ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
1
EFNISYFIRLIT INNGANGUR 3 STJÓRN IÐUNNAR
4
IÐAN FRÆÐSLUSETUR
5
FRAMTÍÐARSÝN 6 IÐAN Í TÖLUM
9
GÆÐASTJÓRNUN 10 SÍMENNTUN 11 FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA IÐUNNAR
14
NÝJUNGAR Í FRÆÐSLUSTARFI
16
NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF
20
IPA
21
NETKÖNNUN 22 ATVINNULEITENDUR 24 NÝJUNGAR Á ÁRINU
25
SVEINSPRÓF 26 NÁMSSAMNINGAR 27 VINNUSTAÐANÁMSSJÓÐUR 29 VERKEFNAVINNA 30
2
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
INNGANGUR
Senn lýkur sjöunda starfsári IÐUNNAR. Starfsemi hófst vorið 2006 en þá sameinuðust fjórar fræðslustofnanir undir merkjum IÐUNNAR. Fimmta fræðslumiðstöðin bættist svo við skömmu síðar. Sameining fræðslumiðstöðva í iðnaði hefur skilað sér með skýrum hætti í mun öflugri starfsemi undir merkjum IÐUNNAR. Velta og eigið fé hefur aukist með ári hverju. Heildarfjöldi haldinna námskeiða hefur farið úr 124 árið 2006 í 254 árið 2012.
Tilgangur IÐUNNAR • Að þjóna fyrirtækjum og starfsmönnum í greinum IÐUNNAR (bíl-, bygginga- og málmiðngreinum, prentiðnaði og matvæla- og veitingagreinum) með því að efla hæfni þeirra með greiningu menntunarþarfa og, markvissri og öflugri símenntun.
Frá miðju ári 2012 til miðs árs 2013 voru haldin 268 námskeið.
• Að þjónusta yfirvöld menntamála sem tengiliður þeirra við
Enn hefur orðið aukning á framboði námskeiða en fjöldi
atvinnulífið. Þetta er gert til þess að hjálpa til við að efla
þátttakenda hefur dregist lítillega saman á milli ára. Það helgast
mannauð, framleiðni og samkeppnishæfni og stuðla að
af því að fjöldi átaksnámskeiða var haldinn á árinu 2011. Fjöldi
framgangi iðn- og starfsmenntunar.
þátttakenda á námskeiðum árið 2006 var samtals 1.366 en
• Að efla ímynd greinanna og styðja við hluthafa félagsins
starfsárið 2012-2013 var fjöldinn kominn upp í 2.551.
til að auka vöxt fyrirtækja, bæta samkeppnishæfni og
Á haustdögum árið 2012 voru þau Sigurður Fjalar Jónsson
auka starfsmöguleika starfsmanna. Að gera vinnustaði og
verkefnastjóri og Þorgerður Jóhannsdóttir matráður ráðin til
starfsmenn eftirsóttari, auka gæða- og kostnaðarvitund.
starfa. Björn M. Sigurjónsson sviðsstjóri prenttæknisviðs hætti
• Að stuðla að virðissköpun viðskiptavina með því að bjóða
störfum í apríl 2013 og við hans starfi tók Ingi Rafn Ólafsson.
upp á öfluga símenntun sem er í takt við þarfir fyrirtækja
Hildur Elín Vignir er framkvæmdastjóri IÐUNNAR. Starfsmenn eru
og starfsmanna og tekur mið af framtíðarsýn þeirra og
samtals 22.
tækniþróun. • Að efla umhverfis- og vinnuvernd í greinum IÐUNNAR og beita sér fyrir varðveislu eldri og hefðbundinna vinnuaðferða og handverks.
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
3
STJÓRN IÐUNNAR
Aðalmenn í stjórn IÐUNNAR árið 2012-2013 voru Katrín
Varamenn í stjórn voru Friðrik Á. Ólafsson, SI, Jóhannes
Dóra Þorsteinsdóttir, SI, formaður, Hilmar Harðarson, FIT, Atli
Jóhannesson, BGS, Heimir Kristinsson, Samiðn, Oddgeir Þór
Vilhjálmsson, BGS, Bjarni Thoroddsen, SI, Finnbjörn Hermanns-
Gunnarsson, FBM, Ragnheiður Héðinsdóttir, SI og
son, Samiðn, Georg Páll Skúlason, FBM, Jóhann Rúnar
Hafsteinsson, SI. Varamenn og áheyrnarfulltrúar í stjórn voru
Sigurðsson, Samiðn, Magnús Stefánsson, MFH, Níels Sigurður
Ingólfur Haraldsson, SAF og Guðmundur Ragnarsson, VM.
Þröstur
Olgeirsson, MATVÍS og Þorsteinn Víglundsson, SI. Eignarhlutar IÐUNNAR skiptast í níu hluta: Samtök iðnaðarins fara með 33%, Samiðn 14,7%, Bílgreinasambandið 10%, Félag bókagerðarmanna 10%, FIT 10%, MATVÍS 10%, Félag vélstjóra og málmtæknimanna 5,3%, Samtök ferðaþjónustunnar 5% og Meistarafélag húsasmiða 2%.
4
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
IÐAN fræðslusetur
IÐAN sinnir símenntun starfsmanna í bílgreinum, byggingaog
mannvirkjagreinum,
málm-
og
véltæknigreinum,
prenttæknigreinum og matvæla- og veitingagreinum. Hlutverk IÐUNNAR er að sjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir nýrri þekkingu og færni eftir því sem þörf krefur. Áhersla er lögð á að bregðast skjótt við þörfum iðnaðarins fyrir nýja þekkingu. Með öflugri símenntun móta einstaklingar starfsþróun sína eftir kröfum atvinnulífsins og með þeim hætti verður þekking
Skerpt á stefnu IÐUNNAR Á starfsárinu fór stjórn IÐUNNAR í vinnu við að skerpa á stefnu fyrirtækisins, farið var yfir tilgang, framtíðarsýn og stefnuna og settu starfsmenn fram gildi IÐUNNAR. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru: Tilgangur IÐUNNAR og hlutverk er: • Að þjóna fyrirtækjum og starfsmönnum í greinum IÐUNNAR
þeirra verðmætari bæði fyrir þá sjálfa og samfélagið í heild.
(bíl-, bygginga- og málmiðngreinum, prentiðnaði og
IÐAN býður fyrirtækjum og einstaklingum markviss tækifæri
matvæla- og veitingagreinum) með því að efla hæfni þeirra
og lausnir í símenntun. Á vegum IÐUNNAR fer fram greining á
með greiningu menntunarþarfa og tímanlegri, markvissri og
þörfum fyrirtækja fyrir þekkingu. Þjálfun og þekkingu er miðlað
öflugri símenntun.
með hliðsjón af því sem hentar aðstæðum og þörfum hvers og eins, hvort sem um er að ræða kennslu í skólastofu, þjálfun á vinnustað eða einstaklingsbundna leiðsögn. Stjórn IÐUNNAR hélt samtals 11 fundi á starfsárinu 2012-2013 auk aðalfundar sem var haldinn 27. september 2012.
