilegar með því að vakna til vitundar um stundina sem er að líða. Þannig getum við líka fækkað stundunum þegar við erum gagntekin reiði, sjálfsásökunum eða eftirsjá, dapurlegum hugsunum um hvernig líf okkar hefði getað orðið. Formleg núvitundariðkun felst í því að taka frá ákveðinn tíma á dag til að vera einn með sjálfum sér, fylgjast með andardrættinum og verða var við það sem kemur upp í hugann. Óformleg hugleiðsla snýst hins vegar um það að leitast við að lifa lífi sínu dagsdaglega þannig að hugur fylgi verki. Taka eftir því sem við gerum um leið og við gerum það og vera sátt við það. Ekki vinna verk okkar annars hugar eða með hangandi hendi heldur heilshugar með fullri athygli og sátt við það sem er. Þannig getum við notað dagsdaglegar athafnir til að iðka vakandi athygli. Hvernig við gerum hlutina er mikilvægara en hvað við gerum. Það getur verið nóg að spyrja sjálfa/n þig hvort þú finnir fyrir innri ró í því sem þú ert að gera ef þú vilt verða meðvitaður um hvort þú ert heilshugar í athöfnum þínum. Við getum umbreytt verkefnum hvunndagsins í núvitundariðkun með því að beina óskiptri athygli að því sem við erum að gera. Það getur verið hvað sem er og tekið stuttan tíma eða langan tíma. Takmarkið er að gera aðeins eitt í einu, hvenær sem það er mögulegt, og veita því fulla athygli. Beina athyglinni rólega að athöfnum og verkum þegar hugurinn reikar eða við farin að huga að mörgu í senn. Það er alveg sambærilegt við formlegar hugleiðsluæfingar nema hvað nú tölum við um athafnir og verk hvunndagsins sem við þurfum hvort
eð er að vinna. Það geta verið athafnir eins og að bursta tennur, fara í sturtu, þvo hendur, hlusta á tónlist, gera teygjuæfingar eða ganga, og verk eins og að þvo upp, sópa gólf, bóna bílinn eða hengja upp þvott. Og hér má líka nefna að borða matinn sinn af fullri athygli. Horfa á hann áður en maður setur hann upp í sig. Taka eftir hvernig hann lítur út, finna bragðið af honum, tyggja vel og hafa fulla athygli á munnbitanum uppi í okkur en ekki þeim sem bíður á gafflinum! Og gleyma ekki að finna til þakklætis fyrir matinn sem við látum ofan í okkur. Þannig upplifum við meiri ánægju af því að borða og þannig upplifum við meiri ánægju í lífinu almennt; þegar við tökum okkur tíma til að þakka og dást að kraftaverkum hvunndagsins og náttúrunnar, stráunum sem stingast upp úr mosanum á sumrin og rauðu reyniberjunum sem kremjast undir skósólunum á haustin. Við þurfum að minna okkur á að koma til baka til stundarinnar hér og nú þegar hugurinn hefur togað okkur af leið. Ein uppáhaldstengingin mín við núið er að hlusta; raunverulega hlusta á fugl syngja hvort sem það er mávurinn sem gargar, hrafninn sem krunkar, svanurinn sem þeytir málmblásturshljóðfæri sitt eða lóan sem syngur sitt dirrindí. Við getum notað hvaða hljóð sem er til að tengja okkur við núið. Þegar þú hlustar og veist að þú heyrir, er öll athygli þín saman komin í andartakinu sem er að líða. Slíkt gerist auðvitað oft af sjálfu sér og án meðvitaðrar viðleitni af okkar hálfu, en með ásetningi um að veita athygli á þennan hátt getum við notað fleiri og fleiri andartök til að iðka óformlega hugleiðslu.
Það góða við núvitund er að við getum hvenær sem er breytt stund sem okkur finnst vera sóun á tíma okkar í óformlega hugleiðslu, hvíla til dæmis í öndun okkar þegar við þurfum að bíða eftir viðmælanda í síma eða verða vör við skrefin sem við tökum þegar við þurfum að ganga eftir löngum gangi. Allar stundir geta öðlast tilgang í sjálfum sér, sama hvað er að gerast. Ganga getur verið góð hugleiðsluiðkun og því ástæða til að gefa gangandi hugleiðslu sérstakan gaum. Hversu oft stöndum við okkur ekki að því að ganga úti í fögru umhverfi eða blíðviðri með hugann fullan af raunum gærdagsins, áhyggjum morgundagsins eða leiðindasamtali sem mun kannski aldrei eiga sér stað. Með því að beina athyglinni meðvitað að skrefunum sem við tökum, finna fyrir hreyfingu göngunnar, mölinni undir fótum okkar eða golunni á vöngunum komumst við aftur í snertingu við núið. Gönguferð eða ferðalag getur orðið mikil upplifun og eftirminnilegt þótt ekki sé farið langt. Aðalatriðið er að vera allur á staðnum. Staldra við og anda að sér ilminum af sjónum, nýslegnu grasi og veita fuglum himinsins og blóminu við vegarbrúnina athygli. Oft er það auðveldara þegar maður er einn á ferð; verður meiri áskorun þegar f leiri eru til staðar. Því ekki að minna sig á að vera stundum saman í þögn og njóta andartaksins? Tala saman um það sem fyrir augu ber og það sem er að gerast þá stundina, fremur en vinnuna eða málefni dagsins á Íslandi? Að ferðast saman og vera heil og óskipt á andartakinu sem er núna er góð leið til að dýpka reynslu okkar á ferðalögum og ef la tengslin um leið.
Byggt á bókinni Hugrækt og hamingja. Vestræn sálarfræði, austræn viska og núvitund eftir Önnu Valdimarsdóttur, sálfræðing og rithöfund. Í boði náttúrunnar
39
2015
SPARAÐU
græna
með fríðindakortinu á kortinu eru eingöngu fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar á sviðum á borð við sjálfbærni, ræktun, nýtingu á staðbundnu hráefni, heilbrigði og samfélagslegri ábyrgð.
MiX MiX reykJaVÍk Handa
Einn heppinn lesandi getur unnið Hammok handklæði að eigin vali. Sjá nánar á bls. 100
num he p p
le s e n
da
35 fyrirtæki gefa 10-20% afslátt Jurtaapótekið | heilsa krúska | veitingastaður Búrið | ostar o.fl. Bændur í Bænum | matvara ditto/yogasmiðJan | snyrtivörur sóley organics | snyrtivörur indíska | föt og heimili spaksmannsspJarir | föt litla garðBúðin | matjurtarækt/fylgihlutir garðheimar | matjurtarækt organicnorth.is | netverslun spiran.is | netverslun Feima | hárgreiðslustofa gloria | fataverslun systrasamlagið | heilsuhof loFt | hostel/bar góð heilsa | heilsuverslun Flóra akureyri | verslun litlalJósid.is | netverslun harðkornadekk | hjólbarðar FreyJaBoutique.is | snyrtivörur gló | boozt og kaffi happ | veitingastaður nauthóll | veitingastaður liFandi markaður | veitingastaður og verslun uppskeran | matvara olíulindin | kjarnaolíur org | fataverslun íslenzka pappírsFélagið | bréfsefni o.fl. hlín Blómahús | blóm og skreytingar íslenzka gámaFélagið | græna tunnan green clean | þrifþjónusta
NÝtt miXmiX reykJaVík | lífstílsvörur NÝtt mamma Veit Best | matvara og bætiefni NÝtt gámaÞJónustan | jarðgerð NÝtt undraBoltinn.is | þvottaboltinn Sjá nánar: ibodinatturunnar.is/graent/
Verslum Við
heimafólk
Að heimsækja sveitamarkaði á ferðalagi okkar um landið er áhugaverð leið til að skyggnast inn í svæðisbundna menningu, hitta fólk af svæðinu og kaupa beint af bónda, framleiðanda eða handverksfólki. Þannig styðjum við heimafólkið, litlar verslanir og markaði sem gera menningu okkar eilítið litríkari. Texti siGrÍður iNGA siGurðArDÓTTir Myndir JÓN ÁrNAsON
42
Í boði náttúrunnar
„þetta er flatbrauð eins og mamma mín, sem er rúmlega níræð, bakaði alltaf og uppskriftin er frá henni. deigið er sett beint á hana og bakað upp á gamla mátann.“
Í boði náttúrunnar
43
Markaðurinn var við Gömlu garðyrkjustöðina. Úrvalið var fjölbreytt t.d. blóm, heimagerðar sultur, sápur, límónaði og ristaðar möndlur. Einnig var poppkorn á boðstólnum en poppvagninn var keyptur sérstaklega fyrir sveitamarkaðinn.
44
Í boði náttúrunnar
S
umardagur á sveitamarkaði er heiti á markaði sem haldinn var átta sumur í röð í Eyjafjarðarsveit við miklar vinsældir. Blaðamaður og ljósmyndari Í boði náttúrunnar heimsóttu þennan frábæra markað þegar hann var enn starfandi en þar komu saman heimamenn og annað hagleiksfólk og seldi fjölbreyttan varning sem gladdi magann og augað. Markaðurinn er farinn í frí að sinni en það er aldrei að vita nema hann gangi einhvern tíma í endurnýjun lífdaga, að sögn forsvarsmanna hans. Markaðurinn var haldinn á blómum prýddu torgi við Gömlu garðyrkjustöðina en hún stendur við Jólagarðinn vinsæla í Hrafnagili. Á rölti okkar á milli sölubása hittum við Margréti Benediktsdóttur en hún er ein þeirra sem stóðu að Sumardegi á sveitamarkaði. Hún hafði margs konar góðgæti til sölu undir heitinu Íslenskt mathandverk. Á meðal þess sem hún bauð upp á var soð brauð að norðlenskum hætti, heimagert síróp og ljúffengar, heimalagðar sultur af ýmsu tagi. Faðir hennar, Benedikt Grétarsson, sá um að baka brauð og möffins og bróðir hennar, Benedikt Fáfnir Benediktsson, lét ekki sitt eftir liggja og seldi ískalt límonaði. „Við sem stöndum að markaðnum köllum hópinn Fimmgang,“ segir hún glöð í bragði. Hópurinn Fimmgangur á það
sameiginlegt að hafa áhuga á mat, handverki og að gera lífið skemmtilegra. Þá seiddi lokkandi ilmur af f latbrauði marga til sín en konan sem á heiðurinn af því heitir Ragnheiður Hreiðarsdóttir. Hún steikti f latbrauðið á ekta steinhellu af mikilli leikni. „Þetta er f latbrauð eins og mamma mín, sem er rúmlega níræð, gerði alltaf og uppskriftin er frá henni. Deigið er sett beint á helluna upp á gamla mátann,“ upplýsir Ragnheiður en hún hafði einnig til sölu ljúffengar, ristaðar möndlur. „Já, ég fór til Kaupmannahafnar og njósnaði á Strikinu til að sjá hvernig þær eru ristaðar þar,“ útskýrir hún. Á rölti um markaðinn gengum við fram á sölubás þar sem fengust handgerðar sápur, hver annarri flottari og litríkari. „Í þær er notuð fita, svo sem dýrafita, jurtafita, repjuolía eða kókosolía og m.a. gulrótarsafi notaður til að fá mismunandi liti á sápurnar en ég nota enga aukaliti,“ segir Elísabet, sem býr til sápurnar. Það liggur við að hægt sé að borða þær, eins og til dæmis þá sem búin er til úr hunangi, rjóma og haframjöli. Á markaðnum var á hverjum bás eitthvað gómsætt sem hægt var að smakka og kaupa og haldið var heim með stútfullan maga og poka fulla af góðgæti.
Bændamarkaður og netverslun með lífrænt ræktaðar afurðir beint frá framleiðendum úr öllum heimshornum. Í boði náttúrunnar 45
Bændur í Bænum er opið alla virka daga frá kl. 12. Nethylur 2c og graenihlekkurinn.is sími 586-8976
vesturland Ljómalind Borgarnesi
sveitamarkaður/verslun með áherslu á matvörur beint frá býli og handverk framleitt á Vesturlandi. opið alla daga kl. 11-18 frá 1. maí til 30. sept. og kl. 14-18 frá 1. okt. til 30. apríl.
Erpsstaðir Búðardal
Verslun í fjósinu sem selur heimagerðan rjómaís, skyrkonfekt, osta o.fl. opið alla daga kl. 13-17 frá 1. júní til 15. september
norðurland Spes sveitamarkaður Laugarbakka
sveitamarkaður handverks- og matvælaframleiðenda í einu elsta verslunarhúsi landsins. opið í júlí og ágúst alla daga kl. 12-18.
MATUR úr héraði Ætlar þú að ferðast um landið í sumar? Gerðu þér þá ferð á markaðinn sem selur mat úr héraðinu og kannaðu ólík svæði með því að bragða á staðbundnum kræsingum. Það er mikilvægt að styðja við bakið á smáum framleiðendum enda eiga þeir stóran þátt í því að skapa sérstöðu íslenskrar matarmenningar.
Holtssel Eyjafirði
Friðheimar reykholti
rétt fyrir utan reykholt er Matarbúrið sem selur tómata og sælkeravörur unnar úr tómötum.
Fjallkonan Sælkerahús Selfossi
Matvöruverslun á austurvegi 21 sem leggur áherslu á vörur úr heimahéraði og víðar. opið mánud. til föstud. kl. 12-17 og laugardaga kl. 13-16.
Sveitabragginn Kirkjubæjarklaustri list- og handverksvörur og matur, allt úr héraði. opið alla daga kl. 11-14 og 16-19.
hÖfuðBorgarsvæðið suðurland
Í boði náttúrunnar
sjálfsafgreiðsla beint frá bónda á sumrin. nýtt og ferskt grænmeti og kryddjurtir árið um kring.
austurland
á bænum garði í Eyjafjarðarsveit er hægt að kaupa nautakjöt á grillið eða í frystinn. gott kaffihús á staðum. opið alla daga frá 1. júní til 1. september.
46
Heiðmörk Laugarási
Verslun sem býður upp á lífrænt grænmeti og umhverfisvænar vörur ásamt brauði og kökum sem framleitt er á staðnum. opið alla daga kl. 12-18.
Kaffi kú Eyjafirði
Matvörumarkaðurinn í nethyl 2c selur grænmeti frá akri, Engi og sólheimum. Einnig þurrvöru, mjólkur- og kjötvörur. allt lífrænt. opið allan ársins hring mánud. og föstud. kl. 12-16 og þriðjud. til fimmtud. kl. 12-18.
Markaður opinn allt árið með lífræna ræktun og grænmeti.
Vala Sólheimum
tíu mínútum frá akureyri selur Hulda nautgripakjöt og hamborgara á grillið, egg ásamt pestó, sultum, brauði og brodd. opið alla daga, hringið í síma 892 1718 ef enginn er í búðinni.
Bændur í bænum reykjavík
akur Laugarási
sumarsala á nýjum og reyktum silungi og laxi. opið alla daga í sumar kl. 9-19. til að fá afgreiðslu, hringið bjöllunni á bílskúrnum.
Huldubúð Hörgárdal
grænmetismarkaður með nýupptekið grænmeti, kryddjurtir, rósir, jarðaber og hænuegg ásamt ýmsum gerðum af sultu, berjasafa, paté o.fl. ilmandi kaffi og meðlæti. opið á laugardögum seinnipart sumars og fram á haust kl. 11-17.
lífrænn grænmetismarkaður, ber, krydd og afþreyingargarður. Margt til fróðleiks og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna á sumrin.
Útey I Laugarvatni
rétt fyrir utan akureyri er rekin beint frá býli-verslun og kaffihús sem býður upp á heimagerðan ís. opið alla daga kl. 13-18.
Mosskógar Mosfellsdal
Engi Laugarási
Efra-Sel Flúðum
bændamarkaður við golfvöllinn á Flúðum sem selur hráefni úr héraði. grænmeti, kryddjurtir, kjötvörur, silungur og lax úr Hvítá ásamt bakkelsi og handverki. opið alla daga kl. 11-18.
Silfurtún Flúðum
gróðrarstöð með sjálfsafgreiðslu á sumrin á jarðarberjum og grænmeti.
