Nýjar leiðir til að læra á eldri árum
INNOMEC verkefnið
Í flestum Evrópulöndum hefur lífsstíll fjölskyldna breyst síðastliðna öld. Fólk giftist seinna, færri börn fæðast og það er aukinn fjöldi aldraðra og einmana aldraðra einstaklinga. Á þessum nýju tímum standa umönnunaraðilar og starfsmenn frammi fyrir nýjum áskorunum: hvernig á að samþætta íhlutanir betur í að efla heildræna velferð eldri einstaklinga ; hvernig á umhverfi stofnana að breytast til að takast á við nýjar íhlutanir varðandi eldri einstaklinga; hvernig á að þróa og efla faglega eiginleika starfsmanns til að auka fjölbreytt fræðslutilboð og samþætta þjónustu í samfélaginu.
2
Verkefnið INNOMEC er hannað til að viðurkenna þá staðreynd að „virkni á efri árum felst í því að tryggja aukið heilbrigði, þátttöku og öryggi til þess að auka lífsgæði fólks þegar að eldist“ (Global Age Friendly Cities: A guide, World Health Organisation, 2007). Við trúum því að lærdómur á eldri árum sé mikilvægur þáttur í farsælli og virkri öldrun Við stefnum að •
bæta þátttöku efri borgara í félags- og menningarlegu lífi;
•
Hlúa að sameiginlegri reynslu/lærdómi á milli yngri og eldri
kynslóða og fjölskyldumeðlima;
•
Efla tengslanet innan lands og innan Evrópulanda og ábyrgð
þeirra á félagslegri nálgun, með áherslu á þátttöku
öldrunarheimila í að marka sér stefnu til símenntunar á
efri árum.
Með þvi að bera saman, þróa, bjóða upp á •
Tækifæri til þjálfunar fyrir starfsmenn í umönnun og þeirra
sem koma að þjálfun.
•
Nýr lærdómur eða lærdómsreynsla fyrir eldri borgara.
•
Mikilvægar bakgrunnsupplýsingar fyrir stjórnendur á
öldrunarheimilum, verkefnastjóra eða stefnumótandi aðila.
3
INNOMEC fyrir sérfræðinga
4
Við söfnum saman, þróum, prófum og gerum tiltæk verkfæri og árangursríkar aðferðir um félagslegar athafnir fyrir eldri borgara.
Ert þú “sérfræðingur”? Meðeigendur í INNOMEC hér að safna saman og þróa áhrifaríkar aðferðir og verkfæri fyrir eldri borgara til félagslegs – og símenntunarstarfs. Þegar athafnirnar hafa verið prófaðar og samþykktar af INNOMEC sérfræðingum sem taka þátt í þessu verkefni, þá verða niðurstöðurnar kynntar. Þegar talað er um sérfræðinga þá er átt við einstaklinga sem starfa í öldrunargeiranum, við símenntun, meðferðaraðilar og í kennslu fullorðinna „andragogy.“
5
INNOMEC fyrir eldri borgara
6
Taktu þátt í skemmtilegum athöfnum með öðrum á heimilinu eða þeim sem eru í nágrenninu og deildu upplifuninni! Þú er á þeim aldri sem þú upplifir þig á. Það getur komið upp sá tími í lífinu að þú hefur skyndilega mun meiri frítíma en þú hafðir reiknað með eða jafnvel áður haft. Hvað á maður að gera í því? Ferðast, vinna í garðinum, stunda handavinnu og ýmsar félagslegar athafnir eru frábærar leiðir þegar kemur að því að nýta frítímann sinn. Ef þú leyfir, þá erum við hjá INNOMEC tilbúin að deila þinum dýrmæta tíma! Taktu þátt í skemmtilegum athöfnum með öðrum á heimilinu eða þeim sem eru í nágrenninu og deildu upplifuninni!
7
INNOMEC fyrir hagsmunaaรฐila
8
Bakgrunnsupplýsingar, stefnur, góðar aðferðir, tengslamyndun á netinu. Við styðjum þig í að skipuleggja nýja og nýjar leiðir í þjónustu. Ertu í leit af nýjum hugmyndum? INNOMEC býður upp á breitt úrval afurða frá hlutahöfum sem eru virkir í símenntun. Framkvæmdastjórar öldrunarheimila, (dagþjónustu eða sólahringsþjónustu) einstaklingar sem bera ábyrgð á starfsþróun starfsmanna, verktakar, fræðslu-og gæðastjórar og allir þeir sem vinna í umönnun eða þjónustu við eldri borgara, bæði í ríkis eða einkageiranum. Verið velkomin að líta á niðurstöður okkar og vonandi fyllast innblæstri fyrir nýjum hugmyndum. Allir velkomnir að nýta efnið!