• Að þjónusta yfirvöld menntamála sem tengiliður þeirra við atvinnulífið. Þetta er gert til þess að hjálpa til við að efla mannauð, framleiðni og samkeppnishæfni og stuðla að framgangi iðn- og starfsmenntunar. • Að efla ímynd greinanna og styðja við hluthafa félagsins til að auka vöxt fyrirtækja, bæta samkeppnishæfni og auka starfsmöguleika starfsmanna. Að gera vinnustaði og starfsmenn eftirsóttari og auka gæða- og kostnaðarvitund. • Að stuðla að virðissköpun viðskiptavina með því að bjóða upp á öfluga símenntun sem er í takt við þarfir fyrirtækja og starfsmanna og tekur mið af framtíðarsýn þeirra og tækniþróun. • Að efla umhverfis- og vinnuvernd í greinum IÐUNNAR og beita sér fyrir varðveislu eldri og hefðbundinna vinnuaðferða og handverks.
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
5
FRAMTÍÐARSÝN
Framtíðarsýn IÐUNNAR 2017: • Viðskiptavinir IÐUNNAR hrósa okkur fyrir framsýni og framsækið símenntunarframboð sem er í boði á réttum tíma. Vefsetrið hefur unnið til verðlauna og þjónar þörfum notenda á framúrskarandi hátt. Ánægja viðskiptavina með þjónustu IÐUNNAR mælist há og framsækni, fagmennska og virðing einkenna öll störf á vegum fyrirtækisins. • Helgun og ánægja starfsmanna mælist með því hæsta sem þekkist á sambærilegum vinnustöðum. Starfsmenn vita til hvers er ætlast af þeim og hvert framlag þeirra er til að ná markmiðum IÐUNNAR. • Gæðakerfið tryggir að allir meginferlar eru kortlagðir og
Gildi IÐUNNAR eru: Framsækni Við erum í fararbroddi á okkar sviði, erum óhrædd við að tileinka okkur nýjungar og sýna frumkvæði. Fagmennska Við vinnum saman að úrlausn mála með fagmennsku og gæði að leiðarljósi. Við erum jákvæð og sýnum viðskiptavinum og hvert öðru trúnað og traust. Virðing Okkar samskipti einkennast af virðingu fyrir skoðunum, hugmyndum og viðhorfum hvers annars.
skráðir. Við fylgjum þessum ferlum og þróum þá eftir
Við leggjum áherslu á heiðarleika í samskiptum,
þörfum.
veitum ráðgjöf og styðjum jafnræði til náms.
• Með sveigjanlegri kostnaðaruppbyggingu tekst að bregðast við sveiflum í tekjum og eftirspurn og tryggja jafnvægi í afkomu sviðanna. IÐAN vex og dafnar með markvissu símenntunarframboði og þjónustu við fleiri iðn- og tæknigreinar.
Helstu markmið: • Að auka ánægju viðskiptavina. • Að auka ánægju þeirra sem sækja námskeið IÐUNNAR. • Að vefsíða IÐUNNAR verði í farabroddi hvað varðar upplýsingamiðlun og nám og kennslu á netinu. • Töluleg markmið hafa verið skilgreind um fjölda almennra og sérsniðinna námskeiða, fjölda þátttakenda á almennumog fyrirtækjanámskeiðum sem og fjölda kennslustunda. • Þátttakendafjölda sem % af aðildarfélögum. • Að auka þjónustu við raunfærnimatsþátttakendur. • Að auka starfsánægju starfsmanna IÐUNNAR. • Rekstrarleg markmið. • Að viðhalda EQM gæðavottun.
6
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
Endurskoðun samþykkta IÐUNNAR
Vatnagarðar 20
Starfshópur skipaður fulltrúum allra eigenda hefur á starfsárinu
Húsnæðismál voru fyrirferðamikil í starfi stjórnar á starfsárinu.
unnið að endurskoðun samþykkta og hluthafasamkomulags
Skipuð
um IÐUNA. Verða tillögurnar lagðar fyrir aðalfund IÐUNNAR
sem vann að vali á húsnæði. Í nefndinni sátu Finnbjörn
til samþykktar þann 26. september 2013. Munu tillögurnar
Hermannsson, Magnús Stefánsson og Þorsteinn Víglundsson
koma í stað eldri samþykkta auk þess sem samstarfssamningur
auk framkvæmdastjóra IÐUNNAR. Hópurinn vann að vali á
eigenda frá 24. apríl 2007 fellur úr gildi. Hluti af því sem var í
framtíðar húsnæði fyrir starfsemi IÐUNNAR. Voru tugir bygginga
samstarfssamningum kemur inn í endurskoðaða stjórnarhætti
skoðaðar en fest var kaup á húsnæði í Vatnagörðum 20. Mikil
IÐUNNAR sem einnig verður fjallað um á fundinum auk þess
vinna hefur verið lögð í að hanna þær breytingar sem gera
sem skerpt hefur verið á tilgangi, framtíðarsýn og markmiðum
þarf svo húsnæðið falli að margþættum þörfum IÐUNNAR.
IÐUNNAR, sem einnig voru hluti af samstarfssamningi hluthafa,
Þar mun fara fram verkleg kennsla í fjölmörgum greinum
í stefnumótun stjórnar.
sem nú eru m.a. annars kenndar í Síðumúla, á Gylfaflöt og
var
sérstök
húsnæðisnefnd
á
vegum
stjórnar
víða í verkmenntaskólum á höfuðborgarsvæðinu sem og á
Markaðs- og kynningarmál
landsbyggðinni. Einnig verða skrifstofur IÐUNNAR sem nú eru í Skúlatúni 2, fluttar í Vatnagarða á komandi starfsári.
Námsvísirinn er mikilvægasta markaðstæki IÐUNNAR. Á síðasta ári var námsvísirinn gefinn út að hausti og vori í tæplega 16.000 eintökum. Námsvísinum var dreift til félagsmanna í pósti auk þess sem hægt var að sækja hann rafrænt á Netinu. Vefur IÐUNNAR er í mikilli sókn og sýna mælingar að aðsókn á vefinn og notkun fer stöðugt vaxandi. Undir lok árs 2012 var aukið við pistlaskrif og fréttabirtingar á vefnum og auk þess boðið upp á áskrift að rafrænu fréttabréfi IÐUNNAR. Fréttabréfið
IÐAN er í hópi framúrskarandi fyrirtækja árið 2012. Fyrirtækið Creditinfo stendur fyrir þessu vali en uppfylla þarf ákveðin skilyrði um styrkleika sem lögð eru til grundvallar greiningu á framúrskarandi fyrirtækjum sem efla íslenskt atvinnulíf. IÐAN er þar í hópi 1% fyrirtækja á landinu sem uppfylla þau viðmið sem sett eru.
kemur út mánaðarlega og er sent til áskrifenda í tölvupósti. Fylgjendum IÐUNNAR á Facebook fer einnig fjölgandi og hefur áhersla verið lögð á að miðla þar upplýsingum um starfsemi félagsins og námsframboð. Auk þess eru birtar á Facebook vísanir í áhugaverðar fréttir og annað efni sem snertir félagsmenn.
