,'86 0$57,,
Margfaldaðu sjálfstraustið!
Skemmtileg, jákvæð og uppbyggjandi námskeið fyrir 16–19 ára Námskeiðið hjálpar þér að ... ... öðlast meira sjálfstraust ... byggja upp hugrekki til að tjá þig fyrir framan hóp ... vinna með markmiðasetningu ... læra að þekkja styrkleika þína ... þora að vera þú sjálf/ur Skráðu þig núna á kvan.is
kvan.is - Hábraut 1a, Kópavogi - sími 519 3040
RITSTJÓRI HÖNNUN & UMBROT ÚTLIT OG FORSÍÐA PRENTUN UPPLAG
Jóhanna María Bjarnadóttir Halldór Valberg Hrefna Svavarsdóttir Prentmet 100 eintök
Amici cari! Hér með kynnum við til leiks nýjasta tölublað Idus Martii, lítið og sætt, reiðubúið til lesturs. Markmið blaðsins er að skemmta fornmálaunnendum og ennfremur að kveikja áhuga þeirra, sem enn hafa ekki áttað sig á snilli klassísku fræðanna og þeim annars kirfilega luktu dyrum sem þau opna. Góða skemmtun og (eftirfarandi er beint að málabrautarbusum) sjáumst á fornmáladeild ;)
Ritstjórn:
Apríl
Hrafnhildur
Hrefna
Iveta
Jóhanna María
Nanna
Svanbjörg Þyri
Caesar
NÚ SPYR FÓLK SIG EFLAUST, HVAÐ ER IDUS MARTII? Í stuttu máli má segja að þetta sé dagsetning. Í rómversku tímatali þýðir Idvaus ýmist 13. eða 15. dagur mánaðar. Rómverjar sögðu Idus Martiae (f.pl.nom.) en við útgáfu blaðsins í fyrsta skiptið var ákveðið að hafa það Idus Martii (m.sing.gen) og er þá Martii mánuðurinn Martius en ekki lýsingarorðið Martiae. Á Idus Martii árið 44 f.Kr. var hinn mikil Gaius Julius Caesar stunginn til bana. Hér ætlum við ekki að rifja upp afrek hans því það áttum við öll að læra í sögu í fjórða bekk. Titill og útgáfudagur er því til heiðurs ræðismanninum.
Lárétt 6 8 10 11 12 15 19 20 22 23 24 26 27 28 29 30
höfn hitta enginn náðun þess vegna lærisveinn öldungur fátækt ambátt að finna ræðumaður ákveða hof sannleikur kvæði guð
Lóðrétt 1 drottning 2 systir 3 strax 4 tré 5 járn 7 bóndi 9 friður 11 mjög 13 erfðaskrá 14 næsta dag 16 herdeild 17 að syngja 18 kærleikur 21 hörmungar 25 í dag
Mรกl er manns aรฐal viรฐtal viรฐ verndara fornmรกladeildarinnar
Spámaður: Vara þig fimmtánda mars. Caesar: Hver þekkir þennan mann? Brútus: Þetta var spámaður að vara við fimmtánda mars. Caesar: Færið hann til mín; svip hans vil ég sjá. Kassíus: Komdu’ útúr hópnum, karl minn; líttu á Sesar. Caesar: Hvað var það sem þú sagðir? Spámaður: Vara þig fimmtánda mars. Caesar: Svo maðurinn er draumvís! Við skeytum ekki’ um hann; og höldum áfram. Bls. 166 k. 3.1. Caesar: Fimmtándi mars er kominn. Spámaður: Já kominn, Caesar; Kominn, ekki liðinn. Með þessum orðum tók Frú Vigdís Finnbogadóttir á móti okkur á heimili sínu eftir að hafa brugðist snarlega við fyrirspurn okkar um viðtal í tilefni Idus Martii. Hún segist ekki myndu vilja missa af því fyrir nokkurn mun er hún minnist ára sinna í Menntaskólanum með bros á vör. Þegar við báðum hana um að rifja upp skemmtilegar minningar frá námsárum sínum nefndi hún tvennt. Í fyrsta lagi minntist hún á latínuna, en Vigdís vildi ekki missa af einum einasta tíma, enda
þótti henni latínan alltaf skemmtileg, nema þegar þær bekkjarsysturnar voru að læra muninn á gerundium og gerundivum og ablativus absolutus. „Það var þyngra en að lyfta þungu oki.“ Kristinn Ármannsson kenndi Vigdísi latínu en hann er góðkunningi þeirra sem lagt hafa stund á latínunám í MR. Vigdís lofaði hann og greindi frá því að hann hefði verið dásamlegur kennari og ægilega fínn maður. Að lokum laumaði hún inn skemmtilegri sögu af honum.
