SUMAR - I bodi nátturunnar

Page 1

Fyrir þá sem fíla Ísland! 1.450 kr.

sumar 2010

Í b o ð i n át t ú r u n n a r ferðalög | matur

| útivist | ræktun | híbýli | dýr | heilsa | sveitin English Follow The Food –Culinary Map inside!

Frábær matarstopp um land allt kort inní blaðinu

jurtate

týndu í tebollann

Rúnar marvinsson

vill gera það sjálfur






EFNI

Í boði náttúrunnar

36

54

12 MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS Ljósmyndarinn Rax gefur okkur innsýn í íslenska náttúru.

36 MATARKORTIÐ Hringferð um landið þar sem aðrir valkostir en vegasjoppan eru kynntir.

16 GOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI Hvernig getur gosið í Eyjafjallajökli orðið til góðs fyrir íslenska þjóð?

38 VEISLA Á ÞJÓÐVEGINUM Matarupplifun og fleira í boði Friðriks V.

19 KÓTELETTUR UPP Á LÍF OG DAUÐA Þórhildur Elín Elínardóttir fer með okkur í útilegu minninganna.

FORSÍÐA LJÓSMYND Sigríður Þóra Árdal GREINAR Á FORSÍÐU

28 SETJUMST ÚT Góðar hugmyndir að útirýmum.

41 EKKI ÁN HUNDSINS Á að úthýsa hundum á gististöðum? 42 KAFAÐ Í NÁTTÚRUNA Gönguferðin sem breyttist í grasaferð. 48 TE FYRIR LÍKAMA OG SÁL Tedrykkja og lækningamáttur íslenskra villijurta.

36 Matarkort 48 Te fyrir líkama og sál 72 Rúnar Marvinsson

Fólkið

Ritstjóri: Guðbjörg Gissurardóttir Hönnun: Kristín Agnarsdóttir, Bergdís Sigurðardóttir og fleira gott fólk: Jón Árnason, Gunnar Sverrisson, Sigríður Þóra Árdal, Sindri Árdal Bergsteinson, Steingerður Steinarsdóttir, Pálína Jónsdóttir, Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Rúnar Marvinsson, Gissur Sigurðsson, Þórhildur Elín Elínardóttir, Hávar Sigurjónsson, Elísabet Brynhildardóttir, Guðný Elísabet Óladóttir, Helen Steinarsdóttir, Bói, Kragi og frú. Prentun: Oddi prentsmiðja

6

Í boði náttúrunnar


62 48

72

54 GAMALT VERÐUR NÝTT Gömlu garðhúsgögnin fá nýtt líf og rabarbarauppskeru er fagnað.

10

FASTIR LIÐIR 8 Ritstjórnarpistill 20 Garðmolar

62 FRIÐURINN Í PARADÍS Hildur Karlsdóttir og Eiríkur Haraldsson hafa ræktað garðinn sinn í 57 ár.

22 Grænir molar

72 GJÖFUL NÁTTÚRA Rúnar Marvinsson nýtir það sem hendi er næst.

82 Ljúf minning

25 Matarmolar

ÁSKRIFTAR TILBOÐ Þrjú blöð fyrsta árið. 3.045.- kr.

68 Dagatal ræktandans

Sjá nánar á bls. 11 Eða á vefsíðunni: ibodinatturunnar.is

80 NÁTTÚRAN Í HÖNNUN Ferðalag um hlutgerða náttúru íslenskra hönnuða.

Útgefandi: Í boði náttúrunnar Heimilisfang: Elliðavatn, 110 Reykjavík Sími: 861 5588 Netfang: ibn@ibn.is Veffang: www.ibodinatturunnar.is Lausasöluverð: 1.450 kr. ISSN-1670-8695

Í boði náttúrunnar

7


íbn RITSTJÓRN

Rík þjóð!

E

ftir að hafa búið erlendis í sjö ár, og hugsanlega með hækkandi aldri og auknum þroska, kann ég æ betur að meta íslenska náttúru, kyrrðina og alla þá fjölbreytni, fegurð og hreinleika sem hún býr yfir. Ég hef líka komist að því að við, sem þjóð, megum ekki taka náttúrunni sem sjálfsögðum hlut og þurfum stöðugt að minna okkur á hversu mikill fjársjóður hún er. Það er mikilvægt að hlúa að þessu gjöfula landi, umgangast það af virðingu, nýta í hófi og gefa til baka. Efni þessa tímarits er fyrst og fremst innblásið af íslenskri náttúru og hvernig

8

Í boði náttúrunnar

við sem hér búum, tengjumst landinu og nýtum okkur kosti þess. Við getum ekki horft fram hjá því að náttúran og lega landsins hefur mótað okkur Íslendinga og menningu þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Uppruni okkar og gömul og góð gildi féllu oft í skugga góðærisins en upp á síðkastið hefur margur verið iðinn við að dusta rykið af gildum sem tengja okkur betur við landið og náttúruna, hvort sem það er í gegnum ræktun, ferðalög, mat, handverk eða útivist. Í blaðinu munum við fjalla um það sem er gert af alúð og einlægni á þessu sviði og leggjum frekar áherslu á gæðin

en magnið. Við viljum að lífið sé bæði gefandi og skemmtilegt og vonumst til að þetta viðhorf skili sér á síður blaðsins og til þín kæri lesandi. Efni blaðsins tengist árstíðunum og kemur því út fjórum sinnum á ári: Sumar, haust, vetur og vor. Fyrsta árið verða reyndar tímaritin þrjú, sumar, vetur og vor. Gífurleg aukning hefur orðið í ferðalögum innanlands á undanförnum misserum og því ætlum við í þessu fyrsta SUMAR blaði að beina sjónum okkar að ferðalögum og matarupplifunum. Hver kannast til dæmis ekki við það vandamál að vera úti á landi og langa í eitthvað annað en hamborgara og franskar og jafnvel að upplifa notalega stemningu á meðan kræsinga er notið? Slík upplifun getur verið vandfundin á meðal allra þeirra vegasjoppa sem standa við þjóðvegi


SUMAR H AU S T VETUR

Í boði náttúrunnar

VO R

ÁSKRIFTARTILBOÐ ENGIN ÁHÆTTA. Ef þú ert ekki ánægð/ur með blaðið þá endurgreiðum við áskriftina. Þú hefur 2 vikur til að endursenda blaðið í góðu ástandi.

Prent

30% afsláttur

3.045 kr. árið

1.015 kr. pr. blað

Rafrænt

50% afsláttur

2.175 kr. árið

725 kr. pr. blað

nar

Fyrir þá

SUM A R

Í boð i

2010

GERAST ÁSKRIFANDI

í boði náttúrun

Íslensk sumarkv öld eru björ t og svöl. Fullkomn ar fyrir smá aðstæður fótbolta.

ferðalög

| matu r

sem fíla Ísland!

1.450 kr.

n át t ú

runna

| útivi st | rækt un

sumar

2010

r

| híbýl i | dýr | heils a

Á vefsíðunni: www.ibodinatturunnar.is

| sveit in

English Follow The Food –Culin ary Map inside!

Í síma: 861 5588

Frábær matarst um land opp

kor t inní allt blað inu

jurtate

týnd u

í tEbo

llan rúnar marvins n vill gEra son það sjál

fur

Fyrsta árið koma út þrjú blöð SUMAR | VETUR | VOR Höfuðborga Kringlan, rsvæðið: Banka stræti 5, Smáralind Faxafe Keflavík: og Miðhr Leifsstöð aun 11 Akure n 12, og söluað ilar um allt yri: Glerár torg land www

.66north.is

Klæddu

landsins. Við Íslendingar hljótum að eiga heimsmet í slíkum sjoppum miðað við höfðatölu enda er lélegur matur númer eitt á kvörtunarlista erlendra ferðamanna. Í boði náttúrunnar hefur af þessu tilefni, með ábendingum frá þekktum matgæðingum, handvalið 39 veitingastaði og kaffihús sem bjóða uppá einhvers konar upplifun í mat meðan þú ferðast um landið. Við höfðum til hliðsjónar að staðirnir myndu bjóða upp á eitthvað þjóðlegt, nýstárlegt og umfram allt gott. Matgæðingurinn Rúnar Marvinsson verður með fastan matarþátt í blaðinu fyrsta árið en hann er löngu orðinn þekktur fyrir að nýta náttúruna í kringum sig á einfaldan og frumlegan hátt. Hráa bleikju með soja og súru verða allir að prófa! Rabarbarinn er endurlífgaður í fjölbreyttum réttum,

við gerum te úr villijurtum og fjöllum lítillega um lækningamátt þeirra o.fl. skemmtilegt. Svo skoðum við nokkrar hugmyndir að útirýmum og gerðum nokkur gömul húsgögn með góðum árangri. Hugmyndin að þessu tímariti kom til mín eina nóttina þegar ég lá andvaka eftir að hafa verið ræst um miðja nótt af organdi kríli. Ég endaði á að þurfa að kveikja ljósin, skríða á gólfinu í örvæntingarfullri leit að snuði og hlaupa fram til að ná í kústskaft til að krækja í túttuna sem hafði rúllað langt undir hjónarúm. Þegar ég gat lagst aftur upp í rúm var ég að sjálfsögðu glaðvöknuð! Eftir nokkrar byltur og þrálátar hugsanir kom skyndilega í kollinn á mér hugmynd að tímariti, tímariti sem gat sameinað allt það sem ég hafði áhuga á á einum stað! Þegar ég vaknaði

þig vel

næsta morgun fannst mér þó alls ekki skynsamlegt að ana útí svona viðamikið verkefni með enga reynslu að baki og þrjá litla krefjandi einstaklinga á heimilinu (algeng afsökun!) .“Kannski á næsta ári” sagði rödd skynseminnar. Svo gerðist það tveimur dögum síðar að ég deildi þessari hugmynd með góðri vinkonu. Ég hafði ekki lokið við kaffibollann þegar henni hafði tekist að opna augu mín fyrir því að þetta var jú það sem mig langaði mest af öllu að gera á þessari stundu -og þar sem ég hafði lýst því háfleyg yfir vinahópnum ekki löngu áður að nú ætlaði ég bara að vinna við það sem mér þætti gaman þá varð ég eiginlega að taka þessari áskorun. Ég hætti strax að hlusta á eigin hræðsluáróður og hef ekki látið vel meint varnarorð annarra ná til mín. Átta mánuðum síðar er fyrsta blaðið komið út! Í boði náttúrunnar

9


íbn RITSTJÓRN

Sólarklukka Þar sem börn spila stóran þátt í lífi mínu langar mig að deila með ykkur skemmtilegu verkefni uppí sumarbústað þar sem krakkarnir bjuggu til sólarklukku. Þetta er einfalt samvinnuverkefni sem tengir okkur á skemmtilegan hátt við náttúruna og uppruna klukkunnar. Það eina sem þarf í verkefnið er sól, tólf steinar með f lötu yfirborði, málning, pensill (eða krít) og lítið prik eða grein sem stungið er niður í jörðina og steinunum svo raðað í kring. Leikurinn gengur út á að finna steinunum sinn rétta stað. Þegar klukkan er t.d. tólf þá er hlaupið út og steini númer 12 er tyllt þar sem skugginn af prikinu fellur á jörðu. Og svona heldur þetta áfram á klukkutíma fresti þar til farið er í háttinn.

10

Í boði náttúrunnar


Í boði náttúrunnar

11


íbn MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS

Rax Ragnar Axelsson

12

Í boði náttúrunnar


Í boði náttúrunnar

13


Grillveislur Nýttu tímann, njóttu lífsins

999

VERÐ fRá

Við komum með grillveisluna til þín, tilbúna beint á grillið.

á MEAÐNMNEÐLæTI M

Grillveislur Nóatúns: ■ Grísahnakkasneiðar ■ Lambalærissneiðar ■ Kjúklingabringur ■ Lambafile ■ Ein með öllu ■ Þín samsetning

..OG þÚAR GRILL

Pantaðu grillveisluna þína á

www.noatun.is

eða í næstu Nóatúns verslun

noatun.is

Hamraborg – Nóatún 17 – Austurver - Hringbraut – Gra


ÖNGU G N I E M U VIÐ BJÓÐT KJÖT Í ÍSLENSK ÐI NÓATÚNS KJÖTBOR

raut – Grafarholt

Við gerum meira fyrir þig Nýttu þér sérþekkingu okkar því við erum hér fyrir þig.

Kjötmeistarar Nóatúns Við erum boðin og búin að vinna kjötið eftir þínum óskum. Við skerum pöruna, fyllum svínalundina og kryddum lærið að okkar besta hætti. Leitaðu ráða hjá okkur og tryggðu þér þannig vel heppnaða máltíð.


íbn HÖNNUN

GOSIÐ

Sóley–mineral mask

Gosið í Eyjafjallajökli hefur vakið heimsathygli en ekki endilega á jákvæðan hátt. En eins og máltækið segir er fátt svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Íslendingar hafa löngum þurft að vinna úr því sem hendi er næst og nýta það sem til fellur.

Steinefnaríkur og nærandi andlitsmaski unninn úr lífrænt vottuðu íslensku birki og ösku úr Eyjafjallajökli er væntanlegur á markað í takmörkuðu upplagi frá Sóleyju. Sóley húðsnyrtivörurnar fást í verslunum Lyfju um land allt og í Heilsuhúsinu í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri.

Mannvit

Öskulitur

Glit keramik

Efnasamsetning gosöskunnar úr Eyjafjallajökli er svipuð og ösku sem fellur til við kolabrennslu en hún er víða notuð til að bæta eiginleika steinsteypu. Starfsfólk Rannsóknarstofu Verkfræðistofu MANNVITS sáu því tækifæri til að kanna hvort askan úr eldgosinu gæti nýst sem bætiefni í steinsteypu eins og áðurnefnd kolaaska (flyash á ensku), en hún er nýtt að takmörkuðu leyti hér á landi, m.a. vegna hás flutningskostnaðar. Niðurstöður tilrauna þeirra gefa tilefni til bjartsýni og hafa vakið athygli víða erlendis.

Kalklitir, lítið fjölskyldufyrirtæki á Akureyri, hefur s.l. eitt og hálft ár verið að framleiða kalkliti með innfluttu kalki. Nýlega hafa þau verið að gera spennandi tilraunir með ösku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem litarefni og hefur það gefið góða raun. Eyjafjallaöskuliturinn þykir mildur og fallegur og verður fáanlegur innan skamms hjá fyrirtækinu. www.kalklitir.com

Gosið í Eyjafjallajökli hefur endurvakið áhuga erlendra ferðamanna á vörum unnum úr íslenska hrauninu svo um munar og er gamall keramiklager Glits frá 8. áratugnum við það að seljast upp í skemmtilegu minjagripaversluninni Sjóhattinum við Gömlu höfnina.

16

Í boði náttúrunnar


Eldfjallalína E-label

Eldfjallabækur

Eldfjallaferðir

Harpa Einarsdóttir fatahönnuður hefur hannað línu fyrir E-label sem heitir Volcano og er undir áhrifum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Hún vinnur ljósmyndir af gosinu á listrænan hátt og eru þær síðan prentaðar á flíkurnar. Eldfjallalínan inniheldur þrjá kjóla með mismunandi myndum og tvo herraboli. Flíkurnar munu fást á vefnum og í Topshop í Kringlunni, Smáralind og London við Oxford Circus. shopelabel.is

Að minnsta kosti tvær bækur um gosið í Eyjafjallajökli eru komnar út og eiga eflaust fleiri eftir að fylgja. Annars vegar er það Eldur uppi, Ey jaf jallajök ull í útgáf u S ö lk u m e ð myndum Vilhelms Gunnarssonar og hins vegar Eyjafjallajökull, í útgáfu Uppheima eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson.

Mikil eftirspurn var eftir ferðum á Eyjafjallajökul á meðan á gosinu stóð og hún heldur áfram þrátt fyrir að gosinu sé lokið í bili. Sérútbúnir jeppar, rútur og þyrlur fjölmargra ferðaþjónustuaðila hafa ferjað ferðamenn á svæðið. Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson

Aska til sölu

Lagið Eyjafjallajökull

Skartgripir

Aska úr Eyjafjallajökli hefur selst eins og heitar lummur frá því að gosið hófst. Ýmsir aðilar hafa haft hana til sölu í gjafaumbúðum, bæði minjagripaverslanir svo og 10–11 og selst hún grimmt. Mismikið er lagt í umbúðirnar og er verðið allt frá 990.- upp í 2.900 kr. Vefversluninni nammi.is hefur einnig ösku til sölu og rennur allur ágóði til styrktar Landsbjörgu sem hefur unnið ötullega að hreinsunarstörfum undir Eyjafjöllum.

