Viðurkenning á erlendri starfsmenntun og starfsreynslu til starfa í löggiltri iðngrein
Viðurkenning á erlendri starfsmenntun og starfsreynslu til starfa í löggiltri iðngrein IÐAN fræðslusetur liðsinnir einstaklingum sem hafa aflað sér starfsmenntunar á framhaldsskólastigi erlendis og starfsreynslu í eftirfarandi greinum samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið: • bíliðngreinum • byggingagreinum • málmiðngreinum • prentiðnaði • matvæla- og veitingagreinum • hönnunar- og handverksgreinum • snyrtigreinum Einstaklingar með starfsmenntun á framhaldsskólastigi erlendis frá auk starfsreynslu í greininni geta óskað eftir að fá það viðurkennt. Viðurkenningin nær eingöngu til starfa sem eru lögbundin hér á landi. Nánari upplýsingar eru að finna á vef Europass, www.europass.is og þar undir fyrirsögninni Viðurkenning á erlendri starfsmenntun má sjá lista yfir hvaða störf eru lögbundin (Lögbundin störf á Íslandi). Mennta- og menningarmálaráðuneytið annast viðurkenningu á erlendri starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Ráðuneytið hefur falið IÐUNNI fræðslusetri að veita þjónustu við þá umsækjendur sem hafa menntun og starfsreynslu í þeim iðngreinum sem heyra undir starfsemi IÐUNNAR. Auk almennra upplýsinga um mat á námi í áðurnefndum greinum veitir IÐAN fræðslusetur umsögn að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins um sérhverja umsókn.
Hvert á að senda umsóknir? Sá/sú sem óskar eftir að starfa á sviði löggiltrar iðngreinar hér á landi og hefur aflað sér starfsmenntunar í öðru landi sækir um viðurkenningu á menntun sinni og starfsreynslu. Umsóknir ásamt fylgigögnum skal senda til IÐUNNAR fræðsluseturs, að undanskilinni menntun í rafiðnaði, en þær umsóknir skulu sendar til Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins. Umsóknareyðublöð ásamt frekari upplýsingum má finna á: • http://europass.is/vidurkenning-a-erlendri-starfsmenntun/ • og einnig á www.idan.is.
Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn? Á umsóknareyðublaðinu kemur fram hvað gögn þurfa að fylgja umsókn en þau eru: • Afrit af prófskírteini á frummáli þar sem fram kemur umfang námsins (í árum, mánuðum eða vikum) og inntak þess (upptalning námsgreina) • Þýðing prófskírteinis, á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli • Upplýsingar um starfsreynslu sem umsækjandi hefur aflað sér í starfsgrein sinni. • Umsækjandi þarf að hafa að lágmarki þriggja ára starfsreynslu á síðastliðnum tíu árum • Staðfesting á þeim réttindum sem námið veitir í heimalandinu (ef starfsgreinin nýtur lögverndunar þar) • Ljósrit af vegabréfi (staðfesting á þjóðerni)
Svör til umsækjenda Eftir að starfsfólk IÐUNNAR fræðsluseturs hefur móttekið umsókn ásamt fylgigögnum er farið yfir gögnin og þau send ásamt umsögn til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sem síðan sendir umsækjanda skriflegt svar við umsókninni. Miðað er við að afgreiðsla umsóknar taki ekki meira en þrjá mánuði. Ef umsækjandi uppfyllir skilyrði um menntun og starfsreynslu til starfa í iðngrein hér á landi gefur sýslumaðurinn á Seyðisfirði út sérstakt leyfisbréf því til staðfestingar.
DAGSVERK.IS / 0513 / IÐAN
Lög og reglugerðir Um viðurkenningu starfsmenntunar þegna frá EES-ríkjum gilda lög nr. 26/2010 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi http://www.althingi.is/altext/stjt/2010.026.html Reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi nr. 879/2010 http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=878cbb7d-92a3-40fa-9c4a-a165c6c5888c
Viðurkenning á menntun og starfsreynslu erlendra iðnaðarmanna fer eftir reglugerð 585/2011 http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=178a3724-506f-46ef-8f78-504f79d34d97
Vefslóðir með frekari upplýsingum:
Skúlatún 2 - 105 Reykjavík idan@idan.is - www.idan.is
Útgefið í maí 2013
Vefur Europass á Íslandi: http://www.europass.is Vefur mennta- og menningarmálaráðuneytis: http://www.menntamalaraduneyti.is Vefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis: http://www.atvinnuvegaraduneyti.is