„Einhvern tímann ætluðum við að gera at í honum en það var ekki hægt. Við settum snjóbolta á sætið hjá honum og hann, sem var svo agalega snjall, settist þarna. Við biðum ægilega spenntar og þá segir hann; „Stúlkur mínar, hefur einhver ykkar setið hérna áður?“ Hann sló okkur alveg út af laginu.“ Vigdís var einnig hluti af hópi brautryðjenda sem setti á fót Kvenfélagið Aþenu sem við þekkjum enn þann dag í dag. Því má segja að hún hafi strax á unga aldri verið skrefinu á undan samtímanum hvað kvenréttindi varðar. Vigdís Finnbogadóttir er okkur á fornmáladeild mjög mikilvæg enda hefur hún verið verndari latínunnar í Menntaskólanum í Reykjavík í mörg ár og er mjög hreykin af því. En hvernig fékk Vigdís það mikilvæga hlutverk? Um tíma voru nemendur á
rektor, hringdi í Vigdísi og útskýrði fyrir henni að stuðningsmann vantaði fyrir fornmáladeildina. Hún tók þessu verkefni auðvitað himinlifandi og hefur eftirfarandi að segja um ástæðu þess;
fornmálabraut spurðir heldur ákaflega um hvað þeir ætluðu að verða í framtíðinni. Það er því miður enn þann dag í dag kunnugleg vísa. Linda Rós, þáverandi
við hana um álit á því hvers vegna ungmenni ættu að fara á málabraut og leggja stund á tungumál, bæði nútíma- og fornmál. Svarið kom hiklaust.
„Hún [fornmálabraut] er alveg mögnuð, lykillinn að minningum og menntun, menntun um minningar vestræns mannkyns. Það getur ekki skaðað nokkurn mann að læra fornmál, þarna er upphaf vestrænnar menningar, upphaf vestrænnar hugsunnar.“ Við þurftum ekki að spjalla lengi við Vigdísi til þess að sjá að ástríða hennar fyrir tungumálum er einstök. Þar sem að hún hefur m. a. helgað líf sitt tungumálum báðum
Á tungumálunum er allt til sem maðurinn hefur hugsað. Það skal lifa. Tungumálin eru lykillinn að því að skilja hvað kom á undan nútímasamfélagi. Þau eru lykillinn að þekkingu á því fólki sem þá var uppi. Fornmálin eru grundvöllur að gríðarlegi framþróun á bókmenntum, listum og því hver við erum. Tungumálin segja frá hugsun mannsins. Tungumálin sem við lærum eru lykillinn að því að geta lesið sér til, líka um vísindin. Tungumálin styðja okkur á öllum sviðum mannlífsins. Að mati Vigdísar er orðatiltækið „mál er manns
aðal“ mjög lýsandi fyrir okkur þar
kjörins forseta í öllum heiminum. Undanfarin ár hefur hún hins vegar gegnt embætti velgjörðasendiherra tungumála hjá UNESCO. Þar tók hún þátt í því að leggja lokahönd á að skrásetja öll tungumál heimsins í háskólanum í Bilbaó. Þar kynntist hún fólki sem vinnur að því að skrásetja tungumál sem eru að hverfa. Það starfar í Barcelona við stofnun sem heitir „Lingua pax“ (friður sé með tungumálum). Vigdís ítrekar fyrir okkur mikilvægi þess að varðveita íslenskuna því að hún geti horfið eftir nokkrar kynslóðir. Hún leggur áherslu á að ekki skuli rökræða um hvað sé rétt mál eða rangt heldur leggja áherslu á fjölda orða í tungumálinu því að við verðum að hafa tæki til þess að tjá okkur. Þarf ekki að rýna mikið í smáatriðin þar, eins og þágufallssýki. Mér finnst áríðandi að
sem aðeins mannveran hefur tungumál á færi sínu. Hún bendir enn fremur á að það væri skelfilegt ef tungumál mannsins hyrfu. Það sé því afskaplega mikilvægt að varðveita hafa heildaryfirsýn yfir tungumálið og orðgnægð, að hafa nóg af orðum íslenskuna. Vigdís er hvað þekktust og kunna grundvallaratriðin. T. d. fyrir að hafa verið fyrsta konan ekki segja „moment“ í stað augnatil að gegna embætti lýðræðis- bliks.
