Askur 1. tbl. 4. árg.

Page 1

Grafísk miðlun 2015

1. tbl. 4. árg.


FBM STENDUR MEÐ ÞÉR! • • • • •

Sjúkrasjóður Fræðslusjóður Endurmenntun Orlofshús Afslættir

Einnig eru veittir styrkir til að sækja námskeið sem tengjast endurmenntun í viðkomandi starfi.

FBM verður Grafía – stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum

Félag bókagerðarmanna | Stórhöfða 31, 3. hæð, 110 Reykjavík | Sími 552 8755 | www.fbm.is | fbm@fbm.is


Leiðari Það tókst! Blaðið er klárt og önnin að klárast. Þetta hefur verið krefjandi og skemmtilegur tími og við eigum eftir að sakna þess að mæta í Vörðuskóla. Það er margt sem gerir nám í grafískri miðlun skemmti­ legt en þó stendur kennarahópurinn hæst. Að hafa góða kennara sem eru bæði tilbúnir að henda manni út í djúpu laugina og henda á eftir manni björgunar­ hringnum er ómetanlegt. Stuðningurinn og aðstoðin eru aldrei langt undan, svo ég tali nú ekki um fjörið.

Askur Prentun: Pixel

Útgefandi: Tækniskólinn

Verkefnin eru fjölbreytt og gefa að okkar mati góða innsýn inn í þann heim sem við útskriftarnemarnir erum í þann mund að stíga inn í. Þetta tímarit er síðasta verkefnið og reynir það á flest allt sem við höfum lært síðasta árið.

Samsetning: Katrín Björg Andersen

Ritstjórn: Ingólfur Grétarsson

Við vonum að lesturinn verði þér ánægjulegur og jafnvel fræðandi.

Katrín Björg Andersen Karólína Klara Geirsdóttir

3◄


3 Efnisyfirlit 4 Ingólfur Grétarsson 6 Leiðari

8 10 12 14

►4

Hlustaðu á þetta Cease Tone Sögulegur rappari Topp 5

16

Katrín Björg Andresen

26

Lilja Rut Benediktsdóttir

36

Karólína Klara Geirsdóttir

46

Brynjar Már Pálsson

18 22 24

28 30 32 34

38 40 42

48 49 50 52 54

Konur verða feitar um fertugt Uppskriftir Dísukökur

Gunnar Nelson: Skærasta stjarna Íslands Birgir Örn Tómasson Mjölnir Ronda Rousey: Ein besta íþróttakoma heims

Viðtal við Línu Birgittu Lífstílsblogg á Íslandi Margt er þeim að meini myndaþáttur

Áhrif tölvuleikja sem innihalda klám og ofbeldi Glæpir framdir í Bandaríkjunum af unglingum Skór og tölvuleikir CCP games Geta tölvuleikir verið íþrótt


56

Sverrir Örn Pálsson

66

Tómas Tumi Gestsson

76

Andrea Ósk Elíasdóttir

86

Elsa Ingibjörg Egilsdóttir

58 62 64

68 70 72

78 80 82 84

88 90 91 92 94 95

„Ég gæti borðað svona plötur“ II. hluti Hipgnosis 10 þekkt plötuumslög eftir Hipgnosis

Borðspil Tindátaspil Hlutverkaspil

Te Svefn og svefntruflanir Komdu út að hlaupa! Tuttugu ráð sem hjálpa þér að komast í gírinn

Hvar er best að ferðast? Hættulegasti göngustígur heimsins opnaður aftur Sangría Suðrænn og svalandi Baba maðurinn með hamarinn Á ferðalagi í 26 ár, ástarferðalag Mallorca, þar sem sólin skín

96 Þakkir 98 Dimmision 98

Svipmyndir frá útskriftarsýningu

5◄


Lj贸smynd: 漏 Thelma Gunnarsd贸ttir


I

Ingólfur

Grétarsson 25 ára, tveggja barna faðir, bankakarl, með hlutina á hreinu, hugsa mikið um fjármál og með masters gráðu í viðskiptafræði í Háskóla Íslands, þetta er allt sem að hann Ingólfur er ekki. Ingólfur fæddist árið 1994 og varð að gullfalleg­ um tveggjametra homosapien sem útskrifaðist úr Flensborg sem fjölmiðlatæknir og ákvað að sleppa stúdentnum til þess að skella sér strax í grafíska

miðlun í Tækniskólanum. Hann stefnir á nám í Lista­ háskólanum eða erlendis í grafíska hönnun en eins og er langar honum bara í námssamning í 24 vikur og kærustu. Ingólfur hefur brennandi áhuga á grafískri miðlun og hönnun en hefur einnig mikinn áhuga á drekum, dýflissum, félagslífi, fjölmiðlun, upptöku og eftirvinnslu.

7◄


Hlustaðu Early Late Twenties Tónlist Early Late Twenties einkennist af þykkum og litríkum röddum sem þræða sig í gegnum silkimjúka synta, þungan bassa og danstakta og gítarlínum sem fá að hefja sig til flugs í víðáttu hljóðheimsins. Textar þeirra innihalda heimspekilegar vangaveltur um lífið og dauðann, oftast í þeim tilgangi einum að frelsa hugann undan byrði raunveruleikans. Fyrsta stuttskífan Early Late Twenties er samstarf tveggja íslenskra listamanna, búsettum í Hollandi. Dúóið skipa Ægir Þór Þórðarson sem starfar undir listamannsnafninu „Ægir the Artist“ og María Magnúsdóttir eða „MIMRA“ sem er sönkona og tónskáld. Með tónlistarbakgrunn jafn ólíkan og gíraffi er frá húsamús hófu þau tónlistar­ samstarf sitt fyrir nokkrum árum. Milli hléa lögðu þau niður grunna, laglínur, textahugmyndir og fleira þar til úr mótaðist þeirra eigin elektróníski hljóðheimur. Hljómsveitina Early Late Twenties stofnuðu þau í október 2014 og gefa þau út sína fyrstu stuttskífu; ELT EP þann 15. apríl 2015. Ægir the Artist Ægir the Artist er Breiðholtsvillingur sem hóf tónlistar­ feril sinn í dauðarokksenunni á Íslandi á tíunda ára­ tugnum. Fjótlega opnaðist hugur hans fyrir því að búa til elektró mússík með miklu fikti við tölvur og rafmagnstól. Hann spilaði með ýmsum hljómsveitum sem aldrei urðu að einu né neinu, nema kannski Funk Harmony Park sem hann var í frá 2002–2005.

Haustið 2010 flutti hann til Hollands þar sem hann hóf nám við Konunglega Listaháskólann í Haag þaðan sem hann útskrifaðist 2014. MIMRA MIMRA er upprunalega kórkrakki úr Garðabænum. Vorið 2015 líkur hún námi úr jazzsöng og tónsmíðum frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi. Í gegnum tíðina hefur hún tekið þátt í margskonar verkefnum sem spanna allt frá gospel og jazzsöng til nútímaóperu til þess að semja fyrir stuttmyndir og alls þar á milli. Árið 2009 gaf hún út fönkskotnu poppplötuna Not Your Housewife og titillag plötunnar undir sama nafni hlaut góðar viðtökur á Íslandi. Höfundur: albumm.is

Við mælum líka með ► In the Company of Men ► Dusk ► Flames of Hell

►8

► Kayak


á þetta Hljómsveitin Eva Hljómsveitin Eva er tveggja kvenna hljómsveit. Sigríður Eir og Vala Höskuldsdóttir eru leikhúslistakonur sem áttu sér þann draum stærstan að fá að semja og syngja lög. Þær stofnuðu Hljómsveitina Evu árið 2012, meðan þær voru saman í bekk í Listaháskóla Íslands. Þær semja og flytja lög um hversdagslega hluti úr reynsluheimi sínum, svo sem fegurð viðbeina, og sjarma sjálfstæðra kvenna. Hljómsveitin Eva hlaut Grímutilnefningu 2014 fyrir tónlistina í Gullna Hliðinu og gefur nú út sína fyrstu plötu. Fyrsta platan Þessi fyrsta plata sveitarinnar „Nóg til frammi“ var tekin upp um verslunarmannahelgina á Karlstöðum við Berufjörð og gott ef áhrif sólarinnar, hafsins og fjallanna í þessu dásamlega umhverfi munu ekki bara berast í gegnum hljómflutningstækin og heyrast á plötunni.

Humbar

Femínistapönk Nokkuð erfitt er að festa fingur á það hverrar teg­ undar þessi tónlist er nákvæmlega en ætli það mætti ekki segja að þetta væri „easy listening“ kántrískotið femínistapönk með þjóðlaga ívafi. Sem þýðir að í rauninni er þetta alveg hard­core popp. Svavar Pétur Eysteinsson, upptökustjóri plötunnar eða Prins Póló eins og hann er víða þekktur lét þessi orð falla um plötuna: „Hljómsveitin Eva er tilfinninga­ og hæfileikabúnt. Leiftrandi húmor, hárbeitt ádeila og blæðandi tilfinningar. Ég vissi aldrei hvort ég ætti að hlæja eða gráta“.

Dj keppni Humbar 10. júní Grettisgötu 4 19:00–22:00 Glæsileg verðlaun í boði.

Skráningar í sima 552 7463 eða humbar@humbar.is

Höfundur: albumm.is

9◄


CeaseTone Hljómsveitin sem spilar allt CeaseTone var stofnuð árið 2013, hljómsveitin hefur spilað á Iceland Airwaves með góðum undirtekt­ um. Hljómsveitina skipa þau Hafsteinn Þráinsson söngvari og gítarleikari, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur, Darri Tryggvason á hljómborð, Steinar Karlsson á bassa og Jökull Brynjarsson á synth/sample. Bílskúrinn Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 í skúrnum hans Hafsteins. Hafsteinn var þá einn með kassagítar og eyddi öllum sínum aurum í hljóðgræjur fyrir Cease­ Tone, hljómsveitin fór þó ekki alminnilega á stað fyrr en árið 2013. „Árið 2013, þegar ég var búinn að safna mér alls­ konar hljóðgræjum gat ég þá loksins byrjað að setja

saman band til að spila allt þetta nýja efni, sem var engan vegin fyrir bara einn kassagítar.“ Í dag er hljómsveitin skipuð af Hafsteini Þráinssyni á gitar og söng, Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur á tromm­ ur, Darra Tryggvasini á hljómborð, Steinari Karlsyni á bassa og Jökli Brynjarssini á synth/sample. Electro rokk fílingur Árið 2012 var CeaseTone að spila rólega kassagítar tónlist en það var ekki fyrr en hljómsveitin var skipuð þegar hún varð að Electro rokk hljómsveit. CeaseTone minnir mann svolitið á alt­j og Jack White.„Mínir helstu áhrifavaldar eru allt frá þvi að vera hljómsveitin Tallest man on earth yfir í Alt­j, síðan er ég mikill áhugamaður á jazz, Kurt Rosenvinkel og Avishai Cohen eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina, síðan kemur Sigur rós þarna sterk inn útaf

► 10


brenglaða soundinu sem þeir gera, síðan er ég sjálfur mikill aðdáandi á Jack White sem gítarleikara.“ Segir Hafsteinn og brosir. Kassagítarinn CeaseTone hefur tekið einnig að sér rólegri verkefni fyrir veislur, opnanir og bara kósy stemningar en þar kemur ekki öll hljómsveitin fram heldur aðeins Haf­ steinn og kassagítarinn hans, þar sem hann tekur allskonar jazz lög. „Ég kem ennþá oft fram sem CeaseTone bara einn með kassagítar, alltaf gott að eiga eitt lágstemmdara tónleikasett“

„nú nýlega í laumi hef ég verið að semja smá raf­ tónlist undir alter ego­inu CeT1.“ Allskonar járn í eldinum CeaseTone er eitt af mörgum verkefnum sem Haf­ steinn er að vinna í um þessar mundir, hann er meðal annars að spila með Lockerbie og er að útskrifast úr tónlistar námi við FHÍ. „Ég spila slatta af jazzi í skólanum um þessar mundir og útskrifast ég þaðan í vor, síðan spila ég í hljómsveitinni Lockerbie og svo hin og þessi sessi­ on verkefni þar sem eg spila á gitar. Svo nú nýlega í laumi hef ég verið að semja smá raftónlist undir alter ego­inu CeT1, stefni á að gera meira úr þvi verkefni seinna á árinu. Svo er ég plötusnúður þegar ég er beðinn um það.“ Segir Hafsteinn.

CeaseTone í sumar Hljómsveitin CeaseTone hefur nóg að gera um þess­ ar mundir þar sem að sumarið er að bresta á og nóg um að vera í tónlistarbrannsanum. Hljómsveitin stefnir einnig á að gefa út plötu sem verður vonandi væntanleg í sumar ef allt fer eftir óskum. „Framtíðin er björt, við erum öll mjög spennt að spila slatta, í sumar, eftirspurn eftir okkur fyrir tónleika fer stigvaxandi, enda erum við geggjuð, djók. Ég er að leggja lokahönd á upptökur á plötu sem mun svo fara i mix í júní, enn er óvíst hvenær hún kemur út því helst vil ég lenda plötusamning og auglýsa vel áður en ég gef út.“ Höfundur: Ingólfur Grétarsson

11 ◄


Sögulegur rappari Heimir er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri af félags­ fræðabraut. Eftir menntaskólagönguna fór Heimir í Háskóla Íslands og útskrifaðist með BA­gráðu í sagnfræði. Hann lauk kennsluréttindanámi árið 2011 og hóf þá störf við MA þar sem hann kenndi siðfræði, heimsspeki og menningarlæsi. „Ég er búinn með bróðurpartinn af masternámi í siðfræði en á eftir að skila ritgerðinni,“ segir Heimir. Fjölskyldan Heimir er fjölskyldumaður. „Ég á allt,“ segir Heimir. „Ég á tvö börn, unnustu, tvær systur og einn bróðir svo auðvitað foreldra.“ Heimir byrjaði að kenna í Flensborg á síðasta ári. Hann kennir félagsfræði og sögu og honum finnst það ekki leiðinlegt. „Það besta við að kenna eru samskiptin við skemmtilegt fólk allan daginn,“ segir Heimir sem segir að kennslan hafi sína galla líka. „Það er til dæmis mjög leiðinlegt þegar nemendur svindla á prófum,“ og hann bætir við: „Ég áttaði mig á því þegar ég byrjaði í æfingakennslunni í kennslu­ réttindanáminu að ég vildi kenna í framtíðinni.“ Slefaði á heyrnartólin hans pabba Heimir eða Heimir rappari fékk snemma áhuga á tónlist og að hlusta á rapp. „Ég var mjög ungur þegar ég áttaði mig á því að ég gat tengt heyrnartólin hans pabba við hljóðnema

► 12

og ég öskraði og slefaði í þau þangað til að þau voru orðin ónýt. Ég fékk hins vegar raunverulegan áhuga á tónlist þegar ég var 12 eða 13 ára. Ég var svo heppinn að leikarinn og útvarpsmaðurinn góð­ kunni, Gestur Einar Jónasson, er giftur systur pabba. Hann fékk marga geisladisk gefins og gaf mér marga þeirra,“ segir Heimir sem heillaðist strax af rappinu.

„Ég á frænda sem ég lít mikið upp til. Hann starfar sem rappar­ inn Kött Grá Pjé. Hann hafði mikil áhrif á það að ég hálf­hvarf inn í rappið og fékk strax áhuga á að semja sjálfur.“


Rappið „Birkir bróðir minn er líka í þessu rapp­stússi. Hann benti mér til dæmis á tónlistina hans Snoop Dog og fleiri stórra listamanna. Ég á frænda sem ég lít mikið upp til. Hann starfar sem rapparinn Kött Grá Pjé. Hann hafði mikil áhrif á það að ég hálf­hvarf inn í rappið og fékk strax áhuga á að semja sjálfur.“ Heimir hefur unnið með listamönnum á borð við Emmsjé Gauta og Unnstein Manuel. Hann er til að mynda í nýjasta laginu þeirra, Hvolpaást. „Við eig­ um sameiginlegan vin sem heitir Hlynur og þannig kynntist ég Gauta og Unnsteini. Ég eiginlega fylgdi bara með.“ Kennari og rappari Heimir hefur vakið mikla athygli í Flensborgarskólan­ um enda ekki á hverjum degi sem rappari gengur um ganga skólans og kennir sögu. „Það fer nú nokkuð vel saman. Auðvitað veldur það kurri í kennslunni þegar fólk áttar sig á því að ég er ekki bara kennari heldur líka rappari. Það er kannski óvenjulegt en annars skiptir það engu máli. Hjálpar mér ef eitthvað er.“ Rappari í Framtíðinni?

Festival Samtökin Sömuleiðis halda upp á 50 ára afmælið sitt þann 6. júni næstkomandi.

AMABADAMA

GUSGUS

AGENT FRESCO

DJ $HITLOAD

„Þetta svolítið skrýtið því að nú er komin þessi kyn­ slóð af röppurum sem eru orðnir gamlir kallar. Það eru margir rapparar orðnir gamlir og afhverju get ég þá ekki verið gamall rappari.“ Segir Heimir eftir að hafa klárað seinustu dropana í kaffi bollanum sínum.

Vissir þú að.. ► Smellurinn In Da Club með Fifty Cent er eldra en Facebook. ► Platan Collage Dropout með Kanye West kom út fyrir tíu árum. ► Straight Outta Compton kom út þegar Kend­ rick Lamar var eins árs ►Wu­Tang Clan hafa verið starfandi í 23 ár. Höfundur: buzzfeed.com

Austurvelli 20:00 6. júní

Frítt inn


Topp fimm Áhrifaríkustu tónlistarmennirnir Tónlist hefur mismunandi tilgang og áhrif á líf fólks í dag, tónlistin er göldrótt, hún hreyfir, róar, reiðir og gleður fólk. Í dag er tónlist út um allt, alskonar bönd, alskonar tónlistastefnur söngvarar og söngkonur, en tónlistin byrjaði einhversstaðar. Hér eru aðeins 5 tónlistarmenn af mörgum sem hafa haft mikil áhrif á tónlistarheiminn eins og við þekkjum hann í dag og lögðu þeir línurnar fyrir mismunandi stefnur í framtíðinni. The Beatles Árið 1960 stofnuðu þeir John Lennon, Paul McCartn­ ey, George Harrison og Ringo Starr Bítlana, sem urðu fljótlega ein af áhrifaríkustu hljómsveitum allra tíma. Bítlarnir byrjuðu að spila á skemmtistöðum víðs vegar um Liverpool og Hamburg þar til að Brian Ep­ stein uppgötvaði þá og varð seinna umboðsmaður þeirra. Bítlarnir byrjuðu að prófa sig áfram með mis­ munandi stíla, pop, indverska tónlist, hard rock og ballöður. Bítlarnir voru friðasinnar og sömdu lög um ástina, stríðið og friðinn. Plöturnar Rubber Soul, Revolver, Sgt. Peppers Lonley Hearts Club Band og the White Album eru vinsælustu plöturnar þeirra og áhrifaríkustu. Árið 1970 tilkynnti Paul McCartney að Bítlarnir væru hættir, stuttu seinna árið 1988 var þeim boðið í Rock and Roll heimsfrægðar höllina.

► 14


Bob Dylan

Rolling Stones

Bob Dylan er söngvari og tónskáld frá Minnesota. Lögin hans fjalla mikið um pólitík og fólk, lögin hans eins og Blowin in the Wind og the Times they are changin urðu lög friðarsinna. Bob Dylan er fæddur og uppalinn í Hibbing, Min­ nesota. Árið 1994 varð Bob Dylan tekinn inn í Rock and Roll frægðarhöllina, Bob Dylan hefur spilað als­ konar tónlist allt frá folk, blues, country og gospel yfir í rock and roll og rockabilly. Honum tókst að finna sér sinn eiginn stíl sem er svolítil samblanda af þessum stílum.

Rolling Stones komu á sviðsljósið á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Stones voru með ríkan gítar­ grunn sem var fyrirmynd þungs rokks. Stones höfðu mikil áhrif á ímynd uppreisnagjarna ungmenna. Stones hafa selt 240 milljónir platna um víða ver­ öld. Hljómsveitin tók yfir tónlistarheiminum eftir að bítlarnir hættu og hafa þeir gefið út 23 plötur síðan þá. Vinnsælustu lög hljómsveitarinnar eru Gimmi Shelter, Satisfaction, Sympathy for the Devil, Lady Lane, Brown Sugar og Ruby Tuesday.

Elvis Presley

Chuck Berry

Elvis Aaron Presley naut mikilla vinsælda á seinustu öld hann er betur þekktur sem the King of rock and roll. Presley fæddist árið 1935 í, Mississippi. Elvis er talin vera frumkvöðull á rockabilly stílnum, þrátt fyrir að hafa neitað því að hafa fundið upp þennan stíl, en með tímanum þá þróaðist stíllinn hans meira yfir í Rock and Roll. Elvis er þekktastur fyrir lögin sín Hound dog, Heartbreak hotel, Love me tender, Jail­ house rock og Surrender. Elvis var kyntákn, leikari, söngvari og kóngurinn.

Chuck Berry er einn af frumkvöðlum rock and roll en hann byrjaði árið 1955, með lagið Maybellene og Roll over Beethoven. Chuck var mikill ólátabelgur, hann meðal annars framdi vopnað rán áður en hann varð frægur, hann smyglaði 14 ára stelpu yfir landamæri, en fljotlega eftir fangelsisvistun samdi hann lögin No Praticular Place to og You never can tell. Chuck lagði línurnar um rock, rockkabilly, rhythm og blues fyrir verðandi tonlistarmenn. Höfundur: rollingstone.com

15 ◄


Lj贸sm

ynd: elma

漏 Th ttir

arsd贸

Gunn


K

Katrín Björg

Andersen Ég heiti Katrín Björg Andersen og er fædd 15. ágúst 1986 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Af hverju valdir þú nám í grafískri miðlun?

Ég var að leita mér að námi sem hentaði eftir veikindi og endurhæfingu. Datt alveg óvart niður á þetta nám og ég er ekki frá því að það sé það besta sem fyrir mig hefur komið.

Hvað ætlar þú að gera eftir útskrift? Ég ætla mér að klára námssamning og taka sveins­ próf. Stefnan er svo að vinna í faginu.

