Ævintýri í Evrópu

Page 1

ÆVINTÝRI Í EVRÓPU Taktu hluta af náminu þínu erlendis! – Styrkir í boði Menntaáætlunar ESB


FYRIR HVERJA? Styrkirnir eru fyrir iðnnema við íslenska skóla til að taka hluta af starfsnámi sínu hjá erlendu fyrirtæki. Reynslan er metin til styttingar á námstímanum.

Hvaða greinar eru í boði? Bakstur

Hársnyrtiiðn

Matreiðsla

Bifreiðasmíði

Húsgagnasmíði

Pípulagnir

Bifvélavirkjun

Húsasmíði

Prentun

Bílamálun

Kjötiðn

Snyrtifræði

Grafísk miðlun

Klæðskurður/kjólasaumur

Stálsmíði Vélvirkjun

Hvaða lönd taka á móti nemum? Belgía

Frakkland

Bretland og N- Írland

Ítalía

Danmörk

Spánn / Katalónía

Finnland


HVERNIG SÆKI ÉG UM? Inn á heimasíðu IÐUNNAR fræðsluseturs er sótt um styrkina. Farið er inn á www.idan.is og smellt á styrkir og síðan umsókn um styrk.

Við hjá IÐUNNI hjálpum þér við undirbúning Undirbúningur varðandi þátttöku í verkefninu, þar sem farið er í hina ýmsu þætti er varða ferðina og dvölina erlendis s.s. fjár- og tryggingamál, ferðatilhögun, mismunandi menningu, gerð ferilskráa, áhugasvið og gildi þess að nýta dvölina á sem bestan hátt.


Verkefnið heitir:

Menntaáætlun ESB veitir nemendum tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar innan síns fagsviðs í öðrum Evrópulöndum. Um er að ræða dvöl til lengri eða skemmri tíma (lágmark 4 vikur) þar sem markmiðið er að kynnast nýju fólki og vinnubrögðum. Með þátttöku getur nemandi m.a. aukið starfsmöguleika sína heima og erlendis. Reynsla úr slíkum verkefnum gefur ferilskránni aukið vægi.

Styrkupphæðir Styrkupphæðir eru mismunandi á milli landa og taka mið af lengd dvalar.

Dæmi um upphæðir Land

Hámarksstyrkur f. 4 vikur

Hámarksstyrkur f. 8 vikur

Danmörk – Finnland – Bretland

€ 2.258

€ 3.468

Frakkland

€ 2.408

€ 3.304

Hafðu samband við okkur í síma 590 6400 eða með tölvupósti á netfangið idan@idan.is og við getum aðstoðað þig við að taka hluta af námi þínu erlendis! Skúlatún 2 - 105 Reykjavík Sími 590 6400 - Fax 590 6401 idan@idan.is - www.idan.is

DAGSVERK.IS / IDAN 0913

Icelandic apprentices in Europe - ICEAPP-EURO


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.