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
7
8
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
IÐAN Í TÖLUM
Fjöldi þátttakenda í raunfærnimati
Metnar einingar
Fjöldi námssamninga
Fjöldi sveinsprófa
Fjöldi námskeiða
Fjöldi þátttakenda
Námskeiðsþátttakendur sem % af aðildarfélögum
Eigið fé (millj. króna)
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
9
GÆÐASTJÓRNUN
Gæðastjórnun og EQM vottun Margar alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að fyrirtækjum sem stjórnað er með fyrirfram ákveðnum ferlum og stjórnkerfum, ná betri árangri með tilliti til rekstrarafkomu, ánægju viðskiptavina og virkni og ánægju starfsmanna. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að IÐAN tók ákvörðun um að koma sér upp gæðakerfi. Á sama tíma var einnig tekin ákvörðun um að uppfylla svokölluð EQM viðmið og fá vottun samkvæmt þeim. IÐAN fékk slíka vottun í júní 2012 fyrst allra endurmenntunarfyrirtækja. Það er Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem sér um EQM vottun og hefur fengið til liðs við sig BSI á Íslandi sem úttektaraðila. Með því að innleiða gæðakerfi sem uppfyllir skilyrði EQM er verið að gefa loforð um að unnið skuli að lágmarki samkvæmt kröfum EQM viðmiða. Vottunaraðilinn framkvæmir úttekt einu sinni á ári, skoðar gögn og ræðir við starfsmenn um hvernig starfið hafi gengið fyrir sig og hvort verið sé að vinna í samræmi við gæðakerfið. Þannig úttekt fór fram í júní á þessu ári og stóðst IÐAN hana með sóma. Það sýnir að verið er að vinna með markvissum hætti að því markmiði sem stjórn IÐUNNAR setti sér síðastliðinn vetur um að viðhalda gæðavottuninni og að unnið sé samkvæmt fyrirfram skilgreindum ferlum. Endurskoðun gæðakerfa er mikilvæg. Með því er verið að tryggja að stöðugt sé leitað leiða til að gera betur í rekstri og hefðbundinni starfsemi. Á árinu var farið með markvissum hætti í gegnum allt gæðakerfi IÐUNNAR og gerðar nokkrar minniháttar breytingar og uppfærslur á því. Til að halda úti vettvangi fyrir gæðastjórnunarumræðu og umbætur á gæðakerfinu er starfandi gæðaráð IÐUNNAR. Í því sitja Hildur Elín Vignir, Kristján Kristjánsson, Ólafur Ástgeirsson og Valdís Axfjörð. Eyjólfur Bjarnason hefur verið gæðaráðinu til aðstoðar. Það er sannfæring starfsmanna að gæðakerfið skili IÐUNNI lengra áfram í því að gera betur í ár en á síðasta ári.
10
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
SÍMENNTUN
Heimsmeistaramót iðn- og verkgreina
Símenntun
– World Skills
Námsframboði IÐUNNAR er lýst í námsvísi sem kemur út tvisvar
IÐAN fræðslusetur er aðili að Verkiðn, öðru nafni Skills Iceland fyrir hönd eigenda sinna. Verkiðn hefur það að markmiði að auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar og bæta ímynd iðn- og
á ári. Honum er dreift til allra aðila IÐUNNAR og er upplag rétt tæplega 16.000 eintök. Námsvísirinn er einnig aðgengilegur á vef IÐUNNAR.
verkgreina. Haldin eru Íslandsmót iðn- og verkgreina annað hvert
Félagsmenn eiga kost á ferðastyrk til þess að sækja námskeið hjá
ár sem vekja athygli á tækifærum sem felast í námi og starfi í
IÐUNNI. Styrkurinn er veittur eftir ákveðnum reglum sem kynntar
þessum greinum. Verkiðn er aðili að World Skills.
eru nánar á heimasíðunni, www.idan.is. Skilyrði fyrir styrkveitingu
Heimsmeistaramót í iðn- og verkgreinum, World Skills var haldið í Leipzig í Þýskalandi 3. – 7. júlí 2013. Fjórir þátttakendur kepptu
eru þau að greidd hafi verið símenntunargjöld af styrkþega til IÐUNNAR.
þar fyrir Íslands hönd: Börkur Guðmundsson í rafvirkjun, Laufey
Á starfsárinu 2012 voru haldin 268 námskeið. Fjöldi þátttakenda
Dröfn Matthíasdóttir í grafískri miðlun, Lena Magnúsdóttir í
var samtals 2.551.
hársnyrtiiðn og Þorri Pétur Þorláksson í pípulögnum.
Ísland
sendi einn dómara með hverjum keppanda auk fjögurra í viðbót sem voru að kynna sér keppnir í málmsuðu, rafeindavirkjun, umönnun á heilsustofnunum og hugbúnaðarlausnum. Þetta var í 42. sinn sem heimsmeistaramótið var haldið og það stærsta hingað til. Eitt þúsund keppendur frá 60 þjóðlöndum kepptu í 46 mismunandi greinum. Fjöldi Íslendinga kom til Leipzig til þess að fylgjast með íslensku keppendunum.
Námskeið IÐUNNAR eru haldin um allt land. Vaxandi áhugi er hjá fyrirtækjum innan IÐUNNAR að fá námskeið haldin fyrir sína starfsmenn. Í janúarmánuði stóð IÐAN fyrir viku símenntunar á Norðurlandi. Framkvæmd vikunnar tókst einkar vel og var þátttaka á viðburðum hennar góð. Fyrirhugaðar eru sambærilegar vikur á Norður- og Suðurlandi á haustmánuðum. Gott samstarf hefur verið við símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni vegna námskeiðahalds.
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
11
SÍMENNTUN
Tafla 1. Fjöldi þátttakenda og námskeiða IÐUNNAR haustið 2012
Haust 2012
Haldin
Fjöldi
Kennslu-
Heildar
námskeið þátttakenda stundir kennslustundir
Bílgreinasvið
25 286 395 4713
Bygginga- og mannvirkjasvið
40
367
566
4582
Hársnyrtiiðn
4 14 113 299
IÐAN námskeið
9
38
206
914
Matvæla- og veitingasvið
18
108
135
1468
Málm- og véltæknisvið
27
165
638
1450
Prenttæknisvið
10 147
Samtals
92 1310
123 1.125 2.145 17.436
Á haustönn 2012 voru haldin 123 námskeið og þátttakendur voru samtals 1.125.
Tafla 2. Fjöldi þátttakenda og námskeiða IÐUNNAR vorið 2013 Vor 2013
Haldin
Fjöldi
Kennslu-
námskeið þátttakenda stundir kennslustundir
Bílgreinasvið
33 321 628 5339
Bygginga- og mannvirkjasvið
53
Hársnyrtiiðn
585
764
8223
3 65 16 327
IÐAN námskeið
10
49
211
1085
Matvæla- og veitingasvið
11
179
233
3295
Málm- og véltæknisvið
28
165
856
5964
Prenttæknisvið Samtals
7 62 81 596 145 1.426 2.789 24.829
Á vorönn 2013 voru haldin 145 námskeið og þátttakendur voru samtals 1.426.