Melar Flúðum
gróðrarstöð með sjálfsafgreiðslu á sumrin í litlu skýli við veginn. Fjölbreytt grænmeti í boði.
Móðir Jörð Vallanesi
boðið upp á lífrænar afurðir frá Móður Jörð; kornvörur, sultur, hrökkbrauð, húðvörur, gjafavörur og nýuppskorið grænmeti. opið kl. 9-18 mánud. til laugard. frá maí til september.
ormsteiti Egilsstöðum
Markaður í miðbæ Egilsstaða haldinn í sömu viku og ormsteiti uppskeruhátíð, 14 til 23 ágúst.
Á Melum rækta hjónin Guðjón og Helga konfekttómata. Konfekttómatar eru einstaklega bragðgóðir og sætari en önnur afbrigði af tómötum. Þegar gesti ber að garði bera þau hjón oft konfekttómata á borð sem forrétt. - Konfekttómata-forréttur a la Guðjón & Helga // 8 stk. konfekttómatar (eitt box) // 1/2 vatnsmelóna // 50 ml balsamik // 1 msk. hunang // 1/2 tsk. salt // 1/2 tsk. grófur pipar // mynta
Skerið tómatana ásamt vatnsmelónunni í bita. Sósan: Þeytið saman balsamik, hunangi, salti, grófum pipar, svolitlu af saxaðri myntu og stráið yfir salatið. Gott með grillmat, hvort heldur fiskréttum eða kjöti.
islenskt.is
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 69228 05/15 – Ljósmyndir: Hari
VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU
Myndir GuðbjörG G. / jón Árnason Myndatextar Hjörleifur Hjartarson
eru enGlar fuGlar eða spendýr? Geta fýlar orðið 60 Ára? er það satt að 100% Hjónabanda HrossaGauka endi Með skilnaði?
Við öllum þessum spurningum og fjölda annarra fást svör á sýningunni Friðland fuglanna á Húsabakka í Svarfaðardal. Þessi skemmtilega, óhefðbundna fuglasýning var opnuð sumarið 2011. Höfundur hennar er Hjörleifur Hjartarson, rithöfundur og tónlistarmaður, en um hönnun sáu hjónin Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason.
Hvað er fugl? ef dýrið er fiðrað þá er það fugl segja fræðin. en hvað þá með englana?
Hjörleifur Hjartarson
Verkefnisstjóri Friðlands fuglanna
Friðland Svarfdæla var stofnað af bændum og landeigendum í Svarfaðardal árið 1972. Í friðlandinu liggja göngustígar með fræðsluskiltum og fuglaskoðunarhúsi og er sýningin á Húsabakka hugsuð sem gestastofa friðlandsins. „okkur fannst náttúrusýningar hafa tilhneigingu til að renna allar í frekar þurran farveg vísindalegrar flokkunarfræði og vildum breyta því og frelsa fuglana út úr skápunum. Í Friðlandi fuglanna er skemmtanagildið haft í hávegum án þess að rýra fræðslugildið. Sýningin er fyrir bæði börn og fullorðna, lærða og leika. Sjálfur er ég kennari og veit eins og aðrir kennarar að besta leiðin til að fræða er í gegn um sögur. Í Friðlandi fuglanna segjum við sögur af fuglum í náttúru og menningu Íslands,“ segir Hjörleifur.
Einn veggur er helgaður ástar- og fjölskyldulífi fuglanna. Þar segir af misjöfnum fjölskylduhögum á milli tegunda. Músarrindils-karlinn er vissulega ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum. Hann kemst þó ekki í hálfkvisti við óðinshanakerlinguna sem daðrar við karlana en tekur enga ábyrgð á afleiðingunum og er flogin úr hreiðrinu jafnskjótt og hún hefur orpið.
Ekki er hægt að fjalla um fugla án þess að nefna þær hættur sem að þeim steðja. Framræsla votlendis hefur ekki einungis rænt þá búsetusvæðum heldur orsakar hún einnig gríðarlega kolefnislosun. Þá hafði innflutningur á mink fyrir miðja síðustu öld óafturkræfar afleiðingar á fuglalífið og útrýmdi m.a. keldusvíni úr náttúru landsins.
Skærir litir á sýningaveggjum eiga sér samsvörun í skrautfjöðrum fugla á borð við rauðhöfða, stokkönd og straumönd.
Í barnakrók sitja börnin á hreiðrum á meðan þau geta dundað sér við að gera skuggamyndir af fuglum eða syngja fuglasöngva.
Egg íslenskra varpfugla eru margvísleg og skrautleg mörg. Á sýningunni er þeim stillt upp eins og hverju öðru veggskrauti.
Í boði náttúrunnar
49
Á sýningunni eru fuglar settir á stall og fá verðlaunabikar ef þeir skara fram úr á einhvern hátt. Íslenska varphænan fær verðlaun fyrir að verpa fleiri eggjum en nokkur annar íslenskur fugl. Góð varphæna verpir léttilega 270 eggjum á ári. Þarna stendur hún með eggin sín í eggjabikurum. Enn vantar nokkra bikara ef einhverjir skyldu luma á slíku í búrinu.
50
Í boði náttúrunnar
„Vigga vigga – hitta hitta – dei dei dei!“ segir jaðrakaninn samkvæmt fuglabókinni. Öðrum heyrist hann segja „Vaddu vaddu“ og hafa farið flatt á því að hlýða kalli hans. Um það er sögð saga á sýningunni.
Það er ekki öllum kunnugt að Íslendingar eiga einn evróvisjónsigurvegara. Árið 2002 var haldin evróvisjónsöngvakeppni fyrir fugla. Þar sigraði fulltrúi Íslands – heiðlóan. Fyrir það fær hún bæði bikar, heiðursstall og diskókúlu.
Á Húsabakka var skóli sveitarinnar þar til hann var lagður niður árið 2005. Frá þeim tíma hefur þó eitt „skólaspjald“ bæst á veggina. Það sýnir prófílmyndir af öllum fuglum Friðlandsins. Í stað skólahússins fyrir miðju spjaldi er fuglaskoðunarhús.
Hvað er sameiginlegt með Jaðrakana, Rauðhöfðasteggi og Eiríki Haukssyni?
Fuglar eru fyrirferðarmiklir í íslenskri menningu. Lög og ljóð um fugla skipta hundruðum og ýmis þjóðtrú og hindurvitni tengjast líka fuglunum. Fuglar geta sagt fyrir um veður og fleiri óorðna hluti. Þá er margt sem ber að hafa í huga um áhrifamátt þeirra. Ef ólétt kona borðar t.d. rjúpuegg verður barnið freknótt.
Í Svarfaðardal og á Dalvík er upplagt að skoða fugla og fræðast um þá því auk sýningarinnar á Húsabakka og fræðslustíga í Friðlandi Svarfdæla var í fyrrasumar opnuð sjófuglasýning í byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Fuglasýningin er á kortinu okkar KraKKar oG MEnninG sem er í blaðinu og í HandPicked kortinu KiDS anD CuLturE.
Í boði náttúrunnar
51
Fæst í heilsuvörubúðum og völdum lyfjaverslunum
fullt af fróðleik á facebook.com/teranovaisland
FERÐAMOLAR
ÖÐRUVÍSI GÖnGUR FyRIR UnGdóMInn Hrönn baldursdóttir hefur búið til áhugaverð og innihaldsrík námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 15-17 ára. námskeiðin fela í sér göngur á SVhorninu sem innihalda einnig jóga, slökun og umræður um leiðir til að kanna styrkleika og áhugasvið. Hrönn er náms- og starfsráðgjafi með 15 ára reynslu og er einnig gönguleiðsögumaður
og jógakennari. Hún heldur þrjú námskeið í sumar í þrjá til fimm daga í senn kl. 9-16. Hrönn hefur lokið námskeiðinu „Fyrsta hjálp í óbyggðum“ (WFr) hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg svo að unga fólkið er í einstaklega góðum höndum! námskeiðin eru tvö í júní og eitt í ágúst. Sjá nánar á thinleid.is
VEGVÍsir Hvað ertu lengi til Siglu fjarðar? Hver er bensín kostnaðurinn? Er malarvegur á leiðinni? Þessi svör færðu á Vegvísi.is. Þú slærð inn brottfarar og áfangastað og færð uppgefna vega lengdina, áætlaðan ferða tíma, bensínkostnað o.fl. Einnig tilvalinn vefur fyrir erlenda vini.
HAndPIckEd IcELAnd-APP TRÚIR ÞÚ Á DrauGasöGur? Þjóðsögur og draugasögur hafa fylgt okkur hér á landi í aldanna rás. Í bókinni Drauga sögur við þjóðveginn vekur Jón R. Hjálmarsson upp frægustu drauga landsins. Á ferðalagi um þjóðveginn segir hann okkur frá ýmsum mark verðum stöðum og fyrirbærum í þjóðsagnastíl. Fáðu drauga og afturgöngur í lið með þér við að gera ferðalagið ógleymanlegt!
áður en þið farið í ferðalagið um Ísland í sumar mælum við með því að þið náið í HandPicked iceland-appið okkar (fyrir i-phone). Það er frítt og hefur að geyma handvalda staði, hvort sem það er matarupplifun, gisting, afþreying eða skemmtilegar innansveitar-verslanir. oft og tíðum eru þetta faldar perlur sem við myndum annars bruna fram hjá. Í appinu er einnig google-kort sem hægt er að nota hvort sem síminn er í netsambandi eða ekki. Einfalt og þægilegt tól sem getur gert gott ferðalag enn betra.
Í boði náttúrunnar
53
BLUE LAGOON ALGAE MASK Blue Lagoon algae mask hefur að geyma tvær sjaldgæfar tegundir þörunga sem vinna gegn öldrun húðarinnar, örva náttúrulega nýmyndun kollagens og viðhalda kollagenbúskapi hennar. Maskinn hefur einnig að geyma Blue Lagoon kísil sem styrkir efsta varnarlag húðarinnar.* Blue Lagoon algae mask inniheldur eingöngu náttúruleg efni úr jurtaríkinu, er án parabena og byggir ekki á erfðabreyttum efnum.
54
*In-vitro and In-vivo rannsóknir; Grether S. Beck Í boði náttúrunnar
SÝNILEGUR ÁRANGUR** ENDURNÆRÐ FALLEGRA YFIRBRAGÐ
100% 85%
SLÉTTARI
80%
AUKINN LJÓMI
80%
**Neytendapróf – 20 íslenskar konur
frá Reykjavík dagsferðir frá reykjavík eru tækifæri til að upplifa náttúruna og ýmis ævintýri. Í boði náttúrunnar tók saman fjórar ólíkar ferðir sem bjóða uppá fjölbreyttar upplifanir fyrir bæði börn og fullorðna. Umsjón daGný GÍsladóttir Myndir G.G. / d.G.
Í boði náttúrunnar
55
290 km
1. Saga og SIgLINg 2. TÚRISTINN 156 km
3. STRÖNDIN
að sigla til Vestmannaeyja og til baka á einum degi er ævintýraleg dagsferð sem inniheldur sjóferð og heimsókn á eldfimar slóðir. LeIðIN: keyrt er úr bænum til Selfoss og eftir bæjarmörkin tekin hægri beygja inn á veg 33 í átt að Gaulverjabæjarhreppi. Sá vegur er ekinn þar til komið er að Íslenska bænum. Eftir þá heimsókn er ekið örlítið til baka og tekin hægri beygja inn Önundarholtsveg þar til komið er að vegamótum og þar er tekin hægri beygja og keyrt áfram þar til kemur að afleggjara til Vatnsholts. Þá er keyrt til baka afleggjarann og upp á veg og hann keyrður beinustu leið aftur upp á þjóðveg 1. Þá er tekin hægri beygja og keyrt í átt að Hvolsvelli og áfram þar til komið er að afleggjaranum við Landeyjahöfn. Eftir Eyjaferðina er haldið áfram á þjóðveginum beint heim. Taka með: sundföt, regnjakka, gönguskó.
Á þessari hringleið er að finna hveri, kirkjur og ótrúlegt landslag. LeIðIN: Beygt til vinstri út af Reykjanesbrautinni rétt áður en komið er að álverinu í Straumsvík, krísuvíkurafleggjarann. Vegur 5 ekinn þó nokkurn spöl og eftir að ekið er fram hjá kleifarvatni er tekin beygja í átt að Þorlákshöfn á veg 427. Frá Þorlákshöfn er ekið til Eyrarbakka og þaðan á Selfoss og svo til Hveragerðis. Loks er keyrt aftur heim til Reykjavíkur á þjóðvegi 1. Taka með: sundföt, gönguskó, hlýja úlpu og myndavél.
snæfellsnesið er fullt af leyndardómum og náttúruperlum. eitt fallegasta og fjölbreyttasta landslagið er þar að finna. LeIðIN: keyrt er úr bænum í gegnum Mosfellsbæ, farið um göngin og keyrt í Borgarnes. Þar er tekinn afleggjari 54 við bæjarmörk út á Snæfellsnesið. Þá er keyrt með stoppum að Hótel Búðum en eftir það er farið yfir Fróðárheiði í átt að Grundarfirði. Áfram er svo keyrt í Stykkishólm. Á leiðinni heim er beygt til vinstri frá Stykkishólmi og haldið áfram á vegi 54 og svo beygt inn á veg 55 sem færir mann loks á veginn í Borgarnes og svo alla leið heim. Taka með: tómar flöskur, sundföt, myndavél, (hundanammi fyrir nagla)
HugmyNDIR að SToppum
Snarl í Litlu kaffistofunni Íslenski bærinn Endurbyggður torfbær og sýning. Vatnsholt Leikvöllur, dýr og dýrindis matur. Sveitabúðin Sóley Blómaskreytingar, vandaðar vörur og handverk. Landeyjahöfn Ferjan fer kl. 12.30 og 14.45 út í Eyjar, heim kl. 18.30 og 21.00. Sagnheimar Lifandi safn um sögu Vestmannaeyja. Sundlaugin í Vestmannaeyjum Saltvatnslaug, rennibrautir og heitir pottar. Slippurinn Frábært veitingahús í gamalli stálverksmiðju í Eyjum.
56
Í boði náttúrunnar
HugmyNDIR að SToppum
kleifarvatn Fallegt og djúpt vatn þar sem hægt er að veiða og mögulega sjá skrímslið sem þar býr! Háhitasvæðin Seltúni Fallegar gönguleiðir milli hveranna. Strandarkirkja Þykir launa áheit vel. Hendur í höfn yndislegt kaffihús við Unubakka í Þorlákshöfn. Sundlaugin í Þorlákshöfn nýleg sundlaug; rennibrautir, gufa o.fl. Rauða húsið Frábær matseðill, mælum með humrinum. Laugabúð eyrarbakka Mælum með Sínalcó með lakkrísröri og krembrauði í þessari sögulegu búð. Listasafn Árnesinga í Hveragerði Flott sýning í gangi í sumar eftir listakonuna Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Litla kaffistofan Stemmari að stoppa í þessari einstöku vegasjoppu og fá sér kaffi og kleinu á leiðinni heim.
416 km
HugmyNDIR að SToppum
Ljómalind Borgarnesi dásamleg verslun með mat úr héraði og handverki. Bjössaróló Borgarnesi Heimagerð leiktæki í fallegu umhverfi ef krakkar eru með í för. Landnámssetrið Tilvalið að fá sér góðan hádegismat. Safnahús Borgarfjarðar Börn í 100 ár er áhugaverð sýning. Ölkelda Stoppa og fylla vatnsílátin af náttúrulegu kolsýrðu drykkjarvatni. Langholt Frábær matur ef svengdin kallar. Einnig mögnuð strönd. Lýsuhóll Sundlaugin er einstök enda fyllt með heitu kolsýrðu vatni. Hótel Búðir Gönguferð á ströndinni, heimsókn í krambúðina og heilsað upp á nagla, hótelhundinn. Veitingar í boði á fallegu hótelinu. Leir 7, Stykkishólmi keramikverslun og verkstæði. kvöldmatur í Stykkishólmi Borðað á einum af veitingastöðum bæjarins áður en haldið er heim á leið.