Tónlistarkonunni Elízu Newman var boðið að koma fram á Al Jazeera sjónvarpstöðinni til að hjálpa erlendu fólki að bera fram orðið Eyjafjallajökull. Til þess samdi hún lítið lag á Ukulele sem kallast Eyjafjallajökull og sló það í gegn. Ekki hefur staðið á öðrum erlendum fjölmiðlum og hefur umfjöllun um lagið birst í New York Times, Huffington Post, The Daily Telegraph og fjölda netsíða um allan heim. Í kjölfarið var Elízu boðin útgáfusamningur og skellti hún sér í hljóðver og tók upp lagið sem kom síðan út 30. apríl síðastliðinn.

Íslenskir skartgripaframleiðendur sem hafa nýtt sér hraunið sem efnivið í fjölda ára merkja aukinn áhuga erlendra ferðamanna í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli. Sigurður Ingi Bjarnason, gullsmiður, hefur hannað skartgripalínu með hrauni og silfri sem hann kalla A piece of Iceland. www.sign.is

Í boði náttúrunnar

17


NÁTTÚRULEGA

18

Í boði náttúrunnar ÍSLENSKA / SIA.IS / NAT 49962 04/10


ÍSLENSKA / SIA.IS / NAT 49962 04/10

íbn FJÖLSKYLDAN

KótElettur upp á líf & dauða TEXTI ÞÓRHILDUR ELÍN ELÍNARDÓTTIR MYND Í EINKAEIGU

Alveg væri dæmigert að muna ekki eftir öðru en góðu sumarveðri úr bernsku. Foreldrar mínir voru landnemar í Árbænum sem þótti hálfgerð ævintýramennska, því þá var hverfið lengst uppi í sveit og treysti á strjálar áætlunarferðir númer 10 frá Hlemmi til samskipta við umheiminn. Þrátt fyrir að búa næstum úti í móa fór fjölskyldan árlega í ferðalög enn lengra út í óbyggðirnar og gisti iðulega í tjaldi sem keypt var á fyrstu búskaparárunum. Fjárráðin dugðu þá reyndar bara fyrir tjaldinu sjálfu en ekki himninum utanyfir, en í bjartsýniskasti ákváðu ma og pa bara að taka bara sénsinn, það myndi örugglega ekkert rigna. Líklega hefur verið sólskin daginn sem þau keyptu þetta allsbera tjald. Í slagveðri hefðu þau splæst í himinn líka og á sumardögum æsku minnar væri í minningunni alltaf gott veður. Í staðinn er hins vegar ljóslifandi spenningurinn yfir því hvort þurra veðurspáin héldi og svo dramatísk tilþrif móður minnar þegar fyrstu droparnir lentu á tjaldinu. Þá var áríðandi að snerta það hvergi að innan því þá lak umsvifalaust í gegn, heldur liggja eins og skata undir sænginni og biðja þess að stytti upp áður en við flytum öll ofan í ána. Tilbrigði af þessum sívinsæla fjölskyldugamanleik voru svo endurtekin að minnsta kosti á hverju sumri árum saman. Af einhverjum ástæðum var þetta vesen samt alveg óskaplega skemmtilegt. Enda hafði ég enga hugmynd um dagana fyrir og eftir svona ferðalög sem fara í allskyns moj, undirbúning og frágang, það kom miklu seinna þegar ég fór að brölta í útilegur með mína eigin fjölskyldu. Þá var ég auðvitað orðin fullorðin og neyddist til að græja þetta alltsaman sjálf. Eðlislæg stjórnsemin kom nefnilega í veg

fyrir að hægt væri að deila verkum nema til málamynda, lengi framan af þótti mér aldeilis fráleit hugmynd að bóndi minn gæti pakkað niður af neinu viti. Þetta var mjög vel heppnað sjálfskaparvíti takk, einkum vegna þess að hugmyndir mínar um ásættanlegan farangur og frambærilegt nesti voru arfur frá móður minni sem fékk þær líklegast frá langömmu sinni. Sem bjó lengst vestur á fjörðum áður en sjoppur voru fundnar upp og reyndar líka bílar. Samkvæmt þessari ævafornu forskrift skyldi pakka niður fatnaði fyrir hverskyns veðurfar allra árstíða á norðurhveli jarðar, viðlegubúnaði svo við gætum verið sjálfbær í náttúrunni (ef við til dæmis myndum villast dögum saman) og heimabökuðu brauði með fjölbreyttu áleggi, niðursuðuvörum, heitum drykkjum á brúsum og síðast en ekki síst steiktum kótelettum í raspi. Upp á líf og dauða sko. Nú halda kannski einhverjir að síðan séu liðin mörg ár og nú komi lærdómskaflinn þar sem fram kemur hvað mér finnist þetta nú hafa verið dúllulega kjánalegt og svona geri ég alls ekki lengur. Það væri auðvitað virkilega sorglegur endir á fjölskylduhefðinni og hvarf lar því ekki að mér að svíkja lit. Hinsvegar hef ég þróað aðferðirnar dálítið til hagræðis og ber þar hæst að nú mega aðrir í fjölskyldunni vera með í undirbúningi. Eða öllu heldur neyðast þeir til að vera með, annars förum við ekki fet. Í öðru lagi hef ég skipt kótelettunum út fyrir kjúklingaleggi því þá er þægilegra að matbúa og í þriðja og síðasta lagi fjárfesti ég í fyrirtaks kúlutjaldi með vatnsheldum himni. Að öðru leyti eru útilegurnar sama dásemdar vesenið og alltaf.

Í boði náttúrunnar

19


íbn GARÐURINN

Ræktun fyrir alla Ræktum sjálf er einföld og handhæg bók fyrir alla garðræktendur, hvort heldur reynslubolta eða byrjendur. Í bókinni eru upplýsingar um hvenær og hvernig best er að sá eða planta, góð ráð við ræktun ólíkra tegunda sem og upplýsingar um hvernig best er að skipuleggja uppskeruna. Höfundar bókarinnar, Gitte Kjeldsen Bjørn og Jørgen Vittrup, hafa mikla reynslu af ræktun grænmetis og ávaxta. Björn Gunnlaugsson garðyrkjusérfræðingur staðfærði bókina fyrir íslenskar aðstæður og skrifaði formála.

Gaman er að tína villt blóm, skella þeim í fallegan vasa og færa sumarið inn í hús.

Kanill, latex og korkur! Líkt og með aðra hluta plantna hafa menn fundið margskonar not fyrir trjábörk. Í berkinum er að finna ýmis efnasambönd sem notuð eru í efna-og lyfjaiðnaði. Áhrif barkarins voru þekkt í Kína, Evrópu og meðal Indíána í Norður Ameríku. Í víðiberki er að finna salisílsýrur sem aspirín var upphaf lega unnið úr. Kínín er einnig unnið úr berki en það er fyrsta lyfið sem notað var gegn malaríu eða mýrarköldu eins og sjúkdómurinn kallast á íslensku. Í innra lagi barkarins er að finna latex sem þjónar sem vörn trésins gegn skordýrum og er eitt af undirstöðuefnunum í gúmmíiðnaði. Litarefnið sandalwood sem notað er í kryddblöndur er unnið úr trjáberki og mikið notað í síldarpækil og gefur honum rauðan lit. Kryddið kanill sem margir nota út á hrísgrjónagraut er unnið úr berki kaniltrjáa. Korkur finnst í berki margra trjátegunda en aðeins fáar tegundir gefa af sér kork sem er nógu þykkur og mjúkur til að hægt sé að nota hann sem byggingar- og einangrunarefni. Korkur er léttur í sér og hefur verið notaður sem f lotholt. Úr honum eru einnig búnir til korktappar sem notaðir eru í vínf löskur.

Lífrænt skordýraeitur Til eru nokkrar uppskriftir af lífrænu skordýraeitri til að úða á plöntur, ekki síst matjurtir. Hér er ein þeirra. 10 til 12 blöð af rabarbara 4 msk. Græn- eða brúnsápa 5 lítrar vatn

20

Í boði náttúrunnar

Blöðin soðin við vægan hita í um það bil þrjá klukkutíma. Soðið síað og sápunni blandað saman við soðið á meðan það er heitt. Lögurinn látinn kólna áður en hann er settur á úðabrúsa eða dælu og spreyjað yfir plönturnar. Yfirleitt þarf að úða oftar en einu sinni yfir sumarið.


gulrótin er... Það sem hvetur okkur áfram hjá Móður Náttúru er sú trú að matur eigi ekki einungis að vera hollur, hann þarf líka að vera bragðgóður.

Við leitum fanga í alþjóðaeldhúsinu þar sem heilsusamlegt hráefni eins og baunir, grænmeti og korn er mikið notað. Við berum ómælda ást og umhyggju fyrir allri framleiðslunni og gildir það jafnt um að afhýða grænmeti, hræra í pottum, steikja buff, pakka eða keyra út.

...dásamlegur matur fyrir líkama og sál www.modirnattura.is

Landsins mesta úrval af

lífrænu

íslensku

Verið velkomin í glæsilega verslun okkar á Rauðarárstíg þar sem þú færð allar tegundir af lífrænu grænmeti sem ræktaðar eru á Íslandi.

Rauðarárstíg 10 105 Reykjavík sími 562 4082 yggdrasill.is

grænmeti

náttúruleg heilsuverslun.


íbn UMHVERFI Leitaðu ekki langt yfir skammt

Það getur verið yndisleg upplifun fyrir fjölskylduna að komast aðeins út fyrir borgina og út í náttúruna. Alltof margir eru fastir í þeirri trú að fara þurfi langar vegalengdir til þess að komast í útilegu. Nú á tímum hækkaðs bensínverðs er gott að líta sér nær þegar fara á í sumarfrí og spara aura í leiðinni. Það er óþarfi að leita langt yfir skammt þegar við búum við þau auðævi að náttúran er í næsta nágrenni okkar.

Breyttu bílnum í metanbíl Metanbílar eru mjög umhverfisvænir

Skildu bílinn eftir heima í sumar…

þar sem brennsla metans er í fyrsta lagi kolefnishlutlaus og í öðru lagi eyðir hún metangasi sem er verulega slæm gróðurhúsalofttegund. Íslenska gámafélagið/Vélamiðstöðin opnuðu nýlega fyrsta formlega metanverkstæði landsins sem hefur það að markmiði að uppfæra bensín– og díselbíla með metanbúnaði. Þannig nýtist íslensk orka sem er mun ódýrari en innflutt og stuðlar þar að auki að hreinna umhverfi. Í dag er metan nánast helmingi ódýrari orkugjafi en bensín en kostnaður við að breyta bíl er tvö til sjö hundruð þúsund krónur, eftir stærð bíla.

» Taktu rútuna » Hjólaðu » Vertu samferða, samferda.is » Farðu á puttanum

MOLTUGERÐARÍLÁT

ÍSLENSKA / SIA.IS / UTI 50500 06/10

TILBOÐ 19.900 kr.

Vertu umhverfisvinur og búðu til þína eigin gróðurmold

TAKTU GRÆNA SKREFIÐ MEÐ OKKUR

Sími 577 5757 | gamafelagid.is


Uppgræðsla með pappírsryki og afgöngum Tilraunir með nýja sáningartækni hafa nú verið í gangi í u.þ.b. ár á vegum Sáningar ehf. og lofar góðu. Afgangspappír, m.a. Nýja Símaskráin og allt pappírsryk frá Odda er blandað saman við vatn, áburð og grasfræ í sáningarvél. Þannig er áburðurinn uppleystur í vatninu og þarf því ekki að útvatnast í jarðveginum og fræbelgurinn drekkur í sig áburðarblönduna. Þessu er síðan sprautað á vegarkanta og moldarf lög víðs vegar um landið. Árangurinn telst góður þar sem spírun verður 2-3 vikum fyrr en með hefðbundnum aðferðum. Pappírinn, pappírsrykið, blekið og límið brotnar fullkomlega niður í náttúrunni og veldur umhverfinu engum skaða.

natturan_ibodinatturunnar_pathad_210x145.pdf

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

6/22/10

4:42:16 PM


Verið hjartanlega velkomin Miðvikudag til föstudags frá 12 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Laugalækur 6 - 105 Reykjavík www.frulauga.is

ANDAFITA frá HLÍÐARBERGI JÖKLABLEIKJA frá HALA Í SUÐURSVEIT GÓÐBORGARAR ÚR HOLDANAUTI frá MIÐEY BEIKON AF KORNGRÍSUM frá LAXÁRDAL LÍFRÆNT LAMBAKJÖT frá BREKKULÆK JARÐARBER frá SILFURTÚNI

afurðir eftir föngum BLÁSKEL frá HRÍSEY HUMAR BEINT af BÁTNUM MAKRÍLPATÉ frá HORNFIRSKUM TRILLUKÖRLUM SPERÐLAR frá HELLU Í MÝVATNSSVEIT UXI frá ÁRBÆ Á MÝRUM BRÚNEGG Í LAUSU & ÍSLENSKT GRÆNMETI

24

Í boði náttúrunnar


íbn MATUR Fiskmarkaður við gömlu höfnina í Reykjavík Alla laugardaga í sumar verður starfræktur fiskmarkaður við gömlu höfnina í Reykjavík. Markaðurinn er ætlaður almenningi og þar er lagt upp með að sölumenn geti upplýst kaupendur um gæði, uppruna og notkun fisks. Auk fersks sjávarfangs eru seld egg, grænmeti, ostar og margt fleira. Markaðurinn verður opinn alla laugardaga fram á haust. Sölubásar eru lausir til úthlutunar fyrir seljendur fiskafurða. Áhugasamir geta haft samband við Ernu Kaaber í síma 820 7121 eða sent póst: erna@fishandchips.is“

Sunnlenski sveitamarkaðurinn Góður rómur hefur verið gerður að

Náttúran sér um sína Rúnar Marvinsson, fyrrum skítkokkur, náttúrubarn og löngu landsþekktur matreiðslusnillingur þeysist um Ísland og eldar úr því sem landið gefur af sér. Með í för er ljósmyndarinn Áslaug Snorradóttir en fáir taka henni fram í að festa stemningu á filmu. Bókin er full af góðum mat, skemmtilegu fólki og fallegum myndum.

Sunnlenska Sveitamarkaðinum á Hvolsvelli þar sem áhersla er lögð á afurðir sunnlenskra sveitaframleiðenda. Boðið er upp á kjöt, grænmeti, ávexti, handverk af ýmsu tagi og góða stemningu! Markaðurinn er opinn alla daga frá 11-17. Hægt er að hafa samband

Gamaldags og gott nesti í ferðina

» » » » » »

í síma 847 9888 eða á netfanginu sveitamarkadurinn@gmail.com.

Harðsoðin egg K alt vatn á brúsa, t.d. bragðbætt með sítrónu, appelsínum, mintulaufum eða rabarbara. H netur, rúsínur og þurrkaðir ávextir K akó á brúsa; ein gerð fyrir börnin og önnur fyrir fullorðna fólkið með chili, vanillu og kanel! Og svo er toppurinn náttúrulega að vera með kaldar kótilettur í raspi Pylsur í hitabrúsa: Þetta lærði ég af ömmu minni og veit af eigin reynslu að það að fá heitar pylsur í nesti og dýfa í tómatsósu og sinnep er ekki síður vinsælt hjá smælkinu nú en fyrr.

Kakó með kikki ½l mjólk ½ vanillustöng, skorin eftir endilöngu 1 rauður chili, skorinn eftir endilöngu, fræin fjarlægð 1 kanelstöng 50g dökkt súkkulaði (má vera meira)

Vanillustöng, kanelstöng og chili soðið með mjólkinni í potti í u.þ.b. eina mínútu. Hræra súkkulaði saman við (gott að rífa niður) og sjóða áfram þar til það er bráðnað. Taka af hitanum og láta standa í 10 mínútur. Hellt í gegnum sigti á hitabrúsa.

Sauðabrie frá Mjólkursamsölunni er nú í boði á hinu víðfræga veitingahúsi NOMA í Kaupmannahöfn sem var nýlega valinn besti matsölustaður í Evrópu.


Allt fyrir pallinn á lægra verði í BYKO!


t g e l i รฐ Gle


Að nota óhefðbundin garðhúsgögn eins og ömmuruggustólinn skapar sérstaka stemningu á pallinum. Svo er um að gera að bæta við púðum og teppum sem hægt er að vefja um sig þegar kólna fer í veðri.