12
Heildar
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
SÍMENNTUN
Tafla 3. Skipting þátttakenda eftir félagsaðild haustið 2012 Haust 2012
Félagsmenn
Aðrir
Félagmenn sem %
af heild hvers sviðs
Bílgreinasvið
246 40
86%
Bygginga- og mannvirkjasvið
256
70%
Hársnyrtiiðn
14 0 100%
IÐAN námskeið
38
0
100%
Matvæla- og veitingasvið
50
58
46%
Málm- og véltæknisvið
157
8
95%
Prenttæknisvið
147 0 100%
Samtals
908 217
111
81%
Tafla 4. Skipting þátttakenda eftir félagsaðild vorið 2013 Vor 2013
Félagsmenn
Aðrir
Félagmenn sem %
af heild hvers sviðs
Bílgreinasvið
317 4 99%
Bygginga- og mannvirkjasvið
389
Hársnyrtiiðn
54 11 83%
IÐAN námskeið
45
4
92%
Matvæla- og veitingasvið
115
64
64%
Málm- og véltæknisvið
148
17
90%
Prenttæknisvið
55 7 89%
Samtals
196
1.123 303
66%
79%
Á starfsárinu 2012 fram á mitt ár 2013 voru haldin 268 námskeið. Þátttakendur á námskeiðum IÐUNNAR á starfsárinu voru 2.551.
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
13
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA IÐUNNAR
Haustið 2011 hóf IÐAN fræðslusetur þróun á nýrri nálgun í
þeim réttindum sem aðild veitir og hlustað er eftir hugmyndum
vinnustaðaheimsóknum. Markmiðið var að bæta þjónustustig
félagsmanna um nýbreytni í námskeiðsframboði. Auk þess er
við aðildarfélaga, bæta tengsl við félagsmenn, kynna raunfærni-
raunfærnimat kynnt og þeir möguleikar sem það gefur skoðaðir
mat og náms- og starfsráðgjöf á vinnustað. Auk þess er boðið
og boðið upp á viðtöl náms- og starfsráðgjafa á vinnustað.
er upp á sérsniðnar lausnir handa þeim fjölbreytta hópi
Fyrirtækjum er boðið upp á aðstoð við greiningu á fræðsluþörf
fyrirtækja sem rúmast innan vébanda IÐUNNAR. Þjónustan fékk
innan fyrirtækis, mótun stefnu í fræðslumálum og tillögur að
nafnið Fyrirtækjaþjónusta IÐUNNAR og er aðildarfélögum að
sérsniðnum lausnum í námskeiðshaldi fyrir smærri eða stærri
kostnaðarlausu.
hópa innan fyrirtækis. Eins og áður kom fram er þessi þjónusta
Markaðssetning Fyrirtækjaþjónustunnar byggir á persónulegum samskiptum sviðsstjóra hvers fagsviðs innan IÐUNNAR og náms- og starfsráðgjafa við stjórnendur fyrirtækja. Þar að auki
fyrirtækjunum að kostnaðarlausu og hefur mælst mjög vel fyrir og undantekningarlaust er vel tekið í slíkar heimsóknir hjá fyrirtækjum.
er þjónustan auglýst í kynningarbæklingi, í námsvísi og á
Á árinu 2012-2013 voru 82 fyrirtæki og starfsstöðvar heimsóttar
heimasíðu IÐUNNAR. Haft er samband við fyrirtæki sem greiða
víðs vegar um landið og rúmlega 400 manns fengu kynningu.
símenntunargjöld af starfsmönnum til IÐUNNAR og boðið upp
Kynningarnar voru ýmist fyrir stjórnendur á vinnustað eða
á heimsókn sviðsstjóra og náms- og starfsráðgjafa í fyrirtækið.
smærri hópa starfsmanna. Alls voru tekin 63 einstaklingsviðtöl
Í slíkri heimsókn fer fram kynning á námsframboði IÐUNNAR,
eftir heimsókn í fyrirtæki.
Samantekt fyrir júní 2012 - júní 2013 Samtals voru 82 fyrirtæki og starfsstöðvar heimsótt á tímabilinu.
Haust
Vor
Samtals
Málm- og véltæknigreinar
12 9 21
Matvælagreinar
9 6 15
Bílgreinar
15 13 28
Bygginga- og mannvirkjagreinar 1 8 9
14
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
Prenttæknigreinar
1 0 1
Háriðn
0 8 8
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
15
NÝJUNGAR Í FRÆÐSLUSTARFI
Nýjungar í prentiðngreinum Á haustönn var boðið upp á níu námskeið. Að þessu sinni
hófst
önnin
með
námskeiði
Jens
Niemann
frá
gyllingarframleiðandanum Kurz sem var vel sótt að vanda. Að öðru leyti var boðið upp á hefðbundið námskeiðsframboð, fyrir utan fáein námskeið sem varða margmiðlun, tölvuleikjagerð og þrívídd. Markmiðið með þeim námskeiðum er að starfsfólk í prentiðnaði geti haslað sér frekari völl í margmiðlun og hreyfimyndagerð. Fyrirtæki nýta sér í auknu mæli þann möguleika að halda námskeið innan sinna veggja og nota til þess styrki Prenttæknisjóðs sem greiða allt að 70% af útlögðum kostnaði við námskeiðin. Áfram var haldið með þá þjónustu að Ólafur Brynjólfsson aðstoðaði
viðskiptavini
prentfyrirtækja
með
skjástillingar
og stillingar á prentferlinu með notkun mælitækja sem prenttæknisviðið fjárfesti í fyrir um tveimur árum. Á vormánuðum 2013 var haldinn mjög vel sóttur fundur um framtíðarnámsframboð IÐUNNAR í prenttæknigreinum.
Nýjungar í málm- og véltæknigreinum Á málm- og véltæknisviði voru námskeið með hefðbundnum hætti, þó ber þess að geta að svo kallaðar suðusmiðjur í pinnasuðu urðu þrjár á síðasta ári. Hver smiðja tekur 80 klukkustundir og er kennt í 20 klukkustundir á viku. Til þess að geta haldið þessar smiðjur varð að fá aukin tækjabúnað og viðbótarhúsnæði. Smiðjurnar voru og eru haldnar í Síðumúla 25. Keyptar voru sex pinnasuðuvélar, sjö suðuborð og fjórar tvöfaldar ryksugur. Vinna við hæfnisvottanir tóku líka drjúgan tíma. Áfyllingarnámskeið í kælitækni voru fjögur og gengu vel. Þá voru nokkur námskeið í vökvatækni haldin og eitt námskeið í iðntölvustýringum. Á árinu var keyptur búnaður til kennslu á vökvabúnað fartækja og mun uppbygging á því sviði halda áfram á næsta ári. AutoCAD námskeiðin voru ágætlega sótt að venju. Aukin áhersla hefur verið á fyrirtækjanámskeið í málm- og véliðngreinum.
16
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
Nýjungar í bygginga- og mannvirkjagreinum Á starfsárinu voru haldin nokkur ný námskeið sem hafa verið í undirbúningi á vegum bygginga- og mannvirkjasviðs. Boðið
námskeiða voru kennd fjölmörg eldri námskeið. Áfram var haldið víðtæku samstarfi við Vinnueftirlitið um réttindanámskeið og námskeið á sviði öryggis og vinnuverndar.
var upp á námskeið um asfaltþakpappa í samvinnu við BYKO.