4. maTuR 235 km
Í þessari ferð eru heimsóttir nokkrir matarmarkaðir þar sem hægt er að kaupa brakandi ferskt grænmeti og ávexti beint frá íslenskum bónda! LeIðIN: Farið er úr bænum og stefnt á Selfoss, keyrt þar í gegn og áfram þar til komið er að vegi 30 í átt að Flúðum. Sá vegur er keyrður alla leið að Flúðum. Þaðan er keyrt að Reykholti og svo í Laugarás. Sami afleggjarinn er þá farinn til baka og þaðan keyrt í Sólheima. Þingvallaleiðin heim. Taka með: sundföt og fjölnota poka fyrir grænmetið.
HugmyNDIR að SToppum – Selfoss
Fjallkonan Sælkerahús Matur beint frá bónda.
– Flúðir
gamla hlaðna laugin á Flúðum Laugin er nýuppgerð og í einstöku umhverfi. Aðgangur kostar töluvert. matarmarkaður í efra-Seli Við hliðina á Golfskálanum á Flúðum er að finna fjölbreyttar matarafurðir frá Suðurlandi. Bragginn Skemmtilegt kaffihús sem er einnig keramikverkstæði. Þar er hægt að kaupa íslenskt mjöl af svæðinu. Silfurtún Rétt utan við Flúðir er heimasala á jarðarberjum og grænmeti.
– Laugarás
Dýragarðurinn í Slakka Skemmtun fyrir krakka. gróðrarstöðvarnar engi og akur Lífrænt ræktað grænmeti til sölu. Engi er með skemmtilegan markað um helgar.
– Sólheimar
græna kannan og verslunin Vala Verslun og kaffihús með lífrænar vörur.
– Laugarvatn
gamli Héraðsskólinn Skemmtilegt kaffihús með léttar veitingar. Fontana Spa Góð slökun í lok ferðarinnar. Lindin veitingastaður Góður matur í fallegu umhverfi.
– Þingvellir
njóttu náttúrnnar á heimleiðinni.
ER HEILSAN MIKILVÆG FYRIR ÞIG? Í Heilsumeistaraskólanum lærir þú að ná meistaratökum á heilsunni með náttúrulækningum! ég er óla, sem k “Það þennan s ví, rir sa þ fy t lá l að lý ínu ti þakk rð i til o orfi m á ekk reytt viðh örgum b lm hann o óta v s rt va m.” gagn hlutu y, Laufe ðingur æ narfr hjúkru. árs nemi 1
r Má bjóða þékriftir ps ÓKEYPIS up hristingum af grænum di heilsu? an m ljó fyrir w. Kíktu á ww kolinn. aras heilsumeist tingur com/hris
Skoðaðu vefsíðuna okkar Hafðu samband við okkur eða til að fá meiri upplýsingar á netfangið www.heilsumeistaraskolinn.com hms@heilsumeistaraskolinn.com
deiliHaGkerfið 58 Í boði náttúrunnar
Á Íslandi blómstrar deilihagkerfið og sést það best á vinsældum Airbnb. nú er ótrúlegasta fólk farið að leigja út húsnæði sitt og þeim fjölgar stöðugt sem vilja deila, leigja eða lána eigur sínar til ókunnugra. Texti daGný GÍsladóttir
Í fyrrasumar ákvað ég að fara frá Laugarvatni til Egilsstaða á puttanum. Ég hafði takmarkaða reynslu af slíku, hafði þó sem krakki fengið far á milli Fellabæjar og Egilsstaða með því að ota þumlinum út í loftið og brosa blítt. Nú, rúmum tuttugu árum seinna, ákvað ég að prófa þessa aðferð á ný og sjá hversu langt ég kæmist á þeirri hugmynd að fólk vildi mögulega deila með mér samverustund, bensíni og farartæki. Maður Á Mann Það að deila hefur alltaf fylgt manninum en fyrir hrun bar andinn í samfélaginu þess merki að maður þyrfti að eiga sína eigin íbúð, helst hús, búa þar einn eða með fjölskyldunni, eiga bíl, jafnvel tvo, til að teljast til fullorðinna. „Ekki fá lánað ef þú getur keypt“ var viðhorfið. Einangrun og aðskilnaður vex með slíkri einkavæðingu einstaklinga og sífellt minni tengingu verður að finna á milli fjölskyldu meðlima og nágranna. Á síðustu árum hafa áherslurnar í þjóðfélaginu þó breyst og ný (en um leið gömul) hugsun rutt sér æ meira til rúms: að deila. Þetta stutta og látlausa orð hefur leitt af sér heilt hagkerfi sem vex nú og dafnar með hverjum deginum sem líður. Deilihagkerfið, eða „sharing economy“ eins og það kallast á ensku, er ört stækkandi viðskipta kerfi sem byggist á skiptum/nýtingu á verðmætum „maður á mann“ (e. Peertopeer) eða jafningja skiptum. Það er eins konar endur dreifingarmarkaður og lífsstílssamvinna þar sem nýjar vörur eru ekki fram leiddar heldur það sem til er nýtt betur. Tæknin og sú staðreynd að flest af þessum skiptum fara í gegnum vefsíður og snjallsíma forrit gerir deilihagkerfið að þeirri sprengju sem flestir hafa tekið eftir og hefur náð hraðri útbreiðslu á undanförnum þremur árum. Til að setja þetta fyrirbæri í samhengi er gott að skoða vinsælustu vefsíðu deilihagkerfisins Airbnb. Í gærkvöld leigðu meira en 40.000 einstaklingar húsnæði á vefsíðu sem býður upp á 250.000 herbergi í 30.000 borgum í 192 löndum. Þessir einstaklingar völdu herbergin sín og borguðu fyrir allt á netinu. Rúmin þeirra voru sköffuð af einstaklingum en ekki hótelkeðjum. Gestir og gestgjafar voru tengdir saman í gegnum Airbnb, fyrirtæki í San Francisco. Síðan það var stofnað árið 2008 hafa rúmar fjórar milljónir manna notað síðuna; tvær og hálf milljón á árinu
„tæknin og sú staðreynd að flest af þessum skiptum fara í gegnum vefsíður og snjallsímaforrit gerir deilihagkerfið að þeirri sprengju sem flestir hafa tekið eftir.“ „Deilihagkerfið fer stækkandi, það er öflug sjálfstæð eining sem samfélagið þarf að aðlagast því að heimurinn er nú þegar pakkfullur af dóti.“
2012. Þetta fyrirtæki er eitt besta dæmið um ört stækkandi deilihagkerfið þar sem fólk leigir út rúm, bíla, báta og aðra hluti sem það er ekki að nota, og einnig þjónustu beint hvert af öðru í gegnum internetið. traust oG orðspor Einn mikilvægasti gjaldmiðill deilihagkerfisins er traust og orðspor. Vefsíður hjálpa einstaklingum að byggja upp þetta traust og orðspor með því að hafa í boði stjörnugjöf og opið fyrir athugasemdir um vöruna/ þjónustuna, svo að eitthvað sé nefnt. Þú vilt vera viss um að John sem ætlar að leigja íbúðina þína sé ekki skemmdar vargur eða hvort Jane sem langar að leigja bílinn þinn sé nokkuð í því að stunda glæfra akstur. Með auknum tækni framförum hefur traustið aukist verulega þar sem fólk getur skoðað upplýsingar um annað fólk á hinum ýmsu miðlum og metið það út frá þeim. Þetta traust segir Rachel Botsman, höfundur bókar innar What´s mine is yours sem fjallar um deilihagkerfið, vera gjald miðil framtíðar innar og að orðspor einstaklinga á netinu verði mikil vægara með degi hverjum. Nýverið var settur á laggirnar vefur sem styður einmitt þetta og kallast havekarma.com. Sú vefsíða gefur einstak lingum færi á að halda utan um orðspor sitt er það notar vefi eins og eBay, Airbnb, Craigslist og DogVacay og vefurinn býr svo til eins konar karma stig út frá því hversu vel það hagar sér. Þetta karma stig er mikilvæg eign í þessum heimi því að það segir öðrum einstaklingum að viðkomandi sé traustsins verður. Vesen oG Vandræði Á undanförnum árum hefur fólk farið að deila hinum óvæntustu hlutum og þjónustu. Þetta hófst á því að fólk fór að deila sófum, íbúðum og herbergjum en nú getur þú leigt út hjólið þitt, skíðin og jafnvel borvélina þegar þú ert ekki að nota hana. Fyrir tíð inter netsins hefði þetta ekki verið vesensins virði. Þess vegna eru aðgengileiki og þægindi mikilvæg til að deilihag kerfið blómstri og er tæknin stór þáttur í því að gera ferlið þægilegra. Undanfarið hefur það einnig aukist til muna að fólk bjóði fram alls konar þjónustu eins og hundapössun, búðarferðir, að setja saman Ikeahúsgögn, bjóða fólki í mat og fleira á vefsíðum eins og TaskRabbit, DogVacay, og því er mikilvægt að ferlið taki ekki jafnlangan tíma og verkið sjálft. Á Íslandi blómstrar deilihagkerfið og sést það best á vinsældum Airbnb. Nú er ótrúlegasta fólk farið að leigja út herbergi og íbúðir og sú reynsla gerir okkur tilbúnari í að deila, leigja og lána aðra hluti eins og bílana okkar og verkfæri. Í vetur fóru fram pallborðsumræður í Ráðhúsinu þar sem borgarstjóri, hagsmuna aðilar eins og ferða mála Í boði náttúrunnar
59
ráð, skattur inn og íslenskar vefsíður sem flokkast undir deilihagkerfið (caritas.is og samferda.net), ræddu um kosti og galla kerfisins. Þar var einnig talað um hver framtíðarsýnin yrði og hvað þyrfti að laga í tengslum við skattinn og önnur lög sem tengjast öryggi. Upp kom umræða um hættuna á að deilihagkerfið yrði og væri nú þegar orðið að neðanjarðar hagkerfi þar sem skatturinn hefði ekki skýr lög í kringum þessi atriði. Fulltrúi frá skattinum sagði að bregðast þyrfti snögglega við og koma til móts við þessa þróun frekar en að vinna gegn henni. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar innar, talaði svo um möffinsleiðina í þessu samhengi. Hún sagði að gera þyrfti skatta legan greinar mun á því að kvenfélag seldi kökur í Kringlunni í eitt skipti og því að einstaklingur væri með kökubás þar dag eftir dag. Finna þyrfti kerfi sem virkaði fyrir einstaklinga og greindi á milli þeirra sem leigðu út íbúðina sína einstaka sinnum og þeirra sem lifðu á því. Eins og staðan er nú þarf einstaklingur sem leigir út á Airbnb að borga tekjuskatt (37,3%) af innkomunni og í sumum tilvikum virðisauka skatt en það gildir ef farið er yfir eina milljón í virðisauka skattsskyldar tekjur á ári. Þetta er í ósamræmi við það að ef einstaklingur leigir út herbergi eða íbúð til lengri tíma greiðir hann einungis 20% fjár magnstekjuskatt og engan virðisauka skatt. Í raun má því segja að allir þeir sem leigja út herbergi eða íbúð í styttri tíma séu orðnir atvinnurekendur og komnir í form legan rekstur eins og staðan er í dag. Það er mat sviðs stjóra eftirlitssviðs ríkisskattstjóra, Sigurðar Jenssonar, að skynsamlegt sé að skoða hvort breyta ætti reglum um heimagistingu í samræmi við langtímaleigu og halda tekjum vegna heima gistingar utan atvinnurekstrar og virðisauka skattsskyldu og þannig einfalda einstaklingum að telja þessar tekjur fram.
tækifæri oG óGnanir Margir hafa mælt bæði með og á móti þessari þróun. Þeir sem eru mótfallnir segja deilihagkerfi vera rang nefni því þarna sé fólk ekki að deila heldur oftast að fá peninga fyrir þjónustu nema í tilvikum eins og Couchsurfing þar sem fólk býður fólki að gista á sófa án endurgjalds. Einnig hafa hótelkeðjur, leigubílstjórar og fleiri starfsstéttir fundið fyrir því að viðskiptavinir leita æ meira í deilihagkerfið eftir herbergi á ferðalögum eða ef þeir fara á milli staða, og þar með vaknar hræðsla við að deilihagkerfið fækki störfum. Það er þó í raun erfitt að mótmæla þessari þróun því það væri eins og að standa úti í straumharðri á og ætla að stöðva hana með höndunum einum saman. Deilihagkerfið fer stækkandi, það er öflug
60
Í boði náttúrunnar
Vefsíður
DeiluM oG lÁnuM íbúðir og gisting airbnb.com – leigðu út íbúðina þína Couchsurfing.com – fáðu gesti á sófann Homeexchange.com – íbúðaskipti Shareamorgage.com – deildu húsnæðisláni Bílar og farartæki Caritas.is – leigðu út bílinn Samferda.net – fáðu far Lyft.com – fáðu far í Bandaríkjunum Getaround.com – leigðu þér bíl erlendis Parkatmyhouse.com – leigðu bílastæði blablacar.com – fáðu far í Evrópu og Bandaríkjunum
Hlutir Sling.com – leigðu hjól, snjóbretti eða brimbretti í næsta nágrenni Getable.com – leigðu allt milli himins og jarðar Chegg.com – kauptu notaðar skólabækur og fáðu ráð við heimalærdóminn renttherunway.com – leigðu merkjavöru-fatnað Yerdle.com – fáðu lánað hjá nágrannanum Þjónusta task rabbit – alls konar þjónusta Vayable.com – persónulegur leiðsögumaður Skillshare.com – deildu hæfileikum þínum Dogvacay.com – pössun fyrir hundinn Peers.org – finndu þér starf í deilihagkerfinu
sjálfstæð eining sem samfélagið þarf að aðlagast því að heimurinn er nú þegar pakkfullur af dóti, fólksfjölgun er ennþá vanda mál í heiminum og því er augljóst að við verðum að nýta betur það sem til er. Undir deilihagkerfið falla hin ýmsu skipti, hópfjár mögnun, endur vinnsla, leiga, lán og ótal margt annað. Það hvetur fólk til þess að nýta betur það sem það á, fá lánað eða leigja frekar en að kaupa nýtt, gefur fólki tækifæri til að afla tekna á mismunandi vegu og tengir ókunnugt fólk saman á einfaldan hátt. Fleiri fá tækifæri til að ferðast á ódýrari og áhugaverðari hátt og ein staklingar fá aðgang að ýmsu í sínu daglega lífi sem þeir höfðu ekki áður. Deilihagkerfið veitir þér tækifæri til að heimsækja nýja borg, búa þar í fullbúinni íbúð sem fellur að þínum smekk, leigja hjól eða bíl af einstaklingi í nágrenninu, fara í matarboð hjá heima manni og fá að upplifa staðinn á allt annan hátt en ef þú gistir á hóteli, ferðast með túrista rútu og færð ráð hjá sölu fulltrúa. Með áframhaldandi tækniþróun, til dæmis með tilkomu sjálf keyrandi bíla sem eru á döfinni, á deilihagkerfið æ meira við; samnýting hvers konar verður algengari og framtíð þessa nýja hagkerfis er því björt. saMskipti oG nýir Vinir Hvort sem þú ert að skipta, lána eða leigja, neyðistu til að eiga í samskiptum við ókunnugt fólk sem gæti komið þér á óvart og ég hef heyrt ótal sögur af vel heppnuðum samveru stundum og vináttutengslum sem spruttu upp úr því. Vinur minn hafði til dæmis verið með síðu á Couchsurfing í mörg ár. Hann bjó í Kína og Kambódíu og hafði gaman af því að fá ferða langa í heimsókn. Þessir einstak lingar sem heimsóttu hann höfðu margir hverjir mikil áhrif á hann og á endanum urðu nokkrir ferða langar að persónum í skáldsögu sem hann skrifaði og einn þeirra varð þess valdandi að hann fluttist á milli landa og lét gamlan draum rætast! En aftur að ferðalaginu mínu um landið. Ég komst sem sagt á leiðarenda sextán ótrúlega skemmtilegum tímum seinna, fékk far með hroll vekjuhöfundi, meindýraeyði frá Selfossi, hjónum sem voru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmæli, pari frá Brasilíu, þýskri fjölskyldu og svissneskum vinum. Þessi ferð, sem var ágætis æfing í að ferðast hægt, styrkti trú mína á því að hugarfarið sem gengur út á að deila, sé að styrkjast á ný og sé líklega nákvæmlega það sem við þurfum.