Hvað gerir nám í grafískri miðlun skemmtilegt og áhugavert?

Námið er mjög krefjandi og góður grunnur til að byggja ofan á þegar komið er út í atvinnulífið. Ég tel mig mjög heppna að hafa lent í bekknum mínum þar sem við náum vel saman og það hefur myndast skemmtileg stemning. Kennarahópurinn gerir svo námið enn skemmtilegra.

Hver eru þín helstu áhugamál? Ég hef mikinn áhuga á prentun og öllu sem henni tengist. Ég baka og elda mikið í frítímanum. Ég hef einning fiktað aðeins við ljósmyndun.

17 ◄


Konur verða feitar um fertugt – Kristlaug Þ. Svavarsdóttir greindist með vanvirkan skjaldkirtil árið 2001 og segir sögu sína um batann. Kristlaug Þ. Svarsdóttir er 55 ára, gift og á tvær uppkomnar dætur. Hún er leikskólakennari að mennt og starfar sem leikskólastjóri á Akureyri. Kristlaug er hugrökk og ákveðin kona sem hefur þurft að hafa mikið fyrir því að fá meðferð við sjúkdómi sínum, vanvirkum skjaldkirtli. Baráttan hefur verið löng og ströng en nú horfir hún bjart­ sýn á lífið framundan. Kristlaug tekur á móti mér á heimili yngri dóttur sinn­ ar í Mosfellsbæ. Klukkan er rúmlega 8 á fimmtu­ dagsmorgni og því enn dimmt úti. Vindurinn blæs hressilega og við komum okkur fyrir í stofunni. Krist­ laug er afslöppuð og glaðleg að sjá. „Ég er fædd á Ólafsvegi 17 á Ólafsfirði. Þetta var heimafæðing. Það var vont veður, þetta var í janú­ ar.“ Kristlaug bjó á Ólafsfirði þar til hún var 8 ára en þá flutti fjölskyldan til Akureyrar. Hún segir mér að hún hafi verið eina stelpan í 4 barna hóp foreldra sinna. „Ég er alin upp í strákahópi og flestir vinir mínir voru strákar. Ég fékk engan afslátt fyrir það að vera stelpa.“ Kristlaug segist hafa átt hamingjusama æsku. Frelsið var mikið og leikvöllurinn var fjaran, bryggjan og götur bæjarins. „Mæðurnar voru heimavinnandi og alltaf einhver heima.“ Kristlaug rifjar upp margar góðar minningar og brosir hlýtt þegar hún hugsar til baka. Kristlaug gekk í barnaskóla Ólafsfjarðar og síðar í barnaskóla Akureyrar. Eftir grunnskóla lá leið hennar í Menntaskólann á Akureyri. Á meðan hún nam við MA eignaðist hún eldri dóttur sína. Kristlaug eignaðist svo yngri dótturina 8 árum seinna.

Í blóma lífsins Kristlaug hóf nám við Fósturskóla Íslands í fjarnámi árið 1991. „Meðfram fjarnáminu stundaði ég fulla vinnu í grunnskóla sem leiðbeinandi. Ég sótti stað­

► 18

arlotur í náminu til Reykjavíkur sem reyndu oft mikið á fjölskylduna.“ Við útskrift úr Fósturskólanum, árið 1995, fékk hún strax vinnu. „Ég fór frekar auðveld­ lega í gegnum það álag sem fylgdi vinnunni, ég var á besta aldri og full af krafti. Ég leit björtum augum á framtíðina.“ Árið 1996 tók Kristlaug við starfi sem leikskólastjóri og segir hún að starfið hafi verið krefj­ andi og á sama tíma skemmtilegt. Það var svo árið 2001 sem leikskólinn var stækkaður og fylgdi því mikið álag og vinna. „Það var á þessum tímapunkti sem mér fannst ég þola álagið í vinnunni verr heldur en áður. Upp úr áramótum 2001 tók ég eftir því að ég þyngdist óeðlilega mikið. Það lá við að ég fitnaði um 2 kg við að borða eina brauðsneið. Ég var oft mjög þreytt á þessum tíma og kulvís.“ Kristlaug segir að um vorið hafi svo bak­ og vöðvaverkir bæst við einkennin og var það eitthvað sem hún hafði ekki upplifað áður. „Ég tengdi þetta við mikla vinnu og mikið álag sem fylgdi því að stækka leikskólann.“

Ég hugleiddi að vara vinkonur mínar við því að daginn sem þær yrðu fertugar myndu þær fitna óhóflega mikið. Kristlaug fór tvisvar til læknis á þessum tíma vegna þessara einkenna. Hún segir að lítið hafi verið um svör, önnur en þau að þetta tengdist álagi og aldri. „Í fyrsta skiptið þegar ég fór með þessi einkenni til heimilislæknis sagði hann við mig: „Þú ert nú orðin fertug“. Ég hugleiddi að vara vinkonur mínar við því að daginn sem þær yrðu fertugar myndu þær fitna óhóflega mikið. Það var ekkert athugað, engar prufur teknar og ég hafði á tilfinningunni að það væri lítið sem ekkert hlustað á mig.“ Kristlaug segist hafa versnað


fram á sumarið og þegar hún komst í sumarfrí hafi hún sofið óvenjulega mikið. „Ég svaf í 22 tíma á sólahring, ég rétt vaknaði til að fara á klósettið og borða.“ Hún segir að á þessum tíma hafi hún lítið getað hreyft sig vegna verkja í baki og fótum. „Mér fannst verkirnir óeðlilegir og skrítnir.“ Annað einkenni sem hún seg­ ist hafa tekið eftir á þessum tíma var að mikill vökvi hafði safnast á líkamann og var hún mjög bjúguð. „Ég fór til heimilislæknis um sumarið í þeim tilgangi að fá töflur til að losa vökvann. Læknirinn vildi ekkert gera fyrr en hann hafði skoðað nýrnastarfsemina og til þess þurfti ég að fara í blóðprufu.“

Ég var læknuð eftir tölum á blaði. Það var aldrei talað við mig um líðan mína. „Pabbi talaði aldrei um þetta við mig“ Kristlaug segir að hún hafi fyrir algjöra tilviljun beðið þennan lækni um að mæla skjaldkirtilshormón, en faðir hennar var með vanvirkan skjaldkirtil og hafði alla tíð talað um að hún ætti að vera dugleg að láta mæla og fylgjast með starfsemi kirtilsins. „Á þessum tíma vissi ég nánast ekkert um hvernig það lýsir sér að vera með vanvirkan skjaldkirtil og hafði lítið hugsað út í þetta. Í mínum huga var engin tenging þarna á milli og ég lét bara mæla af því að pabbi minn hafði lagt áherslu á það. Mikil saga er um skjaldkirtilsvandamál í ættinni en lítið var rætt um það“. Kristlaug segir að hún hafi farið árlega í blóðprufu og notaði hún tækifærið þegar mæla átti nýrnastarfsemina enda komið ár frá síðustu prufu. Þegar læknirinn hringdi í hana tveimur dögum seinna kom það henni mjög á óvart að hann tilkynnti henni að skjaldkirtillinn væri mjög vanvirkur og hún þyrfti að koma strax og fá lyf. „Læknirinn lýsti yfir undrun sinni á því að ég væri enn uppistandandi, svo slæmt væri ástandið.“ Kristlaug fékk lyfseðil fyrir sömu lyfjum og faðir hennar en engar upplýsingar um sjúkdóminn, sem í hennar tilfelli er sjálfsofnæmi. Aldrei var rætt um einkenni eða hvernig henni liði. Kristlaug var mæld reglulega í blóðprufum og fylgst

Myndir teknar á árunum 2001–2002

með því að öll gildi yrðu eðlileg. „Ég var læknuð eftir tölum á blaði. Það var aldrei talað við mig um líðan mína.“ Eftir stuttan tíma fór henni að líða betur. Verkirnir gáfu undan og þreytan minnkaði. „Smátt og smátt lagaðist lífið. Mér fór að líða betur.“ Það tók, að sögn Kristlaugar, ekki langan tíma að stilla lyfin rétt og fá öll gildi í lag. Kristlaug var mjög þolinmóð á þessum tíma og segist hafa gert sér grein fyrir að batinn ætti eftir að taka langan tíma. Þar sem lítið upplýsingaflæði var frá fagfólki fór Kristlaug að leita sér sjálf upplýs­ inga. Hún fann engar upplýsingar á íslensku, engar bækur eða upplýsingar á Internetinu. Eitthvað var um bækur og netsíður á ensku. „Ég keypti mér bækur á amazon.com og las þær spjaldanna á milli. Ég á enn fullan skáp af bókum um skjaldkirtilinn.“

Að lifa með sjúkdómnum Ári eftir að Kristlaug hóf að taka lyf við sjúkdómnum var líðanin orðin nokkuð góð en þá fór að bera á öðrum kvilla sem var jafnvel talin tengjast þeim tíma sem hún var með vanvirknina ómeðhöndlaða. „Ég hafði fundið fyrir erfiðleikum í meltingu á þeim tíma

19 ◄


Það vantaði allan neista

Í heimsókn hjá eldri dóttur sinni 2010

Fyrir tveimur árum síðan fór að halla undan fæti hjá Kristlaugu. „Ég fór inn á breytingarskeiðið af miklum krafti, svita­ og hitakóf og allur pakkinn.“ Kristlaug fór að taka hormóna sem unnu bug á verstu ein­ kennunum en henni fannst hún fara frekar niður á við en ekki upp á við eins og við var búist. Hún réði verr við streitu og leið almennt ekki vel. „Ég get ekki alveg lýst því almennilega hvað það var en mér leið aldrei vel.“ Svefn Kristlaugar versnaði og hún varð uppstökk og þung í skapi. Hún tengdi þetta sjálf við breytingaskeiðið og hélt að þetta væru fylgikvillar þess. „Þó að hitakófin væru farin þá leið mér ekkert betur. Andlega hliðin mín fór versnandi.“ Kristlaug lýsir því að hún hafi upplifað mikla reiði. Hún fór að sýna merki um þunglyndi og áhugaleysi og það ástand fór stigvaxandi yfir árs tímabil. „Þetta var farið að hafa áhrif á vinnugetu mína og heimilislífið. Ég var farin að taka reiðiköst þar sem ég missti stjórn á mér.“

Í brúkaupi yngri dóttur sinnar 2013

sem ég var vanvirk. Ég fór að fá sýkingar í ristilinn, í ristilpoka.“ Kristlaug segist eiga við þennan kvilla að stríða enn í dag. Árin eftir voru frekar góð. „Ég sé það núna að ég var samt aldrei nema 80%.“ Hún tók lyfin sín reglulega, stundaði líkamsrækt og lifði almennt heilsusamlegu lífi. „Erfiðast fannst mér að hafa enga stjórn á því hvað ég var þung. Ég þurfti að hafa ofboðslega mikið fyrir því að létta mig um þau kíló sem ég bætti á mig þegar ég var vanvirk.“ Kristlaug segir að það hafi tekið langan tíma að ná þyngdinni niður. „Í þeim tilgangi að létta mig, var ég búin að prófa allskonar mataræði“. Enn í dag á Kristlaug erfitt meðað stjórna þyngdinni. „Það er engin regla á þessu. Ég geri eitt í dag og léttist, prófa það svo aftur seinna og ekkert gerist.“ Kristlaug bjó við ágætis heilsu ef frá eru taldir nokkrir minniháttar kvillar. „Ég þurfti að leita læknis vegna mik­ ills svima. Ég var send í heyrnarpróf og segulómun, bæði próf komu vel út.“ Kristlaug segir að kristallar í eyrunum á henni hafi losnað og það valdið þess­ um mikla svima. „Ég veit það í dag að þetta eru allt fylgikvillar þess að vera með skjaldkirtilsvandamál.“

► 20

Kristlaug leitaði til læknis með andlega vanlíðan. Læknirinn tók henni vel og ræddi vel við hana um einkennin og líðanina. Hann lagði fyrir hana próf sem mælir þunglyndi, kvíða og streitu. „Ég skoraði langt fyrir ofan eðlileg mörk í öllum hlutum prófsins. Það kom mér á óvart, ég hafði aldrei upplifað mig þung­ lynda eða með kvíða. Streitan kom minna á óvart.“ Í kjölfarið á þessum læknatíma fór Kristlaug í tveggja mánaða veikindaleyfi. Hún notaði þann tíma til að losa um streitu og var dugleg að hreyfa sig og sinna sjálfri sér. „Þetta var vinnan mín þetta sumarið. Ég labbaði úti, fór í sund og sinnti matjurtagarðinum mínum.“ Kristlaug segir að líkamlega hafi þetta ver­ ið mjög jákvætt en andlega hjálpaði þetta ekkert. „Ég hélt áfram að vera reið, ég hélt áfram að vera áhugalaus.“ Í lok veikindaleyfisins ákvað Kristlaug að leita aðstoðar sálfræðings. „Það voru gagnlegir tímar en gerðu ekkert kraftaverk.“ Á svipuðum tíma stakk heimilislæknirinn upp á því við Kristlaugu að hún tæki inn þunglyndislyf. Það var henni mjög á móti skapi því hún upplifði sig ekki þunglynda. „Mér fannst ég aldrei þunglynd, ég fékk aldrei sjálfsvígshugsanir. Ég upplifði þetta meira sem


áhugaleysi.“ Kristlaug hætti að ganga til sálfræðings þar sem henni fannst lítið gagn af því. Hún fór aftur að vinna eftir sumarið og haustið einkenndist af álagi. „Andlegi þunginn hélt áfram og það sem verra var að ég var orðin svo gleymin. Ég snéri við símanúmerum og ég gleymdi í miðju kafi um hvað ég var að tala.“ Gleymskan hafði mikil áhrif á daglegt líf Kristlaugar og hafði hún miklar áhyggjur af ástandinu. Hana grunaði fyrst að þetta tengdist breytingaskeiðinu. Hún leitaði til lækna og hitti fyrst kvensjúkdómalækni. Þar fékk hún þau svör að þetta tengdist ekki á neinn hátt breytingaskeiðinu. Kristlaug leitaði næst til heimilis­ læknis sem lagði fyrir hana alzheimerpróf sem sýndi að engin einkenni voru um þann sjúkdóm. „Það eina sem kom út úr þessum læknatíma var að hann mælti með því að ég tæki þunglyndislyfin“. „Á leiðinni heim leysti ég út lyfin og hugsaði þetta mjög mikið.“ Spurningin sem Kristlaug spurði sjálfa sig var hvað hún ætti að taka þessi lyf lengi. Hún var ekki sátt við að hafa ekki svör við þessu og vildi upplýsingar. Áður en hún pantaði sér enn einn tím­ ann hjá heimilislækninum skrifaði hún öll einkenni sem hrjáðu hana niður á blað, fyrst í belg og biðu og síðan í röð, eftir því hversu mikil áhrif þetta hafði á daglegt líf. Þetta voru 27 einkenni. Læknirinn tók Kristlaugu vel. „Hann gat ekki sagt til um það hvort að öll einkennin, sem ég hafði skrifað niður, hyrfu með því að taka þunglyndislyfin.“

Ljósið í enda ganganna Eftir örlítinn umhugsunartíma ákvað heimilislæknir­ inn að senda Kristlaugu til innkirtlasérfræðings sem átti að kanna málið betur. Kristlaug segir að það hafi verið ágæt lausn enda ljóst að heimilslæknirinn var ráðþrota gagnvart ástandi hennar. Innkirtlasér­ fræðingurinn sendi Kristlaugu í sykurþolspróf ásamt því að láta kanna, með blóðprufu, öll þau hormón og gildi sem tengjast skjaldkirtlinum. Með þessum skoðunum kom í ljós að öll þessi einkenni, andleg og líkamleg, stöfuðu af því að lyfin sem Kristlaug hafði fengið í upphafi voru ekki að virka sem skyldi. Innkirtlasérfræðingurinn lét Kristlaugu hafa önnur lyf til viðbótar við þau sem hún var að taka fyrir. „Frá fyrstu

töflu fann ég mun. Það gerði kraftaverk fyrir mig. Öll andleg einkenni hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ég ætlaði ekki að trúa þessu.“ Kristlaug segir að innkirtlasérfræðingurinn hafi gefið sér góðan tíma til að hlusta á það sem hún hafði að segja, spurt mikið og þá aðallega um líðan. „Hann sagðist horfa fyrst og fremst á einkenni og líðan og síðast á tölurnar úr blóðprufunum. Það var ólíkt því sem ég var vön.“ Kristlaug segir að lífsgæðin séu mun meiri og að andlega hliðin sé orðin eðlileg. „Ég er mjög ánægð og ótrúlega þakklát fyrir að fá ný lyf sem bæta líf mitt“.

Frá fyrstu töflu fann ég mun. Það gerði kraftaverk fyrir mig. Öll andleg einkenni hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ábyrgðin er manns eigin Samkvæmt upplýsingum frá innkirtlasérfræðingi ligg­ ur truflun á starfsemi skjaldkirtils mikið í ættum og á það bæði við um hægan og hraðan skjaldkirtil. Eins og fram hefur komið á Kristlaug tvær uppkomnar dætur og er sú eldri nú þegar komin á lyf vegna hægrar starfsemi kirtilsins. „Ég er farin að gera mér grein fyrir því í dag að þetta er krónískur sjúkdómur og maður þarf alltaf að vera á verði.“ Kristlaug segir að mikilvægt sé að vera vakandi fyrir því að sjálfsof­ næmissjúkdómar komi oft fleiri saman. Hún er sem dæmi einnig með Psoriasis (Sóríasis). Kristlaug segir að það sé á ábyrgð hvers og eins að gæta heilsu sinnar og að aldrei sé hægt að afhenda öðrum þá ábyrgð sem felst í því að fylgjast með að allt sé í lagi. „Í dag hef ég mikinn áhuga á mataræði tengdu sjálfsofnæmissjúkdómum og tengist það inn á þann kvilla sem sýking í ristli er.“ Hún horfir björtum augum á framtíðina og full jákvæðni segir hún að aldrei megi sofna á verðinum gagnvart eigin heilsu. Höf. Katrín Björg Andersen Myndir úr einkasafni

21 ◄


Möndlukaka Hráefni

Aðferð

75 g

smjör

1 dl

sykur

2 stk.

egg

2 1/2 dl hveiti 2 tsk.

lyftiduft

1/2 tsk.

salt

1 tsk.

möndludropar

1 dl

mjólk

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman smjöri og sykri þar til létt og ljóst. Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel. Bætið þurrefnum saman við ásamt möndludropum og mjólk. Hrærið þar til deigið verður slétt og kekkjalaust. Setjið deigið í smurt bökunarform (ég nota stundum 22 cm form til að fá kökuna aðeins hærri) og bakið í 20 mínútur (ég hafði kökuna í 25 mínútur). Passið að baka hana ekki of lengi svo hún verði ekki þurr.

Glassúr Hráefni

Aðferð

3 dl

flórsykur

1 msk.

heitt vatn

1 msk.

Ribena sólberjasafi

Blandið vatni og Ribena sólberjasafanum saman. Hrærið flórsykur og djúsblöndu saman þar til kekkja­ laust. Mér fannst kremið of þykkt og bætti því smá meira af vatni saman við. Hellið kreminu yfir kökuna og berið fram. Uppskrift & myndir af www.ljufmeti.com

Verði þér að góðu!

Bleikur Bleikt er talið hafa róandi áhrif og nota íþróttalið oft bleikt á búningsherbergin. Bakkelsi bragðast betur er það kemur í bleikum umbúðum. Það stafar af því að bleikt ýtir undir sykurlöngun. Bleikt ýtir undir vinsemd og dregur úr árásagirni.

► 22


Bananabrauð Hráefni

Aðferð

2 stk.

stórir þroskaðir bananar

50 g

smjör

2 stk.

egg

2 dl

sykur

3 dl

hveiti

1/2 dl

mjólk

2 tsk.

lyftiduft

2 tsk.

vanillusykur

1 tsk.

kanill

Hitið ofninn í 175°C. Bræðið smjörið og látið kólna aðeins. Hrærið egg og sykur þar til létt og ljóst. Bætið hveiti, lyftidufti, vanillusykri og kanil í deigið og blandið vel. Bætið smjöri, stöppuðum banönum og mjólk í deigið og blandið vel. Setjið deigið í smurt brauðform (ég smyr oft formið og velti síðan haframjöli um það) og bakið í 40–50 mínútur. Uppskrift & myndir af www.ljufmeti.com

Verði þér að góðu!

Vilt þú læra að elda og baka Helgarnámskeið Lengri námskeið

Allur matur stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum um matargerð.

Kynntu þér málið á www.allurmatur.is

allur matur

23 ◄


Dísukökur Hafdís Priscilla Magnúsdóttir heldur úti vefsíðu með sykurlausum uppskriftum og fróðleik undir nafninu Dísukökur. Hún hefur einnig gefið úr bók með réttum sínum. Ég fékk að spurja Hafdísi nokkurra spurninga. Hver er Dísa? Ég er fædd í Reykjavík 1983 en uppalin að mestu í Kópavogi með stuttu stoppi á Nýja Sjálandi og Sví­ þjóð. Ég bý í úthverfi Reykjavíkur og er heimavinnandi. Ég er gift og á þrjú börn fædd 03, 06 og 09.

Hvað er sykurlaus lífstíll og er mikið mál að taka allan sykur út úr matar­ æðinu? Sykurlaus lífsstíll er lífsstíll sem margir mikla fyrir sér en er í raun mun auðveldara en maður heldur. Það getur verið pínu strembið að taka út allan sykur úr mataræðinu. Sykurinn leynist víða en besta leiðin er að byrja rólega og taka út smátt og smátt. T.d. byrja á því að skipta út hvítum sykri fyrir náttúrulega sætu eins og Sukrin og baka sjálfur frá grunni. Með smá þolinmæði og skipulagningu þá verður þetta lítið sem ekkert mál að taka út sykur. Hreinn matur og heimabakað og málið leyst.

Borðar þú engan sykur, aldrei? Ég fæ mér alveg sykur í formi kex, ís og nammi ein­ staka sinnum eins og á tyllidögum. Stundum kemur sykur ekki inn fyrir mínar varir í langan tíma og svo tek ég smá syrpu þar sem ég leyfi mér sykur.