Námskeið í bygginga- og mannvirkjagreinum voru haldin víða
Einnig var haldið námskeið um heimasíður fyrir fagmenn. Í
á landsbyggðinni m.a.: Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri,
samvinnu við Endurmenntun Lbhí voru haldin námskeið um
Egilsstöðum, Reyðarfirði og Selfossi.
húsgagnagerð úr skógarefni og torf- og grjóthleðslur. Haldið var námskeið um dagsbirtu og vistvæna lýsingu sem var afurð Vistmenntarverkefnisins sem IÐAN var aðili að. Það var haldið í samvinnu við Rafiðnaðarskólann.
Kennd voru námskeið
Nýjungar í matvæla- og veitingagreinum Á tímabilinu voru haldin 20 námskeið þar sem áhersla var
um gæðakerfi fyrir einyrkja og undirverktaka en áður var í
lögð
boði stærra námskeið um gæðakerfi í byggingariðnaði. BIM
nokkur námskeið haldin fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu.
á námskeið fyrir fagfólk í greinunum. Auk þess voru
(Building Information Modeling) er ný aðferðafræði við hönnun
Framboð námskeiða einkenndist af nýjungum t.a.m. kjötmati. Í
mannvirkja þar sem sett er upp þrívítt líkan af mannvirkjum.
framreiðslu var áhersla lögð á vínfræði, bæði almenn námskeið
Á námskeiði um BIM var þátttakendum kennt að nota
og framhaldsnámskeið en samtals sóttu um 50 þátttakendur
skoðunarforrit til að skoða teikningar. Ný byggingareglugerð tók
þau. Námskeið voru haldin um nýjungar í bakstri og bakaraiðn
gildi á árinu og voru haldin námskeið til að kynna hana. Boðið
og eins í matreiðslu. Haldin voru námskeið um mat og næringu,
var upp á nýtt námskeið um hljóðvist í húsum sem skiptir orðið
notkun og nýtingu á Microsoft Excel í kjötvinnslum, um kalda
mjög miklu máli varðandi frágang. Einnig var haldið námskeið um frágang rakavarnarlaga í timburhúsum. Auk þessara
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
17
NÝJUNGAR Í FRÆÐSLUSTARFI
eldhúsið og í ferðaþjónustu fyrir leigubílstjóra svo dæmi séu tekin. Fagnámskeið I, II og III voru haldin á árinu og þátttakendur á námskeiðunum voru samtals um 30. Námskeið sem tekin eru í fagnáminu eru metin inn í formlega skólakerfið og veita þar ákveðna styttingu á námi í matvæla- og veitingagreinum, kjósi þátttakendur að halda áfram. Algengt er að þátttakendur sem hafa lokið fagnámskeiðunum óski eftir raunfærnimati og haldi áfram formlegu námi í greinunum. Námskeið eru í auknu mæli sérsniðin fyrir fyrirtæki og kennslan færst til þeirra og um leið nær þátttakendum. Sjö sérsniðin námskeið voru kennd úti í fyrirtækjum á þessu starfsári.
Nýjungar í háriðngreinum Endurmenntun fagmanna í hársnyrtiiðn fer mikið til í gegnum heildsölur. Fagmenn vilja læra sérstaklega á þau vörumerki sem þeir vinna með. Því hefur verið lögð áhersla á að vinna með stærstu heildsölunum bæði að smærri námskeiðum sem og stærri sýningum. Framboð námskeiða er endurnýjað á hverri önn og tekur mið af árstíðum og tísku. Áherslan er bæði á minni verkleg námskeið og stærri sýningar með innlendum og erlendum kennurum. Einnig hefur verið boðið upp á námskeið í stjórnun og rekstri í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands og léttari námskeið sem ekki tengjast iðngreininni með beinum hætti heldur eru til þess fallin að efla hópanda og létta lund.
Nýjungar í bíliðngreinum Á starfsárinu var bílgreinasviði boðið að senda nemendur til Danmerkur í keppni hjá Teknisk Skole Silkeborg (TSS). Þátttaka í keppninni hefur skilað sér í góðu samstarfi og hafa kennarar frá TSS komið til landsins og kennt á námskeiðum sviðsins bæði á Akureyri og í Reykjavík. Þeir eru einnig væntanlegir aftur á haustdögum. Til stendur að senda hóp fagmanna utan á námskeið. Boðið var upp á námskeið fyrir réttinga- og málningarverkstæðin þar sem
leiðbeinandi var frá Renault
verksmiðjunum í Frakklandi. Leiðbeinandinn er Íslendingur og mikill sérfræðingur á sínu sviði. Þróunarvinna hefur átt sér stað til að efla kennslu á nýjum sviðum svo sem raf-, twin, metan- og vetnisbílum. Örar framfarir á þessum sviðum kalla á öfluga fræðslu fyrir bílgreinar. Unnið er náið með flestum bílaumboðunum og hafa þau talsvert nýtt sér aðstöðuna að Gylfaflöt 19. Fyrirtækjanámskeið hafa verið all nokkur auk sértækra námskeiða. Á starfsárinu var unnið áfram að fræðslumálum og nýjungum tengdum Cabas-kerfinu.
18
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
19
NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF
Hlutverk náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR fræðsluseturs er að
Árið 2012 einkenndist af því að fjármagn frá Fræðslusjóði til
veita einstaklingum stuðning og aðstoð í námi og starfi. Markmið
raunfærnimats var skert og mynd 2 og 3 sýna það glögglega þar
ráðgjafarinnar er að stuðla að auknum árangri einstaklinga t.d.
sem færri fóru í raunfærnimat á árinu og þ.a.l. voru færri einingar
með raunfærnimati og almennri ráðgjöf.
metnar. Um áramótin 2012-2013 voru því komnir langir biðlistar
Helstu verkefnin eru ráðgjöf við atvinnuleitendur, fyrirtækjaþjónusta, raunfærnimat, áhugasviðsgreiningar og almenn náms- og starfsráðgjöf. Að auki hafa náms- og starfsráðgjafar
Fræðslusjóði. Í júní 2013 var fjármagn ársins að mestu uppurið en 176 einstaklingar voru metnir með 5.296 einingar.
IÐUNNAR tekið þátt í vinnu starfsgreinaráða, verið fulltrúar
Eftirfylgni við þátttakendur er nauðsynlegur þáttur raunfærni-
í átaksnefnd MMR um kynningu á iðn- og verknámi, komið
mats og mikilvægur hluti í ferlinu til að tryggja góðan árangur.
að námskynningum í framhaldsskólum, unnið að gerð
Á mynd 4 má sjá að 66% hópsins frá árinu 2007 hefur farið í nám
námsferilbóka og veitt umsagnir vegna viðurkenninga á erlendri
og af þeim hafa nú þegar 26% lokið sínu réttindanámi. Nýjustu
starfsmenntun.
tölur sýna að raunfærnimat er að nýtast við að efla einstaklinga
Viðtölum fjölgaði á starfsárinu eins og sést á mynd 1 og má
og hækka menntunarstig í landinu.