Í boði náttúrunnar
61
Sara Riel
nÁttÚruGripasafn Texti daGný GÍsladóttir
Sara Riel (f. 1980) myndlistarkona útskrifaðist með meistara gráðu frá listaháskóla í Berlín árið 2006. Hún er þekktust fyrir stór og litrík götulistaverk, seríur sem tengjast náttúrunni á óvenjulegan og frumlegan hátt. Hægt er að koma auga á verk hennar víða um borgina. Þar má nefna fuglsfjöðrina sem gnæfir yfir Breiðholtið á blokkargafli í Fellunum og stóra sveppinn á Hverfisgötunni sem flestir ættu að hafa séð á ferðum sínum um Reykjavík. Verk eftir hana má m.a. finna á veggjum Berlínar og Tókíó og hefur hún haldið margar einkasýningar í galleríum og söfnum hér heima sem og erlendis. Sara færir náttúruna inn í borgina með veggmyndum og inn á söfn með öðrum verkum sínum. Hún blandar saman aðferðum eins og teikningu, ljós myndun, málverkum og myndbandi. Með nýstárlegum hætti leitast hún við að rannsaka náttúruna, taka hana í sundur og endurraða henni á listrænan hátt til að búa til eitthvað
nýtt. Hún veltir því upp hvar munurinn liggi á milli náttúru og myndlistar og leikur sér að því að sýna sameiginlega þætti í vinnu myndlistarmanna og vísindamanna. Sara sækir oft innblástur í náttúruvísindi og götulist en þeim miðli kynntist hún þegar hún bjó í Berlín. Götulist var áberandi um borgina og það óhindraða tjáningarfrelsi sem sá miðill býður upp á höfðaði sterkt til Söru. Einnig var þetta möguleiki til að færa myndlistina í almenningsrými sem eru oft og tíðum full af sjón rænni mengun eins og t.d. auglýsingaskiltum. Myndlist Söru kveikir gjarna á ímyndunarafli áhorfandans og vekur hann til umhugsunar um umhverfi sitt og samtal okkar við náttúruna. Á síðunum fram undan sést brot af einkasýningu Söru í Listasafni Íslands árið 2013. Hún bar heitið Memento Mori og innihélt 80 myndverk sem saman áttu að mynda heild og skapa tálsýnina um náttúrugripasafn.
LESEndUR BLAÐSInS FÁ PLAkAT MEÐ Mynd AF SVEPPnUM AÐ GJÖF FRÁ SÖRU OG Í BOÐI nÁTTÚRUnnAR.
62
Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar
63
64
Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar
65
66
Í boði náttúrunnar
Í boði náttúrunnar
67
Texti GuðbjörG Gissurardóttir Myndir Centre of CirCle WisdoM
68
Í boði náttúrunnar
MÁtturinn
í hringnum
Hin forna þekking á lækningahjólum indíána hefur verið endurvakin á síðustu áratugum en þeim var útrýmt á 19. öld af kanadíska og bandaríska hernum. Fimm slík hjól hafa nú verið reist á Íslandi og mynda þau saman fyrsta og eina lækninga hjólið fyrir allan heiminn.
F
riðarsinninn SequoyahBlue Deer Eagle, sem oftast gengur undir nafninu JesseBlue Forrest, er indíáni í aðra ættina og kelti í hina sem alinn er upp í Banda ríkjunum. Í fyrrasumar dvaldi hann hér á landi ásamt hópi fólks frá Kanada (úr samtökunum the Centre of Circle Wisdom og the Turtle Clan of the White Horse Rainbow Tribe) þar sem hann lauk við að byggja fimm lækninga hjól eða svokölluð „Medicine Wheel.“ Það er meðal annars liður í því markmiði hans að byggja sjötíu slík hjól um heim allan og vekja þannig athygli á friði og mikilvægi þess að við heilum jörðina og okkur sjálf.
lækninGaHjól finnst Talið er að yfir tuttugu þúsund lækninga hjól hafi verið til um alla NorðurAmeríku fyrir um 1015 þúsund árum. Á 19. öldinni, eða á árunum 1835 1890 þegar Evrópubúar flykktust til Ameríku, eyddu bandaríski og kana díski herinn þeim öllum. „Þeir vissu hversu mögnuð lækninga hjólin voru og þetta var einnig liður í því að eyða mark visst sögu indíánanna. Á þessu tímabili frömdu Bandaríkjamenn og Kanadamenn eitt mesta þjóðar morð sögunnar og drápu yfir 100 milljónir indíána og stálu landinu þeirra. Í kringum 1960 fundu bandarísk yfir völd eitt hjól í Wyoming, sem indíánar höfðu falið allan þennan tíma. Indíánarnir börðust fyrir því að hjólinu yrði ekki eytt en í staðinn létu stjórnvöld byggja mikla girðingu í kringum það svo að ekki var hægt að nota hjólið,“ útskýrir Blue. Það var indíáni af Ojibwayætt bálknum sem í framhaldinu endurvakti lækninga hjólin. Hann hét Sun Bear og var leikari í Hollywood í kringum Í boði náttúrunnar
69
„Það eru fjórir stórir steinar í hverju hjóli og þeir standa fyrir verndara landsins. Á Íslandi eru það táknin í skjaldarmerkinu. Í austri (Borgarfirði eystra) er það drekinn, í norðri (Eyjafirði) örninn, í vestri (Snæfellsnesi) nautið og í suðri (Vík) risinn.“ 19501960. Hann lék indíána í mörgum vinsælum kúreka myndum. Á þeim tíma voru indíánar oftast í hlutverki þeirra vondu eða óvinanna í kvikmyndum. Einn daginn fékk Sun Bear nóg af því hlut verki og yfirgaf kvikmyndaborgina. Leið hans lá upp á fjall sem heitir Mount Shasta í svokallað „Vision quest“ en það er algengt meðal indíána sem vilja finna tilgang sinn. Þar fékk hann þá sýn að hann ætti að endurvekja lækninga hjólin. Þegar hann kom ofan af fjallinu hófst hann strax handa við að fræðast um hjólin en fékk misgóðan hljóm grunn meðal sinna manna, sem skiptast í svokallaða „Traditionalists“ og hafa gömlu gildin í heiðri, og svo hina sem vilja lítið með gamlar hefðir hafa. Þrátt fyrir nokkurt mótlæti tókst Sun Bear að setja upp nokkur hjól í NorðurAmeríku og hélt reglu legar samkomur í kringum þau, eða „Medicine wheel gatherings“. Þá ferðaðist hann um heiminn og setti víða upp slík hjól. Sun Bear lést árið 1992 úr krabbameini en hafði þá tekist að endur vekja áhugann og hjólin voru farin að snúast. ÚlfaHVÍslarinn Blue hefur búið í Kanada í yfir tuttugu ár. „Fyrst bjó ég í Quebec en fór svo vestur til Stony Indians í Alberta. Þar kynntist ég lækninga hjólinu fyrir algjöra tilviljun. Ég er mikill úlfa maður og oft kallaður úlfahvíslari. Ég frétti af úlfahjörð í stórum dal í Klettafjöllum
70
Í boði náttúrunnar
og ákvað að gera mér ferð þangað. Þetta var um miðjan vetur, eða í febrúar 1989, og það var bæði snjóþungt og kalt. Þótt ég sé mikill göngugarpur leist fólki ekki á blikuna. Ég sagði að það mætti leita að mér ef ég kæmi ekki til baka eftir tvo daga,“ segir hann glottandi. Leiðin lá í gegnum mikið skóglendi og var kyrrðin slík að hægt var að heyra sitt eigið hjarta slá. Ekki leið á löngu þar til Blue sá úlfa spor í snjónum og útundan sér snöggar hreyfingar. „Ég var aldrei hræddur því ég vissi að úlfarnir myndu ekki gera mér mein. Þeir eru bara forvitnir og velta fyrir sér af hverju það er maður á svæðinu þeirra. Þeir skynja líka ef maður ætlar að gera þeim eitthvað slæmt. Úlfarnir eltu mig en sýndu sig þó aldrei. Svo fór að rökkva og ég ákvað að finna mér stað til að tjalda á um nóttina. Þá heyrði ég skyndilega daufan trommuslátt úr fjarska og ákvað að ganga á hljóðið. Ég klifraði upp á kletta syllu og sá þá úr fjarlægð mikinn varðeld og fólk í kring. Ég rak að sjálfsögðu upp stór augu því á þessum árstíma býst maður ekki við neinum á ferli. Ég gekk síðan í átt að fólkinu, sem horfði á mig og benti í áttina til mín eins og það vildi sýna mér eitthvað. Digur indíáni með kúreka hatt með mynd af birni framan á kom gangandi á móti mér og benti mér á úlfa hjörðina fyrir aftan mig. Úlfarnir stóðu kyrrir og ég ákvað að setjast niður og kveðja þá áður en ég héldi til fólksins. Í framhaldinu sneru þeir við og létu
sig hverfa. Stóri indíáninn sem tók á móti mér var Sun Bear sjálfur. Hann var einmitt að halda eitt af sínum „Medicine wheel gathering“. Þarna sá ég lækninga hjól í fyrsta sinn, ásamt því að hitta Sun Bear sem átti eftir að kenna mér allt um lækningahjólið og verða mikill áhrifa valdur í lífi mínu,“ segir Blue en með þeim félögum tókst mikill vinskapur. „Ég notaði hans aðferð þangað til ég fékk sjálfur sýn þar sem ég sá hvernig aldagamalt hjól var sett saman. Ég hef síðan blandað því saman við það sem ég lærði af Sun Bear. Nóttina fyrir 44 ára afmælið mitt dreymdi mig Sun Bear þar sem hann kom til mín og sagði að ég myndi halda áfram hans starfi við að byggja lækningahjól. Draumurinn var svo sterkur að ég ákvað að ganga upp á fjall og byggði þar mitt fyrsta hjól í BreskuKólumbíu. Þegar ég kom heim aftur kom vinkona mín til mín og sagði mér að Sun Bear væri dáinn. Síðan þá hef ég verið að setja upp lækninga hjól um allan heim,“. björGuM Móður jörð Þótt lækningahjólið snúist fyrst og fremst um að kenna fólki að lifa í sátt og samlyndi við móður jörð, skipar það einnig stóran sess í mörgum athöfnum indíána, svo sem giftingum, jarðar förum, dönsum o.fl. Blue vill meina að erfitt geti verið að útskýra nákvæmlega hvað hjólið gerir eða hvaða áhrif það hefur og því verði fólk fyrst og fremst
„Jörðin er móðir okkar og er lifandi, guðleg vera sem gefur okkur allt sem við höfum. Lækningahjólið kennir okkur að bera virðingu fyrir henni. Ef við komum vel fram við hana, heilum við hana og okkur sjálf í leiðinni.“ að koma og upplifa það sjálft. „Það eru fjórir stórir steinar í hverju hjóli og þeir standa fyrir verndara landsins. Á Íslandi eru það táknin í skjaldar merkinu. Í austri (Borgarfirði eystra) er það drekinn, í norðri (Eyjafirði) örninn, í vestri (Snæfellsnesi) nautið og í suðri (Vík) risinn. Milli þessara fjögurra steina eru aðrir fjórir steinar og á milli þeirra minni steinar. Í miðjunni eru sjö steinar í hring þar sem eldur er kveiktur við athafnir og virkjar í raun hjólið og orku þess. Hver steinn hefur sinn tilgang í kennslu okkar um dýr, plöntur, steina og and leg málefni. Áður fyrr fræddust börn indíána um lífið og náttúruna í gegnum þessi hjól,“ segir hann og heldur áfram: „Ég get talað við dýr og plöntur og það getum við öll. Fólk er komið svo langt frá náttúr unni og móður jörð að það hefur tapað þessum eigin leika. Einu sinni var það þannig að allt í náttúrunni gat átt samskipti. Ef við ætlum að bjarga jörðinni frá eyðingu verðum við að fara til baka í tengsl okkar við náttúruna. Jörðin er ekki bara dauður bolti sem við getum misnotað og tekið endalaust frá án þess að gefa til baka. Jörðin er móðir okkar og er lifandi, guðleg vera sem gefur okkur allt sem við höfum. Lækningahjólið kennir okkur að bera virðingu fyrir henni. Ef við komum vel fram við hana, heilum við hana og okkur sjálf í leiðinni. Í dag er jörðin orðin mjög veik, enda hefur mannfólkið skapað mengun, eytt óson laginu og staðið fyrir
stríðum svo að eitthvað sé nefnt. Jörðin er búin að vera að senda okkur skilaboð eða merki sem við köllum m.a. hlýnun jarðar. Ef við gerum ekki eitthvað í þessum málum sem allra fyrst, mun jörðin fara í gegnum allsherjar hreinsun. Hún mun kasta upp og hreinsa sig þannig. En jörðin er að ala af sér fólk sem er komið inn í þennan heim til að bjarga henni, vera hennar gæslu og baráttumenn. Þessi umbylting er að eiga sér stað um allan heim.“ aukin frjóseMi Lækninga hjólið hefur einnig þann mátt að geta heilað fólk, jörð og plöntur í næsta nágrenni, auk þess að auka frjó semi. Eitt áþreifanlegt dæmi tengist lækninga hjólinu fyrir austan sem sett var upp í Borgarfirði eystra í fyrstu heimsókn Blue. Ekki langt frá hjólinu býr Þorsteinn Kristjánsson, bóndi á Jökulsá. Hann tók eftir töluverðum breytingum á frjósemi kinda stofnsins síns sl. vor. „Það kom til mín talningamaður og hann sagði þetta vera met frjósemi, a.m.k. mestu fjölgun sem hann hefði séð. Þrjár af hverjum fjórum veturgömlum ám urðu tvílembar, sem er óvenjuhátt hlutfall en oft er það um 50%. Þrílembur eru oft 40, sem þykir nokkuð gott, en í ár urðu þær 65 talsins þannig að það varð talsverð fjölgun hjá mér,“ útskýrir Þorsteinn ánægður með árangur inn. „Ég get alveg trúað því að lækninga hjólið geti haft góð áhrif með góðum straumum alveg eins og raf
segulbylgjurnar í jörðinni hafa áhrif eða rafmengunin sem ég lét mæla hér fyrir nokkrum árum,“ bætir Þorsteinn við að lokum. talar Við HVern stein Það tekur einn til tvo daga að byggja lækninga hjól og þarf oft stórar vinnu vélar til að færa volduga steinana til. Margir koma að gerð hjólanna, sem er mikil vinna. Þegar staðurinn er valinn gengur Blue um og lætur staðinn kalla á sig. Því er ekki hægt að setja lækninga hjól niður hvar sem er. Í framhaldinu spyr hann landeigendur hvort í lagi sé að setja lækningahjól á landið þeirra, enda er það talsvert stórt um sig og mikilvægt að allir séu sáttir. „Ég tek ekki neitt frá náttúrunni nema biðja um leyfi frá móður jörð,“ útskýrir Blue. „Ef ég tek stein, fjöður eða hvað sem er frá náttúrunni, gef ég eitthvað til baka, eins og t.d. tóbak sem er partur af athöfninni. Ég tala við steinana í nágrenninu og ef það er í lagi þá tökum við þá og setjum í hringinn.“ Hann segir síðan hlæjandi að flestir steinar vilji ólmir vera partur af lækninga hjóli. Þegar hjólið er tilbúið er haldin athöfn sem Blue stýrir og öllum er velkomið að taka þátt í henni. Aðeins þeir sem stýra athöfninni, lækningamaðurinn og eldberinn, fara inn í hjólið nema öðrum sé boðið. Eldur er kveiktur í miðjunni og hann kveikir á hjólinu, ef svo má að orði komast. Andi Í boði náttúrunnar
71
Jesse-Blue Forrest á hestbaki ásamt fríðum hóp í Eyjafirði þar sem fyrsta lækningahjólið reis.