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka sykur úr þínu mataræði? Ég ákvað að taka út sykur úr mataræðinu þar sem ég er sjálf með vefjagigt og finn mun á verkjum þegar ég takmarka sykur. Einnig er sykursýki í fjölskyldunni hjá manninum mínum og vildi ég geta boðið upp á sykurlaust fyrir þá sem þurftu að forðast sykurinn.

► 24

Einnig vil ég geta boðið börnum mínum upp á hollari útgáfu af sætindum.

Hvenær tókstu út sykur? Ég byrjaði að taka út sykurinn vorið 2013.

Tókstu út eitthvað fleira en sykurinn? Ég tók út hveiti á sama tíma og því hef ég ekki keypt sykur né hveitipoka í nær tvö ár inn á heimilið.

Hverning eru hátíðisdagar líkt og jól, páskar og afmæli? Á jólum og páskum er samblanda af hollu og óhollu. Ég leyfi mér það sem ég vil á þessum tímum og hef í huga að það skiptir ekki máli hvað þú borðar á milli jóla og nýárs heldur það sem þú borðar milli nýárs og jóla. Ég baka smákökur fyrir jólin sem eru sykurlausar en fæ mér einnig einn og einn Macintosh mola. Það er því reynt að hafa jafnvægi á þessu. Eins er með afmæli og páska.

Er allt sykurlaust í veislum sem þú heldur? Í veislum hjá mér er ekki allt sykurlaust en ég býð upp á sykurlausa rétti í eins miklu magni og ég get eða hef tíma til að gera.

En þegar þú ferð í veislur til annara, tekur þú með þér nesti? Í veislum hjá öðrum tek ég ekki með mér nesti heldur reyni bara að hafa þetta sem hollast sem ég set á diskinn hjá mér. Það tekst ekki alltaf en batnandi mönnum er best að lifa. KBA


Sykurlaus súkkulaðikaramella Ég mátti til með að láta eina af uppskriftum Hafdísar fylgja með svo sem flestir geti notið.

Hráefni 3 dl

rjómi

65 g

smjör

5 msk.

Sukrin:1 (eða 5 msk. Sukrin og nokkrir Stevíu dropar)

2 msk.

Sukrin Gold

2.5 msk. ósykrað kakó 1 tsk.

vanillu extract eða dropar salt klípa

1/2 tsk.

xhantan gum

Aðferð Setjið rjóma, smjör, sætu, vanillu dropa og kakó í pott og hrærið í á meðan hitnar. Þegar byrjar að sjóða hrærið reglulega í svo ekki brenni við. Látið malla í ca. 15–20 mínútur. Takið af hitanum og setji smá salt og xhantan gum í pottinn og pískið vel við karamelluna. Setjið bökunarpappír í lítið eldfast mót sem þolir frysti eða notið silikonform og setjið karamelluna í.

Súkkulaðikaramellur

Mynd úr einkasafni

Geymið í frysti í ca. klukkustund. Takið úr frysti og skerið niður í bita. Ef ykkur langar er hægt að klippa bökunarpappír niður og pakka karamellunum inn. Má geyma á borðinu en mæli samt með að geyma í kæli svo þær endist lengur.

Hafdís hefur gefið út bók sem hefur að geyma sykur­, hveiti og glútenlausar uppskriftir. Bókin ber titilinn Dísukökur.

25 ◄


Lj贸smynd: 漏 Thelma Gunnarsd贸ttir


L

Lilja Rut Benediktsdóttir Ég fæddist laugardaginn 26. ágúst 1989 á Lands­ spítalanum við Hringbraut. Ég á tvö börn og tvo páfagauka, og vinn því afskap­ lega vel undir álagi og í hávaða.

Ég hef þó ekki alltaf vitað hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór og hef því prófað hina ýmsu skóla. Ég kynntist grafískri miðlun fyrst þegar ég var á tölvubraut í Tækniskólanum og áttaði mig á því eftir nokkrar annir að ég ætti betur heima þar.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu tengdu tölvum og var ekki mjög há í lofti þegar ég var farin að kenna foreldrum mínum og systkinum á hin ýmsu tæki.

Síðan ég byrjaði í grafískri miðlun hef ég tekist á við hin ýmsu verkefni bæði í skóla og vinnu, og sé alltaf betur og betur að nú er ég á réttum stað.

27 ◄


Gunnar Nelson

Skærasta stjarna Íslands Gunnar Lúðvík Nelson fæddist 28. júlí árið 1988. Á yngri árum æfði hann fótbolta og íshokkí, en byrjaði að æfa karate 13 ára gamall.

m.a. hins víðsfræga Conor McGregor, ásamt minna þekktum UFC köppum eins og Paddy Holohan og Cathal Pendred.

Gunnar vann til margra verðlauna í Karate en þegar hann var aðeins 17 ára skipti hann yfir í brasilískt jiu­jitsu og glímu. Hann fékk svarta beltið í BJJ árið 2009, frá sjálfum Renzo Gracie sem er heimsfrægur þjálfari og einn af þeim allra bestu.

Í maí 2007 keppti Gunnar sinn fyrsta bardaga í MMA í Kaupmannahöfn. Bardaginn var á móti dananum John Olsen, sem á þeim tíma hafði þegar tekið einn atvinnumanna bardaga og þónokkuð marga áhuga­ manna bardaga.

Gunnar æfir og kennir í Mjölni, en hann hefur einn­ ig verið að æfa í Renzo Gracie Academy í New York og SBG í Dublin, en helsti þjálfari SBG er John Kavanagh. Gunnar byrjaði að æfa undir handleiðslu Johns aðeins 17 ára, en þá var John mikið í Mjölni. John Kavanagh er í dag þjálfari margra MMA stjarna,

Dómarar úrskurðuðu jafntefli, en ekki voru allir á eitt sáttir við þá niðurstöðu.

► 28


Gunnar vann næstu fimm bardaga sína og tók sér síðan hátt í tveggja ára hlé.

Fyrsti bardagi Gunnars í UFC átti að vera í september 2012 á móti Pascal Krauss frá Þýskalandi, en Krauss meiddist og DaMarques Johnson frá Ameríku kom í hans stað. DaMarques náði ekki tilskyldri þyngd, 80 kg. En Gunnar vann bardagann þrátt fyrir það. Annar bardagi Gunnars fór á svipaðan veg, mótherji hans Justin Edwards forfallaðist vegna meiðsla og í hans stað kom Jorge Santiago, en Gunnar sigraði með dómaraúrskurði. Vorið 2013 átti að fara fram þriðji bardagi Gunnars í UFC, en hann neyddist til þess að draga sig í hlé vegna meiðsla. Gunnar snéri hraustur til baka í mars 2014 en þá mætti hann rússanum Omari Akhmedov í London. Gunnar vann bardagann með glæsibrag og fékk bónus fyrir „frammistöðu kvöldsins“. Í fjórða bardaga Gunnars átti hann að mæta Ryan LaFlare, en eins og fleiri forfallaðist Ryan vegna meiðsla og í hans stað kom Zak Cummings. Gunn­ ar sigraði í annarri lotu af þrem, en frammistaða hans tryggði honum bónus fyrir „frammistöðu kvöldsins“ í annað sinn. Haustið 2014 barðist Gunnar glæsilega á móti Rick Story í Svíþjóð, en Rick vann á klofnum dómara­ úrskurði. Næst kemur Gunnar Nelson til með að mæta John Hathaway, 11. júlí, í Bandaríkjunum. Þetta verður fyrsti

Kjartan Páll Sæmundsson

Gunnar kom sterkur til baka árið 2010 og tók t.d. þátt í BAMMA og Cage Contender með góðum árangri. Í kjölfarið á því skrifaði Gunnar undir samning við UFC sumarið 2012. UFC, sem stendur fyrir Ultimate fighting championship, er stærsta MMA sambandið og er með viðburði um allan heim. Gunnar er enn í dag eini íslendingurinn í UFC.

Gunnar Nelson á góðri stundu með félaga sínum Conor McGregor

bardagi hans á númeruðu UFC, en hingað til hefur Gunnar einungis barist á svokölluðum „Fight nights“. Númeruð UFC kvöld eru stærstu viðburðirnir á vegum UFC. Þessir viðburðir eru eingöngu haldnir í stór­ borgum og þar fá skærustu stjörnur UFC að sýna sig og sanna, en frá þeim er nánast eingöngu sýnt í gegnum pay­per­view, þar sem fólk borgar fyrir að fá að horfa á þann eina viðburð í sjónvarpi. UFC fight night eru hins vegar minni viðburðir, haldnir víðsveg­ ar um heiminn og frá þeim er oftar en ekki sýnt á íþróttastöðvum svo sem Fox sports, en Stöð 2 hefur einnig sýnt frá nokkrum slíkum kvöldum. Ferill Gunnars er í dag 13­1­1, sem þýðir 13 sigrar, 1 tap og 1 jafntefli. Gunnar keppir í veltivigtar­flokki, sem er 77 kg flokkur, en hann situr í 13. sæti á styrkleikalista UFC. Lilja Rut Benediktsdóttir

Hvað er MMA? MMA er skammstöfun fyrir mix­ ed martial arts, eða blandaðar bardagalistir. Þessi íþrótt á rætur sínar að rekja allt aftur til Forn­Grikkja en orðið MMA var þó fyrst notað árið 1993.

29 ◄


„Ég fer alltaf inn í bardaga með það í huga að klára með rothöggi“ Birgir Örn Tómasson keppti í aðalbardaga kvöldsins á Shinobi War 4 bardagakvöldinu um síðastliðna helgi. Birgir Örn háði mjög erfiða viðureign við tals­ vert reynslumeiri andstæðing, heimamanninn Gavin Hughes. Birgir stóð sig vel, náði þungum höggum á and­ stæðing sinn, en það dugði ekki til. Hughes náði nokkrum góðum fellum og sigraði loks á dómara­ úrskurði. Hvernig fannst Birgi undirbúningurinn fyrir bardagann ganga?

„Undirbúningurinn gekk mjög vel, mér fór mikið fram á síðustu vikunum fyrir bardag­ ann.“ „Fékk rosalega mikla hjálp frá æfingafélögunum og þjálfurunum í Mjölni en ég var mikið að vinna í að bæta tæknina í standandi glímu, þá sérstaklega vörn­ ina. Einnig vissi ég að þetta væri fimm lotu viðureign svo ég lagði áherslu á að þolið væri í lagi. Svo voru nokkur atriði í seinasta bardaga sem ég tók eftir að þyrfti að laga eða betrumbæta.“ Í áhugamannabardögum getur verið erfitt að afla sér upplýsinga um andstæðinginn þar sem algengt er að viðkomandi hafi ekki keppt mikið. Skoðaði Birgir mikið af efni um andstæðinginn fyrir bardagann? „Ég hafði séð fjóra seinustu bardaga hans, (hann var með fimm sigra og ekkert tap) og ég kíkti yfir þá fyrst

► 30

þegar mér var boðið að berjast við hann. Það er gott að sjá aðeins hvernig andstæðingurinn virkar, hvort hann sé örvhentur, hvort hann sæki frekar í að standa og berjast eða hvort hann vilji frekar glíma í gólfinu o.s.f.v. Þar fyrir utan er maður ekkert að skoða neitt meira. Ég sá t.d. strax að þetta yrði rosalega erfiður andstæðingur, grjótharður, nautsterkur og snöggur. Hann var alveg mjög svipaður og ég bjóst við, það eina sem kom mér á óvart var hvað hann gat tekið þung högg. Ég náði alveg þó nokkrum rothöggum á hann sem dugðu ekki til. Ég vissi svo sem að hann væri harður, en ekki svona harður.“


Það er að sjálfsögðu auðvelt að vera vitur eftirá en hefði Birgir gert eitthvað öðruvísi í búrinu eða undir­ búningnum ef hann fengi tækifæri til? „Það væri fátt sem ég myndi breyta. Það eina sem ég hefði viljað gera betur er að fylgja eftir þeim árás­ um sem voru að hitta inn, þar hefði maður helst náð að klára málin með rothöggi. Svo er það annað, ég þarf kannski að fara að skoða aðeins málin með að skora stig. Ég fer alltaf inn í bardaga með það í huga að klára með rothöggi, pæli ekkert í einhverjum stigum. Enda hef ég unnið alla mína bardaga með rothöggi, í MMA, hnefaleikum og Muay Thai. Einu skiptin sem dómarar hafa fengið að dæma þá hef ég tapað. Þetta er í annað skiptið sem það gerist en ég tapaði Muay Thai bardaga í Englandi árið 2011 á dómaraúrskurði.“

„Þetta er í annað skiptið sem ég berst hjá þeim í Shinobi Wars, seinast vorum við í Wales. Þessir menn sem standa fyrir þessu eru algjörir snillingar, virkilega almennilegir. Það er komið fram við okkur eins og kónga, gistum í fjögurra stjörnu hóteli, vorum sóttir og skutlað eftir þörfum og öllu reddað fyrir mann. Rosalega vel að öllu staðið og mjög fagmannlegt. Bardagakvöldið sjálft var ekki síðra, svakalega flott að öllu leyti.“ Birgir fékk nokkra nýja styrktaraðila fyrir bardagann en er erfitt að verða sér úti um styrktaraðila hér á landi? „Ég er ennþá á fullu að vinna í að finna fleiri styrktar­ aðila, ef það eru einhverjir áhugasamir þarna úti þá mega þeir endilega hafa samband við mig. Það er mjög erfitt að standa undir öllum kostnaði sjálfur, nær ómögulegt. Það er náttúrulega erfitt að fá fyrirtæki til að styrkja einhvern algjörlega óþekktan íþróttamann en nú verð ég alltaf örlítið þekktari eftir hvern bardaga

Kjartan Páll Sæmundsson

Gunnar Nelson, sem var í horninu hjá Birgi, hafði orð á því eftir bardagann að hann hefði aldrei séð eins góðan aðbúnað fyrir áhugamannabardaga og úti í Liverpool þar sem bardagakvöldið fór fram. Tekur Birgir undir það? og fyrir vikið er líklegra að einhverjir sjái hag í að fara í samstarf við mig.“ Aðspurður um hvað sé næst á döfinni segist Birgir alltaf vera klár í slaginn. Hann hafi í hyggju að keppa fljótlega aftur og verði í Mjölni við æfingar fram að þeim tíma. Bardagi Birgis kemur á netið síðar í vik­ unni og verður hægt að sjá hann á Facebook síðu Birgis. Bardaginn var valinn besti bardagi kvöldsins svo við hvetjum alla til að setja Like á síðuna hans og fylgjast með. Að lokum vill Birgir þakka öllum styrktaraðilum sín­ um: Scanco ehf., Orkudrykkurinn Burn, Gló, Hreysti, Wink hársnyrtistofa, Plastiðjan, Avista.is, Óðinsbúð og Vegamót. Við þökkum Birgi fyrir viðtalið og óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Guttormur Árni Ársælsson · www.mmafrettir.is

31 ◄


Kjartan Páll Sæmundsson

Mjölnir Fjölmennasti bardagaklúbbur Íslands er án efa Mjölnir. Mjölnir var stofnaður árið 2005 af nokkrum aðilum sem höfðu mikinn áhuga á bardagaíþróttum, þeir vildu með stofnun félagsins skapa betri vettvang hér á landi fyrir blandaðar bardagalistir og brasil­ ískt jiu­jitsu. Félagið varð til með samruna tveggja lítilla hópa, annars vegar hóps sem kenndi sig við hamarinn Mjölni og hins vegar hóps sem kallaði sig SBGi Ísland. Fyrsta formlega æfing Mjölnis var haldin í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur, þar höfðu Mjölnismenn að­ gang þrisvar í viku og öll vinna í kringum félagið var sjálfboðavinna. Haustið 2006 tók Mjölnir á leigu húsnæði við Mýrar­ götu. Æfingagjöldin dugðu á þeim tíma fyrir leigunni, en enn voru allir starfsmenn félagsins í sjálfboðavinnu.

► 32

Félagið stækkaði ört og margir lögðu hönd á plóg við að gera félagið öflugt, en mikið var lagt upp úr virku félagslífi og góðum anda. Húsnæðið var stækkað jafnt og þétt eftir því sem árin liðu en veturinn 2010 var leigunni sagt upp á Mýrargötu og stjórn Mjölnis fór á


fullt í það að leita að nýju húsnæði undir starfsemina. Fyrir valinu varð gamli Loftkastalinn. Miklar breytingar þurfti að gera á húsnæðinu en með góðri hjálp tókust þær breytingar með mikilli prýði og sumarið 2011 var nýja aðstaðan opnuð, 1.600 m2 að stærð. Í Mjölni eru þrír æfingarsalir, teygjuaðstaða, MMA búr, boxhringur, barnahorn, búningsklefar með sánu og stór afgreiðsla sem býður upp á gott rými til þess að slaka á. Með vaxandi áhuga á bardagaíþróttum hefur Mjölnir blómstrað sem aldrei fyrr. Enn er lagt mikið upp úr góðum félagsanda þrátt fyrir mikinn fjölda iðkenda. Hægt er að æfa ýmsar íþróttir í Mjölni, svo sem brasilískt jiu­jitsu, MMA, kickbox, box og yoga svo fátt eitt sé nefnt. Mjölnir býður einnig upp á þrek­ og styrktaræfingar sem heita Víkingaþrek og Goðaafl. Það er mikilvægt að hafa góðan grunn og því býður Mjölnir upp á grunnnámskeið þar sem farið er ítarlega í undirstöðu þjálfunar, t.d. tækni og líkamsbeitingu. Meginmarkmið Mjölnis er að efla ástundun og keppni bardagaíþrótta, en félagið er ekki rekið í hagnaðar­ skyni. Tekjur eru nýttar í eflingu reksturs ásamt því að styrkja afreksfólk, svo sem keppnislið Mjölnis. Keppnislið Mjölnis fer reglulega erlendis í keppnisferð­ ir og er sá kostnaður greiddur af félaginu. Keppnislið Mjölnis samanstendur af 4 atvinnubardagamönnum og 8 áhugabardagamönnum, en þar af er einungis ein kona. Lilja Rut Benediktsdóttir

Viltu finna frægðarstig, flýðu sléttar brautir, enginn þekkir sjálfan sig, sem ei reynir þrautir. Grettisljóð

Mjölniskastalinn · www.odinsbud.is


Ronda Rousey: Ein besta íþróttakona heims Eftir sögulega frammistöðu Rondu Rousey í lok febr­ úar er byrjað að tala um að hún sé best allra í UFC. Betri en Jon Jones og aðrir karlar í íþróttinni.

Rousey kláraði Cat Zingano á aðeins 14 sekúndum 28. febrúar síðastliðinn, sem er met í UFC. Enginn hefur náð uppgjafarsigri í titilbar­ daga á skemmri tíma. ► 34

Í bardaganum þar á undan var Rousey aðeins 16 sekúndur að klára andstæðing sinn. Met sem margir héldu að myndi standa lengi. Rousey var ekki ein þeirra. Rousey var aðeins 13 ára þegar móðir hennar, Ann­ Maria De Mars, uppgötvaði að dóttir hennar væri afar sérstök. Hún áttaði sig þá á því að hún væri með undrabarn í höndunum. Rousey á ekki langt að sækja hæfileikana enda var móðir hennar heimsklassaíþróttamaður sjálf. Hún var júdókona og árið 1984 varð hún fyrsti Bandaríkja­ maðurinn sem varð heimsmeistari í júdó.


De Mars hringdi í Júdósamband Bandaríkjanna og spurði hvað hún ætti að gera með undrabarnið sitt. Sagðist þurfa aðstoð til þess að hægt væri að ná því mesta út úr stelpunni. Það var nánast hlegið að henni og því varð móðirin að sjá um íþróttalega uppeldið sjálf. Það gekk vel. Rousey hélt áfram í júdó og fór tvisv­ ar á Ólympíuleikana. Hún var aðeins 17 ára er hún tryggði sér þátttökuréttinn á ÓL árið 2004. Fjórum árum síðar í Peking fékk hún síðan bronsverðlaun. „Ronda neitaði alltaf að tapa. Hún kunni það ekki. Hún trylltist er hún tapaði fyrir japönskum meistara á æfingu. Það var karlmaður á fertugsaldri. Ronda var 13 ára en taldi sig samt eiga að vinna hann. Hún grét á leiðinni heim eftir æfingu. Henni var fyrirmunað að skilja að hún gæti tapað yfir höfuð,“ sagði móðirin. Eftir að hún hætti í júdó og fór að einbeita sér að blönduðum bardagalistum hefur hún verið alger­ lega óstöðvandi í UFC og er með fáheyrða yfirburði í íþróttinni.

að vera með konur í UFC og er að fá það í andlitið. Það hefði enginn getað spáð því hversu ótrúlegum árangri þessi stelpa hefur náð,“ sagði Dana White, forseti UFC, en hann hefur einnig sagt að Rousey sé besti íþróttamaður heims.