þar nefna sérstaklega hópráðgjöf en henni er beitt í ráðgjöf
Hópurinn sem lauk raunfærnimati á síðasta starfsári hefur verið
við atvinnuleitendur og í raunfærnimatinu. Raunfærnimat
öflugur að sækja sér formlegt nám að raunfærnimatinu loknu,
skipar sem fyrr stóran sess hjá IÐUNNI fræðslusetri og er í
70% hans er í námi í dag. Þar sem hópurinn stækkar með hverju
auknum mæli leitað eftir þekkingu og reynslu IÐUNNAR í
árinu eykst þörfin fyrir áætlun um eftirfylgni og markmið næsta
raunfærnimati bæði innanlands og erlendis. Unnið er í samstarfi
starfsárs verður að mæta henni.
við símenntunarmiðstöðvar landsins þar sem IÐAN fer með verkefnastjórn raunfærnimatsins.
20
í ýmsum greinum en þó kom aftur skerðing á fjármagni frá
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
IPA Mynd 1. Fjöldi atvinnuleitanda frá STARFI vinnumiðlun og ráðgjöf
IPA verkefni FA IÐAN fræðslusetur er í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og hefur það samstarf gengið mjög vel. FA hefur leitað til IÐUNNAR eftir tilboðum í fjögur IPA raunfærnimatsverkefni og hefur IÐAN sóst eftir þremur þeirra. Einu tilboði IÐUNNAR var tekið og var það í Mynd 2. Fjöldi þátttakenda í raunfærnimati
skrúðgarðyrkju. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins og áætlað er að því ljúki í lok árs 2014.
Mynd 3. Metnar einingar
Mynd 4. Staða þátttakenda að loknu raunfærnimati í júní 2013
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
21
NETKÖNNUN
Niðurstöður netkönnunar og rýnihóps náms- og starfsráðgjafarinnar Náms- og starfsráðgjöf IÐUNNAR leitaði til þátttakenda raunfærnimats árið 2012 um viðhorf þeirra til starfsins líkt og gert var árið 2011. Voru þátttakendur beðnir að svara nafnlausri netkönnun og svarhlutfall var gott eða 65%. Samanburður milli ára sést á myndum 5-9. Markmið ársins var að efla þjónustu við ráðþega enn frekar og miðuðust spurningar netkönnunarinnar við það. Bendir svörun hópsins til þess að sett markmið hafi náðst. Raunfærnimatið stóðst væntingar 99% svarenda eins og kemur fram á mynd 5 en árið áður svöruðu 85% svarenda því játandi. Má áætla að útskýringar og upplýsingagjöf ráðgjafa IÐUNNAR hafi verið það skýr að næstum allir hafi áttað sig á hvernig staðið er að matinu og hvers sé að vænta. Spurt var nánar út í upplýsingagjöfina og töldu 96% svarenda sig hafa fengið nægar upplýsingar miðað við 86% frá fyrra ári, sjá mynd 6. Mat svarenda á náms- og starfsráðgjöfinni í raunfærnimatsferlinu var mjög góð. Á mynd 7 sést að 63% svarenda voru mjög ánægðir með hana miðað við 43% svarenda árið áður. 97% svarenda fannst mjög vel eða vel staðið að ráðgjöfinni miðað við 85% svarenda frá fyrra ári. Ýmsar vangaveltur voru um markaðssetningu raunfærnimatsins og var því ákveðið að spyrja hópinn hvar hann hefði fyrst fengið upplýsingar um það. Sýna niðurstöður að góð reynsla af raunfærnimati berst manna á milli og heyrðu 51% svarenda af því frá samstarfsaðila og vinnuveitendum. Prentmiðillinn kemur þar á eftir en 29% sáu fyrst um raunfærnimatið þar og 13% heyrðu fyrst af því hjá stéttarfélagi sínu, sjá mynd 8. Báðir hóparnir sem tóku þátt í netkönnuninni 2011 og 2012 voru sammála um að helstu hindranir fyrir þá að ljúka námi væri tímaskortur (48%) og kostnaður (31%).
22
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
Mynd 5. Stóð raunfærnimatið undir væntingum þínum?
Mynd 8. Hvar fékkstu upplýsingar um raunfærnimat?
Mynd 6. Fékkstu nægar upplýsingar um
Mynd 9. Ertu í námi í dag?
raunfærnimatið meðan það stóð yfir?
Mynd 7. Hvernig var staðið að náms- og starfsráðgjöf til þín?
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
23
ATVINNULEITENDUR
Atvinnuleitendur Gerður var áframhaldandi samningur við Vinnumálastofnun
um ráðgjöf við atvinnuleitendur. Verkferli ráðgjafarinnar var
Kyn
Viðtalafjöldi
Júlí - des. 2012
31 karl
26 hefðbundin
13 konur
33 símaviðtöl
atvinnuleitendur var tilkoma STARFS - vinnumiðlunar og
Janúar - júní 2013
14 karlar
15 hefðbundin
ráðgjafar sem er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðu-
8 konur
10 símaviðtöl
Samtals 66
45 karlar
41 hefðbundið
STARFS til atvinnuleitenda sem eru félagsmenn í FIT og Byggiðn.
21 kona
43 símaviðtöl
Af listum VMST komu 66 atvinnuleitendur í viðtal á starfsárinu,
Heildarviðtalsfjöldi 84
með sama hætti og áður. Nafnalisti var sendur frá VMST og IÐAN kallaði atvinnuleitendur í viðtal. Nýjung í ráðgjöf fyrir
sambands Íslands. Hlutverk náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR fræðsluseturs var að veita þjónustu í samstarfi við ráðgjafa
sjá mynd 10. Kynjahlutfallið var eins og á fyrri árum. Heildarfjöldi viðtala var 84 og þar af eru rafræn viðtöl 43. Af listum VMST hafa frá upphafi komið 691 einstaklingur í viðtal til náms- og starfsráðgjafa IÐUNNAR. Áherslan í viðtali náms- og starfsráðgjafa við atvinnuleitendur var á starfsleitina, mikilvægi góðrar ferilskrár og kynningarbréfs. Atvinnuleitendur fengu aðstoð við ferilskráargerð, rætt var um væntingar og möguleika á vinnumarkaði og hvernig haga bæri starfsleitinni á sem árangursríkastan hátt. Einnig var fjallað um endurmenntun og hvernig mætti viðhalda og öðlast nýja hæfni. Atvinnuleitendur tengdust öllum sviðum IÐUNNAR en flestir tengdust byggingasviði.
24
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
Fjöldi 44
22
NÝJUNGAR Á ÁRINU
Nýjungar á árinu
Starfsgreinaráð
Eins og áður kom fram tók STARF-ráðgjöf og vinnumiðlun við
IÐAN þjónar starfsgreinaráðum í upplýsinga- og fjölmiðla-
atvinnuleitendum sem eru aðildarfélagar í FIT og Byggiðn.
greinum,
Talsvert samstarf hefur verið við ráðgjafa STARFS og hefur það
bygginga- og mannvirkjagreinum, farartækja- og flutnings-
falist í fundum, kynningum, viðtölum og námskeiðum. Ráðgjafar
greinum, hönnunar- og handverksgreinum og snyrtigreinum.