28

Í boði náttúrunnar


Veljið fallegan stað í garðinum fyrir stóla og borð sem mega standa úti allan ársins hring. Slíkir staðir hafa oft mikið aðdráttarafl.

°etjum@ ú§ Sumarið á Íslandi er með eindæmum stutt og því mikilvægt að nýta það vel til útiveru. Trágróður, pallar, skjólveggir, gashitarar og gasgrill eiga það sameiginlegt að lokka okkur oftar til að setjast út og njóta þess að vera nær náttúruöf lunum. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem teknar voru úr bókinni Bústaðir og sýna áhugaverðar og fjölbreyttar útfærslur á útirými. Það þarf ekki dýra skjólveggi til að skapa gott skjól. Enfaldar og ódýrar lausnir geta virkað alveg eins vel.

TEXTI GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR MYNDIR GUNNAR SVERRISSON Í boði náttúrunnar

29


íbn ÚTIRÝMI

Hluti af eldhúsinu færður út á pall. Nóg að setja upp lítið borð og færa ávaxtaskálina út.

Vatn og niður úr gosbrunni hafa róandi áhrif.

30

Í boði náttúrunnar


Hengirúm getur skapað rólega og afslappaða stemningu en um leið mikla kátínu og hamagang hjá yngri kynslóðinni.

Í boði náttúrunnar

31


Útirými má skreYta með áhugaverðum hlutum eins og hér er gert. Slíkar skreytingar gefa meiri karakter.

32

Í boði náttúrunnar


sorpa.is

Gangi ÞÊr vel

Flokkum og skilum


íbn ÚTIRÝMI

En auðvitað er það náttúran sjálf sem skapar fallegasta útirýmið.

34

Í boði náttúrunnar


Í boði náttúrunnar

35


íbn MATUR

Á MATARferðalagi um

Ísland

Komin er fram ný tegund ferðamanna, hinn svokallaði matarmenningar-ferðamaður. Þessi ferðamaður ferðast til að borða og er í leit að matarupplifun og menningu henni tengdri. Slíkir ferðalangar eru farnir að leggja leið sína til Íslands í auknum mæli og um leið eru Íslendingar loksins farnir að sýna sinni eigin matarmenningu aukinn áhuga. TEXTI PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR OG STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR (ÞÝÐING) MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR

M

atarmenningarferðir hafa stóraukist undanfarin ár í heiminum og eru nú orðnar vel þekktur kimi innan ferðaþjónustunnar og þá sérstaklega erlendis þar sem ferðamenn fara gagngert í reisur til fjarlægra landa í leit sinni að himnesku bragði. Staðirnir sem eltir eru uppi eru af ólíkum toga og spanna allt frá heimilislegum sveitaveitingastöðum sem bera fram þjóðlegan mat sem byggir á aldagömlum vinnsluaðferðum úr héraði til hátískueldhúsa sem kappkosta að þróa matarmenninguna með skapandi og óhefðbundinni matargerðarlist. Þá má ekki gleyma þeim stöðum sem sameina hvoru tveggja: Hefðirnar í bland við nýjar hugmyndir, hráefni og bragðpallettur. Hérlendis höfum við ekki

36

Í boði náttúrunnar

farið varhluta af þessari þróun því mikil vakning og umbætur hafa orðið á Íslandi og aukin meðvitund um heilbrigðan, góðan og heiðarlegan mat sem hér er hægt að elta uppi og njóta í einstakri náttúru. Ferðaþjónustan á Íslandi er farin að átta sig betur á því að ferðamenn – hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar – vilja borða innlendan mat á ferðalögum um landið og sýna alþjóðlegum skyndiréttum í vegasjoppum lítinn áhuga. Erlendir ferðamenn hafa lengi furðað sig á því litla úrvali sem er í boði af góðum mat þegar komið er út fyrir bæjarmörkin. Það er því mikil bragarbót sem orðið hefur með fjölgun veitingastaða víða um land sem nú sérhæfa sig í auknum mæli í matargerð sem byggir á íslensku hráefni. Margir þessara staða starfa í anda Slow Food samtakanna sem eru boðberar gæða, hreinleika og uppruna matarins og færst hefur í aukana að matarframleiðendur og vertar sveitahéraða


hafi tekið höndum saman um þá stefnu að bjóða uppá svæðisbundinn mat. Ísland á merkilega og einstaka matarmenningarsögu og hefðir henni tengdar sem vert er að viðhalda á milli kynslóða svo glatist ekki sú þekking og meðhöndlum sem hún byggir á. Við erum líka svo heppin að búa við náttúrlega góð skilyrði sem gefa af sér ómengaðar afurðir því erfðaefni í dýrastofnum hafa haldist hreinir og heilbrigðir frá landnámi. Sú staðreynd hefur aukið hróður íslenskra matvæla á erlendri grundu þar sem afurðir á borð við skyr, smjör og lamba kjöt eru metnar í hæsta gæðaf lokki. Allt hefur þetta góð áhrif á áhuga ferðamanna á landinu og ekki spillir fyrir þegar veitingamenn bera fram mat sinnar sveitar með bros á vör og fróðleiksmola um frá hvaða bæ lambið kom og hvar fiskurinn var veiddur og hver bakaði brauðið. Hver tíndi sveppina eða geta sagt söguna um landnámshænuna og eggið og

allt um Auðhumlu og skyrið og geitina og ostinn og reykta silunginn og hverabrauðið og þessa um rabarbarann og berin og bestu sultuna og bláberjaelexírinn sem er allra meina bót og jurtate Grasaguddu....... já við erum ekki bara að tala um matargerð heldur vandaðan handverksmat sem búinn er til af heilindum og umhyggju f yrir manneskjunni og náttúrunni og nærir ekki einungis magann heldur sálina líka. Eitt það skemmtilegasta sem matarmenningarferðamaðurinn getur hugsað sér er að elta uppi framandi krásir. Slíkir veitingastaðir eru ekki á hverju strái, oft úr alfararleið og berast lítið á. Til að auðvelda áhugasömum leitina höfum við útbúið veitingastaðakort sem sýnir veitinga- og kaffihús sem hafa verið handvalin af hópi mataráhugamanna. Hægt er að taka matarkortið út úr blaðinu og sitja með í kjöltunni á ferðalaginu í sumar. Góða ferð og verði ykkur að góðu.

Í boði náttúrunnar

37


1 Hótel Glymur

10 Sjóræningjahúsið

20 Klængshóll

30 Hótel Aldan

Boðið er uppá dýrindis kræsingar úr íslensku hráefni þar sem má gæða sér á hvalkjötscarpaccio með piparrótarsósu, súpu úr góðgæti hafsins, hreindýrapaté með rifsberjasósu, möndluristaðri bleikju og lambalundum með fáfnisgrassósu. Hægt er að panta matgæðingaferð kokksins. Hvalfjörður Tel. 430 3100 www.hotelglymur.is

Sjóræningjahúsið krækir í krásir sem finnast í nágrenninu og hjá nágrönnunum á Patró, reyktur silungur og graflax frá Tungusilungi, bjargfuglsegg úr Látrabjargi, hamingjuegg frá Sonju Ísafoldar, salat úr Helgugarði, ber úr móunum, rabarbari og heimabakað bakkelsi. Smiðjan Aðalstræti Patreksfjörður Tel. 456 1133 www.sjoraeningjahusid.is

Þjóðlegur og gómsætur heimilismatur sem settur er saman úr hráefni svæðisins eins og úr lambi, ferskum fiski og gæsavillibráð. Grænmetisætur þurfa ekki að örvænta því kokkurinn er líka leikinn í grænmetisréttum. Dalvík dreifbýli Tel. 698 9870 www.bergmenn.com

Töfrar fram rétti úr ótal fisktegundum og hreindýri. Í hádeginu er boðið uppá “feng dagins”. Lífrænt grænmeti frá Vallanesi og á haustin eru tíndir villtir sveppir úr skóginum ásamt berjum og íslenskum kryddjurtum. Norðurgata 2, Seyðisfjörður Tel. 472 1277 www.hotelaldan.com

11 Tjöruhúsið

Veitingahúsið Brekka býður uppá alhliða matseðil fyrir alla fjölskylduna þar sem m.a má gæða sér á réttum úr bláskel sem ræktuð er við Hrísey, saltfisksteik, Galloway nautalund og heimabökuðum bollum með súpunni og ljúfengum kökubakstri húsfreyjunnar. Hrísey Tel. 466 1751/695 3737 www.brekkahrisey.is

2 Landnámssetrið Landnámssetrið er með súpu og salat á hádegistilboði. Staðurinn skartar svo fjölbreyttum matseðli þar sem finna má súpu seiðkonunnar, hangikjötstartar á hverabrauði, uppáhalds síldarþrennu Egils, plokkfisk og rjómaís frá Erpsstöðum svo eitthvað sé nefnt. Brákarbraut 13-15, Borganes Tel. 437 1600 www.landnam.is

3 Kaffihús Brúðuheima Kaffihús Brúðuheima býður uppá heilnæman kaffimatseðill, með ljúffengum smáréttum bökuðum úr lífrænu spelti s.s pizzur, vefjur, salat og súpu ásamt ýmsum réttum og góðgæti fyrir krakkarófurnar þar sem hvítt hveiti og sykur koma hvergi nærri. Skúlagata 13, Borgarnes Tel. 530 5000 www.bruduheimar.is

12

11

13 19

20 21

4 Langaholt á Snæfellsnesi

18

Býður uppá á la carte heimsklassa sælkeramat úr héraði a la Rúnar og Hafþór. Matseðill er skrifaður daglega þar sem t.d má finna sjávarfang, byggotto, silungakæfu og skyrbúðing. Snæfellsbær dreifbýli Tel. 435 6789 www.langaholt.is

24 25

14 10

15

16

9

17

22 23

5 Hótel Búðir

30 31

26 28 27 29 8

7

Eitt fegursta sveitahótel á Íslandi og hefur lengi skartað einum besta matsölustað landsins. Meistarleg meðhöndlun á úrvals hráefni með fisk og villibráð í broddi fylkingar í dansi við villtar jurtir, sveppi og ber staðarins. Snæfellsbær dreifbýli Tel. 435 6700 www.budir.is

6 Hótel Hellnar

6

5

4

32

2

3

33

Hótel Hellnar er með matsal þar sem framreiddur er morgunverður og kvöldverður. Panta þarf hádegisverð fyrir hópa. Stór hluti fæðunnar er úr lífrænu hráefni. Boðið er upp á léttvín úr lífrænt ræktuðum vínberjum. Hellnar Tel. 435 6820 www.hellnar.is/

7 Narfeyjarstofa

1 34 35

Narfeyjarstofa býður uppá úrvalssjávarfang með aðaláherslu á þorsk og íslenska bláskel sem er hágæða sælkerafæða. Hvannalambið kemur frá Steinólfsstöðum og lambakjötið frá Berserkseyri og Fagradal. Kappkostað er að nota íslenskt hráefni og lífrænt grænmeti. Aðalgata 3, Stykkishólmur Tel. 438 1119/894 7937 www.narfeyrarstofa.is

8 Leifsbúð Kaffihús

39 38 37

36

Kaffihúsið Leifsbúð er með matarmiklar súpur með hollu brauði og heitan rétt dagsins. Hægt er að panta smárétti og ljúffengt sætabrauð. Dalamenn eru þekktir fyrir ostagerð og hægt er að fá ostabakka með rauðvíninu á kvöldin. Búðarbraut 1, Búðardalur Tel. 434 1441/843 0439

9 Franska Kaffihúsið Franska kaffihúsið er uppgerður sveitabær sem býður uppá þrenns konar veitingar; Vestfirskar hveitikökur með birkireyktum silungi frá Tálknafirði, vöfflur með sultu og rjóma og ekta franska súkkulaðiköku ásamt heitu súkkulaði og kaffi. Rauðisandur Tel. 866 8129/ 892 8659

Íslenskur matur sem framreiddur er á spennandi hátt. Hér rísa hæst dýrindis sjávarréttir meistarakokksins Magnúsar Haukssonar að ógleymdum hinum margrómaða plokkfiski staðarins. Ókeypis fyrir börn. Ísafjarðarbær Tel. 456 4419

12 Dalbær Ferðaþjónusta Ferðaþjónustan Dalbær, tínir góðgæti úr náttúrunni eins og rabarbara, krydd í teblöndur og ber í deserta og berjasaft sem nefnist Ellistopparinn. Sérrétturinn heitir Barabara og svo er líka stundum til villibráð, gæs og svartfugl. Snæfjallaströnd, Ísafjörður Tel. 898 9300

13 Kaffi Norðurfjörður

21 Brekka

22 Holtsel Eyjafjarðasveit Boðið er uppá Holtsels-hnoss sem er ís af ýmsum gerðum og bragðtegundum. Heimagerður rjómaís, jógúrtís og sorbet. Um helgar er líka boðið uppá heimabakaðar vöfflur með ísnum og ískaffi á sólríkum sumardögum. Akureyri dreifbýli Símar 463 1159 / 861 2859 www.holtsel.is

Íslensk kjötsúpa, kótilettur, Norðurfjarðarborgari og góð brauð. Auk þess eru þeir með smærri rétti á borð við heimabakað soðbrauð með reyktum laxi, flatkökur af Bergistanganum og Mela-kleinur. Úrval sætabrauðs að ógleymdum Norðurfjarðar-vöfflunum. Trékyllisvík Tel. 451 4034 / 696 1397 www.nordurfjordur.is

Gamli bærinn í Laufási er með þjóðlegar veitingar og handverk úr héraði í safnbúðinni þar sem m.a er boðið uppá rabarbarasaft, fjallagrasabrauð, rabarbarabökur og gómsætar nýbakaðar lummur . Akureyri dreifbýli Tel. 463 3196/ 895 3172 www.Akmus.is

14 Malarkaffi

24 Hótel Reykjahlíð

23 Gamli bærinn Laufási

Matur úr héraðinu þar sem fiskur er í aðalhlutverki. Sérréttir eins og sigin grásleppa, siginn fiskur, steiktur saltfiskur og saltað selspik ásamt hvalkjötspiparsteik. Skyrkaka með bláberjasósu skreytir líka matseðilinn. Grundargötu 17, Drangsnes Tel. 451 3237 www.malarhorn.is

Hótel Reykjahlíð leggur áherslu á rétti úr lambi, laxi og bleikju. Við Mývatn eru reykhús þaðan sem úrvals reyktur silungur kemur og hverasvæði þar sem Mývetningar baka ljúffengt rúgbrauð. Svo er alltaf á boðstólum skyrið góða. Mývatn Tel. 464 4142

15 Kaffi Galdur Býður uppá göldrótta kjötsúpu. Einnig rúgbrauð með fjölbreyttu áleggi, vöfflur og ekta súkkulaðiköku. Kaffi frá Kaffitári ásamt miklu úrvali af tei aðallega úr íslenskum jurtum eins og vallhumli og blóðbergi. Höfðagata 8-10, Hólmavík Tel. 451 3525 www.galdrasyning.is

Vogafjós býður uppá sannkallaðan handverksmat af heimabýli. Vogafjós special er smakkdiskur með öllum afurðum staðarins m.a taðreyktu kjöti og silungi, heimagerðum ostum og hverabrauði. Lúxusdesert staðarins er ábrystir með bláberjasultu og rjóma. Mývatn Tel. 464 4303 www.vogafjos.net

16 Potturinn og Pannan

26 Café Nielsen

25 Vogafjós

Potturinn og Pannan er fjölskylduvænn veitingastaður við þjóðveginn sem framreiðir góðan skyndibita. Boðið er upp á rétti dagsins sem iðulega eru tvær súpur og tveir aðalréttir, fiskur og kjöt. Eru með barnamatseðil. Norðurlandsvegur 4, Blönduós Tel. 453 5060/898 4685 www.potturinn.is

Klassísk kjötsúpa, austfirskt hreindýr og svo hafa saltkjöt og baunir dafnað vel á matseðlinum. Framreiddur er sannkallaður víkingamatur með tilheyrandi mjöði og stutt er í danskt smurbrauð og hnallþórur. Tjarnarbraut 1, Egilsstaðir Tel. 471 2626 www.reykjahlid.is

17 Áskaffi

27 Gistiheimilið Egilsstöðum

Í Áskaffi hjá Glaumbæ ilmar af kaffi og heitu súkkulaði eins og hjá ömmu og í boði er gamaldags meðlæti af ýmsum toga eins og brúnterta, jólakaka, marmarakaka, kleinur, pönnukökur, ostakaka, soðbrauð og rúgbrauð með laxi eða hangikjöti. Varmahlíð dreifbýli Tel. 453 8855/699 6102 www.askaffi.is