móður jarðar er boðinn velkominn og þá dreifist orkan út í allt hjólið. Fólk gengur svo í hringi í kringum hjólið, syngur, trommar og tekur þátt í upplifuninni. skýr skilaboð Í upphafi ætlaði Blue að koma til Íslands til að byggja eitt lækninga hjól en þau eru nú orðin fimm. Hans meining er sú að með þessum hjólum sé Ísland orðið eitt stórt lækningahjól fyrir alla jörðina. „Ég hef þá sýn að Ísland geti verið friðar og náttúru hagkerfi. Ísland er laust við her, sem er einstakt í heiminum fyrir utan Kosta Ríka. Landið hefur einstakt tækifæri til að skapa sér sérstöðu og laða til sín fólk og ferða menn vegna þessa, líkt og Kosta Ríka hefur gert með alþjóðlegum friðarskóla og reglulegum friðarráðstefnum. Yoko Ono hefur með friðarsúlu sinni átt þátt í því að margir líta á Ísland í dag sem land friðar. Ég trúi því að Ísland geti verið landið sem leiðir heiminn þegar kemur að friði og taki þannig þátt í að bjarga jörðinni. Í Kerlingarfjöllum, þar sem miðjuhjólið var sett upp, væri jafnvel hægt að byggja upp friðarþorp sem gæti gegnt mikilvægu hlutverki í framtíðinni. Þar væri hægt að halda ráðstefnur og námskeið eins og gert er í friðarþorpi á Kosta Ríka. Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn og ég tel heiminn vera að gefa ykkur skýr
72
Í boði náttúrunnar
skilaboð um hvert þið gætuð verið að stefna,“ segir hann ákveðinn. treYstir alHeiMinuM Kveikjan að komu Blue hingað til lands má rekja til andlegs félaga, Söndru Moon Dancer, framkvæmdastjóra “The Centre of Circle Wisdom.„ Hún kynntist Gitte Lassen, skólastjóra Heilsumeistara skólans, á ráðstefnu í Kanada árið 2012 og ákvað í framhaldinu að koma til Íslands og skoða aðstæður fyrir lækninga hjól. Haustið 2013 kom hún aftur til landsins og í þetta sinn var Blue með í för ásamt nemendum þeirra. Saman settu þau upp lækningahjól í Borgarfyrði Eystri og í Eyjafirði. „Mér fannst hugmynd Moon Dancer góð og ákvað að slá til,“ segir hann og heldur áfram: „Þegar hugmyndir eru óljósar í upphafi tek ég bara eitt skref í einu án þess að vita nákvæmlega hvert ég er að fara og treysti því að alheimurinn leysi þær hindranir sem upp koma og sýni mér á endanum tilganginn með ferðalaginu. Um leið og ég kom til Íslands fann ég sterka tengingu við landið. Ég veit ekki enn hvað það er en það mun eflaust koma í ljós síðar.“ Blue stefnir að því að setja upp fleiri lækningahjól víðs vegar um heim. Búið er að setja upp þrjátíu hjól og fyrirhugað er að setja upp fjörutíu til viðbótar. Blue á heimboð m.a. til Ástralíu, Nýja Sjálands og Þýskalands þar sem fólk vill
fá hann til að setja upp lækningahjól. Þrátt fyrir miklar annir ætlar hann að gefa sér tíma til að koma fljótlega aftur til Íslands og stefnir þá á að dvelja hér í eitt ár og skrifa sögu sína. Spurður hvað hafi verið eftir minnilegast við að setja upp lækninga hjólin hérlendis segir Blue erfitt að svara því. „Allir staðirnir eru einstakir í mínum huga en það var mjög sérstakt að fá að byggja lækningahjól innan í aldagömlu tímahjóli frá keltum sem stendur fyrir utan Vík í Mýrdal, því að ég er keltneskur í aðra ættina. Það var líka eftir minnilegt að á sunnanverðu Snæfellsnesi, þar sem um sextíu manns tóku þátt í loka athöfninni, birtist í miðri athöfninni svokallað „Sun dog“ en það er þegar regnboginn myndar hring í kringum sólina. Slíkt er afar sjaldgæf sjón og táknar blessun. Einnig fannst mér magnað að vakna upp um miðja nótt við jarskjálfta í Kerlingarfjöllum. Daginn áður höfðum við verið að safna öllum steinunum saman. Hljólið var svo byggt og vígt. daginn eftir, 7. ágúst, á sama tíma hafði Yoko Ono ákveðið að kveikja á friðarsúlunni vegna stríðsins á Gaza. Það var sérstök orka í loftinu, enda tengjast öll hin fjögur hjólin saman með ósýni legri orku þegar við kveikjum í miðju hjólinu. Í framhaldinu var svo talað um að það væri byrjað að gjósa undir jöklinum,“ segir Blue að lokum, kíminn en um leið stoltur af afrakstrinum.
Mediflow
vatnskoddinn Einstakur heilsukoddi með vatnsfyllingu. Nú einnig fáanlegur með þrýstijöfnunarsvampi með kæliperlum og loftgötum.
*Arch Phys Med Rehabil 1997;78: 193-8. Lavin RA, Pappagallo M, Kuhiemejer Ky. Cervical pain: a comparison of three pillows.
Klínískar rannsóknir sýna að Mediflow heilsukoddinn er einn besti koddi á markaðnum til að minnka verki í hálsi og auka svefngæði.* Hann er mjúkur en veitir samt fullkominn stuðning fyrir hálsinn.
Mediflow vatnskoddi • Original
- MFL-1210
Mediflow vatnskoddi • Með þrýstijöfnunarsvampi
- MFL-1077
14.950 kr.
9.750 kr. Mjúkar polyester trefjar 1 Hitaeinangrun 2 Vatnshólf 3
þrýstijöfnunarsvampur með kæliperlum og loftgötum.
1 2
Hitaeinangrun
3
Vatnshólf
Eirberg Lífstíll, Kringlunni 1. hæð • Eirberg Heilsa, Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
fanGaðu drauMinn Margir Indíánar trúa því að loft næturinnar sé fullt af draumum, bæði slæmum og góðum. Úr þjóðsögum þeirra spratt draumafangarinn sem margir Íslendingar hafa heillast af, mögulega vegna aldagamals áhuga okkar á draumum og ráðningum þeirra. Texti daGný GÍsladóttir Myndir G.G.
BÚðu til Þinn eiGin DrauMafanGara Farðu út í náttúruna og tíndu allt sem heillar þig og þú gætir mögulega notað til að búa til draumafangara. notaðu hring sem þú átt, eða búðu hann til úr grein, og skreyttu hann með því sem þú finnur og talar til þín. Fjaðrir, örvar, perlur og skeljar fara vel á draumafangara en þú getur gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn og gert hann eins skrautlegan og þú vilt!
74
Í boði náttúrunnar
Uppruni draumafangarans er rakinn til indíána ættbálksins Ojibwe en komst í hendur fleiri ættbálka í gegnum giftingar og vöruskipti. Það var þó ekki fyrr en í indíána hreyfingu á sjöunda áratugnum, þar sem þjóðflokkar sameinuðust, sem drauma fangarinn dreifðist verulega. Sumir líta á hann sem tákn um einingu ættbálka indíána og tákn þjóðarinnar sem fyrst byggði Ameríku. Ojibweþjóðflokkurinn á sér gamla goðsögu um uppruna drauma fangarans. Sagan er af köngu lóarkonunni, Asibikaashi. Hún var talin sjá um öryggi barnanna. Þjóðflokkur inn breiddi svo veru lega úr sér til NorðurAmeríku og víðar og þá varð of erfitt fyrir Asibikaashi að ná til allra barnanna og vernda þau. Mæður og ömmur tóku sig þá til og vöfðu töfravefi fyrir börnin, úr viðar hringjum og plöntuþráðum. Hringurinn er heilagt form hjá indíánum og því var sjálfsagt að vinna út frá því. Drauma fangar inn átti að vernda börn og fullorðna gegn vondum draumum en leyfa góðum hugsunum og draumförum aðgang að huganum og koma þannig í stað Asibikaashi. Samkvæmt hefðinni á drauma fangarinn að vera fyrir ofan rúmstokk við höfðagafl inn og fanga draumana er þeir fljúga hjá. Indíánar segja að góðir draumar kunni að smeygja sér í gegnum göt fangarans en þeir slæmu festist í netinu. Fallegu draumarnir komast þá í gegnum gatið í miðju drauma fangarans, renna niður fjaðrirnar og í huga einstaklingsins sem sefur rótt fyrir neðan. Neikvæðir draumar og martraðir festast í vefnum og eyðast svo upp þegar fyrstu sólargeislarnir skína á þá. Íslendingar hafa lengi heillast af hefðum indíána. Drauma fangarinn, eða anda fælan eins og hluturinn er kallaður í íslenskri orðabók, er vel þekktur hér á landi og prýðir mörg íslensk heimili. Áhugi okkar Íslendinga á draumum, drauma ráðningum og þjóðsögum spilar væntanlega þar inn í. Við rákumst á þennan fallega drauma fangara á ljósmyndinni á ólík legasta stað, á listsýningu í síldar verksmiðjunni á Djúpavík.
draumafangarinn eftir dagmar Häsler á sýningu í síldarverksmiðjunni á djúpavík en hægt er að sjá úrvalið hjá henni á islandelfe.com Í boði náttúrunnar
75
Sumarbragð nú iðar allt af lífi. ilmurinn sem stígur upp af jörðinni er engu líkur. Á slíkum degi er tilvalið að fara í góðan göngutúr og skoða allt þetta dásamlega líf. bera kennsl á fagra fugla og skima ofan í jörðina eftir ilmríkum jurtum sem mætti nota í matargerðina. ef heppnin er með okkur getum við bætt áhugaverðum blómum í jurtasafnið okkar. texti inGa elsa berGþórsdóttir Myndir GÍsli eGill Hrafnsson
76
Í boði náttúrunnar
sValur krapi Uppskriftirnar miðast við 4–6.
Krapísinn sem kom mest óvart er blóðbergskrapinn, en þar nýtur ferska blómabragðið sín einstaklega vel. Liturinn sem kemur af blómamaukinu er ekki sérlega fagur, hann er grágrænn. Við brugðum því á það ráð að bæta rauðum matarlit saman við til að krapinn yrði fegurri á að líta. Krapana er best að borða innan nokkurra daga frá lögun, svo að það er einungis epla og rauðrófukrapinn sem hægt er að borða allan ársins hring. Grenikrapinn er búinn til með grenitoppum sem eru tíndir snemma sumars og frystir til notkunar síðar.
aðferð Búið er til sykurvatn og hráefnin eru maukuð saman við kalt sykurvatnið með sprota. Sigtið og frystið. Hrærið upp í krapanum 2–3 sinnum á hálftíma fresti þegar hann er byrjaður að kristallast lítillega. Til að fá mýkri áferð er hægt að bæta 1–2 msk. af hreinum vodka saman við.
súrukrapi
Birkikrapi
1 lítri nýtíndar súrur 400 ml vatn 170 g sykur 1 sítróna, safinn Skolið vel af súrunum og hristið vatnið af þeim. Leysið sykurinn upp í volgu vatni. Kælið sykurvatnið og setjið súrurnar saman við. Maukið með sprota í dágóða stund. Bætið sítrónusafa saman við. Setjið í skál og frystið. Hrærið upp í krapanum 3–4 sinnum á hálftíma fresti.
400 ml vatn 175 g sykur ¾ l fersk birkilauf 1 msk. sítrónusafi Leysið sykurinn upp í volgu vatni. Kælið sykurvatnið. Skolið vel af laufunum og setjið þau saman við sykurvatnið. Maukið með sprota í 4 mínútur. Sigtið í gegnum fínt sigti. Setjið í skál og frystið. Hrærið upp í krapanum 3–4 sinnum á hálftíma fresti.
BlóðBergskrapi
1 lítri nýtínd blóðbergsblóm 400 ml vatn 175 g sykur ½ sítróna, safinn rauður matarlitur (má sleppa) Setjið blómin í sigti og skolið með köldu vatni. Hristið vatnið af blómunum. Leysið sykurinn upp í volgu vatni. Kælið sykurvatnið og setjið blómin saman við. Maukið með sprota í dágóða stund. Hellið blómavatninu í gegnum fínt sigti og bætið sítrónusafa saman við. Litið með skvettu af rauðum matarlit ef þið viljið. Setjið í skál og frystið. Hrærið upp í krapanum 3–4 sinnum á hálftíma fresti. Í boði náttúrunnar
77
salatBlöð eru upplögð í súpugerð. Tilvalið er að nota þau salatblöð sem fá kannski ekki hæstu einkunn hvað útlit varðar eða eru götótt eftir sniglaheimsóknir. Þegar líður að hausti og salatstönglarnir verða trefjaríkari, síar maður súpuna gegnum gróft sigti.
salaTsúpa
1 laukur, saxaður 1 salathaus eða sambærilegt magn af salatblöðum 1 lítri kjúklinga- eða grænmetissoð 10–15 mintublöð 1 msk. olía til steikingar 2–3 msk. sýrður rjómi salt og svartur pipar
Grænar suMarsÚpur Sumarið er tíminn fyrir léttar og ferskar súpur. Ef vel er að gáð má oft finna frábær hráefni í næsta nágrenni. Það er um að gera að virkja smáar hendur til tínslunnar og taka smá náttúruskoðun í leiðinni. Uppskriftirnar miðast við 4–6.
Hitið olíu í potti og eldið laukinn þar til hann verður glær. Bætið heitu soðinu í pottinn. Hitið þar til fer að sjóða, bætið þá salatblöðunum í pottinn. Eldið við lágan hita í 3–5 mínútur. Bætið þá mintublöðunum út í og takið pottinn af hitanum. Notið sprota eða matvinnsluvél til þess að mauka súpuna. Hrærið sýrða rjómann út í. Smakkið til með salti og pipar. Berið t.d. fram með sneið af ristuðu súrdeigsbrauði.
Brenninetlur má oft finna í grennd við gömul hús eða eyðibýli. Taka verður blöðin snemma eða áður en plantan blómstrar. Nota verður hanska við tínsluna til þess að losna við brunasviðann sem kemur ef bert hörund kemur við plöntuna. Gott er að skola blöðin vel í vatni. Hættan á sviða minnkar strax eftir vatnsskolunina og hverfur alveg eftir suðuna.
sÚrur eru frábært hráefni. Þær innihalda oxalsýru eins og rabarbarinn. Við hráefnisöflunina er best að leita fanga á rakari stöðum, t.d. við ár eða lækjarfarvegi eða skurði. Þar má oft finna stórar og safaríkar súrublöðkur. Súrurnar breyta um lit við suðuna og taka á sig brúnleitan blæ.
HVönnin hefur verið matjurt á Íslandi frá aldaöðli og finnst víða. Í súpu notum við blöðin og best er að hafa þau sem yngst.
BrennineTlusúpa
súrusúpa
Hvannarsúpa
150 g netlulauf, u.þ.b. 1½ lítri, laust pakkað, það má nota súrur í stað hluta af netlunum 1 msk. olía til steikingar 1 laukur, saxaður 2 sellerístilkar, skornir í bita 1 hvítlauksrif, fínsaxað 1 tsk. timjan 2 tsk. hrísgrjón 1 lítri kjúklinga- eða grænmetissoð salt og svartur pipar 4 msk. sýrður rjómi Þvoið netlurnar undir rennandi vatni. Fjarlægið hörð lauf. Sjóðið vatn í stórum potti, saltið vel. Dýfið netlunum ofan í sjóðandi vatnið í fáeinar mínútur. Takið þær upp og setjið í ískalt vatn. Takið netlurnar upp úr og hristið vatnið af. Saxið fínt niður. Hitið olíu í potti og bætið út í lauknum, sellerístilkunum, timjani og hvítlauk. Mýkið í u.þ.b. 10 mín. Bætið þá við soðinu og hrísgrjónunum og látið malla í 10–15 mínútur. Setjið þá netlur saman við og sjóðið í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til netlurnar eru orðnar mjúkar. Maukið súpuna með sprota eða í mat vinnsluvél. Saltið og piprið. Berið fram með 1 msk. af sýrðum rjóma á hvern disk.