IÐUNNAR mættu á alls 11 kynningarfundi sem haldnir voru
Helstu verkefni ráðanna á síðasta starfsári voru að raða
með atvinnuleitendum og kynntu þeim ýmis námsúrræði, s.s.
námslokum og námsbrautum á þrep íslenska viðmiðarammans
raunfærnimat og ferilskrárgerð og buðu upp á einstaklingsviðtöl
og hefja vinnu við að lýsa hæfnikröfum í þeim greinum sem falla
og hópráðgjöf. Á starfsárinu komu 179 einstaklingar í hópráðgjöf
undir starfsgreinaráðin.
og í framhaldi af því hefur hluti þeirra nýtt sér einstaklingsráðgjöf, sjá mynd 6.
matvæla-,
veitinga-,
og
ferðaþjónustugreinum,
Starfsgreinaráðin eru skipuð af menntamálaráðherra samkvæmt tilnefningu samtaka á vinnumarkaði. Starfsgreinaráðin gegna
Á fundunum með atvinnuleitendum voru kynnt námskeið og
veigamiklu hlutverki í samstarfi atvinnulífs og skóla, m.a. við að
smiðjur, sem sérstaklega voru hannaðar með atvinnuleitendur
koma óskum og tillögum vinnumarkaðarins um skólastarf á
í huga. Tvær suðusmiðjur fóru af stað í kjölfarið og einnig þrjú
framfæri við skóla og ráðuneyti.
sérsniðin námskeið. Eitt þeirra var um nýjungar í byggingaiðnaði og hin tengdust tölvufærni. Á fundunum með atvinnuleitendum í hópi iðnaðarmanna kom í ljós að marga vantaði grunnkunnáttu í tölvunotkun. Ýmis fjölbreytt námskeið eru í boði þar sem gert er ráð fyrir ákveðinni grunnþekkingu en bent var á að hópur fólks gæti ekki nýtt sér slík námskeið þar sem hana vantaði. Við þessu var brugðist með því að bjóða upp á tölvunámskeið þar sem grunnfærni var kennd. Eins og sjá má hefur starfsárið verið viðburðaríkt og verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Ekkert er því til fyrirstöðu að náms- og starfsráðgjöf IÐUNNAR fræðsluseturs muni halda áfram að eflast.
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
25
SVEINSPRÓF
IÐAN rekur umfangsmikla þjónustu við nemendur í verknámi.
Iðngrein
Fyrirtækið sér um gerð námssamninga og heldur utan um skrár
Almenn ljósmyndun 7 9 3 6 8
yfir nemendur í vinnustaðanámi fyrir um 30 löggiltar iðngreinar. Jafnframt veitir IÐAN sveinsprófsnefndum þessara löggiltu iðngreina þjónustu með skráningu nemenda í sveinspróf,
2008 2009 2010 2011 2012
Bakaraiðn
3 9 7 4 2
Bifreiðasmíði
5
7 9 10 10
við undirbúning prófa og aðstoð við gerð verklagsreglna um
Bifvélavirkjun
framkvæmd prófa. IÐAN aðstoðar nemaleyfisnefndir við störf
Bílamálun
5 10 7 9 12
þeirra við mat á fyrirtækjum sem sækja um heimild til þess að
Blikksmíði
8 8 4 1 5
taka nema á námssamning.
Bókband
IÐAN hefur umsjón með sveinsprófum í 28 löggiltum iðngreinum. Árið 2012 þreyttu samtals 438 nemar sveinspróf í þeim iðngreinum sem IÐAN þjónar. Það er fjölgun milli ára úr 418 nemum árið 2011. IÐAN hefur staðið fyrir kynningum á gæðahandbók fyrir
Framreiðsluiðn Gull- og silfursmíði Hársnyrtiiðn Húsasmíði
32 31 35 27 27
1
3
2
11 15 7 12 10
6
5
3
6
71 47 74 49 68 253 199 170 92 112
sveinsprófsnefndir. Tilgangurinn með handbókinni er að lýsa
Húsgagnasmíði 6 2 2 3 0
hlutverki og tilgangi nefndanna, ásamt því að lýsa verklagi með
Kjólasaumur
það að leiðarljósi að auka gæði og gagnsæi við framkvæmd
Kjötiðn
3 4 2 4 4
prófanna.
Klæðskurður
7
Alls starfa á fjórða tug nefnda í þeim löggiltu iðngreinum sem
Matreiðsla
45 32 39 27 42
Málaraiðn
21 35 25 23 22
IÐAN þjónar með á annað hundrað nefndarmenn.
Málmsuða Múraraiðn Netagerð Pípulagnir
12
8 11 6 15
4
6
9
0
11 10 12 10 7
2
0
57 49 39 37 31
Prentsm./grafísk miðlun 8 9 1 8 6 Prentun Rennismíði Skósmíðaiðn Snyrtifræði Stálsmíði
Fjöldi sveinsprófstaka í greinum sem IÐAN annast á árunum 2008–2012.
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
7
1
10 5 6 9 1
0
51 36 49 36 41 8
6
5
12
Söðlasmíði
1
0
Úrsmíði
1
1
Veggfóðrun Vélvirkjun Samtals
26
3
3 4 2 1 0 50 79 90 97 78 681 639 604 485 539
NÁMSSAMNINGAR
Þjónusta IÐUNNAR fræðsluseturs felst í því að taka á móti
Iðngrein
umsóknum um gerð námssamninga, meta fylgigögn og
Almenn ljósmyndun
8 5 1 9 8
áætla námslok nema. Samningsaðilar fá námssamninga
Bakaraiðn
9 4 7 16 7
Bifreiðasmíði
7 6 12 3 9
Bifvélavirkjun
48 19 29 29 47
senda. Þegar nemi og meistari hafa skrifað undir samninginn og hann verið samþykktur af skólanum er hann staðfestur af IÐUNNI fræðslusetri. Í töflu 4 er yfirlit yfir fjölda námssamninga sem staðfestir hafa verið árin 2008–2012. Fram kemur að staðfestum námssamningum fækkar milli áranna 2009 og 2010 um rúm 4%. Töluverð brögð eru að því að umsóknir um námssamninga verði aldrei að staðfestum námssamningum. Kemur þar margt til, t.d. að fullnægjandi gögn berast ekki með umsókn, nemi hættir í námi eða námssamningur kemur ekki til staðfestingar þó hann hafi verið sendur til nema og meistara.
2008 2009 2010 2011 2012
Bílamálun
8 5 6 7 16
Blikksmíði
8 3 3 1 9
Bókasafns- og upplýsingat.
3
Bókband
3
1
Framreiðsluiðn Gull- og silfursmíði Hársnyrtiiðn Húsasmíði
3
1
5
4
12
74 68 64 57 52 169 95 77 79 73
1
1
Húsgagnasmíði
7 1 1 1 7
Kjólasaumur
9 7 8 9 17
Kjötiðn
9 3 8 11 14
Klæðskurður
7
4
8
8
Matreiðsla
83 64 62 107 136
Málaraiðn
28 11 8 23 12 3 6 2 7
Konidor Múraraiðn
Pípulagnir
1
17 8 12 9 8
Netagerð
2
4
33 28 22 29 18
Prentsmíð og grafísk miðlun 7
3
4
Prentun
3
3
Rennismíði
11
7 14 4 3 10
Skipa- og bátasmíði
1
Skósmíði
Snyrtifræði
iðngreinum á árunum 2008–2012.