Þriggja rétta matseðill. Þar má finna rjómalagaða fiskisúpu, djúpsteiktan geitaost með rauðrófu carpaccio, reykt geitakjöt frá Möðrudal. Einnig steiktan saltfisk, nautalund og T-bone steik frá Egilsstaðabúinu. Epla og Rababara desert ásamt Bláberjasælu

. Egilsstaðir dreifbýli Tel. 471 111, www.egilsstadir.com

18 Ferðaþjónustan Hólum

28 Fjallakaffi

Ferðaþjónustan á Hólum býður uppá rétti úr héraði biskupssetursins. Ferskur silungur og nýr fiskur alla daga og góðgæti úr skóginum eins og sveppir og kryddjurtir sem og hvannasúpan vinsæla og lúpínusúpa með blómum sem er nýjung staðarins. Hólar í Hjaltadal, Skagafirði Tel. 455 6333 www.holar.is

19 Lónkot í Skagafirði Lónkot í Skagafirði býður uppá kúltúr og krásir úr matarkistu Skagafjarðar þar sem kenjar kokksins ráða för hverju sinni. Staðurinn er þekktur fyrir skapandi meðhöndlun á hráefni eins og blómum, berjum, jurtum, sjávarfangi og lunda úr firðinum. Hofsós dreifbýli Tel. 453 7432 www.lonkot.com

Býður uppá heimaunnið þjóðlegt góðgæti af ýmsu tagi. Taðreykt hangikjöt er þeirra aðalsmerki ásamt hinni ævintýralegu sláturtertu. Léttreyktir hryggir, íslensk kjötsúpa, sveitadiskur, bleikja úr heiðarvötnunum, rabarbarabaka og yndælis fjallagrasamjólk. Egilsstaðir dreifbýli Tel. 471 1858 www.fjalladyrd.is

29 Klausturkaffi Íslensk matargerð úr krásum héraðsins s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber, lerkisveppi og heimabakað brauð og kökur. Á sumrin er boðið upp á hádegis- og kaffihlaðborð. Hægt er að fá leiðsögn um húsið og hrútaberjamjöð. Skriðuklaustur Egilsstaðir Tel. 471 2992 / 899 8168 www.skriduklaustur.is

31 Skaftafell Bistró Skaftafell Bistró er með grænmetisbuff og bygg frá Móður jörð í Vallanesi og fiskur dagsins er keyptur af Seyðfirskum sjómönnum. Fiskisúpa, lasagna og gúllas fæst í hádeginu og beyglur með áleggi. Kökur og eftirréttir eru heimalagaðir. Austurvegur 42, Seyðisfjörður Tel. 472 1633 http://skaftfell.is/bistro/

32 Berunes Á Berunesi við Berufjörð er boðið uppá morgunverð, kaffi og heimilismat á kvöldin. Svo dæmi sé tekið hafa gamlir íslenskir og sígildir réttir húsfreyjunnar á borð við fiskibollur og rabarbaragraut glatt bragðlauka ferðalanga staðarins. Djúpivogur Tel. 478 8988/ 869 7227

33 Hótel Framtíð Hótel Framtíð leggur sérstaka áhersla á sjávarrétti úr glænýjum fiski frá fiskimönnum staðarins. Einnig er boðið uppá sjávarréttasalat, lamb m/timian og skyr m/rjómablandi og blönduðum berjum. Vogalandi Djúpivogur 
Tel. 478 8887 
 
http://www.simnet.is/framtid/,

34 Humarhöfnin Humarhöfnin framreiðir dýrindis humar sem kemur beint úr bátunum við höfnina. Humarsúpa, humarhalar, humarflatbökur, humarbagettur og heill humar. Hafnarbraut 4, Höfn Tel. 
478 1200 www.humarhofnin.is

35 Hali Hefðbundinn íslenskur matur úr sveitinni m.a kjötsúpa, jöklableikja, lambakjöt og rabarbaragrautur. Á sumrin er hlaðborð í hádeginu. Heitt á könnunni, heimabakað brauð og kökur. Höfn í Hornafirði dreifbýli Tel. 478 1073

36 Hótel Efri-Vík Hótel Efri-Vík, býður upp á hlaðborð með súpu, brauði, laxi og ýmisskonar kæfum, klausturbleikju og hrátt og soðið hangiket beint frá bónda,. Hefðbundin lambasteik, grilluð svínasteik, salöt og sósur. Heimabakaðar kökur og íslenskir ostar í eftirrétt. Laki, Kirkjubæjarklaustri Tel. 487 4694 www.hotellaki.is

37 Eldstó Café Eldstó Café leggur metnað í gott sérlagað kaffi og ekta súkkulaði borið fram í leirtaui leirkerasmiðs staðarins. Súpa, nýbakað brauð og kökur og risavaffla fyrir sælkera. Austurvegi 2, Hvolsvöllur Tel. 482 1011 www.eldsto.is

38 Önnuhús Önnuhús ber fram veitingar sem unnar eru úr hráefni nágrannasveitanna. Finna má þorsk úr Vestmannaeyjum, Fagradalsbleikju og lax, og Eyjafjallalamb úr Árnessýslu og hrossapiparsteik úr Landeyjum. Súpa dagsins fylgir réttum matseðils ásamt te og kaffi. Moldnúpur, Hvolsvöllur Tel. 487 8950 www.hotelanna.is

39 Hótel Rangá Veitingastaður Hótel Rangár er löngu orðinn landsþekktur fyrir frábæran mat og gott úrval gæðavína. Hér er á ferðinni sælkeramatseðill sem er “djassaður” upp úr íslensk skandinaviska elshúsinu sem ber keim af franskri og ítalskri matargerðarlist. Hella dreifbýli Tel. 487 570 www.hotelranga.is


1 Hótel Glymur

10 Sjóræningjahúsið

20 Klængshóll

30 Hótel Aldan

Glorious delicacies made from Icelandic ingredients, such as whale meat carpaccio with horseradish sauce, soup made of goodies from the sea, caribou paté with red currant sauce, almond roasted char and lamb tenderloin with tarragon sauce . Hvalfjörður Tel. 430 3100 www.hotelglymur.is

The Pirate House works diligently and with a great deal of ambiton towards the goal of serving the best delicacies available in the district, smoked and cured salmon, sea bird eggs, happy eggs and several types of berries, rhubarb and homebaked cakes and pastries. Smiðjan Aðalstræti Patreksfjörður Tel. 456 1133 www.sjoraeningjahusid.is

Klaengsholl in Skidadal serves traditional and succulent home cooking. The food is prepared from regional ingredients and vegetarians need not despair for the cook is also skillful at making vegetarian meals. Dalvík dreifbýli Tel. 698 9870 www.bergmenn.com

2 Landnámssetrið

11 Tjöruhúsið

The Settlement Centre in Borgarnes has a special lunch offer of soup of the day and salad. The restaurant also serves an assorted menu where you can find the Sorceress Soup, smoked meat tartar on a brown bread baked in geothermal clay, the favorite herring threesome of Egil, fish stew and ice cream from Erpstadir to name a few. Brákarbraut 13-15, Borganes Tel. 437 1600 www.landnam.is

The Tar House at offers artfully presented, authentic Icelandic food. The sumptuous seafood of the master chef, Magnus Hauksson, crowns the menu as does the renowned fish stew (plokkfiskur). Children eat free of charge. Ísafjarðarbær Tel. 456 4419

All-round family menu with dishes made with blue mussels cultivated by Hrisey, salted cod steak, Galloway beef tenderloin and housemade buns and other delicious housemade goodies. Hrísey Tel. 466 1751/695 3737 www.brekkahrisey.is

Serves “The catch of the day” with e.g. goat cheese on a summer salad, on their lunch menu. The cook conjures forth savoury fish dishes along with meat courses such as caribou, the king of the highlands. In autumn wild mushrooms are on the menu, as well as berries and Icelandic herbs. Norðurgata 2, Seyðisfjörður Tel. 472 1277 www.hotelaldan.com

3 Kaffihús Brúðuheima A wholesome coffee/tea menu adorned with tasty small dishes e.g. organic spelt pizzas and tortilla wraps along with soup and salad, as well as wholesome sweets for the little ones. Skúlagata 13, Borgarnes Tel. 530 5000 www.bruduheimar.is

12

11

13 19

20 21

4 Langaholt á Snæfellsnesi

18

Langaholt at Snaefellsnes offers homemade and wholesome a la carte gourmet food from the region. The menu changes daily and you can find fresh seafood, barleyotto, trout paté and skyrpudding. Snæfellsbær Tel. 435 6789 www.langaholt.is

24 25

14 10

15

16

9

17

22 23

5 Hótel Búðir

30 31

26 28 27 29 8

7

6

5

One of the most beautiful country hotels in Iceland and they pride themselves on having one of the best restaurants in the country. They offer only the best available ingredients, both fish and game along with wild herbs, mushrooms and berries from the surrounding countryside. Snæfellsbær dreifbýli Tel. 435 6700 www.budir.is

6 Hótel Hellnar

4

32

2

3

33 1

Hotel Hellnar serves breakfast and dinner. Lunch for groups must be ordered in advance. A large portion of the food is made from organically produced ingredients and the house wine is made from organically produced grapes. Hellnar Tel. 435 6820 www.hellnar.is/

7 Narfeyjarstofa

34 35

Narfeyjarstofa in Stykkisholmur offers quality seafood from Breidafjordur with special emphasis on cod and Icelandic mussels, a first class gourmet food. Narfeyrarstofa strives to use only Icelandic ingredients and organically produced vegetables. Aðalgata 3, Stykkishólmur Tel. 438 1119/894 7937 www.narfeyrarstofa.is

8 Leifsbúð Kaffihús

39 38 37

36

Offers hearty soups with wholesome bread and a Daily Special. The people of the Dales are known for their cheese making and a plate with a local selection of cheese is available in the evenings. Búðarbraut 1, Búðardalur Tel. 434 1441/843 0439

9 Franska Kaffihúsið An old renovated farmhouse that offers wheat cakes from the Westfjords with birch smoked trout from Talknafjordur, waffles with jam and whipped cream and genuine French chocolate cake along with hot chocolate and coffee. Rauðisandur Tel. 866 8129/ 892 8659

12 Dalbær Ferðaþjónusta The Tourist Service at Dalbær gathers all kinds of goodies from surrounding nature; rhubarb, herbs and berries for desserts and juice. The house speciality is called Barabara along with wild game, goose and auk in season. Snæfjallaströnd, Ísafjörður Tel. 898 9300

13 Kaffi Norðurfjörður Nordurfjordur Café offers Icelandic meat soup, lamb cutlets, Nordfjordur burger and good bread as well as small courses such as homebaked deep-fried bread with smoked salmon, Icelandic flatbread from the Bergistangi and Mela-fried cakes. Trékyllisvík Tel. 451 4034 / 696 1397 www.nordurfjordur.is

14 Malarkaffi Regional food with fish in the leading role. You will find specialities such as semi dried lumpfish, semi dried fish, fried salt fish and salted seal fat. Whale pepper steak and skyr pie with blueberry sauce also adorn the menu. Grundargötu 17, Drangsnes Tel. 451 3237 www.malarhorn.is

15 Kaffi Galdur Coffee Magic at Hólmavík offers a „magical„ meat soup. Waffles with jam, real chocolate cake and brown bread with various toppings. Gourmet coffee and a wide selection of teas with a special emphasis on Icelandic herb teas from e.g. yarrow and wild thyme. Höfðagata 8-10, Hólmavík Tel. 451 3525 www.galdrasyning.is

16 Potturinn og Pannan A family friendly restaurant on Route 1 that serves exceptionally good fast food. The Speciality of the Day consists of two kinds of soup and two main courses, fish and meat. A children’s menu is available as well. Norðurlandsvegur 4, Blönduós Tel. 453 5060/898 4685 www.potturinn.is

17 Áskaffi

21 Brekka

22 Holtsel Eyjafjarðasveit Homemade ice cream, available in many flavors, frozen yogurt and sorbet. Homemade waffles with ice cream are on the menu during the weekend and iced coffee when it’s sunny. Akureyri dreifbýli Símar: 463 1159 / 861 2859 www.holtsel.is

23 Gamli bærinn Laufási The Old Farm at Laufas offers regional hand crafts as well as national dishes in the museum store. Rhubarb juice, Icelandic moss soup, rhubarb pies and delicious, freshly baked pancakes (lummur). Akureyri dreifbýli Tel. 463 3196/ 895 3172 www.Akmus.is

24 Hótel Reykjahlíð Emphasizes on mutton, salmon and char dishes. They also offer vegetarian dishes and a children’s menu. High grade smoked trout from Lake Myvatn, delicious brown bread baked in steam boxes at a geothermal area and the tasty Icelandic skyr. Mývatn Tel. 464 4142

25 Vogafjós Vogafjos invites guests to enjoy real handcrafted farm food where old Icelandic traditions in the preparation of food are held in high regard. Vogafjos Special is a sample dish with all the products of the farm, among them meat and trout smoked with dried manure, homemade cheese and bread baked in geothermal clay. Mývatn Tel. 464 4303 www.vogafjos.net

26 Café Nielsen Classic Icelandic meat soup and caribou. Traditional salted meat and bean soup has also become a regular on the menu. Viking food is prepared and served with the appropriate mead as well as Danish smörrebröd and cream tarts. Tjarnarbraut 1, Egilsstaðir Tel. 471 2626 www.reykjahlid.is

27 Gistiheimilið Egilsstöðum

At Askaffi the smell of coffee and hot chocolate, like grandmother used to make, greets the visitor. An assortment of old fashioned delicacies such as marble cake, kleinur, pancakes, deep fried bread and brown bread with smoked salmon or smoked lamb. Varmahlíð dreifbýli Tel. 453 8855/699 6102 www.askaffi.is

Three course menu where you will find creamed fish soup, deep fried goat cheese with beetroot carpaccio, smoked goat meat from Modrudal, fried salted fish, beef tenderloin and a T-bone steak from Egilstadir farm, followed by either apple and rhubarb dessert or blueberry delight. Egilsstaðir dreifbýli Tel. 471 111, www.egilsstadir.com

18 Ferðaþjónustan Hólum

28 Fjallakaffi

Handpicked specialities from the region. Fresh trout and fish are offered every day as well as delicacies from the forest such as mushrooms and herbs and the popular angelica soup. A new addition is the lupines soup with flowers. Hólar í Hjaltadal, Skagafirði Tel. 455 6333 www.holar.is

19 Lónkot í Skagafirði

Renowned for it’s creative handling of ingredients such as flowers, berries, herbs, fresh seafood and puffin from the fjord. The Lonely Planet referred to Lonkot as “the Gourmet Pit Stop”. Hofsós dreifbýli Tel. 453 7432 www.lonkot.com

Various homemade, traditional delicacies. Meat smoked with dried manure is their hallmark along with the adventurous blood pudding cake. Lightly smoked rack of lamb, Icelandic meat soup, char from the moor lakes, rhubarb pie and a delightful Icelandic moss soup. Egilsstaðir dreifbýli Tel. 471 1858 www.fjalladyrd.is

29 Klausturkaffi Delicacies from the region such as mutton, caribou, stone bramble and larch boletus mushrooms. Bread and pastry is homebaked. During the summer a lunch- and cakebuffet is available. Guided tours of the house are available along with stone bramble wine. Skriðuklaustur Egilsstaðir Tel. 471 2992 / 899 8168 www.skriduklaustur.is

31 Skaftafell Bistró Vegetable steak and barley from Mother Earth in Vallanes and catch of the day, straight from the fishermen at Seyðisfjordur. Fish soup, lasagna and gullash are served during lunch along with bagels with all kinds of topping. The cakes and desserts are homemade. Austurvegur 42, Seyðisfjörður Tel. 472 1633 http://skaftfell.is/bistro/

32 Berunes Traditional Icelandic home cooking, such as fish balls and rhubarb pudding, that has delighted the taste buds of visiting travelers. Djúpivogur Tel. 478 8988/ 869 7227

33 Hótel Framtíð Special emphasis on seafood dishes made from fresh fish straight from the fishermen as they dock at the pier. Seafood salad, lamb with thyme, and skyr with milk blended cream and assorted berries is on the menu as well. Vogalandi Djúpivogur Tel. 478 8887 
 
http://www.simnet.is/framtid/,

34 Humarhöfnin Specializes in preparing delicious lobster taken straight from the boats at the harbor. Lobster soup, lobster tails, lobster pie, lobster baguette and whole lobster. Hafnarbraut 4, Höfn Tel. 
478 1200 www.humarhofnin.is