Það mikilvægasta er að trúa að íslenskan komist af, að íslenskan lifi, því þá fer maður ósjálfrátt að varðveita hana, og ég trúi á það. Unga kynslóðin þarf að átta sig á því að þau eru með miklar gersemar, ekki í höndunum heldur í huganum. Þá er allt í lagi að sletta svolítið. Það sem Vigdísi finnst kannski hvað leiðinlegast við þróun tungumála á undanförnum árum er hve tekið hefur að halla undan fæti norrænna mála á Íslandi en henni finnst óskaplega hallærislegt að beita fyrir sig ensku á Norðurlöndunum. „Það er
fjársjóður að eiga tungumál.“ Til þess að leggja sitt af
mörkum lagði Vigdís hönd á plóg við að koma á legg Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Þrekvirki var unnið þegar hús var byggt yfir þá stofnun og eftir samkeppni fékk það nafnið Veröld, hús Vigdísar en Vigdís segir alltaf „upp
í Veröld“. Hún er afar hreykin af Veröld. Það var einstaklega hvetjandi að tala við Vigdísi og hún er góð fyrirmynd fyrir alla.
RÓM
Ferðamyndir úr fórum (Romanum) Hrefnu, Nönnu og Aprílar
I路XI路MMXVIII V路XI路MMXVIII
GELATO
COLOSSEUM
DE GUSTIBUS NON EST DISPUTANDUM
VATIKANIÐ
SÁPUKÚLUR Á PIAZZA DEL POPOLO
FORUM ROMANUM
CAPITOL-HÆÐ
FYNDNAR SÖGUR ÚR FORNÖLD tekið saman af Svanbjörgu Þyri
Eftir dauða Antoníusar fordæmdi öldungaráðið í Róm opinberlega fæðingardag hans. Þetta er líklega eina ástæðan fyrir því að við vitum hvenær hann fæddist, því að fundist hafa brot úr dagatölum þar sem stendur að 14. janúar sé slæmur dagur vegna þess að hann er fæðingardagur Antoníusar. Ekki nóg með það; enginn í fjölskyldu hans mátti heita Marcus framar. Ef maður var af Antonísku ættinni varð maður að velja eitthvað annað nafn á barnið sitt. Allir voru svo hundleiðir á Antoníusi að þeir bókstaflega bönnuðu nafnið hans. Á tímabili „sótti Antoníus nám í Grikklandi.“ Í raun var hann að flýja kröfuhafa. Eitt árið vildi Caesar endilega að Antoníus og Dolabella yrðu ræðismenn saman. Antoníus, sem þoldi ekki Dolabella, tók upp á því að hrópa upp yfir sig einn góðan veðurdag, um fuglana(!), og hve slæma forboða þeir báru(!)
um hvað myndi gerast ef Dolabella yrði ræðismaður(!!). Á sínum yngri árum mætti Antoníus einu sinnu blindfullur á stjórnarráðsfund og kastaði upp í toga vinar síns fyrir framan alla. Hann var líka vanur að klifra inn um glugga ástmanns síns Curios, þangað til faðir Curios fékk nóg og rak hann út með kústi. Antoníus elskaði að veiða fisk og vildi endilega veiða stóra fiska handa Cleopötru, en það var einn hængur á; hann var hræðilegur veiðimaður. Hann neyddist til þess að láta þræl sinn veiða stóra fiska og festa þá við girni hans til þess að hann gæti dregið þá upp og stætt sig af því. Cleopatra áttaði sig næstum því strax á gangi mála og lét festa rotinn fisk á öngul hans í staðinn. Á 4. öld f. Kr. var gríska hóran Phryne lögsótt fyrir guðslast. Hún varði sig með því að sýna kviðdómnum brjóst sín og spyrja hvort þeir væru reiðubúnir að eyðileggja þetta (þeir voru það ekki).
Grikkir lögsóttu einu sinni hellu fyrir að detta í höfuðið á einhverjum. Claudius keisari átti son, Claudius Drusus, sem henti perukjarna í loftið, reyndi að grípa hann með munninum og kafnaði. Í bardaga milli Argos og Spörtu, skipuðu foringjar Argos hermönnum sínum að gera hvað sem kallari Spartverja fyrirskipaði. Spartversku foringjarnir áttuðu sig á þessu og skipuðu hermönnum sínum að gera atlögu þegar kallarinn sagði þeim að borða morgunmat. Hermenn sendu mótherjum sínum oft herskeyti með móðgandi og/eða fyndnum áletrunum, líkt og: „Gríptu!“, „Hafðu þetta!“, „Slæm gjöf“, eða „Ég vil ná í rassgatið á Octavíanusi“. Nafnið Cicero kemur af cicer – kjúklingabaun. Nafnið kom inn í fjölskyldu ræðismannsins fræga vegna þess að einn forfeðra hans var með vörtu sem líktist ægilega kjúklingabaun.