Rousey er nýorðin 28 ára gömul og því ljóst að hún verður á toppn­ um næstu árin. Stjarna Rousey skín skært þessa dagana en fyrir utan að moka inn peningum í UFC er hún einnig farin að ná árangri í kvikmyndaheiminum þar sem hreinlega er slegist um að fá hana í kvikmyndir. Sylvester Stall­ one fékk hana til að leika í Expendables 3 og von er á fleiri myndum með henni á næstunni. Henry Birgir Gunnarsson · www.visir.is

Hún er svo mögnuð að byrjað er að tala um hana sem kvenkyns Mike Tyson. Tyson var óstöðvandi afl á sínum tíma í hnefaleikum og Rousey er það í UFC. Hún er búin að vinna alla sína 11 bardaga í UFC og var aðalnúmerið á bardagakvöldinu í Staples Cent­ er um helgina. Hún dregur að áhorfendur enda var uppselt. Rousey er stórstjarna. UFC fékk rúmar 350 milljónir króna í aðgangseyri þetta kvöld. Það eru bara þeir stærstu sem ná slík­ um árangri og vekja þetta mikla athygli. Stjörnurnar í Hollywood fjölmenntu líka til þess að sjá Rondu. „Það er engin kona í sögu bardagaíþrótta sem kemst nærri þessum árangri Rondu. Ég sagðist aldrei ætla

35 ◄


Lj贸smynd: 漏 Thelma Gunnarsd贸ttir


K

Karólína Klara

Geirsdóttir Ég heiti Karólína Klara Geirsdóttir fædd 26. júní 1993 á Landsspítalanum við Hringbraut. Ég man alltaf eftir augnablikinu sem ég ákvað að fara í grafíska miðlun. Ég var inn á tskoli.is að skoða hvaða nám skólinn byði upp á og fann þráðinn um grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Það vakti áhuga minn svo ég hélt áfram að lesa og las efnisgreinina um námið í grafískri miðlun. Um leið og ég las þá grein, hugsaði ég „þetta er það sem ég vil gera“ og þar með var það ákveðið og ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun. Alveg frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf haft mikinn áhuga á að teikna og mála. Það sem heillaði mig mest við það var að með blýanti gat ég séð hugsanirnar og hugmyndirnar mínar verða að veru-

leika. Enn þann dag í dag hef ég ennþá þennan mikla áhuga. Hinsvegar hefur hann fengið að þróast og breytast eins og ég hef gert í gegnum árin. Með hjálp tækninnar hefur opnast nýr heimur möguleika fyrir mig til þess að gera hugmyndir mínar að veruleika. Þess vegna valdi ég mér að fara í grafíska miðlun. Þar lærði ég aðferðir og vinnubrögð sem ég þarf til þess að geta leyst þau verkefni sem ég mun mæta í framtíðinni auk þess að gera mér það kleift að koma hugmyndum mínum frá mér á sem bestan hátt. Ég hef brenanndi áhuga á öllu því sem viðkemur hönnun, útliti og tísku. Þess vegna er hönnun auglýsinga sem og tímaritaútgáfa og tímaritagerð eitthvað sem vekur mikinn áhuga hjá mér.

37 ◄


Viðtal við Línu Birgittu

Texti: Karólína Klara Geirsdóttir

Á linethefine.com má finna allskonar skemmti­ legar og fjölbreyttar bloggfærslur. Þar fjallar Lína um og segir skoðanir sínar á förðunar­ og snyrtivörum, helstu tískustrauma landsins og úti í heimi, uppskriftir af girnilegum drykkjum og réttum. Þar deilir hún sínum persónulega stíl með lesendum sínum og leyfir þeim að skyggnast inní hugsanaheim sinn. Ég spurði Línu Birgittu að nokkrum spurning­ um um bloggið hennar og hana til þess að leyfa okkur að sjá aðeins betur inn í hugarheim hennar.

Hver er Lína Birgitta? Lína Birgitta er mjög einföld en samt pínu erfið. Ég veit hvað ég vil svo ég get verið mjög ákveðin. Ég er með endalaust af fóbíum og aðalega þegar það kemur að sýklum. Ég elska að versla og er skó og veskjasjúk. Ég er mjög open minded og á erfitt með að dæma fólk því ég elska hvað við mannfólkið erum misjöfn. Ég hugsa í lausnum og er mjög jákvæð svo ég á það til að vera mikil Pollýanna.

Hvernig er venjulegur dagur í lífi þínu? Ræktin, vinna í tölvunni, vinna niðrí búð (Define the line), út að borða, blogga og kósý.

► 38

Ljósmynd: Fengin af facebook síðu Línu Birgittu

Lína Birgitta Sigurðardóttir er 24 ára bloggari og eigandi verslunarinnar Define the Line. Lína er búsett í Reykjavík. Lína Birgitta er lærð­ ur fjölmiðlatæknir og stílisti. Hún heldur úti lífstílsblogginu linethefine.com þar sem hún fjallar um tísku, förðun og lífstíl og allt þar á milli. Lína Birgitta hefur mikinn áhuga á tísku, mat, hreyfingu, ferðalögum o.fl. sem endurspeglast vel á blogginu hennar.

„Ég er mjög open minded og á erfitt með að dæma fólk því ég elska hvað við mannfólkið erum misjöfn“

Hvers vegna byrjaðiru að blogga? Ég hef alltaf verið hrifin af bloggum svo ég ákvað að slá til. Bloggið mitt er aðalega um tísku og öllu því sem tengist henni – mér fannst það passa vel við mig þar sem að ég er stílisti og á fataverslun.

Hvernig myndiru lýsa blogginu þínu? Tísku, förðunar og lífstíls blogg.

Hvernig finnst þér lífstílsbloggheim­ urinn á Íslandi vera? Persónulega þá finnst mér hann mjög skemmtilegur. Ég elska að sjá hvað fleiri og fleiri stelpur og strákar eru byrjuð að blogga.


Ljósmynd: Fengin af facebook síðu Línu Birgittu

finnst mér svakalega gaman að taka mig til þegar ég fer eitthvað fínt en þá er stíllinn minn mjög einfaldur: leðubuxur og chiffon toppur eða kjóll og kápa – en kápa algjört must-have að mínu mati – það verða allar stelpur að eiga flotta basic svarta kápu.

„ekki vera hrædd/ur um hvað öðrum finnst“ Hvaða trend heldur þú að við munum sjá á Íslandi í vor og sumar? Útvíðar buxur eru að koma sterkt inn (70‘s lúkkið).

Hvernig er best að koma sér á fram­ færi í bloggheiminum í dag? Áttu þér einhverja uppáhalds blogg­ ara og hvað er það við þá sem gera þá að uppáhalds bloggurum? Kenzas er klárlega uppáhalds bloggarinn minn en ég verð að viðurkenna það að ég les bloggið hennar ekki nógu oft en ég fylgist vel með henni á Instagram. Hún er sæt, það geislar af henni og hún veit hvað hún er að gera og segja.

Ertu að vinna eða í skóla? Ég er að læra einkaþjálfarann og vinn hjá sjálfri mér.

Hvar sérðu þig og bloggið eftir 5 ár?

Númer 1,2 og 3 er að BYRJA og vera duglegur að pósta nýjum og skemmtilegum færslum. Restin kemur svo að sjálfu sér.

Einhver ráð fyrir þá sem vilja byrja að blogga? Ef þú hefur áhuga á að byrja, byrjaðu þá (ekki vera hrædd/ur um hvað öðrum finnst um það)!

Þyrnirós

Gjafavöruverslun

Ég hef ekki hugsað það langt en ég sé mig fyrir mér ennþá að blogga á fullu.

Hvað finnst þér vera það skemmti­ legasta við að blogga? Að geta komið því sem mér finnst á framfæri og deila því með umheiminum.

Hvernig myndiru lýsa stílnum þín­ um og hvaða flíkur eru must­have í fataskápnum þínum? Stíllinn minn er mjög „stílhreinn“ ef ég get orðað það þannig. Ég elska að vera í gallabuxum, rúllukraga peysu/víðum bol og töff jakka á virkum dögum. Svo

DEKURDAGAR Frábært úrval af dekurvörum Smáralind S. 577 5588 www.thyrniros.is

39 ◄


Lífstílsblogg á Íslandi

Texti: Karólína Klara Geirsdóttir

Femme.is Femme.is sameinar 6 kraftmiklar ungar konur sem skrifa um ástríðu þeirra og áhugamál. Vefsíðan er samansafn af tísku, innanhúshönnun, lífsstíl, mat og menningu með smá sýnishorn inn í persónulega lífið. Tekið er á ýmsum málum sem tengjast flokkunum og er því fjölbreytileikinn mikill. Þeirra leiðarljós er vönduð og jákvæð umfjöllun.

Shades-of-style.com Alexandra er 22 ára bloggari og viðskiptafræðinemi búsett í Reykjavík með kærastanum sínum Níels. Hún byrjaði með Shades of style 2011 til þess að leyfa sköpunargáfu sinni að fá útrás, þar sem hún gæti deilt hugsunum og skoðunum sínum á tísku og förðun.

Trendnet.is Trendnet sameinar helstu tísku-, hönnunar- og lífstílsbloggara landsins undir einum hatti. Ellefu einstaklingar deila hér skoðunum sínum á því sem er að gerast í tísku- og hönnunarheiminum ásamt því að gefa innsýn í líf sitt. Bloggin eru jafn misjöfn og þau eru mörg og það er ósk þeirra að allir finni lesningu við sitt hæfi.

► 40


Fanneyingvars.com Fanney er 23 ára frá Reykjavík. Hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2010 og keppti fyrir hönd Íslands í Miss World árið 2010 og í Miss Supranational árið 2013. Fanney hefur ástríðu fyrir öllu sem viðkemur tísku, íþróttum, mat, ferðalögum og heilsurækt. Hún stundar nám við Háskóla Íslands og vinnur sem flugfreyja hjá WOW Air.

Fagurkerar.is Fagurkerar var stofnað í janúar 2014 af Thelmu Einarsdóttur og Árnýju Guðjónsdóttur. Í dag er síðan í eigu þeirra Söru, Alexöndru og Eydísar, en þær eru ásamt þeim Ástu og Guðrúnu fastir bloggarar. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera mæður og leggja mikið upp úr því að koma með fjölbreytt og áhugavert efni fyrir konur og mæður á öllum aldri. Þær eru einstaklega stoltar af því að vera eini miðillinn á Íslandi sem einblínir á foreldra og börn.

Thorunnivars.is Þórunn Ívarsdóttir er 25 ára, fædd og uppalin í Kópavogi og heldur úti blogginu ThorunnIvars.is. Hún byrjaði með síðuna á meðan hún stundaði nám í fatahönnun í Los Angeles árið 2012. Þórunn skrifar um allt sem henni finnst spennandi og deilir með lesendum persónulegum ráðum varðandi tísku, förðun og lífstíl.

41 ◄


Ljósmyndari: Þorgerður Ólafsdóttir

Hár og förðun: Gunnhildur Ólafsdóttir

Módel: Karólína Klara Geirsdóttir

Margt er þeim að meini

Fyrir löngu, löngu bjó ljúflingsmey í steini, hjúfraði og hörpu sló svo hljómurinn barst út að sjó til eyrna ungum sveini; eitthvert töfraafl hann dró yfir skriður, holt og mó að Ljúflingasteini. En þó varð hörpuhljómurinn að heitu, sáru veini; ­ Opna steininn ei ég má aldrei færð þú mig að sjá en hug minn áttu og hjartans þrá heillavinurinn eini. Margur er þeim að meini, sem búa í steini. Sveinninn hlýddi hljóður á og hugsaði margt í leyni. Í steininum heyrði hann hjarta slá og utan um hann örmum brá, kyssti hann og kreisti hold frá beini. Margt er þeim að meini sem eiga það, sem þeir elska mest, inni í steini. Margt er þeim að meini Davíð Stefánsson





Lj贸smynd: 漏 Thelma Gunnarsd贸ttir


B

Brynjar Már

Pálsson Ég heiti Brynjar Már Pálsson fæddur 25. janúar 1994 í Reykjavík. Persónulega hefði ég verið sá seinasti til að búast við því að lenda í námi um grafíska miðlun. Ég byrjaði á tölvubrautinni hérna í skólanum árið 2010 og hafði stefnt á að klára það og fara svo yfir í Margmiðlunarskólann. En svo eftir þrjú ár á tölvubraut ásamt almennum áföngum þá gafst ég upp á allri þessari forritun og vefsmíði og ákvað að breyta aðeins til. Það var þegar ég sá að Margmiðlunarskólinn tekur einnig inn nemendur sem hafa klárað GRM, þannig það var eiginlega engin spurning um hvert ég var að fara. Ég hef alltaf haft gaman af tölvum, tölvuleikjum, spilum og allt þar í kring. En það er svosem það sem maður fær fyrir að vera nörd í grunnskóla og hanga bara með vinum sínum með sameiginleg áhugamál. Að byrja nám hér var rosalega þægilegt vegna þess að flestir nemendur í skólanum eru eins

og maður sjálfur og mér þótti mjög auðvelt að falla inn í hópinn um leið. Vinir manns tífaldast líka þegar maður hittir fólk frá öllum hornum borgarinnar og eyðir hverjum degi með þeim í tíma. Ég kynntist alveg rosalega mikið af fólki eftir að ég byrjaði í skólanum. Lan-mót í matsalnum, Lazertag-mót framhaldsskólanna, paintball keppnir og allskonar uppákomur. Þetta stækkaði heiminn fyrir mér og hleypti mér út úr þægilegu kúlunni minni sem ég hafði byggt í gegnum árin í grunnskóla. En ég hefði ekki getað beðið um að þetta hefði endað á neinn annan veg. Ég gæti ekki verið ánægðari með námið, kennarana og bekkinn sem ég lenti í. Maður hefur lært ýmislegt og kynnst allskonar fólki af öllum ættum og aldri síðan GRM tók við. En hvað sem gerist, þá er ég rosalega ánægður með að hafa skipt um braut og myndi ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi.

47 ◄


Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn?

Mynd úr nýja leiknum Bloodborne, gerður af From Software

Rannsóknir á áhrifum ofbeldis í tölvuleikjum á börn og unglinga eru skammt á veg komnar í samanburði við rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum sjónvarps, enda eru tölvuleikir fremur nýtt fyrirbæri. Í nýlegri rannsókn á ofbeldi í 33 vinsælum tölvuleikjum, kom í ljós að 80% af þeim voru ofbeldisleikir, að konur voru beittar ofbeldi í 21% leikjanna og í nær þriðjungi leikjanna voru konur hlutgerðar á kynferðislegan hátt. Ítarleg rannsókn sem gerð var á áhrifum tölvuleikja sýndi að marktæk fylgni er á milli notkunar ungmenna á ofbeldisfullum tölvuleikjum og árásarhneigðar þeirra, það er að segja, því meira sem börn og unglingar nota slíka leiki, því árásarhneigðari eru þau. Einnig er vitað að því raunverulegri sem tölvuleikirnir eru, því meiri áhrif hafa þeir. Sumir leikir þykja reyndar svo raunverulegir að bandaríski herinn notar þá til að þjálfa hermenn sína. Sá tölvuleikur, sem mest er notaður af bandaríska hernum, er lítillega breytt útgáfa af vinsælum Super Nintendo-leik. Svo virðist sem ekkert sé vitað um áhrif kláms í tölvuleikjum á börn. Af siðferðislegum ástæðum hafa fáar rannsóknir verið gerðar á áhrifum kláms á börn og unglinga en þær rannsóknir hafa sýnt að

► 48

Flickr.com (BagoGames)

klámefni og annað kynferðislegt efni getur haft áhrif á viðhorf þeirra til kynlífs og á kynlífshegðun þeirra. Unglingar sem horfa til dæmis á klámmyndir, telja að sú hegðun sem þeir sjá þar sé eðlileg. Þessir sömu unglingar eru líklegri til að hafa haft fleiri rekkjunauta en jafnaldrar þeirra og vera síður líklegir til að nota getnaðarvarnir við samfarir. Tekið skal fram að flestar rannsóknir á áhrifum tölvuleikja hafa mælt skammtímaáhrif leikjanna en lítið er vitað um hugsanleg langtímaáhrif þeirra. Jafnframt ber að nefna að þó að börn og unglingar noti tölvuleiki með klámi og ofbeldi þýðir það alls ekki að þau verði fyrir varanlegum skaðlegum áhrifum. Fjölskyldan er stærsti áhrifavaldurinn í lífi barna og unglinga, og séu tengsl foreldra og barna góð hafa ofbeldi og klám í fjölmiðlum og tölvuleikjum yfirleitt lítil áhrif á þau. Þau börn sem alast upp við ofbeldi, vanrækslu og jafnvel misnotkun, eru hins vegar í áhættuhópi og í tilfelli þeirra getur ofbeldis- og klámefni verið sem olía á eld.

Efni tekið af vísindavefur.is Höfundur: Guðbjörg Hildur Kolbeins


Glæpir framdir í bandaríkjunum af unglingum undir lögaldri árin 1995 – 2008 Morð

Nauðgun Þjófnaður Líkams­ árás

Samtals

Breyting frá fyrra ári

1995

2.560

4.190

44.508

64.334

115.592

1996

2.172

4.128

39.037

56.894

102.231

-12%

1997

1.731

3.792

28.069

52.870

86.462

-15%

1998

1.470

3.769

23.400

51.360

79.999

-7%

1999

919

3.182

18.735

45.080

67.916

-15%

2000

809

2.937

18.288

43.879

65.910

-3%

2001

957

3.119

18.111

44.815

67.002

2%

2002

806

2.937

18.288

43.879

65.910

-2%

2003

783

2.966

17.900

43.150

64.799

-2%

2004

1.065

3.038

18.554

43.611

66.268

2%

2005

929

2.888

21.515

45.150

70.482

6%

2006

956

2.519

26.092

44.424

73.991

5%

2007

1.011

2.633

26.324

43.459

73.427

-1%

2008

974

2.505

27.522

42.969

73.970

1%

% breyting milli 95–08

-62%

-40%

-38%

-33%

-36%

Ný rafmagns bílaleiga! www.aktu.is s: 567 0204

49 ◄


Skór og tölvuleikir Ég leyfi mér að fullyrða að allar stelpur spili tölvuleik á einn eða annan máta. Sumar láta sér Facebook leiki nægja meðan aðrar, eins og ég, kjósa að spila MMORPG og enn aðrar spila kapal eða hina svokölluðu dúkkulísuleiki. Mig langar samt að segja aðeins frá mínum tölvuleikjum. Eins og flestir sem þekkja mig vita þá er ég ekki bara skósjúk stelpa með áhuga á tísku, hönnun og að baka kökur. Ég er einnig mikill lestrarhestur og les fantasy, sci-fi meira heldur en nokkurn tíman rauðu seríurnar. Það var einmitt áhugi minn á ævintýrum og ævintýraheimum sem hrinti mér inn í heim tölvuleikjanna.

Mynd frá flickr.com

Jeremy Keith

Það eru tæp 10 ár síðan ég sá World of Warcraft í fyrsta sinn á skjánum hjá litla bróður mínum og ég heillaðist. Ég fékk að búa til minn eigin karakter og valdi álfastelpu sem gat breitt sér í pardusdýr, björn, sæljón og blettatígur. Í fyrstu hljóp ég bara um og slóst við hluti og ég skildi ekki af hverju fólk var að tala við mig. Ég hafði heldur ekki hugmynd um hvað MMORPG var eða að þú gætir spilað leikinn með vinum þínum. Ég man meira að segja eftir einu skipti, þegar ég var komin á svo hátt stig að ég gat fengið mér risastóran kött sem þjónaði sama tilgang og hestur. Ótrúlega glöð þvældist ég um heimaborg álfanna í leit minni að stað til þess að kaupa föt á kisuna mína. Ég hafði oft séð spilara ríða um á hestum, köttum, geitum og járnstrútum sem allir voru í fötum og nú vildi ég eignast föt á kisuna mína.

► 50

Ég gekk því um bæinn og leitaði heillengi þangað til ég áræddi að spyrja annan spilara hvar honum hefðu áskotnast þessi föt fyrir köttinn sinn. Allt í einu fer hann að hlægja af mér og kalla mig „noob“! Hann væri sko ekkert að klæða fararskjótinn sinn í föt, þetta væri „epic mount“ og þeir væru bara svona! Yfir þessu hló hann heillengi og ég skildi hvorki upp né niður í honum. Epic mount? Noob? hvað í ósköpunum er það? Jæja, ég sætti mig bara við að ríða um á fatalausum kettinum og hélt áfram að spila leikinn á minn hátt með sem minnstu samskiptum við aðra spilara, keypti aðeins hluti af tölvugerðum körlum, enda vissi ég ekki neitt og hafði lítinn áhuga á því að kynna mér hlutina, ég vildi bara spila tölvuleik. Fljótlega eignaðist ég kærasta sem hafði mikinn áhuga á tölvuleikjum enda stefndi hann á að verða tölvuleikjahönnuður. Hann keypti sér aðgang að WOW og fljótlega breyttist litli tölvuleikjaheimurinn minn, þessi sem að fólst í því að hlaupa um og drepa vondu kallana. Allt í einu varð þetta allt saman voðalega flókið. Fötin á karakterinn minn hættu að skipta máli útlitslega séð og ég fékk fyrir hjartað þegar ég sá hana í einhverju rusli sem passaði bara alls, alls ekki saman! Núna þurfti ég að pæla í hlutum á borð við gáfum, liðleika og styrk en það allt fylgdi ljótu fötunum. Ég tók mér alveg góða stund í að syrgja fötin sem voru einu sinni alltaf í stíl.

World of Warcraft Ekki bara þurfti ég að hugsa út í fötin með öðrum hugsunarhætti heldur varð ég að gjöra svo vel og hugsa út í svokallað hæfileikatré! Ég varð að hugsa áður en ég ákvað að læra einhvern hæfileika. Hingað til hafði ég nú bara lært eitthvað, það sem hljómaði vel í fyrstu en nei núna skiptu hæfileikarnir miklu meira máli. Þetta var þó ekki allt. Sjokkið kom fyrst þegar ég ákvað, alveg óvart, að spila hlutverk hins svokallaða tanks en tank er sá sem fór þá fyrir 5–40 manna hópi og heldur öllum ljótu köllunum í skefjum, lætur


sem ég spila skiptir ekki öllu máli, jafnvel þó svo ég myndi helst vilja hafa hana í háum hælum.

Efni tekið af nordnordursins.is Höfundur greinar: Heiðrún Finnsdóttir

Mynd frá flickr.com

BagoGames

þá lemja sig o.s.frv. og ef hann missir stjórnina þá deyr allur hópurinn. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig stelpunni á bak við tölvuna leið þegar hún missti hópinn í fyrstu hundrað skiptin. Fljótlega gafst hún upp á því að reyna þetta og skipti yfir í að spila á móti öðrum spilurum og þar gekk henni vel. Síðan þetta var hafa liðið nokkur ár og núna gríp ég af og til í áskriftina mína. Núna á ég ekki bara þessa litlu álfaprinsessu sem getur breytt sér í dýr heldur á ég geimveru prest og aðra geimveru sem er svokallaður paladín. Ég þekki flest hugtökin og hef átt realm first, var sú fyrsta til að fá bláa drekann frá Malygos og guild-ið sem ég var í var fyrsta guildið á realm-inum til þess að fá Twilight Vanquisher titilinn og eitt af þeim 5 fyrstu á öllum Evrópu servernum.