35 Hali Offers traditional Icelandic farmland food such as Icelandic meat soup, glacier char, mutton and rhubarb pudding. During the summer a lunchbuffet is available at a reasonable price. Coffee is always on the kettle along with homebaked bread and cakes. Höfn í Hornafirði dreifbýli Tel. 478 1073

36 Hótel Efri-Vík Hotel Efri-Vík, serves a buffet with soup, bread, salmon, assorted patés, Cloister char as well as raw and boiled smoked lamb straight from the farmer. Homebaked cakes and Icelandic cheese for dessert. Laki, Kirkjubæjarklaustri Tel. 487 4694 www.hotellaki.is

37 Eldstó Café Eldsto Café prides itself on the quality coffee and genuine hot chocolate they serve in crockery made by the resident potter. Soup and freshly made homebaked bread as well as cakes and huge waffles for the gourmets. Austurvegi 2, Hvolsvöllur Tel. 482 1011 www.eldsto.is

38 Önnuhús Anna’s House has earned a good name for its dishes prepared with local ingredients. On the menu you can find cod, char and salmon from Fagridalur, Eyjafjallamutton, pork snitzel and pepper steak of horsemeat. All meals come with complimentary soup of the day and coffee or tea. Moldnúpur, Hvolsvöllur Tel. 487 8950 www.hotelanna.is

39 Hótel Rangá The restaurant at Hotel Ranga has long since become recognized all over the country for its excellent food and fine selection of quality wines. They serve a gourmet menu “jazzed” up from the Icelandic/ Scandinavian kitchen with a touch of French and Italian cooking. Hella dreifbýli Tel. 487 570 www.hotelranga.is


íbn MATUR

Veisla á þjóðveginum Viðtal við Friðrik V. Karlsson. TEXTI STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR MYND Í EINKAEIGU

K

avíar frá Rússlandi, gæsalifrarkæfa frá Frakklandi, ítalskt pasta og svissneskur ostur. Einhvers konar einkennisréttir leiða hugann að tilteknu landi, ákveðnu héraði eða vekja minningar um ákveðin þorp, jafnvel fólk. Camenbert varð til á bóndabæ í Normandí og breiddist þaðan út um landsbyggðina alla og „beef Wellington“ er kennt við Arthur Wellesley fyrsta lávarð af Wellington sem elskaði nautakjöt, trufflur, madeira vín og smjördeig. Rík matarhefð annarra landa er heillandi og eitt af því sem við sækjum í á ferðalögum. Hingað til hefur okkur Íslendingum þó fundist arfleifð okkar á sviði matargerðar fábrotin og lítt spennandi en margt leynist undir yfirborðinu þegar betur er að gáð. Matur úr héraði, Austfirskar Krásir og Matur í ríki Vatnajökuls eru skemmtilegar tilraunir til að draga fram sérkenni hvers landshluta í matarhefðum og hvernig má nýta það með gnótt og gæðum nútímans til að auðga upplifun ferðafólks hér á landi. Hér er að finna auðugri hefðir en margan grunar og möguleikarnir á úrvinnslu aðeins takmarkaðir af ímyndunaraf li þeirra sem fara höndum um matinn.

38

Í boði náttúrunnar

Ísland er lítið land og ekki jafn fjölbreytilegar aðstæður hér og víða erlendis. Í sumum ríkjum er mismunandi loftslag, landshættir og aðstæður sem gera það að verkum að matarmenning er gerólík eftir svæðum, héruðum, bæjum og jafnvel þorpum. Til að mynda er matur úr NorðurKína gerólíkur því sem gengur og gerist í suðurhluta þess víðfeðma ríkis og á Indlandi er sagt að hver húsmóðir eigi sína karríuppskrift og hafi sinn háttinn á brauðbakstri. Trúarbrögð hafa líka stundum áhrif á matarhefðir en hér er því ekki að heilsa. En þegar betur er að gáð leynist meiri margbreytileiki hér landi en flesta grunar. Eyjafjörður er eitt frjósamasta landbúnaðarsvæði landsins og nálægðin við sjóinn tryggir gnægð fersks sjávarfangs. Ein hjón öðrum fremur komu auga á þessa sérstöðu og ákváðu að nýta hana og skapa úr hefðinni nýstárlegan og gómsætan mat. Þetta eru þau Arnrún Magnúsdóttir og Friðrik V. Karlsson. Þau stofnuðu ásamt fleirum félagið Matur úr héraði en því er ætlað að vinna að framgangi eyfirskrar matarmenningar í víðum skilningi. Við Eyjafjörð hefur lengi farið fram bæði matvælaframleiðsla, úrvinnsla og matreiðsla. Arnrún og Friðrik ráku veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri


og þar unnu þau úr gæðum og gögnum Eyjafjarðar spennandi rétti og dýrindis krásir. Veitingastaðnum hefur verið lokað en þau starfa nú fyrir Edduhótelin og vinna að því að gestir þeirra fái að njóta þess besta sem hver staður hefur að bjóða. Edduhótelin eru þekktir viðkomustaðir ferðalanga um allt land. Hvaða nýjungar munu þau bjóða upp á í sumar með aðstoð Friðriks? „Þetta snýst ekki fyrst og fremst um nýjungar heldur að hlúa að því sem er til staðar. Allt frumkvæði þarf að koma frá einstaklingum sem fyrir eru og engin lausn að koma með einhver boð utan frá. Í raun er þetta fílósófía. Ég hef þess vegna svolitlar áhyggjur af framtaki eins og Beint frá býli því þar er annað hvort verið að gera ofboðslega vel eða rosalega illa. Það er eiginlega engin miðja. Margir framreiða sitt fallega og beint frá hjartanu en svo eru aðrir sem telja sig geta grætt á þessu og að þeir geti svarað kalli markaðarins án þess að vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að móta svarið. Ég held að Íslendingar séu það meðvitaðir neytendur að þeir sem þannig fara að verði fljótir að annað hvort laga sína framleiðslu eða hætta.“ Heimspekin sem Friðrik vísar til er alþjóðleg hreyfing kennd við Slow Food eða hægan mat. Hugsunin þar á bak

við er að bjóða fram matvæli sem unnin eru með virðingu fyrir náttúrunni, sanngirni gagnvart vinnandi höndum sem að framleiðslunni koma og markmiðið er ekki fyrst og fremst að ná fram arðsemi. Þessi hreyfing spratt fram í andsvari við hraða nútímalífs og skyndibitans sem var að verða helsta fæði nútímamannsins. Matvælaframleiðsla tekur tíma, eldun á að hæfa hráefninu og mikilvægt er að gefa sér tíma til að njóta matarins. „Ég held, að við séum svolítið á eftir hér,“ segir Friðrik. „Ég er búinn að vera meðlimur í Slow Food hreyfingunni í mörg ár og er áhugamaður um norrænan mat. Hér á landi hefur þetta þróast svolítið öðruvísi en annars staðar. Eftirspurn eftir mat unnum í anda Slow Food er meiri en framleiðslan. Ef ég set þetta myndrænt upp má segja að hér hafi trjákrónan vaxið fyrst og hún verið án rótar í nokkurn tíma áður en hún tók að skjóta öngum sínum ofan í jarðveginn. Í Austurríki og Ítalíu fannst bændum þeir hafa svo miklu að miðla til kaupenda og þeirra vörur spruttu af því. Vöruþróunin þar á þess vegna uppruna sinn á býlunum sjálfum en hér skapaðist markaðurinn fyrst og hann var farinn að kalla eftir vörunum áður en þær urðu til. Ég tel samt að það sem ekki Í boði náttúrunnar

39


íbn MATUR

Bollaleggingar „Þetta snýst ekki fyrst og fremst um nýjungar heldur að hlúa að því sem er til staðar“

Bolli er ekki bara bolli og rétta útlitið getur breytt öllu. Smekkur manna er mismunandi og bollarnir frá Kahla eru misstórir, mislitir og fjölbreyttir í laginu svo flestir geta fundið þann rétta fyrir sig. Spáðu í bollana hjá Kokku. Á vefnum okkar kokka.is geturðu skoðað mikið úrval af eldhúsvörum í ró og næði. Síðan geturðu pantað á vefnum og sparað þér tíma og fyrirhöfn.

hefur tekist nógu vel eigi ekki eftir að skaða okkur því við erum það meðvitaðir neytendur, en það hefur hins vegar gerst í Bretlandi. Margt ungt fólk þar hefur hafið lífræna ræktun og fleira bara af efnahagsástæðum en skortir væntumþykju gagnvart náttúrunni og virðingu fyrir hefðum í þeirri framleiðslugrein sem það stundar.“ Friðrik tekur sér málhvíld andartak en heldur svo áfram. „Á Íslandi er líka margt gott að gerast. Fyrirbærið Matur í ríki Vatnajökuls er til að mynda einstakt. Þar er dæmi um hvernig vel er unnið með hluti. Víða annars staðar þar sem verið er að reyna að vinna vörur í anda Slow Food eru ákveðin vandamál. Meðan við rákum Friðrik V. drógum við svolítið vagninn í Matur úr héraði hugsuninni og vorum það heppin að við höfðum stóru framleiðendurna á svæðinu með okkur. Þeir skildu að þeir þyrftu að leggja mest á sig fyrir minnstu athyglina en sums staðar skortir þann skilning og þar eru stóru aðilarnir ekki með. Þá eiga þeir litlu í erfiðleikum. Veitingamenn eru á hinn bóginn alveg steinsofandi. Í Reykjavík eru margir með Icelandic Kitchen límmiða í glugganum en þegar inn er komið er ekkert á bak við það. Vakningin hefur helst verið úti á landi í þeim geira og þess vegna ákváðum við að fara út í þetta með Edduhótelunum. Þetta kom til að frumkvæði eigenda Eddanna og vegna þess að þeir skildu að matur er hluti af upplifun ferðamannsins. Ég lærði á Ítalíu og þar er ekki bara kennt hvernig á að elda heldur líka hvernig varð maturinn til, hver er sagan á bak við þessa ræktun. Hér á landi vantaði þetta. Við lærðum lítið um íslenskan mat eða matvælaframleiðslu og ekkert um hefðir. Ungir krakkar fara í Kokkaskólann án þess að hafa soðið vatn heima hjá sér og læra að framreiða flotta rétti en hafa kannski aldrei eldað kjötsúpu eða brauðsúpu. Ég held þó í vonina og þetta er að breytast undir stjórn Ragnars Wessman og Guðmundar Guðmundssonar, sem eru frábærir fagmenn og kenna við Hótel- og matvælaskólann. En þar hefur rykið verið hrist af Helgu Sig. og hún er orðin kennslubók í skólanum. Matreiðslunemar eru líka hvattir til þess að elda mat undir áhrifum gamla íslenska eldhússins og gera árstíða- og svæðisbundna matseðla.“ Friðrik og Arnrún, kona hans, hafa lengi uppfrætt eyfirsk ungmenni og annað áhugafólk um svæðisbundinn mat og boðið upp á kennslu í matartilbúningi. Nemendur í 9. og 10. bekk í grunnskólum Akureyrar voru hjá þeim í námi og kynntust sveitinni sinni og fyrirtækjum á svæðinu þar sem ferlið frá því að dýr fæðist eða fræ er sett í jörð og þar til fullunnin vara er lögð á borð neytandans var gerð ljós. Einnig var farið inn í eldhús og unninn hefðbundinn matur úr því hráefni sem þau höfðu séð. Þetta er liður í viðleitni þeirra til að kenna þeim Íslandssögu fæðunnar.


íbn DÝR „æ erfiðara er að finna gistirými þar sem hundurinn er velkomin“

Ekki án hund°in° TEXTI STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR MYNDIR GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR

Fyrir sjö árum bættist hundur við fjölskyldu mína og það var hreint ótrúlegt hversu auðvelt þessi ferfætlingur átti með að toga í hjartastrengi okkar hjóna. Við förum helst ekki í frí án þessa loðna barns okkar og öðrum hundaeigendum er eins varið. Æ, erfiðara verður þó með hverju árinu sem líður að finna gistingu fyrir utan bæinn sem býður hunda velkomna. Skráðir hundar á höfuðborgarsvæðinu eru nú um fimm þúsund og hverjum þeirra fylgir fjölskylda sem samanstendur af einum eða fleiri einstaklingum. Þrátt fyrir að hundum hafi farið fjölgandi á Íslandi á síðustu árum og eigendunum þar með hefur sú þróun orðið að æ fleiri gististaðir banna hunda. Þrátt fyrir augljóst tækifæri fyrir þá sem bjóða slíka þjónustu þá hafa heilu sumarhúsabyggðirnar bannað gæludýrahald, bændagistingar og jafnvel sum tjaldsvæði auglýsa að þar séu ekki leyfðir hundar. Þær ástæður sem taldar voru upp fyrir slíku banni af gistihúsaeigendum, umsjónarmönnum sumarhúsa stéttarfélaganna og ferðamennskubændum, voru að hreinlæti og heilbrigðisástæður stæðu í vegi fyrir að hundum væri hleypt að, þetta væru ofnæmisvaldar og að hundaeigendur gættu ekki hunda sinna nægilega vel og þeir trufluðu aðra gesti. Heilbrigðiseftirlit í landinu setur reglur um að dýr megi ekki vera eða fara um þar sem matvæli eru unnin, elduð eða borin fram. Um gistirými gilda allt aðrar reglur og heilbrigðiseftirlit telur sig ekki þurfa að útiloka gæludýr frá þeim. Eigendur og rekstraraðilar gististaðanna setja sér því sjálfir reglur um hverjum er hleypt að og hverjum ekki. Gæludýraeigendum ber samkvæmt lögum að ormahreinsa dýrin sín. Allir gæludýraeigendur eru svo einfaldlega neyddir til að baða og þrífa þau reglulega því öðruvísi er ekki hægt að halda dýr inni á venjulegu heimili. Hundur á ferð með eiganda sínum er því mun líklegri til að hafa verið baðaður og greiddur áður en hann leggur upp í ferðina en dýr sem mæta fólki víða utan borgarinnar. Á hinn bóginn skýtur nokkuð skökku við að staðir sem fólk sækir beinlínis til að komast í návígi við náttúruna og hið óspillta land okkar megi ekki hýsa annað dýralíf en skordýr, bjöllur og nagdýr. Fuglinn fljúgandi skilur eftir sig úrgang á þökum og pöllum sem enginn óttast en hundur á ferð með eiganda sínum má ekki skilja eftir nein ummerki. Boð og bönn og sterílt umhverfi verður æ meira áberandi. Neytandinn skal geta gengið

Á vefsíðunni hvuttar.net er listi yfir þá gististaði sem taka á móti hundum og hjá Hundaræktarfélagi Íslands er hægt að fá upplýsingar um hundavini, fólk sem tekur að sér hunda tímabundið.

að ákveðinni þjónustu og gæðum á tjaldstæðum/ sumarbústöðum/gististöðum sem vísum, og þar er sífellt minna pláss fyrir frávik eins og hund. Víða erlendis eru hundar í fylgd eigenda sinna velkomnir á hótel og aðra gististaði. Fólk sem fer utan til að kaupa hunda og flytja þá heim til Íslands hefur notið góðs af slíkri gistivináttu og lendir sjaldan í vandræðum. Á sumum hótelum er meira að segja boðið uppá hundabúr til að hafa inní herbergjunum og svo er að sjálfsögðu sérstakur matseðill handa hundinum á veitingastaðnum. Ætti þetta ekki einmitt að vera eins sjálfsagt og barnamatseðillinn? Það hlýtur að vera hægt að finna lausn hér heima sem allir geta sætt sig við. Ofnæmisköst má t.a.m. auðveldlega forðast með því að takmarka gæludýragistingu við ákveðin hús eða herbergi og leigja ekki öðrum þau nema tryggt sé að þeir hafi ekki ofnæmi. Það er fátítt að hundar gelti á næturnar því þeir sofa eins og menn en verði þeir fyrir truflun eða upplifi ógn kemur það fyrir. Venjulega tekur stutta stund að róa hundinn og hann ætti alla jafna ekki að valda meiri óróa en ungbarn. En ef það gengur ekki ætti að vera hægt að vísa hundinum burt. Einnig er hægt að hafa afmörkuð svæði fyrir hunda og hafa þá að sjálfsögðu í bandi. Deila má um hversu mikill óþrifnaður er af hundum en margir halda því fram að hundstungan sé heilnæm og ýmsar vísindalegar kannanir sýna að 65% minna er af sýklum í gini hunds en munni manns. Sennilega mun aldrei ríkja fullkomin sátt um gæludýrahald. Málið snýst því meira um að finna leið til að allir geti notið sín, hundaeigendur jafnt og þeir sem ekki geta eða vilja hafa hunda of nærri sér. Í boði náttúrunnar