1
13 20 24 40 38
Húsgagnabólstrun
Mjólkuriðn
Fjöldi staðfestra námssamninga í löggiltum
5
4
1
49 38 43 43 52
Söðlasmíði
2
Úrsmíði
-- -- -- -- 1
Stálsmíði
8 9 4 10 15
Veggfóðrun og dúkl. Vélvirkjun Samtals
1
1
62 80 73 66 60 687 507 485 589 643
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
27
28
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
VINNUSTAÐANÁMSSJÓÐUR
Mennta- og menningarmálaráðuneytið úthlutaði í fyrsta sinn úr Vinnustaðanámssjóði til fyrirtækja sem voru með nema á námssamningi haustið 2011. Markmiðið með styrkjunum er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og
gera
þeim
kleift
að
hefja
og/eða
ljúka
tilskildu
vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Rétt til að sækja um styrk eiga fyrirtæki eða stofnanir sem bjóða vinnustaðanám sem fer fram samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár framhaldsskóla og hafa á að skipa hæfum tilsjónaraðila sem ber ábyrgð á námi nemanda á vinnustað. Umsækjendur skulu uppfylla almenn skilyrði gildandi reglugerðar um námssamninga og starfsþjálfun um hæfi til þess að annast nemendur í starfsnámi. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Við fyrri úthlutun 2012 fengu 90 fyrirtæki styrk fyrir samtals 243 nema, sótt var um fyrir 281 nema. Í síðari úthlutun 2012 sóttu 115 fyrirtæki um styrk og fengu úthlutað fyrir 278 nema en sótt var um fyrir 301 nema. Á fyrri hluta ársins 2013 sóttu 114 fyrirtæki um styrki fyrir 347 nema en 328 nemastyrkjum var úthlutað. Hlutverk IÐUNNAR er að staðfesta að vinnustaðurinn uppfylli skilyrði um nemaleyfi, að fyrir liggi staðfesting á að neminn sé á námssamningi og sé í vinnustaðanámi. Að lokinni greiningu á umsóknum
eru upplýsingar sendar til MMR sem svarar
umsækjendum. IÐAN annast síðan útborgun styrkja í umboði MMR samkvæmt úthlutunarreglum. Að lokinni úthlutun sendir IÐAN yfirlit um afgreiðslu styrkja.
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
29
VERKEFNAVINNA
Mannaskiptaverkefni og Europass – starfsmenntavegabréf
Mat og viðurkenning á námi erlendis
Markmiðið með starfsmenntavegabréfinu er að stuðla að
Árið 2012 bárust 25 umsóknir vegna mats og viðurkenningar
viðurkenningu
IÐAN
á námi erlendis frá. Flestir umsækjendur koma frá Evrópska
staðfesti samtals 16 starfsmenntavegabréf á árinu 2012 og
efnahagssvæðinu og eru þá umsóknir frá Póllandi mest
18 starfsmenntavegabréf fyrstu sex mánuði ársins 2013.
áberandi. Fimm umsækjendanna voru íslenskir ríkisborgarar. Frá
Dvalartíminn er afar mismunandi, frá því að vera ein vika
1. janúar 2013 til 1. júlí 2013 sóttu alls 14 einstaklingar um mat
í allt að sex mánuði eftir þörfum hvers og eins. Verkefnin
og viðurkenningu á sinni menntun frá sjö löndum. Mennta- og
voru styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og Menntaáætlun
menningamálaráðuneytið kallar eftir umsögnum fræðsluaðila
Evrópusambandsins. Árið 2012 fóru alls sex iðnnemar til
skv. reglugerð en sýslumenn veita vottorð um þá grein sem
Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Spánar. Sama ár fóru 11
viðkomandi má starfa við og hversu lengi.
starfsþjálfunar
í
öðru
Evrópulandi.
sérfræðingar til Frakklands og Englands. Á fyrri hluta ársins 2013 hafa 10 nemar farið til Frakklands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Á sama tímabili fóru átta sérfræðingar til Danmerkur, Finnlands, Englands og N-Írlands.
Móttaka nema í vinnustaðanámi í löggiltum iðngreinum Á starfsárinu voru haldin tvö námskeið um móttöku nema í vinnustaðanámi haldin, eitt á Akureyri og annað í Reykjavík.
Móttaka erlendra nema og fagmanna IÐAN tekur þátt í að taka á móti verknámsnemendum og
Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á nærveru í þjálfun og hvernig eigi að spyrja nema spurninga um fagið og fá nemann til að taka ábyrgð á þjálfun sinni.
sérfræðingum sem tengjast greinunum. IÐAN útvegar þeim starfsþjálfunarpláss hjá fyrirtækjum hér á landi. Almenn ánægja hefur verið á meðal erlendu gestanna sem og þeirra fyrirtækja
Sveinspróf, ferilbækur og nemaleyfi
sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Árið 2012 var tekið
Á vormánuðum 2012 skilaði IÐAN fræðslusetur af sér samræmdri
á móti 29 iðnnemum og sex sérfræðingum frá Finnlandi og
endurskoðun á framkvæmd sveinsprófa til mennta- og
N-Írlandi. Á þessu ári 2013 hefur verið tekið á móti 14 iðnnemum
menningamálaráðuneytisins samkvæmt verksamningi. Afurðir
og 15 sérfræðingum frá Finnlandi, N-Írlandi og Belgíu.
verkefnisins má sjá á heimsíðu IÐUNNAR. Lögð var áhersla
Eftirfarandi fyrirtæki tóku þátt í þessum verkefnum: Perlan, Vox,
að skýra frá skyldum hlutaðeigendi varðandi undirbúning,
Fiskmarkaðurinn, Grillmarkaðurinn, Baðhúsið, Nordica Spa,
framkvæmd og skipulag sveinsprófa. Í þessari samantekt er
Snyrtiakademían, Reykjavík Backpackers og Iceland Excursions.
einnig gerð grein fyrir prófþáttalýsingu og matsaðferðum
Verkefnin eru styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins.
nefndanna. Á vormánuðum 2013 skilaði IÐAN fræðslusetur ferilbókum í 23 greinum þar sem tilgangi, markmiðum og verkþáttum greinarinnar var lýst sem og hlutverki og skyldum hlutaðeigendi. Þrepaskiptingu verkþátta var lýst aðeins að takmörkuðu leyti sem helgaðist aðallega af því að umræddar þrepaskiptingar voru ekki aðgengilegar. Gengið er út frá því að bókin sé eign nemans og á hans ábyrgð. Staða nemaleyfa og nemaleyfisnefnda var kortlögð. Lögð var fram tillaga að samræmdum reglum um nemaleyfi og verklag.
30
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013
31
HÖN NUN : AUGLÝ SINGASTO FAN DAG SV ER K
Skúlatún 2 - 105 Reykjavík - Sími 590 6400 - Fax 590 6401 32
idan@idan.is - www.idan.is
ÁRSSKÝRSLA 2012 - 2013