Mynd frá deviantart.com

Alþjóðlega leikjafyrirtækið Activision-Blizzard, sem m.a. gefur út leikina World of Warcraft, Call of Duty of Guitar Hero, skilaði 113 milljóna dollara hagnaði í fyrra. Jafnast það á við um 14,5 milljarða króna. Velta á árinu nam 4,3 milljörðum dala, sem er töluverð aukning frá árinu 2008 þegar veltan nam þremur milljörðum dala og fyrirtækið var rekið með 107 milljóna dala tapi. Útgáfa nýjasta Call of Duty-leiksins, Modern Warfare 2, skipti miklu fyrir fyrirtækið, en hann sló öll sölumet í geiranum. Blizzard Entertainment Inc byrjaði sem Silicon & Synapse þegar fyrirtækið var stofnað árið 1991 af útskriftarnemum í Háskóla í Kaliforníu. Síðan þá hafa þeir hannað marga leiki, en sá sem skipti sköpum var Warcraft: Orcs & Humans. Hann var gefinn út 1994 og síðan þá hafa þeir stækkað við sig og gefið út World of Warcraft, Starcraft seríuna og Diablo seríuna, bara svo eitthvað sé nefnt.

Kathamausl

Núna veit ég að hverju ég er að leita þegar ég vel mér nýja tölvuleiki og ég kýs frekar að eyða tímanum í tölvuleik með manninum mínum heldur en að sitja og glápa á sjónvarpið langt fram eftir öllu. Enda getum við skemmt okkur konunglega á hlaupum um hina og þessa heima að drepa vondu kallana saman. Ég hef líka komist að því að útlitið á fótabúnaði hetjunnar

„Blizzard Entertainment HQ statue“

Gordon Tarpley

51 ◄


CCP Games af starfsmönnum sínum um allan heiminn, þá gerðu þeir það. Flestir sem fengu uppsögn voru starfsmenn í Atlanta, en starfsmenn þeirra hérna heima við voru ekki alveg lausir við öxina.

World of Darkness Mynd tekin af flickr.com

James Melzer

Það byrjaði allt með þremur mönnum, þeim Reyni Harðarsyni, Þórólf Beck og Ívari Kristjánssyni árið 1997. Það sem nýju kynslóðirnar muna kannski ekki eftir er að CCP gaf fyrst út borðspilið Hættuspil til þess að fjármagna stóra smellinn sinn Eve Online. Hættuspilið seldist í meira en 10.000 eintökum á sínum tíma og ásamt íslenskum fjárfesturum tókst þeim að safna 2.6 milljón dollara árið 2000, undir stórn Sigurðar Arnljótssonar sem framkvæmdastjóra. Á meðan Sigurður var í stjórn á árunum 1999– 2002 tókst þeim að safna enn meiri fjármögnun og skrifa undir samning með Simon and Schuster Interactive Games fyrirtækinu. Í kringum helmingurinn af upprunalegu starfsmönnunum komu frá íslenska fyrirtækinu OZ Interactive, þeir sömu og gerðu OZ Virtual þrívíddarforritinu.

Incarna Stærstu mistök CCP hingað til í margra augum var Incarna uppfærslan á leikinn sem kom 21. júní 2011. Mótmæli af vegum spilaranna komu í kjölfar uppfærslunnar vegna þess að Incarna átti að koma með nýja hluti í leikinn sem leikurinn þurfti í rauninni ekkert svo mikið á að halda, og í staðinn var horft framhjá hlutum sem voru alveg á mörkunum að starfa rétt. Eftir mótmælin ákvað CCP var bara eitt að gera í stöðunni, og það var að biðjast afsökunnar, játa á sig mistök og byrja að vinna hörðum höndum að gera þær lagfæringar sem leikurinn þurfti á að halda og ef að það þýddi að minnka við starfsliðið sem var að vinna við World of Darkness leikinn og segja upp 20%

► 52

World of Darkness lifði ekki lengi í framkvæmd eftir þessa hreinsun og 14. apríl 2014 kom tilkynning frá CCP að leiknum hafi verið formlega aflýst. Þegar CCP og White Wolf Publishing komu saman árið 2006 var talað um að Eve Online væri ekki eini leikurinn sem myndi koma frá CCP. 11. nóvember kom svo tilkynning um að World of Darkness væri í framleiðslu og að fyrirtækið myndi aðalega halda sig við framleiðslu á honum frá og með mars 2009. Í kjölfarið á vandamálunum með Eve Online og komandi skotleiknum Dust 514 var World of Darkness frestað árið 2013, áður en honum var loks aflýst ári síðar.

Dust 514 Eve: Dust 514 var mjög metnaðarfullt og stórt verkefni sem CCP lagði undir sig til að sameina PC spilarana í Eve Online við Playstation spilara sem myndu spila fyrstu persónu skotleik þar sem spilarar gætu nýtt sér Eve spilara með því að láta þá skjóta stórskotaliði frá geimnum í Eve og niður á plánetuna í Dust 514. Einnig hefur fjárhagslega hliðin í Eve áhrif á kostnað af skotvopnum, farartækjum, brynjum og fleiru í skotleiknum. Hinsvegar voru móttökur leiksins ekki jafn góðar og fólk bjóst við miðað við forsýningar á leiknum og endaði hann með því að vera ekki jafn vinsæll og CCP vonaðist fyrir.


Eve Online Leikurinn sem kom CCP á markaðinn og opnaði augu margra fyrir nýrri leið til að gera leiki var Eve Online. Eve gerist í heimi sem heitir New Eden og er með mikla og dimma sögu fulla af stríði, eymd og meira segja þrældómi. Það byrjaði allt með því að tæknin komst á þann punkt að mannkynið gat ferðast um geiminn í gegnum svokölluð „Wormholes“ eða holur í geimnum frá einum stað til annars. Þetta kom af stað ferðalagi sem tók hundruði þúsunda frá Jörðu og til New Eden. Allt var á uppleið til að byrja með þangað til holan milli þessa tveggja heima skyndilega lokaðist og læsti alla í New Eden inni og alla á Jörð úti. New Eden er stjórnað af fimm kynþáttum:

Amarr Amarr eru útbreiddasti kynþátturinn af öllum, réttara sagt ráða þeir yfir 40% af virkum sólkerfum. Stórveldinu er stjórnað af einum höfuðpaur og fimm undirstjórnendum, þessir fimm stjórna undir nafni höfuðpaursins þar sem hann nær ekki að vera á öllum stöðum á sama tíma.

Caldari Caldari er samfélag byggt upp af úrvals viðskipta- og stríðsmönnum, Caldarikynþátturinn samanstendur af mörgum risastórum fyrirtækjum og mörgþúsund minni. Caldari þjóðin er vön stríði og þekkt fyrir sína hæfileika til að lifa af. Stjórn Caldari ríkisins er byggð upp af hinum fyrrnefndu risa fyrirtækjum þarsem stjórnendur þeirra ráða öllu.

Gallente Gallente er þjóð byggð upp á draumum og hafa margir ræst, þjóðin er vel þekkt fyrir list sína í að smíða skip sem líta býsna vel út og sum hafa jafnvel betri tækni en hjá öðrum. Caldari-þjóðin átti eitt sinn fast sæti í stjórn Gallente en var hrakin í burtu og Gallente urðu sjálfstæð þjóð. Stjórn Gallente byggist upp af nokkrum risafyrirtækjum og nokkrum smáum.

Jove Minmatar Minmatar voru eitt sinn þrælar Amarr veldisins, Amarr notuðu sérstakar ígræðslur sem stjórnuðu heilastarfsemi Minmatar kynþáttsins. Eftir þó nokkur ár í þrælkun bráust út stríð og hefur Minmatar náð að frelsa sig og sína að mestu og eru nú með hæsta fjölda af sínu kyni af öllum fjórum. Stjórn Minmatar veldisins er mest megnis á víð og dreif og eru flestir í litlum glæpasamtökum sem hefna sín á Amarrþjóðinni

Jove er eini kynþátturinn sem leikmenn geta ekki valið að spila, Jove eru tæknilega langlengst komnir af öllum kynþáttum í Eve en eru jafnframt fámennastir. Jove hafa í gegnum tíðina breytt erfðamengi sínu gríðalega svo að þeir teljast varla mennskir en sem aukaverkun herjar á þá banvænn sjúkdómur sem hindrar fjölgun þeirra.

Heimildir: wikipedia.org Höfundur: Brynjar Már Pálsson

53 ◄


Geta tölvuleikir verið íþrótt? Umræðan um hvort að tölvuleikir geta verið kallaðir íþrótt hefur verið á reiki um árabil. Undanfarin misseri hafa mörg fyrirtæki í hinum víða heimi gert það sem þau geta til að stækka við markaðinn á samkeppnishæfum leikjum á borð við Dota 2, League of Legends, Counter-strike Source og Counter-strike Global Offensive. En risinn á meðal þeirra hefur án efa verið leikurinn Starcraft frá Blizzard Entertainment. Fólk hefur verið að keppa á tölvuleikjamótum og samkomum yfir allan heim í mörg ár, en síðan 2010 hefur þeim fjölgað allsvakalega út frá Starcraft 2, Dota 2 og Counter-strike. Fyrirtæki eins og Valve hafa verið að setja upp keppnir á borð við „International Dota 2 Championship“ sem hefur verið að gefa sigurliðunum allt frá 1.000.000– 5.000.000 dollara í verðlaun. Þar sem lið á borð við Invictus Gaming, Na‘vii, Alliance, Newbee og fleiri geta keppt í svona mótum og unnið sér inn peninga sem geta borgað alla reikninga, mat, skólagjöld og fleira, væri þá ekki rétt að segja að þetta sé að minnsta kosti á sama fjárhagslega velli og íþróttir á borð við hokkí eða hafnabolta?

Mynd frá wikipedia.org

Þetta leiðir náttúrulega að aukninnar heilastarfsemi og einnig augn- og handstarfsemi. Starcraft er ekki eini leikurinn er þarfnast augnog handstarfsemi til að vera í lagi. Allir fyrstu persónu skotleikir þarfnast þess og því fljótari þú ert að bregðast við aðstæðum og vita hvað fyrstu viðbrögð eiga að vera, því betri ertu í að glíma við þær aðstæður. Leikir á borð við Counter-strike og Call of Duty eru góð dæmi.

eSports Electronic Sports, eða tölvu íþróttir hafa verið stórt partur af tölvuleikjaunnendum og framleiðendum alveg síðan 2000 en það var ekki fyrr en rétt fyrir 2010 þegar áhorfendafjöldi byrjaði að margfaldast þegar vefsíður á borð við Twitch.tv og Justin.tv byrjuðu að verða vinsælar. Streaming síður, eða svokallaðar straumspilunar síður, eins og þessar bjóða venjulegu fólki allstaðar frá að horfa á fólk spila tölvuleiki í beinni útsendingu, frítt. Slík þjónusta er líka í boði þegar stór mót eru í gangi og með áhorfendur bæði á staðnum og á netinu eykur áhorfendafjöldann og þar að leiðandi peningana sem fara í keppnirnar.

Aron Ambrosiani

Hvað með hreyfingu? Spurning um þörf fyrir hreyfingu og útivist til þess að einhvað teljist vera íþrótt, en þá kemur spurningin: „hvað með skák?“ Er ekki skák talin vera íþrótt fyrir heilann? Það sama má segja um tölvuleiki á borð við Starcraft þar sem leikmenn eru settir einn á móti einum og eiga að geta hugsað um að minnsta kosti 10 hluti í einu og notað mús og lyklaborð á ógnarhraða til að stjórna heilu herdeildunum, allt á nokkrum sekúndum.

► 54

Mynd frá wikipedia.org

Aron Ambrosiani

Hannaðir með eSports í huga Það eru alltaf að koma nýjir leikir á markaðinn með netspilun í huga en eftir 2010 byrjuðu fyrirtæki að hanna leiki með eSports sérstaklega í huga.


Samkeppnishæfir leikir á borð við Counter-strike Global Offensive og League of Legends komu á markaðinn eftir að Counter-strike Source og Dota urðu vinsælir í keppnisgreinum. Nú í dag eru fleiri og fleiri leikir að koma af færibandinu sem eru með keppnishæfa netspilun, ekki endilega til að halda stórar keppnir upp á marga milljón dollara, en útaf því að fólk elskar að keppast við aðra á netinu, sérstaklega þegar það hefur stór lið eins og Alliance eða Na‘avi til að horfa upp til.

1.–6. maí 2015 í Hörpu Ráðstefna um jafnrétti kynjanna

Mynd frá flickr.com

Jareed

Stelpur í eSports Stelpur hafa alltaf elskað að spila tölvuleiki, hvað sem fólk segir. Jafnvel þótt tölvuleikir og borðspil hafa alltaf verið tengd saman við einhverja stráka sem sitja heima allan daginn í kjallaranum hjá mömmu sinni og spila, er það einfaldlega ekki heimurinn sem við lifum í, í dag. Árið 2013 voru 30% af eSports unnendum kvenkyns, heil 15% aukning frá fyrri ári. Hinsvegar þýðir þetta ekki að stelpur njóti jafn mikla vinsælda innan liðanna líka. Það eru riðlar sem eru sérstaklega fyrir stelpur til að keppa saman og standa þær sig bara ansi vel. En þeir riðlar eru einfaldlega ekki enn komnir í sviðsljósið. Einnig hafa stelpur í eSports lent í kynferðislegri áreitni og einelti frá öðrum spilurum og áhorfendum. Í kjölfarið á því hafa margar stelpur hætt í keppnisgreininni alfarið. En það er spurning hvort að feminista samfélagið muni breyta þessu á komandi kynslóðum. Eða allavega vona ég það. Heimildir: wikipedia.org Höfundur: Brynjar Már Pálsson

Taktu þátt í jafnrétti Taktu þátt í framtíðinni

ertu þá ekki bara aumingi? Einungis 8% karla sem leita aðstoðar vegna heimilisofbeldis fá hana...

Er það jafnrétti?


Lj贸smynd: 漏 Thelma Gunnarsd贸ttir


S

Sverrir Örn

Pálsson Eftir að hafa lokið menntaskóla var ég ekki alveg viss um hvað ég vildi gera. Þar sem ég hef lengi haft áhuga á prentun og hönnun prentgripa ákvað ég að prófa að fara í grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Eftir að hafa lokið grunnnáminu eftir eitt ár stóð valið á milli prentunar og grafískrar miðluna og varð grafíska miðlunin ofan á.

Ég vonast til að geta lært meira tengt faginu og hlakka til að starfa í fagi sem byggir á gömlum grunni en er samt í stöðugri þróun þar sem tækninýjungar koma stöðugt fram.

57 ◄


„Ég gæti borðað svona plötur“

II. hluti

Fyrir um tveimur árum skrifaði ég grein í skólablað MH, Beneventum. Greinin heitir ,,Ég gæti borðað svona plötur“ og fjallar um vinylplötur og þá sérstaklega óvenjulegar útgáfur. Síðan þá hef ég eignast fleiri plötur og ákvað því að skrifa ,,Ég gæti borðað svona plötur II. hluti“ sem er lengri og ennþá skrítnari! Of Monsters And Men – The Record Store Day 7" Á alþjóðlegum degi plötubúða gaf Of Monsters and Men út 7" smáskífu með lifandi útgáfum af lögunum King And Lionheart og Little Talks. Ekki er ólíklegt að platan verði safngripur þar sem aðeins voru framleidd 500 eintök af henni. Auk þess er vínyllinn svokallaður splatter vinyl og kemur í stönsuðu umslagi með upphafsstöfum hljómsveitarinnar OMAM.

Grísalappalísa Árið 2013 gaf Grísalappalísa út lögin Björg og Ungfrú Reykjavík eftir Megas á hvítri 7" vínylplötu. Fyrr á þessu ár kom síðan smáskífan Grísalappalísa Syngur Stuðmenn með lögunum Strax í dag og Reykingar eftir Stuðmönnum á ljósblárri 7" vínylplötu. Báðar plöturnar voru gefnar út í 250 númeruðum eintökum.

► 58


Pharrell Williams – Happy Happy með Pharrell Williams var gefin út á gulri 7" vínylplötu í takmörkuðu upplagi. Eftirspurnin eftir plötunni var meiri en framboðið enda Happy geysi vinsælt lag og hefur platan selst á allt að $160 á discogs.com. Lagið var gefið út í febrúar 2014 af japönsku útgáfunni Originals sem sérhæfir sig í því að gefa út lög sem hafa verið ófáanleg lengi eða hafa ekki verið gefin út á 7" vínyl. Lagið var á B-hlið plötunnar en á A-hliðinni var lag frá árinu 1977 með Velvet Hammer sem heitir einnig Happy. Það var síðan í mars 2014 að Columbia útgáfan gaf út gula 12" plötu með laginu.

Jack White – Lazaretto Jack White kallar þessa plötu „Ultra LP“. Platan er gædd ýmsum földum eiginleikum sem hann segir að séu einstakir og aldrei verið gerðir áður. Upphaf plötunnar er ekki eins og á venjulegum plötum heldur setur maður nálina við plötumiðann og platan spilast að fremsta hluta plötunnar. Þar er læst rák sem spilast endalaust. Undir plötumiðum beggja hliða er falið lag. Þannig að ef þú setur nálina á miðana sjálfa spilast stutt lög. Platan sjálf spilast á hraðanum 331/3 snúningar á mínútu en falda lagið á A-hliðinni spilast á 78 snúningum og lagið á B-hliðinni á 45 snúningum og er platan því fyrsta platan í heiminum sem spilast á þremur hröðum. Fyrsta lag B-hliðarinnar er með tvær byrjanir bæði rafmagnaða og órafmagnaða. Byrjun plötunnar er því „double grooved“. Það þýðir að rákirnar liggja samsíða og fer eftir því hvar nálin fer niður hvaða byrjun heyrist. Rákirnar sameinast síðan og restin af laginu spilast. Áferð A-hliðarinnar er glansandi eins og á hefðbundinni vínylplötu en áferð B-hliðarinnar er mött eins og á gömlum 78 snúninga plötum. Að lokum inniheldur platan fyrsta „hologram“ í sögu vínylplötuframleiðslu. Þegar horft er á plötuna má sjá rétt við plötumiðann tvo engla sem snúast í hringi þegar platan er spiluð.

59 ◄


Óvenjuleg plötuumslög

Trúbrot – ....Lifun Þemaplatan Lifun frá árinu 1971 kom í átthyrndu umslagi sem var hannað af Baldvini Halldórssyni og vakti mikla athygli. Þegar plötur Trúbrots voru endurútgefnar á vínyl árið 2010 var hætt við útgáfu á Lifun vegna þess að of dýrt þótti að prenta umslagið í sinni upprunalegu mynd. Platan er gríðarlega eftirsótt og hefur selst fyrir háar fjárhæðir.

The Rolling Stones – Sticky Fingers Umslag níundu plötu Rolling Stones, Sticky Fingers frá árinu 1971 er eitt þekktasta umslag rokksögunnar. Umslagið er hannað af Andy Warhol og sýnir karlmann í þröngum gallabuxum og á gallabuxunum er raunverulegur rennilás. Eftir að eigendur plötubúða kvörtuðu undan því að rennilásinn skemmdi plöturnar þegar verið var að flytja þær í búðirnar var rennilásnum rennt niður svo að hann væri við miðju plötunnar og illi ekki skemmdum á plötunni sjálfri heldur aðeins plötumiðanum.

Isaac Hayes – Black Moses Black Moses með Isaac Hayes kom út árið 1971 í umslagi sem brotið er fimm sinnum. Þegar umslagið er opnað myndar það kross.

► 60


Innra umslag Traffic plötunnar

Traffic – The Low Spark Of High Heeled Boys 1971 virðist hafa verið ár óvenjulegra plötuumslaga. Þessi plata með bresku rokksveitinni Traffic kom í umslagi sem var skorið þannig að svo virðist sem að þrívíddarmynd sé framan á umslaginu.

Spilverk þjóðanna og Utangarðsmenn Umslög fyrstu plötu Spilverks þjóðanna og 45 RPM með Utangarðsmönnum eru bæði þannig að efst á umslögunum er flipi sem á að rífa af svo hægt sé að taka plötuna úr umslaginu. Þó eru til eintök þar sem búið er að opna umslagið án þess að rífa flipann af. Oftast hefur flipinn verið rifinn af annars er erfitt að koma plötunni fyrir í hillu og eru eintök með flipanum því sjaldgæf og eftirsótt.

Samnefnd plata Spilverks þjóðanna. 1975.

45 RPM. 1981.

61 ◄


Hipgnosis Hipgnosis var hópur breskra hönnuða sem sérhæfði sig í gerð plötuumslaga fyrir rokkhljómsveitir á 7. og 8. áratugnum. Hópurinn er líklega frægastur fyrir að hanna umslög fyrir Pink Floyd en gerði einnig umslög fyrir T. Rex, The Pretty Things, UFO, 10cc, Bad Company, Led Zeppelin, AC/DC, Scorpions, Yes, Def Leppard, Paul McCartney & Wings, The Alan Parsons Project, Genesis, Peter Gabriel, Electric Light Orchestra, The Police, Rainbow, Styx, XTC og Al Stewart. Í hópnum voru Storm Thorgerson og Aubrey Powell en Peter Christopherson sem kom inn sem aðstoðarmaður árið 1974 en varð seinna fullgildur meðlimur hópsins. Samstarfið byrjaði árið 1968 þegar Storm og Aubrey sem þá voru skólafélagar í Royal College of Art. Pink Floyd bað þá um að hanna plötuumslag annarar plötu hljómsveitarinnar, A Saucerful of Secrets. Í framhaldi af því unnu þeir fleiri verkefni fyrir EMI útgáfuna, bæði ljósmyndir og umslög. Í byrjun gátu þeir notað aðstöðu í listaháskólanum en þegar þeir útskrifuðust urðu þeir að koma sér upp eigin aðstöðu. Þá útbjuggu þeir lítið myrkraherbergi á klósetti Aubreys en árið 1970 leigðu þeir rými á Denmark street í London og settu upp vinnustofu þar. Nafnið Hipgnosis kom til þannig að búið var að krota það á hurðina að íbúð þeirra. Þeir töldu að Syd Barrett meðleigjandi þeirra og meðlimur Pink Floyd hafi skrifað orðið á hurðina en Syd neitaði að hafa gert það. Þeim líkaði orðið vegna þess að það er út– úrsnúningur af hypnosis og vegna þess að hip merki á ensku new, cool og groovy og gnostic sem er gamalt grískt orð yfir þekkingu. Sem þeim fannst skemmtileg mótsögn. Árið 1973 urðu Hipgnosis þekktir þegar þeir hönnuðu umslagið fyrir Dark Side of the Moon fyrir

► 62

Fyrsta plötuumslagið. A Saucerful of Secrets. 1968.