41


42

Í boði náttúrunnar


kafað í

náttú>una

– Gönguferðin sem brey t tist í GRASAFERÐ TEXTI MARGRÉT HUGRÚN GÚSTAVSDÓTTIR MYNDIR HRAFNHILDUR SKÚLADÓTTIR & FLEIRI STÍGSKONUR

Í boði náttúrunnar

43


íbn ÚTIVIST

Stígur leggur af stað frá Dalbæ allaströnd Undurfögur Snæfj

Tjaldað á Sandeyri

Orkurikur hafragrautur með kræk iberjsaft

Jur tum troðið i öl l hólf og húfur Ótrúleg gróska

Á

liðnum árum hefur það færst mjög í aukana að Íslendingar gangi um fjöll og firnindi fósturjarðarinnar. Stofnaðir hafa verið ýmsir hópar með formlegum sem óformlegum hætti og segja má að á hverju sumri fæðist nýir göngugarpar í óbyggðum landsins. Einn gönguhópur af þessu tagi er skipaður góðum konum sem ganga alltaf í kjólum og klikka ekki á varalitnum. Kjólarnir eru hafðir mátulega skræpóttir “svo þær sjáist betur” og varaliturinn –jú, þú veist aldrei nema þú endir á bar um kvöldið. Blaðamaður Í boði náttúrunnar gaf sig á tal við þær Þóru Leósdóttur, sem er einn af stofnendum hópsins Stígur, og Sigríði Þóru Árdal og fræddist betur um þennan skemmtilega gönguhóp og ferðalag þeirra sem breyttist síðasta sumar úr markvissu þrammi á áfangastað yfir í lággróðursgrúsk

44

Í boði náttúrunnar

af bestu gerð þar sem kafað var í matarkistu fjallkonunnar. Kjarni hópsins er um þrettán konur sem hafa meðal annars farið um Norðurstrandir, gamla Kjalveg, Rauðasand og Látrabjarg en sumarið 2009 skelltu dömurnar sér í göngu um Snæfjallaströnd og var markið sett á Brúðkaupshringinn svonefnda. Stelpunum í Stíg tókst reyndar ekki að klára hringinn vegna veðurs en fengu annað í staðinn: Ógleymanlega kennslustund í nýtingu náttúruafurða og sterkara samband við hver aðra og landið sem þær ól. „Ég hef verið með í tvö síðustu skipti,“ segir Sigríður Þóra. „Þetta eru hörkuduglegar konur úr öllum áttum og einkar skemmtilega samsettur hópur. Ég tel mig stálheppna að hafa dottið þarna inn.” Nokkrar af göngugörpunum eru lunknar að nota GPS tæki sem gerir það að verkum að leiðsögumenn verða

óþarfir en eins og sönnum dömum sæmir nýta þær sér stundum þjónustu ferju – og burðarmanns (eiginmaður Þóru), enda vart fyrir glossaðar dömur í kjól að burðast daglangt með þungan farangur á bakinu. Brúðkaupshringurinn er oftast farinn á fjórum dögum og að þessu sinni var lagt af stað frá Dalbæ á Snæfjallaströnd í sól og 18 stiga hita þann 24 júlí í fyrra. “Elskulegur eiginmaður Þóru, Kristján trússaði fyrir okkur sjóleiðina matarpinkla, tjöld og vatnsheldar töskur. Dagleiðirnar voru svo planaðar 12-16 km. þannig að þetta var dekurferð í alla staði,” segir Sigríður. Eftir veðri og vindum „Veðrið var yndislegt þennan dag og dásamleg náttúrufegurð. Við settum upp tjaldbúðir á Sandeyri og gengum daginn eftir yfir Snæfjallaheiði til Grunnavíkur sem markar upphaf Jökulfjarðanna. Meiningin var svo að halda áfram að


Brúðkaupshringurinn

Viðarkynntur pottur i Gr unnuvik Súkku laðipecankaka með Fjö rukálsblómum

Ferðaþjónustan i Grunnuvik

Flæðareyri næsta dag en veðrið setti strik í reikninginn sem gerði þó ekki mikið til því í Grunnavík er rekin frábær ferðaþjónusta í Sútarabúðum. Þar er viðarkyntur heitur pottur og allt til alls,” segir Sigríður og líkir staðnum við paradís. „Í þessari pínulitlu vík bjuggu í eina tíð þrjú hundruð manns en árið 1962 komu bændur þarna saman og ákváðu á einu kvöldi að f lytja allir sem einn. Fiskurinn brást og búsetugrundvöllur þar með. En það er ævintýralegt að koma þarna því allt ber þess merki að þarna hafi menn dreymt stóra drauma.“ Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott Eftir að hafa gengið í rjómablíðu og logni á fyrsta degi skall á hið versta veður. Tjöld ferðalanga sem dvöldu á Sandeyri nóttina á eftir Stígskonum brotnuðu og fuku en þær síðarnefndu sváfu á sínu græna eyra í Sútarabúðunum góðu og fundu ekkert fyrir veðrinu. Þessi óvænti

norðanhvellur gerði hins vegar það að verkum að ekki var hægt að trússa síðasta spölinn og því breyttist planið. „Við gengum því á Maríuhorn yst í Grunnavík og uppgötvuðum fyrir vikið þetta dásamlega svæði. Þegar gengið er markvisst milli áfangastaða gefst sjaldnast tími til að velta hlutunum mikið fyrir sér en þarna gátum við skoðað gróðurinn nánar og allt það sem náttúran hefur upp á að bjóða. Við vorum líka svo heppnar að hafa Sóleyju Elíasdóttur leik -og grasakonu með í för og hún sagði okkur ótalmargt um plönturnar.“ Dömurnar eyddu því deginum í nánum tengslum við móður jörð, tíndu jurtir, önduðu að sér ilminum frá flórunni og lærðu að bjarga sér sem aldrei fyrr. „Seinnipart dagsins og um kvöldið bjuggum við til krækiberjasaft, salat úr fjörukáli, te og krydd úr afrakstri jurtatínslunnar og Sóley bjó til bakstra úr jurtunum,“ segir Sigríður Þóra og brosir við minningunni.

Frá Dalbæ er gengið yfir á Sandeyri og þá til Grunnavíkur. Þaðan er gengið að Flæðareyri við Leirufjörð og síðan um Dynjandisskarð niður í Unaðsdal. Leiðin er kölluð Brúðkaupshringurinn því í Unaðsdal er kirkja og það var talinn ágætis prófsteinn á samband hjónaefna hvort þeim entist ástin yfir torfærur og gegnum þau veður sem alltaf má eiga von á þarna.

“Hún tók nokkrar sem voru með verki í liðum, eymsli í fótum og skurfur eftir gönguna í meðferð og lagði á bakstra. Við höfðum reyndar líka verið að tína á leið inn í Grunnavík og áttum því fulla bakpoka af jurtum. Bakpokarnir voru reyndar orðnir ákaf lega fallegir á að líta. Búið var að troða jurtum í öll hólf og glufur og alls staðar stóðu lifandi angar út úr þeim.“ Um kvöldið var svo skipulögð dýrindis máltíð þar sem teigað var úr gnægtarhorni náttúrunnar. “Það má alltaf gera plan B eða C ef eitthvað bregst. Veðri og vindum stjórnum við ekki en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við þegar náttúruöf lin setja hlutina úr skorðum. Upplifunin verður þá öðruvísi og oft betri,“ segir Þóra að lokum og ljóst er að þessar dætur móður náttúru munu hvorki láta veðurguði né aðra aftra sér frá því að kasta sér í faðm hennar í sumar. Í boði náttúrunnar

45


íbn ÚTIVIST

Fengur og fróðleikur Kr æk iber

» »

Krökkt var af krækiberjum þó ekki væri lengra liðið á sumarið. Krækiber soðin og hlynsýrópi bætt út í og hellt út á hafragrautinn næsta morgun.

Fjöruk ál

»

Einær jurt með hvítum blómum sem vex í sandfjörum, algengust um vestanvert landið. Fjörukálið er með góðu kálbragði og er hið besta grænmeti. (Sjá bls. 74) Salat búið til úr því um kvöldið og blómin nýtt í salatið og til skreytingar á súkkulaðiköku og reyndust afar gómsæt.

»

46

Í boði náttúrunnar

Blóðberg

»

Gerðum te úr blóðbergi.

Brönugrös

»

Brönugrös eru ekki meðal helstu lækningajurta í íslenskri náttúru en brönugrasaseyði er talið hemja hósta og mýkja háls. Einnig mun smyrsl sem gert er úr rótum brönugrasa virka vel á útbrot og gott er að bera það á sár. Brönugras á að taka á Jónsmessunótt með fjöru sjávar. Það hefur þá náttúru að ef það er sett í hvítt silki og undir kvenmannshöfuð eða kodda verður hún ástfangin af þeim sem þetta gerði. (heimild Jón Árnason)

»

Bakstur á auma liði

» Maríustakkur » Vallhumall » Gulmaðra » Víðibörkur Jurtir soðnar við vægan hita í góðri olíu, sett í grisju og lagt á aum svæði. Einnig má sía olíuna frá og nota hana eingöngu. Góður bakstur fyrir verki í liðum, eymsli í fótum og skurfur eftir göngu.


Útbúnaðarlisti: Dagpok i

Glymur softshell dömujakki Vatns- og vindhelt þriggja laga eVENT öndunarefni. Slitsterkt, teygjanlegt efni. APEX hönnunarverðlaun. 66°N 38.500 kr.

Oregon 450 GARMIN 3D litasnertiskjár, hágæða GPS móttakari, hæðamælir, 3-rása rafeinda áttaviti, SDkortalesari, myndaskoðun og margt fleira. GARMIN 79.900 kr.

» Bakpoki » Vatnshlíf fyrir bakpokann » Göngukort » Gönguskór » Göngustafir » Vaðskór-lítið handklæði » Legghlífar » Göngubuxur » Regngalli » Flíspeysa » Húfa, vettlingar, buff og hálstau » Hlý undirföt » Flugnanet og derhúfa » Bolli og kaffibrúsi » Nestisbox » Vatnsflaska » Myndavél, filmur og sjónauki » Áttaviti, rafhlöður, Gps-tæki Silva Ranger 16 » Sólgleraugu » Brjóstbirta að eigin vali » Sjóveikis-/ofnæmistöflur » Dömubindi, tappar » Verkjatöflur/plástur/sárabindi » Hælaplástrar » Sólvörn og varasalvi » WC-pappír » Tau- eða pappírspoki fyrir jurtir Áttaviti með stórum spegli (nauðsynlegt

fyrir konur á fjöllum : ) ÚTILÍF 7.990 kr.

T rússTASKA

Rack Pack 89 L – Ortlieb Vatns– og rykheld trússtaska; soðnir saumar, einfalt að loka. Margir litir og stærðir. Varahlutaþjónusta. 5 ára ábyrgð. HIRZLAN 15 .900 kr.

» Svefnpoki/koddaver » Flísteppi » Dýna » Lopapeysa » Nærföt » 2-3 göngusokkar » Dúnvesti/- úlpa » Göngukjóll » Tannbursti » Blautþurrkur » Snyrtivörur (td. prufur) » Bómull » Bursti/greiða/hárspennur/teygjur » Eyrnatappar » Aukaföt eftir þörfum » Léttari skór f. kvöld Í boði náttúrunnar

47


íbn JURTIR

fyrir líkama og sál

TEXTI OG MYNDIR GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR

Jurtate er auðvelt að búa til og þau eru bæði ódýr og bragðgóð. Slík te eiga alltaf vel við, hvort sem þau eru drukkin til að koma manni af stað á köldum vetrarmorgni, til heilsubótar eða til að bera fram í góðra vina hópi. Jurtate var drukkið löngu áður en svart og grænt te varð vinsælt og hefur verið notað í þúsundir ára til lækninga. Plönturnar gefa frá sér orku og lífskrafta sem koma frá sól og jörðu og þegar þeim hefur verið blandað saman við vatn verður upptaka næringarinnar eins og best verður á kosið.

48

Í boði náttúrunnar


Í boði náttúrunnar

49


íbn JURTIR Elfting

Birki

Blóðberg

Maríustakkur

Gulmaðra Ljónslappi 50

Í boði náttúrunnar


Hér verður greint frá sex algengum jurtum sem auðvelt er að þekkja og finna. Gott er að byrja á því að þekkja fáar plöntur vel og bæta svo við og endilega verið óhrædd við að blanda saman jurtum eftir því hvaða bragð eða eiginleika þið viljið fá út úr plöntunum. Eins og rannsóknir hafa sýnt fram á er það trúin á lækninguna og jákvætt hugarfar sem skipta einnig miklu máli. Njótið!

» Blóðberg Blóðberg má týna allt sumarið og jafnvel lengur á hálendinu og hægt er að nýta alla jurtina, bæði blóm og lauf. Við tínslu er mikilvægt að forðast skemmdir á rótarerfi og þá er gott að nota skæri. Blóðberg er sýkladrepandi og vinnur gegn flensu, kvefi og lungnakvefi. Það er einnig gott fyrir magann og frábær jurt til að nota í eldamennsku líkt og timjan.

» Birki Best er að tína birkiblöð á vorin eða snemma sumars. Birki er talið vera bólgueyðandi, svitadrífandi, örva lifrina og hreinsa blóð. Birki er mest notað til að hjálpa við gigt og ef taka á sérstaklega á gigtinni getur verið gott að blanda því saman við mjaðjurt og hornblöðku. Birki er notað bæði í te og matargerð.

» Gulmaðra Gulmaðran er sólelsk planta og hægt er að nýta blöðin og blómin í kringum mitt sumar. Gulmaðra er sérlega góð planta gegn húðsjúkdómum, exemi, sóríasis og graftrarkýlum. Einnig er Gulmaðran talin mjög góð í að hreinsa blóðið eftir mikla kaffidrykkju eða eftir notkun sterkra lyfja.

» Ljónslappi Ljónslappi er mjög bragðgóð tejurt en það eru blöðin sem eru fyrst og fremst nýtt. Ljónslappinn er græðandi og bólgueyðandi og var mikið notaður gegn niðurgangi hér áður fyrr.

» Maríustakkur Blöðin af maríustakk eru sérstaklega góð fyrir konur en plantan er notuð til að koma reglu á blæðingar, stemma blóðmissi í miklum blæðingum og gegn tíðaverkjum. Maríustakkur virkar einnig gegn svitaköstum og hitakófi á breytingaskeiði. Hann er talinn styrkjandi fyrir meltingarfæri og græðir sár, jafnt innvortis sem útvortis.

» Klóelfting Klóelfting er talin vatnslosandi og jafnframt notuð gegn blöðrubólgu og liðagigt. Hún er styrkjandi og græðandi fyrir lungun og talin geta fjarlægt eiturefni úr líkamanum. Hún virkar jafnframt styrkjandi á ónæmiskerfið. Klóelfting er steinefnarík og er álitin örva hárvöxt og styrkja bein og neglur.

Í boði náttúrunnar

51


íbn JURTIR

Villtar jurtir eru allt í kringum okkur. Við þurfum oft ekki að fara lengra en út í garð eða á næsta útivistarsvæði til að finna jurtir sem við getum nýtt okkur. Allra best er að fara út fyrir bæjarmörkin og tína ekki of nálægt vegum þar sem ryk og mengun fellur á plönturnar. Einnig er gott að tína stuttu eftir rigningu því þá eru plönturnar hreinar og ferskar. Þegar jurtir eru tíndar í náttúrunni á aldrei að taka of mikið á hverjum stað heldur dreifa tínslunni yfir stór svæði. Skæri eru þarfaþing til að rífa ekki upp viðkvæman gróður og ef nýta á laufblöðin af plöntunni er best að tína þau rétt áður en hún blómgast svo orkan sé enn mest í laufunum en eigi að nýta blómin af plöntunni þá er best að tína þau þegar þau eru nýbúin að blómstra.