1 laukur, saxaður 2 kartöflur, skornar í litla bita 1 msk. olía til steikingar 2 lítrar hundasúrur, lauslega pakkað, stórir stilkar fjarlægðir 1 lítri grænmetis- eða kjúklingasoð 100 ml mjólk 4 egg salt og svartur pipar Hitið olíu í potti og mýkið laukinn og kartöflurnar í 6–8 mínútur við meðalhita. Bætið grænmetissoðinu út í og hitið þar til fer að sjóða. Setjið þá hundasúrur út í og lækkið hitann strax og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Maukið súpuna með sprota eða í matvinnsluvél. Bætið rjómanum við, hitið, en sjóðið ekki. Smakkið til með salti og pipar. Sjóðið egg að smekk, skerið í tvennt og berið fram í súpunni.
1 laukur, saxaður 2 kartöflur 2 lítrar gróft niðursöxuð hvannarblöð 1 lítri grænmetissoð 100 ml rjómi olía til steikingar salt og svartur pipar Saxið laukinn og kartöflurnar og mýkið í olíu í potti í 6–8 mínútur. Grófsaxið hvannarblöðin og setjið út í pottinn. Bætið þá grænmetissoðinu saman við og látið suðuna koma upp. Látið malla undir loki í 5–7 mínútur. Slökkvið undir og bætið rjómanum við. Maukið súpuna með sprota eða í matvinnsluvél. Smakkið súpuna til með salti og pipar. Skreytið ef til vill með söxuðum hvannarblöðum eða steinselju. Berið súpuna fram.
Í boði náttúrunnar
79
HvannarBirTa veiðimannsins
80 g hvannarstönglar og blöð 250 ml blóðberg 6–8 mintublöð 6–8 salvíublöð 1–2 stjörnuanísar 2 kardimommur 2 msk. kóríanderfræ 2 negulnaglar 4 msk. sykur 700 ml vodka eða hreinn spíri Setjið jurtir og vodka í 1 lítra loftþétta krukku. Látið standa í eina viku. Hristið nokkrum sinnum upp í krukkunni. Sigtið þá jurtirnar frá og setjið kryddið saman við ásamt sykri. Hristið krukkuna öðru hvoru. Látið standa í tvær vikur áður en kryddið er tekið frá. raBarBaraBirTa
300 g rabarbari 150 g sykur 700 ml vodka eða hreinn spíri Skerið rabarbarann í u.þ.b. ½ cm bita. Setjið rabarbarann í 1 lítra loftþétt ílát. Dreifið sykrinum yfir og geymið í fjóra daga. Hristið ílátið einu sinni á dag. Bætið þá vodkanu við og hristið vel saman. Sykurinn þarf að leysast upp. Sigtið og tappið á flösku. BirkiBirTa
300 ml birkilauf 1 msk. sykur 700 ml vodka eða hreinn spíri
jurta brjóstbirtur Eitt af því sem við höfum gert þó nokkuð af í gegnum tíðina er að leggja jurtir í sterkt áfengi. Það er áhugaverð iðja og margt forvitnilegt getur komið út úr því; sumt frábært, en stundum sitjum við uppi með skrýtna drykki sem enginn vill bera að vörum sér. Þá má nota til að sótthreinsa sultukrukkur og lok að hausti. Þegar farið er í svona tilraunastarfsemi er betra að byrja með lítið af kryddtegundum sem eru til viðbótar við grunnkryddið. Það er allavega okkar reynsla. Það er alltaf hægt að bæta við síðar ef þess þarf. Síðan er það smekksatriði hversu lengi jurtirnar eru látnar liggja í spíranum. Öruggast er að smakka drykkinn til að meta hvort hann sé orðinn passlega kryddaður. Hvað varðar sykurmagn þá er það líka smekksatriði. Við kjósum að fara sparlega með sykurinn, finnst hann ekki bæta miklu við. Hér eru nokkrar hugmyndir. 80
Í boði náttúrunnar
Setjið laufin og sykurinn í 1 lítra loftþétta krukku. Hellið vodka yfir. Hristið vel saman. Látið standa 5–6 daga. Sigtið og tappið á flösku. rósaBirTa
uppskriftirnar eru úr bókinni Sveitasæla – Góður matur gott líf sem er nýjasta bók ingu Elsu og Gísla Egils og líkt og í fyrri bókum nýta þau árstíðabundin hráefni til matargerðar sem mörg hver má finna í næsta nágrenni.
2 lítrar ilmrík rósablöð 1 msk sykur (má sleppa) 700 ml vodka eða hreinn spíri Setjið laufin og sykurinn í 1½ lítra loftþétta krukku. Bætið vodkanu við. Hristið vel saman. Látið standa í 30–60 daga. Sigtið og tappið á flösku. Eftir því sem vínið eldist, dökknar það og verður rafgult á lit. Bragðið verður þyngra og dýpra. greniBirTa
400 ml greninálar, ferskar eða frystar 1 msk. sykur 700 ml vodka eða hreinn spíri Setjið nálarnar og sykurinn í mortél og merjið vel. Setjið í 1 lítra loftþétta krukku. Bætið vodkanu við. Hristið vel saman. Látið standa í viku. Sigtið og tappið á flösku.
KRAFTMESTA
BLANDAN OKKAR AF Q10 ÓMÓTSTÆÐILEGAR Q10 SERUM PERLUR SEM DEKRA VIÐ HÚÐINA
Í boði náttúrunnar
81
KOMDU Á TE-BARINN
nýilsuthútsinu d yn a mo re ykj a vík
í he
Nú getur þú komið í Heilsuhúsið og fengið þér heitt eða kalt te og te-þeytinga! Nú, eða bragðgóða og kraftmikla safa á safabarnum. Komdu í Heilsuhúsið á Laugavegi, í Lágmúlanum eða Kringlunni og prófaðu ljúffenga og heilsusamlega te-drykki. ið Tu v bæT olíu, s l KóKo ri, KaNi ö j sm Ni KaKó lífræN r eða fyri u l l i vaN i virKNi meir
82
Í boði náttúrunnar
Te-bariNN er í HeilsuHúsiNu KriNgluNNi, lágmúla og laugavegi.
Gróður & ræktun
Í boði náttúrunnar
83
molar
litabækur fYrir fullorðna! Allir hafa einhvern tíma litað í litabók á yngri árum. Svo ýtir maður því til hliðar með aldrinum. Nú eru hins vegar að ryðja sér til rúms nýjar litabækur, sérstaklega hannaðar fyrir fullorðna og eiga að hafa góð áhrif á m.a. streitu. Þegar stressið er farið að segja til sín er ekki úr vegi að finna aftur barnið í sér og prófa þessa slakandi aðferð – að lita. Fæst í Eymundsson og á amazon.com
uMHVerfisVæn þrif
Gjöf fYrir GarðÁlfa Vörurnar frá Garden Girl eru sérstaklega vandaðar og hannaðar fyrir konur með stíl! á einhver afmæli í sumar? Fæst í Litlu garðbúðinni. Verð: skófla 3.126 kr., klóra 2.478 kr., klippur 3.760 kr., hanskar 3.965 kr.
Enn var að bætast í flóru umhverfisvænna hrensiefna á markaðnum, sem er fagnaðarefni þar sem meiri mengun er oft að finna inni á heimilum, m.a. vegna hreinsiefna, en úti á götu í stórborg. Maison Belle fæst í Garðheimum og er breið vörulína sem m.a. inniheldur handsápu, uppþvottalög, gluggahreinsi og allrahanda hreinsi (concentraded) sem sést hér á myndinni. Hann kostar 1.860 kr. og það er hægt að nota hann á bókstaflega allt. Fullkominn í sumarbústaðinn. Himneskur mildur ilmur kemur frá ilmkjarnaolíum og samviskan verður tandurhrein!
jaMie oliVer Grillar
ertu Á leiðinni Í frÍ?
Nú er komið á markað gasgrill úr steypujárni og ryðfríu stáli, hannað af kokkinum sjálfum og hans fólki. Frábært fyrir íslenska veðráttu; svo er það á hjólum þannig að auðvelt er að flytja það til og frá þegar leita þarf skjóls! Ekki verra að hafa hitamæli í lokinu og rafstýrðan kveikjara. Fæst í mismunandi stærðum og litum í byggt og búið. Verð frá 59.995 kr.
Hver vökvar blómin? Hér eru tvær góðar leiðir til að halda pottaplöntunum lifandi á meðan þú ert í fríi. Vökvunar-glerkúla 840 kr. Vökvunarbönd (5 í pakka) 624 kr. Fæst í Litlu Garðbúðinni. Handhafar Græna fríðindakortsins fá 10% afslátt. litlagardbudin.is
84
Í boði náttúrunnar
Njótum sumarsins!
vIsTvænU eFnIn Frá eCO sTyLe tRauStIr FélAgaR í gArðvErkIN
oPið Til 21 ölL kVölD Í boði náttúrunnar
85
Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is
molar tÍMi til að Grilla napoleon framleiðir spennandi grillvörur sem eru að ryðja sér til rúms hér á landi. Það hlýtur að vera eitthvað í þær spunnið því að grillin þaðan eru þau söluhæstu í Kanada og næstsöluhæstu í bandaríkjunum. Kolagrill eru vinsæl hjá stækkandi hópi fólks sem vill fara rólega í hlutina og fá gamla góða kolabragðið af matnum. Charcoal Kettle Grill er þægilegt og handhægt kolagrill á fæti með hjólum og áföstu öryggisloki sem opnast til hliðar. Hitamælir í lokinu! Fæst í byko á 59.995 kr.
„Cool“-Vörur Einstaklega fallegar og hagnýtar vörur þar sem finnsk nútíma hönnun og ævaforn japönsk aðferð mætast og úr verður einstök vörulína sem heldur köldu án klaka í allt að fjóra tíma. Maður setur karöfluna bara undir ískalt vatn í nokkrar sekúndur og það er engin þörf fyrir ísskáp eða klaka. Fullkomin karafla fyrir þá sem vilja hafa hvítvíníð íííískalt í sumar! Einnig er glas á leiðinni til landsins og kemur í búðir í ágúst. Fæst í Bosch búðinni, Kópavogi.
af HVerju lÍfræn fræ
ræktuM Gott MÁlefni
lÍfræn nærinG
Við rákumst á breitt úrval af lífrænum fræjum til sáningar í Garðheimum. En af hverju að kaupa lífrænt? Það er besta leiðin til að tryggja að fræin séu ekki erfðabreytt og lífræn ræktun tryggir að ekki séu notuð lyf eða eiturefni við ræktunina, aðeins lífrænn áburður. Þessu viljum við fylgja eftir með því að nota lífræn fræ til að vernda umhverfi okkar og heilsu!
Hafsteinn Helgi Halldórsson ákvað í fyrrasumar að búa til matjurtakassa fyrir Barðastaði, heimili fyrir einhverfa. Kassinn kom svo vel út að hann ákvað að smíða fleiri og nú er hægt að kaupa slíka af Hafsteini og styrkja gott málefni í leiðinni! Moltukassar og fuglahús hafa einnig bæst við verkefnið. Kassarnir eru 120x80 cm og með fylgir mold og fræ. Þeir kosta 39.900 kr. Nánari upplýsingar á fésbókarsíðunni Matjurtakassar til sölu.
Efnin frá General Organics gera líf okkar lífrænu ræktendanna mun auðveldara. Hér eru tvö góð dæmi: Urtica er netluvökvi uppfullur af næringarefnum sem örva vöxt plantna, styrkja þær og verja gegn ágangi skordýra. Diamond Black inniheldur moldarsýru sem er eitt aðal uppbyggingarefnið í moltugerð (hummus). Það eykur upptöku næringarefna, ýtir undir örveiruvöxt og eykur jarðvegsmyndun svo að uppskeran geti orðið enn ríkari! Sjá nánar á innigardar.is
86
Í boði náttúrunnar
Alltaf sumar hjá okkur Vatnsræktarkerfi, næring, lýsing, ræktunartjöld, pottar, bakkar, kókos, klukkur, mælar, fittings, fræ, slöngur, gróðurhúsið, garðurinn, tunnur, loftræsting, dælur, hreinsiefni, lífrænar varnir ... Innigarðar ehf. Hraunbæ 117 110 Reykjavík s. 534 9585 www.innigardar.is
Í boði náttúrunnar
87
minta
RÆkTUn OG UPPSkRIFTIR
E
Texti María birna arnardóttir
r minta bara minta? Nei, það eru til margar mismunandi tegundir af mintu: piparminta, eplaminta, grænminta, ananasminta, basilminta, jarðarberjaminta, hrokkinminta og vatnaminta, svo að nokkrar séu nefndar. Mintan er lífseig, með ótal eiginleika og notkunargildi og því tilvalin til ræktunar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í ræktun. teGundir Til eru þó nokkrar tegundir af mintu og svo eru til ansi mörg af brigði af þeim tegundum vegna þess að mintan er lauslát planta sem myndar auðveldlega ný af brigði. Nöfnin hér að ofan eiga þó ekki að skiljast þannig að jarðarberjaminta sé til dæmis blanda af jarðarberi og mintu. Plantan hefur heldur ekki orðið til við klónun mintu og jarðarbers. Nei, þetta er einfaldlega minta með jarðarberjalykt. Að þekkja mismunandi mintutegundir getur verið ansi flókið mál, jafnvel fyrir grasafræðinga. Ein leiðin til vita hvort mintan sé sú sem þú vilt rækta eða borða er að smakka vel á henni. Piparminta (Mentha piperita) og grænminta (Mentha spicata) eru algengastar í ræktun. Það eru ótal mörg af brigði komin út frá þeim. Þessar tegundir eiga auðvelt með að frjóvgast með ólíkum af brigðum af annarri tegund. Vatnaminta er villt og vex á Íslandi. Hún er mjög sjaldgæf og vex við hverasvæðin á Vestfjörðum. Þegar hveragufan leggst yfir hana, ilmar svæðið af mintu. Það er líklegt að ræktunarfólk hafi borið hana til landsins fyrir friðun hverasvæðanna. notkun oG eiGinleikar Mintan hefur lengi verið notuð á margvíslegan hátt; sem kryddjurt, lækningajurt, í mat og drykki, ilmvötn, snyrtivörur, sælgæti, tannkrem,
88
Í boði náttúrunnar
piparmin ta eplamin ta grænmin ta ananasm inta basilmin ta jarðarbe rjaminta hrokkin minta vatnamin ta
munnskol og tóbak, svo að eitthvað sé nefnt. Lækningamáttur mintunnar felst í því að hún hjálpar til við meltinguna og er góð við höfuðverk. Svo er hún líka frábær við bíl og sjóveiki því að hún róar magann og dregur úr flökurleika! ræktun Ef þú er byrjandi í ræktun er öruggasta leiðin að kaupa sér mintuplöntu og setja hana annað hvort í beð eða ker, vökva hana svo reglulega og klippa. Hún lifir bæði í sól og skugga en vex betur í sól. Flestar mintutegundir mynda jarðrenglur, sem eru eins og stöngull ofan í jörðinni og vex langsum ofarlega í moldinni. Með þessum stöngli skríður mintan áfram og stækkar stundum hratt.
Þess vegna er ekki sniðugt að planta henni við hliðina á uppáhaldsplöntunni sinni því mintan gæti kæft hana. Ef mintan dreifir sér of mikið er best að rífa upp renglurnar og slíta af. Einnig er hægt að fjölga mintu með afleggjurum; sem sé fá gefins plöntubút með rót eða taka stilk af og setja í vasa með vatni og bíða þar til það myndast rætur á stilkinn. Þegar þær eru orðnar margar er tímabært að planta honum í mold í potti. Eins og aðrar kryddjurtir hefur mintan gott af því að vera notuð og klippt reglulega þar sem ný og ný skot myndast við klippingu. Því er um að gera að nota hana sem oftast. Þegar eða ef hún blómstrar, er hún þó mjög líklega orðin alltof bragðsterk fyrir flesta.