Pink Floyd ásamt George Hardie sem hafði verið með þeim í Royal College of Art og sá oft um að teikna flóknar teikningar og logo fyrir Hipgnosis. Þeir sýndu meðlimum sveitarinnar nokkrar tillögur en samkvæmt trommaranum, Nick Mason voru allir sammála um að prisma hugmyndin væri best. Platan náði góðum árangri og hafa 50 milljón eintök verið seld. Í framhaldinu var mikil eftirspurn eftir vinnu þeirra frá stórum hljómsveitum eins og Led Zeppelin, Genesis, Yes og Black Sabbath.


Hluti af hönnun Wish You Were Here. Pink Floyd. 1975.

Stíll Það sem var einkennandi við stíl Hipgnosis var að umslög eftir þá voru oft byggð á ljósmyndum og þeir beittu aðferðum við gerð umslaga sem ekki höfðu sést áður. Umslögin voru sjaldnast með myndum af hjómsveitunum sjálfum og voru flest í svokölluðu gatefold formi þar sem albúmið er tvöfalt þó að það séu ekki endilega tvær plötur. Það bauð uppá meira pláss fyrir hönnun. Einnig þóttu umslögin innihalda beittan húmor sem kom þeim stundum í vandræði.

hann lést 18. apríl 2013, 69 ára. Storm hannaði að minnsta kosti eitt íslenskt plötuumslag. Það er platan Jack Magnet með Jakobi Magnússyni sem kom út árið 1981. Á umslaginu má augljóslega sjá stíl sem hægt er að sjá einnig á öðrum seinni tíma umslögum til dæmis Pink Floyd og Muse. Texti: Sverrir Örn Pálsson Heimildir: Wikipedia

Hipgnosis hættir Með tilkomu pönksins breyttist tónlistin og í byrjun 9. áratugarins fór eftirspurn eftir dýrum og flóknum plötuumslögum minnkandi. Hópurinn tók að sér ljósmyndun og fór að vinna hefðbundar auglýsingar. Þreyta var komin í hópinn eftir að hafa starfað saman í 15 ár og hætti Hipgnosis störfum árið 1982 og var Coda með Led Zeppelin síðasta platan sem þeir hönnuðu umslag fyrir. Coda er einnig síðasta plata Led Zeppelin. Þó að Hipgnosis hafi hætt störfum hélt samstarf þeirra Aubrey, Storm og Peter áfram og stofnuðu kvikmyndagerðarfyrirtækið Green Back Film og einbeittu sér að því. Storm Thorgerson starfaði áfram sem hönnuður og var afkastamikill í hönnun plötuumslaga þar til

Jack Magnet. 1981.

63 ◄


10 þekkt plötuumslög eftir Hipgnosis 1

1970

Pink Floyd

Atom Heart Mother

2

1970

Quatermass

Quatermass

3

1971

Pink Floyd

Meddle

4

1973

Pink Floyd

Dark Side of the Moon

5

1973

Led Zeppelin

Houses of the Holy

6

1975

Pink Floyd

Wish You Were Here

7

1975

AC/DC

Dirty Deeds Done Dirt Cheap

8

1976

10cc

How Dare You!

9

1977

Pink Floyd

Animals

10

1982

Paul McCartney

Tug of War

Í upphafi voru fánar notaðir til að stýra aðgerðum í hernaði. Síðan hafa fánar verið notaðir sem merkjagjafar á sjó og sem einföld einkennistákn. Í dag eru ennþá hernaðarlegar tilvísanir í fánum og eru þeir notaðir sem sameiningartákn. Fánar eru mikið notaðir í markaðsstarfi og er fáni hljómsveitarinnar Nýdönsk skemmtilegt dæmi um slíka markaðssetningu.

Fáni Nýdanskrar.

Fánar Þjóðfánar eru meðal þessa hversdagslegu hluta sem eru allt í kringum okkur og við sjáum jafnvel á hverjum degi án þess að við veltum því mikið fyrir okkur að á bakvið hvern fána er hönnun. Meðal þátta í hönnun hvers fána eru litir sem hafa ákveðna merkingu og tákn, bæði trúarleg og annars konar.

► 64

Til fánans, 2. erindi Skín þú fáni, eynni yfir eins og mjöll í fjallahlíð. Fangamarkið fast þú skrifir fólks í hjartað ár og síð. Munist hvar sem landinn lifir litir þínir alla tíð. – Einar Benediktsson


JÖR ∙ Laugarvegur 89 ∙ 101 Reykjavík ∙ jorstore.com


Lj贸smynd: 漏 Thelma Gunnarsd贸ttir


T

Tómas Tumi

Gestsson Ég heiti Tómas Tumi Gestsson fæddur 3. maí 1995 á Landsspítalanum við Hringbraut. Þegar ég byrjaði í Tækniskólanum árið 2011 þá ætlaði ég í forritun því ég hef mikinn áhuga á tölvuleikjum en komst ekki á brautina því það var fullt svo ég var fastur á almennri námsbraut

Upplýsingatækniskólans og kláraði mest alla áfanga í öllum fögum, svo var ég í áfanga sem við fórum að heimsækja fyrirtæki í þessum bransa og fannst það mjög áhugavert. Það er hægt að segja að mér var ýtt í þetta en þetta var eitthvað sem ég þurfti því ég hef ekki litið baka síðan þá.

67 ◄


Málverk af egypsku drottningunni Nefertiti að spila Senet

Mynd frá wikipedia

Borðspil Senet. 3100 f. Kr. Senet er eitt af elstu spilum sem er vitað um, leikurinn er settur upp þannig að þú ert með lítið borð sem er grind, þrjár raðir upp og tíu kassar í hverri grind. Senet borðið er með tvö sett af peðum (fimm af hverri tegund svo er hægt að bæta við eða draga frá til að fá styttri eða lengri leiki). Reglurnar er hægt að rífast um en það hafa verið gerðar reglur í kringum upprunalegu reglurnar svo það er hægt að spila Senet í dag. Senet borð

► 68

Mynd frá wikipedia


Go. 400 f. Kr.

Book of games. 1283.

Go er leikur sem hefur sinn uppruna frá forn Kína, í forn Kína var búist við að herramenn mundu vera færir í eitt af fjórum listformum sem Go féll undir. Go er ennþá spilað í dag í Asíu, Norður Bandaríkunum og Evrópu.

„Book of games“ er skák borð og kotra borð sem var tekið í notkun af honum Alfonso X sem var spæniskur konungur og hugmyndin á bak við þetta var að hafa marga leiki í einum kassa, það eru til fleiri tegundir af þessum spilum sem er búið að blanda inn margar tegundir af spilum.

Go borð

Mynd wikipedia

Chaturanga. 6 öld. Chaturanga er forn skák sem kom frá Indlandi á 6. öld sem virkar mjög svipað og við þekkjum skák í dag en í staðinn fyrir drottningu var ráðsherra og í stað biskups voru fílar en þeir virkuðu eins og þeir gera í dag en svo seint á miðöldum þá var skák eins og við þekkjum í dag tekin upp og biskup kom í staðinn fyrir fílinn og drottning kom í staðinn fyrir ráðsherra.

Chaturanga borð

Mynd wikipedia

Skák og kotra borð

Mynd wikipedia

Parchessi/Ludo. 1896. Parchessi eða eins og við þekkjum það, Ludo, en Parchessi er leikur sem er upprunninn frá Indlandi á 6. öld og virkar nákvæmlega eins og hann gerir í dag og fékk hann nýtt nafn, Ludo.

Ludo peð

Mynd wikipedia

69 ◄


Warhammer orrusta

mynd af flickr

Tindátaspil Tindátaspil er tegund af stríðsleik sem fólk spilar með líkön af mönnum, skriðdrekum og flugvélum til að ná sigri á vígvelli sem spilarar gera sjálfir, spilarar þurfa á herkænskubrögðum sínum að halda til að koma sér yfir andstæðinginn með því að nota styrki hersins og umhverfið í kring. Til eru margar tegundir af stríðsleikj­ um og hefur verið í gegnum tímann fyrsta tegund af stríðsleikjum kom árið 1812 frá Prússneska hernum til að æfa herkænsku í raunverulegum orrustum og kallaðist „Kriegsspiel“. Árið 1913 var svipuð tegund af „Kriegsspiel“ sem hét „Little wars“ og var meira ætlað sem leikfang og maður var með hermenn, fallbyssur og riddaralið og fallbyssan skaut litlum viðarkubbum.

► 70

Stríðleikirnir hafa farið í margar áttir frá raunverulegum orrustum í fantasíu og langt inní framtíðina . Í dag er stór fjöldi fólks sem spilar þetta ennþá og jafnvel á Íslandi er fólk að spila tegundir af þessum leikjum

Warhammer fígurur

Ljósmyndari Kolbrún


Warhammer Fantasy

Warhammer 40,000

„Warhammer Fantasy“ er leikur sem er hannaður í kringum stjórn hersveita af fantasíufígúrum. Fígúr­ urnar sem maður getur stjórnað koma frá þessum hefðbundnu fantasíu kynþáttum Menn, Álfar, Dvergar, Uppvakningar, Orkar og Púkar, Eðlumen, Rottumenn og svo er „Chaos“. Hvert lið hefur sína styrki og galla eins og álfarnir eru sterkir en fáir á meðan rottumenn og Uppvakningarnir eru veikir en margir, flest allir herir hafa eitthvað við sig sem gerir þá sérstaka.

„Warhammer 40,000“ er hugmyndin á bak við „war­ hammer fantasy“ og gerist á fertugustu og fyrstu öld, kynþættirnir eru svipaðir og í „warhammer fantasy“.

Heimurinn

Mannkynið í leiknum líkist mjög Heilaga rómverska ríkinu, Álfarnir draga sín áhrif mikið frá „Tolken“ og eru mjög líkir þeim, Dvergar eru eins og með álfana þeir draga mest öll áhrif sín frá Tolken. Orkar eru mjög árásagjarn kynþáttur sem ræðst á allt og alla því þeim finnst það gaman, „Chaos“ sem líkjast soldið víkingum en þeir tilbiðja fjóra guði sem tákna stríð, visku, sjúkdóma og unaður.

Mannkynið kallar sig „The Imperium of Man“ og mannkynið nær yfir þúsundir heima, Orkar eru ennþá til staðar og elska ekkert meira en að berjast, svo erum við með Eldar (álfar) sem eru mjög göldrótt, Tyr­ anids sem eru geimverur sem endalaust er af og er stjórnað af einum huga sem kallast Hive Mind sem vill einfaldlega bara borða allan líkamsmassa, Necrons sem eru málmbeinagrindur sem líkast forn Egyptum sem vilja ná sínu gamla keisaraveldi, Tau eru frekar nýr kynþáttur en með mjög háa tæknikunnáttu sem vilja fá alla hina kynþætti undir sína stjórn, Chaos eru menn en eru erkióvinir „the imperium of man“ þeir tilbiðja fjóra illa guði sem eru eins og í fantasy og vilja ekkert nema að Keisaveldið fari undir þeirra stjórn

Spilun

Spilun

Warhammer er leikur sem tveir eða fleiri spilarar hittast á 1.82 x 1.21 metralöngu borði og berjast þar með heri gerða úr fótgöguliði, riddaraliði, skrímslum, fall­ byssum, hetjum og galdrakörlum. Til að spila leikinn þarftu tommustokk (leikurinn notar tommur) teninga og reglubók svo til að spila her þarftu að kaupa herbókina sér og þar færðu að vita allar sértækar reglur hjá þínu liði og færð að vita meira um menn­ ingu hers þíns.

Warhammer Fantasy og Warhammer 40,000 spilast mjög svipað bara að leikborðið sjálft er meira fram­ tíðarlegra og miklu meira í rúst. En í staðin fyrir að vera með líkön af hestaliði og mönnum með sverð og boga þá er verið að spila lið með geislabyssur, framtíðar skriðdreka, flugvélar og þotur.

Warhammer fígurur

Warhammer bardagi

Heimurinn

Myndir af flickr

Ljósmyndari Kolbrún

71 ◄


Dungeons & Dragons reglubækur

Myndir flickr

Hlutverkaspil Hlutverkarspil eða „Roleplaying games (RPG)“ er leikur sem spilarar fara í hlutverk persónu sem þeir stjórna, í þessum leik er einn spilari sem tekur hlut­ verkið „Game Master (GM)“ eða Leikjameistari sem stjórnar sögunni og tekur hlutverk fyrir persónur sem hinir spila ekki, hlutverkaspil gengur mjög mikið upp á ímyndunarafl leikmanna og hvernig Leikjameistarinn segir söguna. Hægt er að búa til sín eigin ævintýri og láta spilarana fara í gegnum en það er líka hægt að kaup sér skrifuð ævintýri sem fyrirtækið gerði, til eru margar tegundir af hlutverkjarspilum sem gerast í mismunandi heimum en ekki öll hlutverkarspil eru eins, það eru margar tegundir af reglum fyrir margar tegundir af leikjum

teningarnir sem eru notaðir eru mismunandi eftir því hvaða kerfi er verið að spila en þessi hefðbundnu teningar sem eru notaðir eru fjórhliða teningur, sex­ hliða, átthliða, tólfhliða og tugttugahliða teningar.

Spilun Til að spila hlutverkjaleiki þá þarf nokkra hluti, teninga, persónu og ímyndurnaraflið það þarf ekki meira en það en fyrir leikjameistarann er það smá flóknara. Hann er spilarinn sem þarf að halda um söguna og vita reglurnar fyrir kerfið sem það er verið að spila,

► 72

Teningar

Mynd frá wikipedia


Dungeons & Dragons

heitir ADnD og á milli 1977–1979 voru gefnar 3 aukabækur fyrir ADnD svo bættust fleiri aukabækur næstu tíu árin, ADnD má horfa á sem viðbót, ADnD og DnD virkar með hvort öðru.

Eða DnD er frægasta hlutverkaspil sem hefur verið gert og sem eiginlega byrjaði það allt, DnD var skrifað af Gary Gygax og Dave Arneson og fyrsta útgáfan var gefin út 1974 af „Tactical Studies Rules, Inc (TSR)“ og frá 1997 hefur „Wizards of the Coast“ verið að gefa þetta út. Fyrsta reglubókin var fjörtíu og átta blaðsíður, leikurinn þróaðist frá tindátaspilum, því þeir vildu gefa fígúru eitthvern persónuleika og í staðinn fyrir að spila her var spilaðisem ein fígúra sem fór á ímynduð ævintýri en svo þurfti einhvern að stjórna og þá kom hlutverkið „Dungeon Master“ sem er týpa af leikjameistara og til að láta persónurnar bæta sig var þeim gefið „Experience points (EXP)“ sem myndi styrkja persónurnar ef maður fékk nóg af „EXP“.

DnD og ADnD óx hratt og árið 1987 kom hugmyndin um að gera nýja útgáfu fyrir ADnD og DnD. Lítill hópur hönnuða tók að byrja að skrifa nýju reglubækurnar sem var stærsta verkefnið sem „TSR“ hafðu tekið og tók tvö ár að klára. Árið 1989 komu út þrjár bækur af „Monster manuals“ sem voru öll skrímslin í kerfinu og tvær bækur sem héldu utan um hæfileika per­ sónunnar og ný umhverfi voru kynnt og yfir árin voru fleiri bækur skrifaðar úr þessu kerfi.

Advanced Dungeons & Dragons

Þriðja útgáfa

Árið 1977 var leiknum skipt í tvennt, það var reglu­ minni og léttari útgáfan sem heitir DnD og svo var það aðeins flóknari og betur skipulagðri útgáfa sem

Þegar þriðja útgáfan var gefin út árið 2000 þá var það bara ADnD sem fékk uppfærslu svo þeir breyttu nafninu bara í DnD svo það myndi ekki ruglast, þriðja

Önnur útgáfa

Ert þú með allt sem þarf? Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að huga að eigin starfshæfni og endurmenntun.

Andrea Eliasdottir

IÐAN fræðslusetur býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir upplýsinga-, prent- og fjölmiðlagreinar.

Hugaðu að þinni símenntun og kynntu þér framboðið á fjölbreyttum námskeiðum á vef okkar www.idan.is

Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík

Sími 590 6400

73 ◄ idan@idan.is


útgáfan var hönnuð til að einfalda þetta og stytta leikinn svo að persónan þyrfti ekki að eyða árum til að fá mjög öfluga persónu, einnig voru kynntir fleiri kynþættir til að spila og fleiri hlutir til að skapa per­ sónuna sína

Fjórða útgáfa Árið 2007 var gefin út fjórða útgáfan af DnD sem var eiginlega bara til að laga nokkra galla sem voru í þriðju útgáfunni en margir spilarar voru ósáttir með þessa útgáfu vegna þess að það voru gerðar margar bækur og spilarar voru ósáttir með að þurfa að kaupa allt aftur svo margir spilarar héldu sig við þriðju útgáfu en þrátt fyrir það seldist fjórða útgáfan hratt upp og þurfti að endurprenta hana.

Fimmta útgáfan Fimmta útgáfan er nýjasta útgáfan sem er í notkun og kom út 2014, „Wizards of the coast“ lét spilara prófa leikinn talsvert áður en hann var gefinn út, það var byrjað að prófa hann 2012 og var hann í tvö ár í prufum sem lagaði og bætti kerfið talsvert áður en það var gefið út.

VIÐ SÝNUM ÞÉR HEIMINN!

Warhammer 40k Roleplay „Warhammer 40,000 Roleplay“ ertu talsvert fleiri leikir en (WHFRP) allt frá að spila sem leynilögreglan að ransaka ílu mætti „Chaos“ frá að spila venjulegan herman á móti hræðilegum völdum alheimsins

Dark Heresy Er verið að spila persónur sem vinna fyrir leynilögreglu keisaraveldisins sem að ransaka spillingu eða taka út menn og konur sem hafa yfirgefið keisaraveldið mikið af einbeitingunni er að rannsaka og spyrja út í hluti meira en að berjast

Rogue Trader Er kerfi sem leikmen eiga að vera spila men sem eru ekki að vinna fyrir keisaraveldið, heldur eru þeir að smygla og fara með pakka í þessu kerfi er meira að einbeita að fljúga um geiminn

Death Watch Kerfið gefur spilurum tækifæri að spila sem ofurmenn sem kallast Space Marines en eru að lenda á móti mun hættulegri andstæðingum en það er gert í hin­ um kerfunum

Black Crusade Gefur leikmönnum tækifærið að vera vondu kall­ arnir sem taka á hlutverk manneskju sem hefur verið spillt af mætum „Chaos“ svo leikmen fá tækifærið að berjast að móti mönnum kennaraveldisins þetta kerfi einbeitir sér meira að berjast en eitthvað annað

Only War

Ef þú ferðast með farangur léttari en 10 kg. fer þitt nafn í happadrættispott*, einn farþegi dreginn út annan hvorn mánuð! *Happadrættinu lýkur 1. október 2016

vidsyni@vidsyni.is, vidsyni.is, sími 560 6000

► 74

Only War kerfið er hættulegasta kerfið í því er maður að spila venjulegan man í heimi fylltan af skrímslum og ofurmönnum þetta kerfi er mjög mikið að bara spila sem venjulegur hermaður ekkert eitthvað sér­ tækt og er mjög líklegt að maður deyr á hræðilegan hátt einbeitingin hér er mikið á venjulegum víglínum að taka skiparnir og gera verkefnið sitt


Warhammer Fantasy Roleplay (WHFRP) „Warhammer Fantasy Roleplay“ var gefið út árið 1986 af „Games Workshop“ sem gefur spilurum tækifæri að spila persónur sem þeir gera sjálfir í Warhamm­ er heiminum en kerfið var ekki að seljast vel svo að þeir leyfðu „Flame Publications“ að einbeita sér að „WHFRP“ og árið 1989 gáfu þeir út nokkrar nýja seríur að ævintýrum en fyrirtækið fór á hausinn 1992 eftir mikið peninga vandamál. Ekkert var gert (WHFRP) í nokkur ár en svo kom „Nexus Editrice“ ítalskt fyrirtæki og báðu „Games Workshop“ um réttindin og þeir tókst að gera nýja útgáfu, löguðu textann og bættu inn nýjum myndum. Þeir gáfu út nýju reglubókina árið 1994 og fengu tvenn verðlaun fyrir leikinn á Ítalíu, árið 1995 fékk „Hogshead Publishing“ réttindin og byrjuðu að skrifa ný ævintýri og reglubækur fyrir (WHFRP) svo árið 2002 var „Hogshead publishing“ selt og rétt­ indum skilað aftur til „Games Workshop“. Árið 2004 kom „Black Industries“ grein sem „Games Workshop“ átti og þeir myndu halda utanum (WHFRP) það var byrjað að skrifa nýja útgáfu að leiknum því ennþá var verið að nota útgáfuna sem kom út 1986 en lítið var breytt, leikurinn var bara fínpússaður.

FJALLGARÐAR

Skútuvogi 113, 104 Reykjavík, Sími 599 8888, fjallgardar@fjallgardar.is, fjallgardar.is

75 ◄


Lj贸smynd: 漏 Thelma Gunnarsd贸ttir


A

Andrea Ósk

Elíasdóttir Ég heiti Andrea Ósk Elíasdóttir og er tuttugu og fjögurra vetra Hafnfirðingur og Lundúnarbúi. Af systkinum, mínum er ég næst elst en við erum 5 alls. Ég á hund sem heitir Enigma Dreams Walking on the Sky en hann er betur þekktur sem Luke Skywalker… En hann er samt yfirleitt bara kallaður Lucas. Sjálf er ég hálfgerður flökkurakki, með annan fótinn í kjallaranum hjá ömmu og hinn í London. Ég flutti til Bretlands 2010 en kom heim 2012 sökum atvinnuleysis. Ég var ráðavillt og vissi hreinlega ekkert hvað ég átti að mér að gera en ákvað loks að fara í skóla. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á grafískri og stafrænni hönnun og nám í grafískri miðlun hitti beint í mark. Tæknin hefur alltaf heillað mig og gerði ég mér ekki grein fyrir því fyrr en ég byrjaði í náminu hvað þetta

hefur blundað lengi í mér. Mér þótti fátt skemmtilegra en að komast í ljósritunarvél til þess að sýna listir mínar og ég get ekki lýst gleðinni sem fylgdi því þegar ég uppgötvaði Liquify filterinn í Photoshop og er öruggt að segja að allir í fjölskyldunni hafi fengið ókeypis andlitslyftingu. Eins mikið og ég hafði gaman af þessu þá hvarflaði það aldrei að mér að þetta væri eitthvað sem ég gæti lagt fyrir mig í framtíðinni en þörfin fyrir að skapa eitthvað hefur alltaf fylgt mér. Eftir útskrift liggur leiðin aftur til London þar sem ég ætla að spreyta mig á atvinnumarkaði Englendinga vopnuð nýrri kunnáttu sem ég trúi að hafi opnað ansi margar dyr fyrir mér. Ég mun samt aldrei vilja hætta að bæta við mig þekkingu og er markmiðið að klára nám í grafískri og stafrænni hönnun.