Fólk skrifaði dagsdaglega á vegginn í Pompeii um allt milli himins og jarðar. Nokkur dæmi eru: • „Við tveir, kærir menn, vinir að eilífu, vorum hér. Ef þú vilt vita nöfnin okkar, eru þau Gaius og Aulus.“ • „Ef einhver trúir ekki á Venus, ættu þau að horfa á kærustuna mína.“ • „Amplicatus, ég veit að Icarus sefur hjá þér. Salvius skrifaði þetta.“ • „Það tók 640 skref að ganga fram og til baka héðan og þaðan tíu sinnum.“ • „Epaphra er ekki góð í boltaleikjum.“ Rómverjar töldu langar ermar vera kvenlegar. Samkvæmt tólftaflnalögunum var bannað að kveina í jarðarförum.
MEMEs
OPNUM Í FEB! M Ý R A R G ATA 3 1 101 RVK #BRIKKMYLIFE
LATÍNUSMITUÐ ÍSLENSKA OG VANDRÆÐI MÁLFRÆÐIÞENKJANDI LATÍNUNEMA HREFNA SVAVARSDÓTTIR, 5.A Latínunám hefur ótal kosti og, hingað til, enga galla. ,,Hingað til“ segi ég vegna þess að nýlega hef ég sjálf orðið fyrir barðinu á því að latneska tungan hefur heltekið alla mína hugsun og ekki síst öll mín skrif. Ég ranka ósjaldan við mér, hafandi steypt mér í hyldýpi setningarfræðinnar, veltandi fyrir mér ýmsum smáatriðum í setningamyndun þess einstaklings, við hvern ég skiptist á orðum. Þá ræð ég sjaldnast við hugsanir mínar, þegar heilinn fer af stað og hefur greiningu á orðum þess, er á mig yrðir. Orðin greinast umsvifalaust í genitivus partitivus, ablativus absolutus, accusativus cum infinitivo og ég veit ekki hvað og hvað. Margir latínunemar segja sig ekki munu láta latnesku málfræðina hafa áhrif á íslenskuna sína, á hverri þeir telja sig hafa fullkomna stjórn. Þessu er ég, hugsandi um málnotkun mína, ekki sammála. Að því sögðu, játa ég mig aldrei hafa talið mig mundu nota accusativus cum infinitivo jafnmikið í íslenskri ritun og raun ber vitni. Auk þess, set ég setningarnar upp afmarkaðar með kommum, hafandi tamið mér það að hafa aðal- og aukasetningar í latneskum stílum vel aðgreindar. Og, hafandi aðgreint allt vel, verður textinn, að mér haldandi, miklu skiljanlegri, þrátt fyrir að aðrir, ókunnir latneskri málfræði, telji hann helst til troðinn kommum og innskotssetningum. En það er auðvitað vegna þess að þeim er ablativus absolutus ókunnur. Þetta ,,vandamál“ fullyrði ég mig hér með munu vinna í og, smám saman, að lokum, ef til vill, munu byrja að tala, og skrifa, eðlilega íslensku aftur.
INNSÝN Í LATÍNUGLÓSUR 5.A
Apríl
Hrefna
Sigga
Nanna
spoliate modum magistri STÍLISTAR: HREFNA OG NANNA
κλέπτετε τὸν τῶν διδασκάλων τρόπον
Svör við krossgátu!
þýðing: „stelið stíl kennarans“, sbr. e. “steal their look”
LOREM IPSUM Latína er vissulega löngudautt mál en er þó mikið notað í dag, og þá líka utan klassískra fræða og forna heimsins. Enskar akademískar skammstafanir, stafrófið sem við notum og svo margt fleira. Þó að mörgum þyki það ólíklegt er latína notuð við forritun og útgáfu vefsíðna sem ekki eru fullkláraðar. Rökin fyrir þessu er að orða- og stafafjöldi virðist eðlilegur þótt innihaldið skiljist ekki. Heimildir benda til, að ólíkt því sem flestir halda, eru þetta ekki bara orð á latínu valin af handahófi heldur á textinn rætur að rekja til „De Finibus Bonorum et Malorum“ eftir Cicero. Þessi skyldleiki er þó ekki augljós þar sem orðaröð hefur verið breytt. Lorem ipsum hefur verið notað frá því um aldamótin 1500 þegar prentsmiðja notaði textann til að prenta sýnisútgáfu af bók.
„Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis aute irure dolor in reprehenderit in voluptate velit esse cillum dolore eu fugiat nulla pariatur. Excepteur sint occaecat cupidatat non proident, sunt in culpa qui officia deserunt mollit anim id est laborum.“
VELKOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
SPENNANDI NÁM OG ÖFLUGT FÉLAGSLÍF Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐ YFIR 400 NÁMSLEIÐIR Í BOÐI Sæktu um á hi.is fyrir 5. júní.
hi.is