Jómfrúar-moJiTo
JógurTsósan TzaTziki
Minta er tilvalin í te enda mikið notuð sem slík í NorðurAfríku. Hún er notuð í sósur eins og tzatziki og í kryddsmjör. Einnig til að marínera kjöt og fisk. Minta er tilvalin sem krydd í meðlæti eins og hrísgrjón, kúskús, kartöflur, salat og baunamauk. Hún er einnig fín í eftirrétti eins og piparmintuís og súkkulaðikonfekt. Hér eru nokkrar uppskriftir sem vonandi kveikja enn fleiri hugmyndir um hvernig hægt er að nýta mintuna sem maður ræktar sjálfur: ½ lime 1 msk. sykur eða hrásykur 4 mintublöð (piparminta) ¼ lítri sódavatn Setjið limebátana í stórt glas ásamt sykrinum og pressið allan safa úr þeim með pinna eða skeið. Hrærið vel í þar til sykurinn er uppleystur í safanum. Bætið svo mintunni við og pressið hana aðeins. Hellið að lokum sódavatninu yfir.
250 g grísk jógúrt (má nota skyr) 1 búnt grænminta eða 20-40 laufblöð ¼ gúrka 2-3 hvítlauksrif salt og pipar eftir smekk Saxið mintuna smátt, rífið niður gúrkuna og hvítlauksrifin. Hrærið öllu saman. gulræTur með minTu
10 gulrætur, hreinsaðar og skornar í jafnstóra bita 1 msk. smjör 1 tsk. eplaedik 1 búnt minta (basilminta,hrokkinminta, grænminta), grófsöxuð. salt og pipar Allt sett í álpappírsböggul og grillað í 10 til 15 mín. Snúið einu sinni.
María Birna er lausapenni á ibn.is auk þess sem hún heldur úti áhugaverðum vef um ræktun og sjálfbærni. Meira á: maríustakkur.blogspot.com
Náttúran kallar
Til liðs við náttúruna
á bestu lausnirnar í umhverfismálum
Þriggja hólfa rotþrær fyrir sumarhús og heimili. CE-vottaðar samkvæmt staðli: ÍST EN 12566-1:2000/A1:2003. Fylgja einnig séríslenskum kröfum um uppbyggingu rotþróa. Fást í byggingavöruverslunum um land allt.
411.117/ thorri@12og3.is
Promens ráðleggur að ætíð sé leitað til fagaðila um niðursetningu á rotþróm.
vottaðar www.promens.is PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK • SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001 • sales.dalvik@promens.com
Í boði náttúrunnar
89
fimm
VISTVÆnAR LEIÐIR TIL AÐ LOSnA VIÐ ILLGRESI
Þ
Texti dagný Gísladóttir
egar plöntur og blóm lifna við eftir vetrardvala þá vaknar líka vinur þeirra, illgresið. Sterk kemísk eiturefni drepa ekki einungis arfa og aðrar plöntur sem við kærum okkur ekki um, heldur eitrum við einnig fyrir mikilvægum lífverum sem í moldinni búa og rýrum þannig jarðveginn. Við tókum saman fimm eiturgóðar leiðir til að losna við illgresi á náttúrulegri hátt og komast hjá því að reyta arfa sýknt og heilagt.
1. voDki Nei, ekki fyrir þig; fyrir illgresið. Settu einn bolla af vodka á móti sex bollum af vatni í úðabrúsa og bættu svo við nokkrum dropum af uppþvottalegi. Blandan virkar stórvel, sérstaklega fyrir plöntur sem standa í beinu sólarljósi. Eftir nokkra tíma er illgresið þornað upp og orðið að engu. Passa þarf upp á að úða þessu ekki á viðkvæm blómin því blandan getur einnig þurrkað þau upp. 2. eDik Lykillinn að því að nota gamla góða edikið til að drepa illgresi er að hella því á nýsprottið illgresi sem er með óþroskaðar ræktur og viðkvæm blöð. Edikið virkar vel sem eitur og eftir nokkra daga verður arfinn brúnn og dauður. 3. HeiTT vaTn Næst þegar þú hellir upp á te, er um að gera að rölta út með hraðsuðuketilinn og hella heitu vatninu yfir illgresið! Heita vatnið brennir arfann og hann deyr nokkrum tímum seinna. 4. DagBlÖð Teppi af dagblöðum stoppar sólarljósið og súrefni frá því að ná til jarðvegsins, kæfir illgresið sem er komið og varnar því að nýtt spretti upp. Settu tíu dagblaðsopnur saman og búðu til teppi úr nokkrum þannig bunkum. Bleyttu pappírinn til að halda þeim niðri og þektu svo blöðin með lagi af moltu. Ef illgresi vex í moltunni búðu þá til blaðalasagna með því að setja fleiri dagblöð og annað lag af mold. Blöðin brotna svo á endanum niður. 5. salT Þú getur notað borðsaltið til að stoppa vöxt illgresis.Þú getur líka notað það til að stoppa vöxt við brúnir eða grindverk. Farðu þó varlega og ekki nota það í miðjan garðinn, því saltið getur skilið svæði eftir hrjóstrug. Saltið er því best til að nota á svæði þar sem ekkert á að vaxa! Aðalmálið er þó að ná illgresinu snemma og passa að það nái ekki yfirráðum í garðinum. En ef það gerist er óþarfi að hafa áhyggjur því að arfinn er góður í salatið!
Í boði náttúrunnar
91
92
Í boði náttúrunnar
sumarhúsalandið
VERkEFnIn Í SUMARHÚSALAndInU ERU SkEMMTILEG, GEFAndI OG TAkA EnGAn EndA. SkÖPUnARkRAFTURInn FÆR LAUSAn TAUMInn, ATHAFnAGLEÐIn ALLSRÁÐAndI OG ALLIR FJÖLSkyLdUMEÐLIMIR nJóTA SÍn – ÞEGAR VIÐ ERUM kOMIn UPP Í SUMó! Texti Guðbjörg Gissurardóttir Myndir Guðbjörg og jón Árnason
Í boði náttúrunnar
93
matjurtarækt
MIÐAÐ VIÐ HVAÐ VIÐ HJón HÖFUM MIkInn ÁHUGA Á MATJURTARÆkT HEFUR FRAMkVÆMdIn SJÁLF GEnGIÐ MISVEL FyRIR SIG.
Þegar ræktað er uppi í sumarbústað stendur maður frammi fyrir annars konar áskorunum. Það er ekki alltaf hægt að hlaupa til og vökva þegar allt er að skrælna. Nágrannar okkur eru rollur á beit sem kunna vel að meta tilbreytingu þegar ekkert annað er í boði en gras. Meira að segja túlipanarnir voru allir hauslausir eitt skiptið þegar við komum að bústaðnum. Svo má líka nefna hundinn sem át alla kartöfluuppskeruna eitt haustið, en honum hefndist fyrir það og endaði á dýraspítalanum þar sem pumpað var upp úr honum nýuptteknu smælkinu! Eftir stutt tímabil uppgjafar ákváðum við hjónin að taka málin í okkar hendur og úthýsa óboðnum gestum með girðingu. Já ég veit, af hverju gerðum við það ekki fyrr! En betra er seint en aldrei, ekki satt? Vorið í fyrra var einstaklega gott og framkvæmdagleðin tók okkur á flug. En það voru mínígrafan og hjólsögin sem gerðu útslagið. Ég lúkkaði megatöff með hjólsögina og grisjaði eins og enginn væri morgundagurinn á meðan eiginmaðurinn reyndi að rifja upp taktana á gröfunni í sandkassanum forðum daga! Eftir gott vor og sárar harðsprerrur hér og þar stóðum við uppi með fallegan matjurtagarð og enn skemmtilegra útirými, toppað með yndislegri samveru með fjölskyldunni. Þrátt fyrir stutt sumar og litla uppskeru í fyrra höldum við ótrauð áfram í ár og tökumst á við nýjar áskoranir.
VöKVun: Síldartunnan safnar rigningarvatni og seytlslanga liggur frá henni í matjurtagarðinn til að halda beðunum rökum.
94
Í boði náttúrunnar
fyrir eftir
moltugarður
„kEEHOLE GARdEn“, EÐA ÞAÐ SEM éG kALLA MOLTUGARÐ, ER HUGMynd SEM ÞRóAÐIST Í SUÐUR-AFRÍkU ÞAR SEM JARÐVEGUR ER RýR OG MIkLIR ÞURRkAR. Upphækkaður garðurinn er yfirleitt byggður í hring með vafflaga innskoti til að komast að miðjunni sem matarafgöngum og öðru lífrænu efni er hent í. Þetta lífræna efni breytist svo hægt og rólega í næringu fyrir plönturnar og eykur einnig raka í jarðveginum. Fullkomið í bústaðinn, hugsaði ég þegar ég sá þetta fyrirbæri fyrst. Tvær flugur í einu höggi; minni vökvun og góð leið til að losna við matarafgangana. Garðurinn er byggður út frá svokölluðu vistkerfi eða „permaculture“ þar sem hráefni úr nærliggjandi umhverfi er nýtt. Ég notaði stóra steina sem höfðu komið úr garðinum til að hækka upp beðið og hlóð í hring samkvæmt fyrirmælum en þegar ég rétti loksins úr bakinu tók ég eftir því að ég hafði mótað stórt hjarta í miðjum matjurtagarðinum! Ég varð nett væmin eitt augnablik yfir þessari óvæntu fegurð en hélt svo áköf áfram framkvæmdinni. Ég notaði hænsnanet í miðjuna, þar sem afgangarnir fara ofan í, og bætti nokkrum steinum í botninn upp á frárennsli. Í Hægt er að skoða beðið sjálft byrjaði ég á að setja í botninn greinar, margar ólíkar útfærslur bylgjupappír og ýmislegt annað eins og illgresi moltugarða hér: úr garðinum. Mold fór þar ofan á þar til beðið inspirationgreen.com/ var orðið fullt. Þá var moltugarðurinn tilbúinn keyhole-gardens til gróðursetningar. Sumarið í ár verður fyrsta sumarið sem ég fæ uppskeru úr þessum hjartalaga moltugarði og það hlýtur að verða eitthvað einstakt! Þegar búa á til moltu þarf að hafa það í huga að við erum fyrst og fremst að rækta lífverur og því meira af þeim því hraðar verður niðurbrotið. Samanber Kurl: Fegrar ekki bara þriggja mánaða moltan sem ég er r matjurtagarðinn heldu skrifaði um í vorblaðið 2014; þar kom á l kur mjög gott að nota ég sjálfri mér heldur betur á óvart. til um ðin gar í milli trjánna Svona í grófum dráttum þá set ég að halda burtu illgresi, og alla matarafganga, fyrir utan kjöt og íga ust frábært að nota í göng fisk, í moltuna; kaffikorg og tepoka, k fék Ég . eða í safnhauginn i grænmetisafskurð, eggjaskurn, lag rfé kta græ Skó mitt kurl hjá brauð og ávexti. Því fíngerðari sem . örk iðm He í ur vík reykja afskurðurinn og afgangarnir eru því
betra þar sem örverurnar ná þá að þekja meira yfirborð og þar af leiðandi brjóta matin hraðar niður. Til að tryggja sem bestan árangur verður að passa upp á að moltan verði ekki of blaut, þótt rigningin hjálpi reyndar næringunni að fara út í moldina. En það þarf að halda jafnvægi á milli hins svokallaða græna efnis, sem eru matarafgangar, nýtt lauf og gras, brauð og kaffikorgur, og svo hins vegar brúna efnisins sem er sina, dautt lauf, grannar greinar, kurl, dagblöð, ólitaður eldhúspappír, eggjabakkar og brúnn pappi. Svo er um að gera að henda dýraáburði ofan í holuna af og til ef hann er við höndina og hræra í. Aðalmálið er þó að flækja þetta ekki. Það versta sem getur gerst er að niðurbrotið tekur lengri tíma. Það sem ég gerði fyrsta sumarið mitt var að ég fór út með matinn og setti alltaf lag af sinu ofan á sem þakti yfirborðið. Þannig kom ég í veg fyrir það að flugurnar sæktu í matinn, hélt jafnvægi á græna og brúna efninu og moltan varð ekki of blaut. Annars er þetta uppskrift sem hver og einn verður á endanum að finna út sjálfur og hafa gaman af. Í boði náttúrunnar
95
út að leika
GóÐAR MInnInGAR OG GÆÐASAMVERA VAR ÁSTÆÐAn FyRIR ÞVÍ AÐ éG VILdI FÁ MéR SUMARBÚSTAÐ Á MEÐAn BÖRnIn VÆRU Enn LÍTIL.
lítil grasflöt dugar til þess að möguleikarnir til leikja verða endalausir. svo má líka tjalda, vitandi af mömmu og pabba í kallfæri. krakkarnir fara ekki mikið í hengirúmið enda hugtakið að slaka á ekki farið að „kikka inn“.
96
Í boði náttúrunnar
Gömul hjól bjóða upp á og hvetja til frekari útivistar á svæðinu í kringum bústaðinn. bryggjan, sem samanstendur af gömlum palli og klassísku vírakefli, er mikið aðdráttarafl. Ég er alltaf jafn hissa á því hvað t.d. einn háfur getur gert fyrir börnin. Hvort sem það er gúmmíkútur á 1000 kr. eða kajak á 100.000 kr. þá er gleðin jafn mikil.
Þegar það er hvorki sjónvarp né netsamband kvikna ákveðnir töfrar sem gaman er að fylgjast með. Ég vildi skapa aðstöðu fyrir krakkana úti við þar sem þeirra sköpunar og leikgleði nyti sín. Mitt fyrsta verk var að sjálfsögðu að finna góðan stað fyrir bú eins og ég gerði þegar ég var lítil. Fyllti það af gömlum pottum og búsáhöldum og beið svo álengdar og hlakkaði til að fylgjast með afkvæmum mínum eiga þar margar góðar stundir. En neeeei! Bú eiga ekki séns þegar trampólín hefur gert innrás á svæðið. Búið stendur enn autt og yfirgefið en einstaka sinnum ráfar einhver gestur að búinu, virðir fyrir sér ryðguð búsáhöldin og veltir eflaust fyrir sér hvað sé þarna á seyði.
útisturta eNgiN veNjuleg sturta!
Það er erfitt að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að vera í sturtu úti undir berum himni. Við erum ekki með innisturtu og fyrsta sturtan okkar var sturtuhaus sem hengdur var á trjágrein. Í fyrra smíðuðum við aftur á móti þennan gerðarlega sturtuklefa sem gerir okkur auðveldara að vera lengur í sturtu og taka um leið inn fegurðina allt í kring. Það er að segja ef maður er nógu stór! Eftir að hafa blotnað við leik í vatninu er ómissandi að fara í heita sturtu.
g – bletturinn
Í mörg ár dreymdi mig um litla grasflöt
Við keyptum umhirðulétt torf sem vex hægt og þarf því ekki að slá svo oft. Fermetrinn hjá Torfi er á 550 kr. og því kostaði þessi framkvæmd aðeins um 25.000 kr. Miðað við hvað þessi eina breyting gerði fyrir umhverfið og leik barnanna þá var þetta vel þess virði.
Allt í kringum bústaðinn minn voru þúfur og stórir grjóthnullungar sem sköguðu upp úr hér og þar. Ég réttlætti aðgerðaleysið með því að þetta væri mun náttúrulegra svona, og líka svo gott fyrir mjaðmirnar að ganga í ójöfnu. Þó gat ég varla farið út af pallinum án þess að eiga á hættu að snúa mig eða hnjóta um stein. Svo gerðist það í fyrra, þegar við fengum mínígröfuna, að ég fékk eina af mínum stórkostlegu skyndihugmyndum! Jónsi keyrði fram hjá steininum sem skagaði einna mest upp úr þarna fyrir framan bústaðinn og ég hljóp til hans þar sem hann sat teinréttur í baki á litlu gröfunni, mjög sáttur við sjálfan sig. Ég spurði hvort hann væri nú ekki til í að taka baaara þennan eina stein fyrir mig. Og þá varð ekki aftur snúið. Það sem stóð upp úr var bara toppurinn á ísjakanum og eftir að hafa reynt árangurslaust að ná honum upp enduðum við á því að þurfa að grafa aðra enn stærri holu við hliðina á til að koma honum þar fyrir. Flötin fyrir framan bústaðinn var í rúst og óhjákvæmilegt að gera þá bara gott úr þessu og þekja svæðið með túnþökum. Ég ákvað að gleyma strax túnþöku-leiðbeiningunum enda alltof flókið og mikil vinna fyrir smá blett uppi í bústað. Við jöfnuðum bara út svæðið og leyfðum því grasi að vera sem var slétt fyrir. Lögðum svo þökurnar ofan á allt klabbið og allir sáttir. Upp frá þessu hefur bletturinn verið kallaður í höfuðið á mér eða G-bletturinn! Í boði náttúrunnar
97
garðhúsgögn
éG VIL MEInA AÐ MEÐ MÁTULEGRI LETI kOMI MAÐUR MEIRU Í VERk OG FInnI nýJAR LEIÐIR SEM GERA VERkIn EkkI EInS yFIRÞyRMAndI OG LEIÐInLEG.