9
Meðeigandi INNOMEC var hannað og hrint í framkvæmd af meðeigendum frá Ítalíu, Austurríki, Belgíu, Litháen og Íslandi.
Speha Fresia Cooperative Company (IT) Speha Fresia er fyrirtæki sem vinnur að samstarfsverkefnum á svæðisvísu (Lazio og Sikiley) á sviði vinnumarkaðsstefnu, þróun og rannsóknum. Við hvetjum til Evrópusamstarfs til að bæta leiðsögn, verkfæri og aðferðarfræði til þjálfunar og símenntunar. Speha Fresia stýrir INNOMEC verkefninu. www.speha-fresia.eu Studio Centro Veneto (IT) Studio Centro Veneto SAS (CSV) er ráðgjafa-og þjálfunarfyrirtæki stofnað af Toni Brunello í Vicenza árið 1968. Það býður upp á sérhæfða þjónustu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki/stofnanir og félagasamtök á sviði: starfsþjálfunar, almennrar stjórnunar, gæðanálgunar, markaðssetningu og, umfram allt, verkferla í fyrirtækjum (rannsóknir, þjálfun, skyndihjálp og samfelld ráðgjöf ) með nálgun á þekkingu og verkkunnáttu. Eldri atvinnurekendur ættu að færast til í starfi. www.studiocentroveneto.com Inspire – Verein für Bildung und Management (AT) Inspire er non-profit samtök sem standa fyrir faglegum hugmyndum og efni á sviði menntunar, menningar, skapandi greina og vinnuafli. Við stefnum á að leiða saman mismunandi aðila, fjölbreytta færni og nýjungar í verkefnum okkar til að ná fram sem bestri niðurstöðu. www.inspire-thinking.
10
Euro-Idea(BE) Euro-Idea er non-profit stofnun sem var stofnað 1994 af hópi leiðbeinenda, allir útskrifaðir á Kaþólska háskólanum í Louvain í stefnu og aðferðum í fullorðinsfræðslu. Tilgangur stofnunarinnar er að kynna fullorðinsfræðslu, byggða á undirstöðuatriðum sálfræðilegrar uppeldisfræða, sem greinir sérstaklega þörfina til að taka þátt í þjálfun með það að markmiði að öðlast nýja kunnáttu og hæfni. www.euro-idea.eu Mykolas Romeris Háskólinn (LT) Mykolas Romeris Háskólinn (MRU) er almenningsstofnun, alþjóðlegur háskóli staðsettur í Norður Evrópu. Á hverju ári tekur háskólinn á móti stórum hópi af ungu skapandi og hæfileikaríku fólki. Það eru næstum 18.000 nemar í háskólanum og þeir eru mjög áhugasamir og spenntir fyrir þeirri línu sem þeir hafa valið. Mykolas Romaris Háskólinn styður alþjóðleg verkefni og eru stolt yfir þátttöku sinni í rannsóknum í Evrópu og á alþjóðþjóðlegu stigi. www.mruni.eu Hrafnista – Öldrunarþjónusta(IS) Hrafnista er öldrunarþjónusta og rekur í dag fimm öldrunarheimilii með um 600 íbúa. Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu, sem dæmi, hjúkrunar og læknisþjónustu, endurhæfingu og fjölbreytt félagsstarf. Leiðarljós okkar er að halda uppi rétti einstaklingsins í umönnun, með að stjórna eigin málum og velja hversu mikið þeir taka þátt í starfsemi á heimilum. www.hrafnista.is
11
Hafa samband Hrafnista – Öldrunarþjónusta Laugarási 104 Reykjavík T+354 / 5853000 unnur.gudmundsdottir@hrafnista.is www.hrafnista.is http://innomec.eu
Þetta verkefni hefur verið fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu. Skoðanir þær sem fram koma í þessari útgáfu eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Evrópusambandsins. Hvorki Evrópusambandið né aðilar tengdir sambandinu eru ábyrgir fyrir upplýsingum sem fram koma í þessum bæklingi.