77 ◄


Í annríki hversdagsleikans á góður tebolli alltaf við. Einn tebolli getur veitt þér orkuna sem þú þarft til þess að komast í gegn um daginn en einnig er til te sem róar taugal og er tilvalið fyrir slökun. Til eru fjöldamargar gerðir af te en allt kemur það frá laufum teplöntunnar Camellia Sinensis. Meðferð og vinnsla telaufanna ákvarðar hvort teið flokkast sem hvítt, grænt, oolong svart eða Pu-erh.

Hvítt te

Höfundur: Andrea Elíasdóttir

Hvítt te er sérstakt vegna þess að í það eru einungis notuð ung laufblöð og laufsprotar teplöntunnar. Uppskerutíminn er því stuttur en stundum ekki meira en tveir til þrír dagar nokkrum sinnum á ári. Af þessum ástæðum er hvítt te oft sjaldgæfara og dýrarara en annað te. Framleiðsla tesins eftir tínslu er frekar einföld. Teið er látið þorna í sólinni eða í sérstökum þurrkhúsum. Sumar tegundir fá mjög sérstaka meðferð t.d eins og að vera aðeins þurrkað í tunglsljósi. Laufin gerjast því lítið sem ekkert og þýðir það að þau varðveita öll næringarefni vel og er því talið að hvítt te sé best fyrir heilsuna.

Grænt te Tínslan fyrir grænt te er töluvert einfaldari heldur en fyrir það hvíta þar sem aðeins eru notaðir ungir laufsprotar. stærri hluti laufblaðanna er nýttur og er einnig hægt að uppskera oftar á ári, stundum á

► 78

tveggja til þriggja vikna fresti. Grænt te er mest drukkið í Kína og Japan en framleiðsluleiðir landanna eru að mörgu leiti ólíkar. Í Japan er algengara að meðhöndla laufið með gufu og pressun en í Kína er það lang oftast ristað í stórum pönnum. Vinnsluaðferðir við grænt te eru taldar líkastar upprunalegum vinnsluaðferum við framleiðslu á tei.

Oolong te Oolong te er milligerjað. Því meira sem telauf eru látin gerjast því dekkri verða þau. Til eru bæði ljósar og dökkar tegundir af Oolong sem eru þá misgerjaðar (20%–80% gerjun) og eru því til mjög margar og fjölbreyttar gerðir af þessu tei. Vinnsluaðferðir laufanna eru mismunandi og fara eftir því hversu mikið laufin eiga að gerjast. Telaufin er síðan ýmist rúlluð í litlar kúlur eða snúin og þurrkuð.

Svart te Svart te er einna vinsælast í Evrópu og eru teblöndurnar English Breakfast og Earl Gray vel þekktar um allan heim og eru einmitt búnar til úr svörtum laufum. Framleiðsla á svörtu tei er heldur flóknari en þeim tegundum sem áður hafa verið nefndar og eru vinnslustigin alls fjögur. Fyrst eru laufin þurkuð til þess að undirbúa þau fyrir áframhalfdandi vinnslu. Næst er þeim vellt í tromlum áður en þau eru látin gerjast. Að lokum eru þau ristuð til þess að stöðva gerjunina. Svart te er sterkara og bragðmeira heldur en t.d. grænt te og viðheldur bragði mun lengur en te sem eru ekki eins gerjuð. Þetta var afar góður kostur þegar innflutningur á tei til Evrópu hófst á 17.öld. Þótt svo að aukning hafi verið á neyslu á grænu tei á seinustu árum þá er neysla á svörtu tei mun meiri eða yfir 90% á vesturlöndum.


Pu-Erh te Pu-erh te er dökkt te sem fær mjög sérstaka og langa meðhöndlun. Laufin sem tínd eru í slíkt te eru yfirleitt stór og af þroskuðum runnum frá Yunnan héraði í Kína. Þetta te hefur þá eiginleika að bragðið verður meira og mýkra með árunum sökum þess að teið heldur áfram að gerjast hægt að vinnslu lokinni. Pu-erh te eru oft vafinn í litlar kökur sem eru svo pakkaðar inn til þess að halda gerjuninni stöðugri með tímanum. Tíminn sem það tekur fyrir hrá telaufin að verða að full gerjuðu Pu-erh tei er á bilinu 20–25 ár en þó eru nú komnar ýmsar aðferðir sem styttir þennan tíma verulega. Með þvi að stafla laufunum í hauga í sér útbúnum geymslum með háu hita- og rakastigi er hægt að flýta fyrir gerjuninni en slík meðhöndlun krefst mikillar nákvæmni.

Tepokinn Árið 1908 fór tesölumaðurinn Thomas Sullivan að senda te prufur til viðskiptavina sinna í litlum silki pokum. Viðskiptavinir hans tóku því sem svo að þeir ættu að nota pokana á sama hátt og te sigtin í stað þess að tæma úr pokanum í ketilinn og þannig ‘fyrir slysni, varð tepokinn til.

Bruggunar leiðbeiningar Tegund

Hitastig

Magn

Timi

Hvítt

85°C

2,0 g

3 mín.

Grænt

80°C

2,0 g

2 mín.

Oolong (blöð)

95°C

2,0 g

1,5 mín.

Oolong (rúllað)

95°C

3,5 g

2 mín.

Svart (smá lauf)

85°C

2,5 g

1,5 mín.

Svart (stór lauf)

95°C

2,5 g

1,5 mín.

Pu-Erh (kaka)

95°C

2,5 g

2 mín.

Ph-Erh (smá lauf)

95°C

2,5 g

2 mín.

Pu-Erh (stór lauf)

95°C

2,5 g

2 mín.

79 ◄


SVEFN OG SVEFNTRUFLANIR

Höfundur: Andrea Elíasdóttir

Svefn er okkur lífsnauðsynlegur en ekki er fullvitað nákvæmlega hvers vegna og gerðar hafa verið fjöldamarkar tilraunir til þess að komast að tilgangi hans en enn sem komið er eru spurningarnar mun fleiri en svörin. Svefn veitir líkamanum hvíld og endurnærir hann. Á sama hátt getur svefnleysi valdið vanlíðan og þreytu, og langvarandi svefnleysi eykur hættuna á ýmsum kvillum og geðrænum vandamálum. Aðalstig svefns eru tvö en þau eru mikilvægust af alls fimm svefnstigum. Aðalstigin tvö eru draumsvefn eða léttur svefn og hvíldarsvefn eða djúpur svefn. Í eðlilegu svefnmynstri skiptast draumsvefn og djúpsvefn á nokkrum sinnum á nóttu. Heilastarfsemi breytist mjög í svefni. Tímabundið svefnleysi dregur úr hæfni þinni til þess að kljást við ýmis verkefni, skerðir einbeitingu, minni og rökhugsun. Svefnleysi getur líka haft slæm áhrif á ónæmiskerfið, seinkað því að sár grói og valdið truflunum á framleiðslu vaxtarhormóna og þar með haft áhrif á líkamsvöxt barna. Svefnþörf er einstaklinsbundin og minnkar hún upp að vissu marki með aldrinum. Tímalengd draumsvefns er lengri hjá börnum: kornabörn sofa í draumsvefni í um 9 klukkustundir á sólarhring en þegar barnið er um fimm ára gamalt er tímalengd draumsvefns aðeins um það bil tvær klukkustundir á sólarhring.

Hverjir fá svefntruflanir? Þótt að allri geti þróað með sér svefntruflanir eru sumir hópar í meiri áhættu en aðrir. Í hvað mestri hættu eru m.a. námsmenn, fólk í vaktavinnu, þeir sem

► 80

ferðast mikið og fólk sem er undir miklu álagi eða þjáist af langvarandi veikindum. Í líkamanum er svokölluð líkamsklukka sem stýrir því hvenær menn vaka og hvenær þeir sofa en hún stjórnast verulega af reglubundnum birtubreytinga sem hafa áhrif á framleiðslu sérstaks hormóns sem kallast melatóní. Algeng er hjá ungu fólki að það komi fyrir að líkamsklukkunni seinki og því fylgja oft erfiðleikar við að sofna á kvöldin og vakna á morgnana. Einnig er algengt að svefntruflanir komi fram með aldrinum, og að fólk sofi minna á nóttinni.

Svefntruflanir Svefntruflanir, hvort sem um er að ræða svefnleysi eða ofsyfju, geta tengst bæði líkamlegu og andlegu ástandi einstaklinga. Oftast nær er fólk ekki meðvitað um að það sofi of lítið. Einkenni svefnleysis getur komið fram í síþreytu yfir daginn og getur fólk oft átt það til að sofna þar sem það situr við langdregin verkefni. Svefnleysi á það jafnframt til að gera fólk stirt í skapi og á það til að pirrast út í fjölskyldu sína, vini eða vinnufélaga. Sem dæmi getur líkamleg og andleg spenna eða örvun fyrir svefn viðhaldið svefnleysi og ofsyfja fylgir oft í kjölfar áfalla eða slysa þar sem miðtaugakerfið verður fyrir skakkaföllum.


Utanaðkomandi áhrif geta einnig haft áhrif á svefnvenjur sem getur þróað með sér svefntruflanir. Erfitt getur verið að greina þessar truflanir því ekki er hægt að útiloka að innri þættir gætu jafnframt haft áhrif en þeir einir og sér eru ekki nægir til þess að valda og/ eða viðhalda vandamálinu. Kaffi eða koffínríkir drykkir sem hafa örvandi áhrif á líkamann getur á sama hátt valdið ófullnægjandi svefnvenjum en slíka svefntruflun mætti rekja til utanaðkomandi áhrifa. Ef svefnerfiðleikar eru til staðar lengur en í viku, eða syfja á daginn hrjáir þig mikið er ástæða til þess að hafa samband við lækni.

BETRA UMHVERFI

Nokkur ráð til að bæta svefn • Forðastu koffín, nikótín og áfengi seint á kvöldin. Þessi efni geta gert þér erfitt um að sofna og hafa einnig áhrif á svefngæði. • Ekki leggja þig á daginn ef þú átt erfitt með að sofa á nóttinni. • Hreyfing getur aukið svefngæði sé hún stunduð 3–4 klst fyrir svefn. • Gerðu eitthvað afslappandi. Þú gætir til dæmis farið í heitt bað, lesið bók eða hlustað á ljúfa tóna. • Ef þú sofnar ekki innan 30 mínútna skaltu ekki liggja áfram í rúminu þínu. Farðu fram úr og reyndu að gera eitthvað afslappandi. • Hugleiðsla. Reyndu að stjórna hugsunum þínum með því að leiða hugann ekki að daglegum vandamálum.

BETRI KJÖR

BETRI LEIGA Bí, bí og blaka, álftirnar kvaka, ég læt sem ég sofi, en samt mun ég vaka. Bíum bíum bamba, börnin litlu ramba fram um fjalla kamba að leita sér lamba. Sveinbjörn Egilsson

Vistvænir bílar

Settu í græna gírinn


KOMDU ÚT AÐ HLAUPA! Það kostar ekkert að fara út að hlaupa, það er hægt að gera það hvar sem er og þú brennir fleiri kaloríum en þú heldur. Með því að fara reglulega út að hlaupa getur þú dregið úr áhættunni á að fá ýmsa langvinna sjúkdóma svo sem hjarta og æðasjúkdóma og sykursýki týpu 2. Það hefur einnig jákvæð áhrif á skapið og að ekki sé talað um aukakílóin.

Góð ráð Hér á eftir fara nokkur góð ráð fyrir byrjendur til þess að gera hlaupið ánægjulegra og minnka líkur á meiðslum auk þess að benda á leiðir til þess að auka líkurnar á að þú haldir þér við efnið og haldir áfram. Einstaklingur sem er 60 kg brennir á 30 mínútum:

Með því að hlaupa (10 km/klst): 300 kaloríur Með því að spila tennis: 240 kaloríur Rólegt bringusund: 240 kaloríur Hjóla (20–23 km/klst): 240 kaloríur Aerobic: 195 kaloríur Rösk ganga (6 km/klst): 150 kaloríur

Höfundur: doctor.is

Áður en þú byrjar Ef þú hefur ekki hreyft þig reglulega undanfarið er best að byrja rólega og byggja upp þol. Skoðaðu greinina tíu þúsund skref á doktor.is, þú gætir mögulega byrjað með röskri göngu áður en þú ferð af stað í hlaupin.

► 82

Skipuleggðu þig og vertu búin/n að ákveða hvenær og hvert þú ætlar að hlaupa (Leið og vegalengd). Það dregur úr möguleikunum á því að þú hættir við eða finnir afsakanir til þess að gera þetta seinna. Margir styðjast við dagbók og skrá hjá sér og þannig er hægt að fylgjast með árangrinum (það er til dæmis dagbók með áminningu í mörgum gsm eða í tölvupóstforritum). Það þarf ákaflega einfaldan útbúnað til þess að geta byrjað að hlaupa en það er þó mikilvægt að nota góða hlaupaskó til þess að minnka líkur á meiðslum. Það er ákaflega mikið af hlaupaskóm í boði og á ýmsum verðum. Kynntu þér málið vel áður en þú kaupir skó, til dæmis með tilliti til þess hvort þú ert með ilsig og eins á hvernig undirlagi þú ert helst að fara að hlaupa. Margir fara þá leiðina að kaupa sér ódýra skó af því að þeir eru bara að prufa og vilja ekki eyða of miklum pening í dýra skó. Það er ekki góð regla. Ódýrir skór sem henta illa geta skapað aukna meiðslahættu, viðkomandi fer að fá verki í fæturna og gefst upp. Höggdempunin í skónum verður lélegri með aukinni notkun og við það eykst meiðslahætta. Þess vegna er mælt er með því að endurnýja hlaupaskó reglulega.

1, 2 og byrja… Til þess að forðast meiðsli og eins til þess að auka líkur á að hlaupin verði ánægjuleg er mikilvægt að hemja sig og hlaupa rólega til að byrja með og auka


svo við hraðann og vegalengdina Það er betra að inum. Þú átt ekki að „skoppa“, eftir því sem þolið eykst. hlaupa tvisvar til þrisv­ þ.e. ef þú ímyndar þér að einByrjaðu alltaf á upphitun fyrir hver væri bak við grindverk og ar í hverri viku en að hlaupið í um fimm mínútur (ekki að horfa á þig hlaupa þá á hann hlaupa strax af stað). Upphitun hlaupa á hverjum degi ekki að sj&aa cute; að þú sért getur verið rösk ganga, hnélyftur í eina viku og ekkert að hlaupa. Í lok hvers göngu/hlaupatúrs og ganga á staðnum eða ganga næstu tvær. er mikilvægt að taka nokkra upp og niður tröppur. mínútur í að kæla sig niður og Í byrjrun er ráðlegt að ganga og miða við tíma frekar en vegalengd. Miðaðu við tíma- ná hjartslættinum niður með því að ganga rösklega og teygja á vöðvunum í fótunum. lengd sem þú þolir vel allt frá 10–30 mínútur Það að hlaupa reglulega þýðir að fara út þrisvar Þegar þú getur auðveldlega gengið rösklega í 30 mínútur bætir þú nokkrum einnar til tveggja mínútna í viku. Árangurinn næst best með reglulegri endurhlaupatörnum inn í göngutúrinn. Varast skal að hlaupa tekningu. of hratt heldur miða við hraða sem er þægilegur og Það er betra að hlaupa tvisvar til þrisvar í hverrri viku en að hlaupa á hverjum degi í eina viku og ekkert þú mæðist lítið. Eftir því sem göngu/hlaupatúrunum fjölgar lengir þú næstu tvær. smám saman í þeim tíma sem þú hleypur þar til kemTil eru ýmsar æfingaáætlanir fyrir byrjendur. Á ur að því að þú getur hlaupið í 30 mínútur samfleytt. síðunni www.hlaup.is er til dæmis hægt að finna Slakaðu vel á í upphandleggjum og öxlum þegar hlaupaáætlun og svo er hægt að hlaða niður á ipod þú hleypur og hafðu olnbogana beygða. Réttu vel úr og hlusta á áætlun á ensku sem heitir Couch to 5K þér og reyndu að hlaupa mjúklega með því að hællinn þar sem markmiðið er að ná þoli á 9 vikum til þess snerti alltaf jörðina fyrst og svo afgangurinn af fæt- að geta hlaupið 5 km í einu.

Reimaðu á þig hlaupaskóna! Ljósmynd: © Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Komdu út að skokka í sumar! Ný námskeið að hefjast. hronn.arnadottir@gmail.com

www.hhfh.is

83 ◄


TUTTUGU RÁÐ

Höfundur: Guðbjörg Finnsdóttir – pjatt.is

SEM HJÁLPA ÞÉR AÐ KOMAST Í GÍRINN

Við gefumst aldrei upp á markmiðum okkar. Þó svo stundum geti blásið á móti þá komum við okkur strax á réttu brautina aftur, Þegar við erum að byrja nýjan lífsstíl erum við full af krafti og með miklar væntingar. Við byrjum oft mjög vel og erum tilbúin að breyta miklu og hvað þá að standast freistingar sem eru alltaf í kringum okkur. Við erum sannfærð um að við munum ná markmiðum okkar og láta ekkert stoppa okkur. En við verðum alltaf að gera ráð fyrir að eitthvað klikki nú hjá okkur. Það getur komið fyrir að við lendum í veislu og dettum illilega í það af kökuáti eða missum úr æfingu sem breytist í heila viku og þá er eins og við séum komin á byrjunarreit aftur og allt vex í augum. En þú hefur alltaf tvo kosti: Annars vegar að taka fleiri skref aftur á bak sem

► 84

kemur þér enn lengra frá markmiðinu þínu eða viðurkenna að hafa mistekist sem er alveg eðlilegt og taka eitt lítið skref áfram. Að gefast ekki upp og halda ótrauð áfram er það mikilvægasta sem þú velur. FAKE IT TILL YOU MAKE IT, stundum þarf maður það til að byrja með og svo meikar maður það og heilsuræktin verður partur af lífinu. Þú ert ánægð þegar þú ert á þeim stað. Með heilsusamlegum lífsstil þá gerum við ráð fyrir að stíga aðeins út af brautinni en við komum okkur inná hana fljótt aftur. Ef við ætlum okkur að vera fullkomin þá er það til að gera mistök og brjóta okkur niður. Ef þú finnur fyrir því að þú ert ekki vel upplagður eða upplögð fyrir hreyfingu, veldu þá eitthvað af þessum ráðleggingum og það gæti hjálpað þér:


1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.

Hreyfðu þig í stuttan tíma, 10 mín. geta gert kraftaverk. Þú þarft ekki heila klst til að finna fyrir áhrifum. Prófaðu nýja heilsuuppskrift eða t.d. nýjan heilsudrykk í blandarann. Byrjaðu daginn á hollum morgunmat og þú ert búin að stimpla þig inn í daginn. Ekki gleyma vatninu. Merktu strik á flösku til að merkja hvenær þú átt að vera búin að drekka rétta magnið. Átta glös á dag og þú finnur muninn. Lestu heilsusíðurnar á netmiðlum og fáðu hvatningu. Lestu vel póstana frá þjálfara þínum. ;-) Skrifaðu matardagbók og þú munt læra af því. Settu gott forrit í símann sem hjálpar þér að fylgjast með þér, myfitnesspal.com. Opinberaðu markmiðin þín, það hjálpar þér að halda þér við þau. Finndu þér æfingafélaga eða æfingahóp. Ótrúlegt hvað það hjálpar mikið að tilheyra hóp og eiga að mæta. Taktu göngutúr, skiptir ekki máli hve langt. Bara út og fá ferskt loft. Settu mynd af því sem þú ætlar að gera, t.d. ferðinni þinni sem þú ætlar í sumar og hafðu hana sýnilega til að minna þig á þú ætlar að vera í góðu formi til að njóta ferðarinnar enn betur.

11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20.

Verslaðu í heilsuhillunum og fylltu á heilsutankinn þinn heima. Skoðaðu innihaldslýsingar og gerðu þér grein fyrir hvað þú ert að borða. Taktu fram hjólið um leið og færi gefst, frábært að geta komist í ræktina hjólandi. Farðu í vorverkin og finndu hvað þú ert að hreyfa þig mikið við það. Taktu stigana frekar en lyftuna. Það munar um alla hreyfingu og minnir okkur á hjartsláttinn okkar. Borðaðu fleiri ávexti og grænmeti, það tengir þig við hollustuna. Borðaðu hægar og njóttu hvers bita lengur. Það tekur magann 20 mín. að nema hvort hann sé orðinn saddur. Gerðu skemmtilegan lagalista fyrir gönguna. Ótrúlegt hvað maður gengur hraðar og tíminn fljótur að líða með hressilega tónlist. Fáðu nýtt prógram sem heldur þér við efnið ef þú missir úr æfingu. Leiktu þér meira með börnunum, það er gott að gleyma sér í leik með krökkunum og fá góða æfingu og samveru út úr því.

85 ◄


Lj贸smynd: 漏 Thelma Gunnarsd贸ttir


E

Elsa Ingibjörg

Egilsdóttir Ég heiti Elsa Egilsdóttir og er fædd 7. nóvember 1984. Ég hef alltaf haft áhuga á hönnun og teikningu síðan ég man eftir mér. Ég var aldrei viss við hvað ég vildi vinna við þannig að ég byrjaði að fara í förðunarnám og sérhæfði mig í kvikmyndaförðun og vann við það í nokkur ár.