Aðferðin sem ég nota á þessi gömlu húsgögn er sú sama og fyrir fimm árum og alveg í anda letingjans! Fyrst fór ég yfir stæstu fletina með grófum sandpappír. Eftir það strauk ég yfir húsgögnin með rakri tusku. Að því loknu fór ég eina umferð með útigrunnmálningu og að lokum, til að ná snjáðu og veðruðu útliti, pússaði ég yfir húsgögnin með sandpappír og lagði sérstaka áherslu á horn og slitfleti. Eftir þrjá tíma er hægt að tylla sér í stólana og njóta góða veðursins. Ef þú ert í stuði þá má líka fara yfir grunninn með glærri viðarvörn sem ver viðinn og útlitið heldur sér betur.
Einnig er þægilegt að kaupa tilbúna kubba til uppkveikju ef maður vill bara sitja og syngja við eldinn.
fyrir eftir
eldur
kVEIkJUM ELd kVEIkJUM ELd
Þetta litla krúttlega eldstæði tók mig hálftíma að búa til með aðstoð krakkanna og hefur skapað margar notalegar stundir hjá okkur og okkar gestum. Það sem er vinsælast hjá krökkunum er að sjálfsögðu að kveikja eldinn og grilla svo marshmallows á endanum á langri grein. Mikilvægt er að gæta öryggis í kringum eld og hafa hann ekki of nálægt húsi eða gróðri sem kviknað getur í. Munið líka að það þarf engan risabálköst til að upplifa töfra eldsins. Ég byrjaði á að grafa hringlaga holu, raðaði svo stórum steinum á grasið í kringum brúnina. Ofan í moldarholuna set ég svo annaðhvort við eða kol, eftir því hvað ég ætla að gera. Kol eru góð þegar við grillum mat eða poppum; annars duga greinarnar fyrir einfaldan eftirrétt eins og marshmallows og skapa varðeldsstemningu. Setjið þá lítil sprek innst og stærri viðarbúta þar fyrir utan; þeir láta eldinn loga vel og lengi. Og sem betur fer þurfum við ekki að stóla á sól og stækkunargler þegar nóg er til af góðum kveikivökva á markaðnum.
98
Í boði náttúrunnar
Fyrir
Eftir
Allt efnið var til á staðnum og kostaði framkæmdin lítið. Til að gera aðstöðuna enn flottari fór ég í BYKO og splæsti á grillmeistarann nýjum grilltöngum á 3.995 kr., grillhanska á 1.195 kr. og tveimur upphengjanlegum kryddpottum sem kostuðu 865 kr. hvor.
„food & fun“ Grillpartí, einhver?
Þegar kemur að framkvæmdum getur komið sér vel að eiga viljugan eiginmann og engan yfirmann sem segir að eitthvað sé ekki hægt af því að sumarblaðið sé á leiðinni í prentun! Þrátt fyrir að grillið sé fyrir utan mína lögsögu fékk ég skyndilega ólýsanlega löngun um daginn til að gera lítið útskot, sem oft hafði hýst grillið okkar, að snoturri grillaðstöðu. Áskorunin var að nýta það sem við áttum og eyða sem minnstum peningum og tíma í verkefnið. Svo var hlaupið af stað með enga skýra lokaútkomu í huga og innsæið og hugdettur látin ráða ferðinni. Eftir ca tíu klukkustunda vinnuframlag okkar hjóna og ca 4.000 kr. kostnað (málning og borðplata) stóðum við uppi með grillaðstöðu sem hvaða lansliðskokkur gæti sætt sig við. Myndirnar segja allt sem segja þarf!
Fallegar flöskur Það er um að gera að eiga kælt sumarlegt límonaði þegar óvænta gesti ber að garði eða til að fara með í garðveisluna. Þessir drykkir eru ekki bara bragðgóðir heldur eru þeir líka í svo fallegum flöskum að þær einar og sér réttlæta kaupin! Fást í Litlu garðbúðinni, Höfðabakka (við hliðina á prentsmiðjunni odda) og kosta 1.290 kr.
Í boði náttúrunnar
99
FRéTTIR OG kynnInG
Hamam
HAndkLÆÐI
Ha n d a
num hep p
le s e n
Í tyrklandi og víðar er baðhúsamenning sem kallast hamam. Í hamam er mikilvægt að nota handklæði sem hafa eiginleika á borð við mýkt, léttleika, rakadrægni og eru fljót að þorna. Þau eru því einnig sérstaklega hentug fyrir ferðina á sólarströnd. Vefverslunin mixmix reykjavík flytur inn hágæða hamam-handkæði í ýmsum litum, handofin og úr 100% bómull. Hamam handklæðin eru í miklu uppáhaldi hjá okkur Í boði náttúrunnar og við ætlum að gefa heppnum lesanda eitt handklæði í lit að eigin vali að verðmæti 3.850 kr., sjá vefsíðu mixmixreykjavik.com.
da
Það geta allir lesendur tekið þátt; sendu póst með nafni, heimilisfangi og litnum sem þú vilt fá á ibn@ibn.is fyrir 15. júlí.
Gull eyðImeRkuRINNaR
Verslunin 38 þrep lumar á fleira en hágæða skóm. En eins og með skóna þá halda þau sig við úrvalsvörur og hafa nú bætt argan-olíu frá Marokkó við vöruúrvalið hjá sér. olían er frá Les arganiers sem er þekkt fyrir hágæða snyrtivörur. Þessi fágæta olía ver fegurð húðarinnar gegn umhverfisáhrifum og ótímabærri öldrun. andlitsolían er úr 100% hreinni argan-olíu sem er rík af omega 6, E-vítamíni og fleira góðgæti sem eykur ljóma, teygjanleika og þéttleika húðarinnar. Líkamsolían er blanda af argan-, möndlu- og jojoba-olíu, en þessi blanda gefur góða andoxun, er einstaklega rakagefandi og endurnýjandi, og ekki spillir ilmurinn af Patchouli og fegurð glasanna fyrir ánægjunni. Mælum með ferð í 38 þrep og þú prófir sjálf/ur þessa einstöku vöru.
MEIRA PLÁSS - fyrir göngugarpa
Samkvæmt Íslensku dagatali er komið sumar og ekki seinna vænna að huga að góðum gönguskóm fyrir útivistina í sumar. Gönguskór Fjallakofans fá nú enn meira rými í verslun þeirra í Kringlunni 7 og er skódeildin orðin þrefalt stærri en áður. Ítölsku skórnir frá Scarpa tróna efst á toppnum og nú er hægt um vik að kíkja í Fjallakofann til að skoða og máta, hvort sem það er fyrir léttari eða erfiðari göngur. Fjallakofinn.is
100
Í boði náttúrunnar
DRopI
Í kROPPInn
Dropi Þorskalýsi er frábær nýjung á markaðnum en er þó aldagömul hugmynd! Dropi er framleiddur úr ferskri þorsklifur frá línubátum í Bolungarvík og við vitum því nákvæmlega hvaðan hann kemur. Lýsið er kaldunnið (aldrei hitað yfir 42°) og pressað aðeins einu sinni til að viðhalda náttúrulegum eiginleikum sínum líkt og jómfrúarolía. A og Dvítamín, ensím og omega3 fitusýrur fara því ekki til spillis eins og gjarnan gerist ef lýsi er framleitt við hátt hitastig. Framleiðsluaðferðin var þróuð í samstarfi við vísindamenn Matís og hefur verksmiðjan hlotið gæðavottun sem tryggir öryggi matvæla. Flöskurnar eru úr brúnu gleri til að verja innihald gegn sterku ljósi og vel heppnaðar pakkningarnar gefa til kynna að hér á ferðinni hágæða vara. Dropi bragðast að sjálfsögðu eins og þorskalýsi en það má greina annan tón, eilítið mildari og dýpri með mjúku eftirbragði. Já það var gerð alvöru bragðsmökkun! Það er líka kostur að einungis þarf að taka eina teskeið á dag og fyrir þá sem vilja hylki frekar eru þau búin til úr fiskgelatíni. Hér er greinilega hvergi slakað á í gæðum og ferskleika. Sjá nánar á dropi.is og á facebook.
Laugarnar í Reykjavík
Fyrir líkammaa líka
og sál fyrir alla fjölskyl duna
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is
LJÚF MInnInG
Undir kvöldið
AUÐUR JÓNSDÓTTIR
– Rithöfundur
„Þá verð ég orðin 42 ára og reyni að finna lækinn minn úti í mýri sem er löngu horfinn. Heimur sem eitt sinn var allt; hann virðist vera ímyndun mín. Tunglið fer fyrir sólina, birtan verður annarleg, grár en óraunverulegur blámi, þar sem ég stend í manngerðu landslagi í Berlín og hugsa um rauðan læk í fjarska, fyrir löngu.“
102
Í boði náttúrunnar
ÉG var barn í sveit og ég held að það sé algengt hjá börnum í sveit að finnast þau eiga ríkið, svo drottnunargjörn að þau hefja helst ekki setningar öðruvísi en á ÉG. Þau eru kóngar og drottningar í holtinu sínu, þekkja hvern stein og hverja mishæð í fjöllunum í kring; túnin, malar vegina, lækina og grjótið í ánni. Umhverfið er risastórt leikherbergi. Barbídúkkur skreppa til Costa del Sol og rauðleitur lækurinn í útjaðri mýrar innar er sjórinn. Hann glitrar þegar Barbídúkkurnar leggjast berbrjósta eins og mamma í blautan sandinn og sóla sig í sólroki, innan um þurr strá sem geta hæglega verið pálmatré. Dagurinn er tær, tærari en vatnið úr krananum svo að ég drekk hann í mig. Það er svo gaman á ströndinni að fljótlega bætast fleiri túristar í hópinn. Þrír hárkollu lausir Playmókarlar, dúkkan mín með ömmuhárlagninguna og annað augað sokkið. Þú hefur svo gott af Cvítamíninu, segi ég við hana, eins og mamma segir við mig í vorsólinni þegar ég er nýbúin að klára páska hretsháls bólguna. Ég gef henni vatn að drekka úr litlum bolla og gretti mig sjálf framan í þessa sömu sól og baðar fólkið á Costa del Sol, þeirri allra mestu paradís sem ég get ímyndað mér, hafandi komið þangað einu sinni. Þegar ský dregur fyrir sólu fá Barbí dúkk urnar sér franskar kartöf lur og Kókakóla. Fræin af stráunum verða franskar, þunn steinvala diskurinn. Kókakóla f lýtur í stríðum straumum, ég þarf aðeins að dýfa fagurbleikri Barbískál ofan í lækinn til að hún fyllist af Kókakóla. Upp úr því fer að kólna. Minni er kalt, segir önnur Barbídúkkan. Minni líka, komum heim, ástin, segir hin Barbí dúkkan. Barbídúkkurnar flýta sér upp í plasttrukkinn sinn, sem er líka bleikur, og keyra yfir mikla sandhóla, inn í mýrina, þaðan upp á malar veginn. Þær þurfa að komast alla leið heim, í skjól herbergisins míns þar sem er svo mikið drasl að allt sem fer þangað inn verður að drasli. Aðalskvísurnar eru farnar og lítið þarna fyrir hina að gera, hárlausu Playmókarlana og dúkkuna mína með sokkna augað. Ég læt hundinn halda á dúkkunni í kjaftinum heim, svo að hann dillar rófunni montinn, en dröslast sjálf
með Barbídúkkurnar og Playmókarlana því ég er flugvél. Það er farið að rökkva. Sumarnóttin er á undanhaldi, upphaf heimsins löngu liðið, það var í morgun. Strax í fyrra málið byrjar að styttast í nóttina. Þá verð ég orðin 42 ára og reyni að finna lækinn minn úti í mýri sem er löngu horfinn. Heimur sem eitt sinn var allt; hann virðist vera ímyndun mín. Tunglið fer fyrir sólina, birtan verður annarleg, grár en óraunveru legur blámi, þar sem ég stend í manngerðu landslagi í Berlín og hugsa um rauðan læk í fjarska, fyrir löngu. Heimsendir, hugsa ég, er sólarlag í ágúst á Íslandi þegar það er ekki bara dagur inn sem er búinn heldur líka sumarið og allir fuglarnir farnir. Ekki horfa í sólina, segir maðurinn minn þar sem við stöndum við balkanska grill húsið við stríða umferðaræð í Schöneberg og fylgjumst með öllu hinu fólkinu forðast að horfa þangað sem alla langar að horfa. Nákvæmlega svona verður birtan síðasta daginn, hugsa ég og horfi á konu og ungan dreng með sólmyrkvagleraugu. Hann leiðir mömmu sína sem bandar hvítum staf út í loftið, eins og þau séu bæði blind. Hvað eru margar kynslóðir þangað til? Mörg sólarlög? Margir barnaleikir? Ég stuðla að heimsendi með því að fljúga í bensíndrifinni flugvél heim til Íslands og leita að læknum mínum. Ég get aldrei framar leikið á ströndinni eins og morgunn inn sé upphaf heimsins því vindur inn minnir okkur Barbí á breytt veðurfar, loftslagsbreytingar sem við keppumst öll við að gleyma – um leið og Playmókarlarnir fordæma okkur fyrir FreeTheNippleæsinginn og ömmu lega dúkkan mín spyr hvort við séum búin að skima eftir mauratítlu sem bítur lífs hættu legan tauga sjúkdóm í þá sem leika sér úti í sumargróðrinum. Sólar vörnin er full af efnum sem hafa áhrif á hormóna og hver drekkur Kókakóla þegar vatns skortur herjar á heiminn og stórfyrirtæki hafa vatn af fátæku fólki? Komdu að borða, kallar pabbi og skimar eftir mér í dyragættinni á húsinu okkar heima. Heimurinn okkar er búinn. Dásam legi heimurinn sem við, þessi skringilegi söfnuður, erum búin að eiga síðan í morgun, þegar sólin kom upp.
Heslihnetufrappó
Mokkafrappó
Espresso, kakó, síróp, klakar, rjómi og súkkulaðisósa
Súkkulaðiog bananafrappó
ColdBrew
Espresso, heslihnetur, súkkulaði, heslihnetusíróp, mjólk, klakar og rjómi
Oreofrappó
Espresso, mjólk, síróp, Oreo kexkökur, rjómi, klakar og súkkulaðisósa
Karamellufrappó
Kaffi, kaldbruggað í 24 tíma, klakar og sítrónusneið
SJÁUMST Í SUMAR! SUMARDRYKKIR TE & KAFFI
Oolong- og engifersmoothie
Ávaxtaíste Espresso, mjólk, síróp, klakar, súkkulaðisósa og rjómi
Matchafrappó
Espresso, mjólk, karamellusíróp, klakar, rjómi og karamellusósa
Íslatte
og grænt íste
Grænt matcha-te, exotic smoothie og kreist sítróna
Espresso, mjólk, klakar og síróp að eigin vali
Oolong-te, mangósmoothie, ferskt engifer og klakar
Ávaxtate, klakar og passionsíróp
Japanskt grænt te, límonaði, síróp og klakar
Hvítt íste
Hvítt te, klakar og ylliberjasíróp
Berjasmoothie Ávaxtate, summerfruit smoothie, jarðarberja- og hindberjasíróp og rjómi
Eitt blað Eitt tré
Hverju tímariti í áskrift fylgir eitt tré sem gróðursett verður í Heiðmörk.