¡ Mergæxli, sem getur einnig kallast „mergkrabbamein“ er krabbamein í plasmafrumum í beinmerg, hvítum blóðfrumum sem mynda mótefni. Mergæxlisfrumur eru illkynja plasmafrumur. ¡ Hægt er að meðhöndla mergæxli og margir sjúklingar lifa löngu og heilbrigðu lífi eftir greiningu. ¡ Á hverju ári greinast yfir 30.000 ný mergæxlistilfelli í Bandaríkjunum. ¡ Karlmenn eru líklegri til að fá mergæxli en konur og það greinist oftast í einstaklingum á aldrinum 65–74 ára. Mergæxli er algengasta blóðkrabbameinið hjá þeldökkum Bandaríkjamönnum, sem hafa í aukinni hættu á að mynda mergæxli.
Heimilislæknar eru fyrstir til að greina helming allra sjúklinga ¡ Þegar sjúklingar eru greindir af heimilislækni tefst greining lengur en 6 mánuði hjá yfir 50% þeirra. ¡ Seinkun á greiningu tengist aukinni hættu á fylgikvillum. ¡ Snögg greining getur leitt til þess að hægt sé að hefja meðferð fyrr og fylgikvillum fækkar. ¡ Mergæxli er nú greint hjá fólki sem er yngra en 50 ára. Það er ekki bara sjúkdómur sem leggst á eldra fólk.
EINKENNI sem geta verið merki um mergæxli ¡ Beinverkur (þrálátur eða reglulegur) ¡ Bakverkur (þrálátur eða reglulegur) ¡ Þreyta (óútskýrð þreyta sem ágerist)
¡ Calcium elevations (Hækkuð kalsíumgildi í blóði ¡ Renal impairment (Skert nýrnastarfsemi, hækkuð kreatíníngildi) ¡ Anemia (Blóðleysi) ¡ Bone lesions (Beinskemmdir)
Bestu og hagkvæmustu prófin til að skima fyrir mergæxli Nákvæm og skilvirk próf geta hlíft sjúklingum með mergæxli við fylgikvillum. Farið eftir ráðleggingum International Myeloma Working Group (alþjóðlegur verkhópur um mergæxli) og National Comprehensive Cancer Network (krabbameinsfélag í Bandaríkjunum) og fáið öll 3 skimunarprófin: 1. F reelite® próf (sermisfrítt próf á léttri keðju; „frjálst kappa, frjálst lambda með hlutfalli, sermi“), 2. S PEP (rafdráttur sermispróteins) og 3. I FE (rafdráttur ónæmisfestingar). Ef þessi 3 próf eru notuð saman greina þau 99% mergæxlistilfella. Ef SPEP próf er notað eitt sér missir það af 1 af 8 sjúklingum.
Greining snemma er lykilatriði til að ná bestu útkomu fyrir sjúklinga með mergæxli Nánari upplýsingar má finna á myeloma.org og með því að hafa samband við IMF InfoLine til að fá svör við spurningum um mergæxli á InfoLine@myeloma.org. IMF hvetur þig til að ræða við lækninn þinn um öll heilsutengd vandamál.
International Myeloma Foundation (IMF, Alþjóðleg samtök um mergæxli) 4400 Coldwater Canyon Avenue, Suite 300 Studio City, CA 91604 Bandaríkin +1.818.487.7455 TheIMF@myeloma.org myeloma.org
tc-earlydx_IS_2021_d1_01
Fyrstu merki um mergæxli
„CRAB“ EINKENNI sem geta verið merki um mergæxli