» Þurrkun Á sumrin er gott að nota jurtirnar ferskar og setja þær beint útí heitt vatn og ef maður vill eiga þær fram á vetur þá er þurrkun besta geymsluaðferðin. Plantan tapar lítilli sem engri næringu við slíka meðhöndlun. Margar aðferðir eru hafðar við þurrkun: til dæmis má setja jurtir í grunnan kassa eða pappírspoka og leggja þær á hreint lak eða grindur þannig að það lofti vel um þær. Ef pokinn er notaður getur verið gott að setja hann á ofn fyrstu dagana eða geyma hann í aftursætinu í bílnum þar sem hitinn flýtir mjög fyrir þurrkuninni. Önnur leið er að hengja jurtirnar upp til þerris en mikilvægt er að þær séu ekki í mikilli sól. Það tekur oftast 4 til 7 daga fyrir þær að þorna alveg nema notaður sé sérstakur þurrkofn. Þegar jurtirnar molna niður á milli fingranna eru þær tilbúnar. Gott er að setja þurrkuðu plönturnar strax í ílát eða poka eftir að þær eru orðnar alveg þurrar því ekki viljum við að þær fari að safna ryki.

» Geymsla Glerkrukkur eru besti geymslumátinn fyrir þurrkaðar plöntur. Allra bestar eru brúnu glerkrukkurnar sem lyf eru stundum geymd í en þær skýla fyrir ljósi og hita. Þurrkaðar plöntur geymast í eitt ár eða lengur en bragð og lækningamáttur fer þverrandi með tímanum.

52

Í boði náttúrunnar

» Uppáhelling og tól Áður en hellt er upp á te er gott að mylja þurrkaðar plöntur á milli handanna eða í mortéli. Þetta brýtur blöð og blóm og dregur fram eiginleikana. Oftast er miðað við teskeið af þurrkuðum jurtum í einn bolla af tei. Gott er að eiga síu eða sigti til að halda smáum ögnum plöntunnar úr vatninu, eða góðan teketil. Ef slíkt er ekki til er hægt að hugga sig við að teið sígur til botns í bollanum eftir smátíma. Þegar te er hitað skerðast gæðin og ilmkjarnarolíur og B og C vítamín eyðast upp. Fyrir þá sem hafa fyrst og fremst áhuga á lækningamætti plantnanna þá hefur sú aðferð verið notuð að láta gott magn af tei í stóra krukku og láta hana standa í sól eða á borði í fjóra til sex tíma. Þannig haldast öll næringarefni í vökvanum. Vökvinn er svo síaður áður en teið er drukkið.

» Til að bragðbæta Margir kjósa að bragðbæta te og þá er mjólkin algengust. Þá er best að setja hana fyrst í bollann svo það myndist ekki fituskán á yfirborði tesins. Sítróna, sykur eða hunang eru einnig algeng til að bragðbæta en svo er líka hægt að nota myntu, lakkrísrót, þurrkaða ávexti eða kanilstöng sem sett er útí bollann.

» Falleg gjöf Í Waldorf skólanum í Lækjarbotnum er árlega haldinn jólabasar til styrktar skólanum. Síðasta vor var ákveðið að brydda uppá þeirri nýjung að tína, þurrka og búa til fallega gjafavöru úr villtum jurtum. Umbúðirnar samanstóðu af litlum brúnum pokum sem voru fallega skreyttir með aðstoð nemendanna. Með slíkri gjöf er sniðugt að bæta við tesíu, bolla eða vönduðu hunangi. Þessi nýjung á basarnum lagðist vel í fólk og fallegu tepokarnir runnu út eins og heitar lummur.


Augnakonfekt 22.900.- Beinpostulín og platínum

Borð fyrir tvo 9.990 kr. / fleiri litir

Augnakonfekt 22.900.- Beinpostulín og platínum

pier 1.990 kr. + 40% afsláttur

Borð fyrir tvo 9.700 kr. /bleikur

Laura ashley 7.500 kr.

Te og kaffi 5.000 kr. / margir litir

kokka 9.950 kr. /margir litir

Te og kaffi 5.900 kr. /svart og hvítt

Borð fyrir tvo 9.500 kr.

pipar og salt 10.990 kr. Steypt járn

Village 3.100 kr.

Te og kaffi 5.000 kr. / margir litir

Laura ashley 11.200kr.

Kaffitár 4.780 kr. Í boði náttúrunnar

53


gamalt TEXTI & MYNDIR GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR

Fyrir Sumarið á Íslandi er stutt og því eins gott að nýta það sem best og vera sem mest úti við. Að slappa af á pallinum með tærnar upp í loft og frískandi góðgæti við hönd er ekki slæm leið til að njóta sín á góðum sumardegi. Nú eða bara gera upp gömlu garðhúsgögnin!

Eftir

Þ

egar gömul garðhúsgögn eru gerð upp þá er hægt að fara flóknu leiðina eða einföldu leiðina. Flókna leiðin er að fara eftir því sem fagmaðurinn í málaradeildinni segir þér. Þú byrjar á því að pússa upp húsgögnin með fínum sandpappír, hreinsar þau síðan með sérstöku hreinsiefni sem fjarlægir bletti og gráma sem gæti annars sést í gegnum málninguna. Þegar húsgögnin hafa þornað vel þá ferðu yfir húsgögnin með glærri grunnfúavörn. Þar ofaná kemur grunnmálning sem nota má á útifleti. Að lokum (ef þú ert ekki þegar hættur við og búinn að kaupa þér ný húsgögn!) þá málar þú yfir allt með venjulegri útimálningu. Og nú þegar garðhúsgögnin eru loksins tilbúin og nýju sessurnar komnar á sinn stað þá er sumarfríð búið!

Einfalda leiðin Það hljómar kannski skringilega en það getur stundum komið sér vel að vera mátulega latur. Ég vil meina að þannig komi maður oft meiru í verk og finni nýjar leiðir sem gera verkin ekki eins yfirþyrmandi og leiðinleg. Aðferðin sem

54

Í boði náttúrunnar


t verður

Í boði náttúrunnar

55


1

2

3

notuð var á þessi gömlu húsgögn er einföld og alveg í anda letingjanna! Byrjað var á því að fara yfir helstu slitfleti með grófum sandpappír. Eftir það var strokið yfir húsgögnin með tusku sem bleytt hafði verið í salmíakblöndu. Að því loknu var farin ein umferð með útigrunnmálningu og að lokum, til að ná snjáðu og veðruðu útliti, var pússað yfir húsgögnin með sandpappír með sérstakri áherslu á horn og slitfleti. Þremur tímum síðar var hægt að tylla sér í stólana og njóta góða veðursins og ljúffengra veitinga! Svo ef þú ert í stuði má alltaf fara yfir grunninn með glærri viðarvörn sem ver viðinn og útlitið heldur sér betur.

56

Í boði náttúrunnar

1 Pússað yfir með grófum sanpappír, sérstök áhersla lögð á kantana 2 Borðplatan var pússuð upp og látin halda sér. 3 Púðar úr Borð fyrir tvo 4 Gamall eldhúsbekkur var einnig gerður upp og notaður í stað tveggja stóla. Það gaf meira rými í kringum borðið 5 Einnig má nota sömu málningaaðferð á gamla bakka 6

Stóllinn úr Góða hirðinum og trábolurinn komu að góðum notum.


Blóm og körfur frá Blómaval, diskar, glös og púðar frá Borð fyrir tvo, túrkís stóll, fuglahús, púði og sessa frá Pier ásamt samtíningi úr sumarbústaðinum.

5

6

4

Í boði náttúrunnar

57


Rabarbararætur Rúnars Marvinssonar Brúna smjör á pönnu. Setja afskornar rabarbararætur og slatta af sykri út á pönnuna. Steikja í mjög stutta stund. Í lokin má hella rjóma yfir eða bera fram með hreinni jógurt.

Rabarbaradrykkur Skerið rabarbara í litla bita og setjið út í vatn. Látið standa í 3 – 4 klukkutíma og hellið síðan í könnu. Einnig má setja örlítinn sykur útí en er alls ekki nauðsynlegt.

Góða veislu gjöra skal

Þ

egar gesti ber að garði er skemmtilegast að geta borið eitthvað fram sem kemur úr manns eigin garði. Þeir sem rækta rabarbara eiga yfirleitt meira af honum en góðu hófi gegnir og því tilvalið að halda rabarbara veislu með fjölbreyttum útfærslum á þessu góða og skemmtilega súra hráefni.

Rabarbara stönglar í sykri fyrir börn á öllum aldri!

58

Í boði náttúrunnar


Rabarbara sulta Kíló af rabarbara hreinsaður og skorinn í litla bita. Rabarbarinn settur í pott með 800 g af sykri og látið malla við vægan hita þar til rabarbarinn er allur kominn í mauk og það farið að þykkna. Að lokum skellt í krukkur. Einnig er gott að bæta þessa hefðbundnu uppskrift með döðlum,gráfíkjum, chili, papríku, engifer eða kanil.

Í boði náttúrunnar

59


Rabarbara frostpinnar Setjið vatn, rabarbarabita og sykur í matvinnsluvél og maukið. Sigtið og látið safann í frostpinnaform. Gott að skella myntu útí matvinnsluvélina.

60

Í boði náttúrunnar


íbn BÓKAKYNNING

Fjallabók barnanna -20 GÖNGULEIÐIR Í NÁGRENNI RVK. SIGRÚN HULD ÞORGRÍMSDÓTTIR Bókin er ætluð börnum og foreldrum eða forráðamönnum þeirra. Á skemmtilegan hátt eru kynntar gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur sem henta börnum á aldrinum 6-16 ára.

Vinnan í garðinum MAGNÚS BJARKLIND, BALDUR OG BJÖRN GUNNLAUGSSYNIR OG SVEINN AÐALSTEINSSON VERÐ: 1.490.- kr. Bókin er skrifuð með það í huga að lesandinn hafi ekki áralanga reynslu eða menntun í garðyrkju en hafi áhuga á að reyna sig við garðverkin og njóta til þess leiðsagnar fagmanna.

Útivistarbækur fyrir borgarbúa Reynir Ingibjartsson markaði leiðirnar og skrifaði fróðleik um minjar og sögustaði. Ólafur Valsson teiknaði kort af sérhverjum gönguhring. 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu lýsir 25 hringleiðum, flestar tekur ekki meira en eina klukkustund að ganga og oft er hægt að velja á milli hvort genginn er stærri eða minni hringur. Kort og leiðbeiningar fylgja sérhverjum gönguhring, ásamt lýsingu á því sem fyrir augu ber. Leiðirnar eru í útjaðri borgarinnar, við sjávarsíðuna, í dalverpum og friðsælum vinjum.

Íslenska plöntuhandbókin í nýjum búningi Höfundurinn, Hörður Kristinsson, er doktor í grasafræði og hefur um árabil stundað rannsóknir á íslenskum plöntum. Íslenska plöntuhandbókin er einhver vinsælasta handbók sinnar tegundar og birtist nú í nýjum búningi, ríkulega aukin og endurbætt, á íslensku, ensku og þýsku. Fjallað er um 465 tegundir plantna, þar af margar sem hafa bæst við íslenska flóru á undanförnum árum. Bókin er ríkulega myndskreytt en í henni er að finna litmynd af hverri tegund, skýringarteikningu og útbreiðslukort. Við flokkun plantnanna eru notaðir sérstakir myndlyklar þar sem þeim er raðað eftir blómalit og öðrum áberandi einkennum, og einnig eru í bókinni gagnlegir efnislyklar. Allt þetta gerir að verkum að bókin nýtist vel til að þekkja sundur plöntur og fræðast um hina fjölbreyttu og fögru flóru landsins. Í boði náttúrunnar

61


íbn RÆKTUN

friðurinn í

<a>adí°

Í grýttum jarðvegi við Elliðavatn byrjaði Hildur Karlsdóttir, aðeins fimm ára, að rækta sínar fyrstu matjurtir. 53 árum seinna er litli matjurtagarðurinn orðinn griðastaður hennar og eiginmanns hennar Eiríks Haraldssonar. TEXTI Hávar Sigurjónsson MYNDIR GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR OG HÁVAR SIGURJÓNSSON

Þ

að er erfitt að ímynda sér að fyrr á árum hafi þótt talsvert ferðalag upp að Elliðavatni. Nógu langt til að þar reistu margir borgarbúar sér sumarbústaði. Reyndar voru margir sem leituðu skemmra, áttu sumarbústaði í Fossvogi, Elliðaárdal, við Rauðavatn og svæðinu austur af Elliðavatni, við Geitháls og Lögberg. Margir af þessum bústöðum standa enn, fremur hrörlegir flestir, enda löngu búið að binda í reglugerðir að ekki megi byggja við eða stækka. Hjónin Eirikur Haraldsson og Hildur Karlsdóttir hafa um hálfrar aldar skeið ræktað nokkurn skika við Elliðavatn, fyrstu skóflustungurnar tóku þau haustið 1957 en þá var skikinn hluti af sumarbústaðarlóð fjölskyldu Hildar. Faðir hennar keypti bústaðinn vorið 1938. Fjölskyldan hefur því sinnt ræktun á þessum bletti í 72 ár og margt hefur breyst á þeim tíma. Þau segja stærstu breytinguna á svæðinu hafa orðið þegar Rauðhólarnir sjálfir voru mokaðir niður hver af öðrum og notaðir í uppfyllingu fyrir Reykjavíkurflugvöll á stríðsárunum. „Þetta var einstök náttúruperla, röð af gervigígum úr rauðamöl sem mynduðust þegar hraunið rann yfir mýrina sem þarna er. Nú er þetta ekki nema svipur hjá sjón og erfitt að ímynda sér hvernig svæðið leit út upprunalega.”

62

Í boði náttúrunnar

1 1 Garðurinn skiptist í mörg rými. Hér er eitt þeirra þar sem blómin ráða ríkjum 2 Hjartasteinbrjótur 3 Svartþröstur (Mynd. H.S.) 4 Að vökva vel er mjög mikilvægt í allri ræktun

2


3

4

Í boði náttúrunnar

63


5

64

Í boði náttúrunnar

6


7

9

8

10

„Þetta eru okkar lífsgæði að koma hingað og rækta blettinn okkar.”

5 Valmúi 6 Mikið af ræktuninni fer fram undir trefjadúk 7 Eiríkur horfir yfir garðinn (Mynd. H.S.) 8 Gömul áhöld þjóna ennþá hlutverki sínu 9 Hildur þekur beðin með villtum jurtum sem vaxa allt í kring en þær gefa jarðveginum næringu, raka og heldur illgresi í skefjum. 10 Skemmtileg blómaker prýða garðinn sem annars er mjög villtur.