Grafísk hönnun, tölvuleikja‑ og teiknimyndagerð hefur heillað mig mikið á seinustu árum því er grafísk miðlun mjög góður stökkpallur fyrir mig í áframhaldandi nám. Ég á fleiri áhugamál meðal annars að ferðast og vera með vinum og fjölskyldu og sérstaklega syni mínum og íþróttir.

87 ◄


Hvar er best að ferðast?

Þegar líður að því að byrja að plana ferðalag erlendis er margt sem þarf að hafa í huga, tildæmis hvert skal fara og hvernig skal komast þangað, vegna stærðar Íslands þá eru ekki margar ferðaskrifstofur og þar af leiðandi áfangastaðir í beinu flugi í boði, þessvegna á fólk það oft til að festast í því að fara til þessara klassísku íslensku áfangastaða, eins og t.d Danmerkur, London, Boston og Spánar. En heimurinn er svo miklu stærri en þessir örfáu staðir sem flestir Íslendingar fara oftast til, og það hafa allir mjög gott af því að prufa að ferðast til meira framandi staða en þeirra sem við förum vanalega til. Á þessum stöðum er hægt að upplifa menningu og matargerð sem er mun meira framandi en það sem við þekkjum frá okkar hefðbundnu stöðum. Vonandi kveikir þessi listi einhverja ævintýraþrá í lesendum okkar og fær þá til þess að íhuga einhvern þessara staða eða einhvern annan nýjan stað næst þegar ákveðið verður að skella sér í ferðalag.

► 88

Komdu og njóttu! Hjá okkur færðu nýmalað kaffi beint frá Eþíópíu þar sem kaffið var fyrst uppgötvað!


INDLAND 100 milljónir manna koma saman á Indverska Kumbh Mela hátíðina, sem er heimsins stærsta samkoma ef miðað er við fjölda fólks. Flestir indverjar eru Hindúar og hafa þeir ekki 4 árstíðir heldur hafa þeir 6 árstíðir. MALAYSIA Malaysia deilir landamærum við Tæland og Indónesíu. Höfuðborgin þeirra heitir Kuala Lumpur og búa um 29 milljónar manna þar. Það eru um 28 þjóðgarðar í Malaysiu. og vinsælustu íþróttirnar sem eru spilaðir þar eru fótbolti, badminton, tennis, siglingar, hestamennska og hjólabretti. MEXICO Í Mexiko geta listamenn borgað skattana sína með listverk sínum. Stærsti píramídi er ekki í Egyptalandi heldur er hann í Mexico. Upphafið á poppkorni var í Mexico og er það um 9000 ár síðan. Mexico er feitasta þjóðin í heiminum. CAMBODIA Rúmur helmingurinn af þjóðinni er undir 15 ára. Það er gífurlegur fjöldi af fólki sem keyrir um á vespum. Það eru vespur allstaðar. Heimafólk er sagt borða nánast hvað sem er alveg frá lirfum, hálfþroskuðum andareggjum og sniglum. Í Cambodiu er skuldatíðnin mjög lág. GRÆNLAND Nafnið Grænland þýðir Land af fólki.Tæplega 80% landsins er þakið í ísjöklum og snjó. Hin parturinn af landinu sem er ekki þakið snjó er samt á stærð við Svíþjóð. Grænland hefur skemmtilegt dýralif þar má tildæmis nefna ísbirni, seli, rostungar og hreindýr SUÐUR-KOREA Mjög skemmtileg staðreynd um karlpeninginn er að yfir um 20% mannanna í Suður‑Kóreu nota snyrtivörur, alveg frá meiki til maskara og er vinsælast hjá þeim BB krem. Gert hefur verið sjónvarpsþættir sem gerðir hafa verið fyrir mennina og makeup.

Ef þú ferð til Suður Koreu þá eldistu um eitt ár, það er eins og ferðast í framtíðina, því þegar þau fæðast þá er talningin byrjuð á einu ári. Stærsta kirkjan í heiminum er í Suður‑Kóreu. BRASILÍA Nafnið Brasilía kemur frá tré sem heitir Brazilwood. það er um 4000 flugvellir í landinu, og er fimmta stærsta land í heiminum. Tungumálið í Brasilíu er Portúgalska og er 25% af regnskógum heimsins er í Brazilíu. JAPAN Hrátt hrossakjöt er mjög vinsælt í Japan. Japan samanstendur af 6852 eyjum. Mörg þekktustu fyrirtæki heims er í Japan og er meðal annars Toyota, Honda, Sony, Nintendo, Canon, Panasonic og Thoshiba.


Hættulegasti göngustígur heimsins opnar aftur Ertu nógu hugrakkur til að ganga hættulegustu gönguleið sem til er? Spánarvegurinn Caminito Del Ray er eins og vegur gerður fyrir Indiana Jones mynd heldur en göngustíg. Upprunulega var þessi vegur gerður fyrir Konunginn Alfonzo árið 1921. Vegurinn var byggður hátt uppi í fjalli fyrir ofan Gualdal ár sem er á Suður‑Spáni. Þótt vegurinn sé aðeins 8 kílómetrar þá eru 2 kílómetrar af því rifflaðar og illa farnar brýr, miklar holur og sprungur í veginum og ekkert nema hátt fall sem bíður manns ef maður óvart misstígur sig. Þessi göngutúr hefur heitið litli vegur konungsins. Fleiri og fleiri túristar voru að sækjast í þennan stað og var hann að verða vinsælli og vinsælli, og var hann ekki sagður hættulegur fyrir ekki neitt. Fimm manns hafa látið lífið eftir að hafa farið veginn en vegurinn lokaði svo snemma eftir seinasta dauðsfallið árið 2001.

Kanada Kanada er annað stærsta landið í heiminum að flatarmáli, og þekur nyrðri hluta Norður‑Ameríku. Kanada er ríkjasamband, sem samanstendur af tíu fylkjum og þremur sjálfstjórnarsvæðum. Kanada er tæknilega þróað og iðnvætt ríki, sem er sjálfbært í orkuframleiðslu, þökk sé stórum náttúrulegum birgðum af jarðefnaeldsneyti, ásamt kjarnorku‑ og vatnsorkuframleiðslu. Efnahagur þess hefur lengi treyst sérstaklega á náttúrulegar auðlindir og viðskipti, þá sérstaklega við Bandaríkin. Þrátt fyrir að fjölbreytni hafi yfirleitt aukist mikið í kanadísku efnahagslífi þá eru enn mörg héruð, sem treysta á vinnslu og sölu náttúrulegra auðlinda. Menntun í Kanada þykir ákaflega góð og þangað hafa margir Íslendingar leitað, einkum til framhaldsnáms.

► 90

Staðreyndir um Kanada Höfuðborg

Ottawa

Tungumál

Enska/franska

Gjaldmiðill

Kanadískur dollari

Fólksfjöldi

35,1 milljónir


Sangría

Suðrænn & svalandi! Rauðvíns Sangría 1 rauðvínsflaska skornir ávextir t.d mangó, epli, jarðaber ananas, sítrónur og lime Brandí þrjú staup. 1–2 matskeiðar sykur sódavatn og fullt af klökum.

Hvítvíns Sangría 1 hvítvínsflaska skornar sítrónur ananas og lime þrjú staup af vodka. 1–2 bollar af kókosvatn og fullt af klökum.

Nú getur þú tekið sólina með þér heim!

Njótið!


Baba maðurinn með hamarinn Þessi saga er um mann, sem á sér milljónir að‑ dáenda um allan heim. Þessi maður er nú látinn, en goðsögnin um hann lifir. Þegar vitnað er í hann, er stundum spurt Hvenær tókst þú síðast ákvörðun um að hafa áhrif til góðs? Stundum er vitnað í þennan mann sem manninn með hamarinn. Síðan er fólk hvatt til þess að taka upp sinn eigin hamar og ráðast til verka. Um hvað er verið að tala? Jú, einstakt afrek og einstaka sögu af manni sem hét Dashrath Manjhi og bjó á Indlandi. Manjhi lést úr krabbameini árið 2007. En þá hafði hann þegar afrekað meira en flestir aðrir á lífsleiðinni. Hér er sagan um hann. Ímyndaðu þér að þú eigir heima í mjög litlum bæ á afskekktum stað úti á landi. Landið þitt er milljónaþjóð og litli bærinn þinn er flestum ókunnugur og skiptir litlu máli. Pólitíkusar og aðrir hafa flestir um annað að hugsa. Rétt hjá litla bænum þínum, er annar lítill bær. Hann er í rauninni bara 5 kílómetrum frá og þar er borgaramenningin komin á æðra stig. Skólar og spítalar. Verslanir og þjónusta. Næga vinnu að fá. Gallinn er bara sá að á milli þessara tveggja bæja, er stórt fjall.

Dashrath Manjhi Dashrath Manjhi bjó í litla afskekkta bænum við fjallið. Bærinn heitir Musahars og eins og flestir aðrir karlmenn í bænum, fór Manjhi til vinnu í bænum sem var hinum megin við fjallið. Til þess að komast í kringum fjallið, þurfti að fara um 45 kílómetra ferð. Til að stytta sér leið, var hægt að fara yfir fjallið, en það var bæði erfið og oft hættuleg ferð. En Manjhi var mjög fátækur eins og flest hans fólk í sveitinni. Um árið 1960, var líf hans því eins og

► 92

flestra annarra á svæðinu: Hann þurfti bara að láta sig hafa það. Manjhi vann langa daga. Fór snemma og kom seint heim. Um hádegisbil eða svo, gekk eiginkonan hans Phaguni yfir fjallið, til að færa honum mat. Ferðin hennar tók nokkrar klukkustundir. Einn daginn, kom Phaguni til hans með engan mat. Hún haltraði. Á leiðinni hafði hún dottið og meitt sig illa. Það var farið að rökkva þegar hún loksins komst til eiginmannsins síns. Þá var hann orðinn bæði þreyttur og svangur. Hann pirraðist yfir þessum seinagangi Phaguni, þar til hann sá hvers eðlis var. Niður kinnar Phaguni láku tár. Það var á þessu augnabliki sem Manjhi tók ákvörðun. Þetta gengi ekki lengur. Fólkið yrði hreinlega að fá veg í gegnum fjallið. Manjhi vissi að það væri talað fyrir daufum eyrum að ræða við stjórnmálamenn um veginn. Bærinn hans var of ómerkilegur fyrir slíka umræðu. Skipti ekki máli. Manjhi seldi því geiturnar sínar og keypti sér hamar, kúbein og meitil. Síðan gekk hann efst upp á fjallið og hófst handa. Manjhi ætlaði að búa til veg í gegnum fjallið. Fólk sagði að Manjhi væri bilaður. Yfirvöld sögðu að þetta væri ekki hægt. En Manjhi lét þessar raddir sem vind um eyrun þjóta. Á hverjum morgni fór hann upp á fjallið. Og hamraði í steinana. Manjhi hætti að vinna og hélt sig við verkefnið sitt. Oft var fjölskyldan hans matarlaus dögum saman, vegna þess að engin voru launin. En smátt og smátt fóru sögurnar að heyrast víðar um sveitina. Af manninum sem væri uppi á fjalli að búa til veg. Smátt og smátt fóru menn líka að bætast við í hóp Manjah Allir vildu hjálpast að, ef ekki með vinnu, þá með aðstoð við fjölskyldu Manjah. Árin liðu og alltaf hélt Manjhi áfram.


Einn daginn, varð eiginkonan hans, Phaguni veik. Læknirinn var óralangt í burtu, hinum megin við fjallið. Það náðist því ekki að fá hjálp í tæka tíð og Phaguni lést. Þetta gerði Manjhi enn ákveðnari í að búa til veginn.Eftir 10 ár, fór fólk að sjá móta fyrir gili í fjallinu. Til að gera langa sögu stutta, þá tókst honum tilætlunarverk sitt á 22 árum. Í gegnum fjallið fara nú íbúar um veginn á hverjum degi og mörgum sinnum á dag. Litli bærinn Musahars fékk loks tengingu við umheiminn og lífið breyttist til batnaðar fyrir fólkið. Börnin fóru að komast í skóla og fólk gat sótt sér læknishjálp og aðra þjónustu.

Það eina sem ég vill er vegur fyrir fólkið, skóli fyrir börnin og spítalaþjónusta fyrir íbúa.

fyrir börnin og spítalaþjónusta fyrir íbúa. Þetta fólk erfiðar svo mikið. En þetta er það sem mun hjálpa þeim hvað mest. Mörg önnur fjöll að glíma við. Eins og áður sagði, er sagan af Manjhi nánast goðsagnarkennd og oft vitnað í hann sem dæmisaga um svo margt annað. Þannig hafa sumir sagt að í heiminum séu svo mörg önnur fjöll að glíma við. Eitt þeirra er til dæmis baráttan við fátækt. Hún er fjall út af fyrir sig og margir vita ekki hvernig þeir eiga að byrja, eða hvað er hægt að gera til að raunverulega breyta heiminum til hins betra. En þá er sagt: Gerið eins og Manjhi og sækið ykkur ykkar eigin hamar, kúbein og þið getið breytt heiminum. Birt með góðfúslegu leyfi frá spyr.is

Baba hinn dáði

Þegar vegurinn var loks tilbúinn, var Manjhi löngu orðinn þekktur undir viðurnefninu Baba, eða hinn dáði. Hann hélt baráttu sinni áfram og fór að ræða við menn og aðra um að tengja betur fjallveginn við aðra aðalvegi. Í þetta sinn var hlustað á hann. Eitt sinn, var honum boðið til fundar hjá ráðherra í Nýju Dehlí. Þegar ráðherran hitti Baba, stóð hauppúr stólnum sínum og bauð Manjhi sætið sitt. Svo mikla virðingu var fólk farið að bera fyrir hinum dáða manni, Baba. Ríkisstjórnin vildi líka heiðra Manjhi og gáfu honum landssvæði heima í héraði. Manjhi þáði pent, en gaf bænum sínum síðan landið og sagði: Hér skuluð þið byggja spítala. Áður en Manjhi lést, sagði hann í viðtali við fjölmiðla: Mér er sama um öll þessi verðlaun og viðurkenningar, mér er sama um frægð og peninga. Það eina sem ég vill er vegur fyrir fólkið, skóli

Ljóð dagsins Í faðmi dimmra fjalla enn ég er, sjórinn er svo spegilsléttur hér, fegurri en málverk sýnin er og enginn tekur þetta burt frá mér. Því sólin speglar sjávarflötinn björt og tunglið lýsir hlíðina í kvöld þó að nóttin geti verið býsna svört get ég ávallt treyst á stjörnufjöld. Í faðmi bjartra fjalla enn ég er, í kotinu er best að kúra sér því ástin hún er allsráðandi hér og gleðin alltaf brosir móti mér. - Miriam Petra 1990


Á FERÐALAGI Í 26 ÁR! Gunther Holtorf yfrgaf Bæjaraland í Þýskalandi árið 1989 á bifreiðinni sinni og var markmiðið að ferðast til Afríku. Einum 26 árum síðar er hann kominn aftur til heimalandsins eftir að hafa ferðast um heim‑ inn allan þann tíma og lagt að baki 900 þúsund kílómetra og heimsótt 215 lönd. Ferðalagið hófst skömmu í kjölfar þess að Holtorf, sem er 77 ára að aldri, kynntist Christine sem síðar varð fjórða eigin‑ kona hans. Hann hafði þá sett auglýsingu í dag‑ blaðið Die Zeit þar sem óskað var eftir ferðafélaga. Holtorf var þá nýskilinn við þriðju eiginkonuna. Þau ferðuðust saman um heiminn í rúma tvo áratugi eða þar til hún lést árið 2010 úr krabbameini. Tveimur vikum fyrir andlát hennar gengu þau í hjónaband með formlegum hætti. Holtorf hét Christine ennfremur skömmu áður en hún lést að hann ætlaði að ljúka heimsreisunni í minningu hennar. Holtorf segist ekki muna á hvaða tímapunkti þau ákváðu að ferðast um allan heiminn en það haf hins vegar vaknað áhugi á því að setja heimsmet. Fyrstu fmm árin ferðuðust þau um Afríku en ákváðu síðan að fara til Suður‑Ameríku. Holtorf hafði komið þangað áður og vildi sýna Christine álfuna.

► 94

Holtorf starfaði hjá þýsku flugfélögunum Luft‑ hansa og Hapag Lloyd Flug áður en hann hélt út í heiminn á vit ævintýranna ásamt Christine. Hafði hann áður safnað nægum fjármunum til ferðarinnar en þau unnu sér einnig inn tekjur á ferðalaginum með gerð landakorta sem þau seldu. Meðal ann‑ ars gerð fyrsta nákvæma landakortinu af Jakarta höfuðborg Indónesíu. Birt með góðfúslegu leyfi frá spyr.is

Staðreyndir um Þýskaland Höfuðborg

Berlín

Tungumál

Þýska

Gjaldmiðill

Evra

Fólksfjöldi

82,4 milljónir


MALLORCA Mallorca er stærsta eyjan i Baleareyjaklasanum um 80 km frá austurströnd Spánar í Miðjarðarhafnu. Eyjan er rómuð fyrir mikla náttúrufegurð, fjölbreytilegt landslag og síðast en ekki síst breiðar og fallegar strendur sem gera eyjuna Mallorca að paradís sól‑ dýrkenda. Síðustu ár hafa sífellt fleiri ferðamenn kom til göngu og hjólaferða, enda landslagið og náttúran óviðjafnanleg. FJALLASVÆÐIÐ Sera de Tramuntana, sem liggur á norðvestur hluta eyjunnar, er vinsælt meðal göngugarpa en þar eru mörg lítil og heillandi þorp á borð við Vallde‑ mossa með klaustrinu fræga, steinlögðum götum og dvalarstað heimsfræga tónskáldsins Chopin. Um miðbik eyjunnar er akurlendi víða áberandi með ólívu‑ og möndlutrjám. MATARMENNING Flóran af veitingastöðum, kaffhúsum og börum er mikil og dásamlegt að rápa um miðborgina og stinga sér inná ekta tapas bar og njóta. Matarmenning og hefðir eru sterkar á Mallorca og mikið er til af góðu hráefni. Vissulega eru margir ódýrir skyndi‑

bitastaðir á eyjunni sérlega í kringum strandstaðina, en fjölmargir góðir veitingastaðir eru einnig í boði þar sem mikill metnaður er lagður í að matreiða frábæra rétti úr hinu besta fáanlega hráefni sem eyjan hefur upp á að bjóða. Á síðustu árum hefur þessum veitingahúsum fjölgað hratt með auknum kröfum ferðamanna ekki síst í minni þorpum og bæjum fyrir utan höfuð‑ staðinn. Hitastigið á Mallorca er þægilegt, milli 25–30 stiga hiti og létt golan sem blæs frá haf sér til þess að hitastigið er alltaf bærilegt.


ÚTSKRIFTARSÝNING

Útskriftarnemar í grafískri miðlun, ljósmyndun, prentun og bókbandi héldu nemendasýningu laugardag­ inn 28. mars síðastliðinn og voru nemendur hæst ánægðir með afraksturinn. Sýningin var haldin í húsi Vörðuskóla við Barónsstíg en þar er Upplýsinga­ tækniskólinn til húsa. Grafísk miðlun/prentsmíð, ljósmyndun, prentun og bókband eru allt löggildar iðngreinar og á þessu vori útskrifast alls 21 nemandi. Nemendurnir, með aðstoð kennara, unnu að skipulagi, uppsetningu og markaðssetningu á útskriftarsýningunni. Tilgangur hennar var meðal annars að vekja athygli atvinnulífsins á útskriftarefnunum því nú eru nemendur í þeim spor­ um að finna sér námssamninga og ljúka sveinsprófi.

► 96


GRAFÍSK MIÐLUN


Þakkir Við vilj­um ­byrja á því að þ ­ akka kenn­ur­um og skóla­stjóra. Bjarg­ey, Bryn­hild­ur, ­Helga, Hild­ur, Jón, Sóf­us og Svan­hvít takk fyr­ir alla þol­in­mæð­ina, öll ráð­in og all­an stuðn­ing­inn. Takk fyr­ir að gera ­þetta blað mögu­legt. Við vilj­um einn­ig ­þakka öll­um þeim fyr­ir­tækj­um sem tóku á móti okk­ur í starfs­kynn­ingu ­Festi, Ísa­fold­ar­prent­smiðju, Morg­un­blað­inu, Náms­gagna­stofn­un, Prent­smiðj­unni Odda, Prent­met og Svans­ prent. Síð­ast en ekki síst vilj­um við ­þakka öll­um þeim sem komu á út­ skrift­ar­sýn­ing­una okk­ar 28. mars sl. Sérstakar þakkir fá Pixel, Félag bókagerðarmanna (Grafía) og Iðan fyrir keyptar auglýsingar.

Dimmision CMYK OFURHETJUR

22. apríl 2015

Hugmyndin að búningnum fæddist hægt og rólega. Litirnir eru prentlitirnir fjórir og vildum við halda tengingu við fagið með þessum hætti. Vefverslanir erlendis voru góð hjálp þegar kom að því að finna allt sem til þurfti. Pils og skikkjur voru saumaðar af Lilju og logo á bolum var samvinnuverkefni Sverris og Andreu. Ofurhetjuhanskana fundum við í Fossberg, þeir eru latex fríir.

► 98


VÍNYL MÁNUÐUR Reykjavík record shop Eldri plötur á 50% afslætti. Nýjar plötur á 30% afslætti út maí. Opnunartímar Alla virka daga frá 11:00–18:00 Laugardaga frá 10:00–18:00 Lokað á sunnudögum C◄

Klapparstígur 35 • 561 2299 • www.facebook.com/reykjavikrecordshop


Prentun fyrir þig Pixel prentþjónusta er alhliða metnaðarfull prentþjónusta sem býður upp á persónulega og góða þjónustu og hröð og öguð vinnubrögð. Starfsmenn Pixel búa yfir áratuga reynslu í prentiðnaði: ráðgjöf, umsjón með prentverk­ um, skönnun, umbrot, hönnun og tilboðsgerð.

Ármúla 1 | 108 Reykjavík | Sími 575 2700 | pixel@pixel.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.