DROTTNING ROYALE Mars 2015
Konunglegt fréttabréf Íshesta
10 ÁRA AFMÆLISFERÐ Nú er komið að næstu Drottningar Royale ferð hjá okkur Íshestum og þetta er sú tíunda í röðinni. Í tilefni 10 ára afmælisins hefur verið ákveðið að hafa ferðina í flottari kantinum með hótelgistingu í tveggja manna herbergjum.
Lúxus, gleði, góðir hestar og frábær félagsskapur
Hestar frá Eyvindarmúla, eins og í fyrra
Hótelgisting með sérbaði
Morgunverðir, nesti og kvöldverðir frá hótelum
Maggi Kjartans kemur og skemmtir síðasta kvöldið
Stórkostleg reiðleið
Lengd: 4 dagar/ 3 nætur Verð: 146.000 Dags: 3. – 6. ágúst Erfiðleikastig 3
Innifalið
Drottningarblundur
Hestar
Reiðtygi
Gallar
Hjálmar
Hnakktöskur
Hótelgisting með baði í 2ja manna herb.
Fullt fæði
Skemmtun með MK
Takk Unnur og Lilja! Okkar foringi, Unnur Steins, mun að venju leiða ferðina ásamt Kristni og Birnu og kunnum við henni og Lilju bestu þakkir fyrir ómetanlega hjálp við mótun þessarar ferðar.
Photo Caption
Leiðarlýsing Fimmtudagur 3. sept:
Fljótshlíð – Reynifell – Foss –Smáratún Við hittumst um morguninn á Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Þar tekur Kiddi á móti okkur með hressingu og frábæran hestakost. Við byrjum á að ríða inn Vallarveg og upp Krappann að Reynifelli og þaðan áfram að Fossi þar sem við skiljum hesta eftir en höldum að Smáratúni þar sem heitir pottar og góður matur bíður okkar. 5-6 tímar í reið. Föstudagur 4 September
Foss—Leirubakki Eftir huggulegan morgunverð í Smáratúni tökum við saman farangur og keyrum upp að Fossi þar sem hestarnir bíða okkar. Við höldum sem leið liggur í námunda við Hekluhraunið eftir góðum reiðgötum ofan við byggðina á Rangárvöllum og endum daginn með því að fara yfir Rangá á mjög góðu vaði við Leirubakka þar sem við gistum í 2 nætur í nýja hótelinu og njótum þeirra lystisemda sem staðurinn hefur upp á að bjóða. 5 – 6 tímar í reið.
Kiddi og Birna Kristinn Hákonarson og Birna S, Kristjánsdóttir komu inn í Íshesta fjölskylduna árið 2012. Þau sjá nú um þrjár ferðir fyrir Íshesta þ.e.a.s. IH-12 Fjallabak, IH-14 Þórsmörk og IH-19 Landmannalaugar. Þeirra aðalsmerki eru frábærir hestar og einstök gestrisni. Þau fá marga endurkomufarþega árlega og margir sem vilja eingöngu ferðast með þeim.
Photo Caption
Leiðarlýsing frh. Laugardagur 5. sept:
Skarfaneshringur Eftir að hafa hvílst vel á Leirubakka stígum við á bak og nú er haldið í norður fram hjá Galtalæk og að Tröllkonuhlaupi þar sem beygjum niður að Þjórsá og ríðum eftir flottum moldargötum í gegnum kjarri vaxið Skarfanesið og aftur heim á Leirubakka. Frábær dagur með skemmtilega reiðleið og ekki skemmir Leirubakki með sín huggulegheit og afmæliskvöldverð, Maggi Kjartans kemur þetta kvöld og tekur vonandi leynigest með. 4 – 5 tímar í reið Sunnudagur 6. sept:
Leirubakki—Vellir Eftir “morgunpottinn”, teygjur, og girnilegan morgunverð leggjum við af stað að nýju og ríðum aftur yfir Rangá en nú er stefnan sett á Gunnarsholt eftir hinni rómuðu Heklubraut. Þaðan er haldið áfram að bænum Völlum þar sem hestar eru kvaddir, keyrt að Eyvindarmúla, þegin hressing og haldið heim á leið. Þett er okkar lengsti dagur en nú eru allar komnar í þjálfun og fara létt með þetta. 7 - 8 tímar í reið.
Dekurdagar fyrir konur í hestaferð um Suðurland Eins og þið sjáið á leiðarlýsingunni þá verður gist fyrstu nóttina í Smáratúni, Fljótshlíð en hinar tvær á nýja hótelinu á Leirubakka. Boðið er upp á flottar reiðleiðir í þessari ferð og hestakost Kidda og Birnu þekkið þið flestar.
Nánari upplýsingar Allar nánari upplýsingar um ferðina, útbúnað ofl. hjá Íshestum Steinunn Guðbjörnsd. S: 555 7009 steinunn@ishestar.is
Auðvitað kostar þetta allt mun meira en venjulega enda mikið lagt í en það er nú einu sinni 10 ára afmæli og því rétt að gera sér dagamun.
Einar Bollason
Fyrstar koma—fyrstar fá!
Athugið!
S: 860 7006, einar@ishestar.is.
Ferðin er staðfest þegar búið er að greiða 30% staðfestingargjald. ,,Kona á hestbaki er drottning um stund”