Það leit heldur ekki gæfulega út með ræktun á þessu svæði fyrstu árin. „Þetta var rýr melajarðvegur” segir Hildur. „Við dvöldum hérna allt sumarið með mömmu en pabbi vann í bænum og kom á kvöldin og um helgar. Ræktunin snerist aðallega um matjurtir, kartöflur og kál, og við krakkarnir fengum hvert sinn skikann til að sinna. Þarna lærði ég fyrstu handtökin við ræktun en á unglingsárunum var ég tvö sumur á Kirkjubóli í Önundarfirði og þar lærði ég margt um garðrækt af Halldóri bónda og konu hans.” Eirikur og Hildur giftu sig sumarið 1957 og hófu strax ræktun við Elliðavatn. „Þetta er ekki stór bleðill sem við höfum hér, 400-500 fermetrar, og okkur hefur aldrei dottið í hug að byggja hér hús. Það er svo stutt heim til okkar að það nægir sem húsaskjól. Við verjum þó flestum vor- og sumardögum hérna og nú er vandalaust að finna skjól fyrir regni og vindi undir stæðilegum trjánum.” Það leynir sér ekki að handtökin eru fjölmörg og alúðin skín nánast af hverri plöntu. Þau eru aldrei iðjulaus og hefja vorverkin seinnipart vetrar með því að forrækta blóm, krydd- og matjurtir heimafyrir og planta svo út þegar komið er fram í maí. Yfir sumarið koma þau daglega og vökva, reita illgresi, grisja og hlúa að trjáplöntunum sem eru flestar löngu orðnar að stæðilegum trjám. Þau segja að fyrstu árin hafi gengið hægt að rækta trén, þau hafi stækkað lítið og sum árin hreint ekki neitt. „Svo eftir 10-15 ár er eins og eitthvað gerist, trén taka við sér og stækka og breiða úr sér. Við það verður í fyrsta sinn til gott skjól hér og þá skapast möguleikinn á að rækta alls kyns blóm og matjurtir.” Það er ekki bara gróðurinn sem nýtur þeirra Eiríks og Hildar því fuglarnir gera sig heimakomna meðan við spjöllum saman í skjólsælu rjóðri undir greinum trjánna. „Hér eru þrestir, starrrar þúfutittlingar, máríuerla og auðnutittlingur. Músarindillinn verpir hér líka og hefur komist upp á lag með að gera gat á plastpokana með grænmetisúrganginum og sækir sér þangað mat. Nýr landnemi er svartþrösturinn sem verpir líklega í nágrenninu því hann er hér nánast daglegur gestur.” Þau eru einstaklega samhent og sammála um allt nema þegar talið berst að hæstu trjánum og hvort þau séu farin að varpa fullmiklum skugga á lægri plönturnar. Eiríkur segir að líklega mætti lækka þau örlítið en Hildur má ekki heyra á það minnst. „Þetta er nú allur friðurinn í Paradís,” segir Eiríkur og hlær. „Hildur stjórnar vinnunni. Hún veit hvað á að gera og hvenær. Ég geri bara það sem mér er sagt og þannig gengur þetta best.” Þau segjast hafa ræktað nánast allar mögulegar matjurtir en láta sér nægja núna að rækta aðeins það sem þeim þykir gott að borða; tilraunirnar eru ágætar en mikilvægast sé þó að þykja afraksturinn góður. Haustið er eins og geta má nærri uppskerutíminn Í boði náttúrunnar

65


11

12

13

og þau gjörnýta jarðargróðann, sulta og sýra og njóta þess allt árið þar til ný uppskera tekur við. Þau eru bæði grænmetisætur að mestu en segja það hafa þróast hægt og rólega, einfaldlega vegna þess að þeim líði betur á slíku fæði. Eiríkur segist aldrei hafa tekið ákvörðun um eitt eða neitt varðandi lífstíl nema þegar hann hætti að reykja fyrir nærri 40 árum.. „Það var meðvituð ákvörðun sem ég sé ekki eftir.” Hildur kveðst hafa gert ýmsar tilraunir með mataræði t.d. hafi hún gerst grænmetisæta á unglingsárum og engum í fjölskyldunni hafi þótt neitt athugavert við það en vissulega hafi það ekki verið algengt á þeim tíma. „Það voru sumir sem töldu þetta sérvisku en sannleikurinn var sá að ég hef alltaf verið með ofnæmi fyrir fiski og langaði ekki að borða kjöt.” Jarðvegurinn er að sögn Eiríks ekki þykkur en hefur smám saman orðið til með því að þau hafa verið óþreytandi við að bera í melinn húsdýraáburð og lífrænan úrgang af heimilinu. „Við erum svo heppin að Karl sonur okkar og tengdadóttir reka matvælafyrirtækið Móðir náttúra. Þar fellur mikið til af grænum afskurði og það fáum við allt og gerum úr því jarðveg." Það er greinlegt að lífstíll þeirra hefur skilað sér til barna þeirra því dóttirin Sólveig er landsþekktur grænmetisgúrú og hefur rekið grænan veitingastað og framleitt gómsæta rétti úr grænum kosti. Hjónin Eirikur og Hildur virðast lifa og starfa í góðri sátt við þá náttúru sem þau hafa umhverfis sig við Elliðavatn. Þau eru greinilega nægjusöm og láta sér lífsgæðakapphlaup í léttu rúmi liggja. „Þetta eru okkar lífsgæði að koma hingað og rækta blettinn okkar.” Aðspurð um hvernig þau slappi af líta þau hvort á annað og segjast alltaf vera ágætlega afslöppuð. „Það er hvíld í því að koma hingað og sinna ræktuninni.”

66

Í boði náttúrunnar

11 Hildur hreinsar til í blómabeðinu. 12 Skógarþröstur (Mynd. H.S.) 13 Gömul bretti notuð sem skjólveggur fyrir unga plöntu.



íbn RÆKTUN

DAGATA L R ÆK TA NDA NS JÚLÍ

ÁGÚST

SEPTEMBER

Í byrjun ágúst er gott að gefa fosfórríkan áburð en hann eykur frostþol plantna. Einnig er gott að klippa niður blómstöngla af plöntum svo þær myndi ekki fræ því þá koma blómin sterkari til leiks næsta Í júlí er garðurinn í fullum blóma

vor. Í ágúst er hægt að

og í flestum tilfellum lítið annað

klippa limgerðið

að gera en að njóta hans. Helstu

fyrir veturinn þó

garðverkin eru sláttur, endurröðun

mælt sé með

á garðálfunum og að fara létt

því að gera það

yfir beðin með hrífu til að halda

á vorin.

illgresinu niðri. Einnig getur verið nauðsynlegt að binda

Eins og nótt fylgir degi fylgir haust

upp hávaxnar plöntur.

sumri og í september á að setja niður

Gömlu garðsláttuvélarnar standa vel fyrir sínu því þær kosta minna, eyða hvorki rafmagni né bensíni og svo fæst ágætis hreyf ing í kaupbæti við garðvinnuna.

haustlauka. Sölnuð blöð veita skjól og þess vegna á ekki að hreinsa þau burt fyrr en að vori. Gott er að skýla ungum trjáplöntum, hvort sem er laufeða barrtrjám, með striga fyrir verstu vindáttinni og gott að setja sæmilega stóran stein upp við ungplöntur til að koma í veg fyrir frostlyftingu og rótarslit. —Vilmundur Hansen

68

Í boði náttúrunnar


1

16.6.2010

10:56

F í t o n / S Í A

F I 0 3 3 5 2 7

morgunsafi_A4.ai

Gríptu með þér Floridana í sumar. Morgunsafi, Heilsusafi og Appelsínusafi frá Floridana eru 100% hreinir ávaxtasafar framleiddir úr úrvals hráefnum og innihalda engan viðbættan sykur. Fáðu þér Floridana og lifðu vel.

LIFÐU VEL!


Heillandi heimur Blómavals í 40 ár sumarblóm afskorin blóm pottablóm matjurtir kryddjurtir fræ laukar tré runnar blómapottar gjafavörur kerti servíettur skreytingaefni krydd vítamín fæðubótarefni lífræn matvara snyrtivörur mold sáðbakkar húsgögn búsáhöld verkfæri

www.blomaval.is


...saman í

4

ár


íbn MOLAR

72

Í boði náttúrunnar


gjöful náttúra

Rúnar Marvinsson er þekktur fyrir að nýta það sem hendi er næst í sinni matargerð. Hér sækir hann hráefni í fjöruna, móann og vatnið og galdrar fram dýrindis máltíð. TEXTI RÚNAR MARVINSSON MYNDIR JÓN ÁRNASON

Í boði náttúrunnar

73


M

ætti ekki í öllu atvinnuleysinu— sem er sossum eðlilegt eftir nokkurra ára vinnufyllerí og gaf eins og meistarinn sagði af góðu tilefni, böns af moní og þeir sem gleymdist að setja í siðferðisgenið drukku kælt kampavín og grilluðu sérinnflutt gíraffalæri og stönguðu úr tönnunum með froskalöppum frá langtíburtistan— nota tímann til að fara að gera eitthvað sjálfur, útbúa sjálfur það sem maður étur – rækta garðinn og fara um fjöruna og móana og komast að því hvað er þar að finna sem gott er undir tönn. Ýmislegt má líka tína og þurrka sem gott er að geyma í góðæriskrukkum sem allir eiga nóg af. Þótt ég hafi í tíma og ótíma hvatt fólk til að taka eftir þessum gjöfum móður náttúru er langt í frá að ég haldi að ég viti einhvern stórasannleika um eilífðarmálin en eitt veit ég­- að til lengdar er meira gefandi að gera’ða en láta gerað’a fyrir sig.

74

Í boði náttúrunnar


villt salat Fjöruarfi súrur hvannarblöð kjörvill Skolið vel í köldu vatni. Blandið saman. Hellið yfir góðri lífrænni ólívuolíu og skvettu af ediki. Salt og nýmulinn pipar. Kirsjuberja eða lífræna tómata eftir smekk. Etið síðan ykkur til yndis og ánægju.

Í boði náttúrunnar

75


Rúnar verður með fastan matarþátt í næstu þremur tölublöðum þar sem hann gerir gott úr því sem náttúran býður uppá hverju sinni, skoðar gamlar matarhefðir og fer með okkur í ferðalag um ótroðnar slóðir.

76

Í boði náttúrunnar


Hrár silungur á súrublaði Sósa

1/2 límóna 1/2 appelsína 1/2 tsk wasabi 1/2 bolli sojasósa saxaður graslaukur 1/2 msk fínt saxaður engifer Öllu hrært vel saman. Fiskurinn er hreinsaður og skorinn í litla munnbita. Hver biti er annað hvort vafinn með súrublaði eða settur á fat og sósu og súrublöðum stráð yfir. Fallegt að skreyta með lambagrasi.

Í boði náttúrunnar

77


Léttsteikt Lýsubleikjuflök Blandið saman olíu, hvítlauk og blóðbergi (gott að nota töfrasprota). Skafið roðið með beittum hníf og fjarlægið allt slím, stráið síðan Maldon salti yfir fiskinn og látið hann standa í 10-15 mín. Penslið hvítlauksolíu yfir. Brúnið smjör á pönnu og smellið flökunum á - sárið niður. Steikið í 2-3 mínútur og vendið svo á roðhliðina og steikið í 4-5 mínútur. Færið uppá diska og hellið bolla af hvítvíni eða sambærilegu góðgæti út á pönnuna. Látið suðu koma upp, barnið með blóðbergi. Hræra má matskeið af smjöri útí. Þá er sósan klár.

78

Í boði náttúrunnar


Í boði náttúrunnar

79


Flower eruption Jón Björnsson

hjúfra Hanna Jónsdóttir

púki og lamb Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Náttúran í hönnun Stálrósir Tinna Gunnarsdóttir

S

ýningin Náttúran í hönnun var opnuð laugardaginn 19. júní sl. í Ljósafossstöð. Þar er boðið í ferðalag um hlutgerða náttúru íslenskra hönnuða og skyggnst inn í hugarheim þeirra m.a. með áhugaverðum viðtölum. Fjörulallar, Súkkulaðifjöll, Fíflar, Kría, Ugluspegill, Leirpottur og Bongóblíða eru nöfn nokkurra verka á sýningunni en ásamt þeim bregður fyrir fjölmörgum náttúrufyrirbærum og minningar um horfna náttúru öðlast líf í hönnun sýnenda. Hönnuðirnir skoða náttúruna frá ólíkum sjónarhornum en efnistökin eru jafn fjölbreytileg og náttúran sjálf. Spurningum um náttúruvernd, sjálfbærni, manngert umhverfi og fegurð er beint til áhorfenda. Sýningin er opin í allt sumar og áhugavert fyrir íslenska og erlenda ferðamenn að staldra við í Ljósafossstöð og kynna sér hvernig íslenskir hönnuðir sækja innblástur í náttúruna. Sýningin verður opin til 28. ágúst, alla daga vikunnar.

growing jewelery Hafsteinn Júlíusson

O

80

Í boði náttúrunnar


Signý Kolbeinsdóttir hönnuður

UmhverfisvottUð prentsmiðja

1.200 umhverfisvottuð kort í sátt við náttúruna

Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Í boði náttúrunnar

prentun frá a til Ö

81


íbn LJÚF MINNING

„Mikil brjóst og rakar varir blöstu hvarvetna við“

Órannsakanlegir vegir knattspyrnunnar

T

Gissur Sigurðsson Fréttamaður á Bylgjunni

82

Í boði náttúrunnar

il hamingju konur, konur um allan heim. Nú verður fjögurra ára vopnahlé þar til HM í knattspyrnu verður aftur. Þessi uppskeruhátíð karlrembunnar, þegar karlmenn brjóta af sér alla hlekki sem þeim f innst að jafnréttisumræða kynjanna sé að fjötra þá í. Prúðustu menn fara allt í einu að slá um sig með alls konar ósmekklegum bröndurum á kostnað kvenna þar sem allt snýst um fávisku þeirra á fótboltasviðinu. Hlegið er hátt og dátt að öllu þessu og konur virðast láta þetta yfir sig ganga. En á stöku stað leynist þó hinn ljónheppni karlmaður sem er sestur í sófann fyrir framan sjónvarpið heima og leikur að byrja. Birtist þá ekki eiginkonan með einn kaldan í annarri og snakkpoka í hinni, sest í sófann og byrjar orðalaust að horfa. Þetta finnst honum ótrúlega flott eða þangað til hún stynur allt í einu upp úr sér:”sjáðu hvað hann er með stinnan og flottan rass”. Honum svelgist á bjórnum en hún heldur áfram:”Sjáðu leggina á honum, váá-vvááá”. Hann leggur bjórkönnuna á borðið og ætlar að fara að segja að þetta snúist um fótbolta en ekki rassa og leggi, þegar hún æpir upp:” Sjáðu hárið á honum,,algjört æææði”. Hann ræskir sig, ákveðinn í að taka stjórnina í sínar hendur þegar nærmynd birtist af leikmanni sem hafði verið felldur og bað með biðjandi látbragði um aukaspyrnu, og hún:”er einn ekki sætur, ógeðslegt að vera vondur við svona bangsa”.Maðurinn stendur nú orðalaust upp, slekkur á sjónvarpinu, strunsar út og á pöbbinn, þar sem strákarnir sitja sveittir og vígamóðir fyrir framan risaskerma og fagna honum líkt og faðirinn týnda syninum á sínum tíma. Og þegar betur er að gáð, hafa fleiri konur áhuga á fótbolta eins og ég komst að þegar ég var í vinnuferð í Hollandi fyrir mörgum árum, þegar Evrópukeppni í fótbolta stóð yfir. Fyrir utan mig var litla hótelið í Nordweig fullt af þýskum verkakonum, sem voru komnar á eftirlaun, eftir að hafa með hörðum höndum byggt Þýskaland upp eftir hörmungar styrjaldarinnar. Þessar

konur, allar stórar og sterklegar, voru alltaf prúðar og glaðar í matsalnum þegar ég kom heim á hótelið á kvöldin. Nema eitt kvöldið að ég fann eins og hitabylgju skella á mér og hávær kliður barst frá þýsku konunum sem höfðu hnappast fyrir framan stóran skjá til að fylgjast með úrslitaleiknum, enda þýska liðið annað liðanna. Ég heilsaði að vanda upp á vertinn og bað hann að færa konunum nokkrar stórar flöskur af köldu hvítvíni, til að kæla þær niður ef þjóðverjar ynnu og vera ekkert að geta um gefandann. Þjóðverjar unnu og vertinn ók þegar í stað veitingaborði í átt til þeirra með nokkrum stórum og grátandi hvítvínsflöskum ásamt glösum. Varð það tilefni nýrrar fagnaðarbylgju en í henni miðri brást vertinn trausti mínu og benti konunum á mig sem velgjörðarmann þeirra. Gerðist þá hið ótrúlega sem í minningu minni líkist hamförum. Allur þessi stóri og sterklegi hópur stóð upp í einu vetfangi og umkringdi mig. Að gömlum og góðum sið vildu þær allar þakka mér með kossi og góðu faðmlagi og gengu það hart fram að mér leið um tíma eins og ég væri í miðri vísundahjörð. Eitt augnablik upplifði ég raunverulegan lífsháska eða þar til það rann upp fyrir mér að aldrei áður hafði ég verið umvafinn öðrum eins kvennafans. Mikil brjóst og rakar varir blöstu hvarvetna við. Þetta var í rauninni ljúfsár háski og allt út af fótbolta. Síðan hef ég haft meiri áhuga á ýmsum hliðargreinum boltans en boltanum sjálfum, enda er mér orðið ljóst að maður sleppur ekki frá þessari keppni, hvernig sem á það er litið. Hún flæðir yfir öll landamæri, hún gerir ekki mun á kynþáttum og hún rúllar yfir alla pólitík. Hún rúmar þjóðrembu, stinna rassa og flotta leggi og einstaklingsdýrkun. Daginn eftir uppákomuna á hótelinu frétti ég að þýsku konurnar hefðu verið svona æstar af því að fjarskyldur frændi einnar þeirra var í þýska liðinu og hinar voru einungis að sýna henni samstöðu. Niðurstaðan er því sú, að vegir knattspyrnunnar eru álíka órannsakanlegir og vegir Guðs.-


Það er ekkert sem jafnast á við íslenska sumarið. Birtan, litirnir og landslagið laða okkur úr amstri hversdagsins. Við eltum sólina uppi eða látum rigninguna duga í frábærum félagsskap. Við tökum vel á móti þér á meira en 120 stöðum, hringinn kringum landið. Gleðilegt sumar!

Í boði náttúrunnar

83


Íslensk sumarkvöld eru björt og svöl. Fullkomnar aðstæður fyrir smá fótbolta.

Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5, Faxafen 12, Kringlan, Smáralind og Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg Keflavík: Leifsstöð og söluaðilar um allt land

www.66north.is

Klæddu þig vel


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.